1.
Hljóða nótt
Lag: Pererik Moraeus Frumtexti: Py Bäckman Íslenskur texti: Hörður Sigurðarson
Yfir dalnum er dulúð dvelur vetur landi í. Kviknar ljós í kirkjuglugga klukkan hringir enn á ný. Staðar nem, stari niður stundin vekur minningar því að tærir þessir tónar töfra vekja æskunnar.
Þessi andrá er eilíf aðeins þetta nú ég veit bara eitt að ég lifi eins og lifað best við getum. Þó að leið mín liggi um dimman dal ótta finn ekki ég ég á stjörnu sem lýsir og leiðir mig réttan veg.
Og úr kirkjunni kertaljósin kalla á hjarta mitt og þau sálirnar sameina í samfélagi alda. Og ég veit að þeir sem að fóru burt fundu sannleikans frið. Líkt og logandi kerti eitt andartak lifum við.
Yfir dalnum er dulúð deyja sálmatónar út en ég finn að friðarorðin fæla burt úr hjarta sút. Og ég syng fyrir hann sem okkur gaf sinn eigin son. Ó hljóða nótt þú gefur okkur gleði, trú og von.
Augnablik himinn logar en svo sést ei stjarna nein ein á ferð í frosti og kulda kviknar hugsun hjá mér ein. Andartak er sem skilji ég er spor á sjávarströnd eða ummerki á rúðu eftir hlýja litla hönd.
Og nú greikka ég sporið gleðin fyllir hjarta mitt. Því hann fæddist og heimurinn varð aldrei samur aftur. Þegar loga ljósin kertum á kviknar tilfinning hlý þegar verðum á aðventu aftur börn á ný. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – píanó Kjartan Guðnason – pákur og málmgjöll Matthías Stefánsson – sóló-fiðla Strengjakvartettinn
2.
Söngur á vetrarnótt
Lag: Gordon Lightfoot Frumtexti: Gordon Lightfoot Íslenskur texti: Hallgrímur Helgi Helgason
Ljós á borði varpar bjarma’ á myrkvuð tjöld jörðin mjöllu klæðist. En út úr þögninni sem hjúpar mig í kvöld rödd þín að mér læðist. Ef aðeins gæti’ ég haft þig hér að anda rótt hjá mér þá héldi ég í höndina sem ann ég meira’ en allt þessa vetrarnótt með þér. Reykur liðast upp í rökkrið yfir mér. Glasið tæmist óðum. Ég milli lína les í bréfinu frá þér um ástina’ okkar góðu.
Ef aðeins gæti’ ég vitað hvort að einsemd sækt’ að þér þá héldi ég í höndina sem ann ég meira’ en allt þessa vetrarnótt hjá mér. Bjarminn flöktir, lampinn svæfir logann sinn bráðum nóttu lýkur. Morgunsólin drepur létt á gluggann minn, hélu burtu strýkur. Ef aðeins gæti’ ég haft þig hér að anda mér við hlið Sváfnir Sigurðarson – söngur, gítar, banjó þá myndi’ ég halda’ í höndina Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, bassi, píanó, söngur sem ann ég meir en allt Kjartan Guðnason – trommur, tambúrína, hristur og vera’ um vetrarnótt með þér Matthías Stefánsson – fiðla og vera enn á ný með þér. Jákup Zachariassen – Dobro, stálgítar
3.
Stjörnubjart
Lag: Ágúst Pétursson Ljóð: Hörður Sigurðarson
Man ég milda nótt er máni skein og allt var hljótt leit ég ástin mín ljúfu augun þín. Man ég mína þrá á meðan hvíldi ég þér hjá myrkrið var sem höfugt vín. Nótt sem leyndi okkar stund og nærði ástarfund á örskotsstundu leið sitt skeið. Nótt sem dúnn var dimma þín óf máni silfurlín á sinni himinleið.
4.
Líkt og engill gangi hjá
Lag: Benny Andersson og Björn Ulvaeus Frumtexti: Benny Andersson og Björn Ulvaeus Íslenskur texti: Hörður Sigurðarson
Dofnar birta, dansa fer drungalegur skuggaher. Ein ég sit við aftanroðans glóð eldurinn mér færir frið verma glæður andlitið ein við daufan arineld heimur lagstur undir feld. Yfir hellist minninganna flóð fer á stjá svipur, líkt og engill gangi hjá.
Haust nú gengur hjá er horfinn burt þú ert mér frá mega andar tveir unnast aldrei meir. Kvelur spurningin ó, hví ei framar vinur minn ég fæ að líta svipinn þinn.
Milli svefns og vökunnar vakna gleymdar minningar tíminn leysist upp á örskotsstund gleypir núið fortíðin blekkir tíminn huga minn. Glæður deyja eftir hik líkt og ástaraugnablik. Kemur minning aftur á minn fund fer á stjá svipur, líkt og engill gangi hjá.
