Tímarit Bændablaðsins – Landbúnaðarsýningin Íslenskur landbúnaður 2018

Page 1

ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018

ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR LAUGARDALSHÖLL 12. – 14. OKTÓBER 2018

Tímarit Bændablaðsins 2. tbl. 2018 - 4. árgangur

20–32 Landbúnaðarsýning var haldin árið 1968 í Laugardalshöllinni

34–40 Það er mögulegt að byggja fjós án þess að sökkva sér í skuldir

44–52 Bændurnir í Hænuvík kunna vel við ferðafólkið sem ekki er að flýta sér

60–66 Svínaræktin - Ef við lifum af nútíðina getur framtíðin orðið björt

Velkomin í bæinn

68–74 Matarauður Íslands –Sóknarfærin liggja í sveitunum


Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbak k i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is


nú er kátt í höllinni

Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbak k i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is


Efnisyfirlit Ritstjórnargrein

6 8–9

Framtíðin er björt Viðtal við Sindra Sigurgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands

Íslenskur landbúnaður 2018

10

Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ritsýnar, ávarpar gesti landbúnaðarsýningar

Sýnendur á „Íslenskur landbúnaður 2018“

12–13

Kort af sýningarsvæði

14–15

Úti- og innisvæði á landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll

Fyrirlestradagskrá á „Íslenskur landbúnaður 2018“

16

Talnafróðleikur um landbúnað

18–19

Hátt í hundrað þúsund gestir

20–32

Landbúnaðarsýningin 1968

Mögulegt að byggja fjós án þess að sökkva sér í skuldir

34–40

Mjaltaþjónninn skapar rými fyrir fjölskyldulíf

Hugmyndin að varðveita náttúruna

42–43

Hönnun danskra hjóna á umhverfisvænu grilli

Kunna vel við ferðafólkið sem ekki er að flýta sér

44–52

Bændurnir í Hænuvík í Rauðasandshreppi reka lífrænt sauðfjárbú og ferðaþjónustu

54–58

Breytt hlutverk bænda í heyskapartíð Verktaka í landbúnaði

Ef við lifum af nútíðina getur framtíðin orðið björt

60–66

Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda

Sóknarfærin liggja í sveitunum

68–74

Matarauður Íslands styður við íslenska matvöruframleiðslu

Hvolpaeyja

76

Teiknimyndasaga eftir Hlyn Gauta Sigurðsson

Kynningarefni

77–98

Tímarit Bændablaðsins 2018 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hörður Kristjánsson

Prófarkalestur Guðrún Kristjánsdóttir

Blaðamenn Bjarni Rúnarsson Erla Hjördís Gunnarsdóttir Margrét Þóra Þórsdóttir Sigurður Már Harðarson Vilmundur Hansen

Umbrot Litróf ehf.

Auglýsingastjórn og sala kynninga Guðrún Hulda Pálsdóttir Umsjón og rekstur Tjörvi Bjarnason

4

Hönnun Döðlur Hönnun forsíðu Hörður Kristbjörnsson Prentun Ísafoldarprentsmiðja

Útgefandi Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Sími: 563-0300 www.bbl.is Upplag 10.000 eintök ISSN númer 2298-7209


KAPP leggur áherslu á þjónustu og vönduð vinnubrögð

Íslenskur landbúnaður 2018

Verið velkomin á bás B7

Þjónustum m.a. bændur, hótel, veitingarekstur og athafnafólk! Kæli- og frystiklefar:

· Klefar · Hillukerfi · Hurðir · Verkstæði · Vélakerfi

Annað:

· Renniverkstæði · Vélaverkstæði · Flutningalausnir

Miðhraun 2 · 210 Garðabær · 587 1300 · Kapp@kapp.is · www.Kapp.is


Landbúnaður er lykillinn að fæðuöryggi þjóðarinnar Landbúnaður á Íslandi er hluti af stórri matvælaframleiðslukeðju sem er grunnurinn að því að mögulegt sé að tryggja sjálfbærni þjóðarinnar í fæðuöflun. Tilvera landbúnaðar er þó alls ekki sjálfgefin og áríðandi að Íslendingar séu meðvitaðir um mikilvægi þessarar greinar.

Litið er á landbúnað í öllum löndum heims sem eina af meginstoðum þess að tryggja fæðuöryggi þjóða. Ef landbúnaður hverfur, þá verða viðkomandi þjóðir algjörlega háðar innflutningi landbúnaðarafurða og eru þá um leið háðar duttlungum markaðarins og fæðuframboði á hverjum tíma. Það er því ekki bara af fastheldni við gamla sveitarómantík sem bændur hafa verið að berjast við að tryggja grundvöll framleiðslunnar, því þeirra framleiðsla er ein helsta undirstaða þess að við getum raunverulega kallað okkur sjálfstæða þjóð. Íslendingar, eins og flestallar þjóðir heims, hafa valið stuðningskerfi til að viðhalda landbúnaðarframleiðslu og á þann hátt að allir neytendur hafi tök á að kaupa sér slíkar vörur, en ekki bara ríkasti hluti þjóðarinnar. Um leið er kerfið hluti af hagstjórn Íslands líkt og þekkist í öllum okkar viðskiptalöndum. Það er því afar mikilvægt að sátt sé um þetta kerfi og að það sé eins einfalt og auðskilið og kostur er. Það kerfi er langt frá því að geta talist fullkomið í dag og bændur hafa síður en svo mótmælt því að ræða breytingar. Breytingar verða hins vegar alltaf að vera gerðar með það í huga að innlend framleiðsla á landbúnaðarvörum verði áfram máttarstólpi í fæðuöryggi þjóðarinnar. Þar þarf þó jafnframt að leita allra leiða til að gera framleiðsluna sem hagkvæmasta og sjálfbærasta. Það er hagur okkar allra að þar takist vel til. Það þarf ekki mikið að gerast til að framboð matvæla á heimsmarkaði dragist saman með tilheyrandi verðhækkunum og jafnvel skorti á matvælum. Miklir þurrkar 6

í okkar helstu viðskiptalöndum í sumar eru hörð áminning um hvað getur gerst. Enn er alls ekki útséð með hver áhrifin af þeim þurrkum verða á matvælamarkaðinn, en alveg ljóst að búast má við verðhækkunum á ýmsum innfluttum matvælum. Það er líka ekki útilokað að niðurskurður bústofna vegna fóðurskorts muni á næstu misserum valda skorti á ákveðnum kjöttegundum á markaði. Það getur bæði þýtt hækkandi verð og líka myndað þá stöðu að sumar Evrópuþjóðir hafi ekki nóg fyrir sig og skrúfi hreinlega fyrir útflutning. Þá er trúlega eins gott að við höfum okkar landbúnað til að tryggja lágmarks fæðuframboð í landinu. Gríðarlegar tækniframfarir hafa orðið í íslenskum landbúnaði á síðustu 100 árum. Þar er síður en svo búið að ná einhverju lokatakmarki. Lifandi landbúnaður er í stöðugri mótun og það sýnir landbúnaðarsýningin „Íslenskur landbúnaður 2018“ mjög greinilega. Til þess að mögulegt sé að framleiða öll þau matvæli á Íslandi sem raunin er í dag, þá þarf margvíslegan og oft og tíðum flókinn tækjabúnað. Sá búnaður er í stöðugri þróun og spennandi að sjá hvert þróunin leiðir okkur. Einn liður í því er spurningin um hvort íslenskir bændur geti t.d. orðið sjálfum sér nægir um orku í framtíðinni. Möguleikarnir eru þar þegar fyrir hendi við framleiðslu á raforku, metangasi, vetni og jafnvel olíu úr mó og öðrum lífmassa. Bændur í nágrannaríkjunum hafa í langan tíma verið öflugir við að framleiða metangas, sumpart til

Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins.

raforkuframleiðslu. Það er líka hægt að gera á Íslandi en hér hafa menn verið mjög tvístígandi í þeim efnum. Íslenskir bændur framleiða hins vegar margir hverjir eigin raforku úr sínum bæjarlækjum, en þar er án efa hægt að gera mun betur. Þá er nýting vindorkunnar nær óplægður akur. Nýting á óstöðugum vindi væri t.d. kjörin leið til að framleiða vetni til að nota á vinnuvélar. Dráttarvélar sem keyra á metangasi eru þegar notaðar víða um lönd. Mikil vinna hefur einnig verið lögð í þróun dráttarvéla, bíla og flutningatækja sem geta nýtt vetni sem orkugjafa. Því hefur verið spáð að metangas og vetni verði einmitt þeir orkugjafar sem notaðir verða á vinnuvélar framtíðarinnar í stað dísilolíu sem nú er algengust. Að vísu er enn deilt um hversu hagkvæmt sé að nota vetni sem orkugjafa, en það hefur eigi að síður ýmsa kosti umfram geymslu á raforku í rafgeymum sem enn eru á þróunarstigi. Það er kannski ekki skynsamlegt að íslenskir bændur láti etja sig út í að vera einhver tilraunadýr í þessum efnum. Þeir verða samt að fylgjast vel með og vera tilbúnir í slaginn til að takast á við yfirlýst áform um orkuskipti. Þar er samt algjör óþarfi að fara að finna upp hjólið. Auðvelt ætti að vera að sækja allar nauðsynlegar upplýsingar sem til þarf í þekkingarbrunn bænda og tækjaframleiðenda í Evrópu og víðar.


mjollfrigg.is

Mjöll Frigg aðstoðar bændur við að ná sem bestri líftölu og dýraheilbrigði með góðri ráðgjöf um notkun réttra efna, sem sérstaklega eru framleidd til að koma í veg fyrir sjúkdóma í júgrum.

ALLT FYRIR JÚGURHEILBRIGÐI

Mjöll Frigg er stærsti framleiðandi hreinlætisvara á Íslandi og flytur einnig inn önnur hreinsiefni og hreinlætistæki. BJÓÐUM ÚRVAL AF REKSTARVÖRUM M.A. FYRIR LANDBÚNAÐ OG BÆNDAGISTINGAR: • Pappírsvörur, handþurrkur og salernispappír • Plastpokar • Hanskar úr latex, nitril og vinyl • Úðakönnur, júgurklútar, fötur o.fl.

Sala & dreifing:

• Vinnslufatnaður, stígvél, vatnsheld föt • Handblásarar • Hárþurrkur • Örtrefjar NORÐURHELLA 10 | 221 HAFNARFJÖRÐUR | SÍMI 512 3000


Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti og formaður Bændasamtaka Íslands, við Bakkakotsdilkinn í Þverárrétt.

Mynd / Magnús Magnússon.

Framtíðin er björt Vilmundur Hansen

Landbúnaður á Íslandi er á tímamótum og miklar breytingar fram undan. Innflutningur á landbúnaðarvörum mun aukast í kjölfar yfirstandandi tollabreytinga og staða sauðfjárbænda er erfið. Búskaparmynstur er að breytast, býlum fækkar og þau stækka ásamt því að tækninni fleygir fram í landbúnaðinum.

Sindri Sigurgeirsson, bóndi og formaður Bændasamtaka Íslands, segir ekki nokkurn vafa vera á að framtíð landbúnaðar í heiminum og ekki síst íslensks landbúnaðar sé björt. „Mannfólkinu fjölgar stöðugt og matvælaframleiðsla þarf að aukast í samræmi við það. Á Íslandi er heilmikið af ónýttu landi sem hentar vel til landbúnaðar og miklir möguleikar til að auka matvælaframleiðslu hér með sjálfbærum hætti. Það hefur sýnt sig að það er markaður fyrir íslenskar landbúnaðarvörur erlendis og ég er sannfærður um að eftirspurnin eigi eftir að aukast þegar horft er til lengri tíma.“ Heimsmarkaðsverð gengur í bylgjum „Bændur á Íslandi eru, eins og matvælaframleiðendur annars staðar í heiminum, mjög háðir markaðinum og fjármálasveiflum. Það er meðal annars það sem stendur sauðfjárrækt á Íslandi fyrir þrifum um þessar mundir. Verð á mörkuðum erlendis hrynur vegna markaðsbrests og á sama tíma styrkist íslenska krónan sem veldur því að kaupendum erlendis finnst kjötið of dýrt. Heimsmarkaðsverð á búvöru gengur í bylgjum og gengismálin sömuleiðis. Þetta er veruleikinn sem við búum við og verðum að aðlagast. 8

Íslenskur landbúnaður mun seint keppa við stórþjóðir í magnframleiðslu en við höfum sérstöðu og einstaka sögu á bak við afurðirnar sem við eigum að halda fram. Þar er nærtækast að nefna skyrið, sauðfjárafurðir, íslenska hestinn, æðardún og hágæða loðdýraskinn svo fátt eitt sé nefnt.“ Mikilvægt að endurskoða tollverndina Tollar á mjólkurvörum eins og ostum hafa lækkað og tollkvótar aukist og því má gera ráð fyrir að innflutningur á ostum muni aukast á næstunni. Slíkt mun að sjálfsögðu hafa áhrif á mjólkuriðnaðinn í landinu að mati Sindra. Hann segir löngu orðið tímabært að rætt sé um tollamálin þegar kemur að landbúnaði. „Tollverndin, eins og hún er í dag, er ekki að gagnast eins og sést í miklum innflutningi á kjöti og ostum og ekki spurning um að það er vegið að íslenskri búvöruframleiðslu í dag. Það er því löngu orðið tímabært að ræða um það hvernig við ætlum að haga þessum málum í framtíðinni. Tollvernd er ekki séríslenskt fyrirbrigði og þekkist úti um allan heim sem aðferð til að vernda innlenda framleiðslu. Öll þróuð ríki og ríkjasambönd, eins og Banda-


ríkin, Japan og Evrópusambandið, beita bæði tollvernd og beinum stuðningi við landbúnað. Enda eru framleiðsluferlarnir langir og það sér hver maður að ekki er vit í því að leyfa tímabundnum sveiflum í verði, gengi eða veðri að leggja heilu atvinnugreinarnar eða byggðarlögin í rúst. Samfélagslegur kostnaður við slíkt hrun og að koma framleiðslunni aftur af stað þegar betur árar er miklu meiri en að aðstoða þessa atvinnustarfsemi þegar gefur á bátinn. Það er full ástæða til að beita tollvernd og öðrum stýritækjum hér á landi til að tryggja samfellu í matvælaframleiðslu og atvinnu í landinu. Bændasamtökin hafa gagnrýnt tollasamninginn við Evrópusambandið mjög mikið og við endurskoðun búvörusamninganna á næsta ári verður að ræða um afleiðingar hans. Það þarf ekki annað en að horfa á afurðastöðvarnar í kjöti og mjólk og skoða rekstrarafkomu þeirra og bera hana saman við rekstur innflutningsfyrirtækja matvæla til að sjá hvað innflutningurinn ber meira úr býtum. Þrátt fyrir að sagt sé að hann sé rekinn undir því yfirskini að hagsmunir neytenda séu þar efstir á blaði. Sjálfur er ég ekki sannfærður um að svo sé. Því miður virðist meira upp úr því að hafa að vera heildsali og flytja inn erlend matvæli en að vera innlendur úrvinnsluaðili landbúnaðarafurða eða framleiðandi matvæla hér á landi,“ segir Sindri. Býlum fækkar en þau stækka Þróun í landbúnaði í hinum vestræna heimi hefur verið sú að býlum hefur fækkað og þau stækkað. Sindri segir að þetta sé þróun sem hafi átt sér stað víðast í heiminum og hann sjái ekki fram á annað en að sú verði reyndin hér á landi. „Mér þykir ólíklegt að þróunin verði öðruvísi hér en annars staðar en hún verður mishröð milli búgreina. Framleiðendum sauðfjárafurða fjölgaði nokkuð eftir hrunið vegna þess að fjöldi fólks fékk sér nokkrar kindur til heimaslátrunar en kúabændum hefur fækkað ört undanfarið og eru um 570 í dag. Garðyrkjubændum hefur sömuleiðis fækkað verulega þó að hægt hafi á þeirri þróun síðustu árin. Vissulega hefur vöxturinn í ferðaþjónustunni haft veruleg áhrif á sveitirnar líka.“

„Mig langar í þessu sambandi,“ bætir Sindri við, „að benda á að sögulega hefur verið litið á stuðning við landbúnað á Íslandi sem aðferð til að niðurgreiða matvörur og þannig komu niðurgreiðslurnar til í upphafi. Síðar breytast niðurgreiðslurnar í beingreiðslur en tilgangurinn er sá sami. Í dag eru aftur á móti margir farnir að tala um að það sé nauðsynlegt að styðja við landbúnaðinn út frá byggðasjónarmiðum og mikilvægi þess að halda landinu í byggð. Við verðum því að ræða á opinberum vettvangi hvernig við viljum sjá framtíð byggðaþróunar í landinu fyrir okkur. Því verður ekki neitað að til þessa hefur aðallega verið horft til framleiðslunnar þegar rætt er um framtíð landbúnaðarins. Ég tel að sú umræða sé að breytast yfir í það að vera umræða um byggðamál og byggðastuðning. Verði farið í að styrkja landbúnað vegna byggðasjónarmiða gerbreytir það stöðunni. Það er allt önnur hugmyndafræði. Stjórnvöld hafa ákveðið að leggja á næstu árum talsvert fé í landgræðslu og skógrækt til að auka kolefnisbindingu og í mínum huga flokkast það klárlega einnig undir aðgerðir til að efla byggð. Ég er viss um að sauðfjárbændur, sem hafa gengið á undan með góðu frumkvæði og lagt fram vandaða aðgerðaáætlun um kolefnisjöfnun greinarinnar, muni taka aukinni landgræðslu og skógrækt fegins hendi til að létta á erfiðleikunum sem steðja að greininni um þessar mundir. Annað sem ég sé fram á er að atvinnutækifærum til sveita muni fjölga. Ef við ætlum að halda áfram að byggja upp ferðaþjónustu í landinu verður að vera til staðar byggð til að þjónusta ferðamennina og svo er tæknin til ýmiss konar fjarvinnu alltaf að batna og slíkt á örugglega eftir að aukast í framtíðinni,“ segir Sindri. Megum ekki hafna vísindunum Fyrr í haust fæddust tólf kálfar af Angus-­kyni sem fluttir voru til landsins frá Noregi sem fósturvísar. Fleiri slíkir kálfar munu fæðast á næsta ári. Ástæða innflutningsins er að núverandi holdanautakyn í landinu er töluvert skyldleikaræktað og tímabært að koma með nýtt erfðaefni inn í stofninn og örva þannig nautakjötsframleiðslu í landinu.

Sindri segir miklar framfarir eiga sér stað í rannsóknum á erfðum og í erfðatækni. „Hér á landi er til dæmis verið að velja það sem er kallað erfðamengisúrval í íslenska mjólkurkúastofninum eða bestu gripina og það flýtir gríðarlega fyrir kynbótum. Sama á reyndar við um innflutninginn á norsku fósturvísunum og tilgangurinn er að bæta holdagripastofninn eftir áralanga stöðnun. Með erfðabreytingum er hægt að ná fram ýmsum eiginleikum eins og harðgerðari plöntum og sjúkdómaþoli í dýrum sem mönnum þykir eftirsóknarvert en því skal ekki neita að erfðatæknin er umdeild. Ég lít svo á að við megum ekki hafna vísindunum en tel að best sé að stíga gætilega til jarðar. Við megum heldur ekki gleyma því að neytendur hafa margir sterkar skoðanir á erfðabreyttum matvælum og vilja þau einfaldlega ekki og þeir hafa síðasta orðið.“ Sóttvarnir mikilvægar Sindri segir að þrátt fyrir að sumir skelli skollaeyrum við yfirstandandi loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar þá séu breytingarnar staðreynd og að þær eigi eftir að breyta miklu hjá okkur. „Hingað til lands eiga án efa eftir að berast alls konar meindýr og óværur í plöntur og búfé og sóttvarnir því mikilvægar til að draga úr skaðanum sem slíkt getur valdið. Á sama tíma þýðir þetta að við getum mögulega farið að stunda hér aukna akuryrkju og ræktun á tegundum sem við höfum ekki getað ræktað hér á landi áður með góðu móti, eins og til dæmis hveiti.“ Hreinleikaímynd Íslands dýrmæt „Hreinleikaímynd Íslands og íslenskra landbúnaðarvara er gríðarlega dýrmæt og ég tel að það felist mörg sóknarfæri í henni í framtíðinni. Íslendingar eru hrifnir af íslenskum matvælum og fólk er almennt meira farið að hugsa um hvaðan maturinn kemur og kýs að kaupa innlendan mat. Innflutningur á matvælum er dýr þegar kemur að losun koltvísýrings og það er eitt af því sem við verðum að hugsa meira um í dag í tengslum við loftslagsmálin,“ segir Sindri Sigurgeirsson, bóndi og formaður Bændasamtaka Íslands. 9


Íslenskur landbúnaður 2018 Kæru gestir Það er okkur sem stöndum að sýningunni ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin. Á árum áður voru haldnar glæsilegar landbúnaðarsýningar í Laugardalshöllinni. Fræg er sýningin frá 1968 sem var vel sótt af borgarbúum og bændum. Nú eru liðin 50 ár frá þeirri sýningu. Landslagið er gerbreytt frá því sú sýning leit dagsins ljós. Enn stendur íslenskur landbúnaður á tímamótum, tækniþróun er ör og búskaparhættir breytast hratt. Undirritaður hefur staðið að stórum og smáum sýningum í 23 ár og vissulega er þetta verkefni eitt það áhugaverðasta. Það sem kom mest á óvart við undirbúning sýningarinnar er sá sóknarhugur sem má finna hjá bændum og fyrirtækjum í landbúnaði um allt land. Bændur eru til dæmis að sækja fram á sviði umhverfisvænnar ferðaþjónustu og víða má finna nýsköpun í íslenskum sveitum. Það er gömul saga og ný að bændur eru sannkallaðir þúsundþjalasmiðir. Þannig stunda flestir bændur ýmis störf ásamt hefðbundnum búskap, svo sem skógrækt, heimilisiðnaði, fullvinnslu búvara, framleiðslu á endurnýjanlegri orku, fiskeldi og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Í raun erum við Íslendingar að vakna við þá staðreynd að við eigum stórt og svo til ósnert land. Íslenskir bændur eru vörslumenn þessarar auðlindar. Þeir vaka yfir landinu og skila okkur hreinum og ómenguðum afurðum. Þessar afurðir verða kynntar á sýningunni. Hvílík forréttindi að eiga kost á hreinni mjólk, grænmeti án rotvarnarefna og kjöti án hormóna! Og svo er landið bæði fagurt og frítt. En við horfum ekki bara á landið 10

Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri.

okkar með augum Jónasar Hallgrímssonar. Tæknin hefur fyrir löngu haldið innreið sína í sveitir landsins og gerbreytt öllum búrekstri. Sýningin spannar líka það svið. Margar hendur komu að þessari sýningu og gerðu hana að veruleika. Slíkt ber að þakka og ekki síst að nefna einstaklega gott samstarf við Bændasamtök Íslands

Mynd / TB

en án aðkomu þeirra hefði sýningin aldrei orðið að veruleika. Íslenskur landbúnaður er framsækinn og frjór og vonandi njótið þið þess að kynnast hinum ýmsu hliðum hans á þessari sýningu. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri ÍSLENSKS LANDBÚNAÐAR 2018


Kraftvélar

frumsýna ný tæki Komdu í heimsókn á sýningarsvæði okkar B13, bæði inni og úti, þar kynnum við nýjustu tækni í búvélum.

New Holland T6 Dynamic Command vél ársins 2018

Rafknúin smávél frá Weidemann

Weidemann skotbómulyftari, 2,7 tonna lyftigeta

New Holland T5 TL740 ámoksturstæki

Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is


Fast Parts

SPORTVEIÐIBLAÐIÐ MÁLGAGN VEIÐIMANNA

WWW.SPORTVEIDIBLADID.IS

IS HURÐIR

Sími 564 0013 | www.ishurdir.is

LANDSSAMTÖK

SKÓGAREIGENDA

EDDA

HEILDVERSLUN


4. .-1 ER 12 Ó B KT

O

SÝNENDUR Á ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar

Fr æð

a

se

tu r

um

forystufé

Svalbarði, 681 Þórshöfn. tel. 852-8899. www.forystusetur.is

Fr æð

a

se

tu r

um

forystufé

Svalbarði, 681 Þórshöfn. tel. 852-8899. www.forystusetur.is

Fr æð

a

se

tu r

um

forystufé

Svalbarði, 681 Þórshöfn. tel. 852-8899. www.forystusetur.is

Fr æð

a

se

tu r

um

forystufé

Svalbarði, 681 Þórshöfn. tel. 852-8899. www.forystusetur.is

ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018


Víkurvagnar

Vallarbraut

Jötunn

Jötunn

IS hurðir

Landstólpi

Þór

Íslyft

Vélaval

Scanice

Aflvélar

Kraftvélar

Grillsvæði

Íslenskur Landbúnaður 2018 - Útisvæði

Íslenskur Landbúnaður 2018 - Útisvæði

Fjósbitar

Skógræktin

Höllin -

LAUGARDALSHÖLL


Skógræktin

Síldarleitin

Búvís

Vélboði

GÁ-húsgögn

ísteka

Boðtækni

FashionGroup

KH vinnuföt

Fast Parts

Orkustofnun

Vortex

Handprjónasambandið

VOR Rún

Grander

Eltak Votlendi

Holt og heiðar MATÍS

Dynjandi

Klettur

Stúktúr

RB rúm

Enjo Landb.hásk

Jóh.Helgi

Sportv.blaðið

MAST IS-hurðir

Loðdýrabændur

Rafeining

Kapp

Aflvélar Vélfang

Skeljungur

MS

Landstólpi

Jötunn

Kemi

Bændasamtök Íslands

LímtréVírnet .

Arna

Árvirkinn

Lofttækni

DK hugbúnaður

Lífland

Ísfugl

Kaupfél. Borgf.

N1

IKEA

Ellingsen

Vege

Smári HólmTryggm.ísl

PON Orkusalan

Expert kæling

Automatic Horses of Icel Víkurvagna

Slippfélagið

RML

Kaldi Kraftvélar

Olís

Dronefly

Sláturfélag Suðurlands

SS-Búnaðardeild

BYKO

Vistor

Flugger Keynatura

Mjöll Frigg Bústólpi Fóðurblandan

Lambhagi

Íslyft

Rafver

Skógarbændur Forystufé

Lykill

Motul

Íslyft Íslyft

INNGANGUR


4. .-1 ER 12 Ó B KT

O

FYRIRLESTRADAGSKRÁ Á ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 Laugardagur 13. október

Sunnudagur 14. október

11.00-11.30 Lífrænn landbúnaður. Einfalt eða flókið? VOR - verndun og ræktun, Gunnþór K. Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur.

11.00-11.30 Skógarauðlindin - flug til framtíðar Landssamtök skógareigenda, Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda og Tryggvi Stefánsson, eigandi Svarmi ehf.

11.30-12.00 Kolefnislosun - kolefnisbinding VOR - verndun og ræktun, Guðfinnur Jakobsson, bóndi í Skaftholti. 12.00-12.30 Lífrænt frá sjónarhóli neytenda VOR - verndun og ræktun, Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi á sviði matvæla og landbúnaðar. 12.30-13.00 Ný dögun í holdanautarækt Landssamband kúabænda, Sigurður Loftsson, bóndi í Steinsholti og stjórnarformaður Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands. 13.00-14.00 Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar Erla Björk Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun. Smávirkjanir nútímans Birkir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri AB fasteigna. Raforkuframleiðsla úr sjóðandi lághita Ragnar Snær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku. 14.00-14.30 Hvernig nær maðurinn tengingu við mold og vatn? Landbúnaðarklasinn, Berglind Hilmarsdóttir, verkefnastjóri og bóndi á Núpi III. 14.30-15.00 How to make healthy soil for a healthy production? Vege ehf, Dr. Pius Floris, Director PHC; Advisor PHC and Vege ehf. 15.00-15.30 Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum? IKEA, Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.

16

11.30-12.00 Íslenskt lambakjöt og markaðsstarf Icelandic Lamb Landssamtök sauðfjárbænda, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb . 12.00-12.30 Can-Am landbúnaðartæki Ellingsen, Arnar Már Bergmann, sölustjóri BRP/Ellingsen. 13.30-14.00 Íslenski reiðhesturinn um heim allan Horses of Iceland, Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. 14.00-14.30 Landbúnaður og loftslagsmál Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Snorri Þorsteinsson og Borgar Páll Bragason, ráðgjafar hjá RML.

14.30-15.00 Votlendissjóðurinn - Samfélagslegt verkefni okkar allra Votlendissjóðurinn, Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins.

ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018


Mitsubishi L200

Tveir traustir frá HEKLU Volkswagen Amarok

L200

Amarok

Hörkutólið L200 4x4 er fullkomin blanda fólksog pallbíls. Hann er byggður á heilli grind, með hátt og lágt drif, dráttargetu upp á 3.1 tonn, 450 Nm togkraft, bakkmyndavél, stigbretti, aðgerðastýri og hraðastilli.

Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum.

Mitsubishi L200 verð frá: 4.990.000 kr.

Volkswagen Amarok verð frá 7.890.000 kr.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is


Talnafróðleikur um landbúnað Hagstofan birtir upplýsingar um fjölda búfjár, uppskeru og kjötframleiðslu. Upplýsingar um fjölda búfjár byggjast á árlegri skráningu búfjáreigenda í gagnagrunninn Bústofn sem Matvælastofnun starfrækir, en upplýsingum um framleiðslu kjöts og mjólkur er aflað frá afurðastöðvum. Fleiri hagtölur í landbúnaði má finna á hagstofan.is og mast.is.

