Villibráð Nóatúns 2006

Page 1

ð á r b i Vill s n ú t Nóa


Hjartarlundir

Hjartarlundir í bláberjasósu 1 kg hjartarlundir olía til steikingar salt og pipar

Beringer North Coast Zinfandel (Bandaríkin)

Múrsteinsrautt. Góð fylling, ávaxtaríkt með fínlega krydduðum keim

Sósan ½ l villisoð 1 peli rjómi 1 dl bláberjasulta 1 dl púrtvín dökkt 1 tsk. ferskt timían. Nokkur fersk bláber (ekki nauðsynlegt) Smjörbolla til að þykkja Lundirnar eru brúnaðar á mjög heitri pönnu bara til að loka þeim og þær bakaðar í ofni við 120° í ca 10 mín. eða þar til þær ná 57-59° í kjarna. Soð, púrtvín, timían og bláberjasulta er sett í pott og soðið niður um ca 10% Þá er sósan þykkt og rjóminn settur út í. Gott er að setja nokkur bláber í sósuna áður en hún er borin fram.

Sultaður rauðlaukur 500 g rauðlaukur ½ dl sykur 2 dl rifsberjahlaup 2 dl vatn

2 msk. olía ½ dl dökkt púrtvín 2 msk. rauðvínsedik salt og pipar

Laukurinn er afhýddur og skorinn í lauf eða þunnar sneiðar. Olía og laukur sett í pott og steikt í 1 mín. Þá er öllu bætt út í og látið krauma í 1 klst.

r i t t é r r i t f E með ð á r b i l l i v


Krónhjartarfillet

Krónhjartarfillet að höfðingjahætti 1 kg krónhjartarfillet olía til steikingar salt og pipar Kjötið er brúnað á pönnu í olíunni, kryddað með salti og pipar og bakað í 120° heitum ofni í 20-25 mín. eftir stærð.

Beringer Stone Cellar Zinfandel (Bandaríkin)

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, milt með ferskan berjakeim, krydd og jarðartón.

Sósan 700 ml villisoð (OSCAR) 6 sneiðar beikon (saxaðar) ½ laukur (saxaður) 2 tsk. tómatpúrra 30 g smjör 40 g hveiti salt og pipar Beikon og laukur er brúnað í smjöri, hveitinu er bætt í og smjörbollan er brúnuð aðeins. Setjið soðið út í ásamt tómatpúrrunni og salti og pipar. Látið malla við hægan hita í 20 mín. Gott er að hræra smá klípu af köldu smjöri út í sósuna áður en hún er borin fram, hún má þó ekkert sjóða á meðan eða eftir að smjörið er komið saman við.

Bakaðar kartöflur 400 g kartöflur, afhýddar og skornar í bita 400 g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita 1 búnt ferskt timían, saxað ½ dl ólífuolía salt og pipar Blandið öllu saman, setjið í eldfast mót og eldið við 180° í 1 klst. Hrærið í reglulega á meðan.

Krydduð epli með ís og karamellusósu

Súkkulaðimús

1 kg epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í báta 150 g hrásykur 100 g bráðið smjör 100 ml eplasafi 1 tsk. kanill ¼ tsk. allrahanda ,steytt ¼ tsk. múskat rifið negull á hnífsoddi 100 ml rjómi 1 l vanilluís

4 dl rjómi (stífþeyttur) 6 cl kalt kaffi 140 g súkkulaði 2 eggjarauður 1 tsk. Grand marnier 1 tsk. Kahlua

Eplin eru sett í eldfast mót. Kryddi, smjöri og helming af sykri og eplasafa blandað saman og sett yfir eplin. Bakið í 200° heitum ofni í 35-40 mín. og hrærið í nokkrum sinnum á meðan. Lækkið hitann í 160° og hellið leginum í pott, og setjið eplin aftur í ofninn. Blandið afgangi af sykri og eplasafa saman við löginn, sjóðið í 5-8 mínútur. Hellið sósunni yfir eplin og berið fram með ís.

Súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði, kaffinu ásamt líkjörnum er blandað saman við og kælt. Eggjarauðunum er hrært saman við súkkulaðið og síðan hrært varlega saman við rjómann með sleif. Hellt í form og kælt.


Elgur

Elgur í madeirasósu

Masi Passo Doble

1 kg elgur í 250 g steikum smjör til steikingar salt og pipar

Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með sólbakaðan ávöxt og þéttan kryddkeim.

(Argentína)

Hitið smjörið á pönnu og steikið kjötið í 2-3 mín. á hvorri hlið og bakið í ofni við 160° í 8-10 mín. kryddið með salti og pipar. Sósan 2 msk. olía 2 skalottlaukar, fínt saxaðir ½ tsk. timían 1 lárviðarlauf 1 dl madeira eða púrtvín 2 msk. balsamedik soðið af kjötinu sósujafnari 30 g kalt smjör salt og nýmalaður pipar Látið laukinn krauma í olíunni uns hann fer að glansa. Bætið þá timíani, lárviðarlaufi, madeira og balsamediki í pottinn og sjóðið niður í síróp. Soðinu er þá bætt í pottinn og þykkt með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni, bætið smjörinu út í og hrærið í með þeytara þar til smjörið hefur samlagast sósunni. Eftir þetta má sósan ekki sjóða. Bragðbætið með salti og pipar.

Mangó-, peru- og papajasalat 1 mangó, afhýtt, og skorið í teninga 1 pera, afhýdd og skorin í teninga ½ chilli-aldin og smátt skorið 2 msk. olía 2 msk. ferskt kóríander, smátt saxað 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. hunang Hitið olíuna á pönnu, setjið allt sem er í salatinu saman við og látið krauma í 1 mín. Berið strax fram.

Syndsamlegar súkkulaðikökur

Hálstöflusorbet

140 g smjör 140 g 70% súkkulaði 2 egg 3 eggjarauður 140 g flórsykur 60 g hveiti

2,5 dl vatn 100 g sykur ½ pk. Fishermans friend í bláu og röndóttu pökkunum

Smyrjið sex lítil suffleform með smjöri. Smjör og súkkulaði er brætt saman í potti við vægan hita. Eggjarauður og egg þeytt saman, flórsykri bætt út í og þeytt vel. Súkkulaðiblöndunni hellt saman við og hrært vel í á meðan og að lokum er hveitinu hrært út í. Deigið sett í skálarnar og bakað í 200° heitum ofni í 11-12 mín.

Hitið allt hráefnið saman í potti og látið sjóða við vægan hita í 5 mín. Kælið blönduna og setjið hana síðan í ísvél þar til blandan er frosin. Ef ekki er aðgangur að ísvél er blandan látin í eldfast mót eða skál og síðan í frysti. Þá verður að hræra í henni á 30 mín. fresti eða þar til hún er alveg frosin. Gott er að nota töfrasprota til að ná sem mestu lofti í blönduna, annars bara gaffal eða písk.


Hjartarfillet

Hjartarfillet í Kóríandersósu 1 kg hjartarfillet í 250 g steikum salt og pipar smjör til steikingar

Beringer Merlot Founders Est. (Bandaríkin )

Dökkmúrsteinsrautt. Þétt og góð fylling, þurrt og ferskt með þroskuðu tanníni, þungur berjakeimur og minta

Hitið smjörið á pönnu og steikið kjötið í 2-3 mín á hvorri hlið og bakið í ofni við 160° í 8-10 mínútur, kryddið með salti og pipar.

Sósan 2 msk. olía, 1 laukur,smátt saxaður sósujafnari 30 g kalt smjör 2 dl rauðvín 1 msk. rauðvínsedik 1 msk. hunang salt og pipar 5 sveppir, smátt saxaðir 1 tsk. kóríanderfræ ½ msk. appelsínubörkur, ysta lagið, skorið í strimla 4 dl villibráðarsoð eða andakraftur (OSCAR) Laukur, sveppir og kóríanderfræ er látið krauma í olíu í 1-2 mínútur. Appelsínuberki, rauðvíni, rauðvínsediki og hunangi bætt út í og soðið niður þar til lögurinn þykknar og verður sírópskenndur. Soðinu er þá bætt út í og soðið niður um ¼. Þykkið sósuna með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni, bætið smjörinu út í og hrærið með sleif á meðan. Eftir að smjörið er komið í sósuna má hún ekki sjóða. Síið sósuna en setjið það sem eftir var í sigtinu með á diskinn.

