Eystrahorn 9. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. mars 2016

9. tbl. 34. árgangur

Viðurkenningar og styrkir Fimmtudaginn 25. febrúar var mikið um dýrðir í Sveitarfélaginu Hornafirði en þá fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins við húsfylli í Nýheimum. Sú nýbreytni var höfð á að Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins voru einnig veittar á þessari samkomu. Alls voru 22 styrkir veittir á viðburðinum, en voru það styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir út atvinnu- og rannsóknarsjóði. Athöfnin var hátíðleg og hófst með ljúfum tónum hjá þeim Þorkeli Ragnari Grétarssyni og Marteini Eiríkssyni, sem einnig léku nokkur lög á milli atriða á viðburðinum.

Menningarverðlaun 2015 Kristín G. Gestsdóttir formaður menningarmálanefndar setti viðburðinn og kom fram í máli hennar að Menningarverðlaun AusturSkaftafellsýslu hafa verið veitt frá árinu 1994. Í reglum um Menningarverðlaun segir að „Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.“ Alls voru níu aðilar tilnefndir til Menningarverðlauna þetta árið og voru það þau Soffía Auður Birgisdóttir og Bjarni F. Einarsson sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Soffía hlaut verðlaunin fyrir útgáfu á bók sinni „Ég skapa - Þess vegna er ég“. Bókin er um skrif Þórbergs Þórðarsonar, eins þekktasta manns sýslunnar, en Soffía hefur lagt margra ára vinnu í verkið. Bjarni hlaut verðlaunin fyrir fróðlega og glæsilega bók sína „Landnám og Landnámsfólk; saga af bæ og blóti“. Í brennidepli er landnámsbýlið Hólmur í Nesjum sem rannsakað var árin 1997–2011, en þar voru rannsakaðar minjar um bæ og blótstað. Sögusviðið nær langt út fyrir landsteinana, allt frá Nýfundnalandi í vestri að Búlgaríu í austri, frá Afríku í suðri og Svalbarða í norðri“

• •

Styrkir 2016 Ljóst er að mikil gróska er í athafnalífi í sveitarfélaginu, en alls bárust atvinnumálanefnd 12 metnaðarfullar umsóknir í atvinnu- og rannsóknarsjóð. Meginhlutverk sjóðsins er að efla byggð og atvinnu í Sveitarfélaginu Hornafirði og er honum ætlað að veita styrki til verkefna sem lúta að atvinnuþróun, rannsóknum og nýsköpun í Sveitarfélaginu Hornafirði. Af þeim 12 umsóknum sem bárust voru 5 þeirra í A hluta sjóðsins og 7 umsóknir bárust í B hluta hans. Var heildarupphæð umsókna 13.1 milljón króna. Að þessu sinni voru kr. 3.1 milljón til úthlutunar, þar af var 1.2 milljón fyrir verkefni í A hluta og 1.9 milljón í B hluta. Var niðurstaða atvinnumálanefndar að styrkjunum yrði veitt á eftirfarandi hátt: •

A-hluti Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir hlaut 1.2 milljóna styrk fyrir verkefnið „Fullvinnsla og vöruþróun í kjötvinnslunni Miðskeri“.

B-hluti Bryndís Magnúsdóttir hlaut 500 þúsund króna styrk í verkefnið „Markaðs- og söluaðgerðir vegna komu Ullarvinnslunnar Kembu á Höfn“. Tjörvi Óskarsson hlaut 500 þúsund króna styrk í verkefnið „Margmiðlunarstofa“. Fanney Björg Sveinsdóttir hlaut 500 þúsund króna styrk í verkefnið „Aukin tækifæri í ferðamennsku á vetrar- og jaðartíma í Hornafirði“. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Hornafirði hlaut 400 þúsund króna styrk í verkefnið „Vetrar- og jöklaferðaþjónusta í Ríki Vatnajökuls“.