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, hljómborð Kjartan Guðnason – klukkuspil Þórir Jóhannsson – kontrabassi Strengjakvartettinn
Loka augunum aftanroðans andar líða um. Fer á stjá svipur, líkt og engill gangi hjá. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – píanó Þórir Jóhannsson – kontrabassi Matthías Stefánsson – sóló-fiðla Strengjakvartettinn
á
5.
Gef mér ei
heimsins gull né prakt Lag: Jean Sibelius Frumtexti: Sakari Topelius Íslenskur texti: Kristján Valur Ingólfsson
Gef mér ei heimsins gull né prakt ó, gef mér heilög jól. Gef mér dýrð Guðs og englavakt, gef frið um jarðarból og kærst og best sem kætir mest að konung minn ég fæ sem gest. Gef mér ei, Drottinn, gull né prakt gef þinna engla vakt. Gef þú mér blessað bú á jörð og börn við tré í hring, er myrkrin lýsir lífsins orð og leiftrar allt um kring. Gef, Drottinn, nú mig gistir þú með gleði, huggun, von og trú. Gef mér þann frið á fósturjörð sem flytur Drottins orð. Í kotin jafnt sem konungsbú ó, kom þú jólatíð, og færðu heimi huggun nú þótt heyji jarðarstríð. Guð einn sá er sem aldrei fer. Ver ætíð, Drottinn, hér hjá mér. Í kotin jafnt sem konungsbú kom huggun heimsins nú. – Ó, kom þú jólatíð. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – píanó Kjartan Guðnason – trommur Matthías Stefánsson – fiðla Þórir Jóhannsson – kontrabassi
6.
Jólakvöld
Lagið var upphaflega samið sem Jólalag RÚV 1997 Lag: Tryggvi M. Baldvinsson Ljóð: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Nú skal leika á langspilið veika og lífsins minnast í kveld. Hjartanu orna við hljóma forna og heilagan jólaeld, meðan norðurljós kvika og blástjörnur blika og boganum mínum ég veld. Ég blundaði hljóður við brjóst þín, móðir sem blómið um lágnættið, þú söngst um mig kvæði; við sungum bæði um sakleysi, ástir og frið. Þú gafst mér þann eld, sem ég ennþá í kveld get ornað hjartanu við. Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. Þú gafst mér þá þrá, sem ég göfgasta á, og gleði, sem aldrei kól. Ef ég hallaði mér að hjarta þér, var mér hlýtt; þar var alltaf skjól. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – píanó, hljómborð, söngur Kjartan Guðnason – trommur, pákur, taiko-tromma, crotales, song-bells, sleðabjöllur, tambúrína, marimba, klukkuspil Matti Kallio – írsk flauta Martino Vacca – írskar sekkjapípur Frank Aarnink – cimbalom Þórir Jóhannsson – kontrabassi Örn Magnússon – langspil Strengjakvartettinn
7.
Á þeim langa vetri
Lag: Gustav Holst Frumtexti: Christina Rossetti Íslenskur texti: Hinrik Bjarnason
Á þeim langa vetri oft var frost og hríð, fold í frera bundin, fátt um veður blíð. Ofan gaf þá snjó á snjó, snjó ofan á snjó, á þeim langa vetri í eina tíð. Af himnum prins var sendur með hjálpræði til manns, en voru trúir þegnar í víðu ríki hans? Á þeim langa vetri, undir fjárhússvist, í jötu fæddi María Jesúm Krist. Fráleitt má ég snauður færa honum neitt. Ef ég væri ríkur allt væri það breytt, lærður gæti látið lærdómsvitið sitt. En eitt get ég þó gefið: Gefið hjarta mitt. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, hljómborð Sváfnir Sigurðarson – gítar Frank Aarnink – cimbalom, klukkubjöllur Matthías Stefánsson – sóló-fiðla Strengjakvartettinn
8.
Til nýja heimsins
Úr kvikmyndinni Palli sigurvegari Lag: Stefan Nilsson Frumtexti: Py Bäckman Íslenskur texti: Hallgrímur Helgi Helgason
Er ég kem loks þar mun kærleikur allt um vefja gleðin ríkja í stað þess sem áður var og í ylnum finn ég þau öll sem ann ég og þau verða um eilífð alla þar. Það er öryggið sjálft sem ég öðlast. Það er svo gott að það beið mín loksins hér eftir ferð að heiminum mínum nýja í sögu sem að engan endi ber. Þegar kalt og napurt frostið næðir má þó finna í brjósti sálaryl og það ljós sem mig að endum leiðir eftir vetur vorsins milda til. Það er öryggið sjálft sem ég öðlast. Það er svo gott að það beið mín loksins hér eftir ferð að heiminum mínum nýja í sögu þeirri sem engan endi ber. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – píanó Þórir Jóhannsson – kontrabassi Strengjakvartettinn
r
r
9.
