synd sem krabbamain

Page 1

Synd sem krabbamein

Hvað er synd? Allt sem er ekki af Guði er synd. Allt sem er ekki gert samkvæmt hans vilja er synd. Allt sem við gerum án þess að spyrja hann fyrst er synd. Og syndin heldur þig frá Guði. - Vá! Hvað er ekki synd? Syndin er ekki bara eitthvað hræðilega slæmt, syndin er allt sem gengur gegn vilja Guðs. Synd er algjörlega óaðgreinanlegur hluti af hverjum manni. Við syndgum öll og við erum öll syndarar, samkvæmt Biblíunni. Við gerum öll slæma hluti, við setjum öll sjálf okkur í fyrsta sæti, ekki aðra og ekki Guð. Það er synd! Það er svo rótgróið í okkur að syndga að við komumst ekki hjá því. En Guð í raun biður okkur ekki um að syndga ekki, hann veit við erum ófær um það án hans hjálpar. Biblían segir að jafnvel með hans hjálp munum við ekki lifa syndlausu lífi, til þess þyrftum við að vera fullkomin. Við getum hinsvegar fengið að sleppa við afleiðingarnar af syndinni með því að taka við honum. Og smátt og smátt getum við meira að segja, með hans hjálp, syndgað minna. Aðallega því munum hafa þá þrá að gera hans vilja. En við verðum aldrei syndlaus.


Af hverju halda margir að synd sé ákveðin verk, ef Biblían segir annað?

Jú margir halda að synd sé eitthvað ákveðið, til dæmis ákveðin gjörð, og það væri einfalt ef svo væri, ekki satt? Kannski væri hægt að skrifa bara lista og allir fylgdu honum. Margir prestar og kennarar hafa reynt að einfalda útskýringar á synd með því að segja “jú þetta er synd, en ekki þetta”. Fólk er einfalt og vill hafa hlutina einfalda og margir sem reyndu að kenna þetta áður höfðu einfaldlega aldrei viljað átta sig á því að þeir voru sjálfir syndarar. Það hafði í raun aldrei sest að í sálu þeirra. Það er ekki fyrr en það gerist sem fólk áttar sig á hvað synd í raun er. því hefur þessi misskilningur um hvað synd er fests í sessi. Margir sem kenna öðrum finnst þeir þurfa að vita allt um viðfangsefnið. Jafnvel hafa unnið sigur á því, sé það slæmt, til að kenna það. Eins og vísindamenn sem kenna vísindi segja; “heimurinn varð svona til......”. Í stað þess að segja “tja við vitum svo sem ekki allt, en hér er ein kenning...”. Það er auðvelt að reyna að fylla í eyðurnar ef þér finnst þú eiga að vita eitthvað. En þá erum við ekki að kenna sannleikann, brátt förum við að kenna lygi. Kannski eru prestar ekkert betri en aðrir kennarar. Sumir þeirra eru ekki alveg búnir að tækla viðfangsefnið “synd” og svo virðist samkvæmt sögunni að þeir hafi farið að kenna að synd væri ákveðin verk, illar gjörðir. Það er auðveldara að vera kennarinn sem segir: “Hérna, krakkar, listinn yfir hvað er synd og fylgið þessu svo!” (En á þeim lista kemur varla fram þetta: “að þykjast vita það sem Guð einn hefur þekkingu á.”) Við höldum almennt að við séum þokkalega góð og segjum því “synd er þetta vonda sem fólk gerir” en þegar við áttum okkur, þegar ljósið rennur upp fyrir okkur, þá skiljum við Biblíuna betur og við skiljum hve allsráðandi syndin er í lífinu. Og í okkur öllum.