Umhverfisviðurkenning 2015 Sveitarfélagið Hornafjörður veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga fyrir snyrtilega lóð eða götu og til fyrirtækja, þ.m.t. lögbýli í sveitum, fyrir snyrtilega umgengni og útlit. Tilgangur umhverfisviðurkenninga er að vekja íbúa til umhugsunar um gildi náttúru og umhverfis fyrir samfélag og atvinnulíf í Sveitarfélaginu Hornafirði og hvetja þá til að sýna því tilhlýðilega virðingu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi Halldóra Stefánsdóttir og Gísli Gunnarsson Hafnarbraut 35 Höfn, hlutu viðurkenningu fyrir

fallegustu lóðina, í umsögn segir: „ Lóðin er snyrtilega römmuð inn af runna og trjágróðri, garðurinn er fjölbreyttur og gróðri smekklega raðað saman“. Gamlabúð og umhverfi hennar hlaut viðurkenningu fyrir best heppnuðu lóðina. Í umsögn segir: Lóð og umhverfi Gömlubúðar er grasi vaxin og snotrar vegghleðslur og frágangur á stígum og öðrum mannvirkjum kringum Gömlubúð fellur vel inn í umhverfi sitt og ber vönduðu handbragði gott vitni. Svínafell í Öræfum hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegasta lögbýlið, í umsögn segir: ,,Bæirnir mynda fallega heildarmynd með snyrtilegu og fallegu umhverfi. Svínafellsbæirnir standa tignarlegir undir rótum Svínafells og Öræfajökuls. Ábúendur á Svínafelli sýna þessu volduga umhverfi virðingu og natni með snyrtimennsku í hvívetna“. Ábúendur á Svínafelli eru, Þorlákur Magnússon Svínafelli 3, Inga Ragnheiður Magnúsdóttir og Benedikt Steinþórsson Svínafelli 3, Hafdís Sigrún Roysdóttir og Jóhann Þorsteinsson, Svínafelli 1, Ármann Karl Guðmundsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir, Svínafelli 2 og Pálína Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Svínafelli 1. Sveitarfélagið Hornafjörður óskar hlutaðeigandi hjartanlega til hamingju!

öllum


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. mars 2016

Átt þú mynd sem gæti hentað í sögusýningu?

Hafnarkirkja Sunnudaginn 6. mars á æskulýðsdegi kirkjunnar

Hafnarkirkja

50 ára

Eystrahorn

Blúsmessa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Ungir tónlistarmenn spila.

Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum.

Prestarnir

Félagsstarf í EKRUNNI Í kvöld kl. 20:00 hefst þriggja kvölda spilavistin í Ekrunni. Verðlaun fyrir hvert kvöld og heildarverðlaun. Aðgangseyrir 1000 kr. Ekki posi. Hlökkum til að sjá ykkur !

Spilanefndin.

Kundalini yoga námskeið fyrir eldri borgara

Ásta M Sigfúsdóttir kennaranemi í Kundalini yoga verður með kynningu á seva verkefni í Ekrunni föstudaginn 4. mars kl 15:00. Endilega látið sjá ykkur !

Hafnarkirkja á 50 ára vígsluafmæli á þessu ári. Eins og áður hefur komið fram er verið að leita að myndum til að nota í sögusýningu. Okkur hefur orðið nokkuð ágengt en endurtökum nú beiðni til þeirra sem hugsanlega eiga viðeigandi myndir t.d. frá byggingu kirkjunnar, vígslu og safnaðarstarfi gegnum árin. Myndefnið getur verið skírnir, giftingar, fermingar, kirkjukór, foreldramorgnar, heimsóknir, hátíðir í kirkjunni, tónleikar og viðburðir sem gaman er að halda til haga e.t.v. í myndasafni Skjalasafnsins. Myndasýningin verður persónulegri með myndum frá íbúum og öðrum sem hafa komið við sögu í gegnum árin. Vinsamlega hafið samband við séra Gunnar Stíg sem mun halda utan um söfnunina og vinnslu sýningarinnar í samvinnu við sóknarnefnd og aðra starfsmenn. Myndir á pappír verða skannaðar og skilað eigendum. Myndirnar mega einnig vera skannaðar í góðri upplausn og upplýsingar um myndefnið að fylgja með. Senda má á netfang stigur.reynisson@kirkjan.is. eða í pósti. Við vonum að sóknarbörn og fyrrverandi sóknarbörn nær og fjær taki vel í þessa ósk okkar og sendi okkur myndir og hjálpi þannig til að fagna 50 ára vígsluafmæli Hafnarkirkju og leggi sitt að mörkum að varðveita sögu Hafnar í gegnum árin. Séra Gunnar Stígur Reynisson Ránarslóð 10, 780 Höfn stigur.reynisson@kirkjan.is Sími: 862-6567

