leifur_heppni_verkb

Page 1

Jóhanna Karlsdóttir -

Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna Verkefnabók


Jóhanna Karlsdóttir

Leifur Eiríksson á ferð með Leifi heppna Verkefnabók

NÁMSGAGNASTOFNUN 1


Verkefnabókin fylgir námsbókinni Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna. Námsefninu fylgir einnig ítarefni á vef Námsgagnastofnunar; Leifur heppni – vefur um víkinga.

Ljósmyndir, rétthafar:

Efnisyfirlit Formáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

3

Landafundir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

4

Landnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8

Störf landnema, . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Bygging húsa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

s. 10 Víkingaskipið Íslendingur, Eiríksstaðanefnd Dalabyggðar, s. 11 Tilgátuhús á Eiríksstöðum, Eiríksstaðanefnd Dalabyggðar, s. 11 L’Ause aux Meadows, Einar Falur Ingólfsson, s. 12 Kona að vefa, Eiríksstaðanefnd Dalabyggðar, s. 13 Skáli, Eiríksstaðanefnd Dalabyggðar, s. 14 Belti Þórgunnu, Þjóðminjasafn, nr. 1145, s. 21 Kvarnarsteinn, Gísli Gestsson, s. 28 Nemendur úr Grundaskóla á Akranesi, Jóhanna Karlsdóttir, s. 38 Leifsstytta á Skólavörðuholti, Litbrá ehf., s. 38 Stytta af Leifi á Eiríksstöðum, Eiríksstaðanefnd Dalabyggðar, s. 39 Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Litbrá ehf.

Handverk og listir . . . . . . . . . . . . . . . 14 Veiðar og vinnsla afurða . . . . . . . . . . 18 Matargerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Uppskriftir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Fatnaður víkinga . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Skartgripir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25

Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna Verkefnabók ISBN 9979-0-0583-1 © 2001 Jóhanna Karlsdóttir

Vopn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Leikrit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Hneftafl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Ásatrú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31

© 2001 Myndskreyting: Jette Jørgensen © 2001 Teikningar: Björg Melsted

Hefnd – hefndarskylda . . . . . . . . . . . 32

Ritstjóri: Birna Sigurjónsdóttir

Rúnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33

1. útgáfa 2001

Lækningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34

2. prentun 2004

Að skrifa bréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36

Netútgáfa 2011

Ættartala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37

Námsgagnastofnun,Kópavogi Reykjavík Námsgagnstofnun,

Minnismerki um Leif . . . . . . . . . . . . 38

Umbrot: Námsgagnastofnun

Ítarefni og heimildir . . . . . . . . . . . . . 40 2

Prentvinnsla: Prentsmiðjan Iðnprent ehf.


Formáli Bók þessi er með ýmsum upplýsingum og hugmyndum að verkefnum um mannlíf, lífsbjörg og siði víkinga á tímum landafunda á Íslandi, Grænlandi og Vínlandi fyrir meira en 1000 árum. Hún er verkefnabók með bókinni Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna og er í ýmsum verkefnum vísað í texta hennar. Í þessa bók er ekki ætlast til að skriflegum verkefnum sé svarað en í samráði við kennara búa nemendur til sérstakar bækur eða nota ritunarbók fyrir þau. Hugmyndir eru að ýmsum verkefnum sem tengjast list- og verkgreinum, umræðum og upplýsingaleit. Nokkur þeirra er upplagt að vinna sem heimaverkefni.

Fróðleiksmolar eru til skýringar og veita frekari upplýsingar og umræðuverkefni eru merkt hrafninum. Mörg verkefnanna gera ráð fyrir samvinnu nemenda. Hentugt er að vera með fleiri en eitt verkefni í einu í bekkjarvinnu. Kennsluaðferð sem fellur vel að þessum verkefnum og bókinni um Leif Eiríksson er ,,söguaðferðin“ (storyline). Hún gerir ráð fyrir fjölbreyttum og opnum vinnubrögðum og umfjöllun um persónur, tíma og staðsetningu. Að tengja verkefnin landnámi og umhverfi í heimabyggð er mikilvægt. Það styrkir nemendur í að skoða nútímann í

ljósi fortíðar og vera með því betur undir það búnir að takast á við framtíðina. Á heimasíðu Námsgagnastofnunar www.namsgagnastofnun.is undir heitinu: Námsefni á vef, samfélagsgreinar, er að finna vefefnið Leifur heppni – vefur um víkinga sem er ítarefni með bókinni Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna. Þar er vænlegt að leita frekari upplýsinga þegar verkefni þessarar bókar eru unnin. Á forsíðu vefsins undir fyrirsögninni verkefni er að finna kort og vinnuteikningar úr verkefnaheftinu. Þar er einnig „sögurammi“ sem nýtist ef kennarar nota söguaðferðina við kennslu þessa efnis.

3


Landafundir

4


Lýsing á siglingu Þorvalds: „Þorvaldur, sonur Ásvalds Úlfssonar, Öxna-Þórissonar, og Eiríkur rauði, sonur hans fóru af Jaðri fyrir víga sakir og námu land á Hornströndum og bjuggu að Dröngum …“ (Landnáma)

Lýsing á siglingu Eiríks rauða: „Land það er kallað er Grænland fannst og byggðist af Íslandi. Eiríkur hinn rauði hét maður breiðfirskur er fór út héðan þangað og nam þar land er síðan er kallaður Eiríksfjörður. Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn það mundu fýsa þangað farar að landið ætti nafn gott.“ (Íslendingabók Ara fróða)

Lýsing á siglingu Leifs heppna: Þetta kort má prenta af vefsíðunni um Leif heppna. Það er að finna undir fyrirsögninni verkefni á upphafssíðu vefsins.

Lestu textann á bls. 66–67 í bókinni um Leif Eiríksson. Þar finnur þú lýsingu á siglingaleið Leifs frá Grænlandi til Vínlands. Merktu hana inn á kortið þitt.

Verkefni: Kortavinna Kortið er upplagt að stækka og hengja upp í stofunni. Til þess þarf að ljósrita það á glæru og setja á myndvarpa sem varpar því á stórt blað. Finndu nöfn landa og helstu staðarheiti sem koma fyrir í sögunni um Leif Eiríksson – á ferð með Leifi heppna og merktu inn á kortið. Siglingaleiðir landnema til Íslands, Grænland og Vínlands: Merktu siglingaleiðir Þorvalds, Eiríks rauða og Leifs heppna inn á kortið miðað við textana hér á síðunni. Notaðu þrjá mismunandi liti. 5


Verkefni:

Hvernig rötuðu víkingar yfir höfin? Siglingatæki eins og við þekkjum voru ekki til á tímum víkinga. Þeir létu náttúruna vísa veginn. Það gerðu þeir með því að fylgjast með stjörnum eins og Pólstjörnunni og gangi sólarinnar. Einnig fylgdust þeir með hafstraumum og vindáttum. Líklegt er að notað hafi verið einhvers konar mælitæki, sólskífa, til að mæla hæð til sólar. Þetta getur þú lesið meira um á fyrstu opnu bókarinnar um Leif Eiríksson og á bls 64 og 65 þar sem útskýrt er hvernig víkingar mældu siglingarhraða skipa.

En það var fleira í náttúrunni en sól og stjörnur sem vísaði þeim veginn.

Verkefni:

Skýjabólstrar safnast oft saman yfir fjöllum. Víkingar vissu að þar var líklegt að finna land.

Reiknaðu Meðalhraði knarrar var um 6,5 hnútar. Einn hnútur er ein sjómíla á klukkustund. Hve langt komst knörrinn á einum sólarhring? Sjóleiðin frá Stað í Noregi til Horns á Íslandi, austanverðu, er um 545 sjómílur. Hvað tók langan tíma að sigla knerri þessa leið, ef byr var í meðallagi góður og menn villtust ekki af leið? 6

Farfuglar flykkjast til norðlægra landa á vorin. Víkingar fylgdust með flugi þeirra og vissu að land væri að finna í sömu átt og þeir flugu. Víkingar fylgdust með hvölum í sjó. Ef þeir sáu hnísu vissu þeir að þeir voru að nálgast land. Búrhvalur er sjaldan á norðlægum slóðum. Ef þeir sáu hann vissu þeir að þeir voru langt suður í hafi.

Til umræðu: Hvað gátu sæfarendur gert til að rata ef það var þoka?

Hópvinna Myndið 3–4 manna hópa í bekknum. Teiknið og málið veggmynd af víkingaskipi á siglingu við Ísland eða Grænland. Látið koma fram hvað einkennir landslag í löndunum tveimur? Einnig getið þið búið til víkingaskip úr pappa (pappakössum, mjólkurfernum o.fl.) og málað. Munið að búa til segl og skildi á skipið.