Sálmur
85
Lag: Lúther / írskur jólasálmur frá 12. öld Frumtexti: The Wexford Carol Íslenskur texti: Stefán Thorarensen
Af himnum ofan boðskap ber oss, börnum jarðar, englaher. Vér fögnum þeirri fregn í trú, af fögnuð hjartans syngjum nú. Þótt veröld öll sé víð og löng, sú vaggan er þér samt of þröng og þín ei verð, þótt væri’ hún full af vegsemd þeirri’, er skín sem gull. Í dag er heimi frelsi fætt, er fær vor mein og harma bætt það barnið þekkjum blessað vér, vor bróðir Jesús Kristur er. Því bú til vöggu í brjósti mér, minn besti Jesús, handa þér. Í hjarta mínu hafðu dvöl, svo haldi’ eg þér í gleði’ og kvöl. Og oss til merkis er það sagt: Í aumum reifum finnum lagt það barn í jötu’, er hefur heim í hendi sér og ljóssins geim. Því gleðjumst allir, góðir menn, og göngum þangað allir senn, þá jólagjöf, Guðs son, að sjá, er sauða hirðar gleðjast hjá. Sváfnir Sigurðarson – söngur Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, píanó, hljómborð, harmonium, söngur Kjartan Guðnason – trommur Matti Kallio – írsk flauta og harmonikka Þórir Jóhannsson – kontrabassi
10.
Kristallar
Lag: Sváfnir Sigurðarson Ljóð: Hörður Sigurðarson
Dapurlegt og dimmt er hér flest dagur stuttur, birta nein sést. Brunakaldur veturinn bítur sortuhiminn sígur á sinnið pínir veröld svo grá. Sólin handan sjóndeildar hrýtur. Þá sé ég hvar svífa til mín sindrandi kristallar mjúkir sem lín sú birta í augunum skín og sortann upp lýsir og leiðir mig veginn til þín. Undarlegt hve allt breytir svip eymd og myrkur losa sitt grip. Vetrarundur hvert sem við lítum veröldin svo björt og svo ný eymd og doði loks fyrir bí saman fögnum heiminum hvítum. Ég sé hvaðan svífa til mín úr sortanum snjókornin glitrandi fín. Svo hýrnar í heimi af þeim sem kveikt sé á lampa þau lýsa upp leiðina heim. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, bassi, píanó, hljómborð, harmonium, söngur Kjartan Guðnason – trommur og glitrói
11.
Draumvísa
Lag: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir Ljóð: Hörður Sigurðarson
Ó, komdu fljótt þú dimma, kalda dúnmjúka nótt komdu skjótt, komdu hljótt. Því kvölda fer og sól í hafsins djúp horfin er sofnar þér, þér sofnar minning hver. En drauma þinna duldu minningar af dvala vekur sól svo sofðu vært og vittuʼ að allt sem er þér svo kært, bjart og tært, nýr morgunn hefur fært. Ó, sofna skjótt er dagsins dvínar birta svo fljótt hafðu hljótt, sofðu rótt. Ó, sofna skjótt er máni lýsir upp myrka nótt, hafðu hljótt, ó, vinur sofðu rótt. Því bjartar geymir myrkrið minningar sem morgunn veitir líf svo sofðu vært og vittuʼ að allt sem er þér svo kært, bjart og tært, nýr morgunn hefur fært.
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – píanó Þórir Jóhannsson – kontrabassi Strengjakvartettinn
12.
Vitringar þrír
Lag og frumtexti: Jólasálmur eftir John Hopkins jr. frá 1857 Íslenskur texti: Bergljót Hreinsdóttir
Vitringar þrír úr austrinu fjær ferðast með gjafir, mjakast æ nær um merkur, móa, fjöll og flóa lýsir oss stjarnan skær. Á Betlehemssléttum fæddur nú er konungur vor, ég gull honum ber ljóssins son, mannkyns von í heiminn hann kærleik ber. Stjarna undurs, nætursól björt og himnesk lýsir ból áfram vestur, heiður mestur heilagt ljós hún björt oss fól. Reykelsi færa konungi vil bljúgur og breyskur legg ég það til með bænum heitum, lofgjörð veitum konung ég tilbiðja vil! Stjarna undurs... Með myrru ég ferðast langan um veg ilmandi, bitur, hjartnæm og treg krossmerktur blóði, dauðdaginn hljóði innsiglar grafsteins hel. Stjarna undurs... Lof og dýrð við vegsömum hann! Guðsson á jörð í líkingu manns Al-le-lu-ia, Al-le-lu-ia, Sameining skaparans.
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, bassi, píanó, hljómborð, söngur og harmonium Kjartan Guðnason – trommur, hristur, tambúrína Sváfnir Sigurðarson – gítar Matti Kallio – írsk flauta Strengjakvartettinn
13.
Ljós
Lag: Haraldur V. Sveinbjörnsson Ljóð: Valgerður Benediktsdóttir
Sígur nú svefn á brá bíar mér nóttin hljóð bjarta sem geymir sól svartan sem geymir dal. Gríp ég þá ljósið, já, gríp ég ljósið, strýk við vanga’ og sál. Strýk við vanga’ og sál. Dreymir mig stjörnuhrap dregið í lófa þinn sem ljósi vörðuð leið líkt eins og líf þitt allt. Leið vörðuð ljósi, leið vörðuð ljósi, ljósið sem lífið allt. Ljósið er líf þitt allt. Eilífð og andartak veröldin spinnur hring dag hvern við verðum ný vonarlandi’ ljóssins í. Við endurfæðumst, við endurfæðumst, eignumst þá nýja von. Ljósið er okkar von. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – píanó og hljómborð Kjartan Guðnason – pákur Þórir Jóhannsson – kontrabassi Strengjakvartettinn
Aukalag: Á jólanótt Lag: Jón Ásgeirsson Ljóð: Gunnar Dal
Hver blundar svona blítt í húmi nætur? Ó, barnið mitt, þú sefur vært og rótt, því Drottinn sjálfur litla hvarma lætur lokast í hljóðum draumi þessa nótt. Og hjá þér stendur Jesúbarnið bjarta og brosir til þín litli vinur minn, því auðmýktin sem er í þínu hjarta hún opnað getur sjálfan himininn. Þig dreymir, barn mitt, blika í norðurljósum svo bláar stjörnur næturhimni frá. Það fellur niður regn af hvítum rósum á rúðu litla stokknum þínum hjá. Í dýrð sem aðeins draumalönd þín geyma, þar drottning næturinnar hljóðlát fer og opnar hulda ævintýraheima, sem aðeins voru byggðir handa þér. Hún kemur til þín, hvítar rósir anga og krýpur engilbjört við stokkinn þinn. Hún þrýstir mjúkum kossi á munn og vanga og mildar hendur strjúka þér um kinn. Hún hvíslar að þér: Hvíl í örmum mínum, að kynjaströndum nýjum þig ég ber. Ó, barn mitt góða, gleym ei draumum þínum, geym ævintýrið vel í hjarta þér. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Strengjakvartettinn
a
m,
Tónlistarmenn
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – söngur Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, píanó, hljómborð, harmonium, bassi og söngur Sváfnir Sigurðarson – gítar, banjó og söngur Kjartan Guðnason – trommur og öll ásláttarhljóðfæri Þórir Jóhannsson – kontrabassi Frank Aarnink – cimbalom Matthías Stefánsson – sóló-fiðla Örn Magnússon – langspil Matti Kallio – írsk flauta Martino Vacca – írskar sekkjapípur Jákup Zachariassen – Dobro og stálgítar Strengjakvartettinn: Una Sveinbjarnardóttir – fiðla Pálína Árnadóttir – fiðla Guðrún Hrund Harðardóttir – víóla Margrét Árnadóttir – selló Hljóðritað í Stúdíó Hljóðheimum, Stúdíó Sýrlandi og í Hörpu í september 2015 Upptökustjórn: Haraldur V. Sveinbjörnsson Upptökumenn: Haraldur V. Sveinbjörnsson, Kristinn Sturluson Útsetningar: Haraldur V. Sveinbjörnsson Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Hrannar Ingimarsson Myndataka og myndvinnsla: Bjarney Lúðvíksdóttir Umbrot: Birgir Heiðar Guðmundsson Kynningarmál: Ingibjörg Gréta Gísladóttir
Hjartans Þakkir
Innilegustu þakkir fá textahöfundar og þýðendur, þau Hörður Sigurðarson, Hallgrímur Helgi Helga son, Bergljót Hreinsdóttir og Valgerður Benediktsdóttir, fyrir sína náðargáfu. Sirrý vinkona fær kærar þakkir fyrir nafngiftina og Geysi og Saga Kakala er þakkað fyrir lán á fatnaði. Góð ráð þegin frá Einari Samúelssyni, Hrannari Ingimarssyni, Ingibjörgu Grétu, Palla Borg og Brúarsmiðjunni. Óendanlegar þakkir til Sváfnis og Halla sem sömdu fyrir mig sitt lagið hvor. Enn óendanlegri þakkir til Halla fyrir frábært samstarf og að koma Stjörnubjart á flug. Hvatning og stuðningur frá öllum þeim sem tóku þátt í áheitasöfnun Karolina Fund skiptu sköpum. Og síðast en ekki síst ástarkveðja til Mikaels erkiengils.
ASA001