Eystrahorn 5. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn 5. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 4. febrúar 2016

Það er alltaf áhugvert að fylgjast með fuglalífinu og þeir félagar Brynjúlfur og Björn hjá Fuglaathugunarstöðinni eru duglegir sjá okkur reglulega fyrir upplýsingum á fésbókarsíðu sinni. Garðfuglahelgin er ný afstaðin og þar mátti sjá alla algengustu fuglana og auk þess gráþresti, svartþresti, söngþröst, hettusöngvara og tugi bjargdúfa. Sömuleiðis sáust hér í bænum fálkar, förufálki og sparrhaukur sem er mikill vargur í smáfuglunum og Björn sá dvergsnípu og keldusvín við Kvísker um daginn. Fuglaáhugafólk hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna tafa á holræsaframkvæmda út í Óslandi og við Ferjuklettana þar sem óðum styttist í varptímann og þetta svæði er aðalvarpland kríunnar hér. Á mánudaginn rakst ritstjóri á þennan gæfa fálka á myndinni að gæða sér á máv við bræðslubryggjuna úti í Óslandi og náði Óðinn á hótelinu þessari mynd.

Ernir bætir við áætlunarferðirnar

Frá og með fimmtudeginum 4. febrúar mun Flugfélagið Ernir bæta við áætlun sína, síðdegisferð á fimmtudögum kl. 17:30. Þar með eru tvær ferðir á dag; mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Auk þess hefur félagið nú þegar auglýst hátt í 40 aukaferðir valda þriðjudaga, laugardaga og sunnudaga í sumar milli Hafnar og Reykjavíkur. „Þetta mun vonandi koma sér vel fyrir Hornfirðinga sem og aðra sem þurfa að sækja þá heim.“ Segir á fésbókarsíðu félagsins.

Fiskirí og vinnsla Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um janúarmánuð; „Janúar hefur verið frekar rólegur í heildina séð. Kropp hefur verið hjá netabátum síðustu tvær vikur og fínasti afli hefur verið á línuna þessa fáu túra sem Vigur hefur komist út sökum veðurs. Úthlutun á loðnukvóta fyrir þessa vertíð eru vonbrigðin ein, lítið fannst í janúarleiðangri Hafró en stefnt er að því að fara í annan leiðangur sem allra fyrst og binda menn vonir um að meiri loðna finnist heldur en í fyrri leiðangri. Ef ekki verður bætt við kvótann eru um 8.200 tonn sem koma í hlut okkar skipa þessa vertíð á móti um 30.000 tonnum á síðustu vertíð. Loðnuvertíðin hefur gríðarlega mikið að segja fyrir okkar byggðarlag svo mikið liggur undir að meiri loðna finnist í komandi leiðangri Hafró.“ Einar Jóhann á Fiskmarkaðnum segir að janúar hafi verið þokkalegur þrátt fyrir rysjótt tíðarfar og betri en í fyrra.

Aflabrögð í maí Neðangreindar upplýsingarnar eru landanir á Hornafirði og landanir Hornfjarðarbáta í öðrum höfnum og sömuleiðis um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51.......................... net............. 17............130.. þorskur Sigurður Ólafsson SF 44.......... net............... 1................5.. þorskur Skinney SF 20........................... net............... 1.............9,5.. þorskur Þórir SF 77................................ net............... 2...........12,3.. þorskur Sigurður Ólafsson SF 44.......... botnv.......... 4...........42,8.. blandaður afli Skinney SF 20........................... botnv.......... 3...........70,1.. blandaður afli Þórir SF 77................................ botnv.......... 4...........82,8.. blandaður afli Steinunn SF 10.......................... botnv.......... 7.........447,0.. blandaður afli Benni SU 65.............................. lína.............. 2...........28,3.. þorskur Beta VE 36................................ lína.............. 5...........45,3.. þorskur Vigur SF 80............................... lína.............. 8...........71,9.. þorskur Siggi Bessa SF 97..................... lína.............. 6...........54,7.. þorskur Heimild: www.fiskistofa.is


2

Fimmtudagur 4. febrúar 2016

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Sunnudaginn 7. febrúar Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kyrrðarstund á föstu miðvikudaginn 10. febrúar (öskudag) kl. 18:15. Prestarnir

