viðbótar-
VERÐI TJÓN HRINGIÐ Í SÍMA
414 6671
HÆGT ER AÐ LESA MEIRA
UM TRYGGINGUNA OG
TILKYNNA TJÓN Á ELKO.IS
SKANNAÐU
VIÐBÓTARTRYGGING
ÞÍN TRYGGING EF ÓHAPP VERÐUR
Viðbótartryggingin er stundum góð viðbót eða eini möguleiki þinn á fullnægjandi tryggingu.
ELKO VIÐBÓTAR -TRYGGING NEYTENDALÖG HEIMILISTRYGGINGAR
FERÐATRYGGINGAR
Óhöpp*
Þjófnaður**
Eldingar, yfirspenna
Raki***
Eldsvoði
Framleiðslugalli
Fullur bótaréttur
Takmarkaður bótaréttur
Enginn bótaréttur
* Viðbótartryggingin bætir skemmdir sem hafa áhrif á virkni tækis af völdum óhappa og vegna skyndilegra óvæntra ytri atburða, sjá grein 3.1 og 3.2 í skilmálunum. ** Viðbótartryggingin bætir tjón sem verður vegna innbrota á heimili þitt, í sumarbústað eða á skrifstofuna þína, sjá lið 3.3 í skilmálunum. Ferðatryggingar bæta hins vegar þjófnað á ferðalögum. *** Viðbótartryggingin bætir skemmdir sem verða af völdum vökva. Hefðbundin heimilistrygging bætir eingöngu skemmdir í tengslum við leka á heimilinu en ekki vegna rigningar eða ef vökvi hellist á tækið. **** Viðbótartryggingin bætir bilanir og framleiðslugalla sem verða innan tryggingartíma eftir að verksmiðjuábyrgð rennur út og lengir í þeim tilfellum ábyrgð.
GOTT AÐ VITA:
Tryggingin gildir í tilvikum sem lög ná ekki yfir og bætir upp þar sem aðrar tryggingar eru ófullnægjandi.
Ferðatryggingin gildir aðallega á ferðalögum og bætir aðeins tjón sem aðrir valda. Bæturnar eru oft bundnar við fasta hámarksupphæð – til dæmis 150.000 kr.
Hefðbundin heimilistrygging bætir bruna, vatnstjón, innbrot og árásir. Ítarlegri heimilistryggingar bæta einnig tjón sem verða á heimilinu við fall eða byltur.
Ef ekki er um tjón að ræða gilda almennir skilmálar.
Sjá lið 12 í skilmálum ELKO á www.elko.is.
AUKIÐ ÖRYGGI FYRIR ÞIG
AF HVERJU AÐ VELJA VIÐBÓTARTRYGGINGUNA?
Öryggi fyrir nýju vöruna þína ásamt:
VÖRN FYRIR ÓHÖPPUM
Skemmdir sem verða fyrir slysni og hafa áhrif á virkni vörunnar.
VERND FYRIR INNBROTUM
Ef brotist er inn á heimili þitt, sumarbústaðinn eða á skrifstofuna.
NÝ VARA
Ef ekki er hægt að gera við vöru færð þú nýja með sömu eða sambærilegum eiginleikum. Sjá nánar lið 10.2 í skilmálum.
ENGINN AUKAKOSTNAÐUR
Engin aukakostnaður bætist við vegna viðgerða á vöru þó að vara sé viðgerð eða þú færð nýja vöru. Sé tjónið bætt með nýju tæki er trygging hins vegar fullnýtt. Hægt er að kaupa nýja tryggingu á nýja tækið.
ENGIN SJÁLFSÁBYRGÐ NÉ AFFÖLL
Ef skemmdir verða sem hafa áhrif á virkni vörunnar þá er vörunni komið í viðgerð eða henni skipt út fyrir nýja án sjálfsábyrgða og affalla. Hefðbundnar heimilis- og ferðatryggingar takmarka hins vegar bótaréttinn sé tækið eldra en 1 árs. Þar er venjulega greidd sjálfsábyrgð og getur verðmætarýrnun affalla verið 10% - 30% á ári.