Hvert er framleiðsluvirði landbúnaðarins?

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðar árið 2017 var 62,5 milljarðar króna. Framleiðsluverð er það verð sem framleiðandi fær í sinn hlut frá kaupanda en innifelur ekki vörutengda styrki, s.s. beingreiðslur. Heildarútgjöld hins opinbera til landbúnaðar voru 15,5 milljarðar króna árið 2017. Það eru 1,45% af útgjöldum ríkisins.

Fjöldi býla og umfang starfseminnar

Tæplega 6.700 lögbýli eru skráð á Íslandi og þar af er einhver skráður til heimilis á 3.350 býlum. Bú sem framleiða vörur af ýmsu tagi voru rúmlega 3.150 árið 2015. Á þessum búum eru framleiddar búvörur á borð við mjólk, kjöt, garðyrkjuafurðir, egg og fleira. Auk þessa eru bændur sem stunda ferðaþjónustu, skógrækt og landgræðslu, hlunnindanýtingu eða sinna annarri vinnu utan bús. Fleiri lögbýli eru nýtt til landbúnaðar þótt enginn sé þar heimilisfastur. Það sem út af stendur eru eyðibýli eða jarðir sem nýttar eru til sumardvalar eða annarrar starfsemi. Um 3.900 manns voru starfandi í landbúnaði (þar af 3.600 í aðalstarfi), samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, eða 2,1% fólks á vinnumarkaði. Um 10 þúsund störf tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti, meðal annars á bújörðum, í kjötafurðastöðvum, mjólkurvinnslum, hjá þjónustufyrirtækjum og víðar.

Fjöldi búfjár á Íslandi 2017 Nautgripir, alls Mjólkurkýr Holdakýr Kvígur Geldneyti 80.895

26.742

2.266

6.671

22.388

Kjötneysla

Sauðfé

Ær

Geitfé

Svín Varphænsni Minkar

Hross

Kanínur

458.634

364.899

1.300

3.567

64.679

186

220.460

34.257

Neysla á kjöti var 83,8 kg á hvern íbúa á Íslandi árið 2015. Neysla á alifuglakjöti var að meðaltali 27,6 kg á íbúa, 21 kg af svínakjöti, 19,5 kg af kindakjöti, 14,1 kg af nautakjöti og 1,6 kg af hrossakjöti.

Útflutningur búvara árið 2017 Afurðir

Tonn

Sauðfjárafurðir

Verðmæti, fob milljónir kr.

7.768

2.315

Hrossaafurðir

552

127

Nautgripaafurðir

693

106

Svínaafurðir

29

4

Afurðir minka

40

539

Önnur sláturdýr Mjólkurvörur

47

11

2.414

734

2

391

Dúnn

Útflutningur hrossa

Alls voru flutt út 1.485 hross árið 2017 til 17 landa. Land

Fjöldi

Þýskaland

541 hross

Norðurlöndin

557 hross

Austurríki

88 hross

Annað

299 hross

18


Innvegin mjólk til mjólkursamlaga 1960 –2017 Þús. lítrar

73.637 97.550 107.017 107.011 104.025 109.445 123.178 124.462 125.093 122.914 133.514 146.034 150.322 151.116

150

120

Milljón lítrar

Ár

1960 1970 1980 1990 2000 2005 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017

90

60

30

0

1960

1970

1980

1990

2000

2005

2010

2011

2012

2013

2014 2015

2016

2017

Kjötframleiðsla 2017 10.000

Kindakjöt Nautgripakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Hrossakjöt

Tonn

Tonn

10.620 4.614 6.265 9.697 1.061

8.000 6.000 4.000 2.000 0 Kindakjöt

Nautgripakjöt

Svínakjöt

Alifuglakjöt

Hrossakjöt

Framleiðsla korns, garðávaxta, grænmetis og eggja 2017 Tonn

Korn Kartöflur Rófur Gulrætur Blómkál Hvítkál Kínakál Tómatar Agúrkur Paprika Sveppir Egg

7.400 9.000 930 750 55 276 50 1.334 1.857 191 580 3.574

Innflutningur á ýmsum búvörum 2017 Tonn

Mjólk, duft og rjómi Smjör Ostur Tómatar Paprika Sveppir

151 2,6 510 1.484 1.576 283

Innflutningur á kjöti 2017* Tonn

Nautgripakjöt Svínakjöt Kjúklingakjöt Kalkúnakjöt Saltað, þurrkað og reykt kjöt Unnar kjötvörur

849 1.368 1.207 120 220 622

1.207

* Innflutningur er nær alfarið úrbeinað kjöt. Heimildir: Hagstofa Íslands og Matvælastofnun

19


Hjónin Fjóla Guðjónsdóttir og Agnar Guðnason, sem var framkvæmdastjóri Landbúnaðarsýningarinnar 1968. Agnar segir að stemningin í kringum sýninguna hafi verið mjög góð allt frá því hún var opnuð og telur að allir sem komu á hana hafi skemmt sér vel. Mynd / VH

Landbúnaðarsýningin 1968:

Hátt í hundrað þúsund gestir Vilmundur Hansen

Árið 1968, fyrir 50 árum, var haldin í Laugardalshöllinni og á útisvæði við hana landbúnaðarsýning. Sýninguna sóttu 94 þúsund manns og var hún langmest sótta sýning landsins til þess tíma. Sýnendur voru um 80 og á sýningunni mátti skoða allt það nýjasta í landbúnaðartækni á þeim tíma auk búfjár og blóma. Kjörorð sýningarinnar voru: Gróður er gulli betri.

Búfjársýningar hafa tíðkast lengi en fyrsta landbúnaðarsýningin hér á landi þar sem sýnd voru búsáhöld var haldin 1921 við Gróðrarstöðina í Reykjavík. Tilgangur þeirrar sýningar var að sýna þess tíma landbúnaðarverkfæri í sinni fjölbreyttustu mynd og sýningin nefnd Búsáhaldasýningin. Á sýningunni voru verkfærin reynd og bændum leiðbeint með notkun þeirra. Fyrsta landbúnaðarsýningin með tækjum og búfé hér á landi var haldin í Vatnsmýrinni, þar sem Tívolí var, í Reykjavík sum20

arið 1947. Vel tókst til með sýninguna, sem var á vegum Búnaðarfélags Íslands, og gestir yfir 60 þúsund. Næstu árin var ráðgert að halda aðra slíka sýningu í Reykjavík en það dróst á langinn og önnur landbúnaðarsýning ekki haldin fyrr en árið 1968, eða 21 ári seinna, í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Agnar Guðnason var framkvæmdastjóri sýningarinnar. Agnar, sem meðal annars er fyrrverandi blaðafulltrúi og farand- og garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags Íslands, segir að forsaga þess að hann hafi verið


Sýningarskrá Landbúnaðarsýningarinnar 1968 var vegleg og hafði að geyma fróðleik um íslenskan landbúnað og sýnendur.

ráðinn framkvæmdastjóri Landbúnaðarsýningarinnar 1968 hafi að hluta til verið utanlandsferðir íslenskra bænda á Smithfield-landbúnaðarsýninguna í London sem á þeim tíma var stærsta og frægasta landbúnaðarsýningin á Bretlandseyjum. Reglulegar ferðir á Smithfield „Búnaðarfélag Íslands stóð reglulega fyrir bændaferðum á Smithfield-sýninguna á þessum árum í gegnum Bændaferðir sem voru reknar af Búnaðarfélaginu. Þetta voru að vissu leyti skrýtnar ferðir því það var aldrei spurt um kostnaðinn á þeim og

Horft yfir básana í Laugardalshöllinni á Landbúnaðarsýningunni 1968.

ferðirnar voru eingöngu ætlaðar körlum og engar konur fengu að fara með.“ Að sögn þeirra sem til þekkja áttu bændur það til að vera ansi blautir og slarksamir í þessum ferðum og sýningin stundum uppnefnd Spritfield.

Myndir / Myndasafn Bændasamtaka Íslands

Agnar segir að honum hafi blöskrað kostnaður Búnaðarfélagsins við ferðirnar og að hann hafi spurt Halldór Pálsson, þáverandi búnaðarmálastjóra, hvort hann mætti ekki taka við og skipuleggja og stjórna einni bændaferð á Smithfield.

21


Halldór Pálsson ásamt gestum.

Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri ásamt erlendum gesti.

Árni Gestsson í Glóbus H/F í miðjunni ásamt fleiri vélasölum.

Auglýsing í Tímanum vegna Landbúnaðarsýningarinnar 1968 í Laugardalshöllinni.

Það var svo út frá því, að ég tel, að Halldór búnaðarmálastjóri bauð mér að gerast framkvæmdastjóri sýningarinnar 1968.“

Heimili tveggja tíma.

„Halldór samþykkti það en brosti út í annað og ég held hreinlega að hann hafi ekki tekið mark á mér. Þetta var árið 1966 og ég tók þessu alvarlega og hafði góðan tíma til að undirbúa ferðina. Mér tókst að fylla í ferðina og vel það. Það voru alls 84 22

sem fóru og þar af voru 30 konur og það fyrsta ferðin sem konur fengu að vera með í og tólf af þeim mættu í peysufötum. Ég skipulagði aðra ferð 1967 og hún var ekki síður vel sótt og konurnar nánast jafnmargar og karlarnir.

Fjölmennt sýningarráð Agnar segir að þrátt fyrir að Búnaðarfélagið og Framleiðsluráð landbúnaðarins stæðu formlega fyrir sýningunni hafi fjöldi annarra komið að undirbúningi hennar. Alls áttu 25 stofnanir og fyrirtæki fulltrúa í sýningarráði og má þar nefna, auk Búnaðarfélagsins og Framleiðsluráðs, Áburðarverksmiðju ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Kvenfélagasamband Íslands,



voru þéttsetnir alla daga þegar Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskólans, og nemendur hennar voru með sýnikennslu í matargerð. Einn daginn var keppt í starfsíþróttum og lýsa keppnisgreinarnar og þátttakendur í þeim vel tíðarandanum. Piltar kepptu í búfjárdómum og dráttarvélaakstri en stúlkur í blómaskreytingum og að útbúa ostabakka. Sýningarsvæðið utandyra var á stóru svæði austan við Laugardalshöllina. Útisvæðið var 3,8 hektarar að stærð og mjög blautt og með opnum skurðum þegar ákveðið var að nota það. Byrjað var á að setja rör í skurðina og fylla þá og því næst voru lagðir vegir um svæðið og það girt, sáð í það eða þökulagt. Sett voru upp þrjú gripahús á svæðinu, fyrir sýningargripina, hross, sauðfé, nautgripi, svín og hænsni. Auk þess sem gerður var dómhringur og hlaupabraut og smíðuð rétt.

Niðursuða við öll tækifæri. Úr bás Sláturfélags Suðurlands.

Mjólkursamsöluna, Samband íslenskra samvinnufélaga og Garðyrkjufélag Íslands. Agnar var formlega ráðinn framkvæmdastjóri sýningarinnar á fyrsta fundi sýningarráðsins. „Ég man að á þeim fundi vildu menn almennt að gjaldið inn á sýninguna væri hundrað krónur. Skömmu áður hafði verið sýning í Laugardalshöllinni sem Sjómannadagsráð stóð fyrir og þar var gjaldið hundrað krónur en fáir mættu. Vegna þess stakk einhver upp á að gjaldið á landbúnaðarsýninguna yrði 60 krónur, sem var það sama og kostaði í bíó á þeim tíma. Sjálfum fannst mér það of lágt verð og leist illa á að það gengi upp. Tillagan var samþykkt og verðið inn ákveðið 60 krónur fyrir fullorðna en 25 krónur fyrir börn yngri en tólf ára. Á fundinum var slegið á að sýningargestir gætu orðið um 60 þúsund fullorðnir og 15 þúsund börn.“ Sýningarsvæðið Sýnendur voru 80 og þar af voru 56 með bás innandyra en 34 voru utandyra, mikið vélasalar, og sumir sýnendur bæði innanog utandyra. „Sýnendurnir komu víða að en flestir voru þeir tengdir landbúnaði á einn eða annan hátt. Samband íslenskra samvinnufélaga var stærsti sýnandinn og lagði undir sig allt sviðið í Laugardalshöllinni. Reyndar 24

Kappkostað var við að allir gripir á sýningunni væru úrvalsgripir, hvort sem það voru hestar, nautgripir eða sauðfé. „Kostnaður vegna útisvæðisins reyndist mjög mikill og spurning er hvort ekki hefði verið fallið frá því að hafa sýninguna í Laugardalnum og leitað eftir heppilegra landi ef það hefði verið vitað fyrirfram.“

Glæsimeyjar í peysufötum.

vildi Sambandið og ýmsir aðrir, sérstaklega vélasalar, að hætt yrði við sýninguna þar sem það var hálfgerð kreppa í landinu. Við vildum þrátt fyrir það halda áfram með sýninguna og að lokum voru flestir með sem áður vildu hætta við. Mig minnir reyndar að Sambandsbásinn hafi verið sá bás sem vakti mesta athygli enda mjög glæsilegur.“ Á sýningunni voru kvikmyndasýningar á hverjum degi og á öðrum stað var sýning og lýsing á gömlum munum og bekkirnir

Að sögn Agnars var alltaf eitthvað um að vera á útisvæðinu, hvort sem það var búvéla- eða búfjársýning eða búfjárdómar. „Meðal annars kom Jóhannes á Kleifum norðan úr Dalasýslu með fjárhund og sýndi hvernig á að smala saman fé og það vakti mikla athygli og kátínu sýningargesta. Agnar segir að gott veður hafi verið alla sýningardagana og einungis rignt einn dag og það hafi bjargað því að útisvæðið hafi haldist þurrt og fært gangandi fólki á spariskónum. Feikilega vel sótt sýning Landbúnaðarsýningin, sem stóð dagana 9. til 18. ágúst, var feikilega vel sótt og að sögn Agnars sóttu hana 94 þúsund manns og var hún langmest sótta sýning hér á landi til þess tíma. Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var verndari



Fjár- og geitahirðir á Landbúnaðarsýningunni 1968 Fjöldi manns starfaði við landbúnaðarsýninguna í Laugardal. Meðal þeirra var dr. Ólafur R. Dýrmundsson, sem síðar starfaði hjá Bændasamtökum Íslands sem landnýtingarráðunautur, sauðfjár- og beitarráðunautur og sem ráðunautur lífræns búskapar auk ýmissa annarra verkefna.

Ólafur var á öðru ári í námi í búvísindum í Wales þegar sýningin var haldin og leitaðist hann eftir sumarvinnu við sýninguna. „Sýningin er mér mjög í fersku minni og mér finnst satt best að segja ótrúlegt að það séu liðin 50 ár síðan hún var haldin. Ég kynntist Agnari Guðnasyni, framkvæmdastjóra sýningarinnar, sumarið áður og það voru hann og Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri sem réðu mig. Málari af guðsnáð Fyrsta verkefni mitt var að mála sýningarbásana og megnið af kjallara Laugardalshallarinnar. Agnar setti tvær stúlkur mér til aðstoðar og málningarvinnan gekk vel. Við vorum mjög fagleg við vinnuna, í sloppum og með málarakaskeiti. Stelpurnar voru einu sinni spurðar að því, af iðnaðarmönnum, hvort við værum lærðir málarar en ég hafði sagt þeim að segja að ég væri málari af guðsnáð og að þær væru lærisveinarnir mínir og þar með var málið útrætt.“ Eftir að málningarvinnunni lauk var Ólafur settur sauðfjár- og geitahirðir á sýningunni ásamt tveimur unglingspiltum sem hann fékk sér til aðstoðar öðru hvoru. „Gripahúsin voru sett upp við Múlaveginn nokkurn veginn á móti þar sem Húsdýragarðurinn er í dag. Eitt það fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn í húsið var hversu innréttingin var illa hönnuð fyrir sauðféð en geiturnar voru hafðar úti. Vandamálið var að garðarnir voru afskaplega þröngir og því erfitt að gefa nóg á þá í einu. Annað sem var erfitt með féð var að ærnar á sýningunni voru með lömbum og komið með þær beint úr sumarhögum og lömbin kunnu ekki að éta. Í fyrsta lagi þurfti að koma fóðri í féð og brynna þar sem það stóð nánast alveg inni og hitt var að hafa þurrt á fénu og halda því hreinu og sýn-

26

Ólafur R. Dýrmundsson í eigin fjárhúsi um svipað leyti og landbúnaðarsýningin í Laugardal var haldin 1968.

ingarhæfu. Ég hafði þann háttinn á að gefa lítið í einu, eldsnemma á morgnana, tvisvar sinnum yfir daginn og seint á kvöldi því stundum var hreinlega ekki hægt að komast að með hey yfir daginn vegna mannmergðar. Auk þess sem ég var alltaf með vatnsfötur á ferðinni til að brynna fénu. Umhirðan á geitunum var hins vegar auðveldari þar sem þær voru í gerði uppi í brekkunni utandyra og þægilegra að komast að þeim. Kjörgripir og hrútaþukl „Innréttingin í fjárhúsinu var þannig að fólk gekk í U umhverfis ærnar sem voru í stíum en hrútarnir bundnir á bása innst í húsinu. Það að hrútarnir sneru afturendanum í gesti var eitt vandamálið því karlarnir áttu það mikið til að rjúka í hrútana til að þukla á þeim. Ég reyndi að strengja kaðal fyrir aftan hrútana til að draga úr þessu og bað fólk að vera ekki að þukla á sýningargripunum en það dugði skammt því þarna komu margir góðir fjárbændur og þeir vildu endilega

fá að þukla á þessum verðlaunagripum til að meta þá. Ég var vanur að hirða kindur í smáum stíl fyrir sýninguna og hræddastur við að ærnar geltust við atganginn og að það kæmi niður á löndunum. Sem betur fer fór þetta samt vel og mér þótti vænt um og var hreykinn af þegar Guðmundur bóndi á Oddgeirshólum sagði að sýningunni lokinni við mig „ég held að þú sért efni í fjármann þar sem þér tókst þetta“.“ Ólaf minnir að féð á sýningunni hafi verið á annað hundrað að meðtöldum lömbum. „Mest voru þetta ær með lömbum, eitthvað af stökum kindum og hrútar. Meðal hrútanna voru sumir af þekktustu hrútunum á Suðurlandi þannig að þetta var valið kynbótafé og allt kjörgripir. Þarna var meðal annars afkvæmahópur Lítilláts frá Oddgeirshólum sem síðar varð einn þekktastur hrútur lands.“ Stefán frá Möðrudal Ólafur segist hafa kynnst mörgum bændum og öðru góðu fólki meðan á sýningunni stóð. „Stundum kom Stefán Jónsson frá Möðrudal í heimsókn á kvöldin eftir lokun. Stefán var fyrrverandi bóndi en á þeim tíma listmálari og var á ferð í Laugardalnum þegar hann leit við og sagði að það væri dásamlegt að finna kindalyktina og tyllti sér á garðabandið.“ Með fæturna upp í loft „Í geitagerðinu voru huðnur með kiðlinga og hafur sem voru vinsæl af gestum. Einu sinni þegar ég var að gefa varð mér á að snúa bakinu í hafurinn og beygja mig fram við gjöf. Ég veit ekki fyrr til en að ég er kominn á haus í stallinn með fæturna og gúmmístígvélin upp í loft. Þá hafði hafurinn rennt sér vel aftan á mig og hlaut mikinn hlátur og klapp gesta fyrir sem ég held hreinlega að hafi haldið að þetta væri hluti af skemmtiatriðunum. Þegar ég stóð upp stóð hafurinn við hlið mér, hallaði undir flatt og kinkaði kolli eins og hann vildi láta klappa sér.“


Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands voru með sýningarsvæði utandyra.

sýningarinnar og Ingólfur Jónsson á Hellu, þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti setningarræðuna. „Sýningargestir var fólk alls staðar að af landinu og sumir komu dag eftir

dag. Til að afla fjár ákvað ég að hafa hlutaveltu á sýningunni þar sem ég fékk muni víða að og það gaf vel. Miðarnir seldust vel en ég lét stoppa sölu á þeim áður en þeir seldust upp því það voru ýmsir munir sem við höfðum stillt upp í

Sýningarbás Sláturfélags Suðurlands.

hillur til að trekkja að en voru ekki með í hlutaveltunni. Annað sem við gerðum til að trekkja að var að þegar gestafjöldinn var að nálgast

27


Kennsla í matargerð.

50 þúsund fengum við Sambandið til að gefa svartan minkapels sem var auglýst að fimmtíuþúsundasti gesturinn fengi í verðlaun. Aðsóknin tók talsverðan kipp við þetta, sérstaklega af konum. Atgangur við miðasölurnar var reyndar svo mikill að það var ekki nokkur leið að sjá hver var nákvæmlega fimmtíuþúsundasti gesturinn. Við völdum því konu sem okkur fannst passa í pelsinn og var ekki of hávaxin og var einhvers staðar í kringum 50 þúsund. Konan varð náttúrlega himinlifandi og allt fór þetta vel.

Bekkirnir voru þéttsetnir alla daga þegar Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskólans, og nemendur hennar voru með sýnikennslu í matargerð.

Við lok hvers sýningardags voru skemmtiatriði sem Búnaðarsamböndin á landinu stóðu fyrir. Oft voru það kórar en stundum fræðslufyrirlestrar. Kristján Karlsson, fyrrverandi skólastjóri á Hólum í Hjaltadal, var gjaldkeri sýningarinnar og hann fór með stóra tösku fulla af peningum í bankann á hverju kvöldi,“ segir Agnar og hlær og bætir við að auk glæsilegrar sýningar, sýninga- og skemmtiatriða þakki hann góða aðsókn lágum aðgangseyri. Sýningarskrá og bók Gefin var út vegleg sýningarskrá í tengslum við sýninguna auk þess sem gefin var út bók um svipað leyti sem heitir Bættir eru bænda hagir og er safn ritgerða sem tengjast íslenskum landbúnaði. Sýningarskráin var 264 blaðsíður í A5broti og textinn lárétt og líkist skráin ávísanahefti. Hjalti Zophoníasson, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra og blaðafulltrúi sýningarinnar, var ritstjóri sýningarskráarinnar og sá að mestu um öflun efnis í hana. Auk auglýsinga og kynninga á sýnendum eru í skránni uppdrættir að inni- og útisvæðunum þar sem einstaka sýnendur voru merktir inn ásamt öðrum mannvirkjum. 28

Bás Sambands íslenskra samvinnufélaga var á sviði Laugardalshallarinnar og þótti einstaklega glæsilegur. Harry Oluf Fredriksen, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS, Gylfi Þ. Gíslason mennta- og viðskiptamálaráðherra og Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS.

Í inngangi sýningarskráarinnar segir að tilgangur Landbúnaðarsýningarinnar 1968 hafi verið tvíþættur. Annars vegar að sýna fólki í þéttbýli hver raunveruleg staða landbúnaðarins og bændastéttarinnar er, hvaða rekstrarvörur eru notaðar og hverjar framleiðsluvörurnar eru. Sýningunni er á hinn bóginn ætlað að kynna bændum nýjustu vélar og vörur, sem þeir nota. Þessi orð gættu allt eins átt við sýninguna núna árið 2018. Í sýningarskránni 1968 er að finna talsverðan fróðleik um landbúnað, sögu hans, búfjárrækt og garðyrkju auk stoðkerfis landbúnaðarins. Í lokin er svo skrá yfir alla nautgripi, sauðfé og hross sem voru til sýnis á sýningunni. Ummæli um sýninguna Agnar skrifaði nákvæma greinargerð um

Kjörorð sýningarinnar voru: Gróður er gulli betri.

sýninguna sem birtist í Búnaðarritinu 1970. Þar segir hann meðal annars að frá upphafi hafi samstarf við fjölmiðla verið gott og umfjöllun um sýninguna jákvæð. „Frá opnunardegi og síðan alla sýningardagana helguðu dagblöðin


HVER ER ÞÍN UMHVERFISVITUND?

LEGGJUM RÆKT VIÐ FRAMTÍÐINA Náttúra Íslands er einstök og það er ævilangt verkefni mannsins að leggja rækt við hana.Viðfangsefni Landbúnaðarháskóla Íslands er náttúran okkar í víðu samhengi - nýting hennar, verndun og viðhald. Nám við LbhÍ er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru Íslands, umhverfismálum, sjálfbærni, búvísindum og matvælaframleiðslu. Framundan eru gríðarlegar áskoranir í umhverfismálum og matvælaframleiðslu. Hnattrænar loftlagsbreytingar ógna landbúnaði um allan heim og munu gera framleiðslu matvæla erfiðari. Þetta kallar á að við hlúum að landbúnaði hér á landi og LbhÍ gegnir lykilhlutverki að þjálfa upp mannauð sem mun fá það hlutverk að glíma við þessar breytingar. Mikilvægi sérfræðinga með framhaldsmenntun á öllum fræðasviðum skólans er mikið og það er lífsspursmál fyrir okkur að halda áfram að skapa og miðla nýrri þekkingu. Ný þekking verður til með rannsóknum og hvað varðar landbúnað á Íslandi, þá er þetta þekking sem ekki er hægt að flytja inn. Umhverfisskilyrði eru hvergi eins og á Íslandi og því er íslensk þekkingarsköpun á sviði landbúnaðar lífsnauðsleg fyrir okkar samfélag.

WWW.LBHI.IS · LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS · LBHI@LBHI.IS · 433 5000


Ársneysla fjögurra manna fjölskyldu af helstu landbúnaðarvörum.

Reiðkennsla á sýningunni var vinsæl hjá unga fólkinu.

í Reykjavík á hverjum degi meira og minna rými fyrir fréttir og upplýsingar um sýninguna. Í sjónvarpi og hljóðvarpi voru daglega fréttir frá sýningunni. Þessi viðbrögð fréttamanna og forráðamanna fjölmiðla höfðu mjög jákvæð áhrif á allt umtal um sýninguna og að sjálfsögðu aðsókn. Alla dagana voru birtar margar myndir frá sýningunni, helztu dagblöðin gáfu út aukablöð sem helguð voru henni.“ Daginn eftir opnunina var fjallað um sýninguna í forystugrein Morgunblaðsins og þar kemur ýmislegt fram sem getur allt eins átt við um árið 2018 þrátt fyrir að hafa verið skrifað fyrir fimmtíu árum. „Landbúnaðarsýningin mun tvímælalaust verða til þess að vekja umræður um íslenzkan landbúnað, vandamál hans og framtíðarþróun. Landbúnaðarsýningin mun vafalaust verða til þess að auka skilning neytenda í þéttbýlinu á gildi landbúnaðarins fyrir þjóðina, en óneitanlega hefur þess gætt, að nokkuð skorti á gagnkvæman skilning milli bænda annars vegar og neytenda hins vegar. Er þó hvor um sig hinum háður. Neytendur líta óhýru auga margvíslegar greiðslur úr opinberum sjóðum til landbúnaðarins og telja jafnframt, að landbúnaðarvörur séu of dýrar. Bændum þykja þessi sjónarmið 30

Bás loðdýrabænda.

Hlunnindi.


Muuuuuuu

Yleiningar

Innréttingar

Sjáumst á Landbúnaðarsýningunni Rafgirðingarefni

Básamottur

Mænisgluggar

Gólf í gripahús

Stálgrindarhús Komdu til okkar í Laugardalshöll, 12.-14. október, í kaffi, kleinur og spjall um helstu lausnir okkar í bændavörum.


Útisvæði sýningarinnar var stórt og þar kenndi ýmissa grasa.

neytenda ósanngjörn og telja raunar, að fólkið í þéttbýlinu búi við betri lífskjör en þeir eða a.m.k. njóti margvíslegra þæginda, sem þeir eigi ekki kost á ... Það er þetta gagnkvæma skilningsleysi milli fólks í sveitum og bæjum, sem þarf að eyða og sýningin, sem hófst í Laugardalshöllinni í gær mun gera sitt í þeim efnum. Þess ber að vænta, að Landbúnaðarsýningin verði til þess að opna augu fólks fyrir gildi landbúnaðarins, jafnframt því, sem hún undirstrikar réttmæti þeirrar skoðunar, að íslenzkur landbúnaður hlýtur fyrst og fremst að vera fyrir Íslendinga sjálfa.“

Lionsklúbburinn Baldur vakti athygli á þeirri ógn sem uppblástur er.

Í Tímanum voru allir landsmenn sem það gátu hvattir til að fara á sýninguna. „Mikil ástæða er til þess að hvetja menn til að sjá Landbúnaðarsýninguna, því að hún veitir mikinn fróðleik um það hlutverk, sem landbúnaðurinn gegnir, og um störf bænda og aðstöðu þeirra. Alveg sérstök ástæða er til að athuga, hvernig hægt er að veita þeim, sem fjær búa, kost á því að sækja sýninguna. Í því sambandi kemur það m. a. til athugunar, hvort búnaðarsamtökin geta ekki skipulagt hópferðir á sýninguna. Sýningin er slík að þangað eiga allir erindi. Enginn, sem á þess kost, á að láta það ógert að fara þangað.“ Agnar segir að lokum að öll stemningin í kringum sýninguna hafi verið mjög góð frá fyrsta degi og hann telur að allir sem komu á hana hafi skemmt sér vel, auk þess sem hann segir allt hafa farið mjög friðsamlega fram og án nokkurra óspekta.

