Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 11. febrúar 2016
6. tbl. 34. árgangur
Dagur tónlistarskólanna Í tilefni af Degi tónlistarskólanna verður opið hús hjá Tónskóla A-Skaft. laugardaginn 13. febrúar n.k. frá kl. 11:00 - 15:00. Gestir geta komið hvenær sem þeir vilja en tónleikar verða á sviðinu allan tímann þar sem nemendur og kennarar koma fram í einleik og samleik. Kl. 13:00 verður forskólinn þ.e. nemendur í 2. og 3. bekk með atriði auk þess sem við munum kynna þeim og foreldrum, starfsemi skólans og nokkur af þeim hljóðfærum sem við kennum á. Einnig getur fólk gengið um og skoðað aðstæður og kynnt sér breytingar sem fyrirhugaðar eru á húsnæðinu. Hægt er að sjá dagskrána á heimasíðu skólans www.hornafjordur.is/tonskoli. Kaffi verður á könnunni.
Framúrskarandi fyrirtæki
Það þykir eftirsóknarvert að fá viðurkenningu Creditinfo sem veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu á dögunum fyrir rekstrarárið 2014. Framúrskarandi fyrirtækjum hefur fjölgað verulega og eiga þessi fyrirtæki það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og eru líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta. Þau félög sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Félögin þurfa að vera skráð hlutafélög, hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára, ennfremur þurfa líkur á alvarlegum vanskilum að vera undir 0,5% og félögin þurfa sýna fram á rekstrarhagnað síðustu þriggja ára. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð og eignir þurfa að vera 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð. Fyrirtækin á Hornafirði sem fengu viðurkenningu eru; • Skinney-Þinganes hf. • Sigurður Ólafsson ehf. • Erpur ehf. • AJTEL ICELAND ehf. • Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf.
Laugardaginn 13. febrúar kl. 11:00 - 15:00
Soffía Auður tilnefnd Soffía Auður Birgisdóttir hlaut í síðustu viku tilnefningu til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir bók sína Ég skapa þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Umsögn dómnefndar um bókina er eftirfarandi: "Metnaðarfullt og þarft verk um framlag þessa sérstæða og umdeilda höfundar til íslenskra bókmennta, skrifað á aðgengilegan og líflegan hátt." Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenning Hagþenkis 2015 verður síðar veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars og nema verðlaunin einni milljón króna. Bók Soffíu Auðar er fáanleg á tilboðsverði á skrifstofu hennar í Nýheimum og á bókasafninu.
Gámaport Breyttur opnunartími Opið: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 11:00 - 15:00 Flokkunarkráin er opin allan sólahringinn. Hún er staðsett við hliðið á Gámaporti.
Kjaftað um kynlíf í kvöld kl. 20:00 í Nýheimum
2
Fimmtudagur 11. febrúar 2016
Hafnarkirkja Hafnarkirkja
50 ára
Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum. Prestarnir
Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00 í Safnaðarheimili Hafnarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Félagsstarf í EKRUNNI
Eystrahorn
Fjall mánaðarins með Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu
Grænfellshnúkur Fjall mánaðarins í febrúar er Grænafellshnúkur á Mýrum. Laugardaginn 13. febrúar. Hækkun 663 m. Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl. 9:00 Göngubroddar nauðsynlegir, léttur bakpoki, nesti og hlýr klæðnaður. Áætlaður ferðatími eru um 5-6 klst. Boðið verður uppá hraðferð og hægferð fáist til þess þátttaka Erum með brodda til leigu 1000 kr. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Verð 1000 kr. fyrir 18 ára og eldri, 1500 kr. fyrir hjón, +500 kr í eldsneytiskostnað í lengri ferðir. - Séu hundar með skal vera ól meðferðis. Lágmarksfjöldi er 4 manns og þarf að skrá sig fyrir kl. 20:00 á föstudagskvöldið 12. febrúar. Frekari upplýsingar gefa Elsa Hauksdóttir í síma 849-6635 og Helga Árnadóttir í síma 842-4374.
FÖSTUDAGUR 12.FEBRÚAR KL. 17:00 SAMVERUSTUND Í EKRUNNI Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands verður með okkur í samverustundinni. Tökum lagið í upphafi stundar. Látið ykkur ekki vanta !
Bifreiðaskoðun á Höfn 15., 16. og 17. febrúar.
* Þriggja kvölda spilavistin hefst fimmtudaginn 25. febrúar ! Félag eldri Hornfirðinga
Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 12. febrúar.
Félagsvist í Ekru
Næsta skoðun er 4., 5. og 6. apríl.
Fyrsta spilakvöldið af þremur verður fimmtudagskvöldið 11. febrúar kl. 20:00 í Ekrusalnum.
