Upprifjunarhefti fyrir samræmt könnunarpróf í íslensku í 10. bekk.

Page 1

Vogaskóli Reykjavík Haust 2011

Upprifjunarhefti fyrir samræmt könnunarpróf í íslensku í 10. bekk.


Stafrófsvísa A, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k.L, m, n, o, ó og p, R, s, t, u, ú, v næst, x, y, ý svo þ, æ, ö. Íslenskt stafróf er hér læst eiga þar að standa hjá í erindi þessi skrítin tvö. (Þórarinn Eldjárn)

Sérhljóð og samhljóð Sérhljóð skiptast í einhljóð og tvíhljóð.  Einhljóðin eru átta: a, e, i (y), í (ý), o, u, ú, ö Orð sem hefjast á einhljóði: aska, eldur, il, yfir, op, urð, úti, öskur  Tvíhljóðin eru fimm: ei (ey), au, æ, á, ó Orð sem hefjast á tvíhljóði: eitur, eyja, auður, æfur, ást, ósköp

Orðaforðinn Virkur orðaforði (orð sem maður notað fyrirhafnarlaust) Óvirkur/minna virkur orðaforði (orð sem maður þekkir en notar ekki, skilur, en eru ekki til sjálfsagðra hversdagsnota)

Orðflokkar Fallorð

Sagnorð

Óbeygjanleg orð

Orð sem

Orð sem

Orð sem hvorki fallbeygjast

fallbeygjast

tíðbeygjast

né tíðbeygjast

nafnorð

sagnorð

samtengingar (og, eða, en . . . )

lýsingarorð

forsetningar (um, frá, til . . . )

fornöfn

atviksorð

greinir

nafnháttarmerki (að)

töluorð

upphrópanir (uss, æ, ó . . . )

(mjög, vel, illa . . . )


Fallorð Nafnorð eru nöfn/heiti á hlutum, hugmyndum, hugtökum, verum. Beygjast í föllum Beygjast í tölum (et/flt) Hafa hvert um sig kyn (kk, kvk eða hk) Hafa ýmist sterka beygingu (enda á samhljóði í eignarfalli eintölu) eða veika beygingu (enda á sérhljóði í eignarfalli eintölu/eins í öllum föllum eintölu) Sérnöfn- samnöfn Eintöluorð- fleirtöluorð

Lýsingarorð eru lýsandi orð og (ef þau eru hliðstæð) oftast notuð til að þrengja, einkenna nánar, merkingu nafnorða, sem þau standa með. Sérstæð geta þau haft svipaða merkingu og svipað hlutverk og nafnor&*eth;. Beygjast í föllum Beygjast í tölum Stigbreytast, þ.e. tjá mismunandi magn/styrk Geta verið í hvaða kyni sem er (sama kyni og orðið sem þau standa með) Hafa ýmist sterka eða veika beygingu. Sterk og veik beyging þekkjast á sama hátt og hjá nafnorðum. Lýsingarorð eru sterk með nafnorði án greinis (góður maður) en veik með nafnorði með greini (góði maðurinn)

Fornöfneru oftast eins konar staðgenglar nafnorða - til þess að ekki þurfi að síendurtaka sama nafnorðið. Ég sagði að ég væri búin með ísinn minn : Anna sagði að Anna væri búin með ísinn Önnu. Beygjast í föllum (eins og no/lo) Beygjast í tölum (eins og na/lo) Geta verið í hvaða kyni sem er (eins og lo) nema 1. og 2. persónufornöfnin. Skiptast í flokka eftir tegund/merkingu: Persónufornöfn tákna 1. 2. og 3. persónu Ábendingarfornöfn tjá bendingu á það sem um er rætt. Spurnarfornöfn fela í sér spurn Eignarfornöfn tjá eign/eiganda Afturbeygt fornafn hefur afturvirka merkingu, (Jón meiddi sig=Jón meiddi Jón) Óákveðin fornöfn, flokkur óskilgreindra fornafna með mismunandi merkingu. Tilvísunarfornöfn eru sérkennileg, beygjast ekki og hafa raunar fremur hlutverk samtenginga en fornafna. Þó má segja að þau standi í föllum.

Töluorð eru eins og nafnið bendir til með tölumerkingu. Þau hafa svipað hlutverk, stöðu og beygingu og lýsingarorð (nema stigbreytingu) Hrein töluorð eru frumtölur og raðtölur Blönduð töluorð eru tölunafnorð, tölulýsingarorð, og töluatviksorð.


