Eystrahorn 15.TBL

Page 1

EYSTRAHORN

Á dögunum ferðuðust 10 nemendur ásamt kennurum til Vaala í Finnlandi og heimsóttu þar finnska nemendur. Þeir eru þátttakendur í verkefninu Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway. Þetta var síðasta heimsóknin í þriggja ára verkefni þar sem var verið að vinna með ákveðin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni var unnið með heimsmarkmið 7 sem fjallar um sjálfbæra orku. Laufey Hafsteinsdóttir smellti þessari ljósmynd fyrsta kvöldið

15.tbl. 41. árgangur 27.apríl 2023

EKKI VERA Í KASSANUM

2000 ákvað hann að hætta á meðan hæst stóð og taka sér hvíld frá keppnum „Ég þurfti að gefa fjölskyldunni tíma.Þetta er tímafrekt sport, smíðin tekur mikið púður úr manni svo er þetta líka dýrt, bílar eru dýrir sérstaklega sérsmíðaðir. Maður má ekki gleyma fólkinu sem hjálpar manni“. Gunnar segir kappaksturinn sjálfan vera minnsta hlutann af íþróttinni, heldur ferlið sem fer fram í kringum kappaksturinn. „Þetta sport er bara eins og hestamennska, bílarnir eru okkar hestar eða golfkylfur, þetta snýst ekki um að spóla í brekkunum, sportið er að smíða, koma saman og búa til eitthvað sem enginn hefur smíðað svo er bara bónus að geta eitthvað“.

Bifvélavirkjameistarinn og smiðurinn

Gunnar Pálmi Pétursson situr sjaldan auðum höndum. Hann byrjaði sem ungur strákur að prófa sig áfram með vélar og tæki, ávallt með það markmið að gera hlutina betri, gera þá að sínum. Hjólum breytti hann til þess að gera þau hraðari eða flottari, og hann hefur haldið því áfram fram til dagsins í dag. „Ég get ekki látið neitt í friði sem ég eignast, ef ég á bíl þarf ég alltaf að breyta honum, hann þarf að fara hraðar, eða vera mér að skapi, ég vil ekki vera í boxinu. Þegar ég var lítill breytti ég bara hjólunum, eftir því sem aldurinn færist yfir og tækin stækka eykst bara ruglið“.

Gunnar hefur tekið að sér allskonar verkefni en hans stærsta hingað til var þegar hann og synir hans smíðuðu rútu. „Þetta var auðvitað fullkomið brjálæði því þegar hugmyndin var á borðinu, átti ég 1500 kr í veskinu en bíllinn kostaði 60 milljónir. Við keyptum 2 nýja bíla sem voru keyrðir innan við 1000 km sem voru rifnir í spað til að búa til einn bíl. Þegar við vorum að rífa seinni bílinn, sagði sonurinn við mig, erum við á réttri leið pabbi? Spurningin var eðlileg, en ég segi að ef enginn þorir, gerist ekki neitt“. Rútan heppnaðist svona glimrandi vel og fékk fyrstu verðlaun á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar sem athyglisverðasti bíllinn, eins eru þeir feðgar farnir að fá fyrirspurir um smíðina og hvort þeir geti jafnvel gert annan.

Gunnar Pálmi gerir meira en að smíða bílana, hann er líka margverðlaunaður bílstjóri. Hann byrjaði í offroad formúlukappakstri árið 1988 og keppti til ársins 2000 eða þar til bíllinn hans eyðilagðist. Gunnar Pálmi átti sigurfarsælan feril sem torfærukappi og skartar myndarlegu safni af bikurum og titlum meðal annars fimm Íslandsmeistaratitlum, þrjá heimsmeistaratitlum ásamt því að vera valinn ökumaður ársins árið 2000, en bíllinn hans sem hann hefur notað í allar sínar keppnir er í þriðja sæti yfir bíl sem hefur unnið flesta titla. Árið

Meginforsendan fyrir því að ganga vel segir Gunnar sé að vera á vel smíðuðum bíl, þess vegna þarf að vanda vel til verka. „Við viljum ekki mæta nema við séum alveg tilbúnir, besta regla sem ég hef heyrt og fer eftir er: þú vinnur í keppninni í bílskúrnum. Ef þú ert vel undirbúinn gerist það í bílskúrnum. Ef allt bilar þá er ferðin ónýt. Maður gerir allt sem maður getur best gert fyrir bílinn áður og mætir svo, það er eiginlega betra að sleppa keppni en að gera bara eitthvað, alltaf best að vera í toppstandi“.