HEIMAÞJÓNUSTA FYRIR STÆRRI OG ÞYNGRI VÖRUR
Ef þú býrð innan 50 km frá verkstæði bjóðum við upp á að sækja tækið heim til þín. Þetta á við um stærri heimilistæki, sjónvörp (32“ og stærri) og önnur tæki sem eru þyngri en 20 kg.
TRYGGINGIN GILDIR UM ALLAN HEIM
Það skiptir ekki máli hvort óhappið gerist heima, eða á ferðalagi – viðbótartryggingin gildir um allan heim. Sé viðbótartrygging keypt í systurfyrirtækjum ELKO á Norðurlöndunum þarf að hafa samband við þann umboðsaðila í hverju landi fyrir sig og tilkynna það þangað.
Tölvupóstfang: info@trygghetsavtal.se
SVÍÞJÓÐ NOREGUR
Tölvupóstfang: info@trygghetsavtale.com
DANMÖRK FINNLAND
Tölvupóstfang: info@tryghedsaftale.dk
Tölvupóstfang: info@happycare.fi
SÉ SKEMMDIN BÆTT AF ÖÐRUM TRYGGINGUM ÞÍNUM ÞÁ BORGAR VIÐBÓTARTRYGGINGIN SJÁLFSÁBYRGÐINA
Sjálfsábyrgð heimilistrygginga er há (í flestum tilfellum a.m.k. 18.000 eða 10% af andvirði tækis). Sé tjónið einnig bætt með heimilis- eða ferðatryggingu þinni getur þú tilkynnt tjónið til þíns tryggingafélags.
Viðbótartryggingin gildir einnig í þeim tilfellum en þú greiðir sjálfsábyrgðina af þeirri upphæð sem þú greiddir fyrir vöruna.
EF TJÓN VERÐUR
ÞANNIG FERÐ ÞÚ AÐ ÞEGAR ÞÚ VERÐUR FYRIR TJÓNI
1. Ef varan þín verður fyrir skemmdum fyrir slysni sem hefur áhrif á virkni tækis eða er stolið í kjölfar innbrots á heimili þínu, í sumarbústaðnum eða á skrifstofunni, vinsamlegast hafðu þá beint samband við Tryggingamiðlun Íslands (TMÍ) sem sér um úrvinnslu tjónamála. Flest mál eru leyst strax á meðan þú talar við þann sem tekur skýrsluna.
VINSAMLEGAST HAFÐU EFTIRFARANDI UPPLÝSINGAR VIÐ HÖNDINA:
Kaupnótu sem sýnir númer tryggingar og í hvaða verslun varan var keypt. Vöruna sjálfa - mögulega þurfum við upplýsingar um gerð og raðnúmer.
ÞJÓNUSTUVER TMÍ
Sími:
414 6671 / 553 6688
Tölvupóstur: tjon@tmi.is
Opnunartímar: virka daga frá 9 - 17 (16 á föstudögum)
2. Ef ábyrgð er í gildi og varan hættir að virka án nokkurrrar sjáandi ástæðu og engar skemmdir eru sjáanlegar á vörunni vinsamlegast hafðu samband við ELKO. Þá er væntanlega um bilun að ræða sem fellur þá líklega undir hefðbundna ábyrgð. Ábending: Oft má leysa vandamál með því að líta í leiðbeiningar sem fylgja tækinu.
Vinsamlegast hafðu samband við ELKO í síma 544 4000 ef einhverjar spurningar vakna varðandi viðbótartrygginguna.
ÞJÓNUSTUVER ELKO
Sími: 544 4000
Tölvupóstur: elko@elko.is
Opnunartímar: virka daga frá 10 - 18
Netspjall elko.is: alla daga frá 9 - 19
3. TMÍ tekur ákvörðun um hvort gera eigi við vöru eða skipta henni út fyrir nýja. Ef það er ekki hægt eða það borgar sig ekki að gera við vöruna þá færð þú nýja vöru með sömu eiginleikum.
Vinsamlegast athugið: Þegar þú færð nýja vöru fellur gamla tryggingin úr gildi, við mælum með að þú kaupir þá tryggingu á nýju vöruna.
4. Viðgerð eða ný vara er sótt þér að kostnaðarlausu í næstu ELKO-verslun. ELKO getur boðið heimakstur með þriðja aðila gegn greiðslu samkvæmt verðskrá hverju sinni.
HAFÐU SAMBAND VIÐ ELKO VARÐANDI ÁBYRGÐ OG ALMENNAR SPURNINGAR
Ef tækið hættir að virka án sýnilegrar ástæðu og það hefur ekki orðið fyrir tjóni svo vitað sé, getur verið um bilun í tækjabúnaði eða ranga meðhöndlun að ræða. Þegar um er að ræða bilun í tækjabúnaði sjást engar ytri skemmdir á tækinu og í slíkum tilfellum gildir ábyrgðin yfirleitt ef hún er enn í gildi. Að öðrum kosti bætir viðbótartryggingin bilanir eftir að verksmiðjuábyrgð lýkur.
Hafðu samband við ELKO í síma 544 4000 ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi viðbótartrygginguna.
TRYGGINGASKILMÁLAR OG KRAFA UM AÐGÆTNI
Til þess að tryggja að réttur þinn til bóta sé ekki felldur niður eða skertur, þarf að meðhöndla tækið af varúð til að koma í veg fyrir skemmdir. Tækið má til dæmis ekki nota í umhverfi þar sem augljós hætta er á tjóni eða flytja það án viðeigandi umbúða. Fylgja verður leiðbeiningum framleiðandans um samsetningu, uppsetningu, notkun, verndun og viðhald. Til þess að tjón í innbroti sé bætt þurfa að vera skýr merki um innbrot og lögregluskýrsla þarf að vera því til staðfestingar.
Einnig verða allar dyr og opnanlegir gluggar, staðsettir minna en 4 metra frá gólfi eða jörðu, að vera tryggilega lokaðir og læstir. Lykla má aldrei skilja eftir í skrám.
Komi í ljós að kröfum um aðgætni hafi ekki verið fylgt, skerðast bætur strax um 50%. Við alvarlega vanrækslu geta bætur fallið alfarið niður.
ALGENGUSTU ÁSTÆÐUR SYNJUNAR
EÐA SKERÐINGAR Á BÓTAKRÖFU ERU:
Tjón vegna skorts á aðgætni.
Tjón vegna meiriháttar óvarkárni.
Tjón vegna þess að öryggisreglum skv. notendahandbók var ekki fylgt.
GÆTTU ÞESS ÁVALLT AÐ TÆKIÐ SÉ MEÐHÖNDLAÐ
SKV. FORSKRIFT NOTENDAHANDBÓKAR.
SKILMÁLAR
NR. 0502-2
Viðbótartrygging er vátrygging fyrir raftæki sem seld eru í verslunum ELKO. Vátryggingin tekur til innri bilana í raftæki sem framleiðsluábyrgð eða neytendalög ná ekki yfir, sem og skyndileg og ófyrirséð ytri tjón, þ.e. ytri skemmdir vegna óhappa. Allt samkvæmt nánari skilgreiningum í þessum vátryggingarskilmála. Sölu- og þjónustuaðili vegna þessarar vátryggingar eru verslanir ELKO á Íslandi.
Orðið „félagið“ í þessum skilmála og tryggjandi þessarar vátryggingar er:
Trygg-Hansa Försäkring 106 26 Stockholm, org.nr. 516403-8662
útibú frá Tryg Forsikring A/S, CVR-nr. 24260666, Klausdalsbrovej 601, DK-2750 Ballerup, Danmörk.
Orðið „tjónsuppgjörsaðili“ í þessum skilmála á við um:
Tryggingamiðlun Íslands ehf.
Hlíðasmári 12
201 Kópavogi
Kt. 690597-2849 414 6693
www.tmi.is
1. gr. HIÐ VÁTRYGGÐA
1.1 Vátryggingin tekur til tækis þess sem tiltekið er á vörureikningi þess, sem jafnframt er staðfesting á vátryggingu. Hún tekur ennfremur til fylgihluta þeirra sem fylgja tækinu í þeim umbúðum sem það er afhent í.