Bás mjólkuriðnaðarins.

32


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Við erum alltaf til staðar fyrir íslenskan landbúnað Sjáumst í N1 básnum á landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöllinni 12. til 14. október.

Ólafur Eggertsson Þorvaldseyri

Alltaf til staðar


Ábúendurnir á Tannstaðabakka eru alsælir með mjaltaþjóninn og nýja fjósið. Breytingin hefur gjörbreytt vinnuaðstöðunni á bænum.

Mynd / Ragnar Helgason

Mjaltaþjónninn skapar rými fyrir fjölskyldulíf:

Mögulegt að byggja fjós án þess að sökkva sér í skuldir – segja Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson, bændur á Tannstaðabakka í Hrútafirði Bjarni Rúnarsson

Það er mikil binding að hefja búskap. Verkefnin eru ótal mörg og verkefnalistinn tæmist sjaldan hjá bændum. Þegar einni torfu er velt við þá myndast oft tvær til viðbótar sem þarf að velta við síðar. Þannig líða dagarnir áfram með fjölbreyttum verkefnum og áskorunum.

Þau Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson eru bændur á Tannstaðabakka í Hrútafirði. Þau tóku við búskapnum af foreldrum Guðrúnar, þeim Ólöfu Ólafsdóttur og Skúla Einarssyni, en þau búa þar enn með kjúklinga. Guðrún og Óskar tóku við kúa- og sauðfjárbúskapnum og keyptu jörðina árið 2014 eftir að hafa bæði útskrifast frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Óskar sem búfræðingur og Guðrún með BS-próf í búvísindum. Ótal hugmyndir að fjósum Fljótlega eftir að þau fluttu hófust þau 34

handa við að byggja íbúðarhúsið sitt sem nefnist Bakkabær og á sama tíma fæddust tvíburasysturnar Þórey Sunna og Bjarnveig Anna sem nú eru orðnar þriggja ára. Samhliða þessu og búskapnum var farið í breytingar á fjárhúsum til að innrétta fyrir naut og geldneyti. Allt frá upphafi hafa þau gengið með hugmyndir um fjósbyggingu og ótal hugmyndir voru þróaðar á teikniborðinu áður en ráðist var í fjósframkvæmdina. Óskar og Guðrún dunduðu sér lengi við að útfæra fjósið í teikniforriti áður en hafist


Það gekk greiðlega að byggja fjósið og koma öllum tækjum á sinn stað. Það er eins gott að vera lipur á lyftaranum þegar koma á dýrum tækjum inn um þröngar dyr.

Mynd / Ársæll Kristófer Ársælsson

var handa. „Ég veit ekki hvað þú gerðir margar útfærslur að fjósum, þær skipta tugum,“ segir Guðrún og hlær. Útkoman er nýtt og glæsilegt fjós sem hefur haft mikil áhrif á búskap þeirra

hjóna, bæði hvað varðar framleiðsluhætti og ekki síst á fjölskyldulífið. „Ég segi það oft og skammast mín ekkert fyrir það, en við fórum ódýrustu mögulegu leið í fjósbyggingunni. Við

vorum nýbúin að kaupa jörðina og byggja okkur hús. Þetta er „sparnaðarfjós“ og það er allt í lagi!“ segir Guðrún Eik. Fjósbyggingin og allar innréttingar og innanstokksmunir eru frá Landstólpa. Á Tannstaðabakka var settur upp einn

Orkustofnun verður með bás á sýningunni Íslenskur landbúnaður 12.–14. október

Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar Verkefni Orkustofnunar er fjórþætt 1. Safnað er saman gagnlegum upplýsingum og þeim miðlað áfram

Fyrirlestrar

2. Boðið er upp á að stilla upp frumhugmynd að vatnsaflsvirkjun

Á vegum Orkustofnunar eru þrír fyrirlestrar á sýningunni Íslenskur landbúnaður 2018 laugardaginn 13. október klukkan 13.

3. Veittir eru styrkir til meistaraprófsverkefna á sviði smávirkjana 4. Haldnir eru fundir og kynningar út um land

1. Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar Erla Björk Þorgeirsdóttir Verkefnisstjóri hjá Orkustofnun 2. Smávirkjanir Nútímans Birkir Þór Guðmundsson Framkvæmdastjóri AB fasteigna 3. Raforkuframleiðsla úr sjóðandi lághita Ragnar Sær Ragnarsson Framkvæmdastjóri Varmaorku

ORKUSTOFNUN

https://orkustofnun.is/raforka/smavirkjanir/ 35


Nýja fjósið hefur ekki síst haft jákvæð áhrif á velferð kúnna. Þær hafa meira pláss og betri bása. Reglulegri mjaltir hafa mikið að segja um auknar afurðir kúnna.

Mynd / Landstólpi

af fyrstu Merlin-mjaltaþjónunum frá Fullwood sem komu hingað til lands. „Það var frábært hvað það tók stuttan tíma að byggja fjósið, þó að það hafi verið svakaleg törn. Fyrsta steypa var 18. ágúst og við byrjuðum að mjólka 13. febrúar. Það er innan við sex mánuðum seinna.“ Kvótinn er stærsta hindrunin Hún segir að framkvæmd sem þessi sé möguleg fyrir fólk sem vill bæta vinnuaðstöðu sína og auka hagkvæmni búsins án þess að steypa sér í himinháar skuldir. Stærsta hindrunin í vegferðinni sé kvótakerfið og fyrirkomulag þess. Nokkur óvissa sé hvernig þeim málum verði háttað, þó að líkur séu á að kvótinn verði áfram þá sé ekkert staðfest í þeim efnum. Meðan svo er þá er ekki hægt að gera mikil áform til framtíðar. Samhliða mjólkurframleiðslu hafa Óskar og Guðrún verið að ala naut til slátrunar í nýinnréttuðu húsi sem var fjárhús áður. Sauðfjárbúskapur þeirra er á undanhaldi og hefur nautakjötsframleiðslan tekið við 36

Breytingar voru gerðar á fjárhúsinu til að ala upp naut og geldneyti.

Mynd / Guðrún Eik Skúladóttir



Tannstaðabakki var einn af fyrstu bæjunum til að taka Merlin-mjaltaþjón frá Fullwood í notkun.

Mynd / Guðrún Eik Skúladóttir

í húsunum. Þau ala nú um 25–30 naut á ári til slátrunar og því eru um 70 naut á hverjum tíma á búinu. Reynt er að koma nautunum til slátrunar um tveggja ára aldur. Guðrún segir að stefnt sé að því að stytta uppeldistímann þegar framleiðslan kemst í fastari skorður. Þeirra áhersla hefur færst yfir í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu, enda talsvert aukaálag sem fylgir sauðfjárbúskapnum, þó að hann sé einstaklega skemmtilegur líka. Endurræktunin skilar meiri uppskeru á hektara Í sinni búskapartíð hafa Óskar og Guðrún ráðist í talsverða endurræktun á túnum og reynt mismunandi tegundir og útfærslur. Undanfarið hafa verið gerðar tilraunir með fjölært rýgresi. Hins vegar sé ókosturinn við slíkar tegundir að mikill blaðvöxtur hjálpi ekki til við að þurrka slíkt fóður. Hins vegar sé hægt að fá mikla uppskeru af fáum hekturum með þessu móti. Endurræktunarferlið er langt og segist Óskar vera að leita leiða til að stytta það ferli. „Ég gerði það núna að prufa að taka „tún í tún“ til að flýta fyrir mér. Það verður áhugavert að sjá hvernig það kemur út,“ segir Óskar. „Tún í tún“ er jarðvinnsluaðferð þar sem grasfræi er sáð í stykki sem í var grasfræ árið á undan. Guðrún og Óskar segjast sjá mikinn mun á því hversu mikil uppskeran er á hvern hekt38

Kindurnar voru reknar heim af hálsinum í síðasta skipti í haust. Öll lömb eru nú komin í sláturhús og fullorðnu kindurnar verða seldar í haust. Í baksýn sést nýja fjósið og útihúsin. Mynd / Guðrún Eik Skúladóttir

ara eftir að túnin voru tekin til endurræktunar. Þannig sé hægt að spara mikla fjármuni og fyrirhöfn við fóðuröflun. Mjaltaþjónninn bætir hag fjölskyldunnar Eins og áður segir hefur tilkoma mjaltaþjónsins haft gríðarleg áhrif á líf ungu fjölskyldunnar sem og á heilbrigði og velferð kúnna. „Ef við tökum bara tímann sem fer í mjaltir, þá er þetta svona einn og hálfur tími í gegningar fyrir mig eina í hvort málið. Miðað við það að við vorum alltaf tvo og hálfan tíma bæði að sinna fjósinu.

Þórey Sunna aðstoðar Óskar í framkvæmdunum.

Mynd / Guðrún Eik Skúladóttir

Svo eru gjafirnar miklu léttari en áður. Við þurftum að moka öllu heyi fram á gang en núna þarf bara að ýta á einn takka. Eins er mikill sparnaður í því að vera ekki að moka kjarnfóðrinu með höndum,“ segir Guðrún Eik.


Yea-Mix Iceland Bætiefnablanda með lifandi geri fyrir nautgripi

Yea-Mix Iceland er bætiefnablanda sem er sérhönnuð

fyrir íslenskar aðstæður. Hún inniheldur lifandi ger sem hefur góð áhrif á örveruflóruna í vömbinni og hjálpar þannig að bæta vambarheilbrigði og fóðurnýtingu.

Ávinningur þess að gefa lifandi ger með fóðri!

EY

KU

R

M

YN

DU

N

ÖR VE

RA

UGR

I UK

A LT E M

A

A pH

!

AUKIN UTALA!

UM LÆGRI FR

NÝT

ÆTT

B

N KI

JU!

TERK ING Á S

NÝT

LÆKK

! ING

UR FÓÐ

R

T KI

I

E NL

NN

!

STÖÐ

S!

I ÉN

! YT

AR AM

KKA

N

AU

Sláturfélag Suðurlands svf | 575-6070 | Fossháls 1, 110 Reykjavík

www.buvorur.is - buvorur@ss.is

RA

MÓNÍA

AT!

K!


Tannstaðabakki að vetrarlagi. Mynd / Guðrún Eik Skúladóttir

Eina breytingin sé umhverfið og mjaltaþjónninn. Guðrún segir að það hafi verið markmið þeirra að ná því á einu ári en þau hafi náð því markmiði í ágúst. Þessu hafi verið náð þrátt fyrir að í hjörðinni sé meirihluti hjarðarinnar fyrsta kálfs kvígur. „Þær halda sér líka miklu lengur í hárri nyt en þær gerðu áður,“ segir Guðrún. Áhrifanna gætir víða eins og heyra má og þau hafa komið þeim Guðrúnu og Óskari skemmtilega á óvart. Til að mynda sé mun auðveldara að fá einhvern til að leysa sig af.

Systurnar Bjarnveig og Þórey eru duglegar að aðstoða við búskapinn.

Þannig hefur skapast rými til að eiga fleiri samverustundir með börnum og fjölskyldu, og skapast svigrúm til að hliðra gegningum til um nokkra klukkutíma án þess að hafa áhrif á velferð kúnna. Þá sé sjálf vinnan í svona fjósi miklu léttari en mjaltirnar voru áður fyrr.

Mynd / Guðrún Eik Skúladóttir

Þau segjast einnig sjá mikinn mun á líðan kúnna og það skili sér í bættu heilbrigði hjarðarinnar.

Jafnframt því að fá tíðari mjaltir þá séu básarnir mun betri og rýmri en gömlu básarnir. Kýrnar hafi teygt úr sér og látið fara virkilega vel um sig þegar þær voru fluttar yfir í nýju híbýlin. Auknar upplýsingar frá mjaltaþjóninum hjálpi gríðarlega mikið til við að fyrirbyggja vandamál og stytta viðbragðstíma. Mjaltaþjónninn sé gott hjálpartæki, en aðkoma bóndans sé samt sem áður mikilvæg. Ekki sé hægt að stóla á tæknina alfarið í blindni.

„Við höfum varla fengið reikning frá dýralækninum síðan við fluttum inn í nýja fjósið. Ég held að það séu eitt eða tvö júgurbólgutilfelli síðan í febrúar, miðað við að það voru kannski ein til tvær kýr í mánuði í gamla fjósinu,“ segir Guðrún Eik.

Auknar afurðir og aukið svigrúm Nyt kúnna jókst umtalsvert þegar mjaltaþjónninn tók við mjöltunum. Frá því að hann var gangsettur í febrúar hefur meðalnyt búsins aukist um 900 lítra á hvern grip. Ekki hafi verið gerðar stórvægilegar breytingar á kjarnfóðurgjöf.

40

„Það krafðist mikils undirbúnings að fá einhvern til að leysa sig af í gamla fjósinu. Núna í sumar erum við búin að fara þrisvar sinnum í frí, sem er meira en við höfðum gert öll hin árin til samans,“ segir Guðrún. Afleysingamaður getur sett sig inn í stöðu mála á búinu með skömmum fyrirvara. Þá sé hægt að fylgjast með stöðu mála í gegnum farsíma eða tölvu og leiðbeint þeim sem heima er. Viðbrigðin fyrir kýrnar eru miklu minni, því það er áfram sami aðili sem mjólkar þær, mjaltaþjónninn. Það er einstaklega ánægjulegt að fylgjast með ungu fólki sem hefur með dugnaði sínum og útsjónarsemi komið sér upp góðri aðstöðu sem hugsuð er til framtíðar hvað varðar frekari stækkun og útfærslu. Möguleikinn er til staðar fyrir fólk sem vill hefja búskap án þess að skuldsetja sig fram úr hófi.


Claas Arion 400 frá 90 til 140 hestöfl. Frábær til allra starfa og í algerum sérflokki þegar unnið er með ámoksturstækjum.

Claas Arion 510 – 550 frá 125-165 hestöfl. Frelsi til að gera meira.

Við hönnun þessara véla er það haft að leiðarljósi að stjórnandi þeirra stígi sem óþreyttastur upp úr sæti sínu að afloknu dagsverki. Til að svo megi verða má nefna að vélarnar eru búnað ekilsæti af bestu gerð, tveggja eða fjögurra pósta húsfjöðrun er til staðar, framfjöðrun “valbúnaður” er af afar fullkominni gerð, gírkassar eru annað hvort rafskiptir eða stiglausir og því ákaflega létt fyrir ökumann að stjórna þeim og síðast en ekki síst vel hljóðeinangrað hús með stórum gluggaflötum, sem veita góða yfirsýn yfir tengitæki vélarinnar veita að sjálfsögðu ákveðna hvíld fyrir stjórnandann.

Claas Arion 610 – 660 frá 145-185 hestöfl. Þegar meira er betra.

Axion 800 205 – 295 hestöfl til að klára dæmið.

– VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • velfang.is • Finndu okkur á Facebook Frostagötu 2a • 603 Akureyri • velfang@velfang.is


CasusGrill er hugmynd og hönnun danskra hjóna sem hafa nú komið vörunni á markað í 30 löndum.

Hugmyndin að varðveita náttúruna Erla Gunnarsdóttir

Hugmyndina að CasusGrill fengu hjónin Carsten og Susanne Brøgger árið 2009 en varan var frumsýnd á síðasta ári í Japan og er nú fáanleg í yfir 30 löndum. Grillið er einnar sinnar tegundar á markaðnum sem er umhverfisvænt og niðurbrjótanlegt að öllu í náttúrunni eftir notkun.

„Þetta byrjaði allt með tjaldferðalagi til Pýrenafjallanna árið 2009 þar sem við notuðum einnota grill með álramma. Við náðum ekki að fá eld í fyrsta grillið og seinna grillið tók óratíma að hitna en hitinn varð ekki almennilega jafn á því og þess vegna var mjög erfitt að grilla sér góðan mat á því. Sonur okkar, sem var átta ára gamall, brenndi sig síðan fyrir slysni á fingurgómunum á álbakkanum utan um grillið sem varð okkur umhugsunarefni. Þar að auki sáum 42

við víða þessa álbakka frá einnota grillum á víð og dreif í fjöllunum, inni í runnum og í kringum ruslatunnur. Eftir þessa reynslu ákváðum við Susanne, konan mín, að við vildum reyna að þróa eitthvað annað og þannig varð CasusGrill-hugmyndin til,“ segir Carsten Nygaard Brøgger, stofnandi og framkvæmdastjóri CasusGrill. Græn umbreyting á einnota grillum Hugmyndin að baki grillinu er að varðveita náttúruna og það má segja að


Vegna einangrunar grillsins er lítið mál að halda á því á meðan grillað er án þess að brenna sig.

DNA-grillsins sé að sýna móður jörð að framleiðendunum sé annt um hana.

Það er ekki amalegt að grilla á umhverfisvænu og niðurbrjótanlegu grilli í svona umhverfi.

Girnilegt grænmeti sem grillað er á umhverfisvænu grilli.

„Við vildum búa til tæki til að elda mat utandyra á sjálfbærari og öruggari hátt. Með CasusGrill viljum við hanna vöru með hjarta sem talar við neytandann á þann hátt að; „keyptu mig og þú veist að það skiptir máli“. Þetta er búið að vera langt ferli, eða um átta ár frá því að hugmyndin kviknaði þangað til að hún kom á markað, þróun á heildarhugmynd, hönnun og þróun og fleira tekur gríðarlangan tíma þó að aðeins sé um eitt vörumerki að ræða,“ útskýrir Carsten og segir jafnframt: „Grillið er endurhönnun og græn umbreyting á einnota álgrillum. Það er búið til úr sjálfbærum efnum án þess að nota nokkra málma. Það er skilvirkara, hefur minni úrgang, er öruggara og það gerir matinn mjög góðan. Grillið er umhverfisvænt og niðurbrjótanlegt með bambus-, kolakubbum, léttum hraunmolum sem einangra og náttúrulegum pappaumbúðum úr bambus. Vegna einangrunarinnar er í raun hægt að halda á grillinu í höndunum á meðan grillað er án þess að hljóta brunaskaða af. Auðvelt er að kveikja upp í grillinu og líða aðeins fimm mínútur þar til hægt er að leggja matvæli á það til grillunar frá uppkveikju og helst hitinn í meira en klukkutíma. Grillið notar um helmingi minna af kolum heldur en önnur einnota grill á markaðnum og leiðir því til minni losunar á koltvísýringi.“ 43


Hænuvík í Rauðasandshreppi hinum forna.

Mynd / Hænuvík

Bændurnir í Hænuvík í Rauðasandshreppi reka lífrænt sauðfjárbú og ferðaþjónustu:

Kunna vel við ferðafólkið sem ekki er að flýta sér – Telja útlitið svart fyrir sauðfjárrækt í landinu Sigurður Már Harðarson

Guðjón Bjarnason býr í Hænuvík í Rauðasandshreppi hinum forna við sunnanverðan Patreksfjörð ásamt konu sinni, Maríu Ólafsdóttur. Þau reka lífrænt vottað sauðfjárbú og ferðaþjónustu og hafa nýverið opnað handverks- og móttökuhús í nýju húsnæði.

Hann segir ekki mikið upp úr því að hafa að stunda lífrænan sauðfjárbúskap – ekki frekar en sauðfjárbúskap yfirhöfuð sem eigi sér ekki viðreisnar von. Af lífrænum búskap sé þó ákveðið hagræði og hann trúir að slíkir búskaparhættir séu líklega framtíðin. Skiptu á húsum við foreldrana „Ég er fæddur hér og uppalinn – og hef komist upp með það alla tíð að nenna ekki að heiman. Ég var reyndar að heiman í einhver fjögur til fimm ár á einhverju flakki, til að mynda vann ég í Breiðavík í tvö ár og fyrstu þrjú árin eftir að við María byrjuðum saman bjuggum 44

við á Patró þar sem við áttum hús. Við tókum svo við búskap hér í Hænuvík 1982 af foreldrum mínum. Þau urðu fyrir áföllum sem leiddi til þess að þau ákváðu að hætta búskap. Sonur Gróu systur minnar drukknaði hér inni í Örlygshöfn, en hann dvaldi mikið hjá ömmu sinni og afa. Einnig lést í dráttarvélarslysi einn besti heimilisvinur og samstarfsmaður pabba, þá slasaðist illa trésmiður sem kom hingað í sveitina og gerði mörg kraftaverk sem enn sjást. Maður sér það betur svona eftir á að það gerði útslagið með það að þau gáfust upp á því að vera hér. Þau skiptu við


Orkubú Hænuvíkur.

Myndir / smh

okkur Maríu á húsnæðinu á Patró og við tókum við bænum hér um vorið 1982. Haustið áður höfðu þau losað sig við allar skepnur á bænum þannig að við tókum hér við með engan bústofn og lifðum á loftinu meira og minna í þónokkur ár. Það vildi reyndar til að bróðir mömmu var með nokkrar kindur hér og við gátum unnið vísi að eigin stofni út frá þeim, einnig lögðu aðrir sveitungar okkur lið í að koma upp kindum. Við höfum verið að byggja okkur upp lengi og mér finnst við eiginlega búin að vera að því alla tíð – í þessi 40 ár,“ segir Guðjón um upphaf búskapar þeirra Maríu. Ferðaþjónustan varð óvart til Verkefnin tóku svo við eitt af öðru hjá þeim. „Fyrst þurfti að reyna að fjölga fénu og svo tók við að byggja 250 kinda fjárhús í þremur áföngum. Keyptum svo fjórða part jarðarinnar, sem er hérna fram frá, af bróður mömmu sem þá var orðinn fullorðinn maður. Það var kveikjan að ferðaþjónustunni – eiginlega alveg óvart – þar er gamalt íbúðarhús byggt 1914 í mjög góðu standi sem var upphafið að sumarhúsaleigu.

Vélbúnaðurinn í Orkubúi Hænuvíkur.

Næst fann ég vörugeymslu á sjávarbakkanum sem er 25 fermetrar og var innréttuð fyrir gistingu. Það hús kallast Steinhús. Þá var hjónasvíta sett við hliðina á gamla bænum í gamla hlöðu. Hjónasvítan nefnist Skúrinn. Þar á eftir er byggt 12 manna hús í gömlum stíl

með baðstofu. Nefnist Kría. Þegar það lukkaðist svona vel kemur á daginn að þjónustuhús vantar fyrir öll þessi hús og reis á síðasta ári hús sem endaði í 65 fermetrum. Þar er handverkshús og móttaka á fólki, þvottahús, þurrkhjallur, língeymsla og hreinlætisaðstaða,“ segir 45


peysurnar, lopavettlinga og tátiljur og tíni bláber, sem mamma sultar svo. Mamma prjónar hins vegar smærri lopavörurnar og það sem er prjónað á fínni prjóna; vettlinga, húfur og sokka. Systir mín prjónar líka húfur. Upphaflega var notaður vegavinnuskúrinn undir galleríið og handavinnu okkar, en það var svo mikil traffík og hann of lítill þannig að það var mikill munur þegar þetta hús reis,“ segir Guðný Ólafía. Samfelldur kliður frá kríuvarpi Guðjón segir að talsverður straumur ferðafólks komi við í Hænuvík á hverju sumri. „Við fáum töluvert af fólki yfir sumarið, það er eiginlega mesta furða þar sem við erum úr alfaraleið. Okkur líkar það bara vel að vera ekki í mestu umferðinni. Við verðum fyrst vör við ferðamennina á vorin um miðjan maí en vegakerfið hérna býður ekki upp á að fólk sé á ferðinni fyrr. Við fáum frekar ferðafólkið sem er ekki að flýta sér mikið, þó mér þyki yfirleitt of mikill sprettur á þessu liði. Oftast gistir fólk ekki nema eina nótt hjá okkur til dæmis. Þó kemur það fyrir að fólk dvelji hér nokkra daga og skoðar sig þá vel um.

Hjónin í Hænuvík, María Ólafsdóttir og Guðjón Bjarnason.

Guðjón á griðastað sínum á renniverkstæðinu.

Guðjón. Hann bendir í átt að fjöruborðinu á hús sem stendur þar og útskýrir að þar hafi verið gömul fjárhús og hlaða sem kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Jónasson hafi litið löngunaraugum í mörg ár því hann var einn af þeirra sumargestum. „Við gerðum með okkur leigusamning, sem gildir til hundrað ára, sem gerir ráð fyrir að hann greiði tvær krónur í leigu á ári – óvísitölutryggt og vaxtalaust. Hann hefur reynst okkur besti gestur og félagi. Það lýsir sér í því að hann smalar með okkur með sínu fólki á hverju hausti en einnig birtist hann hér með þrjá með sér þegar við keyptum hús frá Byko sem var ætlað sem fjölnota hús.Það var reist á hvítasunnunni í fyrra. Þess skal getið 46

að þetta voru ekki smiðir heldur starfsmenn deCode genetics. Ég var búinn að steypa sökklana, svo kom efnispakkinn og við ruddum þessu upp saman. Húsið var komið í notkun þremur vikum eftir að efnið kom.“ Margvíslegt handverk í galleríinu „María prjónar allar stundir og ég fæst eitthvað við smíðar, renni svolítið,“ segir Guðjón, spurður um hvaðan handverkið sé komið sem sé í galleríinu. Guðný Ólafía, dóttir þeirra Guðjóns og Maríu, sér að mestu um ferðaþjónustuna í Hænuvík og leggur sitt af mörkum í handverksdeildinni. „Ég sé um lopa-

Til dæmis koma hingað fuglaskoðarar með myndavélar og geta legið tímunum saman með fuglunum okkar. Við erum með ferðaþjónustuhúsin okkar í miðju kríuvarpi og gaman að sjá hvað fuglarnir bera mismikla virðingu fyrir fólki. Krían hefur algjöran forgang og ég byrja ekki að slá þeirra svæði fyrr en ungarnir eru komnir á flug. Ég hef lagt mig fram við að verja hana fyrir tófu og öðrum vargi. Hún setur skemmtilegan svip á umhverfið og þegar ungarnir eru komnir upp er samfelldur kliður frá þeim allan sólarhringinn – sem er dálítið magnað. Svo fylgir henni alltaf hellingur af öðrum fuglum, sem vilja vera undir hennar verndarvæng,“ segir Guðjón. Skólinn tekinn frá þeim „Ætli við séum ekki svona illa gefin að vera ekki búin að hypja okkur til byggða. Það fóru allir héðan fyrir um 16 árum þegar sveitarfélagið sagði okkur að við ættum ekki að vera hér. Það var ákveðið að taka skólann bara í snatri, hann var hérna þar sem Hótel Látrabjarg er núna,“ segir Guðjón og ekki er laust við biturleika í röddinni. „Við vorum með tvær dætur í skólanum, en þær þurftu því að


ÞEGAR MEST Á REYNIR Hjá okkur færðu úrval af traustum vörumerkjum sem henta einstaklega vel til að takast á við fjölbreyttar og krefjandi aðstæður í íslenskum landbúnaði. Kíktu á okkur á stórsýningunni Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöll 12. - 14. október.

KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is


fara að sækja grunnskóla á Patreksfjörð. Það leiðinlegasta sem ég hef upplifað í þessi tæp 40 ár sem ég hef búið hérna er að hafa þurft að rífast yfir réttindum barnanna okkar. Það var ömurleg staða að lenda í. Við áttum það barn hér í sveitinni sem var síðasta barnið á grunnskólastigi og það átti að auglýsa það sem niðursetning, hvort einhver vildi ekki taka það að sér – þá var mér nóg boðið. Restin af hennar skólagöngu varð líka sveitarfélaginu dýr því ég heimtaði fjármuni í meðgjöf sjálfur til að greiða fólki sem við sömdum sjálf við um vistun hennar síðustu skólaárin. Síðan tók ég að mér akstur sem var á gjaldi sem ég setti upp til að skutla til og frá skóla,“ segir Guðjón og brosir. „Ég held reyndar að hún hafi ekki borið skaða af þessu öllu saman, en dætrum mínum er síður en svo hlýtt til stjórnar Vesturbyggðar, sem þá var, vegna framkomunnar. Gamla Rauðasandshreppsbyggðin, sem við erum hluti af, hefur alltaf verið olnbogabarn stjórnar Vesturbyggðar,“ bætir hann við.

Handverk heimilisfólksins.

Samfelld búseta frá heiðni í Hænuvík „Ég er nú ekki alveg klár á forsögunni fyrir búsetu hér í Hænuvík – og þetta nafn er auðvitað út í hött– eða kannski ekki,“ segir Guðjón, spurður um nafnið á víkinni og forsögu fjölskyldu hans á staðnum. „Mögulega hefur Kollur verið með duglegan þræl sem hann lét hafa þessa vík, sem hafði viðurnefnið Hæna. Líklega er það írskt að uppruna, komið frá einhverjum þeim mönnum sem komu með landnámsmönnum hingað. Hér hefur verið samfelld búseta frá heiðni og það er þekktur hóll hér niður frá þar sem talið er að menn hafi blótað við til forna. Hér var einnig hálfkirkja. Faðir minn var ungur til sjós hér. Hann gerði út trillu eins og allir gerðu hér út í víkum. Hann gerði síðastur manna út hér í sveit á vorvertíð 1946, þá úr Breiðavíkurveri, og hásetar hans voru tengdafaðir minn, Ólafur Kr. Sveinsson á Sellátranesi, og bróðir hans, Agnar Sigurbjörnsson frá Hænuvík. Síðan var hann á jarðýtum ræktunarsambandsins. Seinna fór hann í félagsskap með öðrum til kaupa á stærri vélum til vegagerðar á svæðinu, þar á meðal tengdaföður mínum. Hann var í jarðýtu48

Prjónahandverk í handverksgalleríinu.

