N Ó A T Ú N S
Beringer Fume Blanc :: hvítvín
AÐALRÉTTUR
USA / NAPA VALLEY
Kalkúnn
Ljóssítrónugult. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Stikkilsber, perur, stjörnuávöxtur, perur, grösugt.
FYRIR 6
1 stk. kalkúnn (u.þ.b. 4 - 5 kg) 1 kalkúnn Salt Pipar Salvía Fyllið fuglinn og steikið við 150 °C í u.þ.b. 3 klst. eða um 50 mín. á hvert kíló. Gott er að vera með bráðið smjör í potti og dreypa mjög reglulega yfur fuglinn. Hækkið svo hitann í 180 °C og steikið í 20-25 mín. Látið fuglinn hvíla eftir steikingu í a.m.k. 25 mín. undir álpappír. FYLLING
400 g smjör 300 g laukur (sneiddur) 2 msk salvía (kryddað eftir smekk)
Brauðraspur Salt Pipar 20 g sveppir 2 tsk rósmarín
Svissið sneiddan laukinn og sveppina. Bætið svo við rósmaríni, salvíu, salti og pipar eftir smekk og bræðið restina af smjörinu með. Þykkið fyllinguna með brauðraspi þangað til hún verður hæfilega þykk.
FORRÉTTUR
Sætkartöflusalat með hnetum FYRIR 4
3-4 sætar kartöflur (afhýddar) Ólífuolía Salt Pipar
2 dl soyasósa 30 g smjör 1 dl púðursykur 200 g blandaðar hnetur
Skerið kartöflurnar í hæfilega stóra bita, saltið, piprið og setjið olíu á og inn í ofn á 180 °C í 20-30 mín. Setjið sojasósu, smjör og púðursykur í pott og sjóðið í um 20 mín. eða þangað til að sósan er orðin hæfilega þykk, ristið þá hneturnar og bætið út í sósuna.
EFTIRRÉTTUR
Risahörpudiskur FYRIR 5-6
700 g risahörpudiskur 2 hvítlauksgeirar 1 chilli (steinhreinsaður) 1 sítróna 1 msk steinselja (söxuð)
MEÐLÆTI
Klettasalat Olía Salt Pipar
Saxið hvítlaukinn og chilli smátt. Steikið á pönnu ásamt hörpudiskinum í 1 mín. á hvorri hlið við háan hita og kreistið safann úr sítrónunni yfir. Saltið og piprið eftir smekk. Berið fram með klettasalati.
Karamellað epli og mynta FYRIR 2
1 grænt epli (skorið í 4 báta og kjarnhreinsað) 50 g kanilsykur 2 dl vatn 5 myntulauf Sjóðið eplið í 2 mín. og setjið í eldfast mót. Saxið myntuna og stráið yfir ásamt kanilsykrinum. Bakið í 200 °C heitum ofni í 12 mín.
Bríó :: þýskur pils
AÐALRÉTTUR
ÍSLAND
Hvítlauksbakaðir humarhalar í bjórkrydduðum rjóma
Bríó er heimsins besti Pilsner-bjór (e. Worlds best Pilsner 2012) samkvæmt bjórkeppninni World Beer Awards. Ennfremur er Bríó gullverðlaunahafi í virtustu bjórkeppni heims, World Beer Cup, frá því á haustmánuðum.