Góður kennari, sem veit að hann er syndari, myndi útskýra syndina betur en sá sem trúir að hann sé ekki syndari. Hann myndi jafnvel nefna dæmi úr eigin lífi (það myndi um leið draga úr höfuðsynd hans, og allra, sem er stoltið). Tja, góður kennari, eins og Guð? Um hvað er Biblían, þessi kennslubók Guðs? Hún er algjörlega um þetta: Dæmi um synd! Dæmi ekki úr hans lífi, heldur úr lífi manna. Ekkert nema dæmi eftir dæmi eftir dæmi. Adam beit í eplið og reyndi að kenna Guði um, hann sagði “Æ heyrðu, Guð ég beit í ávöxtinn af því að konan sem ÞÚ gafst mér gaf mér bita!” Úps! Biblían er öll svona, ekkert nema vandræðalegar sögur af mislukkuðum konum og körlum. En inn á milli gera þessar mislukkuðu manneskjur stórkostlega hluti þegar þau fylgja Guði.

Að fylgja og treysta Guði eða að hafa skrifuð lög

Guð reyndi að einfalda þetta fyrir mönnum með syndina. Hann vissi að mennirnir gætu ekki verið syndlausir. Hann margreyndi að útskýra það gegnum spámenn sína en endaði á að nota aðferðina að sýna þeim leiðina sem var ómöguleg. Þetta er svolítið eins og að segja barni að eitthvað sé ekki hægt en það eina sem barnið tekur í mál er að komast að því sjálft. “Elskan mín við verðum að nota bílinn til að draga þetta tré!” Barnið: “Pabbi sjáðu mig, ég get það alveg”, það er þrjóskt og já það veit ekki það sem foreldrið veit. Guð veit allt og samanburðinum vitum við lítið sem ekkert. Stundum verðurðu að leyfa barninu að toga í tréð þar til að það rennur upp fyrir því að það er ekki hægt að bifa því. Það er auðveldar og áhrifameira en að sannfæra barnið um að setjast í bílinn, barnið lætur ekki


segjast fyrr en það fær að prófa sjálft. Guð leyfði mönnunum að reyna að lifa syndlausu lífi, en það mistókst. Hvernig gerði hann það? Hann gaf það sem þeir vildu, hann gaf þeim lögmál Móse, ein erfiðustu lög sem nokkur maður gat framfylgt. Boðorðin voru ekki bara 10, þau voru og eru, 613. Sex hundruð og þrettán!! Ég á bágt með að halda aftur af að flissa þegar fólk spyr mig hvort ég fylgi boðorðunum! Ég er ekki Gyðingur, og sem betur fer, er ég frelsuð undan því að fylgja þessum 613 boðorðum. Guð hjálpi þeim sem þurfa enn og ströggla enn við að framfylgja þeim. Það er ekki einn einasti sem getur það! En jafnvel lögmálin kenndu mönnum ekki hvernig ætti að vera syndlaus. Synd er ekki einhver ein gjörð og ekki 613. Synd hjá einum getur verið saklaus hjá öðrum. Segjum sem svo að Guð segi einhverjum að brjóta og bramla eigur annarra, niðurlægja það opinberlega með svipu, og henda peningum þeirra á jörðina? Jafnvel taka kvikfénað þeirra og reka á brott? Ef Guð segði okkur að gera það, er það þá synd? Nei ekki samkvæmt skilgreiningunni. Og var Jesús ekki sagður syndlaus maður? Jú og þetta er akkúrat nokkuð sem hann gerði. Hann reiddist og gekk um brjótandi og bramlandi í hofinu í Jerúsalem þegar hann sá að það var notað sem Kringla þess tíma. Þar sem að Biblían segir að hann hafi lifað syndlausu lífi þá er greinilegt að þetta voru ekki mistök af hans hálfu, hann gerði alltaf það rétta. Það er að segja hann fylgdi Guði í einu og öllu. Mennirnir eru syndarar, voru syndarar og urðu enn meiri syndarar eftir að þeir fengu lögmál Móses. Því þeir sögðu að þeir gætu framfylgt því og sloppið við að fylgja Guði dag frá degi. Þeir kusu að halda sig við bókina, “syndalistann” (eða ætti að kalla þetta “what not to do – list”?). Fólk sem hefur ekki tekið við Kristi þarf enn að fylgja þessu lögmáli og verður dæmt samkvæmt því. Af verkum ekki af náð því það vill reglurnar frekar. Því það vill ekki gefa sig Guði. Það er ekki hægt að segja eitt sé synd og ekki annað. Jesús talaði um það í Biblíunni að það væri ómögulegt að vera syndlaus, syndin er komin til að vera. Og hann sagði líka að lögmálið, boðorðin væru óframkvæmanleg með öllu. Hann vildi að menn vissu að það var ekki hægt að lifa fullkomnu lífi því að við gerum öll mistök og enginn, ekki einn, er réttlátur.