Þegar vel er skoðað
Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og síðan heildarverðlaun fyrir öll kvöldin. Aðgangseyrir 1000 kr. fyrir hvert kvöld. Kaffiveitingar innifaldar.
Móttaka kvensjúkdómalæknis á Austurlandi 2016
Jón Torfi Gylfason fæðinga- og kvensjúkdómalæknir verður með móttöku á eftirtöldum stöðum í vetur/vor:
Allir velkomnir 2. spilakvöld 18. febrúar. 3.spilakvöld 25. febrúar. Fjáröflun 8. bekkjar vegna skíðaferðar í Oddskarð.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
KOMUR SÉRFRÆÐINGA
Óskilamunir
Nokkrar yfirhafnir voru skildar eftir á Þorrablóti Nesja- og Lónmanna þann 30. janúar sl. og þurfa þær að komast í hendur eigenda sinna. Þá tók einhver hálfsíðan svartan karlmannsfrakka í misgripum og óskar eigandinn eftir að honum verið skilað. Hafið samband við Önnu Lilju í síma 862-7095 vegna málsins.
•
Heilsugæslunni á Egilsstöðum alla fimmtudaga.
•
Heilsugæslunni á Djúpavogi 26. febrúar og 8. apríl nk.
•
Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað/FSN 20. maí nk.
Tekið er við tímapöntunum á viðkomandi heilsugæslustöðvum. HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Á þjónustusvæði HSA eru auk þess fimm heilsugæslur, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu talsins. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. febrúar 2016
Komdu út að leika!
3
Fiskréttir á perúska vísu Laugardaginn 27. febrúar verður Yrma L. Rosas ástríðukokkur með námskeið í gerð fiskrétta á perúska vísu. Farið verður í undirstöður persúskrar matargerðar og fiskréttir eldaðir. Tími: Laugardagur 27. febrúar kl. 10-14 Staður: Eldhúsið í Grunnskóla Hornafjarðar Verð: 11.000 Leiðbeinandi: Yrma L. Rosas Skráning fer fram hjá Möggu Gauju á netfangið gauja@fraedslunet.is eða í síma 6645551 eða á facebook.com/maggagauja
Göngufólk í Haukafelli í desember síðastliðnum horfir til Grænafellshnúks. Ferðaáætlun Ferðafélags Austur-Skaftfellinga árið 2016 býður upp á fjölbreyttar ferðir innan héraðs sem utan. Áætlunin á að hafa verið borin út á öll heimili í Austur-Skaftafellssýslu en einnig má nálgast eintök í gestastofunni í Gömlubúð á Höfn. Næstkomandi laugardag er önnur ferð ársins á dagskrá, ganga á Grænafellshnúk á Mýrum (663 m). Þessi ganga er hluti af verkefninu „fjall mánaðarins“. Ferðanefnd hefur hug á að bjóða upp á mismunandi erfiðleikastig í hverri ferð, náist til þess þátttaka. Sú sem þetta ritar situr í ferðanefnd, og þrátt fyrir augljós hagsmunatengsl, get ég ekki annað sagt en að dagskrá Ferðafélagsins sé mjög metnaðarfull miðað við ekki stærra samfélag! En það er varla annað hægt, þegar við höfum þessa ótrúlega mögnuðu náttúru í nánasta umhverfi. Í Hornafirði þarf ekki að fara langt til að komast í fjöruferð, að jökli, upp á brattan fjallstind, á háan hól eða í gróskumikla hlíð. Ég sem nýbúi í héraðinu, gekk til liðs við Ferðafélagið einmitt til þess að geta kynnst þessum gersemum betur. Í ferðum félagsins hefur maður tök á að ferðast með fólki sem þekkir svæðið, sögu þess og náttúru. Þá fær maður líka hugmyndir að öðrum ferðum fyrir sjálfan sig og fjölskyldu. Á árinu 2016 eru í boði ferðir fyrir harðsvífa göngugarpa, byrjendur, náttúruhlaupara, unglinga, börnin, jeppaferðir, o.fl. Ég hef alla tíð heillast af útiveru í íslenskri náttúru, hvort sem það er á göngu, skíðum, hjóli eða hlaupum. Hvers vegna? Ekkert eitt svar við því. Það er áskorun að klífa einhvern tindinn, eða hlaupa inn dalinn, eða takast á við síbreytilegt íslenskt veðurfar. Að læra um sögu svæðis, læra eitthvað nýtt um jarðfræðina, eða bara dást að fegurð klettafrúarinnar. En það er einnig svo dásamlegt að vera úti með börnunum sínum, við fjöru, þar sem sandurinn og vatnið er endalaus uppspretta leikja og tækifæra. Finna geisla hækkandi sólar á andliti. Setjast niður við lítinn læk og fá sér nesti. Horfa yfir víðáttu heiðarinnar og finnast maður geta faðmað heiminn. Sjá gleðina hjá syninum við að klifra upp klettinn. Eða stikla milli steina. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að lesa ferðaáætlun ársins og skoða hvort það sé ekki einhver ferð sem freistar. Kannski þarftu að stíga út fyrir þægindarammann, og þá er gott að fara með einhverjum sem hefur reynslu og þekkir til. Eða þú vilt komast í betra form og þá eru fjallgöngur og gönguferðir í náttúrunni kjörin leið til þess. Ef til vill viltu taka vel á því í gönguferðinni og þá er bara að athuga hvort ekki verði einhver röskur með í för. Kannski viltu prófa að vera meira með fjölskyldunni úti við og fá þá hugmyndir að stöðum til að heimsækja. Það þarf í flestum ferðum ekki annað en góðan fatnað, góða skó, kjarngott nesti og jákvætt hugarfar til að safna góðum minningum í kraftmikilli, íslenskri náttúru. Komdu með! f.h. ferðanefndar Ferðafélags Austur-Skaftfellinga, Helga Árnadóttir