Hvað er Kundalini yoga: - Öndun - Möntrur - Slökun - Hugleiðsla

Til sölu kýr og kvígur á ýmsum aldri. Gunnar sími 659-1343.

Eystrahorn

Óska eftir duglegum og samviskusömum aðila í Dyngju í mars og apríl til að sjá um þrif, búa um rúm og undirbúa morgunverð. 2-3x í viku á virkum dögum, 4-5 klst. á dag

ATVINNA Okkur vantar fólk í hlutastörf og/eða fullt starf, um er að ræða: - Umbúnað og þrif á herbergjum - Aðstoð í eldhúsi - Þjón á veitingastað

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

ISSN 1670-4126

Aukavinna í Dyngju

Nánari upplýsingar fást hjá Fanneyju í síma 690-0203

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent

Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar albert@eystrahorn.is Sími: 862-0249

Nánari upplýsingar gefur Fríða í síma: 867-7416 Eða á netfangið: info@glacierworld.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 3. mars 2016

Sýnileikavesti

www.eystrahorn.is

Atvinna í sumar Heimaþjónustudeild Strákar/karlar og stúlkur/konur! Langar ykkur í fjölbreytta og skemmtilega vinnu í sumar ?

Í febrúar fengu öll leikskólabörn á Höfn afhent sýnileikavesti, en þau eru gjöf frá foreldrafélaginu Krakkahólar og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þrátt fyrir að sólin sé blessunarlega farin að hækka á lofti og daginn farið að lengja þá má minna á að vestin eru ekki eingöngu ætluð til notkunar í myrkri vetrarins. Börnin voru alsæl með nýju vestin sín og voru alveg sammála því að þau sjáist miklu betur í svona gulum fínum vestum!

Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar og kirkjugarðanna á Höfn og Stafafelli Fundurinn verður haldinn á Hótel Höfn eftir messu sunnudaginn 6. mars nk. kl. 12:00. Venjuleg aðalfundarstörf og umræða um 50 ára vígsluafmælisár Hafnarkirkju Boðið verður upp á súpu, kaffi og meðlæti Sóknarnefnd

Þar sem unnin eru fjölbreytt störf með frábæru fólki, með möguleika á allskonar skemmtilegum verkefnum eins og að fara í sund, göngu, að veiða, á kaffihús og margt fleira. Heimaþjónustudeild hefur umsjón með málefni fatlaðra, félagslegri heimaþjónustu (heimilishjálp), frekari liðveislu, dagvist fatlaðra og vinnur í teymisvinnu með Heimahjúkrun. Okkur vantar fólk í eftirfarandi störf. •

Í vaktavinnu ( dag, kvöld,helgar ) í frekari liðveislu. Starfið felur í sér að aðstoða fólk með fötlun við athafnir daglegs lífs. Starfshlutfall og vaktir eru eftir samkomulagi.

Í liðveislu með börnum.

Heimilishjálp hjá öldruðum og fötluðum.

Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Afls starfsgreinasambands. Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Maren Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður heimaþjónustudeildar í síma 4708000, 8644918 eða maren@hornafjordur.is

Almennur bæjarmálafundur Laugardaginn 5. mars kl. 12:30 í Sjálfstæðishúsinu. Súpa í boði. Allir velkomnir Bæjarfulltrúar og stjórnin

3.000-kr bounty

1.000kr beint í vasann fyrir að taka einhvern úr leik. Pakkhúsið, fimmtudaginn 3. mars kl. 20:00 Facebook.com/pkhofn

PIZZATILBOÐ föstudag, laugardag og sunnudag

16“ pizza með

Sími 478-2200

2 áleggstegundum og 2 l. gos á kr. 2.790,- ef þú sækir.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. mars 2016

Eystrahorn

Endurvinnslutunnan við síðustu losun kl. 21:00 blues

facebook.com/horna

Stórtónleikar í Pakkhúsinu

Úrval af góðum rúmum fyrir fermingarbarnið Við síðustu losun á endurvinnslutunnunni var ekki eins mikið af almennu sorpi í henni og síðustu tvö skipti, það mátti sjá auðsjáanlega framför við flokkun á endurvinnsluefni. Enn voru nokkur heimili sem settu almennt sorp í endurvinnslutunnuna, var hún ekki tekin hjá þeim sem auðsjáanlega settu almennt sorp í hana. Þeir sem fengu ekki losun verða annað hvort að fara sjálfir með tunnuna í Gámaport eða hafa samband við Sveitarfélagið og biðja um aukalosun gegn gjaldi, upplýsingar eru gefnar í síma 470 8000.

Í endurvinnslutunnunni var 11% almennt sorp Þó að minna hafi verið af almennu sorpi í endurvinnslutunnunni að þessu sinni var þó um 11% af sorpi í henni, sem er óásættanlegt miðað við önnur sveitarfélög. Ásættanlegt er að 3-5% af efni úr endurvinnslutunnunni sé almennt sorp því er ljóst að Hornfirðingar geta bætt sig til muna. Ef heimili vilja ekki flokka eða sjá sér ekki fært að gera það, er þeim velkomið að skipta út endurvinnslutunnunni og fá aðra svarta eða stærri tunnu gegn gjaldi.

Glerkrukkur og sprautunálar Áberandi var að fólk setur enn gler í endurvinnslutunnuna, en gler má alls ekki fara í endurvinnslutunnuna því það brotnar og skemmir annað endurvinnsluefni sem er í tunnunni, auk þess geta starfsmenn skorið sig á glerinu. Því miður er fólk að setja sprautunálar í endurvinnslutunnuna en það má heldur ekki því nálarnar geta skaðað þá sem eiga að flokka efnið. Hægt er að kaupa sérstaka nálakassa í apótekum sem er síðan skilað þangað þegar þeir hafa verið fylltir.

Blöð í sér poka

Einnig færð þú hjá okkur sængur, kodda, rúmföt, teppi, púða, lampa, úr, skart og fleiri skemmtilegar fermingargjafir.

Opið kl. 13:00 - 18:00 virka daga og laugardaga kl. 13:00 - 15:00 Verið velkomin

Húsgagnaval Aðalfundir í Sindrahúsinu Aðalfundur Körfuboltadeildar, 8. mars kl. 20:00 Aðalfundur Blakdeildar, 9. mars kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnirnar

Knattspyrnuskóli Sindra og Jako á Hornafirði 4. - 6. mars 2016

Til að létta á flokkun á endurvinnslu er fólk beðið að flokka blöð og pappír í sér poka í endurvinnslutunnuna, minni líkur eru á að efnið smitist og auðveldar vinnslu í flokka.

Gjaldsskrá í Gámaporti Gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorpeyðingu sveitarfélagsins var tekin formlega í notkun 1. mars og eru starfsmenn í Gámaporti byrjaðir að vinna samkvæmt henni. Viðskiptavinir Gámaports eru beðnir að sýna starfsmönnum þolinmæði og skilning á meðan unnið er að innleiðingu gjaldskrárinnar. Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi

Fyrir stelpur og stráka í 5., 4.og 3.flokki. Verð kr. 12.500 Skráning í Nóra (hornafjordur.felog.is) eða sindri@hfn.is. Allar nánari upplýsingar gefur Valdemar í síma 868-6865 Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra


Eystrahorn

Fimmtudagur 3. mars 2016

Saman gegn matarsóun Fyrirlestur og umræður um matarsóun þann 10. mars 2016, kl 20-21 í Nýheimum. Fyrirlesturinn er í boði Landverndar, Sambands Austur-Skaftfellskra kvenna og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

- Föstudagshádegi í Nýheimum Katrín Jónsdóttir, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands ætlar að kynna sig til leiks. Hún verður með annan fótinn á Höfn ásamt því að sinna verkefnum, fræðslu og stuðning allt frá Vopnafirði til Hafnar í Hornafirði. Allir velkomnir!