Tvær merkar konur meðal landnema á Vínlandi Í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu er sagt frá siglingum manna frá Íslandi og Grænlandi vestur um haf til Vínlands. Meðal þeirra eru tvær merkar konur sem þessi fornrit greina vel frá.

endaði með því að hún og lið hennar drap þá bræður og alla menn þeirra. Sagan segir að Freydís og landnemar hafi átt í deilum við skrælingja, en svo nefndu þeir frumbyggja í landinu. Hún elti þá út í skóg en þeir sóttu að henni. Hún fann mann úr liði landnema dauðan og var sverð við hlið hans. Hún tók það og ætlaði að verja sig með því. Þá komu skrælingjar að henni en hún tók það til bragðs að setja bert brjóst sitt á sverðið. Þá hörfuðu skrælingjarnir og hlupu út í skip sitt og sigldu á brott. Landnemum þótti hún heppin að sleppa með þessum hætti.

Guðríður Þorbjarnardóttir

Freydís Eiríksdóttir Freydís var systir Leifs heppna. Hún sigldi til Vínlands og fékk hús Leifs lánuð. Með henni sigldu tveir bræður, Helgi og Finnbogi. Ósætti kom upp milli Freydísar og þeirra sem

Guðríður var íslensk kona ættuð af Snæfellsnesi sem sigldi með foreldrum sínum til Grænlands. Hún var glæsileg kona og vel gefin. Guðríður giftist þrisvar, fyrst Þóri sem var kaupmaður en fórst með skipi sínu, síðan Þorsteini Eiríkssyni bróður Leifs, en hann dó úr farsótt þegar þau voru á leiðinni til Vínlands. Þriðji maður hennar var Þorfinnur karlsefni. Þau sigldu til

Vínlands og voru 160 manns með í för þeirra. Þau könnuðu landið enn sunnar en aðrir og komu að stað sem þau nefndu Hóp. Líkur eru taldar á því að það sé sá staður sem New Yorkborg stendur við nú. Þar fæddist sonur þeirra Snorri sem var fyrsti hvíti maðurinn sem fæddist í Ameríku. Þau sigldu aftur til Grænlands og síðan til Íslands þar sem Þorfinnur dó. Eftir að Guðríður missti mann sinn fór hún í pílagrímsferð til Rómar. Hún hafði þá siglt átta sinnum yfir úthöf og ferðast yfir þvera Evrópu. Á þessum tíma var Guðríður einhver víðförlasta kona heims. Minnismerki um Guðríði er á fæðingarstað hennar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi. Á vefnum er mynd af styttu Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara sem hann nefnir: Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku

Til umræðu: Hvað segja fornsögurnar okkur um þessar konur? Hvert var almennt hlutverk og staða kvenna á víkingaöld? 7


Verkefni:

Landnám

Ritun „Þegar ég kom að landi …“ Skrifaðu um helgun lands með þínum orðum. Teiknaðu myndir til skýringar.

Verkefni: Leikræn tjáning Spuni: Helgun lands Myndið 4–5 manna hópa í bekknum

Þegar landnámsmenn komu til Íslands byrjuðu þeir á að kanna staðhætti og völdu sér svo bæjarstæði. Þeir helguðu sér landsvæði og var það kallað landnám. Í fornsögum okkar Íslendinga er sagt frá hvernig karlar og konur helguðu sér land, en það var á ólíkan hátt.

Karlar helguðu sér land á þennan hátt: „Þeim mönnum, er síðar komu út, þótti hinir numið hafa of víða land er fyrri komu en á það sætti Haraldur konungur þá hinn hárfagri að engi skyldi víðara nema en hann 8

mætti eldi yfir fara á degi með skipverjum sínum. Menn skyldu eld gera þá er sól væri í austri, skyldi brenna til nætur. Síðan skyldu þeir ganga til þess er sól væri í vestri og gera svo aðra elda.“ Úr Hauksbók

Konur helguðu sér land á þennan hátt: „En það var mælt að kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti kvígu tvævetra vorlangan dag sólsetra millum, hálfstalið [ekki full vaxið] naut og haft vel.“ Úr Landnámu

Þið eruð landnámsmenn sem komið með fjölskyldu ykkar og skipshöfn að Íslandi á landnámsöld. Komið er að landi á fallegum stað og ákveðið að helga sér land þar. Hvað gerist? Hvernig fer þetta fram? Skiptið hlutverkum. Komið ykkur saman um atburðarás. Æfið nokkrum sinnum áður en spuninn er fluttur fyrir bekkjarfélaga og kennara.

Til umræðu: Hvernig getið þið leikið bál sem kviknar? Hvernig geta tveir nemendur leikið kú?


Verkefni:

Upplýsingar um landnám Ísland: Landnámabók – Lestu kafla 1 og 2 um upphaf landnáms.

Kortavinna

Til umræðu:

Grænland: Konungs Skuggsjá – Lestu tilvitnun á bls. 48 í bókinni um Leif Eiríksson.

Landnemar nefndu gjarnan lönd sem þeir fundu eftir einkennum í náttúrunni. Hvers vegna telur þú að Ísland og Grænland hafi verið nefnd þannig.

Vínland hið góða: Lestu textann á bls. 67 í bókinni. Þar er sagt frá komu Leifs og manna hans til landsins í vestri og hvernig það kom þeim fyrir sjónir.

Hvers vegna nefndi Leifur Eiríksson landið í vestri Vínland?

Landslag í heimabyggð Hver eru helstu einkenni náttúrunnar þar sem þú býrð? Eftir hverju er sá staður, sem þú býrð á, nefndur? Hefur nafnið verið til frá landnámsöld? Veistu hver nefndi staðinn?

Verkefni: Myndlist Málaðu stóra mynd af heimabyggð þinni þar sem helstu einkenni landslags koma fram.

Landnám í heimabyggð – hópvinna, 3–4 saman Gerið kort af landnámi í heimabyggð. Það getið þið gert með því að stækka kort af landshluta ykkar, ljósrita á glæru og varpa síðan upp á stórt blað með myndvarpa. Munið að skrifa nöfn helstu staða inn á kortið. Teiknið mynd af landnámsmanni í heimabyggð, skrifið nafn hans og upplýsingar sem þið aflið um hann og festið á kortið. Hér getur verið gott að nota vinnukort með bókinni Landshorna á milli frá Námsgagnastofnun

Verkefni: Bókagerð – Landnám í heimabyggð Safnaðu upplýsingum um landnám í heimabyggð. Hentugt getur verið að búa til sérstaka bók sem þú skrifar í, teiknar eða safnar í myndum og varðveitir þær upplýsingar sem þú aflar. Þjóðsögum, sem tengjast heimabyggð þinni, er einnig gaman að safna í þessa bók. Þú getur skrifað endursögn og teiknað myndir. Dæmi um vinnubók 9


Víkingaskipið Íslendingur 1000 ára afmæli landafunda

V

ÍKINGASKIPIÐ Íslendingur sigldi frá Íslandi vestur um

haf til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna í tilefni 1000 ára afmælis landafunda. Skipið smíðaði Íslendingurinn Gunnar Marel Eggertsson og er það eftirlíking af Gauksstaðaskipinu sem var langskip og fannst í haugi við Gauksstaði í Noregi árið 1880. Það var víkingaskip og er það ein best varðveitta heimild um þau. Gunnar Marel og átta manna skipshöfn hans sigldu sömu leið og talið er að Eiríkur rauði og sonur hans Leifur heppni hafi siglt þegar þeir fundu Grænland og Ameríku.

Á bókasafni finnur þú meiri upplýsingar um Gauksstaðaskipið og önnur víkingaskip sem hafa fundist. Einnig finnur þú myndir og aðrar 10

Verkefni: upplýsingar á vefsíðunni um Leif heppna www.namsgagnastofnun.is. Skoðaðu heimildirnar vel og finndu helstu einkenni víkingaskipa.

Ritun Þú ert víkingur á leið til lands í knerri þínum til að … Með í för eru …


Tilgátuhús

Tilgátuhús á Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu. Það er byggt eins og fornleifafræðingar telja að það hafi litið út á landnámsöld

Árið 2000 voru mikil hátíðahöld í Brattahlíð við Eiríksfjörð á Grænlandi, að Eiríksstöðum í Haukadal á Íslandi og í L´Anse aux Meadows á Nýfundnalandi í tilefni 1000 ára afmælis landafunda. Á þessum stöðum voru reist tilgátuhús eftir uppgröft og rannsóknir á rústum sem hafa fundist og eru taldar vera frá 10. öld. Þetta eru sennilega bæir Eiríks rauða og Leifs heppna. Út frá rústunum geta vísindamenn sér til um hvernig bæir víkinga litu út. Þess vegna köllum við húsin tilgátuhús sem hafa verið reist þar nú.

