Eystrahorn 5.tbl 2020

Page 1

Eystrahorn 5. tbl. 38. árgangur

Fimmtudagurinn 6. febrúar 2020

www.eystrahorn.is

Steinagarður við Náttúrustíg á Hornafirði Við Náttúrustíginn, þ.e. göngustíginn sem liggur frá Óslandshæð og inn að golfvelli, á Höfn í Hornafirði, hefur verið settur upp „steinagarður“. Steinarnir eru staðsettir á túninu vestan við Nýheima. Steinagarður er e.k. kynningarreitur fyrir jarðfræði svæðisins, og þar eru kynntar nokkrar bergtegundir Suðausturlands með hressilega stórum grjóthnullungum og grettistökum. Steinarnir koma frá völdum stöðum í sveitarfélaginu og eru dæmi um helstu einkennisbergtegundir á þessum slóðum. Kynningarskilti lýsa hvernig bergið hefur myndast og hvaðan steinarnir koma. Á hverjum steini eru upplýsingar um bergtegundina og hve þungt þeir vega. Náttúrustígurinn var fyrst settur upp árið 2014 fyrir tilstuðlan Náttúrustofu Suðausturlands, með stuðningi Sveitarfélagsins og Vina Vatnajökuls. Tilgangurinn var að glæða lífi göngustíginn vestan við bæinn, sem heimafólk þekkir vel til og hefur notað sér til heilsubótar í mun lengri tíma. Markmiðið með þessu verki var fræðsla um náttúruna, frá því stóra til hins smærra, frá sólkerfinu til bergtegunda í sveitarfélaginu og jafnvel fleira. Styrkur stígsins felst þó ekki síður í hinu fallega útsýni yfir fjörðinn til Vatnjökuls og eru Hornfirðingar öfundsverðir fyrir að hafa slíkan stíg. Inni í Nýheimum hafa verið settir upp nokkrir steinar og steingervingar úr steinasafni Þorleifs Einarssonar jarðfræðings. Hann gaf Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði hluta af bergsýnasafni sínu. Það er núna hýst hjá Framhaldsskólanum í AusturSkaftafellssýslu (FAS). Valin voru nokkur eintök til sýningar í sýningarborð sem er á vesturgangi á neðri hæð Nýheima og í glerskápum á efri hæð, rétt ofan við stigann. Með tilkomu steinagarðsins var kynningarblöðungur um Náttúrustíginn og sólkerfið endurnýjaður. Hann verður

Tveir steinar við stíginn, sá sem er nær er frá Borgarhafnarheiði og sá sem er fjær er frá Litlahorni. Mynd: Kristín Hermannsdóttir 8. október 2018

sendur inn á öll heimili í Sveitarfélaginu Hornafirði og dreift til ferðaþjónustuaðila sem geta miðlað þeim áfram til gesta sem heimsækja okkur í hérað. Fólk er hvatt til að koma, eða bjóða gestum sínum að fræðast um steinana í steinagarðinum eða steingervingana í Nýheimum, sér til fræðslu og ánægju. Einnig hafa skilti við sólkerfið verið endurnýjuð og má finna nýtt efni frá nemendum Grunnskóla Hornafjarðar á þeim flestöllum. Viðhald við Náttúrustíginn er á lokametrunum og stutt í að búið verði að lagfæra nokkrar reikistjörnur og setja upp nýjan „Satúrnus“ við Ránarslóð en honum var stolið fyrir nokkru. Við vonum að líkanið fái að standa óskemmt áfram enda er það óyggjandi mikil prýði fyrir bæjarfélagið að geta boðið gestum sínum og öðrum gangandi upp á slíka afþreyingu sem Náttúrustígnum er ætlað að vera.

Skilti á einum steinanna í steinagarðinum. Þessi steinn var sóttur á Breiðamerkursand og er úr fínkorna gabbrói. Hann vegur u.þ.b. 1800 kg og hefur verið færst með jöklinum úr fjallgarðinum og fram á sandinn. Mynd Kristín Hermannsdóttir 6. desember 2019.

Hægt er að nálgast blaðið og allar greinar sem birtast í blaðinu ásamt eldri blöðum á www.eystrahorn.is


2

Fimmtudagurinn 6. febrúar 2020

HAFNARKIRKJA

Sunnudaginn 9. febrúar H A F N A R K I R K J A Fjölskyldumessa kl. 11:00 1966 2016 Sungnir verða barnasálmar ásamt öðrum kunnuglegum sálmum. Eftir messuna verður boðið uppá kaffi, djús og kex. Litir og myndir verða einnig í boði fyrir krakkana. Allir velkomnir.

