Fréttabréf

Page 1

Fréttabréf Mentors Nóvember 2009

Mentor ehf. Síðumúla 13, 108 Reykjavík, Sími: 5205310, Fax: 5205315, mentor@mentor.is

Námsframvindan Nú eru um 50 skólar á Íslandi og 150 skólar í Svíþjóð byrjaðir að nota Námsframvinduna. Námsframvinda nýtist í námsmati í öllum námsgreinum og auðveldar hún kennurum að fylgjast með framvindu nemenda og skipuleggja faglegt starf. Markmiðin og mat kennara eru sýnileg nemendum og foreldrum. Stöðug þróun er í Námsframvindunni og er aðaláherslan í dag á fjölbreyttar skýrslur til útprentunar.

Hér fyrir neðan má sjá aðrar nýjungar í Mentor nú á haustdögum.

Viðhengi í heimavinnuáætlun Nú er hægt að setja viðhengi í heimavinnuáætlun á Mentor.is. Nemendur geta opnað viðhengin heima og unnið verkefnin t.d. í stílabók eða í tölvu.

Nemendur skila verkefnum rafrænt Nemendur geta skilað verkefnunum rafrænt inn í verkefnabók þegar kennarinn er búinn að opna fyrir rafræn skil nemenda í verkefnabók. Verkefnið verður ekki sýnilegt nemendum og foreldrum fyrr en kveikt hefur verið á ljósaperunni. Viðhengi, verkefni komið frá nemanda Umsögn, kennari búinn að skrifa umsögn með verkefninu. Það þarf að vera kveikt á ljósaperunni til að verkefnið verði sýnilegt foreldrum og nemendum

Ef þið viljið að við opnum fyrir þessar nýjungar hafið þá samband við ráðgjafa Mentors.

Jákvæður orðabanki í dagbók Nú eru komnar tvær nýjar aðgerðir í Dagbókina, Orðabankinn minn og Orðabanki skóla. Fara þarf í skrá í dagbók til að sjá þær. Í Orðabankinn minn getur kennari búið til sínar eigin setningar og límt þær í textaboxið þegar hann vill nota þær. Í Orðabanki skóla er hægt að setja inn setningar sem allir starfsmenn hafa aðgang að og geta sótt og límt í textaboxið. (Gert í kerfisstjórn) Við ákváðum í samráði við nokkra skólastjóra og PBS sérfræðinga að setja inn í Orðabanka skóla nokkra jákvæða punkta sem hægt er að styðjast við þegar gefa á nemendum jákvæðar athugasemdir í dagbók. Þar verður einnig hægt að velja setninguna –Unnið eftir PBS kerfinu- Líma þarf setninguna í textaboxið. Jákvæði orðabankinn verður settur í alla skóla á Íslandi sem notar Mentor, auðvelt er að bæta við, breyta og eyða honum inn í kerfisstjórninni. Kær kveðja, starfsfólk Mentors

Molar Hjálpin Ef þið lendið í ógöngum í Mentor getið þið alltaf smellt á spurningamerkið. Þar er handbókin okkar með leiðbeiningum úr Mentorkerfinu.

Aðgangur foreldra/nemenda Athugið að foreldrar fara inn á sínu notendanafni og lykilorði og nemendur á sínu. Foreldrar geta skráð veikindi barna sinna og séð dagbókarfærslur en nemendur ekki. Ef skrá á í Leiðsagnarmat verður nemandinn að fara inn á sitt svæði og meta sig þar en ekki á svæði foreldranna. Hægt er að sjá aðgang nemenda á nemendaspjaldinu.

Mentor lokast eftir 40 mín Ef ekki er verið að vinna í Mentor í 40 mín samfleytt við að uppfæra, skrá eða vista, lokast kerfið sjálfkrafa. Mikilvæg gögn um nemendur eru á Mentor og því er nauðsynlegt að vera ávallt vakandi í öryggismálum. Eitt gott ráð: Ef þið ætlið að senda bréf td. til foreldra er ágætt að venja sig á að skrifa það í word og líma það síðan í textaboxið og senda.

Starfsmaður mánaðarins Karl Ragnar Juto eða Raggi er einn af forriturum okkar. Helstu áhugamál hans fyrir utan stundatöflugerð í Mentor  eru útivist og að vera með Elsu sinni. Hann varð þrítugur 17.nóv. sl. Til hamingju Raggi.

Heimasíðan okkar í vinnslu Við erum að vinna að nýrri og endurbættri heimasíðu.

Ábendingar vel þegnar Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna. Með ykkar aðstoð og ábendingum verður Mentorkerfið notendavænna og betra.

Sendið okkur línu á mentor@mentor.is eða hringið í  520-5310


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.