Gunnar leggur mikið upp úr hönnun og fagurfræði enda er hann mikill listamaður eins og sjá má í verkum hans, þá hugar hann vel að öllum smáatriðum og passar að það sem hann smíðar líti vel út ásamt því að virka vel. „Þetta snýst allt um

Mynd/Gunnar Pálmi og bikarsafnið Mynd/Ýmsar myndir frá keppnisárum Gunnars áður.

hönnun og smíði, fagurfræðin verður að vera með. Það sem er fallegt er yfirleitt sterkt því það sem er formfallegt er ofast sterkt, það er margreynt. Á það ekki við um allt eins og til dæmis prjónaskap? Það eru smáatriðin sem fella mann, ein lítil skrúfa eða léleg suða getur fellt þig“.

En þó samkeppnin geti verið hörð þá segir Gunnar hópinn sem stundi íþróttina vera þéttan og einkennast af vinskap. Þeir hjálpast að með smíðina enda vilji þeir fá verðuga andstæðinga á keppnisdögum. „Það er mjög þéttur hópur í sportinu. Ef það er hringt í mig og ég spurður ráða fær hann allar upplýsingar sem ég hef þannig fæ ég besta mótherjann. Þú hleypur ekki 100 metra heimsmeistarahlaup og keppir við ungling, það vill það enginn“.

Aðspurður hvernig hann undirbýr sig undir keppni segir Gunnar að það sé ekki flókið, það fari allt fram í höfðinu. Hér á Hornafirði er ekki æfingarsvæði svo hann keyrir brautirnar í höfðinu á sér og undirbýr sig andlega, það segir hann virka best fyrir sig. Hann segir einnig mikilvægt að undirbúa sig undir hvað getur farið úrskeiðis og vera búinn að hugsa út í allar mögulegar aðstæður, líka þær allra verstu, þannig komi honum ekkert á óvart og hann er tilbúinn að takast á við allt sem getur farið úrskeiðis. „Ég man keppnirnar bara alveg ég get keyrt þær allar í huganum. Þetta snýst um að muna hreyfingarnar, velturnar og fráköstin. Þú keyrir ekki nema að hausinn sé í lagi. Það er algengur misskilningur að þetta séu allt brjálæðingar sem eru í svona íþróttum, það er rólegasta fólkið sem nær mestum árangri því það er með hausinn

í lagi“. Sjálfur segist Gunnar aldrei vera smeykur eða stressaður, heldur passi hann að bíllinn sé vandaður og hugarfarið í toppstandi, þá sé þetta ekkert mál.

Nú 23 árum eftir síðustu keppni ætlar Gunnar að spenna á sig beltin á ný og keppa í sumar. Spenntastur sé hann þó yfir því að fá að keppa með sonum sínum sem deila áhugamáli hans. „Þeir eltu mig báðir í þessu þegar þeir voru litlir pollar svo þeir eru bara fullskapaðir inn í þetta, sem kemur svo í ljós árið 2012 þegar

Austurbraut 20 Sími: 662-8281

Útgefandi: Eystrahorn ehf.

Ritstjóri og

ábyrgðarmaður: Arndís Lára Kolbrúnardóttir

Netfang: arndis@eystrahorn.is

Prófarkalestur: Guðlaug Hestnes

annar sonurinn varð Íslandsmeistari 3 ár í röð svo eitthvað hefur hann grætt á bröltinu með mér“. Þeir eru nú að leggja lokahönd á bílana tvo sem eru hin glæsilegasta smíði en þetta eru sömu bílar og þeir kepptu á áður. Hann leggur mikið upp úr því að bíllinn sé fallegur og segir engan bíl í heiminum vera eins og sinn, enda sé bíllinn einskonar einkennisbúningur þeirra og mikilvægt að þeir standi upp úr. „Þarf að stimpla sig inn með einhverju sérkenni, vertu öðruvísi, ekki vera í kassanum þá man fólk eftir þér og þannig verða flottar hugmyndir til“.