Verðum við að játa að við séum syndarar til að skilja og fylgja Guði?

Ákvörðunin um að verða fylgjandi Krists mörgum erfið. Það að fylgja er í fyrsta lagi erfitt, það hljómar sem kvöð. Við erum náttúrulega þrjósk, það er eðli okkar að standa með sjálfum okkur, sýna mótþróa þar til að við gefum okkur. Við skoðum hlutina vel, við fylgjum ekki í blindni. Þetta er allt eðlilegt og gott, við viljum gagnrýna hugsun. Þess vegna velur enginn að fylgja Guði eftir að hann metur kosti og galla þess “að fylgja þessari almáttugu veru”. Það er meira sem gerist. Þegar ég er spurð eitt sinn af hverju ég tók þessa ákvörðun að frelsast, gat ég ekki svarað. Þetta var ekki ákvörðun, þetta bara gerðist. Það að trúa, vita, var ekki meðvituð ákvörðun frekar en að trúa á sólina, hún er bara þarna. En ákvörðunin að fylgja Guði tók lengri tíma, það var ákvörðun. Ég man að hér áður fyrr var ég hissa að það var til vel gefið fólk sem var einnig frelsað, mér fannst þetta fáránleg “ákvörðun”. Að fylgja Jesú, af hverju gerir skynsamlega þenkjandi manneskja það? Ó, kannski er hún/hann bara svona góð/góður? Það var eina niðurstaðan sem ég komst að. - Tja það útilokar mig, ég mun aldrei fara þessa leið, glætan. Nenni ekki að vera þessi týpa. “Holier than thou”. En svo breyttist allt og ég vissi að allt sem ég hélt var rangt, þetta fólk var ekkert betra en ég. Við fylgjum honum eftir að hann kemur inn í líf okkar og umbreytir okkur. Þeir sem reyna að fylgja Guði af einhverri óljósri kvöð, skyldurækni, eða þeim “finnst” þeir “eigi” að gera það. Þessir hafa ekki tekið hann inn í líf sitt og eru hálfu verri en syndararnir sem hafna honum. Þeir geta með tímanum orðið sem farísearnir í Biblíunni, horft niður á aðra, án þess að skilja að þeir eru jafns slæmir sjálfir. Þeir þjóna Guði en hafa ekki tekið hann inn í sig og treysta ekki loforðum hans. Þeir sigla undir fölsku flaggi. Jesús sagði “ég kom ekki til að kalla réttláta heldur syndara” en hann sagði líka að allir væru