Greinir Í íslensku er aðeins til ákveðinn greinir. Orð án greinis er sambærilegt við orð með óákveðnum greini í erlendum málum. Hlutverk greinis er að gera orð ákveðið, einkenna það líkt og lýsingarorð gera. Laus greinir er hinn, beygist eins og ábendingarfornafnið hinn nema í nf. og þf. hvorugkyns. Aðallega notaður í formlegu/hátíðlegu máli (hin unga stúlka faðmaði hinn unga svein). Viðskeyttur greinir er langalgengastur, en þá er h sleppt framan af lausa greininum (stundum meira) og afgangurinn límdur aftan á orðið sem greini skal hafa (stelpan lamdi strákinn).

Sagnorð Sagnir fela í sér merkingu verknaðar eða ástands: Hvað/hvernig einhver gerir (við einhvern) eða hvar/hvernig einhver er/verður. Megineinkenni er að sagnir tíðbeygjast og þær fallbeygjast ekki, ef þær gegna hlutverki sagna. Beyging sagna er magvísleg: Persónur þær beygjast/laga sig eftir persónu frumlags, þess sem gerir, er eða verður það sem sögnin segir (1., 2. eða 3. persóna) Tölur sagnir geta breyst eftir tölu frumlagsins, verið í eintölu eða fleirtölu Hættir Sagnir hafa 6 mismunandi hætti með mismunandi merkingu og tilgangi: PERSÓNUHÆTTIR eru hin eiginlegu sagnorðaform. Þeir heita svo vegna þess að þeir standa með/standa í persónum og breytast þegar skipt er um persónu eða tölu á frumlaginu (þeim sem gerir, er eða verður) Framsöguháttur tjáir fullyrðingu eða beina frásögn Viðtengingarháttur tjáir vafa, ósk eða von Borðháttur er skipandi. FALLHÆTTIR eru fallorðsmyndir sagnanna og eiga skyldara við nafnorð og lýsingarorð en sagnir, enda standa fallhættir í föllum eins og nafnið bendir til. Þeir breytast ekkert þótt skipt sé um persónu eða tölu frumlagsins Nafnháttur er grunnform, nafn sagnar Lýsingarháttur nútíðar lýsir yfirstandandi ástandi, breytist oft í nafnorð Lýsingarháttur þátíðar lýsir liðnu ástandi, breytist oft í lýsingarorð. Tíðir eru megineinkenni sagnanna, en þær geta staðið í nútíð og þátíð og auk þeirra eru til svonefndar samsettar tíðir (sagnorðasambönd með einhvers konar tímatilvísunum). Önnur orð en sagnir hafa ekki tíðir. Myndir tjá mismunandi áherslu eða mismunandi afstöðu þess sem gerir, þess sem gerist og þess sem verður fyrir því sem gert er Germynd er algengust, en þá er í sviðsljósinu sá sem gerir það se sögnin segir (gerandinn, frumlagið)


Miðmynd er sértæk, endar á -st og segir að einhver geri eitthvað við sjálfan sig (eins og afturbeygt fornafn) d. Addi slasaðist, eða einhverjir geri eitthvað hvor við annan eða hver við annan, d. Stelpurnar hittust. Þolmynd er tiltölulega sjaldgæf (miklu eðlilegri og algengari í ensku) og þá er sá í sviðsljósinu og nefndur fyrst sem verður fyrir því sem sögnin segir (þolandinn, andlagið) Veik, sterk eða blönduð beyging  Sagnir eru sagðar hafa veika beygingu ef þær mynda þátíð eintölu með endingu (-aði, -ði, -di, -ti).  Þær hafa sterka beygingu ef þær mynda þátíð eintölu án endingar, oft með hljóðbreytingu (hljóðvarpi).  Blönduð beyging er tvenns konar: Ri- sagnir mynda þátíð eintölu með endingunni -ri. Núþálegar sagnir mynda NÚTÍÐ eins og sterkar sagnir mynda þátíð. (unna, kunna, muna, eiga, mega, þurfa, vita, vilja, munu, skulu.) Vandbeygðar sagnir:             

ala – ól – ólum – alið draga – dró – drógum – dregið flá – fló – flógum – flegið hlæja – hló – hlógum – hlegið hyggja – hugði – hugað leggja – lagði – lagt liggja – lá – lágum – legið slá – sló – slógum – slegið þiggja – þáði – þegið ugga – uggði – uggað valda – olli – ollum- valdið vefa – óf – ófum – ofið vega – vó – vógum – vegið