1.2 Vátryggingin gildir eingöngu sé tæki til einkanota, þ.e. gildir ekki fyrir tæki sem notuð eru í atvinnu- eða rekstrarskyni.
2. gr. HINN VÁTRYGGÐI
2.1 Hinn vátryggði er kaupandi tækis hjá ELKO sem verður þá jafnframt eigandi þess og vátryggingartaki.
2.2 Verði eigandaskipti að hinu vátryggða tæki á vátryggingartímabilinu gildir vátryggingin fyrir nýjan eiganda ef eigandaskiptin eru lögmæt og tilkynning um þau er send til félagsins innan 14 daga frá því af þeim varð.
3. gr. BÓTASVIÐ
Vátryggingin bætir tjón sem stafar af: 3.1 skyndilegum og óvæntum göllum eða bilunum í innri virkni tækis, sem samningsbundin eða lögboðin ábyrgð nær ekki yfir. Með samningsbundinni ábyrgð er átt við sérstaka ábyrgð framleiðanda eða seljanda tækis. Með lögboðinni ábyrgð er átt við reglur neytandalöggjafar varðandi ábyrgð seljanda.
3.2 skyndilegum og óvæntum ytri tjónum, t.d. vegna óhappa í notkun, flutningi og geymslu. Með ytri tjónum er átt við utanaðkomandi högg eða áföll sem tækið verður fyrir og veldur á því skemmdum.
3.3 innbroti í læsta íbúð, sumarhús eða atvinnuhúsnæði. Það er skilyrði fyrir greiðsluskyldu félagsins að á vettvangi séu ummerki um innbrot og að lögreglu sé þegar í stað tilkynnt um innbrotið. Þessi vátrygging tekur ekki til innbrota í bifreiðar, hjólhýsi, vinnuskúra eða sambærilega staði.
3.4 bilun í kælitæki, frystitæki, þvottavél eða þurrkara þannig að innihald þessara tækja skemmist. Þessi liður bótaskyldu gildir í eitt ár frá kaupdegi og hámarksbætur eru kr. 30.000 í hverju tjóni.
4. gr. UNDANÞÁGUR FRÁ BÓTASKYLDU
Vátryggingin bætir ekki eftirfarandi: 4.1 Tjón sem stafa af eðlilegu sliti, rangri samsetningu, ónógu eða röngu viðhaldi.
4.2 Tjón sem ekki hefur áhrif á notkun eða virkni tækis og eru í eðli sínu smávægileg, s.s. rispur, beyglur, form eða litabreytingar og annað sambærilegt.
4.3 Tjón eða bilun á rekstrarvörum í tækinu, s.s. rafhlöðum, ljósaperum,
filmum, prenthausum, blekhylki eða sambærilegs.
4.4 Tjón sem orsakast af rafrænum vírus eða bilun í hugbúnaði tækis.
4.5 Vátrygging þessi bætir ekki neins konar óbein eða afleidd tjón, s.s. líkamstjón, afnotamissi, afhendingardrátt vöru, kostnað við að taka niður tæki eða setja upp né tjón á öðrum munum heldur en hinu vátryggða tæki, sbr. þó gr. 3.4.
4.6 Tjón sem kaupréttarleg krafa tekur til, svo sem ábyrgð eða önnur skuldbinding framleiðanda, heildsala, smásala, viðgerðarmanns eða annars aðila og fylgir tækinu við kaupin eða fylgir samkvæmt lögum, reglugerð eða ábyrgðaryfirlýsingum.
4.7 Kostnað vegna eðlilegs viðhalds, stillinga eða sambærilegrar þjónustu.
4.8 Galla í Plasma, LCD eða LED skjá þar sem lítið magn pixla hverfur og er innan almennrar viðmiðunarreglna eða vegna innbrenndrar myndar eða mynda á skjánum.