FYRIR 4
30 humarhalar 300 g smjör 2-3 hvítlauksgeirar
20 g steinselja (fersk) Salt Pipar
Kljúfið humarhalana og hreinsið undir köldu vatni. Leggið halana á bökunarplötu með smjörpappír á. Bræðið smjörið í potti og bætið smátt söxuðum hvítlauk út í og látið krauma í 10 mín. Bætið þá steinseljunni út í og látið standa í kæli í 1 klst. Hrærið þá smjörið upp og setjið u.þ.b. eina teskeið á hvern humar ásamt salti og pipar eftir smekk. Bakið í 8-10 mínútur við 180 °C. BJÓRKRYDDAÐUR RJÓMI
500 ml rjómi 1 hvítlauksgeiri 2-3 msk kjötkraftur (smakka til) 2 greinar garðablóðberg (ferskt) 1 grein rósmarín 1 tsk smjör 1-2 dl Tuborg bjór
FORRÉTTUR
Jólasíld FYRIR 4
50 g græn vínber 1 krukka lauksíld 50 g rauðbeður 1 lítil dós majónes 1 dós sýrður rjómi 1 grænt epli (flysjað, kjarnhreinsað og skorið í bita) Skerið rauðbeðurnar í litla bita og vínberin til helminga. Sigtið síldina vel frá vökvanum. Blandið öllu saman og setjið síldina varlega saman við. Berið fram á rúgbrauði.
Bræðið smjörið í potti og bætið hvítlauk, rósmaríni, garðablóðbergi og steikið í 1 mín. Bætið þá rjóma og krafti saman við og látið krauma við lágan hita í 1½-2 klst. Bætið bjórnum út í alveg í lokin.
MEÐLÆTI
Jólaglögg FYRIR 4
1 kanilstöng 1 appelsína 1 límóna 1 vanillustöng 3 krukkur hunang (litlar) 3 l rauðvín Rífið börkinn af appelsínunni og límónunni út í 1 lítra af rauðvíni í stórum potti og kreistið safann úr appelsínunni út í, bætið kanil, vanillu og hunangi út í og látið krauma í 10-15 mín. Sigtið þá og bætið restinni af rauðvíninu út í.
EFTIRRÉTTUR
Heimalagaður konfektís FYRIR 4
1 l rjómi 6-7 eggjarauður 3 egg 230 g flórsykur 20 bestu Nóa Sírius bitarnir þínir ½ dl Baileys Rjóminn er þeyttur og geymdur í kæli. Egg og flórsykur er þeytt saman þar til massinn er ljós og léttur. Rjómanum blandað vel saman við, konfektið saxað og því bætt út í ásamt líkjörnum. Frystið yfir nótt.
AÐALRÉTTUR
Rosemount Shiraz Cabernet Sauvignon :: rauðvín ÁSTRALÍA
Heilsteikt önd
Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, lítil tannín. Dökk ber, sólber, krydd.
FYRIR 3-4
1 stk. Barbary önd (u.þ.b. 4,3 kg) 1 Barbary önd 1 poki blandaðir þurrkaðir ávextir 3 brauðsneiðar (hvítt skorpulaust brauð skorið í teninga)
30 g smjör 1 saxaður laukur Salt og pipar 2 appelsínur 1 sítróna
Bræðið smjörið á pönnu, bætið út í brauði, ávöxtum, lauk og rífið ysta lagið af berkinum á einni appelsínu. Blandið vel saman og látið krauma í um 5 mínútur. Fyllið öndina með fyllingunni og kryddið með salti, pipar, appelsínuberki og sítrónuberki. Steikið öndina við 210 °C í 20 mín. og svo við 140 °C í u.þ.b. 1 klst. og 45 mín. Dreypið soðinu yfir öndina á 20-30 mín. fresti með soðinu sem kemur í ofnskúffuna.
FORRÉTTUR
Myntu og fennelgrafinn lax FYRIR 4
1 kg laxaflak (beinhreinsað) 100 g sykur 100 g salt 2 msk fennel (þurrkað)
2 tsk anís 15 g mynta (smátt söxuð) 1 msk dill
CALVADOSSÓSA
1 tsk andakraftur 1 dl Calvados viský 1 grein garðablóðberg (ferskt)
½ dl eplaedik 1 msk hunang 150 g lint smjör 1 l vatn
Öllu kryddi blandað saman, stráið þriðjungi á bakkann og leggið flakið á roðhliðina, stráið þá restinni jafnt á laxinn og látið standa á borðinu í 3 klst. og síðan í kæli í 24 klst. Þegar laxinn er borinn fram er gott að skafa mestmegnis af kryddinu af flakinu með hníf og skera í þunnar sneiðar.