Strengjabaunir með hnetum 500 g strengjabaunir 50 g valhnetur, grófmuldar salt, 50 g smjör, 1 sítróna (þrífið börkinn) Hitið 2 lítra af vatni að suðu í stórum potti, saltið og setjið svo baunirnar út í og sjóðið í 5 mínútur, hellið þá baununum í sigti og látið kalt vatn renna á þær til að stöðva suðuna. Látið hneturnar krauma í smjöri á stórri pönnu í 3-4 mínútur og setjið baunirnar á pönnuna. Fínrífið börkinn af sítrónunni yfir baunirnar og kreistið safann úr ½ yfir. Hrærið í baununum þar til þær eru heitar í gegn.

Frönsk súkkulaðikaka

Toblerone frauð

185 g smjör 185 g dökkt súkkulaði 3 egg 1 ¼ bolli sykur 2/3 bolli hveiti ½ bolli kakó ¾ bolli hvítt súkkulaði (dropar eða saxað) ¾ bolli mjólkursúkkulaði (dropar eða saxað)

300 g Toblerone súkkulaði 2 egg 2 tsk. flórsykur 4 dl rjómi léttþeyttur

Bræðið smjörið og dökka súkkulaðið. Þeytið eggin og sykurinn þar til blandan er ljós og létt. Hellið súkkulaðiblöndunni út í eggjahræruna og hrærið saman. Bætið því næst hveiti og kakói út í blönduna og hrærið vel saman. Bætið að lokum hvíta súkkulaðinu og mjólkursúkkulaðinu saman við og hrærið örlítið. Setjið blönduna í smelluform, 23 cm í þvermál. Bakið við 130° í um 20 mín. Athugið að kakan á að vera þétt og blaut í sér.

Saxið súkkulaðið og bræðið yfir heitu vatnsbaði. Þeytið saman egg og flórsykur og hrærið saman við súkkulaðið. Kælið lítillega og blandið súkkulaðimassanum og rjómanum varlega saman. Setjið í skálar og kælið í ísskáp í 2-3 klst. Skreytið að vild t.d. með bláberjum og rifsberjum.


Hreindýralundir

Hreindýralundir í Calvadossósu 1 kg hreindýralundir salt og pipar smjör til steikingar Hitið smjörið á pönnu og steikið kjötið í 2-3 mín. á hvorri hlið og bakið í ofni við 120° í 12-15 mín. eftir stærð, kryddið með salti og pipar.

Wolf Blass Presedent Selection Cab Sauvignon

(Ástralía)

Kröftugt. Eikað, berjaríkt, mjúkt og margslungið. Þetta er mjög mikið vín með ilm af sólberjum, mintu og súkkulaði.

Sósan 4 dl villisoð 8 cl calvados 50 g ósaltað smjör Hellið villisoðinu á pönnuna, látið suðuna koma upp og bætið þá við eplavíninu. Hrærið smjörinu saman við smátt og smátt. Eftir það má sósan ekki sjóða.

Villibráðarheilræði Ef það er ekki til vín til að setja í villibráðarsósur getur verið gott að nota sultur í staðinn. Bláberjasulta dregur t.d. fram bragðið í villisveppasósu.

Créme brulée 250 ml rjómi 1 vanillustöng 4 eggjarauður

Engifergljáðar gulrætur 1 kg gulrætur 250 g skalottlaukur afhýddur og skorinn í fjóra bita 2 msk. engifer (rifið) 2 msk. ólífuolía salt og pipar Ofninn er hitaður í 180°, gulræturnar skornar í 3-4 cm bita og raðað í eldfast mót, hæfilega stórt til að rúma þær í einni röð. Engifer og olíunni er dreift yfir. Kryddað með salti og pipar og bakað í ca. 1 klst. Hrært í nokkrum sinnum á meðan.