4.9 Tjón sem verður er vátryggður gleymir, týnir eða skilur eftir hlut á almenningssvæði.
4.10 Tjón sem stafa af kjarnorku, jónandi geislun, geislavirkum efnum, styrjöldum, borgarastríði, óeirðum
eða þvingunaraðgerðum stjórnvalda. Þá bætir vátryggingin ekki tjón af völdum jarðskjálfta, eldgoss, skriðufalla, snjóflóða, sjávarflóða eða annarra náttúruhamfara.
4.11 Tjón sem stafar af eldsvoða. Það telst ekki eldsvoði í skilningi þessarar greinar ef á hinu vátryggða tæki verða skemmdir sem stafa af bilun eða skammhlaupi í tækinu, s.s. sviðnun eða bráðnun.
5. gr. LANDFRÆÐILEGT GILDISSVIÐ
5.1 Vátryggingin gildir um allan heim.
5.2 Uppgjör tjóna fer eingöngu fram á Íslandi.
6.
gr. VARÚÐARREGLUR
6.1 Vátryggðum og þeim sem samsaga sig honum ber að fara eftir þeim varúðarreglum sem félagið setur í þessum skilmála eða á vátryggingarskírteini. Misbrestur á því getur leitt til skerðingar eða brottfalls bótaábyrgðar, skv. 26. gr. laga nr. 30/2004.
6.2 Varúðarregla: Fylgja ber fyrirmælum framleiðanda varðandi samsetningu, notkun, vernd og viðhald hins vátryggða tækis.
6.3 Varúðarregla: Sýna skal eðlilega aðgætni við vörslu hins vátryggða tækis, t.d. skilja það ekki eftir á svæði
þar sem augljós hætta er á tjóni og ganga eðlilega og skynsamlega frá tæki við flutninga eða aðra meðhöndlun.
6.4 Varúðarregla: Gæta skal þess að læsa tryggilega híbýlum eða öðrum geymslustað tækis þegar þessir staðir eru mannlausir, eða án eftirlits. Sjá til þess á allan skynsamlegan hátt að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang að hinu vátryggða tæki.
7. gr. ÁSETNINGUR OG/EÐA STÓRKOSTLEGT GÁLEYSI
7.1 Ef tjón verður rakið til ásetnings hins vátryggða fellur bótaábyrgð félagsins niður.
7.2 Valdi hinn vátryggði tjóni af stórkostlegu gáleysi getur það leitt til takmörkunar eða brottfalls bótaábyrgðar félagsins, skv. 27. gr. laga nr. 30/2004.
8. gr. VÁTRYGGINGARTÍMABIL UPPHAF OG LOK VÁTRYGGINGARIÐGJALDSGREIÐSLNA
8.1 Vátryggingin tekur gildi um leið og tækið er keypt og greitt, þ.m.t. iðgjald fyrir vátrygginguna. Iðgjald vátryggingar skal allt greiðast fyrirfram.
eða keyptra ára (í vátryggingu) er liðin, miðað við mánaðardag.
8.2 Vátryggingunni lýkur á miðnætti þess dags að liðnum fjölda mánaða
8.3 Heimilt er að segja upp vátryggingunni innan 30 daga frá kaupdegi tækis/vátryggingartöku. Verður þá iðgjald vátryggingarinnar endurgreitt að fullu. Uppsögn skal vera skrifleg og send á sömu verslun ELKO og tækið var keypt. Að loknum þessum 30 daga iðrunarfrest er vátryggingin óuppsegjanleg.
8.4 Vátryggingunni lýkur án endurgreiðslu iðgjalds, ef bótaskylt altjón verður á hinu vátryggða tæki og það er bætt með nýju tæki.
9. gr. TJÓNSTILKYNNING – SKYLDUR HINS VÁTRYGGÐA VIÐ
TJÓN
9.1 Tjón skal tilkynna til Tryggingamiðlunar Íslands ehf., sími þjónustuvers er 474-6671, eða gefa skýrslu á www.elko.is. Í tilfelli tjóns vegna innbrots skal hafa strax samband við lögreglu og tilkynna henni um atvikið. Afrit lögregluskýrslu skal svo fylgja tilkynningunni um tjónið til ofangreindra.