Skafið allt steikarskóf undan öndinni og sigtið í pott. Látið suðuna koma upp og blandið calvados, ediki, hunangi og garðablóðbergi saman við. Sjóðið áfram í 10-15 mín. Þykkið með sósujafnara ef þarf. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörinu saman við.
EFTIRRÉTTUR
Jarðarber og súkkulaði MEÐLÆTI
FYRIR 4
Mangó og avókadó salat FYRIR 3-4
1 mangó 1 avókadó 1 rauðlaukur
1 msk kóríander (saxaður) Ólífuolía Salt
Flysjið mangó, avókadó og rauðlaukinn og skerið í hæfilega bita. Blandið kóríander og olíu saman við salatið eftir smekk.
¹⁄³ ananas (ferskur) 2 mandarínur 1 askja jarðarber ½ askja bláber
1 plata suðusúkkulaði 150 g sykur 100 ml vatn 1 límóna (lime)
Skerið ananasinn í hæfilega bita og blandið saman við mandarínurnar og bláberin. Skerið jarðarberin í helminga og bætið út í. SÍRÓP: Sjóðið vatn, sykur og safa úr einni límónu þangað til það er hæfilega þykkt og blandið þá saman við ávextina. Saxið súkkulaði og dreifið yfir. Gott er að bera fram með vanilluís.
Valiano Chianti Reserva :: rauðvín
AÐALRÉTTUR
ITALÍA / CHIANTI CLASSICO
Krónhjartarfillet
Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, rauð ber, lyng.
FYRIR 4
1 stk. krónhjartarfillet (u.þ.b. 1 kg ) 1 krónhjartarfillet Smjör til steikingar Salt Pipar Garðablóðberg (ferskt) Brúnið kjötið á pönnu. Saltið, piprið og steikið garðablóðbergið með kjötinu í 2 mín. á hvorri hlið. Setjið kjötið inn í 120 °C heitan ofn í 20-25 mín. eftir stærð. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mín. áður en skorið er í það.
FORRÉTTUR
Hangikjöts þynnur FYRIR 3-4
400 g tvíreykt hangilæri 100 g bláber 1 msk flórsykur Salat
1 dl sólberjasaft Geitaostur eða Brie (ef vill)
Skerið hangikjötið örþunnt á disk eða bakka. Setjið bláberin, flórsykurinn og sólberjasaftina í pott. Látið suðuna koma upp og slökkvið undir. Merjið berin að mestu leyti, salat sett í miðju disksins / bakkans og sósunni dreift yfir. Gott er að dreifa smá geitaosti eða Brie yfir. MEÐLÆTI
EFTIRRÉTTUR
Smjörsteikt blómkál FYRIR 4
1 blómkálshaus 1 grein garðablóðberg (ferskt) 1 grein rósmarín
Crème Brûlée FYRIR 3-4
Smjör Salt Pipar
Skerið blómkálið í hæfilega stóra bita. Steikið ásamt garðablóðbergi og rósmaríni á vel heitri pönnu þangað til það er orðið gullinbrúnt. Saltið og piprið eftir smekk.
250 ml rjómi 250 ml mjólk 1 vanillustöng
100 g sykur 4 eggjarauður
Hitið ofninn í 150 °C og setjið vatn í ofnskúffuna. Sjóðið vanillustöngina í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum. Kælið síðan blönduna aðeins. Þeytið eggjarauðurnar létt með restinni af sykrinum. Veiðið vanillustöngina upp úr rjómablöndunni og blandið henni varlega saman við eggin. Setjið blönduna í lítil eldföst mót og raðið þeim á ofnskúffuna. Bakið þar til búðingurinn er orðinn stífur. Kælið búðinginn vel í formunum. Stráið sykri yfir og bræðið undir grilli eða með gasbrennara.
Lagunilla Reserva :: rauðvín
AÐALRÉTTUR
SPÁNN / RIOJA
Jólafyllt lambalæri
Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, mild sýra, þroskuð tannín. Rauð ber, jarðarber, skógarbotn, tunna.