Félag eldri Hornfirðinga

Sundleikfimin hefst að nýju nk. fimmtudag kl. 15:30. Kveðja, Sigurborg Aðalfundur Hornafjarðardeildar RKÍ verður haldinn í Nýheimum þriðjudaginn 16. febrúar kl. 17:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin

Eystrahorn

Frá Hafnarkirkju Nú líður að föstu. Hún hefst á öskudag 10. febrúar. Í sjö vikur fyrir páska íhuga kristnir menn pínu og dauða Jesú. Fastan hefur ekki lengur þann sess í hugum fólks sem hún hafði áður fyrr, þegar t.d. var ekki borðað kjöt frá öskudegi til páskadags. Fastan er tími íhugunar og iðrunar og hefur þess mátt sjá stað í kristinni kirkju um aldir. Helgihaldið í kirkjunni ber merki þeirra atburða sem urðu í lífi Jesú Krists sem leiddu til dauða hans á krossi. Í Hafnarkirkju verður helgihald á föstu með svipuðu sniði og áður. Auk hefðbundinnar guðsþjónustu annan hvern sunnudag verður kyrrðarstund hvern miðvikudag fram að páskum, fyrst á öskudag 10. febrúar. Stundin hefst kl. 18:15. Þar verður lesið úr píslarsögu Jesú, sungnir sálmar og beðnar bænir. Beðið verður sérstaklega fyrir sjúkum og þeim sem minna mega sín og taka prestarnir á móti sérstökum bænarefnum sem fólk vill að borin verði fram. Kyrrðarstundinni lýkur síðan með altarisgöngu. Við hvetjum ykkur til að koma til kirkju á miðvikudögum fram að páskum og nota föstutímann til íhugunar, uppbyggingar og trúarstyrkingar. Guð láti gott á vita. Verið öll Guði falin í lengd og bráð, Sr. Sigurður og sr. Gunnar Stígur

Fjallsárlón ehf. óskar eftir öflugu starfsfólki. Félagið sinnir siglingum með ferðamenn um Fjallsárlón, sem er 50 km austan við Skaftafell. Óskað er eftir starfsfólki til að sinna siglingum en einnig til almennra afgreiðslustarfa þ.m.t. vegna veitingastarfsemi. Samkeppnishæf laun og gisting í boði. Umsóknir óskast sendar á info@fjallsarlon.is Sími 666-8006.

Ólöf K. Ólafsdóttir

Húsnæði óskast Óskum eftir 4-5 herbergja(3-4 svefnherbergi) íbúð/húsi til langtímaleigu sem fyrst, en þó fyrir 31. apríl. Greiðslugeta allt að 180 þúsund krónur á mánuði.

augnlæknir

verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 15. - 18. febrúar nk. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við kortum.

Kveðja Sigga s:691-6955 eða sigisleifsdottir@gmail.is.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Rakarastofan verður lokuð 15. - 26. febrúar.

Rakarastofa

Baldvins


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. febrúar 2016

3

Pókermót á fimmtudag 2 + 2 + 2 Hefst kl. 20:00, hægt að komast inn til 21:30. Frekari upplýsingar á Facebook.com/pkhofn

Kynningarfundur um deiliskipulagsbreytingu við Skaftafell Kynningarfundur um deiliskipulagsbreytingu við Skaftafell verður haldinn í Ráðhúsi Hornafjarðar, föstudaginn 5. febrúar kl. 12:00 – 13:00.

Bifreiðaskoðun á Höfn 15., 16. og 17. febrúar. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 12. febrúar. Næsta skoðun er 4., 5. og 6. apríl. Þegar vel er skoðað

ENSKA FYRIR BYRJENDUR Grunnnámskeið í ensku hjá Önnu Maríu Kristjánsdóttur, alla þriðjudaga frá 17:00 - 19:00 frá 9. febrúar til 15. mars, samtals 6 skipti.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Verð: 28.000 Frekari upplýsingar og skráning fer fram hjá Möggu Gauju, á netfangið gauja@fraedslunet.is eða í síma 664-5551.