Heimalagaður konfektís 250 ml mjólk 100 g sykur

Ofninn er hitaður í 150° og vatn sett í ofnskúffuna. Vanillustönginn er soðin í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum og blandan síðan kæld aðeins. Eggjarauðurnar þeyttar létt ásamt restinni af sykrinum. Vanillustöngin er tekin úr rjómablöndunni og henni hellt varlega saman við eggin. Setjið blönduna í lítil eldföst mót, setjið þau í ofnskúffuna og bakið þar til búðingurinn er orðinn stífur. Kælið búðinginn vel í formunum, stráið sykri yfir og bræðið undir grilli eða með gasbrennara.

1 l rjómi, þeyttur 6-7 eggjarauður 3 heil egg 230 g flórsykur 12-15 Lindor konfektkúlur, saxaðar ½ dl Baileys Egg og flórsykur eru þeytt saman þar til massinn er ljós og léttur. Rjóma, konfektkúlum og Baileys blandað vel saman við og sett í frysti.


Hreindýrafillet með porchini sveppum og madeirasósu 1 kg hreindýrafillet salt og pipar olía til steikingar Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað með salti og pipar og bakað í ofni við 120° þar til það nær 59° í kjarna það gæti tekið frá 40-50 mín. Sósan 25 g þurrkaðir porchini sveppir ½ l villisoð (OSCAR) 1 dl dökkt púrtvín 400 ml rjómi 2 msk. smjör 1 tsk. bláberjasulta salt og pipar Sveppirnir eru lagðir í vatn til að mýkja þá, síðan saxaðir smátt og og brúnaðir í smjörinu, þá er soði og púrtvíni hellt út í og allt látið malla í 10 mín. Að lokum er rjómanum bætt í og látið malla aftur í 10 mín. og sultunni þá bætt út í og saltað og piprað eftir smekk. Hægt er að þykkja sósunna með sósujafnara ef hún þykir of þunn.

Rauðvínssoðnar perur 4 perur 1 dl rauðvín 10 negulnaglar ½ dl Grenadine (Bols) 1 dl rifsberjahlaup

2 kanilstangir 1 dl sykur ½ l vatn

Perurnar eru afhýddar og settar í pott ásamt öllu hráefninu og látið sjóða létt í 20 mín. Þá er slökkt undir og perurnar látnar kólna í leginum. Berið fram kalt með villibráð eða dökku kjöti.

r i t t é r r o F með villibráð


Hreindýrafillet

Masi Amarone Villibráðarbæklingur Nóatúns Lengi vel var lítið um erlenda villibráð í íslenskum matvöruverslunum, en á undanförnum árum hefur orðið stórkostleg breyting þar á. Nóatún hefur ávallt verið í fararbroddi með að kynna Íslendingum framandi matarmenningu og býður nú upp á fjölbreytt úrval af spennandi villibráð eins og krónhjartarfillet, elg, kengúru, hreindýrakjöt, og hjartarlundir. Leitað hefur verið fanga víða um lönd að besta hráefninu og býður Nóatún meðal annars upp á kjöt frá Frakklandi, Nýja Sjálandi, Skotlandi, Finnlandi og Ástralíu. Með tilkomu nýja Villibráðarbæklingsins frá Nóatúni sem inniheldur spennandi og einfaldar uppskriftir er nú leikur einn fyrir hvern sem er að galdra fram dýrindis villibráðarveislu. Verði ykkur að góðu!

(Ítalía – Verona)

Dökkmúrsteinsrautt. Góð fylling, þurrt, ferskt með þéttan sólbakaðan og kryddaðan ávöxt langt og gott eftirbragð.