FYRIR 5
1 stk. úrbeinað lambalæri (1,8-2 kg) 1 stk úrbeinað lambalæri Salt Pipar
Garðablóðberg (ferskt) 2 hvítlauksgeirar
FYLLING
100 g steinlausar döðlur 1 grænt epli (flysjað, kjarnhreinsað og skorið i bita)
1 tsk kanill ½ tsk anís
FORRÉTTUR
Límónumarineraðir laxatartar FYRIR 4
Saxið döðlurnar smátt og blandið öllu saman í skál og fyllið lærið. Kryddið lærið með salti, pipar og garðablóðbergi. Skerið hvítlauksgeirana í tvennt og merjið þá. Nuddið lærið með þeim og steikið með í ofninum á 160 °C í 2-2½ klst.
1 skalottlaukur 500 g laxaflak 1 chilli (roðflétt og (lítið og steinhreinsað) beinhreinsað) 3-4 stk límónur (lime) Pipar 1 msk steinselja (söxuð)
GARÐABLÓÐBERGSSÓSA Skerið laxinn í litla bita og kreistið safann úr límónunum yfir. Saxið laukinn, chillíið og steinseljuna saman við og piprið eftir smekk.
1 dl hvítvín 1 msk garðablóðberg (ferskt) 1 l lambasoð Sósujafnari (til þykkingar) Hvítvínið og kryddið sett í pott og látið sjóða þar til vínið hefur nánast gufað upp. Þá er soðinu bætt við og látið sjóða niður um 10%. Smakkið til með kjötkrafti og pipar. Þykkið með sósujafnara og litið með sósulit.
EFTIRRÉTTUR
Bláberjaskyrkaka FYRIR 6
MEÐLÆTI
Hvítlaukssteiktir sveppir FYRIR 4
3 portóbellósveppir 1 askja Flúðasveppir 2 hvítlauksgeirar 1 msk steinselja (söxuð) 2 skalottlaukar
Smjör Olía Salt Pipar
Skerið sveppina í bita og saxið hvítlauksgeirana og skallotlaukinn saman við. Steikið í smjöri og ögn af olíu í 4-5 mín. Í lokin er steinseljan sett saman við og saltað og piprað eftir smekk.
500 g bláberjaskyr (KEA) 1 dl rjómi 1 pakki Homeblest kex 100 g smjör 50 g flórsykur
100 g fersk bláber (má sleppa) 100 g suðusúkkulaði (má sleppa) 6 matarlímsblöð
Setjið kexið í matvinnsluvél og myljið vel. Bræðið smjörið í potti og blandið saman við kexið. Setjið í form sem þið ætlið að bera kökuna fram í og látið standa í kæli í 30 mín. Skyrinu, rjómanum og flórsykrinum er hrært saman. Matarlímið er látið linast í vatni og svo leyst upp í potti með ögn af heitu vatni og blandað saman við skyrið. Passið að hræra límið hratt saman við annars fer það í kekki. Smyrjið svo yfir kexið í forminu og dreifið berjunum yfir. Til skrauts má bræða súkkulaði og dreifa yfir með skeið.
Masi Campofiorin :: rauðvín
AÐALRÉTTUR
ÍTALÍA / VENETO
Hreindýravöðvi og plómur
Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Rauð ber, barkarkrydd, rúsína, lyng.
FYRIR 4-5
1 stk. hreindýravöðvi (u.þ.b. 1,2 kg) Snyrtur hreindýravöðvi Salt og pipar Brúnið kjötið á pönnu, saltið og piprið eftir smekk. Setjið í ofn við 150 °C í 30-40 mín.
FORRÉTTUR
Andarsalat
PLÓMUSÓSA
500 ml villibráðarsoð (úr fugla- eða hreindýrabeinum) 50 g sólberjasulta 1 dl púrtvín 2 stk plómur (skornar í báta)
50 g kalt smjör 1 tsk kjötkraftur Sósujafnari Salt og pipar
Setjið vínið á pönnuna ásamt soðinu og leysið upp steikarskófina. Bætið sólberjasultunni og plómunum saman við og sjóðið varlega. Þykkið smávegis með sósujafnara. Klípið kalt smjörið út í rétt áður en sósan er borin fram. Sósan má ekki sjóða eftir að smjörinu hefur verið bætt út í. Bragðbætið með salti og pipar.