útgerð fram á síðustu árin í Hænuvík. Við njótum þess í dag að hann aflaði fjármuna með þessari útgerð sem þurfti til að byggja íbúðarhúsið og önnur hús á jörðinni. Einnig keypti hann helming jarðarinnar af bróður sínum sem hætti búskap 1964. Mamma og pabbi kynnast hérna sem krakkar, eru hvort á sinni jörðinni og bæði aðflutt með fjölskyldum sínum. Þegar ég svo fór að leita mér að konu, leitaði ég vel og lengi og loksins fann ég hana norður á Snæfjallaströnd. Það kom svo í ljós að hún var reyndar héðan, frá næsta

bæ. Hún var bara svo lítil þegar ég byrjaði að leita.“ Gott að losna við tilbúinn áburð Guðjón og María eru sem fyrr segir með lífrænt vottaðan sauðfjárbúskap og hafa lagt afurðir sínar með slíka vottun í þrjú ár inn í sláturhúsið á Blönduósi. „Þetta var þriggja ára ferli að fá vottunina loks. Ég svona velti því fyrir mér hvor þetta væri ekki heppilegt hér, þar sem ég hef aðgang að slægjum hér víða eftir að það fór að grisjast úr byggðinni hér. Ég hef aðgang að öllum jörðum hér ef ég þyrfti á að halda til slægna.


Fyrst þegar við byrjuðum að leggja inn lífrænt vottað fengum við um 10–12 prósent álag, fyrir tveimur árum var hins vegar ekkert álag og síðasta haust fimm prósent. Ég var að leika mér að því að reikna aðeins; úttektarkostnaður hjá Vottunarstofunni Túni var um 100 til 120 þúsund á ári, en síðasta úttekt var upp á um 80 þúsund. Þessi fimm prósent á innlegginu gerði um 110 eða 120 þúsund þannig að það sést að það er ekki eftir miklu að slægjast hvað varðar afurðaverð eins og staðan er núna. Það eru þó kostir við lífrænan búskap; ég losnaði við það leiðindaverk að bera á – og kostnaðinn við áburðarkaupin líka, sem var talsverður. En á móti kemur að það er gríðarleg yfirferð í heyskap. Það er mikið talað um lífrænar afurðir í þjóðfélaginu en það virðist lítið vera gert í því að markaðssetja þetta sérstaklega og selja. Ég myndi vilja sjá að það sé settur almennilegur kraftur í sölu á lífrænt vottuðu lambakjöti. Það verður að segjast

Reykkofinn. Hænuvíkurnúpur í baksýn.

eins og er að verðlagningu á afurðum sauðfjárbænda er stjórnað af örþröngri framsóknarklíku með þeim árangri sem blasir við okkur í dag,“ segir Guðjón með áhersluþunga.

Kálbeit fyrir skýrsluhaldið Að sögn Guðjóns skiptir máli að neytendur hafi aðgang að upplýsingum um hvaðan lömbin koma sem þeim stendur til boða í kælum verslana.

49


Feðginin Guðjón og Guðný Ólafía við orlofshúsin, Kittabæ (nær) og Kríu (fjær).

kálbeit sem búið var að smala snemma, kannski undir lok ágúst. Bændurnir verða auðvitað sælir með að komast hátt í skýrslu­haldinu – sem er keppikefli æði margra bænda – og fá vel greitt fyrir gripina. Hérna er ég einn í heiminum og smala þegar ég nenni. Ég er farinn að smala bara eins nálægt vetrinum og ég þori – jafnvel alveg fram undir miðjan október. Mér er það enda í lófa lagið; hér er ekkert fé frá öðrum og sláturhúsið á Blönduósi tekur við mér þegar mér hentar. Ég held að það sé almennt allt of mikil hraði í sláturhúsunum í sláturtíð. Það má sjá þess merki að ekki sé látið blæða nógu lengi áður en mænan er skorin. Það geta neytendur lesið með því að horfa á læri og hryggi í heilu og horfa á stútfullar æðar af blóði sem mynda heilt landslag á yfirborði kjötsins.

Landnámshænurnar í Hænuvík.

„Sláturleyfishafar hafa ekki tekið í mál að hleypa í gegn upprunamerkingu sem allt sauðfé ber þegar það kemur í sláturhús. Ég þekki aðeins til þess sem þeir voru að gera hjá Austurlambi í þá veru að menn gátu fengið kjöt sem þeir vissu upprunann á. Það skiptir máli fyrir neytendur að hafa þessar upplýsingar, til dæmis um beitarhaga og svo framvegis. Ég slátra heima fyrir mig, ég er latur að smala og slátra þar af leiðandi meira heima þegar 50

ég tek á hús. Þá tek ég það sem hefur ekki mætt. Ég slátra aldrei fyrir okkur lömbum sem hafa gengið í túni – það er alveg óætt. Ég finn mikinn mun á kjötinu eftir því hvar lömbin hafa gengið. Margt fólk áttar sig ekki á þessu; lambakjöt er bara lambakjöt eins og afurðastöðvarnar hafa stillt þessu upp. Þegar vorum á ferð um Norðurland fyrir tveimur árum sáum við mikið af fé á

Við erum svo langt frá sláturhúsinu þannig að það hefur í seinni tíð ekki verið inni í myndinni að byggja kjötvinnslu hér. Það var kannski nærtækara þegar það var slátrun á Patró. Þetta er þó gríðarleg vinna að fara út í og sumum lánast slíkt betur en öðrum. Bændur sem eru líka með mikinn áhuga á mat hafa alla möguleika á því að framleiða góða matvöru í kjötvinnslum sínum.“


Básaröð B–1

Laugardalshöll 12.–14. október

Pipar\TBWA \ SÍA

Komdu á glæsilegan sýningarbás Lykils á landbúnaðarsýningunni, fáðu allar upplýsingar og ræddu málin beint við okkur.

VIÐ FJÁRMÖGNUM

SVONA GRÆJUR

Fjölbreyttir fjármögnunarkostir Lykill fjármögnun er eina sjálfstæða eignaleigufyrirtækið á Íslandi og býður fjölbreytta fjármögnunarkosti á vélum og tækjum. Ólík fjármögnunarform henta ólíkum atvinnurekstri en hægt er að velja um kaupleigu, rekstrarleigu, fjármögnunarleigu og hefðbundin veðlán. Greiðslur geta verið óreglulegar eftir tekjustreymi og allt er gert til þess að auðvelda viðskiptavinum fjármögnunina.

· Skjót og áreiðanleg þjónusta · Alla jafna engar aðrar tryggingar en í tækinu sjálfu

Eignaleiga er góður kostur

1 Þú finnur atvinnutæki sem hentar þínum rekstri. 2 Lykill sér um fjármögnunina. 3 Þú aflar tekna á tækið.

Alla jafna er tækið sjálft eina tryggingin fyrir fjármögnuninni en fjármagnað er allt að 90% af kaupverði án virðisauka þegar um Kaupleigusamning er að ræða. Í góðu samstarfi við innflytjendur og þjónustuaðila er markmið Lykils að finna skynsamlegustu lausnina í hverju tilfelli. Endilega hafðu samband við ráðgjafa Lykils í síma 540 1700 eða lykill@lykill.is

Ármúla 1 I 108 Reykjavík I lykill.is I lykill@lykill.is I 540 1700


Aðgengi að sjónum mestu hlunnindin „Við byrjuðum reyndar með svín hér líka og vorum þá líka með hænur, reyndar hvítar, svokallaða „Ítali“. Við erum hætt með svínin og komin með landnámshænur – reynum að standa undir nafni,“ segir Guðjón þegar hann er spurður um annað skepnuhald í Hænuvík og hlunnindi. Hann segir að helstu hlunnindin í Hænuvík séu fólgin í aðgengi að sjónum. „Hrognkelsaveiðin var mikil hér með landi og stutt á fengsæl fiskimið. Sjálfur er ég með lítinn bát og veiðum við allan okkar fisk. Eggjataka var hér mikil, svo sem fýll og svartbakur. Svartbakurinn er svo til horfinn og fýlnum hefur stórfækkað á síðustu árum eftir að hætt var að kútta á sjó. Það eina sem við höfum af eggjum nú orðið eru létt stropuð svartfuglsegg frá kunningjum okkar á Hvallátrum. Það finnst mér bestu eggin.“ Aukin raforka fyrir heita potta og rafbíla Raforkuframleiðsla hefur verið í Hænuvík frá 1953. Guðjón segir að hún sjái þeim fyrir öllu því rafmagni sem þau þurfi. „Það hafa verið reglulegar endurbætur á henni – síðast fyrir 12 árum. Þá endurnýjuðum við rör og stíflu, framleiðslan jókst talsvert og við skiptum líka úr jafnstraumi yfir í riðstraum. Tókum niður loftlínuna og settum í jörð. Síðan hefur hún malað gull. Túrbínan hefur verið sú sama í öll 70 árin og rafallinn er 60 ára. Rafallinn vegur 820 kíló og gæti framleitt 52 kílóvött. Hann snýst aðeins 1.000 snúninga sem er mikill kostur. Nú hef ég lagt inn pöntun hjá Eið í Árteigi í nýja túrbínu. Hugmyndirnar hafa þróast út í það að sækja vatn í uppspretturnar fram í brekkum þar sem vatnið kemur út úr fjallinu og auka þar með fallið í 40 m með það að markmiði að bæta í ferðaþjónustuna, meðal annars með heitum pottum, og svo eru rafbílarnir handan við hornið.“ Guðjón segir að þess beri að geta að í öllu uppbyggingarferlinu á fyrri árum hafi þau fengið verulegar fjárhæðir frá framleiðnisjóði landbúnaðarins. Annars vegar fyrst í ferðaþjónustupakkann og svo í uppbyggingu eða endurbætur á rafstöðinni. Sauðfjárræktin gjaldþrota „Við erum komin á þann aldur að við erum heldur að minnka við okkur, fórum niður í 52

Hugleiðingar um framtíðina.

Vorannir í Hænuvík. Guðný Ólafía með nýborið lamb.

250 kindur í haust, úr 370 þegar þær voru flestar. Ég hefði alveg viljað hafa aðgang að ráðunauti til að fara yfir þessa þróun, því það er ekki minni vandi en að byggja upp. En þessi þjónusta er nú fjarri öllum hér. Þetta fólk fer aldrei um héruð utan þess að eitt símtal þarf að borga fyrir í krónum og aurum, hversu stutt sem það er. Manni finnst eins og við séum afgangsstærð hér á Vestfjörðum í svo mörgum skilningi og það þarf að standa af alvöru vörð um þessa fáu bændur sem hér eru eftir. Held að eins og í stefnir núna fari

Vestfirðir að mestu úr byggð hvað búskap varðar eftir fáein ár. Við þurfum að fá stjórnvöld til að svara því hvort þau vilji hafa byggð á öllu landinu. Sauðfjárræktin í landinu er náttúrlega gjaldþrota, það er niðurstaða af fundi sem Kristján Þór og Haraldur Benediktsson héldu í Birkimel fyrir stuttu. Þar komu engin ráð og niðurstaðan er sú að sauðkindur verða aðeins til ánægju og skrauts í haga og svo að bændur slái hjá sér hlaðvarpann,“ segir Guðjón í Hænuvík að lokum.


ISLAND þarfnast

LAND BUNAÐAR


Bessi og Sólrún í Hofstaðaseli eru vel tækjum búin.

Mynd / BFV

Verktaka í landbúnaði:

Breytt hlutverk bænda í heyskapartíð Bjarni Rúnarsson

Landbúnaður er í stöðugri þróun og fjölmargar tækninýjungar hafa rutt sér til rúms í tímans rás. Fjölmargir bændur kjósa að kaupa þjónustu verktaka til að vinna fyrir sig hin ýmsu verk, svo sem heyskap og jarðvinnslu. Með slíku fyrirkomulagi breytist aðkoma bænda að verkunum á margan hátt.

Feðgarnir Eiríkur Kristinn Eiríksson, eða Diddi eins og hann er jafnan kallaður, og Oddgeir Eiríksson hafa starfað í verktakabransanum í mörg ár og reka saman fyrirtækið Strá ehf. í Sandlækjarkoti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þeir segja að verktakar þurfi að vera með fjölbreyttan tækjakost til að sinna mismunandi þörfum viðskiptavina. Ef verktakar eiga ekki tækin sjálfir sé einnig hægt að nýta sér búnaðarfélög ef þau eru vel tækjum búin. Búnaðarfélögin hafi sama hlutverk og verktakarnir, að eiga tæki til að þjónusta bændur.

Bessi Freyr Vésteinsson í Hofstaðaseli í Skagafirði. Mynd / BFV

Bessi Freyr Vésteinsson og Sólrún Ingvadóttir hafa sömuleiðis rekið Sel ehf. í Hofstaðaseli í Skagafirði. Bessi tekur í sama streng og Diddi og Oddgeir og segir að verktakar þurfi að vera vel tækjum búnir.

„Mikilvægt er að verktakar hafi yfir að ráða þá bestu tækni sem í boði er á hverjum tíma, bæði tæknilega og hvað varðar afköst. Þannig skila nýjungar sér til verkkaupa til hagræðingar og hagsbóta.“

54


Afkastageta tækja hefur aukist mikið síðustu ár. Tækin hafa stækkað og aflþörf þeirra aukist. Það kallar á stærri Mynd / OE dráttarvélar.

Verktakar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu hvað varðar jarðvinnslu og sáningu. Sáningin er lykilatriði að góðri uppskeru. Mynd / BFV

samþættingu verkþátta og ákvarðanatöku fremur en beinni aðkomu að verkinu eins og áður. Oft getur reynt á þolinmæði og þolrif bænda sem og verktakanna ef hlutirnir fara úr skorðum. Segja má að þessi hugmyndafræði sé fengin frá nágrönnum Íslendinga í Evrópu, og raunar víðar, þar sem verktaka er hið almenna form heyöflunar og annarra verka.

Samþætting og ákvarðanataka Í stað þess að sjá alfarið um heyöflun á eigin tækjum og á eigin forsendum þurfa bændur nú að reiða sig á að verktaki geti tekið að sér verk á tilsettum tíma. Hlutverk bænda felst þannig frekar í

Með aukinni afkastagetu véla og tækninýjungum geta verktakar nú komist yfir fleiri verkefni en áður og afgreitt fleiri bæi á skemmri tíma. Samhliða auknum afköstum hafa aðferðir við heyöflun færst í annað horf. Víða hefur

verið horfið frá mikilli þurrheysverkun og íblöndun rutt sér til rúms. Með þeim er ýtt undir æskilegan vöxt baktería til að verkun heyjanna verði bóndanum í hag. Slík íblöndun getur borgað sig, sér í lagi ef geyma á heyið lengi. Hins vegar hefur íblöndun lítið að segja ef vel gengur að þurrka heyin. Þegar hey eru sett í stæður er æskilegt að nota íblöndunarefni til að stuðla að góðri verkun í stæðunni. Eins hafa bændur brugðið á það ráð að nota íblöndun í hey í vætutíð og stuttum þurrkum. Langar tarnir en mikil ánægja Vinnudagar verktakans geta verið langir, einkum og sér í lagi á álagstímum sem eru á vorin og fram á haustin þegar jarðvinnsla og heyannir standa sem hæst. Matar- og kaffitímar eru látnir eiga sig ef mikið liggur við og rigningarspá er í kortunum. Þá setja menn ekki heldur fyrir sig að vaka langt fram á nætur til að koma heyi í plast eða í stæðu eða yfirhöfuð sinna þeim verkum sem liggja fyrir á hverjum tíma.

Við bjóðum alla gesti velkomna á sýningarbás D á útisvæði. Þar munum við hafa til sýnis helstu nýjungar í vöruframboði okkar. Hlökkum til að sjá ykkur.

ÞÓR

H F

REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500

AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555

Vefsíða og netverslun: www.thor.is 55


Verktakar búa yfir reynslu og þekkingu í jarðvinnu sem getur aukið uppskeru og gæði fóðurs hjá þeim reynsluminni.

Traktorar eru orðnir búnir miklum þægindum sem gerir langa vinnudaga bærilegri og vinnuaðstöðuna betri.

„Það er skemmtilegt að vera verktaki, sérstaklega ef maður hefur ríka þjónustulund. Félagslegi þátturinn er skemmtilegur því maður kynnist mörgum ólíkum persónum og er í sambandi við marga. Það getur vissulega verið stressandi því maður vill standa sig og standa við gefin loforð. Það getur verið mjög erfitt að standa við áætlanir í stopulli tíð eins og var t.a.m. í sumar,“ segir Oddgeir. 56

Oddgeir og Bessi segja að álagið geti tekið sinn toll yfir háannatímann. „Það getur verið slítandi ef það eru margar nætur í röð sem þarf að vinna, en félagslegi þátturinn gefur manni heilmikið á móti,“ segir Oddgeir. „Að vinna sem verktaki í landbúnaði er krefjandi vinna, oft er erfitt að skipuleggja dagana. Taka þarf tillit til margra

Mynd / BFV

Mynd / OE

þátta samtímis, vinnan er oft háð veðri sem fljótt getur breyst. Unnið er jafnvel fyrir nokkra bændur sama daginn, jafnvel á sama tíma. Því skipulagi sem lagt er upp með að morgni getur þurft að breyta nokkrum sinnum yfir daginn þegar aðstæður breytast,“ segir Bessi Freyr. Kostir þess að nota þjónustu verktaka eru þónokkrir. Bændur geta sparað sér


stórfé í kaupum á vélum og tækjum. Þá fylgir því talsvert mikill rekstrarkostnaður að halda úti vélaútgerð. Þar geta bændur sparað sér umtalsverðar fjárhæðir. Einnig geta þeir fengið betri tæki til verka en gerist og gengur hjá hinum almenna bónda. Diddi og Oddgeir eru á því að oft séu menn að fjárfesta í of dýrum tækjum fyrir of litla notkun. „Það getur verið gott að hafa sérhæfingu á tækjum, en fjárfesting í tækjum snýst um notkun og verð á tækjunum. Stundum eru menn að offjárfesta í tækjum sem lítil notkun er á miðað við verð.“ Með aðkomu verktaka fá bændur aðgengi að sérhæfðum tækjum sem þeir hefðu ekki aðgengi að, t.a.m. múgsaxara, stórum haugsugum og hrærum, vendiplógum, rúllusamstæðum, stórbaggavélum og ýmiss konar öflugum tækjum. Verktakar hafa mikla reynslu af heyöflun og jarðvinnslu sem skilar sér í betri ræktun og

betri heyfeng. Heyskapur og jarðvinna er tímafrekt ferli og með því að nota verktaka myndast oft og tíðum tími til annarra verka. Bóndi sem ekki þarf að verja miklum tíma úti á túni og ökrum hefur meira svigrúm til að sinna öðrum þáttum búskaparins og bæta þannig arðsemi búsins. Samvinnan þarf að vera í lagi Mestu álagspunktar hjá verktökum eru eins og áður segir yfirleitt í kringum vorverk og heyskapartíð. Þá logar gjarnan símtólið og margir hektarar bíða þess að fá rúllun eða annars konar vinnslu. Tímaramminn er oft þröngur því veðurfar og tíðarfar hefur mikið að segja og bændur vilja heyja saman á réttum tímapunkti hvað varðar vöxt og þroskastig. Hins vegar geta menn lent í vandræðum ef ekki er haft gott samráð við verktaka um hvenær sé rétt að slá og hvenær sé rétt að bíða. Mýmörg dæmi eru um að bændur hafi slegið ótal hektara og hafist handa við að þurrka áður en kannaðar eru aðstæður hjá verktökum. Oft og tíðum er

Bændur geta nýtt sér þjónustu verktaka til að fá aðgengi að stórvirkum tækjum sem dýrt er að eiga og reka eins og t.d. vendiplóg. Mynd / OE

verkefnalisti þeirra langur og því þurfa bændur að bíða eftir að þeir geti sinnt útkalli hjá viðkomandi. Slíkt getur haft áhrif á uppskeruna og valdið árekstrum. Því er um að gera að kanna stöðu mála áður en sláttuvélin er spennt við dráttarvélina. „Flestir eru nú með allt sitt á hreinu og eru í góðu sambandi við verktakann,

57


Mikil vinnslubreidd getur komið sér vel þegar mikið liggur við.

Mynd / BFV

spyrja fyrst og slá svo. Þeir fá líka betri þjónustu en þeir sem vinna málið öfugt og hringja jafnvel sama dag og á að rúlla,“ segir Oddgeir. Bessi segir að í seinni tíð hafi samstarf við bændur orðið afslappaðra. „Við og viðskiptamenn okkar höfum lært að vinna saman, þekkjum aðstæður, getu og þarfir hver annars, það er lykill að farsælu viðskiptasamstarfi.“ Bændur hljóta að vænta þess af verktökum að verkin séu vel unnin og að ágóði þess að fá þá til verksins sé slíkur að það borgi sig frekar en að gera það sjálfur. Því er mikilvægt að verktakar afli sér þekkingar á sviði jarðvinnslu og fóðurverkun áður en þeir fara að gera út á slíka þjónustu. Bóndi sem verður fyrir tjóni vegna ófullnægjandi vinnubragða er fljótur að leita annarra leiða síðar meir. Þekking og reynsla verktakans getur sömuleiðis reynst aðila sem ekki þekkir mikið til jarðvinnslu virkilega dýrmæt, svo sem hvað varðar sáðmagn, vinnsluaðferðir og fleira. 58

Aðstandendur Strá ehf. F.h. Eiríkur Kristinn, Oddgeir og Matthildur við nýjustu viðbótina í vélasafn fyrirtækisins, Fendt 724 Vario. Mynd / OE

Bessi segir að það sé fólgin ákveðin áskorun í því að gera verktöku að heilsársstarfi. „Það er klárlega tækifæri fyrir landbúnaðinn að nýta sér verktakaþjónustu. En á mörgum svæðum er samt ekki slík þjónusta í boði, fá bú eða miklar fjarlægðir

á milli búa aftra því að svona starfsemi geti þrifist. Einnig hefur reynst erfitt fyrir verktaka að tryggja sér stöðuga vinnu yfir árið sem svo aftur gerir það að verkum að það er erfitt að fá og halda í hæfan mannskap á vélarnar. Stærstur hluti vinnunnar fer fram frá apríl til september.



Þrátt fyrir að hafa alist upp við svínarækt og aðstoðað foreldra sína við búskapinn á yngri árum ætlaði Ingvi sér að feta aðra slóð og kveðst alls ekki hafa stefnt að því að verða bóndi. Myndir úr einkasafni

Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda:

Ef við lifum af nútíðina getur framtíðin orðið björt Margrét Þóra Þórsdóttir

„Þrátt fyrir allt er framtíðin björt ef við höldum rétt á spilunum. Það standa mörg spjót að svínaræktinni á Íslandi um þessar mundir og alveg ljóst að það er brekka fram undan. Ef við komumst upp hana, lifum nútíðina af, þá er ég nokkuð bjartsýnn á framtíðina,“ segir Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda.

Ingva er svínaræktin í blóð borin, foreldrar hans, Stefán Þórðarson og Þorgerður Jónsdóttir, hófu svínabúskap á Teigi árið 1974, sama ár og Ingvi fæddist. Stefán og Gerða voru með sauðfjárbúskap á Teigi, mest með um 250 kindur og þá var Stefán í hópi þeirra fyrstu sem reyndu fyrir sér með seiðaeldi auk þess að starfrækja heykögglaverksmiðju. 60

„Þau byrjuðu í litlum mæli árið 1971, voru þá með örfáar gyltur og höfðu þær í fjárhúsunum,“ segir Ingvi og rifjar upp þegar að því kom að fyrsta gyltan skyldi gjóta. „Það var andvökunótt hjá mömmu, hún var viðbúin með handklæði og annan viðbúnað, það kom einn grís og hún beið og beið eftir þeim næstu, en aldrei kom nema einn. Þannig að það má segja


að þetta hafi ekki byrjað vel, en fall er fararheill, er sagt.“ Ábúendur á Teigi veðjuðu samt á svínaræktina og skiptu alfarið um búgrein fyrir röskum fjórum áratugum. Upp frá því hefur svínabúskapur verið aðalbúgrein á Teigi. Ætlaði sér að starfa á mölinni Þrátt fyrir að hafa alist upp við svínarækt og aðstoðað foreldra sína við búskapinn á yngri árum ætlaði Ingvi sér að feta aðra slóð og kveðst alls ekki hafa stefnt að því að verða bóndi. Hann lauk stúdentsprófi og hóf að því loknu nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk árið 2000. Fyrst barn hans og konu hans, Selmu Dr. Brynjarsdóttur, fæddist tveimur árum fyrr, árið 1998, og voru þau hjón í óða önn að koma sér fyrir til framtíðarbúsetu í höfuðborginni. Fyrir norðan æxluðust mál þannig að foreldrar hans vildu minnka við sig um svipað leyti, „og við sáum þar tækifæri til að taka við og halda starfi þeirra áfram. Við sjáum ekki eftir því, það eru forréttindi að búa

Séð yfir jörðina Teig.

hér í sveitinni með öllum þeim kostum sem hún hefur upp á að bjóða en njóta jafnframt nálægðar við Akureyri sem er hér steinsnar norðan við okkur. Það var eitthvað sem togaði norður á ný, þegar okkur stóð til boða að taka við rekstrinum slógum við til og höfum ekki séð eftir því.“

Bættu við sig ferðaþjónustu Fyrir tæpum tveimur árum bættu þau hjón við sig, fóru út í ferðaþjónustu. Gamalt íbúðarhús á Teigi sem áður hafði verið í langtímaleigu var gert upp og er nú leigt út til ferðamanna. Íbúðarhúsið er ekki nema um 40 metra frá svínahúsinu og er skýrt greint frá því við bókun. „Það

Verðum á landbúnaðarsýningunni 12.-14. okt. Bás B-25 Verið hjartanlega velkomin

61


Svínarækt er nú stunduð á um það bil 20 jörðum hér á landi og og allt í allt eru um 3.500 gyltur í bústofni íslenskra bænda.

hefur ekki einn einasti maður kvartað, það er frekar að ferðalöngum þyki fengur að því að vera í námunda við búskapinn og eru forvitnir um hann,“ segir Ingvi. Hann bætir við að það sé virkilega gaman að vera í ferðaþjónustunni samhliða svínaræktinni, jákvæðni í þeirri grein sé mikil „og það er nú nokkuð sem er frábrugðið því sem við eigum að venjast í svínabúskapnum,“ segir hann. Bróðurpartur gesta á Teigi er erlendur og fyrir kemur að þangað komi fólk sem aldrei hafi á ævi sinni séð svín berum augum. Ekki er gestum þó hleypt inn í húsin en nýtir glugga þess til að líta á gripina. „Það er greinilegt að gestum þykir gaman að komast í snertingu við búskapinn, áhuginn er mikill og mér finnst viðhorf erlendu gestanna til íslensks landbúnaðar jákvætt og hvetjandi. Hér á landi hefur verið reynt að koma því inn í höfuðið á fólki að við stundum verksmiðjubúskap,“ segir Ingvi og bendir á að á Íslandi séu í allt 3.500 gyltur, dreifðar á þessar 20 jarðir sem búskapinn stunda. Í samhengi við það nefnir hann svínabú sem hann heimsótti í Úkraínu fyrir nokkrum árum og hélt um 12 þúsund gyltur. „Við erum hér á landi með algjörar öreiningar miðað við það sem tíðkast í hinum stóra heimi, en það eru ákveðin hagsmunaöfl sem virðast sjá sér hag í því að breiða út þann boðskap að hér sé stundaður verksmiðjubúskapur. Sem er slæmt.“ 62

„Það er virkilega jákvæður andi meðal bænda að bæta aðbúnað dýranna og að sinna þessu verkefni af kostgæfni. Það er okkar hagur að búið sé sem allra best að dýrunum,“ segir Ingvi, en hér er sonur hans, Tristan Darri, að aðstoða við búskapinn.

Mikil hagræðing hefur verið í svínarækt á Íslandi á liðnum árum, búum hefur fækkað líkt og gildir um aðrar búgreinar og þau sem eftir eru stækkað.


Sveiflukennd búgrein Ingvi segir svínarækt á Íslandi hafa um tíðina verið sveiflukennda búgrein, á stundum hafi vel gengið en einnig hafi komið tímar þar sem umhverfið hefur verið erfitt. „Svínaræktin hefur alla tíð gengið í gegnum sveiflur, það hafa komið upp ýmis áföll eins og gengur, verðfall á afurðum og fleira, og svo hafa menn rétt úr kútnum og náð sér á strik,“ segir hann. Ingvi hefur lengi fylgst með og starfað í búgreininni og segir að á sínum ferli hafi hann aldrei upplifað aðrar eins breytingar og verið hafi undanfarin misseri. „Það hefur gríðarleg hagræðing orðið í greininni, hjá okkur hefur þróun orðið með sama hætti og í öðrum búgreinum, búum hefur fækkað umtalsvert á liðnum árum og þau sem eftir standa eru stærri. Svínarækt er nú stunduð á um það bil 20 jörðum hér á landi, það er ekki ýkja mikið. Það segir samt mjög takmarkaða sögu, enda skapar svínaræktin fjöldann allan af afleiddum störfum. Mér hefur verið sagt af aðilum sem þekkja til að bara á Akureyri vinni 80–90 manns við slátrun og vinnslu á svínakjöti. Þá eru önnur afleidd störf ótalin.“ Ingvi rekur sinn búskap á tveimur jörðum, heima á Teigi og fyrir 10 árum keypti

Svínabændum þykir samkeppni við innflutning skökk, ekki eru gerðar sömu kröfur t.d. til aðbúnaðar dýranna á íslensku búunum og í þeim löndum sem flutt er inn frá.