9.2 Þegar það atvik, sem vátryggt er gegn, hefur gerst, eða hætta er á því að það gerist, ber vátryggðum skylda til þess að reyna að afstýra eða lágmarka tjónið. Hafi hinn vátryggði af þessum sökum orðið fyrir útgjöldum mun félagið endurgreiða
þar sem augljós hætta er á tjóni og ganga eðlilega og skynsamlega frá tæki við flutninga eða aðra meðhöndlun.
6.4 Varúðarregla: Gæta skal þess að læsa tryggilega híbýlum eða öðrum geymslustað tækis þegar þessir staðir eru mannlausir, eða án eftirlits. Sjá til þess á allan skynsamlegan hátt að óviðkomandi eigi ekki greiðan aðgang að hinu vátryggða tæki.
7. gr. ÁSETNINGUR OG/EÐA STÓRKOSTLEGT GÁLEYSI
7.1 Ef tjón verður rakið til ásetnings hins vátryggða fellur bótaábyrgð félagsins niður.
7.2 Valdi hinn vátryggði tjóni af stórkostlegu gáleysi getur það leitt til takmörkunar eða brottfalls bótaábyrgðar félagsins, skv. 27. gr. laga nr. 30/2004.
8. gr. VÁTRYGGINGARTÍMABIL UPPHAF OG LOK VÁTRYGGINGARIÐGJALDSGREIÐSLNA
8.1 Vátryggingin tekur gildi um leið og tækið er keypt og greitt, þ.m.t. iðgjald fyrir vátrygginguna. Iðgjald vátryggingar skal allt greiðast fyrirfram.
eða keyptra ára (í vátryggingu) er liðin, miðað við mánaðardag.
8.2 Vátryggingunni lýkur á miðnætti þess dags að liðnum fjölda mánaða
8.3 Heimilt er að segja upp vátryggingunni innan 30 daga frá kaupdegi tækis/vátryggingartöku. Verður þá iðgjald vátryggingarinnar endurgreitt að fullu. Uppsögn skal vera skrifleg og send á sömu verslun ELKO og tækið var keypt. Að loknum þessum 30 daga iðrunarfrest er vátryggingin óuppsegjanleg.
8.4 Vátryggingunni lýkur án endurgreiðslu iðgjalds, ef bótaskylt altjón verður á hinu vátryggða tæki og það er bætt með nýju tæki.
9. gr. TJÓNSTILKYNNING – SKYLDUR HINS VÁTRYGGÐA VIÐ
TJÓN
9.1 Tjón skal tilkynna til Tryggingamiðlunar Íslands ehf., sími þjónustuvers er 474-6671, eða gefa skýrslu á www.elko.is. Í tilfelli tjóns vegna innbrots skal hafa strax samband við lögreglu og tilkynna henni um atvikið. Afrit lögregluskýrslu skal svo fylgja tilkynningunni um tjónið til ofangreindra.
9.2 Þegar það atvik, sem vátryggt er gegn, hefur gerst, eða hætta er á því að það gerist, ber vátryggðum skylda til þess að reyna að afstýra eða lágmarka tjónið. Hafi hinn vátryggði af þessum sökum orðið fyrir útgjöldum mun félagið endurgreiða
þau að því leyti sem þau teljast réttlætanleg. Vanræksla í þessu efni getur valdið lækkun eða missi bóta, skv. 28. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga.
9.3 Hinn vátryggði skal veita félaginu þær upplýsingar og þau gögn sem hann hefur undir höndum eða getur útvegað og félagið þarf til þess að meta ábyrgð sína og greiða bætur. Ef hinn vátryggði veitir af ásetningi rangar eða ófullnægjandi upplýsingar sem hann hefur vitneskju um og veit að muni leiða til þess að hann fær bætur, sem hann á ekki rétt á, fellur niður allur réttur hans samkvæmt vátryggingarsamningnum, sbr. 2. mgr. 47. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga.
9.4 Hinn vátryggði glatar rétti til bóta ef hann tilkynnir ekki félaginu um kröfu sína innan árs frá því hann vissi um atvik sem bótakrafan er reist á. Ef félagið hafnar kröfu hins vátryggða í heild eða hluta glatar hann rétti til bótanna ef hann hefur ekki höfðað mál eða krafist meðferðar málsins fyrir Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum. Eða innan árs frá því hann fékk skriflega tilkynningu félagsins um að kröfu hans væri hafnað.