Rústir víkingabyggðar í L´Anse aux Meadows

L´Anse aux Meadows Þjóðhildarkirkja í Brattahlíð á Grænlandi er byggð eins og fornleifafræðingar telja að hún hafi litið út á 10. öld

Verkefni: Söfn og rústir í heimabyggð Skoðið gamlar rústir ef þær finnast í heimabyggð. Aflið upplýsinga um sögu þeirra, aldur og gerð. Á söfnum finnast oft hlutir úr fortíðinni. Heimsækið söfn ef þau eru í heimabyggð og athugið hvort þar eru varðveittir hlutir frá landnámsöld.

Á síðari tímum hefur lengi verið reynt að finna slóðir víkinga í Kanada og Bandaríkjunum. Það var ekki fyrr en norski fræðimaðurinn Helge Ingstad fann húsarústir í L´Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að ferðir víkinga voru staðfestar. Við fornleifarannsóknir kom í ljós að þarna voru átta norrænar húsarústir frá víkingatíma. Til þess bendir gerð húsanna og nokkrir hlutir sem fundust við þessar rannsóknir. Má þar nefna kljástein sem notaður var við vefnað. Hann bendir til að konur hafi verið með í ferðunum. 11


Störf landnema

Dagleg störf Mikill tími landnema fór í að afla matar, byggja hús, hirða skepnur og afla vetrarforða. Auk þess smíðuðu þeir flest áhöld og vopn sem þeir þurftu á að halda. Margt gott handverksfólk var meðal landnemanna. Það sanna listilega útskornir munir sem fundist hafa í gröfum þeirra og við fornleifauppgröft.

Verkefni: Ritun Jón húskarl vaknaði snemma dags þegar …

Vefnaður Skoðaðu mynd af vefstól á bls. 30 í bókinni um Leif Eiríksson. Gamli íslenski vefstaðurinn var nefndur kljásteinavefstaður. Kljásteinn var hringlaga steinn með gati í miðju. Hann var notaður til að halda uppistöðu strekktri svo voðin yrði jöfn. Vefnaður var eitt mikilvægasta starf á heimilunum á landnámsöld fyrir utan matargerð. Í fornleifauppgreftri hafa fundist 12

minjar sem benda til þess. Þar hefur komið fram að vefstólar stóðu oftast upp við vegg í skálunum. Einföld gerð af ullarvoð sem ofin var í gamla íslenska vefstaðnum, var nefnd vaðmál. Það var einkum notað í föt. Vaðmál var mikið notað í skiptum fyrir vörur sem kaupa þurfti frá útlöndum, svo sem korn og járn. Það var helsta útflutningsvara Íslendinga á miðöldum

Skrifaðu um dag í lífi Jóns húskarls. Lýstu daglegum venjum hans og störfum. Eitthvað óvænt getur hafa gerst þennan dag. Hvaða störf unnu karlar helst? Hvaða störf unnu konur helst? Skráðu störfin og flokkaðu þau í úti- og innistörf. Heldur þú að konur hafi unnið karlastörf og karlar kvennastörf?

Verkefni: Handmennt Safnið saman nokkrum gerðum af ullarefni og skoðið vefnað, þykkt, liti og fleira.


Bygging húsa

Skáli

Lýsing í húsum Kola

Lestu upphaf kaflans um lífið á Dröngum á bls. 12 í bókinni um Leif Eiríksson. Þar er lýsing á bæjarhúsi og hvernig það var byggt. Skoðaðu myndirnar í bókinni á bls. 29, 45 og 49. Á þeim sérðu ýmislegt fleira um byggingu húsa. Einnig eru upplýsingar á vefsíðunni um hús og húsakynni á víkingatíma.

Til umræðu: Hvar fengu landnámsmenn efni í bæina?

Verkefni: Myndlist Teiknaðu eða búðu til í þrívídd bæ landnámsmanns eftir þeim upplýsingum sem þú hefur aflað þér. Mundu að helstu einkenni bæjarins þurfa að koma fram eins og byggingarefni, veggir, þak, dyr, reykop og fleira.

Til að búa til ljós notuðu víkingar steina sem þeir hjuggu holu í og helltu svo í hana lýsi. Kveikurinn var úr fífu, sem er jurt. Þessi ljós voru nefnd kolur.

Í bæjarhúsum landnema var stærsti og mikilvægasti íverustaðurinn skálinn. Þar borðaði fólk og svaf, einnig vann það ýmsa vinnu eins og að vefa og skera út nytjamuni sem oft voru skreyttir af mikilli list. Fólk skemmti sér við frásagnir heimilisfólks og gesta og voru þær einnig mikilvægar í sambandi við miðlun upplýsinga og fróðleiks. Langeldur var í miðjum skála og set (sæti) meðfram veggjum. Á þeim var sofið. Oftast var skálinn klæddur að innan með timbri.

Til umræðu: Hvað gerum við okkur til skemmtunar í dag?

Verkefni: Myndlist Hægt er að móta kolu úr jarðleir sem brenna þarf í leirbrennsluofni. Í stað lýsis og kveiks úr fífu getur þú notað svokallað teljós eða sprittkerti. 13


Handverk og listir Belti Þórgunnu Á Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt mjög sérstakt listaverk sem kom úr Skálholtskirkju. Það var áður fyrr nefnt „belti Þórgunnu“ en hún var ástkona Leifs heppna. Þetta er borði sem gæti hafa verið notaður á brún altaris. Hann er úr lérefti og gullofið band saumað á jaðrana. Á hann hefur verið sett kögur síðar. Í Eyrbyggja sögu er sagt að Þórgunna hafi komið til Íslands á leið sinni til Grænlands með son sinn Þorgils. Hún hafði með sér margt fágætra listmuna sem voru handunnir. Örlög hennar urðu þau að hún veiktist hér og dó á bænum Fróðá á Snæfellsnesi. Hún hafði beðið um að lík sitt yrði flutt í Skálholt og grafið þar. Var það gert og listmunir hennar gefnir kennimönnum þar. (Í bókinni um Leif er sonur Leifs og Þórgunnu nefndur Þorkell) Heimild: Hundrað ár í Þjóðminjasafni

Fróðleiksmolar: Að smíða úr járni Járnsmiðir höfðu mikilvægt hlutverk á landnámsöld. Smiðja var við flesta bæi og þar smíðuðu þeir verkfæri, áhöld og vopn. Í fornum gröfum hafa fundist verkfæri sem járnsmiðir notuðu. Þau sýna að þeir hafa hitað járnið þar til það var rauðglóandi og svo höggvið það til og mótað í smíðisgripi sína.

Keröld Ein var sú iðn sem barst hingað með landnámsmönnum en það var að smíða alls konar keröld eða sái. Þetta voru ílát meðal annars fyrir mjólk og skyr. Stórir sáir voru oft grafnir niður í gólf og þá nefnd jarðkeröld. Öll voru þau sett saman úr stöfum sem gjarðir héldu saman. Sum voru með gati niður við botn svo auðvelt væri að tæma úr þeim vökva. Alls konar ílát voru smíðuð á bæjunum eins og kemur fram í vísu Stefáns Ólafssonar:

14

Búrið hefur býsna margt, bæði ker og annað þarft, aska, diska, öskjurnar, ámur, trog og skjólurnar, kirnur líka og kæsisdallar kúra þar.

Verkefni: Upplýsingaleit Flettu upp í orðabók heitum ílátanna í vísunni og teiknaðu þau eftir lýsingum sem þar koma fram.


Fróðleiksmolar: Konur höfðu það starf að vefa. Þær þurftu að standa og jafnvel ganga til og frá við vefstaðinn. Þetta var erfitt verk. Dugleg vefkona var sögð ganga eina þingmannaleið (um 37,5 km ) við vefstaðinn á dag.

Verkefni: Handmennt – Ofið skrautband Efni: Þykkt pappaspjald sem er 6x30 cm.

Hnykill eða hespa? Þegar band var unnið úr ull var það oftast undið í hnykla, en ef lita átti bandið var það undið í hespu. Jurtir voru notaðar til að lita band. Stundum þurfti að blanda nokkrum jurtategundum saman til að fá þann lit sem óskað var.

Sterkt bómullargarn í uppistöðu. Ullargarn í 2–3 litum. Oddlaus, gróf nál. Aðferð: 1. Gerðu 8 raufar með 0,5 cm millibili á hvorn enda pappaspjaldsins.