FYRIR 4
2 andarbringur 1 tsk kanill 1 tsk anís Salt Pipar
Romain salat 1 rauð paprika 1 box kirsuberjatómatar ¹⁄³ gúrka Ólífuolía
Skerið rákir í öndina. Setjið kanil, anís, salt og pipar eftir smekk í skál og kryddið bringurnar. Steikið svo á pönnu við háan hita í 3 mín. á fitunni og 1 mín. á kjöthliðinni. Færið öndina í eldfast mót og bakið í 15 mín. við 180 °C hita. Látið kjötið hvíla í það minnsta 5 mín. áður en það er skorið í þunnar sneiðar. Á meðan öndin er í ofninum er hægt að útbúa salatið. Skolið salatið undir köldu rennandi vatni. Skerið salatið niður og setjið í skál. Skerið papriku í ræmur. Kjarnhreinsið gúrkuna með því að skera hana eftir endilöngu og fjarlægja kjarnann, bitið hana svo niður. Notið skeið til að hreinsa kjarnann. Skerið tómatana í tvennt. Blandið öllu saman og kryddið með sjávarsalti og ólífuolíu.
MEÐLÆTI
Ferskur aspar EFTIRRÉTTUR
FYRIR 5
5-6 stk. aspas (ferskur, grænn) Vatn Salt
Smjör Pipar Steinselja
Sjóðið aspasinn í u.þ.b. 2-3 mín. eða þar til hann er orðinn meyr. Steikið í smjöri í 3 mín. Saltið, piprið og saxið steinseljuna út í.
Púrtvínsgljáðar ferskjur FYRIR 2
5 ferskjur 300 ml púrtvín
50 ml grenadine 200 ml vatn
Skerið ferskjurnar í báta og sjóðið upp í víni og vatni í u.þ.b. 12 mín. eða þar til þær eru orðnar mjúkar og góðar. Gott er að bera fram með vanilluís og ferskri myntu.
AÐALRÉTTUR
Piccini Memoro :: rauðvín ÍTALÍA
Nóatúns hamborgarhryggur
Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sælgætiskenndur berjablámi, vanilla, eik. 4 þrúgur frá 4 hornum Ítalíu.
með rjómalagaðri púrtvínssveppasósu FYRIR 6
1 stk. Nóatúns hamborgarhryggur (u.þ.b. 3 kg) 1 Nóatúns hamborgarhryggur 2 dósir tómatpúrra (litlar) 1 malt í gleri (330 ml) 1 appelsín í gleri (330 ml) Hryggurinn er soðinn rólega í 50 mín. í vatni, malti, appelsíni og tómatpúrru, þá er hann tekinn upp úr og látið renna af honum. GLJÁI
250 g púðursykur 125 g tómatsósa 125 g sætt sinnep 375 ml rauðvín (eða rauðvínsedik) Allt sett í pott og látið krauma í um 5 mín. Hryggurinn penslaður og settur í ofn á 180 °C í um það bil 20-25 mín. RJÓMALÖGUÐ PÚRTVÍNSSVEPPASÓSA
300 g sveppir 50 g smjör 2 greinar garðablóðberg (ferskt) 200 ml púrtvín 500 ml rjómi Sveppakraftur Salt og pipar Skerið sveppina gróft niður í pott og brúnið í smjörinu ásamt blóðberginu, salti og pipar í 4 mín. Hellið þá púrtvíni út í og látið sjóða niður um helming. Gott er að setja 1-2 msk. af sveppakrafti út í eða eftir smekk. Bætið þá rúmlega 500 ml af vatni saman við og látið sjóða í um 30 mín. Bætið þá rjóma við og látið suðu koma upp. Gott er að smakka til með kjötkrafti og sveppakrafti. Þykkið með smjörbollu eða maizena mjöli.