Gunnar segir þá feðga vera mjög samrýnda og það séu forréttindi að fá að deila sínu áhugamáli með börnunum. „Fyrir mér er þetta algjör lúxus að fá að djöflast í þessu með strákunum mínum, þetta er bara draumur að rætast að fá að keppa með þeim. Þetta er ákveðinn genagalli hjá okkur, sumir fæðast með músík, aðrir með leiklistarhæfileika, við drögumst að öllu sem er véltengt, það eru okkar hestar eða golfkylfur. Það skiptir nefninlega engu máli hvað sportið er ef það veitir manni ánægju og lífsfyllingu er það eina sem skiptir máli, finna sportið og vera sáttir“. Eystrahorn óskar þeim feðgum góðs gengis í sumar og þakkar Gunnari Pálma Péturssyni fyrir áhugavert og skemmtilegt spjall.

Umbrot: Arndís Lára Kolbrúnardóttir

Prentun: Litlaprent

ISSN 1670-4126

Mynd/Gunnar Pálmi Pétursson ásamt bílnum sínum sem hann er að smíða fyrir komandi keppnir.

BÓKAKYNNING OG LJÓÐALESTUR Í ÞÓRBERGSSETRI Á HALA

ár. Félagið hefur verið hugsað sem sameiginlegur vettvangur höfunda og annarra ljóðaunnenda og það hefur staðið fyrir fjölmörgum samkomum víða um fjórðunginn þar sem ljóð hafa verið lesin og sungin. Þá hefur félaginu verið ætlað að örva og styðja félagsmenn til útgáfu eigin ljóða.

Strax við stofnun félagsins komu fram hugmyndir um útgáfu ljóðasafns eftir austfirska höfunda, slíkt safn hafði komið út árið 1949, bókin Aldrei gleymist Austurland. Fyrsta bók hins nýja ljóðafélags kom svo út árið 1999 og hlaut heitið Raddir að austan –Ljóð Austfirðinga. Bókin hefur að geyma ljóð og lausavísur eftir 122 austfirska höfunda sem allir voru á lifi við útkomu bókarinnar.

Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda á Austurlandi og önnur starfsemi félagsins verður kynnt í Þórbergssetri á Hala sunnudaginn 30. apríl 2023. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og lýkur klukkan 15:30. Stjórn félagsins stendur að kynningunni í samstarfi við Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumann Þórbergsseturs.

Eftirtalið stjórnarfólk kemur fram á samkomunni og segir frá bókum félagsins og flytur ljóð úr þeim: Arnar Sigbjörnsson úr Fellabæ, nú búsettur í Kópavogi, Magnús Stefánsson Fáskrúðsfirði og Sólveig Björnsdóttir Laufási í Hjaltastaðaþinghá. Síðast en ekki síst kemur fram skáldkonan

Kristín Laufey Jónsdóttir, Hlíð í Lóni og flytur eigin ljóð og annarra.

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað árið 1996 og fljótlega urðu félagarnir yfir eitt hundrað að tölu. Hefur sá fjöldi félagsmanna haldist að mestu óbreyttur öll þessi

Ekki stóð til í upphafi að félagið legði fyrir sig frekari bókaútgáfu en árið 2001 hóf það útgáfu á flokk ljóðabóka undir heitinu: Austfirsk ljóðskáld. Fyrsta bókin hlaut heitið Austan um land, höfundur hennar er Sigurður Óskar Pálsson frá Borgarfirði eystra. Svo hefur þetta æxlast þannig að síðan hefur ein bók

komið út í flokknum á hverju ári. Þær eru því orðnar 22 að tölu. Sú nýjasta er úrval úr ljóðum fjögurra systkina frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði, hún kom út á síðasta hausti. Bók númer 23 er í undirbúningi, ljóð Iðunnar Steinsdóttur frá Seyðisfirði.

Fljótlega kom að því að framboð varð á fleiri ljóðahandritum en komust að í flokknum og félagið fór að gefa út það sem við nefnum „aukabækur“. Svo skemmtilega vill til að þær eru líka orðnar 22 talsins svo að félagið hefur gefið út 44 bækur.