Áhrifssagnir og áhrifslausar Sagnir eru áhrifssagnir ef þær stýra falli, taka með sér andlag, þ.e. þolanda, þann sem verður fyrir því sem sögnin segir. (Sigga kenndi Nonna málfræði.) Þetta andlag (þessi andlög) er(u) alltaf í aukafalli (þolfalli, þágufalli eða eignarfalli. Ef sögn stýrir ekki falli er hún áhrifslaus. (Sigga kennir ekki í dag.) Sjáfstæðar sagnir og ósjálfstæðar Sagnir eru sjálfstæðar ef þær segja einar og sér það sem segja þarf (Krakkarnir sungu og hlógu). Sagnir eru ósjálfstæðar ef þær þurfa annað/önnur orð með sér til að hafa sjálfstæða merkingu (Guðmundur er söngvari)

Ópersónulegar sagnir. Oftast eru sagnir persónulegar. Það þýðir að þær laga sig eftir persónu gerandans, frumlagsins. (ég sef, þú sefur, við sofum, þið sofið, þeir sofa.) Hér breytist sögnin eftir því hvaða persóna og tala er á fornafninu.


Stundum eru sagnir ópersónulegar. Þá breytast þær ekki þó að skipt sé um persónu eða tölu frumlagsins (mig langar, þig langar, hann langar, okkur langar, ykkur langar, þær langar - mér leiðist, þér leiðist, þeim leiðist, okkur leiðist). Sama hvaða persóna er á fornafninu eða tala, sögnin er alltaf eins. Ópersónuleg af því persónurnar hafa engin áhrif á hana. Í stað venjulegs nefnifallsfrumlags er fallorð í þolfalli eða þágufalli. Langlanglangflestar ópersónulegar sagnir hafa merkingu sem tengist tilfinningum, skynjun, mati. Það er sæmilega góð regla. Hins vegar er ómögulegt að finna reglu um það hvenær ópersónuleg sögn tekur með sér frumlagsorð í þolfalli eða þágufalli. Það er eitthvað sem verður einfaldlega að læra utanbókar. Dæmasafn: Með þolfalli

Með þágufalli

mig langar mig dreymir mig syfjar mig þyrstir mig minnir mig grunar mig svíður (í sárið) mig vantar mig rámar mig hrjáir mig verkjar mig órar mig klígjar mig tekur (sárt)

mig klæjar mig svengir mig hryllir mig fýsir mig ber (að landi) mig rekur (að landi) mig skortir mig munar mig brestur (kjark) mig svimar mig lengir (eftir eu) mig hungrar mig hlægir

mér finnst mér leiðist mér líkar mér þykir mér geðjast mér liggur (á) mér svíður (tjónið) mér dettur (í hug) mér sárnar mér blæðir mér hlýnar mér kólnar mér dámar mér líst (vel á)

mér stendur (á sama) mér ber (að gera eð) mér líður mér gengur mér blöskrar mér ofbýður

Nokkrar sagnir sem "eiga að vera" persónulegar hafa af einhverjum sökum dottið inn í hóp ópersónulegra sagna og það er mikið reynt að leiðrétta það, fá fólk til að breyta út frá þeirri hefð. Þegar að er gáð er eðlileg skýring á því af hverju þessar sagnir hafa farið á flakk. Þær hafa nefnilega sambærilega tilfinningamerkingu og ópersónulegu sagnirnar. Þess vegna finnst fólki þær eiga að haga sér eins og allar hinar. En því miður, reglurnar eru skýrar. Þetta eru sagnirnar: hlakka

kvíða

finna (til) Ég finn til Ég hlakka (til) ég kvíði (fyrir) Þú finnur til þú hlakkar þú kvíðir Guðrún finnur Guðrún hlakkar Guðrún kvíðir til Strákarnir Strákarnir Strákarnir finna hlakka kvíða til

kenna (til) Ég kenni til Þú kennir til Guðrún kennir til Strákarnir kenna til


Smáorð SMÁORÐ eru flokkur orða sem hafa ólíkan tilgang fallorðum og smáorðum. Flest mega kallast kerfisorð, þ.e. þau eru hluti af þeirri grind sem málið fellur í, stýra eða tengja saman hin orðin, merkingarorðin/inntaksorðin. Forsetningar hafa eitt hlutverk: að stýra falli á fallorði sem stendur (oftast) næst á eftir þeim og mynda þannig svokallaða forsetningarliði. Forsetningar stýra fallorðum í eitthvert aukafall og sama forsetningin getur stýrt fleiri en einu falli. Á því sést að forsetning stjórnar nánar en ella merkingu orðsins sem hún stendur með (þú ferð í skóinn, þú ferð úr skónum)