FORRÉTTUR
Sætkartöflusúpa FYRIR 4
300 g afhýddar sætar kartöflur 150 g beikon 3 hvítlauksgeirar 1½ l kjúklingasoð
Rjómi Salt Cayenne pipar Kjúklingakraftur
Skerið kartöflurnar í bita. Brúnið beikon og hvítlauk í potti. Bætið kartöflum og soði út í, látið sjóða í um 35 mín. Takið þá allt upp úr pottinum og maukið í matvinnsluvél ásamt smávegis af soðinu. Hellið þá maukinu aftur út í soðið og sjóðið aftur. Smakkið til með Cayenne pipar, salti og ef til vill ögn af kjúklingakrafti. Gott er að setja ögn af þeyttum rjóma út í skálina þegar súpan er borin fram.
MEÐLÆTI
Epla- og vínberjasalat FYRIR 4
170 ml sýrður rjómi 3-4 græn epli (flysjuð og kjarnhreinsuð) 2 msk hlynsíróp 20 g valhnetur 200 g græn vínber (má sleppa) (skorin í tvennt) 120 ml majónes Skerið eplin í bita. Öllu blandað saman í skál og látið standa í kæli í eina klukkustund áður en borið fram.
Myrkvi :: bjórr
AÐALRÉTTUR
Húsavíkur hangikjöt
ÍSLAND Myrkvi er skuggalegt ósíað Porter öl með dimmum og djúpum keim af sérristuðum kaffibaunum og karamellu.
FYRIR 6
1 rúlla Húsavíkur hangilæri (u.þ.b. 1,8 kg) 1 Húsavíkur hanglæri (úrbeinað) Vatn Setjið hangilærið í pott og látið vatn fljóta yfir. Fáið suðu rólega upp og látið malla í 15 mín. og slökkvið þá undir og látið kjötið kólna í pottinum. Geymið kjötið í kæli en gott er að taka það út um klukkutíma áður en það er borið fram.
MEÐLÆTI
Heimalagað rauðkál FYRIR 6-10
MEÐLÆTI
Kartöfluuppstúfur FYRIR 4
1 haus rauðkál (fínt skorinn) 3 dl Ribena sólberjasaft ½ dl borðedik 2 tsk kanill
10 negulnaglar 2 lárviðarlauf 1 appelsína 1 grænt epli (flysjað og skorið í bita) 30 g smjör
Bræðið smjörið og léttsteikið kálið í potti ásamt eplunum, skerið appelsínuna í tvennt og stingið negulnöglunum í börkinn og bætið út í ásamt öllu hráefninu og látið krauma í um 50-60 mín. Sigtið þá og takið appelsínuna og lárviðarlaufin úr. Má borða heitt.
1 kg kartöflur (forsoðnar) 500 ml köld mjólk 50 g smjör 3 msk hveiti Hvítur pipar Salt Múskat Mjólk, smjör og hveiti sett í pott, hitað rólega að suðu og hrært stöðugt í með písk. Hitinn lækkaður, kryddað með pipar og salti eftir smekk og látið malla í 2-3 mínútur. Þá eru kartöflurnar settar út í og látið malla áfram þar til þær eru heitar í gegn. Sumir nota 1 msk sykur út í uppstúfið. Einnig getur verið gott að krydda það með dálitlu nýrifnu múskati.
EFTIRRÉTTUR
Ris á la mande FYRIR 2-4
200 g grautargrjón 4 dl vatn 1 l mjólk 1 stk vanillustöng
100 g sykur 200 g möndlur, saxaðar 5 dl rjómi (þeyttur)
Sjóðið grjónin í vatni í 2-4 mín. Hellið í sigti og skolið vel. Setjið grjónin aftur yfir til suðu í mjólkinni ásamt sykrinum og vanillustönginni. Sjóðið við vægan hita í 45 mín. og hrærið oft í til að brenni ekki við. Látið grjónin kólna alveg og hrærið svo rjómanum og möndlunum varlega saman við. Berið fram með kirsuberjasósu.