Erfitt er að láta sölu ljóðabóka standa undir kostnaði við útgáfu þeirra og félagið hefði ekki gefið út allar þessar bækur án þeirra styrkja sem það hefur notið. Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur styrkt útgáfuna mörg síðustu ár og einnig sveitarfélög á Austurlandi. Félagar greiða ekki eiginlegt félagsgjald en kaupa eitt eintak af bókum í flokknum Austfirsk ljóðskáld. Með þessu móti er félaginu kleift að halda bókaútgáfunni áfram.

Magnús Stefánsson

FERÐAÞJÓNUSTA Í ÖRUM VEXTI - HVERNIG GETUM VIÐ

HAFT ÁHRIF Á ÞRÓUN FERÐAÞJÓNUSTU Í HEIMABYGGÐ OG HVERT VILJUM VIÐ STEFNA ?

Í tilefni af aðalfundi FASK, sem haldinn verður í dag fimmtudag 27. apríl að Smyrlabjörgum kl 17:00, er gott að horfa fram á veginn og velta fyrir sér hvernig málefni ferðaþjónustunnar getur haft áhrif á samfélagsþróun í AusturSkaftafellssýslu.

Árið 2023 er gert ráð fyrir að ferðamenn verði rúmlega 2 milljónir en þeir verði jafnvel tvöfalt fleiri árið 2030. Bæði er gert ráð fyrir að aukning verði á háannatíma en einnig að fjöldi erlendra ferðamanna jafnist betur út á lágönn og að í raun verði samfelldur straumur ferðamanna yfir allt árið.

Hvaða áskoranir, tækifæri og ógnanir fylgja þeim breytingum sem spáð er fyrir um svæði eins og Austur-Skaftafellssýslu?

Einn megintilgangur Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu ( FASK ) er m.a að efla ferðaþjónustu á félagssvæðinu þannig að hún verði til sem mestrar hagsbóta fyrir íbúa héraðsins og samfélagsins.

FASK á að vera vettvangur til að stuðla að umræðu sem hjálpar til við að móta þetta meginmarkmið og svara þeirri spurningu hvernig við viljum sjá þróun

ferðaþjónustu og samfélags í náinni framtíð. Til að svo verði er mikilvægt að sem flest sjónarmið komist til skila í umræðu um þróun ferðamála í náinni framtíð. Við hvetjum því alla sem tök hafa á að koma og sækja aðalfund félagsins í dag kl 17:00. Fyrir fundinn verður almennt kaffispjall og hefst það spjall kl 16:00 að Smyrlabjörgum í Suðursveit.

Allir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Austur-Skaftafellssýslu geta orðið félagar með því að greiða félagsgjöld.

Stjórn FASK vonast til að sjá sem flesta í dag - Hlökkum til að sjá ykkur

F.h stjórnar FASK

Haukur Ingi Einarsson

Kaff spjal Ferðamá afé ags Austur-Skaftafel ssýslu ( FASK )

FASK býður til kaffispjalls um málefni sem tengjast ferðaþjónustu fimmtudaginn 27

Apríl n k kl 16 00 - 17:00 á Smyrlabjörgum

Að kaffisp all loknu verður aðalfundur FASK ha dinn Fundur nn er opinn öllum íbúum á fé agssvæði FASK

F h stjórnar FASK

Haukur Ingi E narsson

Bifreiðaskoðun á Höfn 8., 9. og 10.maí.

Tímapantanir í síma 570-9090

fyrir kl. 16:00 föstudaginn 5. maí

Næsta skoðun 19., 20. og 21. júní.

Þegar vel er skoðað

Aða fundur Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu ( FASK )

Aðalfundur FASK verður haldinn fimmtudaginn 27 Apríl 2023 kl 17 00, fundurinn er haldinn á Smyrlabjörgum

Fundurinn er opinn öllum íbúum á félagssvæði FASK Atkvæðisrétt á aðalfund eiga allir skuldlausir skráðir félagar eða fulltrúar þeirra Fyrir fundinn verður almennt kaffispjall á Smyrlab örgum Kaffisp allið mun standa yfir frá 16:00 - 17:00

Allir sem áhuga hafa á að sækja aðalfund FASK eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið faskstjorn@gmail.com og fá þannig send fundargögn

Dagskrá fundarins:

