1 minute read

VII. Niðurstöður

Í þessari skýrslu höfum við bent á hæfniþætti, gloppur og framtíðaróskir frá sjónarhóli þriggja hagsmunaaðila í menntunargeiranum: nemendum, kennurum og fulltrúum frumkvöðlunar og nýsköpunar.

Niðurstöður sýna augljóslega að gjá er á milli hæfniþátta sem vinnumarkaðurinn þarfnast og kennslunnar sem nemendur fá. Við mælum með að menntastofnanir leggi meira af mörkum til að hvetja kennara til frekara samstarfi með viðskiptageiranum og að þær bjóði líka kennurum upp á að þróa kennsluhæfni sína. Rétt virðist að beina spjótunum að vandamálalausnum og raunverulegum aðstæðum. Hefðbundin aðferð fyrirlestra í takti við stafræna menntun, studd með leiðum leikrænunnar mundi þróa vissa hæfni hjá nemendum sem kæmu til góða við upphaf starfsferilsins og efla viðhorf frumkvöðlunar. Frumkvöðlamenntun og –fög gætu innifalið líka hæfniþætti frumkvöðlunar og hugarfar tengt henni, og hugsa minna um hjálpargögn og aðferðir til að stofna fyrirtæki þar sem frumkvöðlun er ekki allra, en allir þyrftu að bera skynbragð á frumkvöðlun.

Advertisement

Eftir að COVID-19 faraldurinn skall á vorið 2020 á það enn frekar við í samhengi dagsins í dag að menntun á netinu býður upp á nýja námsmöguleika sem yngri kynslóðin þráir. Leikræna hvetti til þátttöku og samkeppni sem nemendur nefndu sem eina tegund hvatningar til þess að læra og efla frumkvæðislegt hugarfar.

Í rannsókninni kom fram mikilvægi sköpunar og skapandi vandamálalausna sem hvatar fyrir frumkvöðlun og nýsköpun. Einnig sáu nemendur mikilvægi þjónustulundar við viðskiptavininn og að skilja þarfir hans og verða almennt meira neytendahneigð. Einnig kom fram gagnsemi þess að nota skapandi vandamálalausnir og mannmiðaðar hönnunaraðferðir eins og hönnunarhugsun (design thinking) til þess að efla nýsköpunarmöguleika sprotafyrirtækja og fyrirtækja almennt.

Því er næsta eðlilega skref CTMOOC-verkefnisins að fjalla um gjárnar og þróa nýstárlegri aðferðir fyrir kennara og nemendur á æðri menntastigum, og frumkvöðlum, til að svara núverandi þörfum viðskiptalífsins og hvetja almennt til nýsköpunar. CDTMOOC-verkefnið mun horfa til leikræns MOOC sem valkost til að ná þessu markmið.

IO1. Skýrsla um gagnasöfnun

This article is from: