Weland Lagerturnar

Page 1

Y PROD LIT

EN

MA

DE

TS UC

QUA

SÉRSNIÐNIR LAGERTURNAR

IN S WE

D


Lagerturnar hafa marga kosti Við erum sérfræðingar í lagerturnum. Í samráði við þig þróum við geymslulausn sem mætir þínum tilteknuþörfum. Með lagerturni er hægt að einfalda lagerhald og koma á góðu skipulagi, enda þurfa þeir mun minna pláss en hefðbundnar geymslulausnir. Með lagerturni er auðvelt að fylgjast með lagerstöðunni eins og hún er á hverjum tíma. Hægt er að sérsmíða lagerturna til að mæta þörfum allra tegunda fyrirtækja, af hvaða stærð sem er.

Sparið gólfpláss með lóðréttri geymslu Sparið 70–90% af gólfplássinu! Fyrirferðalitlir lagerturnar (e. Compact Vertical Storage Lifts) gera þér kleift að geyma vörur þínar lóðrétt, á öruggan og stýrðan hátt. Hver lagerturn er hannaður þannig að plássið nýtist sem best. Þú sparar 70-90% af gólfplássinu, samanborið við hefðbundna rekka.

12 m²

150 m²

Einfaldleiki Með fyrirferðalitlum lagerturni getur þú geymt vörur þínar lóðrétt, í húsnæði þínu, á öruggan og stýrðan hátt. Hönnun lagerturnsins tekur mið af aðstæðum í húsnæði þínu, til að plássið nýtist sem best. Ekki þarf lengur að draga þung bretti frá til að komast að vörum á lager.

Borið fram á bakka Tæknin byggir á þeirri hugmynd að hlutirnir komi til starfsmannsins en ekki öfugt. Sláðu inn hlutinn sem þú vilt sækja og þá kemur bakki í þjónustuopið í þægilegri vinnuhæð. Lyftan er þegar farin að sækja næsta hlut þegar þú tekur vöruna, þannig að biðtíminn er nánast enginn. Notandi lagerturns nær að jafnaði að sækja 2-4 fleiri hluti en í hefðbundnu vöruhúsi, og vinnuumhverfið er umtalsvert betra, sem skilar sér í færri fjarvistum vegna veikinda. LAGERTURNAR

2

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar


Gott skipulag Geymdu alla hluti og allar vörur á einum stað, allt frá smáum hlutum sem eru hluti af framleiðsluferli þínu til verkfæra og vinnufatnaðar. Lagerturninn veitir þér stjórn yfir lagernum með nákvæmu yfirliti um lagerstöðu, sem veitir þér betri yfirsýn yfir pöntunarþörf og „vörur sem hreyfast hægt“. Kostnaður við lagerhald lækkar umtalsvert og þjónustustigið hækkar.

Snyrtilegar og hreinar Lagerturnarnir eru klæddir álplötum sem er skilvirk leið til að aðskilja geymslurýmið frá öðrum hlutum húsnæðisins. Óhreinindi og ryk sem að öllu jöfnu myndi safnast á hillur og vörur kemst einfaldlega ekki inn í lyftuna, þannig að vörurnar haldast snyrtilegar og hreinar.

Öryggi Þar eð lagerturnarnir koma með vörurnar til starfsmannsins er engin hætta á meiðslum sem stafa af því að vörur detti úr háum hillum. Ennfremur er minni hætta á að vörum sé stolið, því aðeins starfsmenn sem hafa til þess heimild geta skráð sig inn í kerfið og sótt vörur úr lagerturninum.

Allt að 1500 kg á hvern burðarbakka Fyrirferðalitlir lagerturnar eru sterkir, stöðugir og afar nákvæmir. Lyftan er knúin 4 stórum tannhjólum sem liggja á traustum tannhjólabrautum. Fjórhjóladrifið gerir það að verkum að hreyfing lyftunnar er mjög stöðug, og því er hægt að stýra byrðum allt frá nokkrum kílóum upp í 1500 kg á hvern burðarbakka með millimetra nákvæmni. Ennfremur gerir stöðugleiki lyftunnar það að verkum að burðarbakkar með ójafnri hleðslu eru ekkert vandamál. Þessi trausta smíði, sem getur borið allt að 50 tonn, þolir mikla notkun og þarfnast lítils viðhalds.

LAGERTURNAR

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar

3


Elanders er á meðal stærstu prentfyrirtækja í Svíþjóð. Á meðal þess sem prentað er í prentsmiðju fyrirtækisins í Mölndal eru leiðbeiningarbæklingar fyrir bílaframleiðendur. Bæklingarnir eru prentaðir fyrir margar mismunandi tegundir ökutækja og eru á fjölmörgum tungumálum. Leiðbeiningarbæklingarnir eru geymdir í tveimur Compact TWIN lagerturnum, sem bjóða upp á skjóta, skynsamlega umsjón og algera stjórn lagersins.

Lagerturnar Elanders eru útbúnir vigtunarkerfi sem kemur í veg fyrir ofhleðslu burðarbakka og sýnir hvaða bakkar þola meiri hleðslu. Þannig er hægt að nota lagerturnana á skilvirkari hátt. Vigtunarkerfið sýnir nákvæma þyngd hvers burðarbakka þegar þeir eru í þjónustuopinu. Þyngdin birtist beint á skjá lagerturnsins, sem sýnir nákvæma þyngd fyrir og eftir að vara er tekin af eða sett á burðarbakkann.