Skemmtikvöld
Samkór Hornafjarðar heldur skemmtikvöld í Safnaðarheimili Hafnarkirkju þriðjudaginn 16. febrúar. Þar flytur kórinn fjölbreytta dagskrá í tónum og tali. Að þessu sinni er viðfangsefnið tengt ferðum og ferðalokum. Að vanda verður kaffi og meðlæti í hléi. Það eru allir velkomnir.
Til seljenda gistingar í Sveitarfélaginu Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður beinir þeim tilmælum til þeirra sem auglýsa gistirými til ferðamanna að sækja um rekstrarleyfi hjá Sýslumanninum á Suðurlandi og starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna rekstursins. Áður en heimilt er að selja gistirými til ferðamanna þarf að uppfylla ákveðin skilyrði: Samkvæmt lögum nr. 7/1988 um hollustuhætti og mengunarvarnir skal sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald skal sækja um rekstrarleyfi (gistileyfi) til Sýslumannsins á Suðurlandi, en skilyrði fyrir útgáfu gistileyfis eru jákvæðar umsagnir frá byggingarfulltrúa, eldvarnareftirliti, vinnueftirliti, heilbrigðiseftirliti og sveitarstjórn. Sé sótt um gistingu í flokki V ber einnig að fylgja jákvæð umsögn frá lögreglu. Athygli er vakin á því að samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins er einungis veitt leyfi fyrir heimagistingu innan íbúðarhverfa, og þá að hámarki fyrir 4 herbergi. Ávallt skal í það minnsta einn af heimilismönnum búa á heimilinu og gegna hlutverki næturvarðar skv. 10. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 585/2007. Við auglýsingu á gistirými eða annarri staðfestingu um slíka notkun er Sveitarfélaginu Hornafirði heimilt að hækka fasteignagjöld gistirýmis í atvinnurekstrarflokk. Skorað er á þá sem nú þegar auglýsa eða selja gistirými án tilskilinna leyfa að sækja um starfs- og rekstrarleyfi. Jafnframt er leyfishöfum bent á að virða þau mörk sem felast í veittu starfsleyfi. Árdís Erna Halldórsdóttir Atvinnu- og ferðamálafulltrúi
Skrifstofustjóri í FAS Skrifstofustjóra vantar til afleysingar í eitt ár. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur til 19. febrúar. Upplýsingar í síma 8602958 og í eyjolfur@fas.is.
Aðalfundur
Björgunarfélags Hornafjarðar
verður haldinn þriðjudaginn 1. mars n.k. Hvetjum félagsmenn að fjölmenna. Kveðja Stjórnin
Skólameistari
SUMARSTÖRF 2016 Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf. Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf, afgreiðslu, umsjón tjaldsvæða, ræstingar, vaktstjórn í veitingasölu og almenn verkamannastörf.
• Skaftafell: Landvarsla og upplýsingagjöf,
umsjón tjaldsvæðis, ræstingar, afgreiðsla í verslun og veitingasölu, vaktstjórar í veitingasölu.
• Höfn í Hornafirði: Landverðir og starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu.
• Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í
upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og í almenn störf.
Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.
• Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Landverðir,
starfsfólk í upplýsingagjöf, afgreiðslu og ræstingar.
• Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri: Landverðir og starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu.
• Askja og Ódáðahraun, Kverkfjöll,
Hvannalindir, Möðrudalur, Snæfell, Lónsöræfi, Lakagígar, Eldgjá, Hrauneyjar og Nýidalur: Landverðir Umsækjendur um landvarðastörf skulu hafa lokið landvarðanámskeiði, eða búa yfir sértækri reynslu sem nýtist í starfi. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum.
PORT hönnun
Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 1 mars nk. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsoknir@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.