Af tilefni „Degi tónlistarskólanna“ verður opið hús og tónleikar með meiru hjá Tónskóla A-Skaft. í Sindrabæ laugardaginn 8. febrúar frá kl. 11.00 -15.00. Gestir geta komið og farið að vild á tímabilinu. Allir velkomnir.

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA FÉLAGSVISTIN hefst í kvöld, fimmtudag 6. febrúar kl.20:00 í Ekru. Kostar 1000 kr. inn. Ekki posi. Góð kvöldverðlaun ! Spilanefndin. SAMVERA föstudaginn 7. febrúar kl. 17:00 Spáð í gamlar ljósmyndir - framhald af síðustu samveru. Allir velkomnir.

Andlát Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Gísli Ingimar Bjarnason frá Jaðri í Suðursveit Útförin fer fram föstudaginn 7. febrúar kl 14:00 frá Kálfafellsstaðarkirkju. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Fyrir hönd aðstandenda Þóra Ingimarsdóttir Gunnhildur Ingimarsdóttir.

FÓTAAÐGERÐIR Vildaráskrift Eystrahorns Við viljum hvetja lesendur Eystrahorns að kynna sér vildaráskriftina.

Þeir sem vilja styrkja útgáfuna geta greitt frjálst framlag, svokallaða vildaráskrift inn á reikning útgáfunnar. Hægt er að greiða áskriftina t.d. mánaðarlega, nokkra mánuði í einu eða eins og hentar hverjum og einum. Vildaráskriftin er frjálst framlag t.d. 1000 kr. á mánuði. HLS ehf. Rnr. 537-26-55002 kt.500210-2490 Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Verð á EKRU dagana 24., 25., og 26. febrúar Pantanir í síma 8 200 593

Kveðja, Edda Lára Guðgeirsdóttir lögg. fótaaðgerðafræðingur

Guðni Arinbjarnar, bæklunarskurðlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni á Höfn dagana 17. og 18. febrúar. nk. Tímabókanir í síma 470-8600 virka daga milli kl. 8:00-16:00.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 6. febrúar 2020

3

Rjómavöffluballið í Ekru

Þann 26. janúar fór fram vöffluball á vegum Félags eldri Hornfirðinga. Haft var samband við Nemendaráð FAS og Ungmennaráð Hornafjarðar og ungmennum boðið að koma. Fjórir nemendur úr FAS mættu og skemmtu sér konunglega. Alls konar dansar voru dansaðir og þótti ungmennunum skemmtilegt að læra þá. Þetta var öðruvísi en böll sem ungmenni sækja nú til dags, bæði tónlist og dans voru öðruvísi og sömuleiðis dansfélagar. Þó að aðsóknin af hálfu ungmenna hafi verið frekar dræm þá er þetta eitthvað sem við munum klárlega mæta aftur á. Mikilvægt er að eldri og yngri kynslóðir eyði tíma saman, það er svo margt sem við getum lært af hvert öðru. Við viljum nýta tækifærið til þess að hvetja ungmenni á Hornafirði að mæta á komandi böll.

Við í Félagi eldri Hornfirðinga þökkum ungmennunum alveg kærlega fyrir að koma til okkar á Rjómavöffluballið. Þetta var skemmtileg stund og gaman að sjá áhuga ungmennana á að fylgjast með dansinum og voru óhrædd að prufa og dansa saman og við eldra fólkið sem á ballinu var. Þau þáðu síðan rjómavöfflur . Það var Ekrubandið sem sá um að leika fyrir dansinum. Vonandi koma þau á næsta Rjómavöffluball sem er sunnudaginn 29.mars. kl. 16:00 í Ekrunni. Sjáumst.

Fyrir hönd Ungmennaráðs og Nemendaráðs, Ingunn Ósk og Íris Mist

Viðskiptavinir athugið Rakarastofan verður lokuð frá 13. til 23. febrúar.

Kveðja Haukur H. Þorvaldsson form. FeH.

Manstu eftir taupokanum?

Kveðja Baldvin

Sveitarfélagið auglýsir eftir flokksstjórum við vinnuskólann sumarið 2020 Flokksstjórar bera ábyrgð á sínum vinnuhópi, stýra verkefnum á verkstað og vinna önnur verkleg störf sem til falla. Hæfniskröfur: -Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri -Flokkstjóri skal vera stundvís, jávæður, skipulagður og góður í mannlegum samskiptum. -Reynsla af garðyrkju og verklegri vinnu er kostur. -Reynsla af starfi með börnum og unglingum er kostur. -Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði

Þingflokkur VG verður á ferðinni um allt land í kjördæmavikunni. Þriðjudaginn 11. febrúar munum við halda opinn morgunverðarfund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Ara Trausta Guðmundssyni,

Ráðnir verða fjórir einstaklingar, launakjör samkv. kjarasamningum AFL stéttarfélags og launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfstíminn er 18. maí – 31. júlí

Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Steinunni

Umsóknarfrestur er til 16. mars n.k.

fundargestum brennur.

Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Skúla Ingólfssonar, bæjarverkstjóra í netfangið; skuli@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470 8027.

Þóru Árnadóttur þingmönnum VG. Okkur langar að ræða stjórnmálin í byrjun árs og allt það sem á

Öll velkomin!

Nýheimar á Höfn í Hornafirði Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 8.30


4

Fimmtudagurinn 6. febrúar 2020

Eystrahorn

„Útivistarbærinn Höfn – Niðurstöður úr íbúakönnun“ Hvernig er draumaútivistarsvæði Hornfirðinga? Komdu og upplifðu í Nýheimum miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17:00! Sveitarfélagið Hornafjörður tók þátt í Norrænu verkefni um sjálfbæra bæi þar sem meðal annars voru þróaðar nýjar leiðir til að auka íbúalýðræði í skipulagsmálum. Í verkefninu var unnið með vistvænar samgöngur og útivistarsvæði á Höfn, út frá forsendum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Niðurstöður úr íbúakönnuninni liggja fyrir og eru íbúar hvattir til að kynna sér afrakstur vinnunnar! Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat kynnir tillögu um útivistarsvæði á Höfn. Gestum er boðið upp á að upplifa svæðið í gegnum sýndarveruleika! Fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri

Mánudagur 10. febrúar 2020 Framsókn býður til samtals við ráðherra og þingmenn flokksins hringinn í kringum landið á næstu dögum.

Að hafa stjórn á kynlífi kvenna. "Ástandið" og viðbrögð íslenskra karlmanna.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguog sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar og Þórarinn Ingi Pétursson, alþingmaður í Norðausturkjördæmi, verða til samtals og samráðs á opnum fundi mánudaginn 10. febrúar á Hótel Höfn á Hornafirði kl. 17.00. Verið öll hjartanlega velkomin! FRAMSÓKN

Í föstudagshádegisfyrirlestraröð Menningar­ miðstöðvarinnar þann 7. febrúar mun Soffía Auður Birgisdóttir segja frá viðbrögðum íslenskra karlmanna þegar Bretar og síðar Bandaríkjamenn veittu þeim samkeppni um kvenfólkið íslenska á tímum hernámsins. Hún mun gefa innsýn í nokkur bókmenntaverk sem komu út í kjölfar hersetunnar og einnig fjalla um viðbrögð íslenskrar stjórnsýslu. Talan hefst klukkan 12.30 en matur er afgreiddur frá 12 og til hægðarauka mega gestir gjarna staðfesta matarkaup í gegnum motuneyti@fas.is


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 6. febrúar 2020

Síðasta námskeiðið í ADVENT prufukeyrt

Síðasta námskeið menntaverkefnis Erasmus+, ADVENT (Adventure Tourism in Vocational Education and Training) var prufukeyrt í nýliðnum janúarmánuði. Þetta síðasta námskeið fjallaði um hvernig segja má sögur með aðstoð snjalltækja og samfélagsmiðla. Umsjónaraðili námskeiðsins var Sólveig Sveinbjörnsdóttir en auk hennar komu Stephan Mantler, Þorvarður Árnason og Guillaume M. Kollibay að framkvæmd þess. Fimm erlendir þátttakendur komu hingað til þátttöku og voru þeir eins og áður frá Skotlandi og Finnlandi. Á námskeiðinu sem stóð í fjóra daga var m.a. farið í grunn atriði ljósmyndunar og möguleika snjallsímans til myndatöku. Í framhaldinu var farið út í okkar stórbrotnu náttúru og færnin reynd. Námskeiðinu lauk síðan með því að unnið var með leiðir til að nýta mismunandi samfélagsmiðla við að segja þá sögu sem hver og einn þátttakandi kaus. Lesendur Eystrahorns hafa á síðustu misserum fengið fregnir af fjölbreyttum námskeiðum sem hafa verið sett saman og prufukeyrð í ADVENT verkefninu. Námskeiðin eiga það öll sameiginlegt að vera þróuð af aðilum í ævintýraferðamennsku og skólum sem þjálfunar- og kennsluefni fyrir starfandi aðila í ævintýraferðaþjónustu og skóla sem mennta fólk til starfa í þeim geira. Þessi námskeið byggja öll á virðingu fyrir umhverfinu, náttúru, menningu og því Uppbyggingarsjodur_vor-2020 dfs.pdf 1 03/02/2020 14:55:12 staðbundna á hverjum stað.