Styttubönd Styttubönd voru notuð til að stytta síð pils t.d. á göngu. Þá voru pilsin dregin saman

upp við mitti með styttuböndum og hnýtt. Styttubönd voru einnig notuð sem skraut. Þau voru ofin á ferhyrndum spjöldum sem á voru göt. Í gegnum götin var uppistaðan dregin. Hún var fest í annan endann en bundin í belti þess sem óf í hinn endann. Spjöldunum var snúið til að mynda skil og var þá hægt að vefa alls konar munstur.

2. Strekktu bómullargarnið á milli raufa þannig að það myndi átta þræði sem standast á milli raufa. Þetta kallast uppistaða. Þú skalt binda enda garnsins saman aftan á spjaldinu. 3. Þræddu ullarband á nál. 4. Nú getur þú ofið þannig að nálin fari yfir og undir uppistöðuþræði til skiptis. 15


Útskurður Útskurður í tré og bein var listgrein sem margir landnemar stunduðu. Þeir skáru út bæði listmuni og nytjamuni. Úr beini voru m.a. skornir út kambar (greiður), hnappar, spænir (skeiðar) og hárspennur. Spænir voru einnig skornir út úr horni. Úr tré voru allir stærri munir gerðir, en einnig smáhlutir. Oft voru þessir munir skreyttir með fagurlega útskornum listaverkum.

Drekahöfuð

Spónn

Gríma

Landnámsmenn notuðu spæni eða skeiðar sem hnífapör og voru þeir einkaeign hvers og eins. Eftir máltíðir þurrkaði fólk af þeim með fötum sínum og geymdi síðan á vísum stað. Spænir voru einkum unnir úr nautseða kýrhorni og voru sköftin oft með fallegum útskurði.

Vinnuteikning er á vefsíðu

16

Verkefni: Handmennt – Spónn úr tré Efni: Birkigrein eða -fjöl 20 cm löng og minnst 6 cm breið. Ef þú notar birkigrein þarftu að saga hana langsum í tvennt fyrir miðju. Áhöld: Sög, tréskurðarhnífar, sandpappír. Aðferð: 1. Teiknið spón á pappír. Lengd hans fer eftir lengd efnisins sem þú hefur. Breidd haldsins má hvergi vera minni en 1 cm. 2. Leggðu sniðið á birkið og strikaðu með blýanti meðfram. 3. Sagaðu vel fyrir utan sniðið. 4. Festu sagaða birkifjölina á hefilbekk eða í steðja. 5. Mótaðu spóninn með útskurðarhnífum. 6. Pússaðu vel með sandpappír. Varúð! Hnífar til útskurðar eru mjög beittir. Farðu varlega. Beittu hnífunum alltaf frá þér.


Verkefni: 3 cm 2c m

Handmennt – Leðurpungur Efni: Mjúkt leður 20x20 cm. Leðurreim 60 cm. Áhöld: Skæri, gatari fyrir leður, túss.

20 cm

Aðferð: 1. Búðu til hring á pappír. Hann á að vera 20 cm í þvermál.

Skinn

2. Leggðu hringinn á rönguna á leðrinu og strikaðu eftir honum með tússlit.

Skinn voru mikið notuð í fatnað og skó. Þau varð að verka og súta áður en hægt var að nota þau. Stundum voru þau mjög hörð og varð þá að elta þau. Þá var þeim núið saman þar til þau mýktust.

3. Klipptu leðrið eftir strikinu. 4. Merktu með 3 cm millibili á leðrið 2 cm frá brún og gataðu. 5. Þræddu leðurreimina í götin (upp og niður á víxl) og hnýttu enda hennar saman.

Skór voru mest unnir úr sauðskinni, en einnig úr fiskroði. Fatnaður úr skinni var góður til hlífðar. Leðurpungar sem festir voru við belti hafa fundist í gröfum víkinga í Danmörku. Þeir hafa sennilega verið notaðir fyrir mynt, kamba og fleira.

6. Hengdu leðurpunginn við belti þitt.

Vinnuteikning er á vefsíðu 17


Veiðar og vinnsla afurða Landnemarnir byggðu bústað sinn oftast nærri sjó. Þá voru þeir nærri skipum sínum og auðvelt var að stunda fiskveiðar. Veiðar stunduðu þeir á litlum bátum. Veiðarfærin voru einföld. Á færi notuðu þeir öngla úr járni. Við aðrar veiðar notuðu þeir spjót, boga og örvar. Íslendingar og Grænlendingar eru miklar fiskveiðiþjóðir. Fiskurinn hefur lengi verið helsta útflutningsvara þeirra.

18

Fróðleiksmolar: Verkun fisks Víkingar veiddu mikinn fisk og verkuðu hann þannig að hann geymdist vel til vetrarins. Þeir þurrkuðu hann með því að hengja hann upp, reyktu hann eða söltuðu, ef þeir gátu fengið salt. Það urðu þeir að kaupa eða búa til sjálfir með því að eima saltan sjó. Að þurrka, reykja og salta fisk er mikið gert enn í dag á Íslandi og Grænlandi. Hvaða geymsluaðferð hefur bæst við?

Verkefni: Upplýsingaleit Hvaða fisktegundir veiða Íslendingar og Grænlendingar nú til manneldis og útflutnings? Aflið upplýsinga um helstu útflutningstegundir okkar á síðasta ári. Búið til súlurit. Leitið upplýsinga t.d. á vefslóð Hagstofu Íslands: www.hagstofa.is


Matargerð Í fyrsta kafla bókarinnar um Leif er talinn upp matur sem Þorvaldur og fjölskylda höfðu með sér í siglinguna yfir hafið.

Til umræðu: Lestu textann úr Konungs Skuggsjá bls. 48 í bókinni um Leif. Hvaða mat borðum við nú sem Íslendingar og Grænlendingar borðuðu áður fyrr? Hvaða dýr voru aðallega veidd til matar? Hvernig var matur geymdur á þessum tíma? Hvaða matur er borðaður á þorrablótum nú til dags?

Landnemarnir notuðu mikinn tíma til að afla matar og vinna hann til vetrarforða. Mest var nytin af sauðfé og nautgripum bæði vegna mjólkurafurða og kjöts. Eggjataka var stunduð á þeim stöðum á landinu þar sem varp var mikið. Jurtir voru nýttar til matar og til lækninga, ásamt því að vera notaðar til litunar á vaðmáli. Allt var unnið á búunum og margt af því verklagi sem fylgdi matargerð

hélst öldum saman hér á landi, eins og vinnsla mjólkurafurða, ullarvinna og fleira. Matur var eldaður í járnkötlum eins og myndin sýnir. Þeir voru gerðir úr járnplötum. Í þeim var eldað yfir opnum eldi, langeldi eða hlóðaeldi. Eftirlíking af járnkatli frá víkingatíma er í tilgátuhúsinu að Eiríksstöðum í Haukadal. 19


Uppskriftir Hafrakex að hætti víkinga

Steikt rjúpa (fyrir fjóra) 4 rjúpur 50 g smjör 2 tsk. salt 1/ tsk. pipar 2 4 dl heitt vatn Steikið rjúpuna í smjöri á pönnu eða í potti. Stráið salti og pipar yfir. Hellið vatni yfir og sjóðið í 70 mínútur eða þangað til kjötið er meyrt. Í þessa uppskrift er einnig hægt að nota svartfugl.

Efni: 1 bolli heilhveiti 2 bollar haframjöl 100 g smjör 1 msk. hunang Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180° C. 2. Blandið smjöri og mjöli vel saman. 3. Bætið hunangi í deigið. 4. Hnoðið. 5. Mótið kúlur og setjið með góðu bili á milli á ofnplötu. 6. Þrýstið á þær með lófanum svo þær verði flatar og þunnar. 7. Bakið í 15–20 mínútur. 8. Kælið vel eftir bakstur. 9. Borðið með smjöri og osti.

20

Nú á dögum er algengt að fólk á Íslandi og Grænlandi hafi rjúpur í jólamatinn.

Sósa 4 dl soð af rjúpunum 1 dl rjómi 1 tsk. þurrkað blóðberg (timian) salt og pipar eftir smekk 2 msk. hveiti hrærðar í 1–2 dl af köldu vatni 1 msk. ribsberjahlaup eða sulta

Síið soðið og látið suðuna koma upp. Hristið saman hveiti og vatn og hrærið í sósuna. Bætið kryddi og rjóma út í og látið sjóða við vægan hita í 5 mín. Setjið rjúpuna á fat og hellið sósunni yfir. Berið fram með kartöflum og soðnu grænmeti, ásamt ribsberjasultu.

Ber Berjatínsla hefur mikið verið stunduð á Íslandi og Grænlandi frá því á landnámsöld.

