Portfolio Auรฐur Inez Sellgren
Eftirfarandi viðtal var tekið upp 12. janúar 2012. Viðtalið átti sér
stað í svefnherbergi viðmælanda. Spyrjandi er Ruðua Zeni Nerglles og viðmælandi er Auður Inez Sellgren. Viðtalið var 6 mínútur og 43 sekúndur að lengd. Viðtalið var ritað niður 17. janúar 2012.
R: Sæl og blessuð Auður
A: Hæ hæ (brosir vingjarnlega) R: Hvernig líður þér?
A: Bara vel, smá stressuð en líka voða spennt. R: Fyrir hverju? Þessu viðtali?
A: Já eiginlega. En líka bara fyrir lífinu. Svona skemmtilega stressuð.
R: Dúlla. Hvað ertu að bardúsa þessa dagana?
A: Ég er bara í myndlistaskólanum. Þar er allt fullt að gera. Það er alveg frábært þar, manni leiðist aldrei þar. Erum alltaf að gera
eitthvað skemmtilegt. Teikna, mála, móta, hanna, ljósmynda og margt fleira.
R: Æði! En segðu mér Auður, þegar þú varst lítil hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
A: Vá það var svo mikið! Fyrst ætlaði ég að verða bílvélavirki til að
geta gert við bílinn hans pabba þegar hann yrði gamall. Svo vildi ég verða lögfræðingur eins og Ally McBeal. Guð minn góður, haha (hlær hressilega), það mun aldrei gerast. Seinna vildi ég verða
mannfræðingur því mér finnst gaman að pæla í mannskepnunni, mannlegum samskiptum og hegðun.
R: Þannig þú stefnir á mannfræði eftir Myndlistaskólann?
A: Nei alls ekki (nú er kominn alvarlegur tónn í dömuna).Ég fór í þjóðfræði í eitt ár eftir menntaskóla sem er svipað fag en fann að
þar átti ég ekki heima. Ég veit að ég er komin á rétta braut núna. Ég stefni á hönnun...
R: Bíddubíddu. (spyrjandi biðast afsökunar á truflun sinni og
orðræpu sinni hér næst, hann lét stjórnast af tilfinningum frekar en
faglegri hegðun) Langar til til að fara út í hönnun? Hva... er eitthvað að þér? Ætlar þú bara að föndra það sem eftir er ævinnar? Æltaru að lifa á mömmu og pabba þínum næstu árin? Ætlar þú ekki að
eignast fjölskyldu? Hvernig ætlar þú þá að framfleyta henni? Selja eitthvað drasl út á götu? Veistu ég skil ekki þessa draumóra þína, heldur þú að þú getir lifað af á loftinu einu? Það er sko kreppa,
veistu hverjir voru þeir fyrstu til að missa vinnuna? Nei það veistu örugglega því það er greinilegt að þú lifir í einhverjum
fantasíuheimi. En það voru hönnuðir. Grafískir hönnuðir og
arkitektar. Veistu ekki að allir listamenn og hönnuðir eru rónar og
rugludallir? Er það sem þú vilt verða? Viltu verða róni? Langar þig til að lifa á götunni og betla? Eða ætlar þú kannski að láta
framtíðarbörnin þín betla fyrir þig? 10 barna rónamóðir sem
þrælkar út börnunum sínum til að lifa af. Þú verður sett í fangelsi! Vá hvað þú ert mikið í ruglinu! Veistu nú ferð þú bara aftur í
háskólann og lærir viðskiptafræði eða eitthvað jafn skynsamlegt. Þú getur föndrað í um helgar þegar þú ert í frí.
A: Nei hættu nú alveg (Auður virðist missa stjórn á skapi sínu og öskrar) hver heldur þú eiginlega að þú sért. Skipa mér að fara í
viðskiptafræði Föndra? Er það sem þú heldur að ég hafi verið að
gera í skólanum? Og betla? Veistu sú sem er í ruglinu hérna inni er ekki ég heldur þú. Þú ert brjáluð! (Auður öskrar svo hátt að það
frussast yfir viðmælenda) Ég stefni á vöruhönnun því ég elska að
hanna og búa til. Mér finnst gaman að hugsa um hluti í samhengi við manneskju og skoða hvernig hann gagnast manni og á sem
hagkvæmasta hátt. Skoða gamla hluti og finna nýtt notagildi fyrir þá. Ég elska einfalda og fallega hluti! Ég dáist af hönnuðum sem kapa hluti sem eru stílhreinir og einfaldir [koma með dæmi um
hönnuð]. Þegar ég skapa horfi ég til náttúrunnar. Það er svo mikið í náttúrunni sem hægt er að nýta. Skoða öll munstrið sem skapast í mosanum eða trjáberkinum, skoða fegurðina í glansandi fjörðum
krumma, horfa á hvernig lýsingin er frá mánanum á vetrarnóttu eða jafnvel um miðjan dag. Það er svo mikið í náttúrunni sem
inspirerar. Hvernig fuglinn flýgur, sjá hvernig form hann myndar.
Horfa á berar trjágreinar og sjá hvernig negatíf form myndast. Forði náttúrunnar og umhverfisins fyrir innblæstri er endalaus. Djöfull er ég væmin og íslensk eitthvað. (Nú er komið annað hljóð í Auði, hún hefur að róast aðeins og talar greinilega frá hjartanu)
R: Já ókei. Ég skil þig aðeins betur núna. Ég var kannski heldur hrannaleg hérna áðan. En ég held að það sé bara gott að slútta þessu viðtali núna.
A: Allt í lagi, en til svona rétt í lokin til að létta af áhyggjum þínum
vil ég bara lofa þér að ég skal bara ekki eignast börn svo þau neyðist
ekki til að standa á götuhornum og betla (Auður glottir hæðinslega).
Ekki vera kassi! Vertu heldur þríhyrningur. Þá er sko gaman.