63


Pálmholt í Reykjadal.

hann jörðina Pálmholt í Reykjadal. Það kveðst hann hafa gert til að svara kalli þess tíma um bættan aðbúnað dýranna, kröfur þar um hafa um tíðina aukist og munu gera svo áfram. „Kröfur voru á þeim tíma sem ég keypti Pálmholt að breytast, ég flutti mig þangað m.a. til að uppfylla þær. Ég hef bústjóra sem sér um dagleg störf en fer líka þangað yfir í hverri viku,“ segir Ingvi. Uggandi yfir stöðunni Hann segir að mörg spjót standi á svínabændum um þessar mundir, nefnir í því sambandi m.a. aðbúnaðarkröfur, tollasamning, dóminn í hráa kjöts-málinu, sem hefur í för með sér innflutning á hráu kjöti frá Evrópulöndum og gæti haft miklar afleiðingar fyrir svínaræktina og þá sé samkeppnin við innflutning sem sífellt aukist mjög skökk. „Vitanlega erum við svínabændur uggandi yfir stöðunni eins og hún er nákvæmlega núna en ég hef orðað það svo að ef við 64

lifum nútímann af gæti framtíðin orðið ágæt, jafnvel björt,“ segir Ingvi. Hann nefnir að þeir bændur sem ætli sér að halda áfram séu í óða önn að vinna í að uppfylla aðbúnaðarreglugerð sem að fullu á að ganga í gildi í byrjun árs 2025. Áætlað er að kostnaður greinarinnar til að ná því að uppfylla reglugerðina nemi á bilinu 3 til 4 milljörðum króna. Samkeppnin er skökk „Það er virkilega jákvæður andi meðal bænda að bæta aðbúnað dýranna og að sinna þessu verkefni af kostgæfni. Það er okkar hagur að búið sé sem allra best að dýrunum,“ segir hann. „Það sem okkur þykir hins vegar ósanngjarnt er að til okkar eru gerðar mun ríkari kröfur um aðbúnað dýra heldur en gerðar eru í þeim löndum sem við erum að keppa við. Samkeppnin verður því afar skökk, það eru langt í frá gerðar sömu kröfur um aðbúnað í erlendu búunum, þaðan sem bróðurpartur innflutts svínakjöts kemur. Það má m.a. í því samhengi nefna að mun meiri sýklalyf eru notuð þar en

tíðkast á íslensku búunum svo eitt dæmi sé tekið. Það ríkir því alls ekki jafnræði á þessum markaði, það er svolítið eins og við eigum að keppa við innflutning með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ segir Ingvi. Sviðsmyndin ekki upp á marga fiska „Við erum að takast á við mörg verkefni í einu, að bregðast við ýmsum vanda sem að okkur steðjar á sama tíma og fjárfestingaþörfin er mikil. Sviðsmyndin sem dregin er upp af svínaræktinni um þessar mundir er ekki upp á marga fiska. En menn hafa alltaf einhver ráð og við svínabændur stefnum auðvitað að því að komast í gegnum þann skafl sem við okkur blasir. Að mínu mati skortir skýra framtíðarsýn, við erum því miður of föst í „þetta reddast“ farinu, horfum ekki nægilega langt fram í tímann. Sviðsmyndin verður allt önnur eftir áratug, mannkyni fjölgar ört, kaupmáttur t.d. í Asíulöndum vex og eftirspurn eftir matvælum mun á komandi árum aukast mjög. Við


Ð Ó L S N Y K Ý N

skotbómulyftara HANNAÐUR TIL AÐ

VINNA VERKIN AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni.

• Meira útsýni • Þægilegra innstig • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu • Hnappur sem losar glussaþrýsting á tengjum • Og margt fleira

Góð viðgerða- og varahlutaþjónusta Manitou er þarfasti þjónninn í dag til lands og sveita PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is


hér á Íslandi sitjum að mörgu leyti við allsnægtarborð, en mér finnst skorta að stjórnvöld átti sig á því og hvaða tækifæri við höfum og eigum að nýta okkur.“ Einstök staða og verðum að verja hana Ingvi nefnir sem dæmi um sofandahátt stjórnvalda að engin viðbragðsáætlun er fyrir hendi komi sú skelfilega staða upp að MRSA bakterían, kölluð mósa hér á landi, berist inn á svínabú, baktería sem er fjölónæm fyrir sýklalyfjum. Bakterían hefur fundist um alla Evrópu og hefur m.a. stungið sér niður á flest svínabú hjá nágrönnum okkur í Danmörku. „Við erum í einstakri stöðu hér á landi og það er æskilegt að verja hana sem kostur er. Við höfum kynnt stjórnvöldum málið,“ segir hann og bætir við að frá árinu 2015 hafi hann rætt við eina fjóra landbúnaðarráðherra og farið yfir stöðu svínaræktar. Kannski sé ekki við miklu að

búast þegar menn staldri svo stutt við í embætti. Stærsta hagsmunamálið að koma á upprunamerkingum Innflutningur á svínakjöti hefur fimmfaldast á tímabilinu frá 2012 til 2017 og hefur aldrei verið jafnmikill og einmitt nú þegar um þriðjungur þess svínakjöts sem í boði er á markaði er innflutt. Sú staða sem við blasir er að neytendur kaupa svínakjöt hærra verði en áður, verð á neytendamarkaði hefur hækkað á sama tíma og það verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar hefur lækkað um 13%. Milliliðir hafi greinilega verið að taka ágóðann hraustlega til sín. „Okkar stærsta hagsmunamál nú er að taka upp rekjanleika, að vörurnar séu upprunamerktar og það er vel fær leið, en því miður virðist skorta áhuga á að koma slíkum merkingum á. Neytendur eru ósáttir við að vita ekki hver uppruni þess

kjöts sem það kaupir í búðinni er, hvaðan það kemur. Það er nefnilega langur vegur frá að það sé alltaf ljóst, merkingar gefa oft og tíðum til kynna að varan sé íslensk en við nánari skoðun er um innflutta vöru að ræða. Það er grímulaust verið að villa um fyrir neytendum, fæstir leggjast í að lesa ofursmáa letrið sem stundum fylgir pakkningum.“ Neytendur njóta ekki ávinningsins Ingvi segir svínabændur hafa vakið athygli ráðamanna, m.a. neytendasamtaka og forystu Alþýðusambandsins á því misræmi sem orðið hefur undanfarin fimm ár, þ.e. að neytendur greiði hærra verð fyrir svínakjötið á sama tíma og bóndinn beri minna úr býtum, hafi tekið á sig verðlækkun. „Okkur þykir þetta slæm staða, það er súrt að horfa upp á að neytendur njóti ekki ávinningsins heldur renni hann til milliliða,“ segir Ingvi.

sýnið aðGát við vélavinnu Dráttarvélar eiga oft hlut að máli í vinnuslysum og tengist yfirleitt þeim alvarlegustu. Flest slys sem tengjast dráttarvélum eru sem betur fer minni háttar. Mörg þeirra verða þegar ökumaðurinn stígur upp í vélina eða fer niður úr henni. þú getur minnkað áhættuna með því að: • hafa traust og rétt staðsett handföng • hafa stoppara sem heldur hurðinni opinni • hafa góð fótstig með stömu yfirborði, 50 cm yfir jörðu og með mátulegri fjarlægð frá hurðaropi.

er þitt bú öruGGur oG Góður vinnustaður?

66

PORT hönnun

Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is


ÁB U R AT

R

R YA

R

ÐU

A NÍT

Minnkum kolefnasporið saman

EINg R H rin næ

Áburðartegundir sem hafa nítrat sem undirstöðuefni eins og ammóníumnítrat, kalsíumammóníumnítrat og NPK-blöndur eru með hreinum næringarefnum sem bjóða upp á þá nákvæmni, skilvirkni og áreiðanleika sem þörf er á, út frá jarðræktar-, umhverfis- og sjálfbærnissjónarmiðum í landbúnaði. Nítratáburðartegundir Yara hafa mjög lítið kolefnisspor og eru því besta lausnin fyrir bændur sem vilja uppskeru en ekki CO2. Sláturfélag Suðurlands svf S: 575-6070 - Fossháls 1, 110 Reykjavík

www.yara.is - yara@yara.is


Brynja Laxdal er verkefnastjóri Matarauðs Íslands.

Mynd / smh

Matarauður Íslands styður við íslenska matvöruframleiðslu:

Sóknarfærin liggja í sveitunum – Eigum að vera stolt af því að geta framleitt ómenguð matvæli í sátt við sjálfbæra þróun Sigurður Már Harðarson

Matarauður Íslands er heiti á verkefni sem heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og var Brynja Laxdal ráðin verkefnastjóri þess í desember 2016. Hún segir að tilgangur þess sé í raun tvíþættur; að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningu – þannig að matur verði stærri hluti af heildarímynd okkar – og að styrkja matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni landsbyggða.

Brynja er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands og starfaði áður sem markaðsstjóri á markaðsstofunni Meetin Reykjavík. „Við höfum sett okkur þau markmið að efla áhuga og eftirspurn eftir innlendum matvörum og styðja þannig við byggðafestu og atvinnutækifæri. Það er í raun mikilvægt að verkefnið sé hýst undir ráðuneytinu þannig að gegnsæi sé gagnvart stjórnvöldum á þeim fjármunum sem er eytt og að sama skapi 68

mynda tengsl við grasrót og hagaðila án hagsmunatengsla,“ segir Brynja en verkefninu lýkur í desember 2021. Verkefnið fékk í byrjun 400 milljónir til umráða og er fjármagninu þaðan veitt til verkefna á vegum þess; ýmist eru það verkefni sem Matarauður hrindir af stað eða fær formlegar umsóknir um samstarf. Þeim fylgir þá ítarleg aðgerðaog fjárhagsáætlun sem verkefnastjórn fer yfir og samþykkir eða hafnar. Matarauður


á líka bakland eða samráðshóp sem í sitja 14 fulltrúar stofnana, meðal annars frá Bændasamtökum Íslands. Fókusinn á innanlandsmarkað Brynja er spurð um leiðir að þessum markmiðum og helstu markaðstækifærin fyrir íslenskar búvörur. „Fókusinn er á innanlandsmarkað þar sem við höfum þrjú megin sóknarfæri að leiðarljósi. Þau eru matarferðaþjónusta og svæðisbundinn matur, aukin gæða- og umhverfisvitund neytenda og umbætur í formi nýsköpunar og vöruþróunar í matvælatengdum greinum. Í gegnum þessi sóknarfæri vinnum við með vitundarvakningu og orðræðu um íslenskt hráefni og matarmenningu. Við byrjuðum á því að setja upp vefsíðuna mataraudur.is, sem er eins konar verkfærakista fyrir þá sem vilja fræðast eða fjalla um íslenskt hráefni og matarmenningu. Þar má finna texta, myndir og myndbönd sem öllum er frjálst að nýta í markaðsefni. Síðan erum við líka að skrá niður matarfrumkvöðla sem vilja

Brynja í frumkvöðlavagninum í Granda Mathöll. Matarauður Íslands ásamt Sjávarklasanum kemur að rekstri vagnsins og skiptast matarfrumkvöðlar á að nota hann. Í september var þar nepölsk fjölskylda með deigbollur sínar (dumplings), sem framleiddar er undir vörumerkinu Everest Mo: Mo. Kushu Gurúng var við afgreiðslu í vagninum og ræðir Mynd / smh hér við Brynju.

koma sér á framfæri. Núna erum við að vinna að matartímalínu og höfum fengið sagnfræðing í lið með okkur. Mig langar að taka það fram að við þiggjum allar ábendingar varðandi efni vefsins, en það er á íslensku og ensku. Miðað við þær „lífrænu“ heimsóknir sem við höfum fengið – bæði frá Íslendingum og erlendis frá – þá er greinileg þörf fyrir slíka vefsíðu.“ Þjóðlegir réttir og vannýtt hráefni Brynja segir að leiðir að markmiðunum

séu einnig í gegnum samfélagsmiðla Matarauðs og átaksverkefni. „Þar leggjum við upp með jákvæða orðræðu um matarauð okkar Íslendinga, matarmenninguna og virðingu fyrir frumframleiðendur. Þátttaka í hugmyndasamkeppninni Þjóðlegir réttir á okkar veg – sem snerist um þjóðlega rétti – fór fram úr okkar björtustu vonum og fjölmiðlar sýndu málefninu mikinn áhuga. Við verðum með nýja herferð árið 2019 þar sem við viljum leggja áherslu á vannýtt hráefni

69


Matarauður Íslands er í margvíslegu samstarfi um að hjálpa matarfrumkvöðlum að stíga sín fyrstu skref, en hvetja einnig til nýsköpunar með því að standa fyrir hugmyndasamkeppnum. Mynd / smh

til matargerðar. Matur og matarmenning er skemmtilegt umfjöllunarefni þar sem margar mismunandi skoðanir togast á. Ef við skoðum fjölmiðlaumfjöllun um íslenskan mat þá snýst íslenska umræðan að mestu um verð og erlend umfjöllun hefur innihaldið fleiri neikvæð en jákvæð lýsingarorð um íslenskan mat. Það skýrist ef til vill af því að við Íslendingar höfum sérstakt dálæti á að sjá svipbrigði erlendra gesta sem hvattir eru til að innbyrða þorramat og tilheyrandi. Við teflum honum fram sem hinum hefðbundna íslenska mat, á meðan við gleymum að segja frá ferskmetinu okkar og sérstöðu.“ Mikilvægt að marka stefnu í matarferðaþjónustu Brynja telur, sem fyrr segir, að matarferðamennska og sókn ferðamanna í upplifun á svæðisbundnum mat sé einn af lykilþáttunum í því að hægt sé sækja fram með íslenskar búvörur á Íslandi. „Lönd og landsvæði sem hafa markað sér stefnu í matarferðaþjónustu eru með margfaldar tekjur af ferðamönnum, 70

Gjafakörfur frá félögum í Beint frá býli og Mjólkursamsölunni fyrir verðlaunarétti í Þjóðlegir réttir á okkar veg. Air Iceland gaf enn fremur flugmiða í vinning. Mynd / Matarauður Íslands

af þeim fjármunum sem þeir nota til matarkaupa, miðað við þau lönd sem ekki gera það. Ef tvær milljónir ferðamanna koma árlega til Íslands bætast daglega 77.000 máltíðir við neyslu Íslendinga, að því gefnu að hver ferðamaður dvelji að meðaltali í sjö daga og borði tvisvar á dag. Það segir sig sjálft að þar liggja sóknarfæri fyrir innlenda framleiðslu. Það sem við viljum sjá er að matur verði stærri hluti af heildarímynd landsins en eins og er sýna kannanir Íslandsstofu að útlendingar tengja ekkert sérstaklega matvæli við ímynd Íslands, þó er

fiskurinn, skyrið og lambakjötið hvað best þekkt. Í könnunum Ferðamálastofu er matarupplifun erlendra gesta mjög sveiflukennd og frekar hnignandi, þó örugglega megi kenna verðlagi þar um. Það sem ég heyri útlendinga kvarta helst yfir er hversu lítill verðmunur er á réttum úr dýrum hráefnum og ódýrum hráefnum. Hér þurfum við að taka okkur á og láta verð og gæði haldast í hendur. Við þurfum að efla slagkraft og markaðssetningu innanlands sem utan. Þess vegna vinnum við meðal annars með Íslandsstofu, Ferðamálastofu og þeim markaðsstofum landsvæða sem það vilja – auk Bændasamtaka Íslands. Það hefur orðið jákvæð þróun síðustu ár í samvinnu frumframleiðenda og ferðaþjónustunnar. Sem dæmi má nefna Friðheima, Flúðasveppi, Vogafjós, Efsta-­Dal, Vallanes og Kaffi-kú. Til að styrkja matarferðaþjónustu – hér er líka átt við Íslendinga sem ferðast innanlands og versla sér mat – þá hefur Matarauður tekið þátt í verkefnum með


markaðsstofum landsvæða, unnið með Beint frá býli, geitfjárræktarfélaginu, við erum í viðræðum við verslanir um bændahorn og styðjum bændur til að koma vörum sínum milliliðalaust á framfæri gegnum svokallaða REKO-hringi. Þetta er langhlaup, ekki sprettur. Svo er gaman að segja frá því að eitt af áhersluverkefnum í formennskuverk­ efni Norrænu ráðherranefndarinnar er svæðisbundinn matur, sem fellur undir sjálfbæra ferðaþjónustu. Þar lögðum við til að gerð yrði samnorræn framtíðarspá sem getur búið okkur undir breytt matarlandslag vegna breyttrar neysluhegðunar og loftslagsbreytinga. Niðurstaðan nýtist innviðum og styrkir markaðsskilaboð. Matarauður hefur einnig safnað ábendingum um íþyngjandi regluverk og mun á næstu misserum vinna úr þeim, m.a. með aðstoð ráðuneytisins og skoða hvar megi auka sveigjanleika í kringum smáframleiðendur og matarferðaþjónustu,“ segir Brynja.

Baldur Garðarsson bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppninni Þjóðlegir réttir á okkar veg, með harðfisksúpu. Hann Mynd / Matarauður Íslands er hér með Elizu Reid forsetafrú.

Gæða- og umhverfisvitund neytenda eykst Brynja fagnar því að gæða- og umhverfisvitund neytenda sé að aukast. „Rekjanleiki og vottanir sem gefa til kynna gæði vörunnar skipta nú æ meira máli. Bændasamtökin, Neytendasamtökin, Matís, Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa og fleiri

aðilar hafa unnið að endurbótum merkinga og vottana og er hluti þeirrar vinnu enn í gangi. Það eru nokkur verkefni sem Matarauður er að vinna með vegna þessa sóknarfæris. Við erum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,

www.scanice.is

71


Frá Terra Madre Nordic 2018 í Kaupmannahöfn.

umhverfisráðuneytið, efnahagsog fjármálaráðuneytið og samtök sveitarfélaga í vinnu að stefnumótun um opinber innkaup á matvælum; þar sem gæði, kolefnisspor, góð nýting hráefna og upplýstir neytendur er haft að leiðarljósi. Það er vilji stjórnvalda að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi. Þannig getur stórkaupandi sem það er, haft jákvæð áhrif á þróun ábyrgrar neyslu sem hríslast út í samfélagið. Matarinnkaup hins opinbera er gríðarlega verðdrifin og mörg flækjustig sem þarf að leysa. Þeirri vinnu lýkur 2019 og ætti innleiðingarferli að vera hafið þegar verkefninu lýkur árið 2021. Það er mikilvægt að við lítum á hollan og hreinan mat sem hluta af forvarnarvinnu gegn lífsstílssjúkdómum og fjármagn skammtað í takt við það. Í bígerð er enn fremur verkefni sem við köllum Hið íslenska eldhús sem leggur áherslu á nærsamfélagsmatargerð og nýtingu afurða. Veitingastaðir og kokkar eru framvarðasveitin okkar og með samvinnu við þá getum við enn frekar ýtt undir svæðisbundin aðföng og bætt upplýsingar til neytenda um hvaðan maturinn kemur og tengja jafnvel við söguna og náttúru. Þá er að fara af stað verkefni sem nefnist Krakkar kokka undir verkstjórn Rakelar Halldórsdóttur og Hinriks Carls Ellertssonar þar sem þrír skólar í Skagafirði og Norðlingaskóli í Reykjavík munu taka þátt í þróun verkefnisins. Áhersla er lögð á nærsamfélagsneyslu og nýtingu 72

Mynd / Matarauður Íslands

afurða með virkri þátttöku barnanna, en útgangspunkturinn er sjálfbærni í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Ef vel tekst til verður öllum grunnskólum boðið námsefnið til notkunar. Matarauður er líka að vinna að samkomulagi við Matís um uppfærslu og hagnýtingu gagna sem styðja við þær markaðsyfirlýsingar að íslenskur matur sé næringarríkur og ómengaður. Hagnýting góðra tölfræðigagna er grunnur í allri stefnumótunarvinnu. Gagnagrunnurinn á að gagnast til næringarútreikninga á máltíðum en einnig verður hægt að draga fram gögn sem styðja heilindi í markaðssetningu á íslensku hráefni.“ Nýsköpun og umbætur „Hvað varðar nýsköpun og vöruþróun erum við í samstarfi við Sjávarklasann um stuðning við matarfrumkvöðla sem eru að þróa rétti úr íslensku hráefni og vilja fá einlægviðbrögðfrá neytendum áður en stóra skrefið er stigið í átt að framleiðslu, markaðssetningu og sölu. Við tókum þátt í hugmyndasamkeppni í samstarfi við Eim um nýtingu jarðvarma til matargerðar eða matvælaframleiðslu og miðað við þær hugmyndir sem komu fram verður vonandi jarðvarminn nýttur á fjölbreyttari hátt en gert er í dag í matargeiranum. Sömuleiðis er að fara af stað viðskiptahraðall sem nefnist Til sjávar og sveita sem Icelandic startup heldur utan um. Þar eru ýmsir bakhjarlar auk okkar eins

Hanna Dóra Hólm, sem er í verkefnastjórn Matarauðs Íslands, í heimsókn að Háafelli. Mynd / Matarauður Íslands

og Landbúnaðarklasinn. Það er mikilvægt að tefla saman frumkvöðlum í sjávarútvegi og landbúnaði því þannig verður skemmtileg krossþekking til.“ Hreinleiki íslenskra matvæla Það er tæpast hægt að segja að Íslendingar séu almennt sérstaklega stoltir af sinni matarmenningu. Fyrir fáeinum árum var til að mynda varla hægt að fá þjóðlegan mat við þjóðveg númer 1 – og enn má segja að hann sé tiltölulega fábrotinn sá sem þar fæst þó. Brynja segir að við mættum alveg tala meira um að hér búum við við þau skilyrði að geta framleitt matvæli í sátt við sjálfbæra þróun. „Við getum verið stolt af því að við nýtum endurnýjanlega orku, notum lítið að sýklalyfjum, vaxtarhvetjandi hormón eru bönnuð, notkun áburðar


og eiturefna er með minnsta móti og við notum ekki geislun til að auka geymsluþol matvæla. Hér er almennt ómengaður jarðvegur og það er minna um plöntu- og dýrasjúkdóma en víðast hvar annars staðar. Við notum hreint vatn og stundum sjálfbærar fiskveiðar. Þessu til stuðnings erum við með virkt matvælaeftirlit sem hefur meðal annars beitt aðhaldsaðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería eins og kampýlóbakter og salmonellu hér. Á undanförnum árum hefur algengi salmonellu- og kampýlóbaktersýkinga hjá mönnum verið minna hér á landi en í flestum nálægum löndum. Nú þegar við getum búist við auknu flæði á hráu kjöti þarf að passa að eftirlit og sýnataka verði virk, jafnt með innfluttu sem innlendu kjöti. Sömuleiðis verður að tryggja að neytandinn viti um upprunaland og stað. Merkingar matvæla í verslunum hvað það varðar hefur stórlega batnað. Veitingastaðir og mötuneyti mega mörg hver leggja meiri metnað í að upplýsa viðskiptavini sína. Þarna liggja einnig tækifæri einstakra bænda, að upplýsa neytendur um sérstöðu eigin afurða þannig að þeirra vara verði eftirsóknarverðari en annarra. Sjávarútvegurinn er lengra kominn á veg í nýtingu, vottunum og verðmætasköpun þar sem hann vinnur á alþjóðamarkaði. Landbúnaðurinn á talsvert inni í þeirri vinnu, en þó hafa góðir hlutir verið að gerast undanfarin ár og sennilega verða fleiri líftækniverkefni og tækniþróunarverkefni tengd landbúnaði í framtíðinni. Mig langar líka að nefna þá stórfrétt sem í raun fékk ekki verðskuldaða fjölmiðlaathygli en það var að íslenska lambakjötið fyrir tilstilli Markaðsráðs kindakjöts er fyrsta íslenska afurðin sem er verndað afurðaheiti samkvæmt lögum. Með þessu er íslenska lambakjötið komið með gæðastimpil og í viðurkenningunni felst virðing fyrir matarauðnum okkar og matarmenningu.“ Slow Food og lífrænn landbúnaður „Svo verður, í tengslum við upprunavottanir og staðbundinn mat, að minnast á starf Slow Food-samtakanna sem berjast meðal annars fyrir aukinni þekkingu á mikilvægi matarmenningar, matarhefða, nærsamfélagsneyslu og landfræðilegs

Brynja fór í sölvafjöru með Eydísi Mary Jónsdóttur umhverfisfræðingi.

uppruna matvæla,“ segir Brynja. „Þau hafa skráð íslenskt hráefni og staðið vörð um íslenska búfjárstofna – og þar með líffræðilegan fjölbreytileika – í gegnum Bragðörkina og Presidia. Þeirra starf er til fyrirmyndar og að mínu mati er Slow Food-hugmyndafræðin í raun fyrirmynd margra nýlegra matarstefna. Það má sjá grunnhugmyndafræðina í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hún sést einnig í matvælastefnu sem gefin var út 2018 af Norrænu ráðherranefndinni. Matarauður hefur unnið með félögum í Slow Food-samtökunum hér á landi, sú samvinna mætti vera meiri, en við vinnum líka að verkefnum sem styðja þeirra hugmyndafræði um gæði hráefna, nærsamfélagsneyslu og stuðning við smáframleiðendur eins og Beint frá býli. Í kjölfar aukinnar gæða- og umhverfisvitundar neytenda er eftirspurn eftir lífrænt vottuðum matvörum að aukast. Lífræn ræktun á Íslandi hefur hins vegar ekki

fylgt sömu þróun og sjá má í löndum í kringum okkur. Maður er svolítið hugsi yfir því. Hér held ég að landbúnaður eigi inni ákveðin sóknarfæri, en hitt er annað að vottanir á lífrænu taka – að sögn sem til þekkja – ekki beint tillit til framleiðslu á norðlægari slóðum. Þá er líka hindrun að við erum aðeins með eitt sláturhús sem er vottað fyrir lífræna slátrun. Ég tel mikilvægt að við þekkjum möguleika lífrænnar ræktunar á Íslandi og bind vonir við vinnu félags lífrænna bænda, en samkomulag var gert um að þau fengju úthlutað fjármagni frá ríkinu til að vinna að framgangi greinarinnar hér. Ég veit þó ekki hvort það er komið til framkvæmda. Þetta er líka áhugavert í ljósi þess að þegar mötuneyti fá Svansvottun þá verða þau að bjóða upp á 10–15 lífræna vöruflokka. Ég hef heyrt að hugmyndir séu á lofti í bændaforystunni um að skoða möguleika þess hvort hagkvæmt sé að stefna að 73


því að íslensk landbúnaðarframleiðsla verði vottuð sérstaklega vegna þeirra sjálfbæru skilyrða sem við búum við og getur aðgreint okkar afurðir frá öðrum löndum. Sú vinna held ég að geti leitt landbúnaðarframleiðslu hérna skrefi lengra til sóknar.“ Skiptir innlend matvælaframleiðsla máli? En skiptir innlend matvælaframleiðsla yfirhöfuð máli? Sumir telja að mestu máli skipti að matvöruverð sé nægilega lágt. Brynja segir að fæðuöryggi sé hverri þjóð mikilvægt. „Íslendingar eiga að geta verið sér sjálfbærir um framleiðslu á helstu dýra-, mjólkur- og grænmetisafurðum. Matvælaframleiðsla er þó háð ýmsum utanaðkomandi þáttum eins og fóðri, áburði og olíu sem að miklu leyti eru flutt inn til landsins. Við erum eyland og í ljósi breytts veðurfars sem hefur áhrif á veiðar, uppskeru og heimsmarkaðsverð þá þurfum við að leggja sérstaka áherslu á þetta atriði. Það er eðlilegt markmið að við sköpum eftirspurn eftir eigin framleiðslu og vinnum í því að búa til eigin aðföng sem þarf til matvælaframleiðslu. Kannski þarf að koma til einhvers konar þjóðarsátt um það? Hér stólum við á að um 3–4 prósent af vinnuafli þjóðarinnar brauðfæði okkur og sjávarútvegurinn er mikilvægur vegna útflutningstekna. Í komandi framtíð má gera ráð fyrir því að norðurslóðaþjóðir verði mikilvægari matvælauppspretta en áður og kannski kemur að því að landbúnaðurinn vegi þyngra í útflutningstekjum.“ Matvælastefna fyrir Ísland Í lok ágúst var sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Brynja segir að með tilkomu matvælastefnu þá sé nokkuð víst að mörg verkefni Matarauðs munu verða höfð til hliðsjónar og öðlast þannig áframhaldandi brautargengi. „Ég mun sitja fundi þar sem mótun matvælastefnu er sett og kem sjónarmiðum okkar sem stöndum að Matarauði á framfæri. Það liggur fyrir að það þarf að kortleggja matvælageirann og stuðningskerfið, finna leiðarljósið og skoða flöskuhálsa í virðiskeðjunni.