Moet kampavín (Frakkland)

Ljóssítrusgult. Frekar létt sætuvottur, ferskt með mildum epla-, sítrus- og stjörnuávaxtakeim. Kampavín er vinsæll fordrykkur og á vel við í veislum og góðum mannfagnaði

Villibráðarheilræði Villibráð á aldrei að fullelda. Best er að elda villibráð við sem lægstan hita t.d. 120°

Andalifur með brandí og lauk

Villisveppasúpa

12 sneiðar „block of foie gras“ (andalifur) 10 msk. smjör 2 skalottlaukar (saxaðir) 3 msk. brandí 100 ml andasoð 2 tsk. hunang hnífsoddur af sinnepsdufti pipar og salt klettasalat (rucola) ristað hvítt brauð

35 g villisveppir 1 l villisoð 1 msk. bláberjasulta 1 msk. smjör 350 ml rjómi 50 g rjómaostur 1 dl púrtvín (dökkt) smjörbolla (100 g hveiti / 75 g smjör)

Laukurinn er svissaður létt í smjörinu og brandí, soði, hunangi og sinnepsdufti bætt út í og soðið létt saman. Salatið er sett á disk, 3 sneiðar af andalifur settar ofan á og sósunni dreift yfir. Borið fram með ristuðu brauði og sætu hvítvíni.

Sveppirnir eru settir í vatn þar til þeir mýkjast, þá eru þeir saxaðir og steiktir í smjörinu. Villisoði, púrtvíni og bláberjasultu bætt út í og allt soðið í ca 30 mín. Að lokum er rjóma og rjómaosti bætt út í og súpan þykkt ef þurfa þykir. Kryddað með salti og pipar.


Andabringur

Andabringur í appelsínusósu 4 andabringur salt og pipar Skerið djúpar rendur í fituna á kjötinu þannig að hnífurinn risti aðeins í kjötið. Brúnið öndina á heitri pönnu með fituhliðinni niður fyrst og svo stutt á hinni hliðinni. Kryddið með salti og pipar og bakið í ofni við 150° í 15-20 mín.

Beringer Stone Cellars Zinfandel (Bandaríkin)

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, milt með ferskan berjakeim, krydd og jarðartón.

Sósan 5 dl andasoð (OSCAR) 2 msk. sykur 1 appelsína, skorin í bita ½ dl appelsínuþykkni (Sun quick) 1 dl rauðvín sósujafnari sósulitur

Waldorfsalat

Brúnið sykurinn í potti, steikið appelsínubitana í 1 mín. og látið síðan malla með rauðvíni og appelsínuþykkni í 5 mín. Sigtið í annan pott, bætið soðinu út í, þykkið með sósujafnaranum og bragðbætið með salti og pipar. Gott er að setja smá klípu af smjöri í sósuna rétt áður en hún er borin fram.

3 græn epli, kjarnhreinsuð og skorin í bita 5 sellerístönglar, skornir í sneiðar 25 g valhnetukjarnar saxaðir 100 ml majónes 150 ml sýrður rjómi 2 tsk. hvítvínsedik pipar nýmalaður Öllu er blandað saman í skál og látið standa í nokkra stund áður en borið er fram. Hægt er að skipta majónesinu út fyrir þeyttan rjóma.

Ákavítisgrafið lambakjöt

Humar á heitum og sætum nótum

500 g lambahryggvöðvi, fituhreinsaður 2 msk. ferskt rósmarín, saxað 200 g gróft salt 2 msk. sykur 2 tsk. grófsteytt piparkorn 2 msk. ákavíti

16-20 humarhalar, skelfléttir 50 g smjör 4 msk. olía 3 hvítlauksgeirar,saxaðir 1 rauður chilli, saxaður safi úr einni appelsínu 1 msk. steinselja, söxuð salt og pipar

Salti, sykri, rósmarín og pipar blandað saman og núið vel inn í kjötið. Helmingnum af blöndunni sem eftir er stráð á fat, kjötið lagt ofan á og afganginum af kryddblöndunni dreift yfir. Ákavíti dreypt yfir og sett í kæli. Látið liggja í 2-3 sólarhringa og snúið tvisvar til þrisvar á dag. Borið fram t.d. með grófu brauði, salati og sósu úr sýrðum rjóma og kryddjurtum.

Hitið pönnu, og setjið smjörið og olíuna út á. Þegar smjörið er næstum farið að brenna er humar, hvítlaukur og chillí sett út í og steikt í 2-3 mín. Þá er appelsínusafaa og steinselju bætt í og kryddað með salti og pipar. Smjörið er svo notað sem sósa. Berist fram með salati og brauði.