syndarar. Þannig gefur að skilja að hann kom ekki til að kalla þá sem töldu sig réttláta, heldur hina sem vissu að þeir voru það ekki. Hinir höfðu engan áhuga á honum. Þeir sem halda að þeir séu réttlátir (til dæmis því þeir þjóna Guði með verkum), þetta fólk kennir öðrum að gera málamiðlanir og “túlka” Biblíuna því það trúir því sjálft að það sé nauðsynlegt. Eins og loforð Guðs séu óskiljanleg með öllu. Þeir skilja ekki að frelsaður maður við hlið þeirra hefur fengið lykilinn að Biblíunni með gjöf heilags anda sem gefur æðri skilning. Það er ekki hægt að skilja það fyrr en það gerist hjá manni sjálfum. Þetta þýðir ekki endilega að þetta sé vont fólk, þetta er bara ekki frelsað fólk og hefur Krist ekki í sér, hvort sem þeir fara í kirkju, gera góð verk, eða slíkt. Þetta fólk á ekki að kenna um Guð eða hvað synd er. Það hefur ekki til þess umboð frá Guði. Til eru menn sem hafa stúderað Biblíuna allt sitt líf og vita ENN ekki hvað Guð vill. Maður sem tekur Guð inn í sig getur haft meiri skilning á Guði á EINUM DEGI en háskólanemi sem lærir guðfræði í nokkur ÁR. Jesús sagði við faríseana “sauðir mínir þekkja mig og þeir fylgja mér”. En hann vissi að þeir voru ekki sauðir hans, þeir vissu ekkert hver hann var, ef þeir þekktu Guð hefðu þeir þekkt hann. Þetta voru mennirnir sem leiddu trúaða menn á þessum tíma, túlkuðu orð spámannanna. “Kirkja” þess tíma má segja. En hver og einn á að fylgja Guði og dýrka hann í anda, því hann er andi, hann er ekki í hofum eða kirkjum. Þeir sem trúa ekki hafa einfaldlega ekki orðið fyrir þessari reynslu að taka Guð inn í líf sitt. Guð kemur, það bara gerist, fólk umbreytist, það bara gerist. Óskiljanlegt, en skiljanlegt þeim sem hafa upplifað það. Það er mergurinn málsins. Þeir sem höfðu Guð í lífi sínu á þessum tíma og trúðu á, og væntu, komu Messíasar vissu um leið hver Jesús var. Þeir fylgdu honum án þess að hika. Sumir stoppuðu í miðju verki og bara gengu á eftir honum, fóru frá öllum eigum sínum og fjölskyldu. Ímyndaðu þér að hitta Guð, bara einn daginn, hve öflug lífsreynsla það var! En í dag getum við það enn, við getum það og gerum það, ekki í persónu ekki enn. En við sem tökum hann inn í líf okkar þekkjum hann jafnvel enn betur en fólkið á þessum tíma, með hjálp heilags anda. Ég man að eitt sitt öfundaði ég lærisveinana tólf, seinna skildi ég að þeir höfðu ekki eitt sem ég hef fengið, þeir höfðu Jesús ekki í sér. Ekki fyrr en eftir að hann dó, reis upp og gaf þeim heilagan anda. Enda skildu þeir ekki allt sem hann kenndi fyrr en eftir þann tíma. Það er ekkert erfitt að sjá það, maður sér það á spurningunum sem þeir lögðu fyrir Krist áður en hann dó. Eftir að andinn kom skildu þeir ekki bara, þeir báru vitni og voru sem hann!


Pétur predíkar

Æ, ég get sagt svo margt um Jesú en það er ekkert í raun sem við getum sagt eða gert til að sannfæra aðra um að bjóða honum inn. Bara þetta að segja “bjóða honum inn” er skrítið í eyrum annara og hægt að koma með skemmtilegar klúrar athugasemdir ;) – og þær eru alls ekki fjarri sanni því að reynslan er ekki ólík því að byrja í ástarsambandi! Við getum bent þeim á kosti og galla, en á endanum er það alltaf þetta sem stoppar: Að gefa sig á vald einhverju öðru en sjálfum sér og á sama tíma að átta sig á, og viðurkenna, að maður er syndari. Það gengur gegn öllu sem manninum er kennt. Það er ekki “eðlilegt”, það virðist fásinna og það hefur ekkert aðdráttarafl. Af hverju ætti maður að gera það? Svarið er ást. Það er eina ástæðan, þú gerir það því þú verður ástfanginn af Kristi. Það rennur upp fyrir þér ljós, þetta er áhrifameira en nokkuð annað sem gerist í lífi þínu fyrr og síðar. Þess vegna kalla sumir það endurfæðingu, allt sem þú vissir áður er gjörbreytt.


Verður maður þá ekki syndlaus? Fjallar þetta ekki um að “verða góður”?