Flokkstjórar í Vinnuskóla Sveitarfélagið auglýsir eftir flokksstjórum í Vinnuskólann og starfsmanni til afleysinga í Áhaldahúsinu fyrir sumarið 2016. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu. Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri. Æskilegt væri að viðkomandi væri 20 ára eða eldri. Starf afleysingamanns í Áhaldahúsi er mjög fjölbreytt og mun að miklu leyti tengjast gámaportinu. Vinnuvélaréttindi eru æskileg. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga við BSRB og Starfsgreinasambandið. Umsóknareyðublöð eru á slóðinni: http://www.hornafjordur. is/stjornsysla/upplysingar/Umsoknir/nr/7330 og skal skila á netfangið svafamjoll@hornafjordur.is fyrir 15. Febrúar 2016. Nánari upplýsingar veitir Svafa Mjöll á svafamjoll@hornafjordur.is eða í síma 847-8883. Þeir sem búnir eru að sækja um nú þegar þurfa ekki að skila inn annarri umsókn.

Skáldhugi

Skáldhugi - helgarnámskeið. Skáldhugi er listasmiðja í skapandi skrifum sem byggir á að sækja sér innblástur frá hugtökum úr mannréttindum, náttúru, umhverfi og listum. Leiðbeinandi er Erla Steinþórsdóttir leiklistarkona og listkennari. Erla lærði European Theatre Arts í Englandi þar sem áhersla er lögð á skapandi leikhúsverk. Í kennaranámi lagði hún áherslu á skapandi þróunarferli og hefur hún verið undanfarin misseri að starfa með fólki við skapandi skrif. Námskeiðið verður haldið í Nýheimum föstudaginn 12. febrúar kl. 16:0 - 20:00, laugardag og sunnudag 13. og 14. febrúar kl. 10:00 - 14:00. Verð: 19.900,-

Skráning og nánari upplýsingar hjá Möggu Gauju, gauja@fraedslunet.is eða í síma 664-5551.


4

Fimmtudagur 4. febrúar 2016

Eystrahorn

ÍM í HM

Íslandsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður haldið í Skaftfellingabúð, Laugarvegi 178, föstudaginn 12. febrúar kl. 20:00. Útbreiðslustjóri

Félagsvist í Ekru

Árshátíð

Markaðsstofa Suðurlands boðar til árshátíðar fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi þann 19. febrúar 2016. Hátíðin fer fram á Hótel Vatnsholti og er opin öllum ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi.

Dagskrá

Fyrsta spilakvöldið af þremur verður fimmtudagskvöldið 4. febrúar kl. 20:00 í Ekrusalnum.

Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og síðan heildarverðlaun fyrir öll kvöldin. Aðgangseyrir 1000 kr. fyrir hvert kvöld. Kaffiveitingar innifaldar.

• 13:30 - Málþing • 16:30 - Örferð um svæðið • 19:30 - Fordrykkur í boði Markaðsstofunnar

Allir velkomnir

• 20:00 - Kvöldverður, skemmtun og happdrætti.

Fjáröflun 8. bekkjar vegna skíðaferðar í Oddskarð.

Heiðursgestur kvöldsins verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hótel Vatnsholt býður góð verð á gistingu þetta kvöld. Nánari upplýsingar á info@hotelvatnsholt.is eða í síma 482-4829. Verð aðeins 6.900 kr á manninn. Skráning fer fram hjá Markaðsstofunni með því að senda póst á Valgerði valgerdur@south.is eða í síma 560-2030.

Nánari upplýsingar www.south.is/markadsstofan

Ræðum saman Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi boða til fundar í kjördæmaviku Alþingis á Kaffihorninu, Höfn, mánudaginn 8. febrúar kl. 12:00. Allir velkomnir


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. febrúar 2016

5

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í níunda sinn 5. febrúar næstkomandi. Hinn eiginlegi Dagur leikskólans er reyndar 6. febrúar en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því kraftmikla starfi sem þar fer fram á degi hverjum. Við á Lönguhólum og Krakkakoti ákváðum að taka viðtöl við nokkur börn, nokkra starfsmenn og foreldra og sést afraksturinn af því í blaðinu. Á föstudaginn ætla leikskólarnir að hittast í sameiginlegri útiveru sem verður á Krakkakoti, fara í leiki og syngja saman.

Börnin voru spurð: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Hvað er leikskóli? Hvað gerir þú í leikskóla? Hvað gera kennarar í leikskólanum? Til hvers er leikskóli? Hvað er skemmtilegast í leikskólanum? Hver er uppáhalds maturinn þinn í leikskólanum? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar ég segi orðið leikskóli?