Verkefni:

Hvaða berjategundir eru aðallega tíndar í þinni heimabyggð?

Verkefni:

Könnun í kjörbúð

Berjasulta

Skoðaðu hvaða sultutegundir er hægt að fá í næstu kjörbúð og skráðu þær. Úr hvaða berjum er sultan búin til?

Finndu uppskrift og skráðu hana í ritunarbók. Mundu að skrá bæði efni og aðferð.


Fróðleiksmolar: Grillaður lax fyrir fjóra

Kvarnarsteinar

Efni: 4 sneiðar lax (u.þ.b. 2 cm þykkar) 1–2 msk. smjör 1 tsk. salt Kryddsmjör Efni: 50 g smjör 1/2 blaðlaukur, fínt skorinn 2 msk. ferskt blóðberg (eða 1 msk. þurrkað timian) Aðferð: Blandið blaðlauk og blóðbergi saman við smjörið og geymið í kæli. Aðferð við að grilla laxinn: 1. 2. 3. 4. 5.

Skolið laxasneiðarnar í köldu vatni. Þerrið þær vel. Grillið á rist 3–4 mín. á hvorri hlið. Saltið laxinn eftir að hann hefur verið grillaður. Berið fram með kryddsmjörinu og soðnu grænmeti eins og gulrótum, sellerí o. fl.

Verkefni: Uppáhaldsréttur minn Hver er þinn uppáhaldsréttur? Skráðu uppskrift að honum. Búið til bók með uppáhaldsréttum bekkjarins.

Verkefni:

Á Íslandi mun akuryrkja hafa verið stunduð á landnámsöld, en þó í smáum stíl. Í fornleifauppgreftri hafa fundist kvarnarsteinar sem voru notaðir til að mala korn. Þegar búið var að slá korn og þreskja þurfti að mala það til að fá mjöl. Oftast var það malað í kvörn sem gerð var úr tveimur hringlaga steinum og var annar lagður ofan á hinn. Sá efri var með gati og var korninu hellt í það. Efri steinninn var með sveif og þegar honum var snúið þrýstist kornið á milli steinanna þannig að það varð að mjöli. Að mala

Reiknað hefur verið út að það tók konu um það bil 10 mínútur að mala 1 kíló af korni. Það nægði í nokkuð stórt brauð sem var um 1 kíló að þyngd.

Reiknaðu Í Brattahlíð var haldið mikið jólaboð og voru gestir og heimilisfólk alls 96. Margfaldaðu uppskriftina af laxinum þannig að hún nægi fyrir alla.

Hunang

Sykur var ekki til á tímum víkinga. Þeir notuðu hunang í staðinn sem sætuefni. Það þurftu íslenskir landnemar að kaupa frá útlöndum. 21


9 cm

Fatnaður víkinga

3 cm 3 cm

14 cm 24 cm

Fatnaður var aðallega úr ull og skinnum. Ullin var unnin á bæjunum og ofin þar einnig. Nefndist hún þá vaðmál. Ull er enn í dag mikið notuð í fatnað og er eitt hlýjasta efni sem hægt er að fá í föt. Fatnaður barna var svipaður og fullorðinna. Skófatnaður var úr skinnum.

Kvenfatnaður

Konur klæddust skósíðum kyrtlum úr ull eða líni. Utan yfir kyrtilinn var svunta opin á hliðum og með hlýrum yfir axlir. Hlýrarnir voru festir í kyrtilinn með stórum nælum oft fagurlega skreyttum. Yfir herðarnar var brugðið ullarsjali sem fest var með nælu. Líklega hafa konur bundið klút yfir höfuð sér. 22

Svunta

Kyrtill (kjóll) 24 cm

Efni:

Efni: Hör, bómull eða ull. Magn: Mældu sídd frá öxl að ökkla og ermalengd frá öxl fram á hönd. Leggðu þessar tvær tölur saman. Það er lengdin sem þú þarft af 140 cm breiðu efni.

Bómull eða hör. Magn: 80 cm af 90 cm breiðu efni.

Aðferð:

1. Sníddu tvö stykki 40x80 cm. 2. Það sem gengur af 10x90 cm Aðferð: notarðu í bönd á FRAM- OG 1. Búðu til snið eftir máli eins og BAK-STYKKI axlir og e.t.v. í teikningin sýnir. hliðum. Mundu að síddin fer eftir Bönd á axlir hæð þinni. 10x40 cm. 2. Leggðu efnið tvöfalt þannig Hliðarbönd að kyrtillinn verði heill að 41 cm 10x15 cm. framan. 3. Faldaðu framstykki 3. Klipptu u.þ.b. 2 cm utan við snið og bakstykki. vegna saumfars. 4. Ef þú átt skrautbönd er upplagt að 4. Klipptu hálsmál á framstykki 3 cm sauma þau efst á framstykkið. lengra niður en á bakstykki. 5. Saumaðu böndin saman á röngu og 5. Saumaðu axlarsauma fyrst. snúðu svo við. 6. Saumaðu hliðarsauma. 6. Festu böndin á bakstykki 5 cm frá 7. Mátaðu kyrtilinn og finndu rétta sídd hliðarkanti. og ermalengd. 7. Straujaðu létt yfir svuntuna. 8. Faldaðu ermar, hálsmál og að neðan. 8. Fléttaðu 150 cm ullarband í þremur 9. Straujaðu út sauma og svo aðeins yfir litum og hafðu sem belti. kjólinn. 105 cm

Vinnuteikning er á vefsíðu


Verkefni: Handmennt – Fatnaður, skart og vopn Skoðið myndir og lýsingar af búnaði víkinga, t.d. á bls. 29 og 69 í bókinni um Leif og á vefsíðunni. Hér í kaflanum eru snið og leiðbeiningar um fatagerð, skartgripa- og vopnasmíð. Veljið úr þeim og útbúið fyrir ykkur sjálf eða ykkar eigin víking (dúkkulísu).

Fatnaður karla.

Karlar klæddust síðum buxum úr ull og kyrtli sem náði niður á læri. Um mittið höfðu þeir belti. Yfir herðar var brugðið skikkju sem var fest á hægri öxl með prjóni eða hringnælu. Skikkjurnar hafa sjálfsagt oftast verið úr ull en ríkir menn áttu líka skikkjur úr fínni efnum sem voru innflutt.

Kyrtill karla 45 cm

Efni:

21 cm 12 cm

14 cm

ERMI Ull eða bómull. Magn: Mældu frá öxl og niður á mitt læri. Það er lengdin sem þú þarft af 140 cm breiðu efni.

24 cm 24 cm

8 cm

FRAM- OG BAKSTYKKI

75 cm

Aðferð: 1. Búðu til snið eftir máli eins og teikningin sýnir. Mundu að síddin fer eftir hæð þinni. 2. Leggðu efnið tvöfalt þannig að kyrtillinn verði heill að framan. Klipptu u.þ.b. 2 cm utan við snið vegna saumfars. 3. Klipptu hálsmál á framstykki 3 cm lengra niður. 4. Saumaðu axlarsauma fyrst. 5. Saumaðu hliðarsauma. 6. Mátaðu kyrtilinn og finndu rétta sídd og ermalengd. 7. Faldaðu ermar, hálsmál og að neðan. 8. Straujaðu út sauma og svo aðeins yfir kyrtilinn.

29 cm

Skikkja Efni: Ull eða bómull. Magn: 1 m af 140 cm breiðu efni. 1. Faldaðu efnið með 1–2 cm breiðum faldi. 2. Leggðu efnið yfir axlir og bak og hnýttu tvö horn við hægri öxl eða notaðu skrautnælu til að halda skikkjunni saman. 23


Víkingaskór Efni: Skinn eða ullarflóki. Magn: 2 stk. 30x30 cm

Aðferð:

Settu fótinn á efnið og strikaðu eftir honum.

Nældu hliðarstykkin við sólann

Saumaðu hliðarstykkin saman.

Saumaðu skóinn saman.

1. Settu fótinn á efnið og strikaðu eftir honum. 2. Klipptu síðan út, en gættu þess að bæta nokkrum cm við svo þú hafir gott saumfar. 3. Klipptu tvö hliðarstykki sem eru það stór að þau nái saman í miðju að aftan og að framan eins og myndin sýnir. 4. Saumaðu hliðarstykkin saman. 5. Saumaðu þau nú við sólann. 6. Ef sólinn er of stór miðað við hliðarstykki klippir þú hann til. 7. Farðu eins að með hinn skóinn en mundu að sníða eftir hinum fætinum!

Mundu að skoða teikningar vel og lesa leiðbeiningar áður en þú byrjar að klippa og sauma.