Orðið synd er eitthvað sem fær vantrúaða til að ranghvolfa augunum. Fólk sem trúir ekki heldur að Kristnir menn haldi að þeir séu heilagari en aðrir. Jú sumir halda það, en þeir sem eru frelsaðir halda það ekki. Ég fæ svo oft þessa spurningu frá fólki sem þolir ekki að heyra að ég sé “frelsuð”: “Heldur þú þá að þú sért eitthvað betri en aðrir?” Nei, það held ég ekki og myndi aldrei segja það og fólk sem þekkir mig veit að svo er ekki. EN reyndar hélt ég að ég væri betri en margir aðrir þegar ég trúði ekki, sem er annað mál. En nú, í dag, veit ég að ég er ekki betri en neinn annar. Trúaðir vita að þeir eru syndarar og það er það sem aðgreinir trúaða og vantrúða. Vantrúaðir halda að þeir séu nokkuð góðir, kannski ekki fullkomnir en almennt eru þeir að reyna sitt besta. Ég þekki marga sem eru ekki endurfæddir en gera meiri góðverk en ég. En það sem ég tek eftir eru áhyggjurnar, kvaðirnar og þessi ranghugmynd að það sé nauðsynlegt að vera góður. Ég verð þreytt á að horfa á þetta fólk, þvílíkur þrældómur. Sumir verða bitrir með tímanum ef þeir hafa ekki þakklæti fyrir óeigingjörn verk sín. Ég starfa á hjúkrunarheimili og hef heyrt setningar svipaðar þessari frá gömlu fólki sem veit að hið óumflýjanlega nálgast: “Ég gerði mitt besta, ég hef lifað góðu lífi, þetta er orðið ágætt. Ég hef gert allt sem mig langaði til og eignast mín börn.” En það er einhver biturleiki til staðar, vita þeir að þeir hefðu getað gert meir? Vita þeir að þeirra besta var ekkert svo sérstakt? Vita þeir að flest öll þessi verk voru gerð af skyldurækni, en ekki af því þeir væru einhver María Theresa að innan? Svo hef ég heyrt þá sem eru trúaðir segja “loksins fæ ég að hitta Skaparann minn!” með bros á vör. Það er enginn biturleiki og þetta fólk deyr oftast hraðar, sem er oft gott á þessu stigi. Það berst ekki gegn neinu, það bara leyfir því að gerast. Sumir hafa hlakkað lengi til! Það er sannarlega munur á fólk sem er frelsað og hinum.


Trúaðir vita að þeirra besta er alls ekki nógu gott og eru því ekkert að velta sér alltof mikið uppúr þessum “verkum” og því að vera góðir. Þeir vita að án Guðs eru þeir ekkert. Þeir eru fyllilega sannfærðir um að þeir séu syndarar. Og venjulega fyllir trúin þá með tímanum af meiri sannfæringu hve miklir syndarar þeir í raun eru því Jesús minnir mann gjarnan á gallana í gegnum tíðina, bara svona til að halda manni í formi. Trúaðir gera góða hluti en þeir vita að það er Guð sem er að störfum, ekki það sjálft. Guð fær heiðurinn. Hvers vegna er ákjósanlegt að verða kristinn? Ef ég get ekki notað rök, hver er tilgangur þessa pistils?

Jú það eru ein rök sem mig langar að reyna og hér koma þau: Ef þú veist að það sem er ekki af Guði er synd þá er mögulegt fyrir þig að forðast hana, takir þú hann inn í líf þitt. Því þá getur þú einfaldlega spurt Guð. Synd er ekki bara slæm í augum Guðs, hún er okkur sjálfum slæm og það er það sem er aðal ástæða þess að þú vilt hana í burtu. Hún er allt það sem eyðileggur okkur í lífinu, hún er sem haldreipi hins illa á sálu okkar. Þangað til við áttum okkur á að við erum syndarar og að við getum ekki sleppt því að syndga án Guðs hjálpar, þangað til erum við þrælar djöfulsins. Við erum þrælar einhvers sem er ósýnilegur og vill tortýma okkur. Öll okkar þrá, allt sem við finnum innra með okkur og þessi óljósa vissa um hvað er fagurt, gott og fullkomið, þessi óljósa vissa sem allir menn hafa um hvað það er sem veitir okkur hamingju. Það er litað af þessum þrældómi. Það er eins og að vera keðjaður við vegg og fá aldrei frelsi. Og það versta er að þrælahaldarinn reynir allt hvað hann getur til að halda okkur “sáttum” og lýgur jafnvel því að engin keðja sé til staðar. Hans hagur er í því að við vitum ekki af honum. Hann sýnir okkur smá andvarp, skugga, enduróm af því sem er gott og fullkomið. Hann gefur okkur smá, bara svo við biðjum ekki um meira. Og ef við viljum meira þá kippir hann í keðjuna ósýnilegu.