Piccini Chianti :: rauðvín
AÐALRÉTTUR
ÍTALÍA / CHIANTI
Grísabógur með puru
Ljóskirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, plóma, jörð, krydd.
FYRIR 4-6
1 stk. grísabógur (u.þ.b. 3 - 4 kg) 1 stk grísabógur Lárviðarlauf Negulnaglar
Gróft salt Svartur pipar úr kvörn
Skerið rákir eða tígla í puruna, saltið vel í og setjið negulnagla, lárviðarlauf og pipar í puruna. Setjið í ofnpott með rúmlega botnfylli af vatni, puruna upp og steikið í 45 mín. pr. kg á 180 °C. Síðustu 20 mín. er hitinn hækkaður í 200 °C og sprengja puran.
FORRÉTTUR
Grafið lamb FYRIR 4
400 g lambainnanlærisvöðvi 100 g salt 100 g sykur 150 g timían (þurrkað)
100 g rósmarín 2 tsk fennel
Blandið sykri og salti saman í skál. Hreinsið vöðvann vel. Blandið þurrkryddunum saman við og veltið lambinu upp úr þeim. Stráið vel af salti og sykri yfir lambið og látið standa í 3-4 klst. í ísskáp eða yfir nótt. Berið fram með blönduðu salati og gráðaosti. MEÐLÆTI
Blandað rótargrænmeti og laukur FYRIR 4
3 meðalstórar gulrætur 3 meðalstórar steinseljurætur 1 sellerírót 2 rauðlaukar Garðablóðberg (ferskt)
Rósmarín 2 hvítlauksgeirar (saxaðir smátt) Salt Pipar Olía
Skerið gulræturnar og steinseljuræturnar í strimla, sellerírótina í bita og laukinn í báta. Setjið í eldfast mót og veltið upp úr olíu, kryddið með salti, pipar, rósmaríni, garðablóðbergi og hvítlauk. Gott er að strá smá flórsykri yfir. Bakið við 180 °C í 30-40 mín. eða þangað til grænmetið er orðið steikt í gegn.
EFTIRRÉTTUR
Eplakaka FYRIR 4
125g hveiti 100g sykur 100g smjör (mjúkt) 1 tsk lyftiduft 2 egg
½ tsk vanilludropar ¼ dl mjólk 2 epli (græn) Kanilsykur
Þeytið saman smjöri og sykri þangað til blandan verður ljós og létt. Bætið þá eggi, hveiti, lyftidufti, vanilludropum og mjólk saman við. Hrærið deigið saman. Smyrjið deiginu í hringlótt mót og stráið kanilsykri yfir. Flysjið eplin og skerið í sneiðar og leggið ofan á deigið. Stráið aftur kanilsykri yfir. Setjið í 180 °C heitan ofn í 20-30 mín.
Wolf Blass Red Label :: rauðvín
AÐALRÉTTUR
ÁSTRALÍA
Innbökuð nautalund
Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, mild tannín. d. Rauð ber, mynta, krydd.
FYRIR 4-6
1 nautalund (1 kg) 1 kg nautalund 2-3 msk olía Salt Pipar
4 plötur smjördeig 1 egg (slegið) 3 msk Dijon sinnep 10 sneiðar parmaskinka
FYLLING
250 g smjör 1 skallott laukur (saxaður) 250 g sveppir (smátt saxaðir)
1 msk steinselja (söxuð) 1 hvítlauksgeiri (smátt saxaður) 1 tsk þurrkað timían
Sveppir, laukur og smjör látið krauma í potti ásamt hvítlauk og timían þangað til mest allur vökvinn er gufaður upp, þá er steinselju bætt við. Látið kólna í 1 klst. í ísskáp. Steikið lundina á öllum hliðum og saltið og piprið. Færið lundina á disk og smyrjið þunnu lagi af sinnepi á hana. Fletjið því næst deigið út og leggið parmaskinkuna á það. Setjið fyllinguna yfir skinkuna og kjötið þar ofan á, rúllið upp og penslið með eggi. Bakið í 30-40 mín. við 190 °C. Leyfið steikinni að hvíla í a.m.k. 10 mín. áður en hún er skorin.