10. gr. UPPGJÖR BÓTA
10.1 Vátryggingin greiðir sanngjarnan kostnað við viðgerð á hinu vátryggða tæki eða það er bætt með nýju tæki, sömu tegundar eða gerðar, eða ef það er ekki hægt, með sambærilegu tæki. Félagið áskilur sér rétt til að ákveða hvort gera skuli við tæki eða hvort það skuli bætt með nýju sambærilegu tæki. Vátryggðum ber að fara með hið vátryggða tæki á sinn kostnað til viðgerðaraðila sem ELKO bendir á eða samþykkir. Aldrei eru greiddar peningabætur sem uppgjör á tjónskröfu.
10.2 Hámarksbætur sem vátryggingin
greiðir fyrir viðgerðir eða útskipti á tæki, sbr. gr. 10.1, er sú fjárhæð sem tiltekin er sem kaupverð hins vátryggða tækis á upphaflegum reikningi þess. Í þeim tilfellum sem sambærilegt tæki er ekki fáanlegt hjá ELKO, eða að kaupverð slíks tækis er hærra en hins vátryggða tækis, er tjón gert upp með afhendingu inneignarnótu í ELKO fyrir sömu fjárhæð. 10.3 Ekki er dregið frá tjónskröfu verðmætarýrnun sökum aldurs eða notkunar.
10.4 Ef hinn vátryggði býr innan við 50 km. frá þjónustustað og hið vátryggða tæki er það stórt að ósanngjarnt er að hann verði að flytja það sjálfur á verkstæði (tæki vegur yfir 20 kg. eða sjónvarp er með skjá sem er stærri en 32 tommur) greiðir félagið kostnað við
slíkan flutning eða aukakostnað vegna útkalls viðgerðarmanns á staðinn þar sem hið vátryggða tæki er staðsett.
10.5 Ef skiptivara er samþykkt af tjónadeild okkar getum við skipt tryggðu vörunni út fyrir nýja vöru eða vöru sem hefur verið gerð upp með sömu eða svipaðri tæknilýsingu. Skiptivaran kann að vera nýrri útgáfa af upprunalegu tryggðu vörunni. Reynt verður að halda sama lit og á upprunalegu tryggðu vörunni en það getur verið að það sé ekki alltaf hægt. Í ljósi tækniþróunar getur verið að útveguð verði skiptivara sem er með lægra kaupverð en upprunarlega varan.
11. gr. ÖNNUR VÁTRYGGING
Ef hinn vátryggði á jafnframt rétt á bótum úr annarri vátryggingu vegna sama tjónsatburðar, fer uppgjör bóta eftir reglum 37. gr. laga nr. 30/2004.
12. gr. SAMSÖMUM
Félaginu er heimilt að bera fyrir sig að maki eða sambúðarmaki hins vátryggða hafi brotið gegn ákvæðum vátryggingarinnar, skv. reglu b-liðar, 2. mgr. 29. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga.
13. gr. LÖG UM VÁTRYGGINGARSAMNINGA
Að öðru leyti, en því sem kveðið er á um í þessum skilmála, gilda um vátryggingarsamning þennan lög nr. 30/2004.