En við höldum að það séum við sjálf sem er okkar versti óvinur. Við höldum að vegna takmarkana okkar gangi ekki allt upp. Eða við höldum að í raun sé þessi þrá innra með okkur ekki rétt, bara ímyndun og þrá eftir hinu ófáanlega. Af hverju að þrá meir, ef þetta er allt of sumt? Af hverju ekki að njóta líðandi stundar? Hér er margt gott. En smátt og smátt upprætir þetta okkur því hjarta okkar þekkir sannleikann, við vitum að það er eitthvað meira. En við getum ekki fengið það út af þessari keðju sem heldur okkur. Það má segja að keðjan sé syndin og syndin kom inn í heiminn með lyginni sem var að það væri ekki æskilegt að fylgja Guði.

Syndin er sem krabbamein

Guð býður okkur einungis sannleikann. Við munum sjá okkur sjálf og okkar skítlega eðli, já, en með því fæst frelsið. Það er betra að vita af syndinni og vita að þú ert syndari en að halda að þú sért það ekki, eða vera kannski óviss og ýta hugsuninni frá sér. Þetta er eins og að fara til læknis eftir löng veikindi. Einn læknir kann að segja: “Mér þykir leitt að segja þér það en þú ert með krabbamein. En hér er meðferðin, þetta er það sem þú þarft að gera og á endanum muntu verða fullkomlega hamingjusamur og heilbrigður. Ég lýg ekki, leiðin verður stundum erfið, en ég mun standa með þér allan tímann”. Annar læknir kann að segja: “Það er ekkert að þér sem ég finn, það er ekkert hægt að gera við þessum einkennum, þau eru algeng, þú getur prófað þetta og þetta en ég get ekki ábyrgst að þú finnir bót meina þinna. Í raun er þetta nokkuð sem þú verður að lifa með og sætta þig við - og veistu hvað ég held? Það finna allir fyrir þessum einkennum en þeir eru sáttir og halda áfram að lifa skilurðu? Lifðu með þessu og hættu að vona að þú lagist eða eitthvað breytist, ókei? Næsti!”.


Hvorn lækninn viltu? Þann sem segir þér sannleikann en hefur það að leiðarljósi að lækna þig, eða hinn sem gerir ekkert, sannfærir þig um að ekkert sé hægt að gera og er í raun alveg sama um þig? Það góða við að taka Guð inn í sig er að byrja þetta ferli með það fyrir augunum að geta breyst. Það er eins og að fatta að allt sem maður hélt að maður væri, jú maður er það (og margt verra, sem Guð sýnir manni oft pínu seinna ekki strax) - EN jafnvel þó það sé satt að maður sé ómögulegur á svo margan hátt, þá ER aðferð og leið til að breyta því. ÞAÐ er svo dásamleg upplifun að átta sig á því, að maður vill byrja strax. Og Guð byrjar strax, eins og hann hafi ekkert mikilvægara við tímann að gera en að vera manns eigin prívat “total make over” gaur! Brettir upp ermarnar með bros á vör. Fólk hefur sér stundum muninn samstundis á ytra útliti fólks sem hefur frelsast, því áhrifin eru svo stórkostleg! Hugsaðu um áhrifin hið innra! Hvað á að pæla mikið í syndinni?

