Hildur Staflastóll

Page 1

Hildur

4kg


4kg

Hildur Stóllinn Hildur er góður og hagkvæmur valkostur fyrir þá sem velja þægindi og fallega hönnun. Hildur er léttari en flestir stólar og því verður uppröðun fyrir ráðstefnur, tónleika eða fyrirlestra fljótleg og auðveld. Stóllinn staflast einstaklega vel, fer vel i geymslu og er auðveldur í flutningum. Það sem skilur Hildi frá öðrum svipuðum stólum er hve léttur hann er og þægindin haldast þau sömu þótt setið sé lengi.


Þægileg seta og bak Efnið er mjúkt og andar sem tryggir þægindi þegar setið er lengi. Brúnin að framan er mjúk og gefur eftir sem gerir stólinn enn þægilegri. Hægt er að skipta um bæði bak og setu sem eykur endingartíma og auðveldar viðhald.


40 stólar í staf la Staflanlegir bólstraðir stólar á stálgrind eru gjarnan 6–8 kg en Hildur er aðeins 4 kg sem þýðir öruggari stöflun og færslu stólavagns. Hægt er að stafla hærra og nýta geymslurými betur.


Léttari stóll – minna álag Það er auðveldara að færa, stafla og stilla upp þegar stóllinn er léttur. 40 stóla stafli af Hildi er aðeins 160 kg en ekki 260 kg eins og algengt er. Lítil þyngd sparar tíma og dregur úr líkamlegu álagi starfsfólks við uppröðun, þrif og frágang.


Auðvelt að tengja saman Samtengingarnar eru gegnsæjar og útskiptanlegar. Þær eru úr PC-plasti og botninn úr mjúku TPU-plasti sem hægt er að skipta um sérstaklega.


Sterk stálgrind Grindin er úr sérstaklega styrktu stálröri. Engar skrúfur eru í grindinni og samskeyti eru soðin í tölvustýrðri suðuvél.


Númerakerfi Númerakerfið er einfalt og sveigjanlegt fyrir ólíkar þarfir. Það er auðvelt að prenta númerin t.d. með miðaprentunarappi fyrir snjallsíma. Númerin má laga að ólíkum uppstillingum og það er einfalt að geyma þau.


Hönnuður

Valdimar Harðarson fæddist í Reykjavík árið 1951. Hann útskrifaðist sem arkitekt frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1980 og stofnaði eigin arkitektastofu við heimkomuna. Auk bygginga hefur Valdimar hannað húsgögn fyrir bæði íslenska og alþjóðlega kaupendur. Meðal fyrstu verka hans var klappstóllinn Sóley sem kynntur var 1983. Stóllinn er löngu orðinn klassískur og er enn framleiddur af þýska húsgagnaframleiðandanum Kusch & Co. Sóley hefur hlotið fjölmörg verðlaun, svo sem Möbel des Jahres verðlaun hönnunarmiðstöðvarinnar í Stuttgart, Roscoe verðlaunin í Bandaríkjunum, japönsk verðlaun og heiðurspening Deutscher Designer Club. Stóllinn hlaut einnig Menningarverðlaun DV árið 1984. Valdimar hefur einnig hannað fyrir Pennann skrifstofuhúsgögnin Fléttu og Fansa sem hafa slegið í gegn á Íslandi. Valdimar var tilnefndur til Mies van der Rohe verðlaunanna árið 2007 fyrir sumarhúsið Gata.

Stóllinn Hildur er kjörinn valkostur fyrir fjölnotarými á borð við ráðstefnusali, hótel, skóla, tónlistarhús og vinnustaði. Stóllinn sameinar þægindi, endingu og hagkvæmni með snjallri hönnun og alúð við smáatriði.


575 mm

4,0 kg

507 mm 40 st. á vagni 160 kg

857 mm 465 mm

4,0 kg

Litir

Seta og bak – Svart

Í hnotskurn

|

|

Grind – Króm

|

|

Stálgrind 12,7 mm sérstaklega styrkt stálrör Seta Áklæði 99% polyester, 1% polyamíð

Breytanleg sætis- og bekkjanúmer Hönnun stólsins er skráð í 31 landi

Slitstyrkur 70.000–80.000 núningar á Martindale skala

Penninn ehf. | Skeifan 10, 108 Reykjavík

Tengitappar

Glært PC-plast

Stöflun

Allt að 40 stk. á vagni Allt að 16 stk. á gólfi

Gæðaprófaður samkvæmt alþjóðalegum gæðastaðli BIFMA


Fágaður einfaldleiki Fágaður einfaldleiki Hildar gerir stólinn að prýði fyrir veislusali og hátíðleg tækifæri af öllu tagi.


Kjörinn kostur fyrir fjölnotarými Hildur er kjörinn kostur í fjölnotarými á borð við ráðstefnusali, hótel, skóla og vinnustaði. Stóllinn sameinar þægindi, endingu og hagkvæmni sem byggir á framsækinni hönnun og alúð við smáatriði.

Stóllinn Hildur Borðhald


Penninn ehf. | Skeifan 10, 108 ReykjavĂ­k | s. 540 2000 | husgogn@penninn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.