24

Litur á fatnaði víkinga Sauðalitirnir, svart, grátt, hvítt og mórautt voru algengastir en föt voru einnig lituð, t.d. með jurtum og voru gulur, brúnn og grænn litur algengastir. Rauður litur fékkst með því að blanda kúahlandi saman við jurtir.

Þú getur breytt sniðinu og látið það ná upp á legginn. Þá býrðu til göt fyrir reimar og vefur síðan utan um eins og myndin sýnir


Skartgripir Nokkuð hefur fundist af skartgripum í gröfum landnámsmanna. Bæði karlar og konur báru þá. Algengustu skartgripir kvenna voru hálsfestar úr marglitum glerperlum eða steintegundum og nefndust sörvistölur. Gat var gert í gegnum sörvistölurnar.

Þórshamar

Perlur þræddar á leðurreim

Efni: Karlar voru stundum með eina sörvistölu um hálsinn. Konur voru oft með kúptar, egglaga nælur fagurlega skreyttar. Þær notuðu nælurnar til að halda saman svuntum sínum og voru þá með tvær nælur, sína á hvorri öxl. Einnig notuðu þær nælur til að halda saman slá.

Leir – jarðleir eða sjálfharðnandi. Áhald til að stimpla munstur. Málning – gull – eða silfurlituð. Pensill. Leðurreim eða gróft bómullarband. Aðferð: 1. Mótaðu Þórshamar eins og myndin sýnir. Mundu að gera ráð fyrir gati efst fyrir reim eða bandi. 2. Stimplaðu munstur á flötinn sem á að snúa út. 3. Láttu hamarinn þorna mjög vel. 4. Jarðleir þarf að brenna. 5. Málaðu leirinn og láttu hann þorna mjög vel. 6. Þræddu leðurreimina eða bandið í og hnýttu það saman.

Efni: Perlur 5–7 stk. (oddatala) mótaðar úr sjálfharðnandi leir og málaðar í ýmsum litum. Munið að gera gat í miðju á perlum. Leðurreim eða gróft bómullarband, 60 cm. Aðferð: 1. Þræddu perlurnar á bandið. 2. Hnýttu hnúta á milli þeirra og einnig við endaperlur. 3. Hnýttu bandið saman við enda.

25


Vopn Talið er að algengustu vopn landnema hafi verið spjót, axir og sverð. Einnig notuðu þeir boga og örvar. Í flestum bardögum börðust víkingar í návígi og urðu þess vegna að nota verjur eins og skildi, hjálma og brynjur. Skildir voru hringlaga og búnir til úr viði. Ef víkingar þurftu að verja foringja sinn eða höfðingja mynduðu þeir skjaldborg um hann með því að halda skjöldum sínum þétt saman.

Skjöldur Efni: Tréplata úr krossviði eða kalíti 60x60 cm. Leður eða gúmmí (t.d. af slöngu úr bíldekki) 15x25 cm. Það notarðu í hald aftan á skildinum. Málning.

Veiðar á Grænlandi 26

Áhöld:

Spjót

Sög, heftibyssa, pensill, sandpappír.

Efni:

Aðferð: 1. Búðu til hringlaga mót úr pappa með þvermáli 60 cm. 2. Leggðu mótið á tréplötuna og strikaðu eftir því. 3. Sagaðu út. 4. Pússaðu kantinn með sandpappír. 5. Málaðu skjöldinn í 1–2 litum. 6. Festu leðrið sem handfang aftan á skjöldinn með heftibyssu.

Kústskaft, þykkur pappi, málning, breitt límband.

Áhöld: Sög, pensill, blýantur.

Aðferð: 1. Teiknaðu spjótsodd á pappann. 2. Sagaðu hann út. 3. Festu hann á kústskaftið með límbandinu. 4. Málaðu í gráum eða dökkum lit.


Hjálmur Efni: Dagblöð, veggfóðurslím, blaðra, málning.

Áhöld: Bali, 2–3 penslar, skæri.

Aðferð: 1. Rífðu dagblöðin í 3 cm breiðar ræmur. 2. Hrærðu veggfóðurslímið út í vatni eftir leiðbeiningum á pakka. 3. Leggðu ræmurnar í límhræruna. 4. Blástu blöðruna upp þar til hún er aðeins stærri en höfuð þitt. 5. Leggðu ræmurnar í nokkrum lögum á blöðruna og láttu þorna í 1–2 sólarhringa. 6. Sprengdu blöðruna með nál eða skærisoddi. 7. Klipptu pappamassann til þannig að hann líkist hjálmi eins og myndin sýnir. Mundu eftir nefhlíf og götum fyrir augun. 8. Málaðu hjálminn í litum eins og þú telur að hjálmur úr málmi hafi litið út.

Fróðleiksmolar: Í stað hjálma báru menn oft leðurhettur í bardögum. Öxi notuðu landnámsmenn bæði sem vopn og verkfæri við dagleg störf. Hún var til dæmis notuð til að höggva við og kjöt. Hér á landi voru sverð ekki eins algeng vopn og axir og spjót. Þau voru oftast mjög vönduð og dýr og stundum fagurlega skreytt.

27


Leikrit Eftir gerð víkingaklæðnaðar, skartgripagerð og vopnasmíð er upplagt að semja leikrit. Margar frásagnir í sögunni um Leif Eiríksson – á ferð með Leifi heppna gefa tilefni til þess. Myndið 4–5 manna hópa í bekknum og komið ykkur saman um atburð í sögunni sem ykkur líst vel á að leika.

Dæmi: Siglt til Íslands – leikið skipshöfn Þorvalds þegar hún fær landsýn við Ísland. Börn að leik á vorblóti að Eiríksstöðum. Völva kemur í heimsókn að Eiríksstöðum. Eiríkur rauði sækir setstokka sína til Þorgests að Breiðabólstað – leikið samskipti þeirra. Jólaboð í Brattahlíð – tveir hópar leika saman. Leifur og prestarnir segja frá kristinni trú þegar þeir koma til Grænlands. Guðríður Þorbjarnardóttir og Þorfinnur karlsefni ræða fyrirhugaða Vínlandsför.

28

Verkefni: Leikrit samið Komið ykkur saman um atburðarás – upphaf, meginefni og endi. Skrifið textann niður og skiptið hlutverkum á milli ykkar. Ákveða þarf nafn á leikritinu og hver kynnir það. Æfið textann og munið að tala skýrt. Hafið alla leikmuni til taks og ákveðið hvar þeir skulu geymdir milli æfinga og sýninga. Æfið leikritið nokkrum sinnum svo allir séu öruggir á hlutverki sínu.


Hneftafl Spilið snýst um árás á borg þar sem kóngur ræður ríkjum. Ef árásarliðinu heppnast að taka kónginn til fanga sigrar það. Ef kóngnum heppnast að sleppa út úr borginni á öruggan stað eru varnarmenn hans sigurvegarar. Þátttakendur eru tveir og hafa þeir ekki sama fjölda peða (taflmanna), ólíka byrjunarstöðu og ólíka vinningsstöðu. Fyrir byrjanda er hlutverk varnarmanna auðveldast, en munurinn jafnast með æfingunni. Með því að kasta teningnum er hægt að ákveða hvor á að vera í sóknar- eða varnarliði og hvor á að byrja.

Í Baldursheimi í Mývatnssveit fannst hneftafl frá 10. öld í karlmannskumli. Í því voru 24 leikmenn 16 ljósir og 8 dökkir, útskornir úr tré eða beini og ein mannsmynd, „hnefinn“. Talið er að í hneftaflinu hafi tvö lið keppst um að króa af „hnefann“. Mynd af þessu tafli er að finna á vefsíðunni.

Verkefni: Að búa til hneftafl Taflborð: Búðu til taflborð sem er t.d. 44x44 cm úr tré eða pappa og skiptu því í 11x11 jafna reiti. Leikmenn: Tíndu steina eða búðu til úr leir, tré eða trölladeigi leikmenn

eins og þú sérð á myndinni. Í þessu tafli eru þeir 36 og skiptast í 24 ljósa og 12 dökka leikmenn og einn kóng „hnefann“. Einnig býrðu til tening sem þú markar á eitt til sex merki á hliðarnar. 29


Leikreglur:

Peðin eru færð eins og hrókur í skák, beint áfram eða til hliðar, aldrei á ská.