Atviksorð líkjast um margt lýsingarorðum, enda stigbreytast sum þeirra. En þau eru annars eðlis en lýsingarorð. Meginhlutverk þeirra er að standa með sögnum og greina nánar merkingu þeirra.  Þau fallbeygjast ekki.  Þau standa ekki með nafnorðum.  Þau standa með sögnum til að þrengja eða tilgreina nánar merkingu þeirra. (þú hefur lesið þessa bók vel (lesa vel))  Þau geta líka staðið með lýsingarorðum til að ákvarða nánar merkingu þeirra ( Hún amma mín var óskaplega góð kona) Þau geta ennframur staðið með öðrum atviksorðum til að ákvarða enn frekar merkingu þeirra (mér fannst þú lesa þetta ákaflega illa.) Samtengingar hafa eins og nafnið bendir til það meginhlutverk að tengja saman, ýmist orð í upptalningu (og/eða) eða setningar í málsgrein. Þær eru með öllu óbeygjanlegar. Samtengingar eru í mörgum flokkum, greinast eftir því hvaða eða hvers konar merkingu þær stýra hjá setningum sem þær standa fremst í. Sjá nánar blað með samtengingum. Upphrópanir eru já og nei og ýmis önnur orð sem tjá með einu stuttu viðbragði tilfinningu, undrun, afstöðu (hæ, hó, uss, æi...) Nafnháttarmerki er að og stendur með nafnhætti sagnar (að syngja, að prjóna...)

Fallstjórn Að stjórna falli = Þegar tiltekið orð ræður því að fallorð, sem það stendur með, verður í þolfalli, þágufalli eða eignarfalli. Orð í þremur flokkum geta stjórnað falli: Forsetningar, sagnir og nafnorð. Forsetningar hafa það eitt hlutverk að stýra falli þeirra fallorða sem þær standa með. Ef forsetning hættir að stjórna falli er hún ekki lengur forsetning, hún fær þá hlutverk atviksorðs. Fyrir getur einnig komið að atviksorð stýri falli á fallorði. Þá gegnir atviksorðið ekki atviksorðsmerkingu heldur er þá, og bara þá, í hlutverki forsetningar.


Farðu úr sokkunum (úr forsetning) farðu úr (úr atviksorð) Komdu niður (niður atviksorð) Komdu niður stigann (niður forsetning) Sagnir Áhrifssagnir stjórna föllum á þeim fallorðum sem tákna þolanda (andlögum), annars ekki. (Anna sá bílinn.) Sjá nánar um áhrifssagnir Nafnorð geta stýrt föllum á öðrum nafnorðum. Þá er aðeins um að ræða að stýra fallorði í eignarfall. (Móðir barnanna, verkstæði jólasveinsins.)

Málshættir og orðtök Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður af aurum api. Málshættir hafa oft að geyma siðareglur eða varnaðarorð, til dæmis betra er að iðja en biðja og oft ilmar eitruð rót. Málshátturinn getur staðið einn og skilst án samhengis Orðatiltæki er víðara hugtak en málsháttur. Undir það flokkast einkum orðtök, talshættir, fastar líkingar og fleyg orð. Orðtök geta verið fullmótaðar setningar sem fela í sér fullyrðingu en standa ekki algerlega sjálfstæðar, þær skiljast af samhenginu. Dæmi um þetta er: allt ber að sama brunni 'allt bendir í sömu átt'. Þarna verða menn að vita hvað átt er við með brunnur til að skilja hvað við er átt. Algengara er að orðatiltæki sé ekki fullgerð setning heldur fast orðasamband og merking þá venjulega breytt. Dæmi um þetta er að hafa eitthvað til brunns að bera 'vera gæddur einhverjum eiginleika' (Stúlkan hefur margt til brunns að bera). Samband af þessu tagi kalla sumir talshátt.


Bókmenntahugtök Bundið mál = ljóð Prósaljóð = sett upp eins og óbundið mál en ber oft einkenni ljóða Braglína = ljóðlína Ljóðmælandi = sá sem talar í ljóði Hrynjandi = taktur í kveðskap – atkvæði eru jafn mörg og sérhljóðarnir Drottinn – svo ei þurfi það Þvæla, skilja, muna:

þ = stuðlar (sömu samhljóðar) .