1 Skýrsla stjórnar ásamt félagaskrá

2 Ákvörðun um árgjald

3 Ársreikningur

4 Lögð fram starfsáætlun næsta árs

6 Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda

7 Önnur mál

Hafi aðilar spurningar fyrir fundinn eru þeir vinsamlega beðnir um að senda fyrirspurnir inn ti st órnar hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið faskstjorn@gmail com

F h stjórnar FASK

Haukur Ingi Einarsson

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt sunnudaginn 30. apríl og mun Sveitarfélagið Hornafjörður að sjálfsögðu taka þátt. Á stóra plokkdeginum sameinast fólk í að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi eftir vindasaman vetur. Dagurinn markar upphaf plokk tímabilsins og er hugsaður sem vitundavakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu.

Nokkuð ber á rusli í þéttbýli sveitarfélagsins og áríðandi að koma því sem fyrst úr umhverfinu áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Í þeim tilgangi verður sorpílátum komið upp á nokkrum stöðum á Höfn og í Nesjahverfi undir plokkaðan úrgang. Staðsetningu ílátanna má finna á heimasíðu sveitarfélagsins en ílátin verða

STÓRI PLOKKDAGURINN VERÐUR SUNNUDAGINN 30. APRÍL

aðgengileg frá miðvikudeginum 26. apríl fram að 2. maí.

Þeir sem vilja láta gott af sér leiða með því að plokka geta fengið lánaðar plokktangir og glæra ruslapoka á bókasafni sveitarfélagsins í Nýheimum á meðan birgðir endast. Plokkarar þurfa því aðeins að útvega sér hanska!

Almennt er litið á plokkaðan úrgang sem blandaðan úrgang sem fer í urðun. Sé úrgangur hins vegar tiltölulega hreinn er hægt að skila honum á flokkunarbarinn við söfnunarstöðina til endurvinnslu.

Plokkarar eru hvattir til að nota kortasjánna plokkari.is en þar er hægt að merkja inn svæði sem búið er að plokka. Svæðin eyðast svo sjálfkrafa að viku liðinni. Það verður áhugavert að sjá hve mörg svæði verður búið að plokka þann 2. maí.

Þá má einnig vekja athygli á heimasíðu

Stóra plokkdagsins, plokk.is, og Facebook síðu Plokk á Íslandi sem er hópur áhugafólks um útivist og að halda umhverfinu ruslfríu. Hópurinn telur tæplega átta þúsund manns sem er kominn á fullt við að plokka í sínu nærumhverfi. Plokkarar geta fengið frítt í sund með því að taka mynd af sér með þeim úrgangi sem þeir hafa tínt og tagga Hornafjörður Náttúrulega á Instagram (@HornafjordurNatturulega). Sýna þarf myndina ásamt taggi í sundlaug Hafnar til að fá frítt í sund og verður í boði til og með 2. maí 2023.

Margar hendur vinna létt verk og því skiptir framtak hvers og eins heilmiklu

Skólastjóri í Öræfum

Ertu leik eða grunnskólakennari og langar að breyta til?

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir skólastjóra í samrekinn leik- og grunnskóla í Hofgarði í Öræfum. Skólinn er einn minnsti skóli landsins með um 10 nemendur í leikog grunnskóla en samfélagið í Öræfum hefur farið vaxandi og metnaður er fyrir því að efla grunnþjónustu fyrir fjölskyldufólk m.a. með sterkum skóla. Umhverfið í Öræfum er stórfenglegt og óteljandi möguleikar til útvistar og náttúruskoðunar. Í göngufæri frá skólanum er íbúð sem skólastjóri getur fengið til afnota gegn sanngjarnri leigu.

Starfssvið

• Skólastjórnun, kennsla og fagleg forysta í grunn- og leikskóla.

• Vinna að framsækinni skólaþróun í fámennum skóla.

• Leiða samstarf starfsmanna, nemenda og fjölskyldna barna.

Menntun og hæfniskröfur

• Leyfisbréf til kennslu á leik- og/eða grunnskólastigi.

• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg.

• Starfsreynsla af kennslu og öðrum störfum í grunn- eða leikskóla.