Hægt er einnig að hertaka peð andstæðings með því að króa það af við reiti kóngsins. Ef peð er króað af út við hliðarnar er það ekki dautt. Með heppni er hægt að hertaka fleiri en eitt peð í einu. Kóngurinn getur tekið þátt í hertöku eins og peðin. Ljósa liðið vinnur ef kóngurinn er hertekinn. Það gerist ef hann lokast inni milli tveggja úr liði andstæðingsins eða við hornin. 30

Ljós og dökk peð eru færð til skiptis. Færa má peð langt eða stutt, en aldrei yfir aðra leikmenn. Kóngurinn er færður á sama hátt og peðin. Fimm reitir eru aðeins fyrir kónginn, sá í miðjunni og fjórir í hornunum. Peðin mega fara yfir miðjureitinn ef kóngurinn er ekki þar. Dökku peðin eru herlið kóngsins. Hertaka peða: Peð er hertekið ef það lendir milli tveggja andstæðinga (peða).

Ef kóngurinn er á miðjureit þarf fjögur peð til að ná honum, en ef hann er í reit við hliðina á miðjureitnum þarf bara þrjá.

Ef sú staða kemur upp að öll dökku peðin eru umkringd og geta ekki færst úr stað, hefur ljósa liðið unnið. Dökka liðið vinnur ef kóngnum heppnast að sleppa í reit í horni.


Ásatrú

Trúarsiðir ásatrúarmanna

Verkefni: Nöfn kennd við æsi

Ásatrú var algeng meðal landnámsmanna. Þeir trúðu á marga guði sem nefndust æsir. Þeir bjuggu í Ásgarði. Menn tignuðu guðina með sérstökum trúarathöfnum sem nefndust blót. Þá voru guðunum færðar fórnir. Æðstur guðanna var Óðinn og kona hans hét Frigg. Víkingar dýrkuðu mest þrumuguðinn Þór sem stjórnaði veðri og vindum. Hann átti frægan hamar sem nefndist Mjölnir. Freyr nefndist frjósemisguðinn og Freyja ástargyðjan.

Verkefni: Myndlist Búðu til líkneski af Þór eða einhverjum öðrum guði ásatrúarmanna og láttu sérkenni koma vel fram. Heppilegt efni er jarðleir sem þú mótar og lætur þorna vel fyrir brennslu í leirbrennsluofni.

Til umræðu Hvað segir textinn úr Heimskringlu okkur um blót forfeðranna? Útskýrðu með eigin orðum

Heiti daga áður fyrr: Týsdagur, Óðinsdagur, Þórsdagur, Freysdagur. Hvað heita þessir dagar nú?

Blót „Það var forn siður þá er blót skyldi vera að allir bændur skyldu þar koma sem hof var og flytja þannug [þangað] föng sín, þau er þeir skyldu hafa meðan veislan stóð. Að veislu þeirri skyldu allir menn öl eiga.“ Úr Heimskringlu

Að færa guðunum fórnir Lestu kaflann Vorblót á bls. 20–23 í bókinni um Leif Eiríksson.

Til umræðu Hvers vegna færði fólk guðunum fórnir?

Verkefni: Ritun Fjölmörg götu- og bæjarheiti eru kennd við guðina. Skráðu þau í ritunarbók eða á veggspjald sem bekkurinn gerir.

Verkefni: Mannanöfn í sögunni Skráðu nöfn karla og kvenna um leið og þau koma fyrir í bókinni um Leif. Athugaðu hvaða nöfn eru notuð enn í dag. Merktu við þau. Merktu við nöfn sem byrja á Þór. Finndu eins mörg í viðbót og þú getur. Merktu við þau nöfn sem notuð eru enn í dag.

Ásatrú á Íslandi í dag Á heimasíðu Ásatrúarfélagsins: www.asatru.is er að finna upplýsingar um starfsemi þess.

31


Hefnd – hefndarskylda Til umræðu „Þá felldu þrælar Eiríks skriðu á bæ Valþjófs á Valþjófsstöðum. Eyjólfur saur frændi hans drap þrælana hjá Skeiðsbrekkum upp frá Vatnshorni. Fyrir það vó Eiríkur Eyjólf saur. Hann vó og Hólmgöngu-Hrafn að Leikskálum.“ Úr Eiríks sögu rauða

Til umræðu Hvað olli deilum Eiríks rauða við nágranna hans í Haukadal?

32

Á landnámsöld var skylda að hefna sín ef einhver gerði manni eða einhverjum úr fjölskyldunni illt. Þetta varð til þess að hefnd gekk á milli þeirra sem deildu, menn börðust og sumir létu lífið í átökum.

Hvað getur valdið deilum manna á meðal í dag?

Verkefni: Ritun

Til að friða andstæðinga var reynt að ná sáttum. Þá voru oft boðnar skaðabætur. Menn reyndu að stilla sig af ótta við hefnd.

Ef þú lendir í deilum, hvað gerir þú þá?

Hægt var að leita til goða sem átti að halda uppi friði í því héraði sem hann réði yfir. Hann hjálpaði mönnum að ná rétti sínum ef á þurfti að halda og veitti þeim vernd.

„Sá vægir sem vitið hefur meira.“

Lýstu því hvernig þér líður ef þú lendir í deilum við aðra. Hvernig útskýrir þú þennan málshátt? Finndu málshætti og orðtök sem tengjast deilum og því að ná sáttum, skráðu þá á renning eða blað. Búið til veggspjald í bekknum.


Rúnir Letur það sem víkingar notuðu nefnist rúnaletur. Einnig er það nefnt fúþark eftir sex fyrstu stöfunum. Það er fornt germanskt letur sem hefur aðeins 16 tákn og sum þeirra tákna fleiri en eitt hljóð. Því er oft erfitt að lesa úr táknunum svo skiljist. Eldri gerð með 24 tákn var notuð fram undir árið 700.

F

U Þ

A

R

K

H

N I A

S

T

B M L

R

Lestu eftirfarandi rúnir

Rúnirnar voru ristar á stein eða tré. Fáar íslenskar rúnaristur hafa fundist, helst á legsteinum frá 14.–17. öld.

Verkefni: Rúnaletur Teiknaðu mynd af rúnasteini og skrifaðu nafn þitt á hann með rúnaletri. Æfðu þig að skrifa fleiri nöfn, t.d. bekkjarfélaga, með rúnaletri. 33


Birki

Lækningar Lestu um kappreið Leifs og Þorsteins Eiríkssona á bls. 50–51 og um sjúkdóma á bls. 72 í bókinni um Leif Eiríksson – á ferð með Leifi heppna. Þessi texti segir okkur frá óhöppum og sjúkdómum sem hrjáðu víkinga líkt og okkur í dag. Í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu kemur fram að fólk særðist í bardögum og að það veiktist af sjúkdómum og farsóttum. Nota varð ýmis ráð til að reyna að lækna fólk og hafa víkingar meðal annars notað til þess jurtir. Þeir vissu að úr þeim var hægt að búa til smyrsl til að bera á sár og einnig drykki sem áttu að hafa góð áhrif við ýmsum sjúkdómum. Í bókum um jurtir eru upplýsingar um hvernig á að þurrka og hvenær heppilegt er að tína þær. Hægt er að nálgast ýmsar þurrkaðar íslenskar jurtir í heilsubúðum. 34

Lækningamáttur nokkurra jurta

Bæði birkilauf og börkur eru soðin í smyrsl sem er mjög græðandi. Birkilauf er notað í te og krydd. Það eykur lyst, er styrkjandi og blóðhreinsandi.

Hvönn Notuð til að hreinsa blóð og sár, góð við hósta, lystarleysi og verkjum. Einnig notuð við skyrbjúg, en hann lýsti sér sem sár í munni og bar vott um skort á C-vítamíni.

Hvönn má einnig nota til matar, bæði blöð og rót, og var hún ræktuð áður fyrr og safnað til vetrarforða.

Verkefni: Jurtate Lagið te úr 2–3 tegundum jurta og smakkið. Upplýsingar um áhrif jurtanna fáið þið í bókum um jurtir.


Til var fólk sem var mjög úrræðagott við lækningar og var þá leitað til þess með sjúklinga. Í Fóstbræðra sögu er sagt frá Grímu og Gamla sem bjuggu upp við jökul í Eiríksfjarðarbotni á Grænlandi. Hún var „læknir góður“. Söguna um Grímu og Gamla finnur þú í vefefninu um Leif Eiríksson og í Fóstbræðra sögu.

Blóðberg

Vallhumall Mjög fjölhæf lækningajurt. Nýtínd er jurtin góð á gigt. Jurtin er þurrkuð og soðin í smyrsl sem græðir sár. Einnig er búið til úr henni te sem er gott við verkjum, uppþembu, lystarleysi, hósta og bólgum.

Blöð og blóm eru notuð í te og vinsæl sem krydd (timian). Jurtin er þurrkuð og soðin í te sem er gott við flensu og kvefi. Einnig er hún góð við bólgum í maga og er talin róandi.