Þ = höfuðstafur

(ljóðstafir

ger mig Rangæinigi að

i og a = stuðlar

sérhljóða ljóðstafir

við endurfæðinguna´

e = höfuðstafur

þurfa ekki að vera eins)

Rímið í þessari vísu: það – að = karlrím (rímorðin eitt atkvæði) (m)una – (fæðing)una = kvenrím (rímorðin tvö atkv.) Ef þrjú atkvæði ríma saman = þrírím (veggjað rím) dæmi: hafinu – kafinu Líkingar: (viðlíkingar) (eins og köttur - syndur sem selur – líkt og brúða) Myndhverfingar: (fyrirbæri líkt við annað án þess að nota líkingaorð Dæmi: hann er köttur liðugur - hann er refur í viðskiptum) Persónugervingar: dauðir hlutir, dýr eða hugmyndir fá mannleg einkenni (dæmi:sólin brosir - stöðumælar sofa) Andstæður: bornir saman ólíkir hlutir til að leggja áherslu á mismun (dæmi: fagurt – ljótt, sorg – gleði, fornöld – nútími) Endurtekning: sömu orð endurtekin, oft til að búa til drunga eða óhugnað


Bein mynd: skáldið dregur upp mynd með orðum, sem við getum séð fyrir okkur. Tákn: orð, hlutur, persóna eða fyrirbæri sem merkir annað en sjálft sig. ( kross táknar kristna trú - hjarta táknar gjanan ást) Hlutlæg frásögn: veitir beina og hlutlausa fræðslu Huglæg frásögn: lætur í ljós skoðanir Hlutstæð orð: tákna það sem koma má við, sjá eða finna fyrir (dæmi: borð - fjall - ský - hestur) Óhlutstæð orð: tákna hugmyndir, tilfinningar, eiginleika eða athafnir. (dæmi: fegurð – hatur – ást – lestur – hiti) Vísun: vitnað beint eða óbeint til atburða eða persóna sem ætlast er til að allir þekki. (dæmi: 11. sept. – Salómonsdómur) Margræð orð: sama orð getur haft margar merkingar (dæmi: eldur (brennur/ást/hatur – hljóp/stúlkan/skyrtan) Sértæk orð: tákna fáa eða aðeins einn hlut (gulur WV) Víðtæk orð: tákna stóran hóp (farartæki) Alhæfingar: stór hópur er dæmdur út frá fáum eða einum (dæmi: Skotar eru nískir, unglingar eru latir) Nýyrði:

ný hugtök þurfa islensk orð, stundum fá gömul nýja merkingu (dæmi: tölva, rafpóstur, sjónvarp, sími)

Tökuorð:

erlend orð eru tekin inn í málið og löguð að beygingakerfinu (dæmi: bíll og rúta úr dönsku)

Erfðaorð:

orð sem komu með landnámsmönnu til landsins


Bannorð:

orð sem menn forðast að nota (dæmi: klám og blótsyrði)

Bókmenntahugtök-stefnur Fræðslu- og upplýsingastefna:

hafði áhrif frá lokum 17. aldar fram undir lok 18. aldar. Einkenni = trú á skynsemi og rökvísi. Þekking til framfara.

Rómantíska stefnan:

kom fram fyrir u.þ.b. 200 árum eða í byrjun 19. aldar (eftir 1800). Þeir sem aðhyltust stefnuna höfðu ekki áhuga á að fræða fólk. Staðreyndir voru leiðinlegar, ímyndun betri. Hið dularfulla og hrikalega, jafnvel hættulega, var spennandi (Frankenstein – Drakúla greifi) Allt var lifandi fjöll, tré, steinar og blóm. Draugasögur og þjóðsögur voru vinsælar. (hér: Bjarni Thorarensen)

Þjóðernisrómantík. Fólk álítur sjaldgæfa og aðlaðandi eiginleika við ákveðna þjóð. bókmenntaáhugi Íslendinga er okkar rómantík. (Jónas Hallgrímsson þjóernisrómantískt skáld. Raunsæisstefnan:

kom fram í lok 19. aldar. Menn áttu að huga að nútímanum í skáldskap, ekki fortíðinni, og lýsa nútímanum af nákvæmni. Gagnrýna ranglæti, bæta kjör og breyta heiminum til hins betra. (hér: Hannes hafstein, Stephan G. Stephansson)

Ný rómantík:

Í upphafi 20. aldar kom fram ný kynslóð skála sem vildi hverfa aftur til rómantíkur. Vildu láta sig dreyma burt frá veruleikanum. (skáld: Daví Stefánsson)

Súrrealismi:

þýðir “yfirraunsæi” gengur út í öfgar. Kom upp í skáldskap og málaralist um 1920. Vildu losa um hömlur, skoða sálarlíf og drauma. Fræg súrrealísk viðlíking er: “fagurt eins og óvæntur fundur saumavélar og rgnhlífar á skurðarborðinu.”


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.