Barn 1 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Maður getur leikið sér í honum og gert allskonar, bara getur gert ýmislegt Stundum perla ég, stundum leik ég mér, stundum geri ég eitthvað skemmtilegt t.d. að spila. Þeir ráða hvað maður gerir en þeir ráða allavega ekki hvað maður velur. Til að börnin læri hvað stafirnir heita og læra að vera kurteis og læra að vera ekki óþekk. Það eru holukubbar Pizza með skinku og ananas Matur

Foreldrar voru spurðir: 1. 2. 3.

Hvað dettur þér fyrst í hug þegar ég segi orðið leikskóli? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar ég segi orðið frjáls leikur? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar ég segi orðið fínhreyfingar?

Foreldri 1 1. 2. 3.

Leikur að læra Að börnin fái að ráða Perla

Foreldri 2 1. 2. 3.

Fræðsla fyrir börn og umgangur við önnur börn og örvun á umhverfisþáttum og örvun í hóp. Að börn fái að ráða því sem þau eru að gera innan skynsamlegra marka Perlur

Foreldri 3 1. 2. 3.

Staður sem krakkar geta skemmt sér á og leikið sér og lært, líka staður sem ég get treyst fyrir barninu mínu Leika sér í íþróttum Kenna krökkum að fara eftir reglum, gæti líka verið táknmál

Foreldri 4 Barn 2 1. 2.

6. 7.

Til að leika sér í Ég fer í hvíld og vel mér að fara í holukubba eða á hinar deildirnar. Ég fer líka út að leika Þeir fara í tölvuna og vera með okkur í hvíld og kenna okkur. Þeir segja hver á að vera fyrstur að velja. Til að mamma og pabbi geti sett okkur í leikskólann því þau fara ekki með okkur í vinnuna. Að fara á Sunnudeild að hitta litlu krakkana, því að kennararnir þeirra eru góðir og elska litla krakka Hamborgari og píta Fara á Sunnudeild

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Til að leika sér og læra Leika Eitthvað Það má ekki vera í fríi bara Hópastarf Grjónagrautur Tromma

3. 4. 5.

Barn 3

1. 2. 3.

Börn, fræðsla, þroski Skemmtilegt, kátína, vinir Pinna, perla, lita

Starfsfólk var spurt: 1. 2. 3. 4.

Hvað er skemmtilegast við að vinna í leikskóla? Getur þú rifjað upp eitt gullkorn, eða skemmtilegt atvik sem gerðist í leikskólanum? Hver er uppáhalds maturinn þinn í leikskólanum? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar ég segi orðið leikskóli?

Starfsfólk 1 1. 2.

3. 4.

Fjölbreytt starf og hver dagur ekki eins og að vinna með börnum Eitt sinn var ég að útskýra orðið áfangi úr laginu á Sprengisandi og þá kom barn með þá útskýringu á orðinu að þetta væri eitthvað sem foreldrar mega bara drekka sem sagt áfengi. Kjötsúpa Fjör og gleði

Starfsfólk 2 1. 2.

3. 4.

Að vera með börnunum Einu sinni heyrði ég að barn spurði starfmann af hverju er rassinn á þér þarna? (starfsmaðurinn var að beygja sig fram og það sást í brjóstaskoruna). Jólamaturinn Að læra í gegnum leikinn

Starfsfólk 3 1. 2.

3. 4.

Fjölbreytileikinn Það kom einu sinni stelpa inn í anddyrið á innsoginu og sagði: Strákurinn ætlaði að bíta mig! Ég spurði þá strákinn: Ætlaðir þú að bíta hana? Já svaraði hann, ég bara hitti ekki! Pasta Fjör!

Starfsfólk 4 1. 2.

Barn 4 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Hann er á Höfn og heitir Krakkakot Leika mér Kenna manni í leikskólanum Til að leika sér Mikið. Eins og það er gaman að leika við litlu systur Mikið. Pylsur, hamborgarar og lasagne Að leika mér og að fara í lærum og leikum með hljóðin

3. 4.