• Metnaður og sjálfstæði í starfi góð skipulags- og samskiptahæfni, sköpunarkraftur.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 22. maí n.k. Nánari upplýsingar veita Hafdís Sigrún Roysdóttir núverandi skólastjóri s. 8454559 og Þórgunnur Torfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs s. 8995609. Umsóknir sendist á netfangið thorgunnur@hornafjordur.is

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA 1.maí

HEADLINE

GLEÐIGJAFAR

Gleðigjafar kór eldri Hornfirðinga

Halda vortónleika sína í Hafnarkirkju mánudaginn 1.maí kl.17:00.

Ljúf og skemmtileg lög og stemning í bland.

Stjórnandi Guðlaug Hestnes

Undirleikari Gunnar Ásgeirsson

Gestaspilarar Einar Sigjónsson og Anna Lára

Grétarsdóttir

Miðaverð kr. 2000,- (ekki posi).

Mætið vel og gleðjumst saman því nú er vorið að koma.

Gleðigjafarnir -

Aðalfundur skógræktarfélags

Austur Skaftfellinga

verður haldinn í húsi verkalýðsfélagsins við Víkurbraut

2. maí n.k. kl 20:00

Bjóðum allt skógræktaráhugafólk hjartanlega velkomið og sérstaklega nýja félaga sem vilja slást í hópinn

Stjórnin

Útboð

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið

„STÆKKUN LEIKSKÓLA Á HORNAFIRÐI – SJÓNARHÓLL“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Verkið felst í að reisa tveggja deilda viðbyggingu við núverandi byggingu leikskólans Sjónarhóls. Ný viðbygging verður 356,72 m². Viðbyggingin er grunduð á staura. Útveggir viðbyggingar verða timburveggir klæddir með ljósri álklæðningu. Gluggar- og útihurðir eru ál-tré kerfi- og þak er hefðbundið loftað timburþak, klætt með þakpappa. Viðbyggingin skal að framkvæmdum loknum hljóta norræna Svansmerkið fyrir umhverfisvæna hönnun og efnisval.

Vettvangskönnun á verkstað

Vettvangskönnun verður haldin með tilboðsgjöfum eftir óskum. Nákvæm tímasetning og fyrirkomulag vettvangskönnunar verður skv. samkomulagi aðila. Bjóðendur eru hvattir til að mæta í vettvangskönnun og kynna sér aðstæður á verkstað.

Útboðsgögn

Útboðsgögn bera nafnið: „STÆKKUN LEIKSKÓLA Á HORNAFIRÐI – SJÓNARHÓLL“ og sundurliðast

eftirfarandi:

• Útboðs- og verkskilmálar

• Teikningar og verklýsingar arkitekta, gerðar af Arkþing - Nordic ehf.

• Teikningar og verklýsingar, gerðar af Mannvit ehf. þ.e. Jarðvinna, Burðarvirki, lagnir, loftræsting, raflagnir

• Teikningar og verklýsingar, gerðar af Landhönnun slf. Hönnun lóðar

• Tilboðsblað ásamt tilboðsskrá

Útboðsgögn fást afhent rafrænt frá og með 17.04.2023, eftir klukkan 13:00, með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið utbod@hornafjordur.is til vara bjorni@hornafjordur.is - og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Stækkun leikskóla á Hornafirði – Sjónarhóll “. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „STÆKKUN LEIKSKÓLA Á HORNAFIRÐI – SJÓNARHÓLL “.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði merktu „STÆKKUN LEIKSKÓLA Á HORNAFIRÐI –SJÓNARHÓLL. Tilboð“ eigi síðar en þriðjudaginn 16. maí 2023 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veita:

Björn Imsland, eða Brynja Dögg Ingólfsdóttir sími 470 -8000. Netfang utbod@hornafjordur.is til vara bjorni@hornafjordur.is

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

SPURNING VIKUNNAR

Hver er uppáhalds liturinn þinn og af hverju?