74

Vinningshafar í samkeppni um nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu og matargerðar.

Við þurfum að átta okkur á því að neytendur eru drifkraftar eftirspurnar. Við búum í síkviku markaðsumhverfi og við þurfum að reyna að sjá fyrir hvað framtíðin ber í skauti sér, hvar eftirspurnin liggur, hvaða alþjóðlegu inngrip hafa áhrif hér á landi, þannig að þeir sem eru í matvælaframleiðslu geti brugðist við með einhverjum fyrirvara. Við erum búin að ræða um helstu verkefni Matarauðs hér á undan en það sem skiptir mestu máli er að festa hugarfarsbreytinguna í sessi um að allur matur sem við framleiðum er auðlind og að sú auðlind verði áhugaverð fyrir frumkvöðla og fjárfesta til verðmætasköpunar og atvinnu. Til framtíðar ætti Ísland að vera í fararbroddi varðandi sjálfbæra þróun en er í 9. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna og eftirbátur annarra Norðurlandaþjóða. Það væri svo ekki leiðinlegt ef byrjað væri á þeirri vinnu að íslensk borg eða bær hljóti útnefningu UNESCO, „CreativeCities of Gastronomy“.“ Bændur í samkeppni við sig sjálfa Brynja segir að hún hafi lært margt af þessu eina og hálfa ári sem Matarauðurinn hefur verið rekinn. „Það kom mér kannski mest á óvart að margir bændur selja meirihluta sinna afurða utan síns nærsamfélags og hversu erfitt er að kaupa ferskan fisk í matvöruverslunum í sjávarplássum, ef þú ert ferðamaður. Það hefur orðið ánægjuleg þróun hjá matvöruverslunum og ber að hrósa þeim sem hlusta á neytendur og leggja upp úr góðum merkingum og vöruþróun.

Mynd / Matarauður Íslands

Það er líka ýmislegt sem maður skilur ekki nógu vel í kringum það kerfi sem landbúnaðurinn starfar innan; eins og það að bændur eigi afurðastöðvar, sem margar eru líka í innflutningi á kjöti. Þeir eru því í samkeppni við sjálfan sig. Við lifum í hörðum alþjóðlegum viðskiptaheimi, þar sem vörusvik í matvælageiranum velta að sögn þeirra sem til þekkja meira en fíkniefnamarkaðurinn. Við þurfum að vinna með samfélagslega ábyrgð og heilindi – en það er kannski útópía. Við búum við evrópskt lagaumhverfi og þurfum að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum og vinna að lausnum. Ég held að bændastéttin muni undirgangast margar breytingar á komandi áratugum. Bændur munu verða sterkari í markaðssetningu, tæknimenntun og í því að brúa bilið til neytenda. Framtíðarspár gera ráð fyrir að verslun færist meira á netið, neytendur vilja vita meira um uppruna matvara og ferðamenn óska eftir aðgreiningu og upplifun. Með aukinni tæknivæðingu breytist margt og hver veit nema örbylgjuofnunum verði skipt út fyrir matarþrívíddarprentara. Að lokum langar mig að minnast á allt það góða starf sem verið er að vinna hérlendis, en við þurfum að vinna í gegnum sameiginlega rödd, byggja upp sterkt vörumerki og halda vörð um matarmenningu okkar.“


LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI HEIMILD: Prentmiðlakönnun Gallup. Könnunartími okt.-des. 2017.

LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI

50% 40% 30% 20% 10%

50%

43,1%

40%

43,1%

30%

27,3% 22%

20% 11,2%

10% 8,0%

0%

27,3%

22%

8,0%

VIÐSKIPTABLAÐIÐ 0% VIÐSKIPTABLAÐIÐ

9,4%

11,2%

DV

9,4%

STUNDIN DV

STUNDIN

MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ

FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ

BÆNDAHÖLLIN BÆNDAHÖLLINVIÐ VIÐHAGATORG HAGATORG SímiSími 563563 0300 bbl.is 0300/ /Netfang: Netfang:bbl@bondi.is bbl@bondi.is // bbl.is

BÆNDABLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ


Sjáðu mamma, þarna vil ég búa. Þarna drýpur smjör af hverju strái!

Við landnám var Ísland skógi vaxið og gaf það tilefni til að flytja og hefja nýtt líf. Vá, hér er nóg handa öllum, gnægð viðar og beit fyrir búfé.

Veturnir hér geta verið harðir. Eins gott að eiga nóg brenni.

Í aldaraðir gengu menn á landsins gæði. Að lokum var landið orðið afar rýrt og í verstu árum hrundi fé og fólk.

Hvað hefur gerst? Þetta var ekki svona áður.

Árið 1900

Þetta er spennandi

Fólk vinnur að endurheimt landgæða, m.a. með skógrækt með gjöfulum trjám.

og nýmóðins.

Árið 2000

Í faðmi skóga mun íslenskur landbúnaður dafna á ný og með skógarauðlindinni munu hvolpar landsins og sveitir vænkast.

Framtíðin er björt. 76


Kynningarefni

Efnisyfirlit Matís ohf.

78

Leið til aukinnar sjálfbærni

Jóhann Helgi & Co ehf.

78

Vörur til landbúnaðar

Dynjandi

79

Allt fyrir öryggið

Vallarbraut

80

Úr nautaeldi í dráttarvélainnflutning

Víkurvagnar

81

Vagnar og kerrur í öllum stærðum og gerðum

Slippfélagið

82

Réttar ráðleggingar og endingargóð efni það mikilvægasta í málningarvinnu

Automatic

83

Hágæðavörur á góðu verði

Mjöll-Frigg

84

Sértækar hreinlætislausnir fyrir landbúnaðinn

Orkustofnun

85

Vonir um að smá virkjanaverkefnið auki raforkuframleiðslu

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Við sérhæfum okkur í þinni starfsemi

86–87

Landstólpi

88

Leiðandi fyrirtæki á mörgum sviðum

IKEA

Bændasamtök Íslands Merki Pósitíft

89

Sérþekking á hentugum lausnum

Bændasamtök Íslands Við vinnum fyrir bændur

90–91

Dronefly

92

Drónabylting í landbúnaði

IS HURÐIR

Sími 564 0013 | www.ishurdir.is

IS hurðir

92

Smíðað hér á landi og afgreiðslutími skammur

Strúktúr ehf.

93

Hagkvæmar og umhverfisvænar byggingar

Horses of Iceland

94

Markaðsverkefnið Horses of Iceland

Tryggingamiðlun Íslands

94

Veita bændum ráðgjöf og bjóða lausnir

MS

95

Mjólkursamsalan á Landbúnaðarsýningunni

Benedikt Hjaltason

95

Lykilorðin eru ending og gæði

Íslyft ehf.

96–97

VOR

98

Bjart fram undan með líffræðilegri fjölbreytni og sjálfbærni

77


Matís Nýr vettvangur fyrir bein og vistvæn viðskipti neytenda við bændur

Leið til aukinnar sjálfbærni Verkefnið Matarlandslagið er veflægur gagnagrunnur yfir frumframleiðslu á Íslandi á myndrænu formi. Það hefur verið í þróun hjá Matís í ríflega eitt ár. Unnið er að því að Matarlandslagið verði aðgengilegur vettvangur fyrir bein viðskipti neytenda við bændur og framleiðendur. Matís ohf. Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík Sími: 422 5000 Netfang: matis@matis.is Vefsíða: www.matis.is

Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, segir að undanfarið hafi í samstarfi við Advania verið unnið að tengingu Matarlandslagsins við hina nýlegu Block Chain-tækni, en þannig fá notendur aðgang að ítarlegum og öruggum upplýsingum um frumframleiðsluafurðir. „Fyrsta kynningin á Matarlandslaginu var á Bændamarkaðnum á Hofsósi í lok september, en hann hefur verið starfræktur frá því í júní sem tilraunaverkefni á vegum Matís í samstarfi við bændur og framleiðendur í Skagafirði með góðum árangri,“ segir hún. Hið veflæga Matarlandslag gefur möguleika á auðveldu aðgengi neytenda að afurðum auðlinda Íslands til aukinnar sjálfbærni. Snertir alla landsmenn Rakel segir aukna sjálfbærni í takt við heimsmarkmið

Sameinuðu þjóðanna vera óhjákvæmilega þróun sem allir verði að taka þátt í. „Sú þróun er nátengd viðhaldi og uppbyggingu byggðar um landið og markviss vinna í átt að sjálfbærri neyslu er mál sem snertir landsmenn alla. Hið opinbera og einkaframtakið verða að vinna að því að greiða samfélaginu leið til aukinnar sjálfbærni,“ segir hún. „Aðgengi að frumframleiðslu nærsamfélagsins er grundvöllur sjálfbærrar neyslu og neysla úr nærumhverfi viðheldur og styrkir starf frumframleiðenda auk þess að tryggja viðhald byggða,“ segir Rakel. „Matís starfar að uppbyggingu og framþróun matvælaframleiðslu á Íslandi, en sjálfbærni og matvælaöryggi er jafnframt grunnur í starfseminni.“

Jóhann Helgi & Co ehf. Alhliða plasthellur sem henta jafnt undir búfé og á bílastæði

Vörur til landbúnaðar Jóhann Helgi & Co ehf. Vatnsholt 2, 801 Selfoss Sími: 565 1048 Netfang: jh@johannhelgi.is Vefsíða: www.johannhelgi.is

Jóhann Helgi & Co ehf. var stofnað árið 1990 af Jóhanni Helga Hlöðverssyni, búfræðingi og skrúðgarðyrkjumeistara. Fyrirtækið var stofnað sem verktakafyrirtæki í garðyrkju og hóf fljótlega innflutning á öllu er viðkemur búnaði á skóla- og leikskólalóðum, íþróttasvæðum, götum og torgum. „Við hófum innflutning á Lappset, finnsku útileiktækjunum, árið 1994. Í dag er fyrirtækið með fjölda umboða á útileiktækjum, girðingum, gúmmíhellum, gúmmígrasmottum, básamottum, drenmottum, gervigrasi, hjólabrettarömpum, mörkum og körfum, sparkvöllum og ýmsu fleira. Við erum einnig með umboð fyrir endurunnu plasti frá Þýskalandi, www.hahnkunststoffe.de. Sá framleiðandi er sá stærsti þar í landi og framleiðir nánast allt milli himins og jarðar. Þar má nefna ýmsar gerðir af byggingarefni úr plasti. Íslenskir bændur hafa tekið því fagnandi og notað það t.d sem grindarefni í fjárhús,“ segir Jóhann. Bændur hafa mest tekið stærðina 3x6x280 sentímetrar og hrósað efninu í hástert, að sögn Jóhanns. „Okkur hafa líka borist fregnir af ánægðum hrútum sem voru við störf 78

í krónum á fengitímanum og sýndu það í verki að viðspyrnan var góð á plastinu.“ Hestamenn og bændur hafa einnig pantað frá sama framleiðanda nótuð plastborð og plötur í milligerði og stíur. Plasthellukerfi, sem fyllt er með fínni möl og sett í gerðin og á álagssvæði. Fyrirtækið flytur inn margar gerðir girðingastaura úr plasti, bekki og blómaker. Auk hágæða glugga og hurða frá Færeyjum. Jóhann Helgi og Margrét Ormsdóttir reka einnig sveitahótelið Vatnsholt í Flóa, www.hotelvatnsholt.is, sem er vinsælt fyrir ýmiss konar veislur og uppákomur, árshátíðir, starfsmanna- og óvissuferðir, vinnustaðafundi og sem áningarstaður ferðamanna sem freista þess að sjá norðurljós. Jóhann Helgi & Co ehf. er í bás B-22.


Dynjandi

Allt fyrir öryggið Dynjandi ehf. Skeifan 3h, 108 Reykjavík

Dynjandi ehf. var stofnað árið 1954 og er brautryðjandi á sviði öryggismála á vinnustöðum hér á landi. Hefur Dynjandi sérhæft sig í að kynna og útvega dælur, öryggisbúnað, persónuhlífar og vinnufatnað fyrir starfsfólk í íslensku atvinnulífi og þar er bændastéttin ekki undanskilin.

Sími: 588 5080 Netfang: dynjandi@dynjandi.is Vefsíða: www.dynjandi.is

Í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og öryggisfulltrúa helstu fyrirtækja hérlendis hefur Dynjandi átt drjúgan þátt í að stuðla að aukinni notkun öryggisbúnaðar enda hefur búnaðurinn frá Dynjanda ehf. margoft komið í veg fyrir alvarleg slys. Fjölbreytt úrval Þorsteinn Austri Björnsson, sölustjóri hjá Dynjanda, segir að þegar litið sé yfir úrvalið í verslun Dynjanda séu margir vöruflokkar í boði. „Við bjóðum háþrýstidælur, borholudælur, rafstöðvar, alls kyns vinnufatnað, eins og skó með stáltá, hjálma, samfestinga, hanska, boli, vinnuskyrtur og smíðavesti og er vinnufatnaðurÞorsteinn Austri Björnsson, sölustjóri hjá Dynjanda ehf. inn hjá Dynjanda til í alls kyns útfærslum. Það eru þó hvers konar öryggisvörur sem eru í fyrirrúmi hjá okkur og er úrvalið ótrúlegt. Má þar nefna augna- og andlitshlífar, eyrnatappa, ryk- og gasgrímur, heyrnarhlífar og gas- og súrefnismæla. Einnig býður Dynjandi upp á úrval af fallvarnarbúnaði, eins og belti, líf- og öryggislínur og alls kyns festi- og tengibúnað.

Háþrýstidælur frá Annovi Reverberi. Heyrnarhlífar í miklu úrvali.

Þá höfum við aukið verulega framboð af vélum og tækjum og má þar nefna dælur, rafstöðvar, ryk- og vatnssugur og gufugildrur svo eitthvað sé nefnt.“

Rafstöð.

Íslenskur landbúnaður 2018 „Á Landbúnaðarsýningunni munum við leggja áherslu á háþrýstidælur og rafstöðvar auk fatnaðar og öryggisbúnaðar. Sérfræðingur frá ítalska fyrirtækinu Annovi Reverberi verður með okkur á sýningunni og mun veita ráðgjöf er varðar háþrýstidælur og búnað sem tengist þeim,“ segir Þorsteinn Austri. „Við verðum í bás B-6 á sýningunni og hlökkum til að sjá þig.“

Öryggis- og vinnufatnaður í miklu úrvali.

79


Vallarbraut ehf.

Úr nautaeldi í dráttarvélainnflutning Fyrirtækið Vallarbraut flytur margvíslegar vörur inn; allt frá haugsugum og mótorhjólum til dráttarvéla og aftanívagna. Fyrirtækið hefur stækkað mjög og dafnað frá því það var stofnað fyrir aðeins þremur árum. Vallarbraut ehf. Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði Símar: 841 1200 og 841 7300 Netfang: vallarbraut@ vallarbraut.is Vefsíða: vallarbraut.is

Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2015 undir nafninu Vallarnaut og var tilgangur þess að rækta nautgripi af Galloway-kyni. Það var stofnað af þeim Ingvari Sigurðssyni og Jóni Val Jónssyni. „Fyrirtækið þróaðist þó fljótt í innflutningsfyrirtæki á landbúnaðartækjum,“ segir Jón Valur Jónsson, framkvæmdastjóri Vallarbrautar. „Okkur vantaði ódýr landbúnaðartæki og aflminni dráttarvélar en voru i boði hér á landi. Við hófum því innflutning fyrir okkur sjálfa til að byrja með sem leiddi síðan til þess að innflutningur og sala er orðin aðalstarfsemi fyrirtækisins. Nafni fyrirtækisins var breytt úr Vallarnaut í Vallarbraut, enda þótti það eiga mun betur við miðað við þá starfsemi sem fer fram hjá okkur í dag.“

Solis 26 hefur reynst skógræktarfólki vel.

Einfaldar dráttarvélar Árið 2016 fékk fyrirtækið umboð fyrir Solis-dráttarvélar sem eru framleiddar á Indlandi. „Þetta eru einfaldar vélar á einstaklega hagstæðu verði. Þarna er um að ræða 20 til 90 hestafla dráttarvélar sem hafa til dæmis verið mjög vinsælar fyrir smærri bú, sumarhúsaeigendur, hobbíbændur og skógræktarfólk. Einnig hafa íþróttafélög og golfklúbbar fjárfest í litlu 26 hestafla vélinni sem getur nánast framkvæmt allt sem stórar vélar gera. Á síðasta ári

Hattat T4110 113hö og C3080 80 ha ferðbúnar til Íslands.

80

hófum við innflutning á Hattat-dráttarvélum frá Tyrklandi og getum við þar með boðið dráttarvélar allt upp í 113 hestöfl. Hattat-vélarnar eiga það sameiginlegt með Solis að vera einfaldar í notkun með lágmarks tölvubúnaði en á sama tíma skila þær því sem dráttarvélar þurfa að gera.Við útvegum alla helstu fylgihluti sem hugsanlegt er að tengja við þessar vélar; til dæmis ámoksturstæki, bakkó, tætara, sláttuvélar og rúllubindivélar,“ segir Jón Valur. Fjölbreytt umboð Að sögn Jóns Vals hefur fyrirtækið bætt við sig fjölmörgum umboðum á fremur stuttum tíma, frá nokkrum löndum. „Nú er svo komið að innflutningur og sala á vélum og tækjum er orðin aðalstarfsemi Vallarbrautar en úrvalið er æði fjölbreytilegt. Frá Norður-Írlandi flytur Vallarbraut inn Belmac-landbúnaðartæki, Nugent-landbúnaðartæki og kerrur. Einnig Kane og JPM vagna. Vallarbraut hefur reynt að leggja Belmac haugsuga með vökvasitt af mörkum við að knúinni dælu (drifskaftslaus). minnka slysahættu í landbúnaði með því að bjóða upp á drifskaftslausar haug­sugur en drifsköft valda yfirleitt alvarlegustu slysunum í landbúnaði.“ Sögufræg mótorhjól Nýverið fékk Vallarbraut umboð fyrir hin sögufrægu Royal Enfield mótorhjól. „Hönnun þeirra byggir á gömlum grunni en þrátt fyrir gamaldags útlit er notast við nýjustu tækni. Til dæmis ABS diskabremsur, gasdempara og beina innspýtingu. Royal Enfield er það mótorhjólavörumerki sem stækkar hvað hraðast í heiminum í dag,“ segir Jón Valur. Fyrir áhugamenn og verktaka Fleiri umboð er Vallarbraut með á sínum snærum. Frá Ítalíu flytur það inn ýmis tæki frá DELEKS sem henta jafnt áhugamönnum og verktökum. „Sumarið 2017 byrjuðum við svo að selja landbúnaðartæki frá Jar-Met í Póllandi. Það eru tæki á verði sem hefur ekki sést áður hér á landi,“ útskýrir Jón Valur og bætir við að einnig hafi verið fluttir inn aftanívagnar fyrir vörubíla frá Tyrklandi og fer þeim ört fjölgandi sem keypt hafa GT vagnana enda eru Tyrkir þekktir stálsmiðir. Vallarbraut er til húsa í Trönuhrauni 5, Hafnarfirði. Einnig eru tæki til sýnis hjá Bílanaust á Egilsstöðum og verið er að koma upp aðstöðu á Blönduósi.


Víkurvagnar ehf.

Vagnar og kerrur í öllum stærðum og gerðum Víkurvagnar voru stofnaðir í Vík í Mýrdal fyrir um 40 árum síðan. Þá var meginstarfsemin að smíða sturtuvagna aftan í traktora. Þeir eru gulir að lit og eru enn víða til. Nú eru Víkurvagnar leiðandi á Íslandi í framleiðslu á dráttarbeislum, kerrum og vögnum. Víkurvagnar ehf. Hyrjarhöfða 8, 110 Reykjavík Sími: 577 1090 Netfang: sala@vikurvagnar.is Vefsíða: vikurvagnar.is

Víkurvagnar sameinuðust járnsmiðju í Reykjavík fyrir um 30 árum, sem sérhæfði sig í smíðum á dráttarbeislum. Eigendaskipti urðu í júní 2015 og upp frá því var öll starfsemin færð til Reykjavíkur, en fram að því voru Víkurvagnar í eigu sömu fjölskyldunnar. Fjölþætt starfsemi Í dag eru hjá fyrirtækinu átta starfsmenn og öll starfsemin er að Hyrjarhöfða 8. Starfsemin er nokkuð fjölþætt. Dráttarbeisli er stór liður í rekstrinum; um er að ræða innflutning, smíði og ásetningu á dráttarbeislum undir allar gerðir bíla. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Zepro-­vörulyftur aftan á sendi- og vörubíla. Zepro er sænskur framleiðandi og hluti af HIAB samsteypunni. Víkurvagnar hafa líka umboð fyrir Fabbri sem er ítalskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þakbogum, skíða- og hjólafestingum ásamt hjólafestingum á dráttarbeisli. Einnig eru Víkurvagnar með umboð fyrir Einparts-vörurnar, en það er pólskur framleiðandi með LED vinnu- og leitarljós. Um er að ræða vandaðar vörur með díóðum frá Philips. Þetta eru ljós sem henta jafnt á bíla, traktora og önnur vinnutæki.

Vagn úr smiðju Ifor Williams.

ar smíðað mikið magn af kerrum til margvíslegra nota. Talsvert er um alla vega sérsmíði á kerrum í dag fyrir íslenskar aðstæður. Víkurvagnar eru umboðsaðili fyrir hinn leiðandi kerruframleiðanda Ifor Williams í Bretlandi. Kerrusmíði frá Ifor Williams. Ifor Williams fagnar 60 ára afmæli sínu á þessu ári. Hingað til hefur Ifor Williams sérhæft sig í kerrum aftan í bíla upp að 3.500 kg. Framleiðslulínan er breið; hestakerrur, gripakerrur, flatvagnar, vélavagnar, sturtukerrur, lokaðar kerrur, bílaflutningakerrur og ýmislegt fleira. Einnig framleiða þeir fjárflutningavagna á tveim hæðum aftan í traktora.

Dæmi um sérsmíði Víkurvagna.

Mikið lagt upp úr viðhaldsvinnu Ifor Williams leggur mikið upp úr því að þeirra umboðsaðilar sinni bæði viðhaldi á vögnum og hafi á lager alla helstu varahluti. Það rímar vel við grunngildi Víkurvagna þar sem áhersla er lögð á þjónustuna og varahlutasöluna – ekki síður en kerrusöluna sjálfa.

Talsvert um sérsmíði á kerrum Kerruframleiðsla, innflutningur, þjónusta og varahlutasala er ein af meginstoðum í starfsemi Víkurvagna og þar liggur mikil þekking. Í gegnum tíðina hafa Víkurvagn-

Varahlutaverslun Víkurvagna getur sinnt nær allri varahlutasölu fyrir evrópskar kerrur. Þar fæst allt í bremsur og ljósabúnað ásamt öðrum grunnvarahlutum sem ávallt eru til á lager. 81


Slippfélagið

Þröstur Ingvason sölustjóri í glæsilegri nýrri verslun Slippfélagsins í Skútuvogi 2.

Réttar ráðleggingar og endingargóð efni það mikilvægasta í málningarvinnu Slippfélagið hefur fylgt Íslendingum frá 1902. Félagið hóf starfsemi sína í skipaviðgerðum og tengdum verkefnum en árið 1951 hóf það framleiðslu á málningu og er framleiðsla og sala á hágæða málningu kjarnastarfsemi þess í dag. Slippfélagið Málningarverksmiðja Skútuvogi 2, 104 Reykjavík. Sími: 588 8000 Netfang: slippfelagid@ slippfelagid.is Vefsíða: www.slippfelagið.is

„Allt frá upphafi hefur Slippfélagið verið leiðandi í framleiðslu gæðamálningar og aðstoðað bændur við að mála gripahús og heimili. Við höfum allt frá upphafi ráðlagt bændum um áhrifaríkustu málningarkerfin sem henta á hverjum stað og reynast best. Það skiptir nefnilega öllu máli að fá góðar og réttar ráðleggingar þannig að efnin nái fullkomnum endingartíma. Eins og í öllu sem er gert er undirbúningur og grunnvinnan það sem skiptir mestu máli. Það er byrjað á grunninum þegar hús er byggt til að það standi vel og lengi og það sama á við um málningarverkið. Hjá Slippfélaginu starfar fjöldi fagmanna við sölu og ráðgjöf sem hafa marga ára reynslu á öllu sem snertir málningu og málningarvinnu og veita viðskiptavinum okkar góð og sérhæfð ráð,“ segir Þröstur Ingvason, sölustjóri og málari hjá Slippfélaginu. Málningarsprauturnar vinsælar Slippfélagið flytur inn málningarsprautur frá Graco, sem henta vel þegar mála á þök eða aðra stærri fleti bæði innan og utanhúss. „Bændur og aðrir sem eiga stórt húsnæði hafa í síauknum mæli verið að fjárfesta í þessum málningarsprautum og átta sig fljótt á því hvað sprautan auðveldar verkið og sparar verktímann. Sprauturnar er hægt að fá í mörgum stærðum og verðflokkum og eru vinsældir þeirra alltaf að aukast,“ segir Þröstur, „og þeir mála heilu fjósin á núll einni með þessum græjum.“ 82

Umhverfisvæn efni ekki á kostnað gæða Slippfélagið hefur alla tíð verið á umhverfisvænu lestinni en hún er stöðugt í þróun. „Félagið leggur sig allt fram í að þróa sífellt umhverfisvænni vörur, því umhverfið og umhverfismálin eru hluti af því sem Slippfélaginu er mjög annt um. Þróunin byggir á að þróa efnasambönd þannig að þau séu ekki hættuleg umhverfi eða heilsu fólks og síðast en ekki síst með ráðgjöf til viðskiptavinanna. Dæmi um það sem hefur áunnist á undanförnum árum er stóraukin notkun umhverfisvænna vatnsþynnanlegra málningarefna án þess að fórna gæðunum í efnunum. Að mínu mati eru það efni framtíðarinnar,“ segir Þröstur. Tilboð í stór og lítil verk Slippfélagið rekur fimm útsölustaði og er með endursöluaðila um allt land. Einnig er hægt að panta og fá vörur sendar beint. „Slippfélagið gerir tilboð í bæði lítil sem stór verk og sé tilboða óskað er best að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma og fá ráðleggingar um efnismagn og vinnuaðferðir. Einnig getum við komið á staðinn og metið ástand eigna og gert verklýsingar. Slíkt margborgar sig,“ segir Þröstur. Bás B-14 „Slippfélagið er staðsett á bás B-14 á Landbúnaðarsýningunni og öllum gestum sýningarinnar velkomið að líta inn og skoða úrvalið og kynnast þjónustu fyrirtækisins. Við hlökkum til að sjá þig.“


Automatic ehf.

Mann Filter, einn af stærstu birgjum Automatic og einn stærsti orginal síuframleiðandi í heimi.

Hágæðavörur á góðu verði Automatic var stofnað árið 2008 og býður upp á íhluti fyrir bíla og tæki. Það sem við meðal annars seljum eru síur, olíur, rafgeymar, perur, bremsuhluti, kerti, skynjara, hreinsiefni og rúðuþurrkur. Automatic ehf. Smiðjuvegur 11, 200 Kópavogi Sími: 512 3030 Netfang: pantanir@automatic.is Vefsíða: www.automatic.is

Lárus Beck Björgvinsson, markaðsstjóri Automatic, segir að flestir starfsmenn fyrirtækisins séu aldir upp í sveit eða tengist sveitinni á annan hátt. „Við viljum að sjálfsögðu gera vel við alla bændur landsins og hvetjum allt sveitafólk til að hafa samband við okkur og við bjóðum því gott verð á því sem er fáanlegt hjá okkur.“ Lárus segir að í bás Automatic á landbúnaðarsýningunni ætli fyrirtækið að vera með til sýnis sýnishorn af flestum þeim vörum sem það býður upp á og hann hvetur sýningargesti til að líta inn í básinn og skoða úrvalið.

Stærsta síuúrval landsins Lárus segir að Automatic bjóði upp á mörg þúsund mismunandi gerðir af síum hvort sem það eru, olíusíur, loftsíur, miðstöðvarsíur, eldsneytissíur, glussasíur, pottasíur, meira að segja kaffisíur. „Við getum hæglega fundið út hvaða síu viðskiptavinurinn þarf eftir bílnúmeri, gerð tækis eða síunúmeri.“

Intact rafgeymar frá Þýskalandi í öllum stærðum og gerðum.

Intact rafgeymar frá Þýskalandi „Við bjóðum Intact rafgeyma í öllum stærðum og gerðum, hvort sem er startgeyma eða neyslugeyma. Intact er þýsk framleiðsla og rafgeymarnir frá þeim hafa unnið til fjölda verðlauna. Það er sama hvort vantar rafgeymi í dráttarvél, fjórhjólið eða allt þar á milli. Við eigum þá til á góðu verði.“ Auk þess er Automatic með á boðstólum bremsudiska, klossa, borða, gormasett og þreifara í flestar gerðir bíla. Vínarbrauðin slá í gegn Boðið er upp á nýtt vínarbrauð í versluninni annan hvern föstudag. „Vínarbrauðið hefur slegið hressilega í gegn hjá viðskiptavinum fyrirtækisins enda sérbakað af Elsu ömmu,“ segir Lárus. „Viðtökurnar eru reyndar það góðar að þeir sem eiga leið til okkar á vínarbrauðsföstudegi þurfa að vera snemma á ferðinni til að missa ekki af góðgætinu.“

Mannol olíur og olíuvörur í allar gerðir bíla og tækja.