Kengúrufillet

Kengúrufillet í villisveppasósu 1 kg kengúrufillet olía til steikingar salt og pipar

Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon (Bandaríkin)

Kjötið er brúnað á mjög heitri pönnu til að loka því og bakað í 140° heitum ofni í ca 15-18 mín. eða þar til það nær 59° í kjarna.

Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt, nokkuð tannískt. Fínlegir eikar, berja og kryddtónar

Sósan ½ l villisoð 1 dl púrtvín, dökkt 1 peli rjómi 1 msk. bláberjasulta 25 g þurrkaðir villisveppir salt og pipar smjörbolla til að þykkja smjörklípa Sveppirnir eru lagðir í bleyti þar til þeir verða mjúkir og þá eru þeir saxaðir og steiktir í smjörinu. Púrtvíni, villisoði og sultu bætt í og allt látið malla við hægan hita í 25 mín. Að lokum er rjómanum bætt út í og þykkt ef þurfa þykir, kryddað með salti og pipar.

Villibráðarheilræði Látið villibráð standa í stofuhita í lágmark 2 klst. fyrir matreiðslu.

Hörpudisks carpaccio 10-14 risahörpudiskar 6 msk. ólifuolía 1 msk. rósapipar

Heimalagað rauðkál ½ rauðkálshaus, stór (fínt skorinn) 1 grænt epli (flysjað og skorið smátt) 30 g smjör 2 msk rauðvínsedik 1 dl hindberjasaft 1 msk sykur salt og pipar Kálið er steikt í smjörinu í rúmgóðum potti. Afganginum af hráefninu bætt saman við, lok sett á pottinn og allt látið malla í 30-40 mín.

Portobellosveppir með humarívafi safi úr 2 sítrónum graslaukur salt og pipar

Skerið fiskinn í þunnar sneiðar. Gott er að gera það þegar það er enn smá frost í honum. Raðið sneiðunum á fjóra diska. Blandið saman sítrónusafanum og olíunni og dreypið yfir. Merjið rósapiparinn og stráið honum yfir diskana. Klippið ögn af graslauk yfir diskana og kryddið með salti og pipar. Berið fram strax.

4 portobellosveppir 4 msk hvítlauksolía pipar, nýmalaður maldon-salt 4 humarhalar, skelflettir 4 sneiðar mozzarellaostur, ferskur 2 tómatar, skornir í tvennt Sveppirnir eru brúnaðir á pönnu í hvítlauksolíu og settir í ofnskúffu. Humarhölunum, ostsneiðunum og tómötunum er raðað ofan á og penslað með hvítlauksolíu. Bakið í ofni við 200° (yfirhiti) í u.þ.b. 5 mín. Kryddið með muldum pipar og maldonsalti og berið fram með grænni olíu.


Rjúpa

Rjúpur og brennivín 4 bringur af rjúpum olía klípa smjör 3 skalottlaukar (smátt saxaðir) 10 einiber (möluð) 10 græn piparkorn (möluð) salt og pipar úr kvörn

Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet (Ástralía)

Dökkrautt. Höfugt, með krydduðum og grösugum ávaxtakeim.

Sósan 2 paprikur, rauð og græn (skornar smátt) 3 cl brennivín til eldsteikingar 2 dl rjúpusoð eða villibráðarsoð 2 msk. graslaukur, saxaður 2 greinar af fersku timíani ½ msk. oreganó (saxað) 1 msk. salvia (söxuð) 2 msk. steinselja (söxuð) 100 g rjómaostur ½ dl hvítvín 2 dl rjómi 3 cl Brennivín

Bökuð epli

Hitið olíu og smjör á pönnu og brúnið bringurnar ásamt skalottlauk, einiberjum, pipar og papriku, kryddið með salti og pipar. Hellið brennivíninu út á og berið eld að, gætið þess að pannan sé vel heit því annars kviknar ekki í brennívíninu. Slökkvið eldinn með því að hella hvítvíninu og rjómanum út á. Takið bringurnar, setjið á fat og haldið heitum. Sjóðið þar til rjóminn er farinn að þykkna og hellið þá soðinu og rjómaostinum út í ásamt öllu kryddinu, látið sjóða í 1-2 mín og setjið þá bringurnar aftur út í og hellið restinni af brennivíninu yfir.