FORRÉTTUR
Skelfiskssalat FYRIR 5-6
350 g hörpuskel 350 g risarækja (soðin) 350 g humar (skelflettur) 8-10 stk bláskel (eftir smekk og einnig sem skraut) 3-4 dl hvítvín 1 mangó
1 rauð paprika ¹⁄³ ananas (ferskur)) 1 chilli (steinhreinsað) sað) 1 búnt kóríander 2-3 límónur (lime)) Salt Pipar
Hörpuskel og humar steikt á pönnu í 4-5 mín. Saltið og piprið, látið kólna alveg. Setjið hvítvín í pott og náið uppp góðum hita. Skellið bláskelinni út í í 4-5 mín. eða þar til il hún hefur opnað sig alveg. Mangó, paprika og anans skorið korrið í bita. Chilli og kóríander saxað smátt. Allt sett í skál eða ða fat og blandað saman við safa úr 2-3 límónum. Saltið ogg piprið eftir smekk. Borið fram kalt.
MEÐLÆTI
Sultaður rauðlaukur FYRIR 4
500 g rauðlaukur ½ dl sykur 3 dl rifsberjahlaup ½ dl púrtvín Salt Pipar
Sólberjagljáðar plómur
Skerið laukinn í þunnar sneiðar og svissið í potti í 1-2 mín. Þá er öllu blandað saman og látið krauma við vægan hita í 1 klst.
10 plómur 300 ml sólberjasaft 100 ml vatn
EFTIRRÉTTUR
FYRIR 4
50 ml grenadine (má sleppa)
Skerið plómurnar í báta og sjóðið upp í saft og vatni í u.þ.b. 12 mín. eða þar til þær eru mjúkar og góðar. Gott er að bera fram með vanilluís og ferskri myntu.
Jólin eru helsta hátíð Íslendinga og leggjum við mikið upp úr því að þau heppnist sem best. Ómissandi hluti jólanna felst í því að snæða góðar máltíðir í góðum hópi. Grunnurinn að góðri máltíð er gott hráefni. Þetta vitum við hjá Nóatúni vel og leggjum mikinn metnað í glæsileg kjötborð okkar. Komdu og fáðu ráðgjöf um val á hráefni og eldamennsku hjá kjötmeisturum Nóatúns svo eldamennskan yfir hátíðarnar heppnist sem allra best.
Daníel D Daní a Pétur Baldursson, kkj jjötmeista me kjötmeistari í Nóatúni, er höfundur hhátíðarup hátíðaruppskrifta tíða íð Nóatúns 2012. Daníel D íel lær lærði til matreiðslumanns á Hi Reykjavík Nordica Hi Hilton ogg úts útskrifaðist árið 2009. Eftirr útskrift Efti tskr sk þróaði hann hæfileika sína áfram áf m á Vo áfram Vocal Restaurant auk fleiri veitingas ittinn veitingastaða sem hann vann á. Nú er hhan N hann kjötmeistari í Nóatúni ogg eru erum erum við vi af afar stolt af því að hafa slíkan hhæ æ æfileikam leik eik hæfileikamann innan okkar raða og getaa bo boðið ið vviðskiptavinum viðs boðið upp á spennandi hhátíð á hátíðaruppskriftir hans.
Gleðilega hátíð!
Nóatún Nóatúni – Nóatúni 17
Nóatún Austurveri – Háaleitisbraut 68
Nóatún Hamraborg – Hamraborg 18
Nóatún Grafarholti – Þjóðhildarstíg 2
Nóatún Hringbraut – Hringbraut 121
= ccjc :MED EgZcijc DYY^
Í þessum bæklingi finnur þú spennandi og bragðgóðar uppskriftir að vinsælasta jólamat Íslendinga undanfarin ár.