Fróðleiksmolar: Laukur til greiningar Sagt er að ef fólk fékk sár á magann í bardaga hafi víkingar getað greint hve alvarlegt það var með því að gefa þeim særða graut sem var eldaður úr lauk. Sárið var fyrst hreinsað með soðnu vatni og svo bundið um það. Síðan fékk sjúklingurinn grautinn. Ef sárið fór að anga af lauklykt var vitað að þarmarnir væru særðir og að sjúklingurinn dæi.

35


Að skrifa bréf í orðastað annarra Bréf Þórgunnu til Leifs Lestu kaflann Ferð Leifs til Noregs í bókinni og einnig sögulok.

Verkefni: Ritun

Verkefni: Ritun

Bréf Leifs til Eiríks föður síns Lestu kaflann Landið kannað í bókinni um Leif. Leifur bíður í ofvæni eftir föður sínum úr útlegð. Hann er farið að lengja eftir honum. „Af hverju kemur faðir minn ekki?“

36

Skrifaðu bréf til Eiríks í orðastað Leifs. Hvað er hann að hugsa? Hvað langar hann að segja föður sínum? Hvernig hefur þeim liðið í Öxney meðan Eiríkur var í burtu? Margar aðrar frásagnir í sögunni gefa tilefni til bréfaskrifta.

Til umræðu: Þórgunna vildi sigla með Leifi heppna en hann taldi vissara að hún yrði eftir þrátt fyrir að þau væru mjög ástfangin. Hvers vegna taldi hann ekki ráðlegt að hún kæmi með sér?

Skrifaðu bréf til Leifs í orðastað Þórgunnu eftir að sonur þeirra fæddist. Hvað vill hún segja honum í fréttum? Hvað langar hana að taka til bragðs?

Til umræðu: Með hvaða orðum telur þú að fólk hafi heilsað og kvatt hvert annað á landnámsöld? Gæti það verið eitthvað af orðunum í rammanum?

Sæll/sæl Blessuð/blessaður Hæ/bæ Hér sé friður Sæl verið þið Halló


Ættartala Leifs Eiríkssonar „Þorvaldur hét maður: hann var sonur Ásvalds Úlfssonar, Öxna-Þórissonar. Eiríkur rauði var sonur hans. Þeir feðgar fóru af Jaðri til Íslands fyrir víga sakir og námu land á Hornströndum og bjuggu á Dröngum.“ Úr Eiríks sögu rauða

Þorkell Þorvaldur

Getur þú fundið hvað afi Leifs heppna hét? Hvað getur þú rakið ættir þínar langt aftur?

Freydís

Til umræðu

Þorvaldur

Ræðið í bekknum og skoðið fleiri ættartölur í íslenskum fornsögum og berið saman við þessa.

Verkefni:

Ritun

Ritun

Skrifaðu svipaðan texta og hér að ofan um þig. Þú velur hvort ætt þín er rakin í karllegg eða kvenlegg.

Í íslensku máli eru mörg orð notuð um fjölskyldutengsl, dæmi: frænka, föðursystir, fóstursonur. Þau eru kölluð venslahugtök.

Búðu til ættartré þitt svipað og sýnt er hér á síðunni.

Þorsteinn – Guðríður

Eiríkur rauði – Þjóðhildur

Hér er ættartala Leifs aðeins rakin í beinan karllegg. Hvað finnst þér um það?

Verkefni:

Leifur Eiríksson – Þórgunna

Skráðu öll sem þú finnur í ritunarbók. Hvaða hugtök eiga við þig?

Hver eru tengsl þín við aðra í fjölskyldunni? Notaðu fullt nafn þeirra sem þú skráir. Dæmi: Ég er barnabarn Jónu Jónsdóttur. 37


Minnismerki um Leif Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti, gerð af Sterling Calder

Við erum stolt af Íslendingnum Leifi Eiríkssyni sem fann Ameríku og höfum reist honum minnisvarða á nokkrum stöðum. Fyrst skal nefna styttu af Leifi á Skólavörðuholti í Reykjavík. Hún er gjöf frá bandarísku þjóðinni til minningar um þennan frækna víking sem vildi leita landa. Sams konar stytta af Leifi er í Bandaríkjunum. 38

Stytta af Leifi, eftir Nínu Sæmundsson, er á Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu. Hún var vígð af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Leifshátíð í Dölum árið 2000 í tilefni 1000 ára afmælis landafunda


Flugstöð Leifs Eiríkssonar Sá staður sem flestir ferðamenn til og frá Íslandi koma á er Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.

Til umræðu: Hver telur þú að ástæðan sé fyrir því að Leifsstöð – flugstöðin í Keflavík – er nefnd eftir Leifi Eiríkssyni? 39


Ítarefni og heimildir: Alfræði unga fólksins. 1994.

Magnús Magnússon. 1981. Víkingar. Víkingar í

Örn og Örlygur, Reykjavík.

stríði og friði. Örn og Örlygur, Reykjavík.

Árni Björnsson. 1990. Íslenskt vættatal.

Nielsen, Erik Hjorth. 1994. Huginn og Muninn segja

Mál og menning, Reykjavík.

frá ásum. Mál og menning, Reykjavík.

Árni Björnsson, ritstj. 1994. Gersemar og þarfaþing.

Stefán Aðalsteinsson. 1999. Landnámsmennirnir

Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.

okkar. Víkingar nema land. Mál og menning,

Vefslóðir Ásatrúarfélagið á Íslandi www.asatru.is Eiríks saga rauða (Snerpuútgáfan)

Hallgerður Gísladóttir. 1999. Íslensk matarhefð. Mál og menning, Reykjavík. Humble R., Hook R. 1989. Leifur heppni. Ævintýramenn og landkönnuðir.

Reykjavík.

www.snerpa.is/net/isl/eirik.htm Galdrasýning á Ströndum www.vestfirdir.is/galdrasyning/

Steingrímur Steinþórsson. 1990. Víkingar. Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Grænlendinga saga (Snerpuútgáfan) www.snerpa.is/net/isl/graens.htm

Þjóðsögur við sjó. 1999. Vaka–Helgafell, Reykjavík. Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna

Mál og menning, Reykjavík.

Vefur um víkinga Iðunn Steinsdóttir. 2001. Litlu landnemarnir. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Íslenska alfræðiorðabókin. 1990. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík. Íslenskur söguatlas 1. bindi. Frá öndverðu til 18. aldar. 1991. Iðunn, Reykjavík. Jóhanna Karlsdóttir og Leif Aidt. 2000. Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna. Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Skáldsögur Ármann Kr. Einarsson. 1971. Leifur heppni: ævintýrið um fund Ameríku. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík. Hauger, Torill Thorstad. 1990. Í víkingahöndum. Mál og menning, Reykjavík. Hauger, Torill Thorstad. 1998. Flóttinn frá víkingunum. Mál og menning, Reykjavík.

www.namsgagnastofnun.is/leifur/index Leifur Eiríksson – vefur Dalanna www.dalir.is/leifur/ Námsgagnastofnun www.namsgagnastofnun.is Safnahandbókin www.icom.is Vestur til Vínlands Vefsíða nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Jón Daníelsson. 2000. Leifur heppni og Vínland hið góða. Muninn bókaútgáfa, Reykjavík.

40

www.fva.is/~vinland/index.html

Myndbönd

Kristján Eldjárn. 1994. Hundrað ár í Þjóðminjasafni.

Bryndís Gunnarsdóttir. 1987. Landnám Íslands.

Mál og menning, Reykjavík.

Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Landnám Íslands. 1982. Námsgagnastofnun,

Leifur heppni og Vínland hið góða. 2000. Muninn

Reykjavík.

bókaútgáfa, Reykjavík.

Landnámsþættir. 1982. Námsgagnastofnun,

Leifur og fleira fólk. 2001. Námsgagnastofnun,

Reykjavík.

Reykjavík.

Þjóðminjasafn Íslands www.natmus.is Fleiri vefslóðir er að finna á vefsíðunni um Leif Eiríksson


Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna Í verkefnabókinni er að finna hugmyndir að verkefnum um mannlíf, lífsbjörg og siði víkinga á tímum landafunda á Íslandi, Grænlandi og Vínlandi. Í ýmsum verkefnum er vísað til texta bókarinnar Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna og vefsíðunnar Leifur heppni – vefur um víkinga á heimasíðu Námsgagnastofnunar, http://www.namsgagnastofnun.is Ásamt myndbandinu Leifur og fleira fólk myndar þetta námsefni eina heild. Í verkefnunum er víða áhersla á samþættingu við list- og verkgreinar og nemendur eru hvattir til umræðu og upplýsingaleitar.

ISBN 9979-0-0583-1

NÁMSGAGNASTOFNUN 06914

9 789979 005834


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.