Gerast styrktarvinur Eystrahorns

Við viljum hvetja lesendur Eystrahorns að kynna sér styrktarvini Eystrahorns. Þeir sem vilja styrkja útgáfuna geta greitt frjálst framlag, inn á reikning útgáfunnar. Hægt er að greiða áskriftina t.d. mánaðarlega, nokkra mánuði í einu eða eins og hentar hverjum og einum.

www. eystrahorn.is/askrift

Stefán Brandur Jónsson Enginn uppáhalds, það eru svo margir fallegir Dagur Snær Guðmundsson Appelsínugulur, finnst hann bara flottur Hjördís Skírnisdóttir Jarðlitir, þeir eru svo notarlegir og hlýlegir Anna Ragnarsdóttir Pedersen Grænn af því hann minnir mig á náttúruna og umhverfið.

UPPSKRIFT VIKUNNAR

Túnfiskpasta Eftir Elísabetu Jóhannesdóttur

Hráefni fyrir 3-4

Ca 300 gr. pasta

1 dós túnfiskur í olíu

1 lítil rauð paprika

½ chilli (eða eftir smekk)

3 hvítlauksrif

3 tómatar, vel þroskaðir Pipar og salt

Ég tek glöð við áskorun frá Ástu og ætla að gefa ykkur uppskrift að túnfisk pasta sem slær alltaf í gegn. Ég ætla svo að skora á vinkonu mína hana Margréti Ingólfsdóttur, sérlega áhugamanneskju um uppskriftir.

Aðferð

Skerið niður og kraumið papriku, chilli og hvítlauk í olíu í 2-3 mínútur. Bætið svo túnfisk út í og losið í sundur. Bætið svo smátt skornum tómötum út í ásamt salti og pipar. Sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Ólívur settar út á að endingu. Þessu er svo blandað saman við soðið pasta. Mér finnst svo ómissandi að hafa hvítlauksbrauð með þessu.

Verði ykkur að góðu

Lumar þú á grein eða áhugaverðu efni í Eystrahorn ?

Við hvetjum þig til að senda okkur línu á eystrahorn@eystrahorn.is

SUNDLAUG HORNAFJARÐAR

Árshátíð Starfsmanna Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Vegna árshátíðar starfsmanna sveitarfélagsins föstudaginn þann 28. Apríl verður opið í sundlauginni frá 06:45 - 17:00

Due to the annual celebration of the association's employees on Friday, April 28, the swimming pool will be open from 06:45 - 17:00

Birki restaurant

Óskar eftir starfsmönnum

í sal og eldhús

Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar

Áhugasamir sendið póst á gisli@birkirestaurant.is með ferilskrá og almennum upplýsingum.

ORÐALEIT

NESODDI SJÁVARLÓN

MÝRLENDI

HAFNARSVÆÐI ÖRSKAMMUR

SUÐAUSTUR

ÚTNES

SKAPALÓN

MÝRARBOLTI

HAFNARKIRKJA

ÖRLÁTUR

HÁSUÐUR

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Réttlæti -jöfnuður- velferð

AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.

1. maí hátíðarhöld AFLs Starfsgreinafélags. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins og verða hátíðarhöldin á öllum stöðum á félagssvæðinu á milli kl. 12:00 og 13:00. Hátíðarhöldin verða á eftirtöldum stöðum

Vopnafirði, -Félagsheimilinu Miklagarði –Kristján Eggert Guðjónsson flytur ávarp

Borgarfirði eystri -Álfheimum -Sigurður Hólm Freysson flytur ávarp

Seyðisfirði -Félagsheimilinu Herðubreið -Lilja Björk Ívarsdóttir flytur ávarp

Egilsstöðum - Hótel Héraði - Ásta Rögnvaldsdóttir flytur ávarp

Reyðarfirði – Safnaðarheimilinu - Þröstur Bjarnason flytur ávarp

Eskifirði – Melbæ- Bergsteinn Brynjólfsson flytur ávarp

Neskaupstað – Hótel Hildibrand - Ásdís Helga Jóhannsdóttir flytur ávarp

Fáskrúðsfirði – Glaðheimum – Anna Þórhildur Kristmundsdóttir flytur ávarp

Stöðvarfirði – Grunnskólanum Stöðvarfirði – Jón Kristinn Arngrímsson flytur ávarp

Breiðdalsvík- Hamar kaffihús - Lilja Björk Bjarkadóttir flytur ávarp

Djúpavogi -Hótel Framtíð -:Sigurður Einar Sigurðsson flytur ávarp

Hornafirði -Z Bistro – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir flytur ávarp

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.