14. gr. LÖGGJÖF, ÁGREININGUR OG VARNARÞING
Um vátryggingu þessa gilda íslensk lög. Ágreiningi um bótaskyldu má skjóta til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Upplýsingar um nefnd þessa og starfshætti má fá hjá Vátryggingamiðluninni. Dómsmál sem kunna að rísa vegna þessa vátryggingarsamnings skulu rekin gegn félaginu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
15. gr. SAMANTEKT ÚR PERSÓNUVERNDARSTEFNU
Persónuupplýsingarnar þínar eru unnar í samræmi við gildandi löggjöf um persónuvernd þ.e. reglugerð ESB 2016/679 sem samþykkt var
á Evrópuþingi þann 25. maí 2018. Reglugerðin hefur verið lögleidd í íslensk lög með lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Persónuupplýsingarnar sem unnið er með eru t.d. nafn, heimilisfang, kennitala og eftir atvikum heilsufarsupplýsingar. Gögnin varða þig sem viðskiptavin en geta einnig fjallað um meðtryggða. Gögnin sem
unnið er með eru veittar af þér en geta einnig verið sóttar hjá samstarfsaðilum okkar. Upplýsingarnar kunna að vera fengnar úr eða uppfærðar með gögnum úr opinberum skrám. Við vinnum úr persónuupplýsingum í því skyni að standa við skyldur okkar gagnvart þér sem viðskiptavini, t.d. við rannsókn tryggingarmála og hafa umsjón með tryggingarsamningnum þínum. Þá kunna persónuupplýsingarnar einnig að vera notaðar sem grunnur fyrir greiningar, viðskiptaþróun og töluleg gögn. Upplýsingar kunna að vera birtar samstarfsaðilum í áðurnefndum tilgangi, bæði innan og utan ESB og EFTA eða öðrum fyrirtækjum innan samstæðunnar. Samkvæmt gildandi lögum kann okkur að bera skylda til að birta yfirvöldum slíkar upplýsingar. Þær eru ekki vistaðar lengur en nauðsyn krefur. Heildarupplýsingar um meðhöndlun persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarstefnu Trygg-Hansa á:
www.affinity.trygghansa.se/gdpr
Trygg-Hansa er ábyrgðaraðili fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hvaða persónuupplýsingum er unnið úr eða ef þú vilt fá afrit af slíkum upplýsingum. Sendu tölvupóst á:
dpo@trygghansa.se
16. gr. EF ÞÉR MISLÍKAR EITTHVAÐ
Ánægðir viðskiptavinir eru okkar markmið og við metum álit þitt mikils, óháð því hvort þú ert ánægð(ur) eða finnst að eitthvað megi betur fara. Okkar ósk er að leysa öll mál sem koma upp með góðum samskiptum okkar á milli.Hafðu samband við aðilann sem sá um málið, ef þú ert ekki ánægð(ur) með niðurstöðuna í tilteknu máli eða hvernig málið var meðhöndlað. Ef þú vilt frekar að yfirmaður í viðkomandi deild endurskoði málið skaltu senda tölvupóst á tjon@tmi.is og tilgreina „kvörtun“ þína og tjónsnúmerið í efnislínunni. Ef þú vilt senda ítarlegra bréf má sjá heimilisfang Tryggingamiðlunar Íslands á bls. 8.
Gefðu upp nafn, tjónsnúmer og kvörtunarefnið til að auðveldara sé að vinna úr kvörtuninni. Sendu einnig hugsanlegar viðbótarupplýsingar eða skjöl sem viðkomandi starfsdeild hafði ekki aðgang.
17. gr. AÐRAR LEIÐIR TIL AÐ FÁ
LEIÐBEININGAR OG LEITA RÉTTAR SÍNS
Neytendasamtökin (NS)
www.ns.is
Hafðu samband við Neytendasamtökin ef þig vantar aðstoð varðandi tryggingar eða uppgjör skaðabóta.
Fjármálaeftirlitið (FME).
www.fme.is
Innan Fjármálaeftirlitsins starfar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, sem neytendur geta lagt sín mál fyrir eftir að tryggingafélagið hefur tekið ákvörðun í málinu. Almennir dómstólar
Óháð því hvort gerðardómur hafi
fallið eða ekki, áttu í flestum tilvikum kost á að reka mál fyrir almennum dómstólum.
Almennir dómstólar
www.domstolar.is
Óháð því hvort gerðardómur hafi
fallið eða ekki, áttu í flestum tilvikum kost á að reka mál fyrir almennum dómstólum.
ÞÚ GETUR SÉÐ ALLAR ÞÍNAR KAUPNÓTUR Á ELKO.IS
SJÁ NÁNAR Á:
ELKO.IS/MINAR
SKANNAÐU KÓÐANN
til að fletta upp kaupnótum þínum á elko.is