Syndin er ógeðsleg en syndin er líka leiðinlegt orð og alltof margir velta sér upp úr því. Við getum ekki búist við því að hætta að syndga einn, tveir og þrír. En við þurfum ekki að velta okkur upp úr því hvað syndin er eða hvað hún hefur gert í lífi okkar. Við getum játað hana Guði og beðið um hjálp hans til að takast á henni í lífi okkar. En við munum aldrei verða góð og aldrei syndlaus. Því er óþarfi að velt sér upp úr syndinni. Best er að festa augun á Jesú og láta hann leiða mann áfram. Hugsa um hið góða og leiðina framundan. Nú veistu af krabbameininu sem læknirinn sagði þér frá en þú þarft ekki að liggja á bekk hjá sálfræðingi og tala um það, lýsa því, teikna mynd af kvikindinu. Þú ert á leiðinni að verða heilbrigður og það að ræða meinið gerir þig bara niðurdreginn og dregur aðra niður. Ég trúi ekki á það að játa syndir sínar prestum í litlum klefum, til hvers? Er ekki nóg að játa þær Guði og biðja hann svo um að breyta þessum þætti í lífi okkar til hins betra? Sumir eru að játa sömu syndirnar aftur og aftur, til hvers? Ertu ekki ný vera í Kristi? Lærðu af mistökunum og haltu áfram. Ef þú breytir ekki hegðuninni eftir að þú


játar hana þá geturðu alveg eins sleppt því að játa. Þetta er eins og að blása lífi í krabbameinið þegar það ætti að vera á batavegi. Það frábæra er að Jesús dó fyrir syndir okkar. Hann fyrirgaf þær. Guð var búinn að sanna það að það var ekki hægt að lifa syndlaus og það var ekki hægt að fylgja 613 boðorðum, kannski tókst einhverjum það en það var ekki nóg til að vera uppfylltur, hamingjusamaur og frelsaður. Forsendurnar voru rangar, leiðin að hjarta Guðs var ekki sú rétta. Lesið Biblíuna, hún fjallar öll, hver einasti kafli (í gamla testamentinu sérstaklega) um fólk sem gerði mistök þegar það fylgdi ekki Guði. Sumir dóu, en aðrir urðu hetjur eftir að hafa klesst á marga veggi þar sem þeir reyndu að gera hlutina án Guðs og það gekk aldrei. Ekki í eitt sinn. Biblían fjallar um fólk sem gerir mistök. Mannlegt fólk, morðingja og svo framvegis. ekki syndlaust gott fólk. Ekki er einn góður - nema Guð. Þýðir það að Guð hafi ekki elskað eða hjálpað þessu fólki? Var hann að biðja það um að vera fullkomið eða var hann að reyna að segja “hættu þessu ströggli og fylgdu mér”? Syndin er ekki góð og hefur haft slæm áhrif á heiminn. Syndin er í öllum, þér á meðal annars. Heldur þú að þú sért frekar góð manneskja? Já og hvað með það? Ertu það góð manneskja á þínum eigin forsendum að þú eigir skilið að búa að eilífu með Guði og Kristi í Himnaríki? Stað sem er dásamlegri en nokkuð sem þín veraldlegu skilningarvit geta gert sér í hugarlund? Ef þér finnst það, þá ertu ekki tilbúinn að taka Jesú inn í þig. En ef þú hefur grun um að eitthvað sé bogið við þessa góðmennsku sem menn þykjast hafa, ef þér finnst þú sjálfur ekki vera fullkominn þá ertu að minnsta kosti á byrjunarreit. Athugaðu að þetta er á milli þín og Guðs, ekki fela þig á bakvið það hvað trúarbrögð hafi gert, eða ekki gert. Það er ekki endalaust hægt að skýla sér bakvið aðra. Margt fleira hefur verið í gert í nafni vísinda, siðblindir hafa gert slæma hluti. Ekki alhæfa um kristna menn og ekki halda að þú verðir sem þeir verstu.


Athugaðu líka að Guð biður þig aldrei um að gerast hluti af hóp og fylgja ákveðnum manni eða mönnum. Hann vill bara þig, hann vill náið persónulegt samband við þig. Segðu þessi orð: Jesús ég vil vita hvað það þýðir að taka þig inn í mig og leyfa þér að afmá syndir mínar og gefa mér eilíft líf. Ég skil ekki allt en bið þig um að hjálpa mér að skilja og hjálpa mér að elska og að breytast. Í Jesú nafni, ég býð þér inn í hjarta mitt, amen. (Góða ferð! Þér mun ekki leiðast!)

Ingibjörg Torfadóttir, 11.október, 2012.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.