1 minute read
sýning föstudaginn 20. mars kl. 20:30
from Íbúinn 12. mars
by Íbúinn
Breytingar á dagskrá og engar heimsóknir á Brákarhlíð
Stjórnendur Brákarhlíðar tóku þá ákvörðun s.l. föstudagskvöld að loka hjúkrunarheimilinu tímabundið fyrir öllum heimsóknum, það sama á við um a.m.k. fl est hjúkrunarheimili á landinu. Er þetta gert skv. tilmælum frá Sóttvarnarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfi r á föstudaginn eftir að staðfest var að smit vegna Kórónaverunnar, COVID-19, hafði borist á milli einstaklinga innanlands. Staðan er endurmetin dag frá degi og verður fylgt fyrirmælum og leiðbeiningum frá fyrrgreindum aðilum ásamt því sem læknar heimilisins á HVE í Borgarnesi fylgjast grannt með framvindunni.
Advertisement
Öllum viðburðum sem vera áttu í samkomusal heimilisins hefur verið fundinn annar staður eða frestað þar til þessari óvissu sem uppi er hefur verið eytt.
„Við viljum þakka mikinn og góðan skilning á þessum einstöku aðstæðum sem við höfum mætt, frá heimilisfólki, starfsfólki og öllum ættingjum og vinum heimilismanna, það er ómetanlegt að fi nna það viðmót,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar.
Aðalfundi frestað Dagskrá riðlast víðar og er viðburðum frestað eða afl ýst vegna C-19 veirunnar.
Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni hefur frestað aðalfundi um óákveðinn tíma en til stóð að halda hann 15. mars nk.
Þá verður breyting á dagskrá hjá einhverjum stofnunum Borgarbyggðar.
Félagsstarf aldraðra lokað
Félagsstarf aldraða að Borgarbraut 65a verður lokað um óákveðinn tíma.
Matur verður keyrður út til þeirra sem hafa verið að nýta sér það úrræði í félagsstarfi nu. Starfsemi Öldunnar verður einnig skert næstu daga. Lokað var í dósamóttökunni á mánudaginn, en vinnustofan opin í samráði við starfsmenn. Vakin er athygli á því á vefsíðu Borgarbyggðar að búðin er lokuð.
Að læra að skrifa
Ritsmiðjur - Sunna Dís Másdóttir Miðvikudagana 11. og 25. mars kl. 19.30 til 22.30
Miðvikudagana 11. og 25. mars stendur bókasafnið fyrir ritsmiðjum í umsjón Sunnu Dísar Másdóttur. Hámarksfjöldi þátttakenda er 15 og aðgangur er ókeypis. Skráning er fyrirfram hjá Sævari héraðsbókaverði í síma 433 7200 eða á bokasafn@safnahus.is.