ni

Á þessu stigi liggur ekki fyrir hver endanlegur afrakstur af ADVENT verkefninu verður en eitt námskeiðanna hefur þegar verið kennt til eininga í skóla eins samstarfsaðilanna og önnur eru á leiðinni inn sem aukið námsframboð á sviði útivistar- og ævintýraferðamennsku. Mikilvægi endur- og símenntunar í síbreytilegu umhverfi verður seint dregið í efa og er það von aðstandenda ADVENT verkefnisins að fyrirtæki, skólar og einstaklingar geti notið góðs af afurðum verkefnisins. Síðasti formlegi viðburður ADVENT verkefnisins er lokaráðstefna sem haldin verður í Nýheimum fimmtudaginn 4. júní nk. Þar verður verkefnið gert upp með heimafólki og góðum gestum. Þá verður einnig rætt um tengingu ævintýraferðaþjónustu og byggðaþróunar og síðast en ekki síst verður fjallað um uppbyggingu náms í ævintýraferðaþjónustu í þátttökulöndunum, Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Aðstandendur ADVENT verkefnisins hvetja áhugasama til að taka frá tíma og mæta til samtalsins í Nýheimum þann 4. júní n.k. en viðburðurinn verður auglýstur þegar nær dregur. Nánar má fræðast um ADVENT á heimasíðu verkefnisins: https://adventureedu.eu, á Fésbókarsíðu þess https://www.facebook. com/AdventErasmus/ og á Instagram síðunni adventureedu2020. Hulda L. Hauksdóttir verkefnastjóri ADVENT

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

C

M

Y

CM

MY

Menningarverkefni

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni

Bætt menning, velferð og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri

Öflugt atvinnulíf á Suðurlandi með aukinni nýsköpun, bættri framleiðni og fleiri fyrirtækjum

CY

CMY

K

Kynnið ykkur nýjar áherslur og úthlutunarreglur sjóðsins á www.sass.is

UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT ÞRIÐJUDAGINN 3. MARS, KL. 16:00 RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND

Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna. STYRKIR@SASS.IS

S. 480-8200

WWW.SASS.IS

Uppbyggingarsjóður er hluti af

5


Máltíð Grilled chicken thighs

Bearnaise burger meal

1.790 kr.

1.790 kr.

ags þriðjudl i boð hádegist

s mánudagboð il hádegist

Fish and chips

1.590 kr. Icelandic meat soup

1.590 kr.

*Hádegistilboð gilda frá kl. 11:00-14:00 Tilboð gilda út febrúar 2020

N1 Höfn


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 6. febrúar 2020

7

Augnsýkingar og augnbólgur Bólgur og roði í augum eru algeng einkenni. Oftast er um veirusýkingu að ræða sem fylgja gjarnan kvefi. Oftast lagast bólgur og roði af sjálfu sér en í sumum tilvikum þarf að leita til læknis. Tárubólgu er bólga í slímhúð augans eða augnhvítunni. Kemur oftast í bæði augun þarf þó ekki alltaf að vera þannig. Algengast er að tárubólga sé að völdum veirusýkingar sem ekki er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum en hún lagast yfirleitt af sjálfu sér. Hún er oft fylgikvilli kvefpesta. Helstu einkenni hennar eru: graftarkennd útferð úr augum, augun límd saman á morgnana, roði í slímhúð augans eða augnhvítunni, pirringur í auganu og leki úr auganu.

Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. febrúar.

Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. febrúar. Næsta skoðun 14., 15., og 16. apríl. Athugið að ekki er skoðað í mars

Þegar vel er skoðað

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands fyrir hönd AFLs Starfsgreinafélags og fleiri við Samband Sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga á félagssvæði AFLs. Atkvæðagreiðslan fer fram á „mínum síðum“ á heimasíðu félagsins www.asa.is Hægt er að fá aðgang að mínum síðum með Íslykli, rafrænum skilríkjum eða með lykilorði. Atkvæðagreiðslunni lýkur 9. febrúar. Úrslit verða birt 10. febrúar. Kynningarfundir um samninginn eru í samráði við trúnaðarmenn á vinnustöðum. AFL Starfsgreinafélag

Hvarmabólga er mjög algeng og langoftast hættulaus. Hún kemur þegar litlir fitukirtlar í augnhárunum stíflast. Hún lagast þó oftast af sjálfu sér. Einkenni er: sviði í augum, pirringur í auga eða augum, kláði , sérstaklega ef ofnæmi er til staðar ,roði í augum og bjúgur (bólgur) á hvörmum og flögnuð húð í kringum augun. Ofnæmisbólgur. Lýsa sér oft svipað og sýkingar í auga með roða og kláða og útferð úr auganu í formi tára eða klístraðs vökva. Ofnæmisbólgur lagast oftast þegar ofnæmisvaldurinn fer eða með ofnæmislyfjum. Meðferð við augnsýkingum • Haltu svæðinu í kringum augun hreinu. Þvoðu með volgu vatni og bómull eða mjúkum bómullarklút og hreinsaðu gröft og klístur af augnlokum. • Þvoðu hendur reglulega með sápu. • Þvoðu koddaver og þvottastykki úr heitu sápuvatni. • Til þess að koma í veg fyrir smit ætti ekki að láta aðra nota sömu handklæði, koddaver og þvottastykki og sá sem er með augnsýkingu á auk þess að þvo þessa hluti með heitu sápuvatni. • Ekki deila augnlyfjum, augnsnyrtivörum eða öðru sem snertir augun með öðrum. • Reyndu að forðast að nudda augun. • Gott getur verið að setja bakstur, kaldan eða heitan, á augun ef þig klæjar. • Notir þú augnlinsur er gott að gefa þeim frí á meðan augun jafna sig. Yfirleitt eru bólgur og roði í augum saklaust og lagast af sjálfu sér með góðri umhirðu. Þó er sumar sýkingar sem þarfnast læknismeðferðar. Ef að barn undir 2 ára aldri er með roða eða bólgu í augunum er ráðlagt að leita til læknis. Ef að þú ert búin að vera með sýkingu í einhvern tíma og hún lagast ekki með góðri umhirðu ættir þú að leita til læknis. Ef að þú notar augnlinsur og ert með einkenni um augnbólgur gætir þú verið með ofnæmi fyrir linsunum. Augnsýkingar geta smitast á milli augna og er það yfirleitt þá með snertingu eða þegar verið er að nudda augun. Kvef er alltaf smitandi og einnig það sem fer í augun. Líkaminn ræður vel við slíkt kvef án aðstoðar nema í undantekningartilvikum. Táravökvi inniheldur sýkladrepandi efni og læknar því flestar sýkingar að þessum toga. Margrét Björk Ólafsdóttir Hjúkrunarfræðingur


GOTT FYRIR HELGINA Í NETTÓ! Kalkúnasneiðar Ísfugl

1.733

-40% -46%

KR/KG

ÁÐUR: 2.889 KR/KG

Ungnautahamborgarar 4x90 gr með brauði

788

KR/PK

-38%

Hrossabjúgu Goði

229

KR/PK

ÁÐUR: 1.459 KR/PK

ÁÐUR: 369 KR/PK

FERSKT ÚR KJÖTBORÐINU! -30% Folaldafille

3.289 ÁÐUR: 4.699 KR/KG

KR/KG

-40%

-25%

Lambalæri Fjallalamb

1.274 ÁÐUR: 1.699 KR/KG

KR/KG

Grísahnakkafille

1.259 ÁÐUR: 2.099 KR/KG

KR/KG

-50%

Blómkál og spergilkál

Pizzastykki Margarita eða Salami

199

KR/STK

ÁÐUR: 399 KR/STK

349

Dolce Gusto kaffi Ýmsar tegundir

639

KR/PK

ÁÐUR: 769 KR/PK

-30%

KR/PK

Lambi WC rúllur 12 stk

-25%

ÁÐUR: 499 KR/PK

749

KR/PK

ÁÐUR: 999 KR/PK

Tilboðin gilda 6. - 9. febrúar Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Lægra verð – léttari innkaup

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.