2 epli, flysjuð skorin í tvennt og kjarnhreinsuð 5 dl vatn safi úr ½ sítrónu 4 tsk. kanilsykur

Beikonvafinn hörpudöðluspjót

Piri-piri rækjur

8 lítil tréspjót 16 hörpuskel 16 döðlur 32 sneiðar beikon

500 g tígrisrækjur 100 ml ólífuolía 2-3 hvítlauksgeirar 3 rauð chillialdin safi úr hálfri sítrónu 1 tsk. oreganó

Vefjið beikonsneiðum utan um hvern fisk og hverja döðlu. Setjið 2 fiska og 2 döðlur á hvert spjót og steikið við mikinn hita í 1 og ½ mín. á hverri hlið. Berið fram með salati.

Sjóðið eplin í tvær mínútur í vatni með sítrónusafa. Setjið síðan í eldfast mót, stráið kanilsykri yfir og bakið við 180° í 10-12 mín.

Allt nema rækjurnar er sett í matvinnsluvél og því blandað vel saman. Rækjurnar eru steiktar á pönnu við mikinn hita, settar í skál og leginum hellt yfir. Borið fram með salati og ristuðu brauði.


Hérafillet

Hérafillet í bláberjum og púrtvíni 1 kg hérafillet smjör til steikingar salt og pipar

Wolf Blass Yellow Label Shiraz (Ástralía)

Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mjúk tannín með sætu berjabragði og létt krydduðum grösum.

Sósan ½ l villisoð 1 peli rjómi 1 dl bláberjasulta 1 dl púrtvín, dökkt 1 tsk. timían, ferskt nokkur fersk bláber smjörbolla (100 g hveiti / 75 g smjör) Soð, púrtvín, timían og bláberjasulta eru sett í pott og soðið niður um 10%. Þá er rjómanum bætt í og sósan þykkt með smjörbollu. Setjið fersku bláberin út í rétt áður en sósan er borin fram. Smjörið er brætt á pönnu og kjötið steikt á báðum hliðum við meðalhita í 2-4 mín á hvorri hlið, (fer eftir stærð bitanna). Mikilvægt er að elda kjötið ekki í gegn.

Villibráðarheilræði Innflutt villibráð er yfirleitt bragðminni en íslensk, því getur verið gott að nota ferskar kryddjurtir t.d. timjan, rósmarín, myntu og oregano til að skerpa bragðið

Bakað grænmeti með eplum 3-4 gulrætur, flysjaðar og skornar í teninga ½ sellerírót, flysjuð og skorin í teninga 1-2 græn epli,flysjuð og skorin í teninga 1 tsk. saxað ferskt timían 1 msk. smjör, 1 dl villisoð salt og pipar úr kvörn. Léttsteikið gænmetið og eplið í smjörinu, kryddið með timíani, salti og pipar. Hellið soðinu yfir og látið sjóða þar til grænmetið er orðið mátulega mjúkt og soðið er gufað upp.

Hvað eru margir í mat! Uppskriftirnar miðast við: Grafin Villigæs 2 gæsabringur 1½ msk. sykur ½ msk. piparblanda 1 hvítlauksrif (saxað)

3 msk. gróft salt 1½ msk. steinselja (söxuð) 1 msk. ferskt timían (saxað) 4-6 einiber steytt

Bringurnar eru þerraðar vel og velt upp úr sykri og salti og kryddinu þrýst vel inn í þær. Settar í kæli í 1-1 1/2 sólarhring og snúið nokkrum sinnum á meðan. Skafið mestu blönduna af áður en bringan er skorin og berið fram með salati og berjasultu eða sultuðum rauðlauk.

Aðalréttir Meðlæti Forréttir Eftirréttir

fyrir 4 fyrir 4 fyrir 4 fyrir 6

Verði ykkur að góðu!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.