LAGERTURNAR

4

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar


ESAB er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í suðu og skurði búnaðar. Í verksmiðju fyrirtækisins í Gautaborg hefur lagerturn verið settur upp sem m.a. gegnir því hlutverki að geyma húðuð suðurafskaut á skilvirkan hátt. Lagerturninn, sem er af gerðinni Compact LIFT, leysir af hólmi gamla hefðbundna lyftu sem áður var staðsett á sama stað í verksmiðjunni. Nýi lagerturninn hefur rými fyrir fleiri vörur, skemmri tíma tekur að sækja vörur og lagerhald er skilvirkara en áður. Hlífðarplötur lagerturnsins eru málaðar í gulum einkennislit ESAB.

LAGERTURNAR

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar

5


Tata Steel býður upp á stállausnir fyrir fyrirtæki í byggingariðnaði, bílaiðnaði, pökkunariðnaði og öðrum atvinnugreinum víðsvegar um heiminn. Tata Steel er einnig á meðal tíu stærstu stálframleiðenda í heiminum. Verksmiðjan í Halmstad fæst við þunnar málmplötur sem fluttar eru á 2800 mm breiðum vörubrettum. Vörubrettin eru flutt með gaffallyftara að einni af hliðum turnsins og meðhöndluð handvirkt í hinu opinu. Í þessu tilfelli eru málmplötur pantaðar með tilteknu sniði og í tilteknum lit, og eru mótaðar beint við hliðina á lagerturninum. Óunnum málmplötum er skilað og þær geymdar í Compact Deep lagerturni. NOTKUN MEÐ VÖRUBRETTUM

6

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar


Svenstigs Bil er umboðsaðili Audi, Volkswagen og Skoda fólksbíla, Volkswagen sendibíla og Scania vörubíla. Fyrirtækið er með starfsemi á þremur stöðum í Småland með tveimur sölustöðum og þremur þjónustumiðstöðvum. Meirihluti lítilla varahluta er geymdur í Compact lagerturni sem er tengdur WMS Compact Store kerfi, sem tryggir nákvæma yfirsýn yfir lagerstöðu, góða vinnuvistfræði, skjóta afgreiðslu og góða nýtingu rýmis.

NOTKUN MEÐ VÖRUBRETTUM

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar

7


Premould í Huskvarna í Svíþjóð framleiðir verkfæri og plasthluti í ýmsum stærðum. Fyrirtækið er með mikið magn verkfæra á lager, og því skiptir gott skipulag, skynsamleg meðhöndlun og snyrtileg og örugg geymsla miklu máli. Lagerturninn geymir u.þ.b. 1500 mismunandi verkfæri. Hægt er að draga burðarbakka alveg út úr turninum, þannig að auðvelt sé að komast að verkfærunum með hlaupaketti.

Lagerturninn er staðsettur í hárri byggingu rétt fyrir utan aðalbygginguna. Rammi fyrir annan turn einhvern tíma í framtíðinni hefur verið settur upp í byggingunni. Það mun auðvelda uppsetningu umtalsvert þegar kemur að því að setja upp annan turn. Þjónustuopið í veggnum er tilbúið til notkunar en er lokað tímabundið til að tryggja að minnst röskun verði þegar næsti turn er settur upp.

ÞUNGAVÖRUR

8

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar


Sundahls Maskin er einn stærsti söluaðili véla fyrir byggingariðnað, skógariðnað, landbúnað og almenningsgarða í Svíþjóð. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Växjö og er auk þess með starfsstöð í Karlskrona. Báðar starfsstöðvar eru með varahlutalager, þjónustuverkstæði og sölumiðstöð véla. Þjónusta á vettvangi er veitt af 9 verkfræðingum á þjónustuökutækjum. Stór hluti varahlutanna í Växjö er geymdur í Compact Twin lagerturni sem býður upp á skjóta og nákvæma afgreiðslu og öfluga lagerstjórn auk þess að stuðla að heilbrigðu og öruggu vinnuumhverfi.

ÞUNGAVÖRUR

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar

9


Árið 1980 varð SP Maskiner í Ljungby í Svíþjóð fyrsta fyrirtækið í heiminum sem hannaði og smíðaði upptökuvélarhaus með stöku gripi (e. single-grip harvester head), sem umbylti skógariðnaðinum. Í dag er SP Maskiner leiðandi framleiðandi upptökuvélarhausa fyrir skógariðnað og er með viðskiptavini víðsvegar í heiminum. SP Maskiner notar Compact Twin lagerturn með tveimur opum sem hægt er að nota samtímis. Fyrirtækið er einnig með Compact Lift lagerturn sem notaður er fyrir framleiðslu og stýringu varahluta. Þetta hefur losað mikið rými og bætt skipulag lagersins. ÞUNGAVÖRUR

10

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar


Fyrirtækið K.G. Knutsson AB, sem stofnað var árið 1946, er sænsk heildsala sem þjónustar bíla- og bátaframleiðendur. Fjárfestingu KGK Transmission í lagerturnum má rekja til þess að allir hlutir sem notaðir voru við þjónustu og viðgerðir á gírkössum voru geymdir í rekkum og á milliloftum. Þetta olli því að húsnæðið nýttist illa, skekkjur í lagerstöðu voru algengar, og það sem verst var, afgreiðsla tók langan tíma. Eftir að fyrirtækið tók í notkun Compact Lift lagerturna og Compact Store WMS kerfið frá Weland Lagersystem hefur skilvirkni batnað til muna. Bæði er lagerstaðan mun nákvæmari og viðgerðir taka mun skemmri tíma.

ÞUNGAVÖRUR

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar

11


www.penninn.is

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar

Við bjóðum upp á lagerturna, brettarekka, armarekka og útdraganlegar einingar.

Telephone +354 540 2050 | E-mail fyrirspurn@penninn.is

www.penninn.is/fyrirtaekjathjonusta/lagerturnar

2016-09

Penninn ehf., Skeifan 10, 108 RVK, Iceland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.