Börnin fyrst og fremst Þegar verið var að taka viðtal við strák og hann var spurður, hvað er skemmtilegast að gera og hann svaraði: Að gilla. Jááá sagði spyrjandinn, svona þegar pabbi er að gilla þig. Nei sagði strákurinn þá hneykslaður, bara að gilla maís og kjöt og svona! (Það munar öllu um þetta eina –r sem vantar) Kjúklingur Börn

F.h. leikskólanna Elín Birna og Maríanna.


6

Fimmtudagur 4. febrúar 2016

Eystrahorn

Almennur bæjarmálafundur

Félagsvist í Holti Kvenfélagið Eining heldur 3ja kvölda félagsvist í Holti, Mýrum föstudagskvöldin 12., 19. og 26. febrúar kl. 20:30. Verð: 1.000 krónur. Veitingar að hætti kvenfélagsins Einingar

Laugardaginn 6. febrúar kl. 12:30 í Sjálfstæðishúsinu. Súpa í boði. Allir velkomnir Bæjarfulltrúar og stjórnin

VATN AJ Ö KU L S ÞJ Ó Ð G A R Ð U R

Sérfræðingur á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings í tímabundna stöðu í Skaftafelli, frá 15. mars – 31. desember 2016. Vatnajökulsþjóðgarður er rekinn af samnefndri ríkisstofnun og nær landsvæði hans yfir allan Vatnajökul og stór landsvæði utan hans, alls um 14.000 km2. Viðkomandi sérfræðingur heyrir undir þjóðgarðsvörð suðursvæðis og verður með starfsstöð í Skaftafelli. Starfið er krefjandi og fjölbreytt og felur m.a. í sér:

• Umsjón með daglegum rekstri upplýsingamiðstöðvar og tjaldsvæðis í Skaftafelli.

• Starfsmannahald, skipulagning vinnu og verkstjórn.

• Fagleg vinna við landvörslu, öryggismál og aðgengi gesta.

• Móttaka sérhópa. • Tengiliður við sjálfboðaliðahópa og fleiri aðila. • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

• Háskólapróf, önnur menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. • Þekking og reynsla af starfsmannahaldi og uppgjöri. • Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum. • Þekking á ferðamennsku og fræðslu til ferðamanna. • Þekking á náttúru Íslands. • Góð íslensku- og enskukunnátta; fleiri tungumál kostur. • Landvarðaréttindi eru kostur sem og að viðkomandi hafi starfað við landvörslu.

• Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði í störfum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf um miðjan mars 2016. Upplýsingar veitir Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður á skrifstofutíma í síma 470 8301 eða í tölvupósti regina@vjp.is

PORT hönnun

Umsóknir sendist rafrænt á ofangreindan tölvupóst í síðasta lagi 14. febrúar. Gæta þarf þess að fá staðfestingu á móttöku umsóknar. Í umsókn þarf að gera grein fyrir menntun og reynslu sem umsækjandi telur að nýtist í þessu starfi en henni þarf einnig að fylgja ferilskrá þar sem eru tilteknir meðmælendur sem hægt er að hafa samband við vegna umsóknarinnar.


f í l n y k m u ð a Kjaft A UM HVERNIG FYRIRLESTUR FYRIR FULLORÐN GLINGA MEGI RÆÐA UM KYNLÍF VIÐ UN

Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst. Rannsóknir styðja að virkja þurfi foreldra í samræðum við börn og unglinga um kynferðisleg málefni. Umfjöllunarefnin verða kynfæri, kynlífsathafnir, klám og kynlífsmýtur, svo fátt eitt sé nefnt. Með húmor og hreinskilni að leiðarljósi er auðveldara að ræða málefni sem mörgum þykir óþægileg og jafnvel tabú. Markmið fyrirlestrarins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Foreldrum gefst þeim kostur á að spyrja og spjalla að loknum fyrirlestri.

Um Siggu Dögg Sigga Dögg, er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Ísland og M.A. gráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu. Sérstaða hennar sem kynfræðari er hispurlaus og hreinskilin nálgun á kynlífi sem byggir á innlendum og erlendum rannsóknum ásamt reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum víðsvegar um landið.

Dagsetning: Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:00 Staðsetning: Nánari upplýsingar:

Nýheimar


Veitingatilboð

Stór ostborgari franskar, lítið prins póló og 0,5 l coke í dós

1.549 kr.

Steikarsamloka franskar og 0,5 l coke í dós

1.895 kr.

Ostborgari og 0,5 l coke í plastflösku

949 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.