Landsbyggðarþjónusta „Starfsmenn okkar fara mánaðarlegar ferðir út á land. Jóhann Lúðvíksson fer norður á Siglufjörð, Hjörtur Jörundsson vestur á Stykkishólm og Búðardal og Jón Haukdal fer austur á Hellu.

Olíur frá Mannol „Meðal þess sem við flytjum inn eru olíuvörur frá Mannol í Þýskalandi sem hafa reynst mjög vel. Við fylgjumst mjög vel með að olían uppfylli kröfur viðskiptavina okkar og þá staðla sem framleiðendur véla fara fram á, enda aldrei komið upp nein vandamál tengd notkun þeirra.

Lítið mál er fyrir þá að hafa með sér vörur fyrir þá sem eru á leiðinni og sleppa viðskiptavinum þannig við sendingarkostnaðinn enda verið markmið okkar frá fyrsta degi að bjóða okkar viðskiptavinum upp á hágæðavörur á góðu verði.“ 83


Mjöll Frigg

Sölu- og þjónustufulltrúar hjá Mjöll Frigg, frá vinstri eru Benedikt Ragnarsson, Rúnar Sigurðsson, Haukur Valdimarsson, Richard Kristinsson, Jón Þór Einarsson og Almar Eiríksson. Á myndina vantar Davíð Þorsteinsson, sölumann á Akureyri og Gísla Grímsson þjónustumann.

Sértækar hreinlætislausnir fyrir landbúnaðinn Mjöll Frigg Norðurhella 10, 221 Hafnarfjörður Sími: 512 3000 Vefsíða: mjollfrigg.is Netfang: mjollfrigg@mjollfrigg.is

„Við höfum áratuga langa reynslu af því að veita góða þjónustu þegar kemur að hreinlæti í hvaða atvinnugrein sem er og höfum upp á að bjóða sértækar lausnir fyrir hverja þeirra fyrir sig,“ segir Almar Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Mjöll Frigg. Hann segir að fyrirtækið hafi framleitt sín hreinsiefni í góðri samvinnu við kaupendur vörunnar og þau séu miðuð við þarfir íslenska markaðarins. Fyrirtækið er hið stærsta hér á landi í framleiðslu hreinlætisvara og samkeppnishæft við innfluttar hreinlætisvörur, að sögn Almars, bæði hvað varðar verð og gæði. Almar segir fyrirtækið eiga sér langa sögu, en það samanstendur nú af fimm fyrirtækjum sem í áranna rás hafa gengið í eina sæng. Elst er Frigg, sem rekur sína sögu aftur til ársins 1929. Fyrirtækið Sjöfn var stofnað árið 1932 og Mjöll árið 1942, þau tvö voru sameinuð í eitt árið 2001 undir nafni Mjallar, en þar innanborðs var einnig Sámur í Kópavogi, sem stofnaður var árið 1969. Mjöll og Frigg urðu svo að einu fyrirtæki árið 2003 og inn í það gekk félagið Senia á árinu 2015. Styrkir samkeppnisstöðuna gagnvart innflutningi Mjöll Frigg hefur frá árinu 2013 átt gott og farsælt samstarf við belgíska fyrirtækið CID LINES, en það hefur sérhæft sig í hreinsivörum fyrir m.a. landbúnað. „Okkur hefur tekist að byggja upp mjög öflugt þjónustufyrirtæki í hreinlætisiðnaði sem styrkir samkeppnisstöðu okkar gagnvart innfluttum hreinlætisvörum,“ segir Almar. Mjöll Frigg hefur í áranna rás þróað og framleitt hreinlætisvörur fyrir Íslendinga. Félagið hefur m.a. lagt 84

áherslu á framleiðslu hreinlætisvara og sölu til stórnotenda og þar hefur landbúnaður ávallt skipað stóran sess. „Við framleiðum yfir 3 milljónir lítra af hreinsiefni árlega,“ segir Almar en nýlega er búið að fjárfesta í nýjum fullkomnum tækjum og búnaði til framleiðslunnar. Auk þess að framleiða eigin hreinsiefni flytur félagið einnig inn hreinsiefni og hreinlætistæki. Rík hefð fyrir framleiðslu hreinlætisvara fyrir landbúnað Almar segir ríka hefð fyrir framleiðslu hreinlætisvara fyrir landbúnað, en Sjöfn hafði frá upphafi framleitt mikið af slíkum efnum fyrir bændur. „Þeirri framleiðslu var haldið áfram hjá nýju fyrirtæki. Efnin sem Sjöfn framleiddi á sínum tíma hafa staðist tímans tönn og standa okkar viðskiptavinum enn til boða. Reynslan af þeim er góð og það þekkja bændur,“ segir Almar, en m.a. eru framleidd hreinsiefni sem eru sérsniðin að því að viðhalda góðu júgurheilbrigði, þá eru í boði efni til að halda útihúsum hreinum og eins hafa ferðaþjónustubændur og aðilar í fiskeldi sóst eftir hreinsiefnum frá Mjöll Frigg. „Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á reglubundið eftirlit, við leiðbeinum um notkun efnanna og þá sjáum við einnig um gerð þrifaáætlana fyrir matvælaframleiðendur. Einnig bjóðum við námskeið er varða hreinlæti og örugga meðhöndlun efnavara. Hjá okkur starfar efnafræðingur sem veitir ráðgjöf varðandi efnavöru og hættur sem stafa af þeim og svo höfum við aðgang að dýralækni, bæði innanlands og í Belgíu. Þannig er fagmennskan í fyrirrúmi hjá okkur og það kunna viðskiptavinir vel að meta,“ segir Almar.


Orkustofnun

Vonir um að smávirkjanaverkefnið auki raforkuframleiðslu Orkustofnun Orkugarði Grensásvegi 9 108 Reykjavík Sími: 569 6000 Netfang: os@os.is Vefsíða: www.orkustofnun.is

Í desember 2016 kynnti Orkustofnun fyrir atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytinu hugmynd að smávirkjanaverkefni sem hefði það markmið að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni vegna alvarlegrar stöðu í raforkuöryggismálum landsins. Fáir álitlegir virkjunarkostir eru í nýtingarflokki í þeirri tillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi, auk þess sem erfiðlega gengur að gera endurbætur á flutningskerfi raforku. Kerfið eins og það er í dag getur ekki staðið undir frekari uppbyggingu á atvinnustarfsemi úti um land. Það er mat Orkustofnunar að nauðsynlegt sé að horfa til staðbundinna lausna og kanna hvaða smærri virkjunarkostir í vatnsafli eru í boði. Hugmyndinni var vel tekið og fékkst fjármagn til verkefnisins í ársbyrjun 2018. Smærri virkjanir geta orðið lyftistöng fyrir bæði bændur og aðra atvinnustarfsemi víða um land, auk þess sem þær geta stuðlað að auknu orkuöryggi í landinu. Þurfa trygga raforku Frá 2003 hefur sala á raforku verið á frjálsum markaði þannig að eigendur smærri virkjana geta gert orkusölusamninga við sölufyrirtæki um sölu á sinni framleiðslu. Víða um Systragilsvirkjun (70 kW) í Fnjóskadal land er skortur á raforku er í einkaeigu. Mynd / Systragilsvirkjun farinn að standa byggðaþróun fyrir þrifum, en ekkert nútíma samfélag getur vaxið og dafnað án þess að eiga greiðan aðgang að tryggri raforku. Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar hefur það að markmiði að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu sem víðast á landsbyggðinni og er verkefnið fjórþætt: - Safnað er saman gagnlegum upplýsingum og þeim miðlað áfram. - Boðið er upp á að stilla upp frumhugmynd að vatnsaflsvirkjun. - Veittir eru styrkir til meistaraprófsverkefna á sviði smávirkjana. - Haldnir eru fundir og kynningar úti um land. Á vef stofnunarinnar undir raforku, smávirkjanir og gagnlegur fróðleikur má finna margvíslegar upplýsingar og verður safnað í sarpinn á meðan verkefnið hefur fjármagn til þess. Auk þess geta þeir sem eru með hugmynd að vatnsaflsvirkjun óskað eftir því að Orkustofnun meti lágmarksrennsli fyrir virkjunina og stilli upp hugmynd að henni.

Glerárvirkjun (290 kW) á Akureyri er í eigu Fallorku.

Mynd / Fallorka

Fyrirlestrar um smávirkjanir Orkustofnun mun veita styrkitil meistaraprófsverkefna til að stuðla að því að til verði aðgengilegt efni fyrir þá sem áhuga hafa á smávirkjunum. Viðfangsefni geta verið margvísleg eins ogsjá má í leiðbeiningum á vef stofnunarinnar. Orkustofnun hefur haldið fundi víða um land til að vekja athygli á verkefninu og mætir á fundi um tengd efni ef eftir því er óskað. Upphaflega var verkefnið hugsað sem stuðningur við uppbyggingu á vatnsaflsvirkjunum eingöngu en í millitíðinni hefur komið fram fyrirtækið Varmaorka sem undirbýr rekstur á jarðvarmavirkjun sem nýtir nýja tækni til framleiðslu raforku úr sjóðandi lághita. Fyrsta virkjunin verður væntanlega tekin í notkun í vetur á Flúðum og verður þessi nýja tækni kynnt í fyrirlestri á vegum stofnunarinnar á sýningunni ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018. Orkustofnun verður með bás á sýningunni og verða þar sérfræðingar frá stofnuninni, Landssamtökum raforkubænda og Varmaorku til viðtals, auk þess sem haldnir verða fyrirlestrar um smávirkjanir klukkan 13.00 laugardaginn 13. október. Fyrirlestrarnir verða eftirfarandi: Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar Erla Björk Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun Smávirkjanir nútímans Birkir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri AB fasteigna Raforkuframleiðsla úr sjóðandi lághita Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku 85


Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

RML hefur umsjón með kynbótastarfi búgreinanna og þróun og þjónustu við skýrsluhaldsforrit.

Við sérhæfum okkur í þinni starfsemi Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. Sími: 516 5000 Netfang: rml@rml.is Vefsíða: www.rml.is snapcat: rml-radunautar

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. var stofnuð árið 2013 og er að öllu leyti í eigu Bændasamtaka Íslands og rekin í þágu bænda. Við hjá RML vinnum með bændum með margvíslegum hætti við að bæta afkomu þeirra, ásamt því að aðstoða við skil á gögnum til eftirlitsstofnana. Mikilvægt er að hafa góða yfirsýn og markmið um hvert skuli stefna í búrekstrinum, hvort sem búin eru stór eða smá. Það auðveldar allan daglegan rekstur, möguleg ættliðaskipti og sölu, þegar tekið er við vel reknu búi þar sem þegar hefur verið unnið í haginn með framtíðarsýn að leiðarljósi. RML er leiðandi í ráðgjöf og miðlun þekkingar í landbúnaði. Starfsemi okkar nær til alls landsins og starfsstöðvarnar eru 13 86

talsins. Meðal þess sem við veitum ráðgjöf í er: • Búfjárrækt • Búrekstur • Bútækni • Fóðrun • Garðyrkja • Heyverkun • Jarðrækt • Landnýting o.fl. RML hefur umsjón með kynbótastarfi búgreinanna og þróun og þjónustu við skýrsluhaldsforrit. Hluti ræktunarstarfsins felst í því að dæma búfé. • Kúaskoðanir • Lambadómar • Hrossadómar


Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Hluti ræktunarstarfsins felst í því að dæma búfé.

Helsta markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að virðisauka og bættum búrekstri.

Helstu forrit sem RML vinnur með og aðstoðar bændur í eru: • Dk búbót - bókhald • Fjárvís - skýrsluhald í sauðfjárrækt • Huppa - skýrsluhald í nautgriparækt • World fengur – skýrsluhald í hrossarækt • Jörð – landupplýsingar- og skýrsluhald í jarðrækt Víðtæk þekking Starfsmenn RML hafa víðtæka þekkingu á starfsumhverfi landbúnaðarins og eru því eftirsóttur samstarfsaðili í mörgum þróunarog nýsköpunarverkefnum. Meðal grunngilda RML er að allir bændur eigi kost á faglegri og óháðri ráðgjöf án tillits til búsetu. Helsta markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að virðisauka og bættum búrekstri. Af hverju að leita ráða hjá RML? • Þegar taka þarf stórar ákvarðanir í búrekstrinum. • Ef það eru tækifæri til að auka og bæta gæði afurðanna. • Ef bæta má fóðrun og heilsufar búfjár. • Þegar skoða á möguleika á ræktun og landnýtingu. • Áttu jarðnæði og vilt fá hugmyndir varðandi nýtingu? • Langar þig að hefja búskap eða breyta um búskaparform?

Starfsemi okkar nær til alls landsins og starfsstöðvarnar eru 13 talsins.

• Viltu bæta við reksturinn eða byggja nýtt? • RML veitir opinberum aðilum ráðgjöf varðandi landnýtingu, loftslagsmál og fleiru tengdu landbúnaði. Reynsla bænda Margt af því sem unnið er með í ráðgjafarstarfi til bænda byggir á reynslu úr rannsóknum frá ýmsum tilraunastöðum, auk þess sem verið er að aðstoða bændur við að uppfylla margvíslegar kröfur hins opinbera. Í þessu tilliti er reynsla bænda mjög dýrmæt, t.d. hvað varðar árangur í kynbótastarfi, jarðrækt, notkun og val á vélbúnaði og síðast en ekki síst þegar kemur að mati á framkvæmda- og fjárfestingakostnaði.

RML aðstoðar bændur við tölvuvinnslu.

Bás B.14 Komið og heilsið upp á okkur á bás B.14 á landbúnaðarsýningunni og fræðist um starfsemi RML. Hlökkum til að hitta ykkur. Fjölbreytt ráðgjöf Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur yfir að búa miklum mannauði, sem felst bæði í reynslu og menntun starfsmanna. Innan fyrirtækisins starfa bæði sérhæfðir ráðunautar sem og aðrir sem hafa breiðara verksvið. Þannig veitir RML viðamikla ráðgjöf sem veitir bændum stuðning í gegnum alla virðiskeðjuna og þar er hægt að finna veika hlekki og hlúa að þeim. 87


Landstólpi ehf.

Fóðurbílar á leið um landið.

Landstólpi Leiðandi fyrirtæki á mörgum sviðum

Landstólpi ehf. Gunnbjarnarholti 801 Selfoss Sími: 450 5600 Netfang: landstolpi@landstolpi.is Vefsíða: www.landstolpi.is

Landstólpi ehf. var stofnaður árið 2000 og var í upphafi fyrst og fremst í hönnun og ráðgjöf við breytingar á eldri fjósum í nútímaleg lausagöngufjós. Fyrirtækið byrjaði í innflutningi á fjós­innréttingum, steinbitum og tæknibúnaði í fjós. Eftir efnahagshrunið hófst eigin framleiðsla á milligrindum, skágrindum, stólpum o.fl., sem fram að því hafði allt verið keypt erlendis frá. Fyrirtækið selur einnig gæludýrafóður frá Josera, bætiefni, rekstrarvörur, hágæðafóður og veitir bændum faglega fóðurráðgjöf, þeim til hagsbóta. Sterkir í stálgrindarhúsum og færastir í fjósum Landstólpi hefur frá árinu 2005 selt stálgrindarhús frá H. Hardeman. Í dag hafa verið seld 135 hús og þar af eru 59 fjós og geldneytahús. Það má því með sanni segja að starfsmenn fyrirtækisins séu orðnir fjósameistarar Íslands. Nú er verið að vinna með tvær meginútfærslur af fjósum sem viðskiptavinir geta látið sérsníða fyrir sig og hafa þau sýnt og sannað gæði sín og notagildi með tilliti til velferðar gripa og kostnaðar. Einnig er lagt mikið upp úr hönnun velferðardeilda í nýjum fjósum sem byggð eru. Landstólpi hefur náð gríðarlega góðum árangri í sérhæfðum forsteyptum gólfeiningum fyrir fjós sem styttir byggingartíma og dregur úr kostnaði fyrir bændur. Sala í innréttingum og búnaði í fjós eru í beinu samræmi við uppbyggingu fjósa nú um stundir. Stöðugt er leitað nýjunga í því sem best gerist sem snýr að aðbúnaði gripa. Brátt verður hægt að kynna fyrir mönnum nýjungar og framfarir í aðbúnaði nautgripa í nýju tilraunafjósi sem verður tekið í notkun á haustmánuðum. Þar má nefna vatnsdýnur fyrir kýr, velferðarinnréttingar með klórum og margt fleira. Einnig má sjá loftunarkerfi fyrir mykju sem er algjör nýjung á Íslandi og er að byrja að ryðja sér til rúms í Evrópu. 88

Starfsmenn Landstólpa að leggja forsteyptar básaeiningar í fjós.

Alhliðaverktaki Landstólpi hefur stimplað sig fast inn sem alhliða verktaki með öflugan tækjakost og gott starfsfólk. Í seinni tíð hefur færst í vöxt að Landstólpi sjái um heildarframkvæmdina þar sem fyrirtækið selur allt sem þarf frá grunni að tilbúnu húsi/fjósi. Sem dæmi má nefna vörugeymslur SS í Þorlákshöfn, nýja kæligeymslu Eimskips við Sundahöfn og verkstæðishús Gámaþjónustunnar í Hafnarfirði. Landstólpi leggur mikla áherslu á gegnsæi kostnaðar og telja forsvarsmenn fyrirtækisins það gríðarlega mikilvægt fyrir viðskiptavininn að kostnaður fari ekki úr böndunum. Þess má geta að starfsfólkið er farið að þekkja þetta svið mjög vel og hafa kostnaðaráætlanir alltaf staðist í +/- 10%, sem fyrirtækið er mjög stolt af. Ánægðir viðskiptavinir kjarnfóðurs Árið 2015 hafði Landstólpi náð u.þ.b. 15% markaðshlutdeild ef tekið er mið af mjólkurframleiðslu þar sem sífellt fjölgaði í hópi ánægðra viðskiptavina á kjarnfóðri fyrir kýr. Kjarnfóðrið frá Landstólpa hefur reynst einstaklega vel og stöðug aukning er í sölu fóðurbætis. Nýverið var farið yfir 6.000 tonn á tólf mánaða tímabili. Fóðurviðskiptavinir fyrirtækisins eru meðal afurðahæstu kúabúa landsins og er starfsfólk Landstólpa mjög stolt af því. „Ísland þarfnast landbúnaðar“ Bjargfesta og trú fyrirtækisins er að íslenskur landbúnaður eigi mikla framtíð fyrir sér enda höfum við gnægð vatns og mikið af landi sem er að verða takmörkuð auðlind á heimsvísu. Þrátt fyrir það að ferðaþjónustan hafi breytt ásýnd landsins umtalsvert þá vill enginn ferðamaður keyra um auðar byggðir landsins, því segir Landstólpi: „Ísland þarfnast landbúnaðar“.


IKEA

Eigendur Hótels Rjúkandi á Snæfellsnesi nýttu sér fyrirtækjaþjónustu IKEA við hönnun á veitingastað hótelsins.

Sérþekking á hentugum lausnum IKEA – Miklatorg hf. Kauptún 4, 210 Garðabær Sími: 520-2500 Netfang: IKEA@IKEA.is Vefsíða: IKEA.is

Nætursvefninn skiptir ferðalanga öllu máli. Hjá IKEA fást gæðadýnur sem hafa reynst afar vel á gistiheimilum víða um land.

Heimilisleg og notaleg aðstaða fyrir gesti, hvort sem þeir eru komnir til að gista eða jafnvel bara fá sér í svanginn, er fljót að skila sér í jákvæðu umtali og endurteknum heimsóknum. Starfsfólk Fyrirtækjaþjónustu IKEA býr yfir sérþekkingu á hentugum lausnum fyrir litla sem stærri gististaði og veitingastaði. Breidd vöruúrvals fyrirtækisins þýðir að ekkert verkefni er of lítið eða of stórt, en góð ráð um hvað hentar hverju sinni koma sér alltaf vel. „Við veitum ráðgjöf og hjálpum fyrirtækjum og einstaklingum að taka fyrstu skrefin í ferlinu, sem eru oft þau erfiðustu, og fylgjum þeim svo eftir,“ segir Drífa Ísleifsdóttir, svæðisstjóri Fyrirtækjaþjónustunnar. „Viðskiptavinahópurinn er afar fjölbreyttur og við sinnum þeim öllum með þarfir viðkomandi í huga. Þeir sem leita til okkar eru í raun að fá aðstoð við að einfalda lífið; þeir vilja ráðleggingar og spara tíma. Það er einmitt það sem við gerum.“ Ánægðir viðskiptavinir koma aftur Umsvif fyrirtækjaþjónustunnar hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og starfsfólki fjölgað hratt. „Það er mikið að gera, sem er afar ánægjulegt, og þeir sem koma til okkar koma yfirleitt aftur þannig að við finnum fyrir ánægju með þjónustuna. Það er þetta persónulega samband sem skiptir máli til að við náum að sinna verkefninu vel og að viðskiptavinurinn sé ánægður með útkomuna,“ segir Drífa. Fyrirtækjaþjónustan hefur verið mörgum gisti- og veitingastöðum innan handar við val á öllu frá teskeiðum til innréttinga. Breidd vöruúrvalsins er mikil og IKEA selur einnig úrval af vörum sem eru vottaðar til notkunar í atvinnuskyni sem þýðir einfaldlega að þær þola enn meira álag. Drífa segir safnast hratt í reynslubankann.

Ferðamenn leita uppi það sem einkennir hvern áfangastað. Það er einfalt að koma upp aðstöðu fyrir til dæmis heimabakað góðgæti eða handverk.

„Þessi reynsla nýtist að sjálfsögðu öllum sem leita til okkar, hvort sem óskað er eftir ráðgjöf við hvernig best sé að innrétta rými eða við val á húsgögnum og smávöru. Það getur vafist fyrir sumum að velja innréttingar og stærri húsbúnað á meðan öðrum þykja servíettur og kertastjakar snúnara mál, en við getum sem betur fer leiðbeint öllum.“ Yfirsýn sparar tíma og einfaldar verkið Þjónusta fyrirtækjaþjónustunnar er ókeypis og Drífa segir persónulega þjónustu, yfirsýn og tímasparnað í raun helstu kostina við að nýta sér hana. „Það á ekki síst við um viðskiptavini utan höfuðborgarsvæðisins því þeir þurfa ekki alltaf að koma í verslunina. Þjónustan getur því sparað gríðarlegan tíma sem annars færi í ferðir fram og til baka. Það er algjör óþarfi að viðskiptavinir lendi í því að koma langt að til að sækja eitthvert smáræði. Þá dugar tölvupóstur og við sendum um leið og varan er til. Fyrirtækjaþjónusta IKEA er því augljóslega haukur í horni, bæði við skipulagningu og framkvæmd.“ 89


Bændasamtök Íslands

Starfsfólk Bændasamtakanna vinnur fjölbreytt störf í þágu félagsmanna. Samtökin standa vörð um hagsmuni bænda, þróa tölvuforrit, gefa út Bændablaðið og veita lögfræðiráðgjöf ásamt mörgu fleiru. Mynd / SH

nds

Við vinnum fyrir bændur

Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Sími: 563 0300 Netfang: bondi@bondi.is Vefsíða: www.bondi.is

Bændasamtökin bjóða gesti landbúnaðarsýningarinnar velkomna á bás samtakanna í Laugardalshöllinni dagana 12.–14. október.

samkvæmt félagatali rétt um 3.400 talsins. Á vef Bændasamtakanna, bondi.is, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um starfsemina og skrá sig í samtökin.

Það er alltaf gleðiefni þegar bændur og fyrirtæki sem starfa í landbúnaði fá tækifæri til að sýna þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í sveitum landsins. Landbúnaðurinn nýtur mikillar velvildar hjá þjóðinni og landsmenn gera sér grein fyrir mikilvægi þess að eiga öfluga bændur.

Hjá Bændasamtökunum starfa um þrjátíu manns í 27 stöðugildum. Meginstarfsemi samtakanna er í Bændahöllinni en þau eru einnig með starfsstöð á Akureyri, auk þess sem nokkrir starfsmenn hafa aðsetur annars staðar. Þá eiga samtökin félagið NBÍ ehf. sem rekur Nautastöðina á Hesti og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem rekur starfsstöðvar víðs vegar um land. Hótel Saga ehf. og fasteignafélagið Bændahöllin ehf. eru í eigu Bændasamtakanna. Samtökin eiga hlut í einangrunarstöð fyrir holdanaut á Stóra-Ármóti ásamt hlut í Landsmóti ehf.

Bændasamtökin byggja á gömlum merg en rauði þráðurinn í starfi þeirra er að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna, vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Aðildarfélög Bændasamtakanna eru 26 talsins og sum þeirra munu nýta tækifærið og kynna starf sitt á sýningunni. Þunginn í starfi Bændasamtaka Íslands er hagsmunabarátta fyrir landbúnaðinn, allt frá því að kynna störf bænda og afurðir þeirra með fjölbreyttum hætti og til þess að gera samninga við stjórnvöld um stuðning við landbúnað á breiðum grunni. Aðild að samtökunum geta átt einstaklingar og félög einstaklinga og lögaðila sem standa að búrekstri. Aukaaðild er möguleg fyrir einstaklinga sem styðja við markmið samtakanna. Í árslok 2017 voru félagsmenn 90

Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtakanna og Sigurður Eyþórsson er framkvæmdastjóri. Formaður BÍ er talsmaður samtakanna og kemur fram fyrir þeirra hönd. Hvað gera Bændasamtökin? • Þau beita sér fyrir bættum kjörum bænda á öllum sviðum. • Bændasamtökin móta stefnu í málefnum bænda og landbúnaðarins í heild. Fulltrúar bænda á Búnaðarþingi marka stefnuna en starfsmenn og trúnaðarmenn bænda fylgja henni eftir á milli þinga. Stór hluti af starfsemi Bændasamtakanna felst í sam-


Bændasamtök Íslands skiptum við stjórnvöld og ýmsa skylda aðila. • Samtökin reka tölvudeild sem þróar og rekur skýrsluhaldshugbúnað sem bændur nýta í sínum störfum. • Þau gefa út Bændablaðið og annast ýmsa aðra útgáfustarfsemi og upplýsingamiðlun um landbúnað. Reka vefina bondi.is og bbl.is og halda úti miðlun upplýsinga á Facebook. • Samtökin annast leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði í gegnum dótturfélag sitt, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. • BÍ eiga Nautastöðina á Hesti sem er miðstöð kynbótastarfs í nautgriparækt. • Þau reka orlofshús fyrir félagsmenn sína auk orlofsíbúðar í Kópavogi. • Þau reka starfsmenntasjóð þar sem bændur geta fengið stuðning vegna sí- og endurmenntunar. • Samtökin annast framkvæmd ýmissa verkefna sem snerta sameiginlega hagsmuni landbúnaðarins. • Bændasamtökin hafa umsjón með verkefnum samkvæmt búnaðarlagasamningi, útgáfu hestavegabréfa, rekstri öryggis- og vinnuverndarstarfs í landbúnaði og fleiru sem skiptir hagsmuni bænda máli.

Þinn ávinningur Félagsmenn eru aðilar að samtökum sem vinna að hagsmunamálum bænda og eru málsvari stéttarinnar. Aðild að BÍ tryggir bændum ýmis réttindi sem eru mikils virði. • Samtakamáttur heildarinnar styrkir hagsmunabaráttu bænda. • Félagsmenn eru þátttakendur í samtökum bænda og geta haft áhrif á félagsstarfið. • Félagar í BÍ velja fulltrúa úr sínu aðildarfélagi til setu á Búnaðarþingi. • Félagsmenn eiga rétt til að kjósa um þá samninga sem Bændasamtökin gera fyrir þeirra hönd. • Félagsmenn njóta ráðgjafar um réttindi og um málefni sem snerta landbúnaðinn, þ.m.t. lögfræðiþjónustu. • Félagsmenn fá 30% afslátt af vissum forritum BÍ. Meðal annars dkBúbót, Fjárvís (sauðfé), Heiðrún (geitur), Jörð (jarðrækt) og Huppa (kýr). • Aðild tryggir bændum bestu fáanlegu kjör á gistingu á Hótel Sögu. • Félagar eiga rétt á að nota orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu og orlofshús á Hólum í Hjaltadal.

• Félagsmenn geta sótt um stuðning í starfsmenntasjóð Bændasamtaka Íslands (SBÍ) vegna sí- og endurmenntunar. • Aðild eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins. • Bændablaðinu er dreift frítt á öll lögbýli. Öflug miðlun upplýsinga til bænda og almennings. • Félagsmenn fá sent Tímarit Bændablaðsins. • Samtökin eiga í samskiptum við erlend systursamtök og eiga sterkt tengslanet við félög á Norðurlöndum. Bændasamtökin eru öllum opin Bændasamtökin eru frjáls félagasamtök og félagsmenn greiða árleg félagsgjöld. Tekjur Bændasamtakanna eru í meginatriðum þrenns konar. 1) Tekjur af félagsgjöldum bænda, (2) þjónustu- og sölutekjur af rekstri, (3) tekjur af fasteignum og fjármunatekjur. Það eru ekki bara bændur sem geta gengið í Bændasamtökin. Aukaaðild er möguleg öllum þeim sem styðja markmið samtakanna. Nánari upplýsingar um fjölbreytta starfsemi Bændasamtakanna er að finna á vefnum bondi.is.

Vilt þú standa með bændum? Aðild að Bændasamtökunum býðst fleirum en starfandi bændum. Í samþykktum BÍ er kveðið á um aukaaðild fyrir einstaklinga sem eru ekki starfandi bændur en styðja við markmið samtakanna. Aukaaðildin er tilvalin fyrir allt áhugafólk um landbúnað og fyrir þá sem eru hættir búskap en langar til að halda tengslum við samtökin. Bændasamtökin bjóða áhugasama velkomna í hópinn.

Þinn ávinningur: • Sérkjör á gistingu á Hótel Sögu • Aðgengi að orlofsíbúð Bændasamtakanna í Kópavogi • Réttur til að sækja um dvöl í orlofshúsum á Hólum í Hjaltadal • Boð á ýmsa viðburði á vegum BÍ • Tímarit Bændablaðsins sent einu sinni á ári

Árgjald fyrir aukaaðild er kr. 13.000 á einstakling. Upplýsingar um aukaaðild Sími 563-0300 Netfang bondi@bondi.is www.bondi.is

Fulltrúar í þjónustuveri BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 og netfangið bondi@bondi.is.

Nánari upplýsingar um aðild og fjölbreytta starfsemi Bændasamtakanna er að finna á vefnum bondi.is þar sem jafnframt er hægt að skrá sig í samtökin.

Fylgstu með bændum á Baendasamtok

91


Dronefly

Drónabylting í landbúnaði Dronefly ehf. Krókhálsi 6 , 110 Reykjavík Sími: 566 6666 Netfang: Dronefly@dronefly.is Vefsíða: Dronefly.is

Bændur hafa verið að nýta sér dróna við leitir, smölun og allt eftirlit til dæmis með girðingum og skurðum. Drónarnir eru líka góðir til að fæla fugla af nýræktun svo eitthvað sé nefnt. Meðal fylgihluta sem hægt er að fá er flauta sem fer undir drónann og er mjög virk í að fæla burt álftir, gæsir og reka fé. Bændur sem nota dróna voru fljótir að átta sig á kostum flautunnar.

150 db FLAUTA

VERSLUN, VERKSTÆÐI, LEIGA & NÁMSKEIÐ KRÓKHÁLSI 6 - S: 566-6666 - DRONEFLY.IS

Dronefly ehf. er verslun, verkDJI Phantom 4 Prodróni með 150 db flautu. stæði og leiga sem sérhæfir sig í öllu sem tengist drónum og þjónustu í kringum þá, lengra komna sem tengjast drónum og meðhöndlun meðal annars upptökur á kvikmyndum og auglýsingum. þeirra. Auk þess sem fyrirtækið selur dróna í öllum stærðum bjóða þeir einnig upp á námskeið fyrir byrjendur og Kíktu við í básinn okkar númer B-21.

Is hurðir

Smíðað hér á landi og afgreiðslutími skammur IS HURÐIR

Sími 564 0013 | www.ishurdir.is

Is hurðir Reykjalundi, 220 Mosfellsbæ Sími: 564 0013 Netfang: ishurdir@ishurdir.is Vefsíða: ishurdir.is

Fyrirtækið Is hurðir var stofnað árið 2015, en það sérhæfir sig í framleiðslu bílskúrs- og iðnaðarhurða auk þess að veita alla þjónustu varðandi uppsetningu þeirra og viðhald. Eigendur þess eru Logi Dýrfjörð og Karl Emilsson. Logi hefur starfað við framleiðslu, innflutning og þjónustu við hurðir í yfir 20 ár og hefur yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði. „Við flytjum inn allt hráefni sem til þarf frá viðurkenndum aðilum í Evrópu, höfum safnað saman því besta sem völ er á en smíðum hurðirnar hér heima,“ segir Logi. Félagið býður upp á allar stærðir og gerðir af hurðum, allt frá 40 fm og niður í 1 fm, „við framleiðum allt eftir máli og aðstoðum okkar viðskiptavini við mælingar svo hurðin passi sem best.“ Tillit tekið til veðurfars Logi nefnir að ávallt sé tekið tillit til íslensks veðurfars, það hafi mikil áhrif á allar byggingar og hurðir eru smíðaðar með sérstakri vindstyrkingu sem reiknuð er út fyrir viðskiptavini kjósi þeir það. 92

„Við getum afgreitt hurðir á skömmum tíma og erum snöggir til ef upp kemur tjón, eigum alla varahluti á lager og bregðumst við eins fljótt og kostur er, því við vitum að það getur haft slæmar afleiðingar séu hurðir opnar,“ segir Logi. IS hurðir hafa bækistöð í 1.100 fermetra húsnæði í Mosfellsbæ þar sem auðvelt er að taka inn verkefni af öllum stærðargráðum. Þrír starfsmenn sjá um framleiðsluna og þá eru þrír til fjórir í uppsetningu og þjónustu. Innflutningur á hraðhurðum fyrir frystihús og matvælafyrirtæki hófst á liðnu ári og eru þær í mismunandi útfærslum.


Strúktúr ehf.

Hagkvæmar og umhverfisvænar byggingar Strúktúr ehf. Stangarhyl 7, 110 Reykjavík Sími: 588 6440 Netfang: struktur@struktur.is Vefsíða: struktur.is

Strúktúr ehf. er fyrirtæki í innflutningi límtrés- og stálgrindarhúsa, yleininga og klæðninga. Stefna fyrirtækisins er að bjóða vörur sem standast íslenskt veðurfar og uppfylla alla staðla og gæðakröfur sem kaupandinn gerir. „Við veljum okkur samstarfsaðila af kostgæfni, hvort sem er innlenda eða erlenda birgja,“ segir Ingólfur. Strúktúr flytur inn krosslímdar CLT timbureiningar sem Ingólfur segir hagkvæma og vistvæna leið við að byggja hús. „Að byggja úr CLT-timbureiningum er í dag gríðarlega álitlegur kostur. Aukningin á að byggja úr timbri hefur aukist, ekki síst í ljósi þess að það er verið að nota endurnýtanlegt efni. Efnið bindur kolefni og er því umhverfisvænt. Ekki er að finna kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu. Einingarnar eru með hátt U-gildi og því þarf minni einangrun utan á þær,“ segir hann og bætir við að í dag megi finna háhýsi um alla Evrópu byggð úr CLT-timbureiningum. Þá sé fjöldi fjósa í Noregi byggð úr einingunum og hafa þau reynst afar vel.

Hér má sjá glæsilegt fjós úr Crosslaminet-timbureiningum.

hús. Ástæða fyrir vinsældum eininganna er gríðarlegur styrkur í efninu, vistfræðilegi hlutinn og hagkvæmnin. Einingarnar koma tilsniðnar á byggingarstað sem gerir það að verkum að það er fljótlegt að reisa og loka húsinu.“

„Í dag erum við búin að selja tugi einbýlis- og tvíbýlishúsa á Íslandi og erum að fara af stað með 5 hæða 4.200 m2

Strúktúr býður einnig upp á Z strúktúr stálgrindarhús. „Þau hafa verið hér á landi síðan 2006 og löngu búin að sanna gildi sitt sem hagkvæm lausn. Við bjóðum upp á alla þjónustu með teikningar og klæðningar,“ segir Ingólfur.

Límtré-CLT-Stálgrind HÚS - BITAR - ÞÖK - KLÆÐNINGAR Komdu með teikninguna eða við teiknum fyrir þig.

| Strúktúr ehf | www.struktur.is | struktur@struktur.is | Stangarhyl 7 | 110 Reykjavík | Sími: 588 6640 & 860 0264 |


Horses of Iceland

Markaðsverkefnið Horses of Iceland Horses of Iceland / Íslandsstofa Sundagarðar 2, 104 Reykjavík Sími: 511 4000 Vefsíða: horsesoficeland.is

Aðilar í Íslandshestamennsku hafa tekið sig saman um að kynna hestinn á heimsvísu undir slagorðinu „Horses of Iceland – Bring you closer to nature“. Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu.

myndara og blaðamenn sem vilja taka myndir og fjalla um íslenska hestinn við að finna hesta, knapa og viðmælendur sem geta fjallað um eiginleika hestsins.

Um er að ræða samstarf aðila í hestatengdri starfsemi, bæði á Íslandi og í öðrum löndum. Fyrirtækjum og samtökum um heim allan stendur til boða að gerast þátttakendur en 69 þátttakendur eru í verkefninu í dag, fyrirtæki, samtök og félög, þar með talið FHB, LH, sem og íslenska ríkið. Erlendir aðilar taka einnig þátt enda er um alþjóðlegt verkefni að ræða. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins.

ræktaðasta hrossakyn heims. Hann Hesturinn í 360° er þekktur um allan heim fyrir að sýndarveruleika vera þægilegur í reið og umgengni. Hann er vinalegur, ævintýragjarn, Á sýningunni í Laugargáfaður og fljótur að læra, yfirleitt dalshöll verður hægt að auðveldur í umgengni, samvinnuþýður en um leið kraftmikill og viljugur. kynna sér hvernig verið Það eru um 270.000 íslenskir hestar í er að kynna íslenska heiminum, þar af 96.000 á Íslandi. hestinn, fá kynningarefni, sjá hestinn í 360° sýndarveruleika og fleira. Einnig verður hægt að kynnast þeim aðilum sem taka þátt í verkefninu og fá upplýsingar um ávinning af því að vera með.

Íslenski hesturinn er eitt hrein-

Á vegum verkefnisins hefur verið sett upp vefsíðan www. horsesoficeland.is á fjórum tungumálum, framleidd fjölmörg vídeó, gefnir út bæklingar, prentuð póstkort og plaköt. U.þ.b. 80.000 manns fylgjast með á samfélagsmiðlum hestsins, Facebook og Instagram. Íslenski hesturinn er kynntur á sýningum erlendis s.s. í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Einnig aðstoðar Íslandsstofa ljós-

Fylgstu með Horses of Iceland á samfélagsmiðlum og á vefnum: www.facebook.com/horsesoficeland/ www.instagram.com/horsesoficeland/ www.horsesoficeland.is

Tryggingamiðlun Íslands

Veita bændum ráðgjöf og bjóða lausnir Tryggingamiðlun Íslands hefur allt frá stofnun árið 1997 haft það að markmiði að bjóða viðskiptavinum vandaða og trausta ráðgjöf í trygginga- og lífeyrismálum. Tryggingamiðlun Íslands Hlíðarsmári 12, 201 Kópavogur Sími: 553 6688 Netfang: tmi@tmi.is Vefsíða: tmi.is

„Við teljum að hægt sé að gera mun betur í þessum málaflokki hjá bændum, eins og hjá meirihluta landsmanna,“ segir Friðbert Elí Friðbertsson, framkvæmdastjóri Tryggingamiðlunar Íslands. „Bændur þurfa að huga að því að byggja upp lífeyri en þeir hafa almennt slæm lífeyrisréttindi. Við höfum veitt þeim ráðgjöf í þeim efnum og bjóðum lausnir. Að okkar mati eru bændur almennt vantryggðir í persónutryggingum.“ Ef slys ber að höndum þarf bóndinn að vera tryggður fyrir vinnumissi og oft þarf einnig að ráða mann á búið með tilheyrandi kostnaði fyrir bóndann. 94

Friðbert Elí Friðbertsson, framkvæmdastjóri Tryggingamiðlunar Íslands.

„Við bjóðum mjög öflugar lausnir í slysa- og starfsörorkutryggingum fyrir þessa stétt sem er okkur svo hugleikin,“ bætir hann við. Hænan og gulleggin Hjá Tryggingamiðlun Íslands starfar fjöldi ráðgjafa sem reglulega ferðast um land allt til að fara yfir tryggingar landsmanna og skoða hvort vátryggingaþörf sé mætt. „Það kemur oft fyrir að ákveðnir hlutir eru vel tryggðir og jafnvel oftryggðir á meðan aðrir eru vantryggðir,“ segir hann og bendir á að oft séu tæki og tól tryggð upp í topp en mennirnir ekki. „Við líkjum þessu stundum við hænuna og gulleggin. Er ekki málið að tryggja hænuna sem verpir gulleggjunum fyrst áður en þú ferð í að tryggja eggin?“


MS

Mjólkursamsalan á Landbúnaðarsýningunni Mjólkursamsalan ehf. Bitruháls 1, 110 Reykjavík Sími: 450 1100 Netfang: ms@ms.is Vefsíða: www.ms.is

Mjólkursamsöluna þarf vart að kynna en fyrirtækið er í eigu um 570 kúabænda um land allt og er óhætt að segja að það sé leiðandi fyrirtæki í matvælaiðnaði á Íslandi. Hlutverk þess er að taka við mjólk frá bændum og framleiða afurðir í takt við þarfir markaðarins. Starfsfólk MS verður á Landbúnaðarsýningunni þar sem fjölbreytt vöruúrval verður kynnt, gestum boðið að taka þátt í lukkuleik og sýnt hvernig setja eigi saman gómsæta ostabakka. „Starfsfólk MS hlakkar til að hitta gesti sýningarinnar en við ætlum að bjóða upp á úrval Dala- og Óðalsosta, skyrsmakk og kynna nýjustu vörur okkar fyrir gestum en þar á meðal eru ljúffengar bakaðar ostakökur sem koma skemmtilega á óvart,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, og bætir við að starfsfólk verði reiðubúið að miðla þekkingu sinni til áhugasamra gesta og gefa þeim innsýn inn í fjölbreytt störf sem unnin eru hjá fyrirtækinu.

Það er óhætt að segja að íslenskir neytendur hafi meira úrval hollra og góðra mjólkurvara en þekkist víða í löndunum í kringum okkur en það hefur alltaf verið styrkur MS að fyrirtækið hefur verið í takt við tíðarandann og verið fljótt að skynja þarfir markaðarins fyrir nýjungar.

Benedikt Hjaltason

Lykilorðin eru ending og gæði Benedikt Hjaltason Sími: 894 6946 Netfang: fjosbitar@simnet.is

Benedikt Hjaltason hefur undanfarin ár verið viðloðandi innflutning á landbúnaðarvörum ýmiss konar. Nýverið tók hann við umboði Garðars Skaptasonar fyrir VDV Ander beton steinbitagólf. „Steinbitagólf frá fyrirtækinu hafa verið notuð í íslenskum gripahúsum í ríflega tvo áratugi og reynst mjög vel,“ segir Benedikt. Hann flytur einnig inn og selur fjósbita frá sama fyrirtæki, Anderson beton, og segir þá sérstaka m.a. að því leyti að í yfirborðinu eru fræstar rákir sem gera að verkum að bitarnir verða minna hálir og nautgripirnir hreyfa sig meira sem stuðlar t.d. að auðveldari beiðslisgreiningu hjá kúm. Að auki hefur Benedikt umboð fyrir básamottur, gúmmímottur fyrir steinbita og bása sem og fleiri vörur úr gúmmíi frá Kraiburg, sem sérsniðin eru fyrir útihús. Þá má nefna forsteyptar einingar sem notaðar eru í flatgryfjur. Þær koma frá Bosch-Beton í Hollandi og hafa reynst vel, þola þær vothey t.a.m. mjög vel. „Yfirborðið er líkast postulíni,“ segir Benedikt.

Flatgryfja úr steypueiningum frá Bosch-Beton.

Þá flytur hann einnig inn innréttingar í gripahús frá Jourdain. Allar vörur eru fluttar beint heim á hlað til bænda. Benedikt segir samkeppni í þessari grein harða og margt í boði, en það sem geri þær vörur sem hann hefur umboð fyrir ákjósanlegan kost er m.a. að þær eru endingargóðar og gæðin mikil.

95


Íslyft ehf.

John Deere-dráttarvél. Íslyft tók við umboði fyrir John Deere á Íslandi í vor.

Íslyft ehf Vesturvör 32, 200 Kópavogur Sími: 564 1600 Netfang: islyft@islyft.is Vefsíða: www.islyft.is

Íslyft er rótgróið fyrirtæki sem hefur lengi sérhæft sig í sölu og þjónustu á lyfturum. Nú hefur stefnan verið sett á að þjónusta bændur meira og liður í þeirri þróun var að taka við íslensku umboði fyrir John Deere, hinn kunna bandaríska dráttarvélaframleiðanda. Að sögn Péturs Svavarssonar sölumanns er fyrirtækið orðið nær 50 ára gamalt og hefur það alltaf verið rekið á sömu kennitölu. „Okkar starfsvettvangur hefur verið í sölu og þjónustu á lyfturum en Íslyft hefur verið söluhæst í sölu á lyfturum 25 ár í röð. Góðan árangur í sölu á lyfturum getum við þakkað einstakri þjónustu okkar; bæði í viðgerðum og varahlutum, en kröfuhörðustu notendur á lyfturum á Íslandi í fiskvinnslu og í álverksmiðjum nota nær eingöngu lyftara frá Íslyft. Við erum nú á þeim stað að vera í uppbyggingu sama þjónustustigs fyrir landbúnaðarhlutann – meðal annars með opnun útibús á Akureyri. Okkar starfsvettvangur var lítill í landbúnaði, nema sala á nokkrum Merlo-skotbómulyfturum og notuðum lyfturum til bænda. Fyrir þremur árum stigum við meira inn á þennan markað og hófum sölu á liðléttingum og Merlo kom með skotbómulyftara sem var sérhannaður fyrir landbúnað. 96

Síðastliðið vor fengum við umboðið fyrir John Deere á Íslandi, en John Deere hafði ekki haft umboðsmann á Íslandi síðan 2008. Það er hins vegar sögufrægt fyrirtæki; einn stærsti og elsti framleiðandi á dráttarvélum í heiminum og heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þessu ári. Af því tilefni munum við vera með sérstakt afmælistilboð á dráttarvélum frá John Deere,“ segir Pétur. 6. lína John Deere dráttarvéla Íslyft verður með mjög stórt sýningarsvæði á landbúnaðarsýningunni Íslenskur landbúnaður 2018 og ætlar að vekja sérstaka athygli á svokallaðri „6. línunni“ frá John Deere, auk annarra áhugaverðra tækja frá John Deere og öðrum vörumerkjum. „Á sýningunni sýnum við nær alla 6. línuna frá John Deere, sem spannar vélar frá 110 til 255 hestöfl en það sem er einstakt við 6. línuna er að hún er byggð á heilli grind, þreföld dempun á framöxli er staðlaður búnaður (TSL) og IPM kerfið sem eykur afköst vélar um 35 hö við vinnu við erfiðar aðstæður,“ segir Sigurður Tómasson, sölustjóri landbúnaðardeildar Íslyft. „Með því að byggja vélina á heilli grind verður hún mun sterkbyggðari, auk þess sem hún vindur ekki upp á sig þegar notuð eru ámoksturstæki. Vélarnar fást með allt að áttföldum vökvasneiðum. Allar vélarnar sem eru

Myndir / Íslyft


Íslyft ehf.

Íslyft sýnir tvær gerðir skotbómulyftara á landbúnaðarsýningunni; Merlo MF 40.7 og Merlo 27.6. Á myndinni er sá síðarnefndi.

John Deere-rúllubindivélin.

MX er franskur framleiðandi sem framleiðir ámoksturstæki, frambúnaði, skóflur, greipar og fleira fyrir yfir 7.000 dráttarvélategundir.

á sýningunni eru með AutoPower stiglausri skiptingu sem hefur komið einstaklega vel út. Auk 6. línunnar verðum við með vél úr 5. línunni sem er ódýrari kostur, frá 75 til 125 hestöfl,“ segir Sigurður. Rúllusamstæða og liðléttingar Ýmis fleiri áhugaverð tæki verða til sýnis fyrir bændur í Laugardalshöllinni, að sögn Sigurðar. „Við frumsýnum á sýningunni rúllusamstæðu frá John Deere, gerð C441R, sem getur rúllað allt að 1.350 millimetrarúllur í þvermál. Við prufukeyrðum eina vél síðastliðið sumar við íslenskar aðstæður og kom hún einstaklega vel út og skilaði góðum og þéttum rúllum. Nýjasta vörumerkið okkar er Avant, en við tókum við því umboði aðeins nokkrum vikum fyrir sýningu. Avant er leiðandi og jafnfram stærsti framleiðandi á liðléttingum í heiminum. Þeir hafa verið á íslenska markaðnum í áratugi og eru almennt taldir yfirburðatæki af bændum. Á sýningunni munum við sýna breiða línu frá Avant. Eins munum við kynna nýjasta meðlim Avant-fjölskyldunnar, Avant E5, rafdrifið tæki sem er einstaklega heppilegt til notkunar í landbúnaði. Við erum þegar búnir að fá fyrstu gámana með nýjum Avant-tækjum og munum kappkosta við að eiga ávallt góðan

Íslyft er með umboð fyrir Avant, sem er leiðandi í framleiðslu á liðléttingum í heiminum.

lager af Avant-tækjum svo og nær allan aukabúnað.“ Torfærubíll og skotbómulyftarar „Einnig sýnum við frá John Deere Gator 865D sem er einstaklega heppilegur torfærubíll til notkunar í landbúnaði. Hann er með vönduðu húsi og góðum palli. Í þessum flokki tækja er John Deere góðu þrepi fyrir ofan önnur tæki í gæðum og áreiðanleika. Einnig sýnum við skotbómulyftara frá Merlo en það er gamalgróið fyrirtæki í framleiðslu á skotbómulyfturum og hefur verið á íslenska markaðnum í meira en 25 ár – og ávallt verið eitt af söluhæstu merkjunum í skotbómulyfturum á Íslandi,“ segir Sigurður. „Það sem m.a. gerir Merlo sérstakan er að þeir framleiða sjálfir nær alla hluti tækisins, þar með talið hús, öxla og bómu – en aðrir framleiðendur kaupa þessa hluti frá íhlutaframleiðendum. Við munum sýna tvö tæki frá Merlo. Annars vegar er það Merlo MF 40.7, sem er tæki með sjö metra bómu með 120 hestafla aflúrtaki, þrítengibeisli og fáanlegt með láréttum vökvakrók. Einstaklega vel fer um stjórnandann í þessu tæki, þökk sé meðal annars dempun í bómu, breitt ökumanns-

hús með dempun og góðu ökumannssæti. Tækið hefur verið einstaklega vinsælt meðal íslenskra bænda og nýtist vel allan ársins hring. Eins sýnum við Merlo 27.6 tæki sem kom á markað hjá Merlo fyrir nokkrum árum og hefur komið einstaklega vel út, hvort sem það er í vinnu hjá bændum eða fiskmörkuðum. Kostirnir við það eru meðal annars þeir að lágt aðgengi er í tækið, húsið er breiðara en í nokkru öðru tæki í þessum flokki og bóma liggur lágt þannig að gott útsýni er úr tæki. Þá kynnum við einnig Vapomatic sem er fyrirtæki í eigu John Deere en þeir afgreiða varahluti í allar gerðir dráttarvéla á mun betra verði en annar staðar þekkist. Þeir eru með gríðarlega stóran lager og bjóða stuttan afgreiðslutíma. Loks kynnum við einnig MX, sem er franskur framleiðandi sem framleiðir ámoksturstæki, frambúnaði, skóflur, greipar og fleira fyrir yfir 7.000 dráttarvélategundir. Búnaður frá þeim kemur sem heildarlausn þannig að ásetningartími er stuttur,“ segir Sigurður að lokum. 97


VOR – félag framleiðenda í lífrænum búskap

Bjart fram undan með líffræðilegri fjölbreytni og sjálfbærni VOR, Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap Vallanes, 701 Egilsstaðir Sími: 899 6228 Netfang: verndunograektun@ gmail.com Vefsíða: www.facebook.com/ VOR-Verndun-ogræktun-

Upp úr 1970 varð, víða um heim, vakning í lífrænni ræktun og ýmiss konar búskap tengdum henni. Skuggahliðar efna- og lyfjavædds landbúnaðar voru að koma æ betur í ljós, einhæf og þéttbær ræktun lands var farin að skaða umhverfið og verksmiðjubúskapur með búfé sætti vaxandi gagnrýni, m.a. vegna skertrar velferðar dýranna. VOR – aðdragandi að stofnun félagsins Lífræna vakningin barst vissulega til Íslands á þessum árum og um og upp úr 1980 fór þeim fjölgandi sem stunduðu lífrænan búskap, þó mjög hægt til að byrja með. Flestir þeirra höfðu meiri eða minni tengsl við Sólheima í Grímsnesi þar sem Sesselja Sigmundsdóttir hóf lífræna ræktun um 1930 í anda frumkvöðlanna í Evrópu, og eftir því sem best er vitað, byggði upp í Sólheimum fyrsta lífræna býlið á Norðurlöndum. Framámenn íslensks landbúnaðar gáfu þessari þróun ekki mikinn gaum á þeim árum og það var ekki fyrr en um 1990 sem breytinga verður vart. Sá sem þetta ritar lagði til haustið 1992, við undirbúning ráðunautafundar Búnaðarfélags Íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, að lífræn ræktun yrði, í fyrsta skipti, tekin fyrir á dagskrá þessarar helstu fagráðstefnu landbúnaðarins. Það gekk eftir, undir liðnum Umhverfisvænn búskapur, strax á fyrsta degi 9. febrúar 1993, en þar var Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Héraði, á meðal frummælenda með erindið Lífræn ræktun – reynsla bónda. Skömmu eftir ráðunautafundinn 1993 höfðu Eymundur o.fl. félagar hans samband við Jónas Jónsson búnaðarmálastjóra og óskuðu eftir liðsinni Búnaðarfélags Íslands við stofnun félags framleiðenda lífrænna afurða. Jónas tók þessum beiðnum strax vel, kallaði mig, þá einn landsráðunautanna í Bændahöllinni, inn á skrifstofu sína, og bað mig að aðstoða þessa bændur við stofnun félags. Þar sem ég var þá þegar orðinn áhugamaður um þessi mál tók ég beiðninni að sjálfsögðu vel og byrjaði á því að ­hringja í Eymund sem ég þekkti sem einn af mínum ágætu nemendum í Bændaskólanum á Hvanneyri 20 árum áður. Skemmst er frá að segja að fljótlega var stungið upp á að ljúka stofnun félagsins um sumarmál, en áður hafði undirbúningstofnfundur verið haldinn og töluverð vinna lögð bæði í drög að lögum félagsins og framleiðslureglur fyrir lífræna búskaparhætti. Á þeim tíma var ekki hægt að fá vottun hér á landi en með stofnun Vottunarstofunnar TÚN ehf. árið eftir, 1994, sköpuðust skilyrði til þess. 98

Verndun og ræktun – VOR Mánudaginn 26. apríl kl. 13 var stofnfundur félagsins og samþykkt að heiti félagsins yrði Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, skammstafað VOR. Tilgangur félagsins væri að efla lífrænan landbúnað á Íslandi, að vera vettvangur umræðna um lífrænan landbúnað og gæta hagsmuna þeirra sem hann Ræktun á rauðrófum Móður Jarðar í Vallanesi. stunda. Stofnfélagar voru þeir 7 Mynd / Vallanes ræktendur sem þarna voru saman komnir en þeir voru eftirtaldir: • Guðfinnur Jakobsson, Skaftholti • Eymundur Magnússon, Vallanesi • Þórður G. Halldórsson, Akri • Kristján Oddsson, Neðra-Hálsi • Hjörtur Benediktsson, Náttúrulækningafélagi Íslands, Hveragerði • Sveinn Kjartansson, Sólheimum í Grímsnesi • Guðmundur Sigurfinnsson, Hæðarenda Þeir þrír fyrsttöldu voru kjörnir í stjórn félagsins og var Guðfinnur formaður. Fyrirmynd að reglum um lífrænan landbúnað var sótt til IFOAM og til norskra vottunarreglna. VOR aðili að Bændasamtökum Íslands Margt hefur þó áunnist á þeim 25 árum sem liðin eru síðan félagið var stofnað, svo sem stofnun Fagráðs í lífrænum búskap 1997 ásamt fleiri aðilum, og fyrr á þessu ári formleg aðild að Bændasamtökum Íslands. Auk Guðfinns Jakobssonar í Skaftholti hafa gegnt formannsstöðum þeir Þórður G. Halldórsson á Akri og Gunnþór Guðfinnsson í Skaftholti. Núverandi formaður félagsins er Eygló Björk Ólafsdóttir í Vallanesi. Að mínu mati er bjart fram undan; vaxandi neytendavænn markaður fyrir lífrænar afurðir, alþjóðleg viðurkenning á framlagi lífrænnar ræktunar til að draga úr mengun og sporna gegn hlýnun jarðar, og síðast en ekki síst geta lífrænir búskaparhættir stuðlað að líffræðilegri fjölbreytni og sveitabúskap í landinu með sjálfbærum hætti. Höfundurinn, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, var landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap um 20 ára skeið og er fulltrúi Íslands í Evrópuhópi IFOAM.



Gæði - alla leið! ÍSLENSKA SVEITIN OG SS - FYRIR ÞIG

ÁRNASYNIR

Stefán Geirsson og Silja Rún Kjartansdóttir í Gerðum eru hluti þeirra 900 bænda sem eiga SS.

Oddur Árnason KJÖTMEISTARI ÍSLANDS 2018

„Til að skapa afbragðs SS kjötvörur þá eru gæði hráefnisins og uppruni lykilatriði. Vönduð vinnubrögð góðra bænda ásamt réttri meðhöndlun tryggja að kjötvörur frá SS skila gæðum alla leið á diskinn þinn.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.