Um þriðjungi matvæla er sóað í heiminum sem m.a. stuðlar að auknum loftslagsbreytingum. Þar að auki kostar þessi sóun gríðarlega mikla fjármuni, auk annarra umhverfisáhrifa. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Landvernd mun ræða hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfi og loftslag og hvað við getum gert til að sporna gegn matarsóun.

www.eystrahorn.is

Til sölu úr Mjólkurstöðinni á Hornafirði • Crawford iðnaðarhurð með gönguhurð ágerð 1999 stærð 315x282 cm • Coperland kæli og frystipressur • 1 . DWM Copeland árg.1999. Kælimiðill R404A 32,2 rúmmetrar M.D 3 Day-50x -EW • 2.DWM Copeland árg.1999. Kælimiðill R404A 32,2 rúmmetrar M.D3 Day-75x –EW • Ryðfrír snigill 340x15 cm • Ryðfrí iðnaðar innihurð 1 + 1/2 - 94+50 cm • Þriggja fasa rafmagnstenglar 30 – 40 stk • Tvær iðnaðar rafmagnstöflur + ýmiskonar rafmagnsdót • 200 m af riðfríum vatnsrörum 1/4 ‘’– 2 ‘’ 316. stál • 40 stk. ryðfríir kúlulokar 1/4 “ – 2”

Upplýsingar gefa Elvar í síma 893-5074 og Hilmar í síma 861-9499

Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskóli Austur Skaftafellssýslu sýna leikritin

Per fect eftir Hlín Agnarsdóttur og

Tjaldið

eftir Hallgrím Helgason í Mánagarði Leikstjóri Jón Stefán Kristjánsson Frumsýning 4. mars kl. 19:00. Önnur sýning 5. mars kl. 19:00. Þriðja sýning 6. mars kl. 19:00. Takmarkaður sýningafjöldi. Miðaverð 2.500 kr. (tökum ekki kort). Miðpantanir hjá Ingólfi í síma 892 9354 eða ingolfurb@kask.is.

F a t asa u m u r

Þátttakendum eru kennd grunnatriði í fatasaumi. Fyrir fyrsta tíma þurfa þátttakendur að vera búnir að skoða blöð og mynda sér skoðun á hvað þeir vilja vinna á námskeiðinu. Þeir þurfa að velja snið og efni til að vinna með. Það er farið yfir hvernig mál eru tekin, stærðir valdar, snið tekin upp og aðlöguð. Farið yfir hvernig snið eru lögð á efni og unnið með saumför. Þá er flíkin sniðin og saumuð. Þátttakendur koma með eigin saumavélar, skæri, sníðapappír, blýanta, strokleður, málbönd, títuprjóna og það sem þarf í flíkina svo sem tvinna, rennilása eða flíselin. Námskeiðið eru 3 mánudagar frá kl. 19:00 - 22:00 og Steinunn Benediktsdóttir heldur utan um hópinn. Það þarf að finna tíma til að taka mál og undirbúa sniðin. Verð kr. 7.000,Skráning fer fram hjá Möggu Gauju í síma 6645551 eða á netfangið gauja@fraedslunet.is


Afhending miða hefst 4. mars á tix.is

AGENT

FRESCO EMMSJÉ GAUTI YLJA

MUGISON LÁRA RÚNARS

ÚLFUR ÚLFUR

LAY LOW BJARTMAR

ÓSKAR

ÚLFUR ÚLFUR HUNDUR Í ÓSKILUM

RETRO Tónleikar í Eldborg kl. 20.00

STEFSON MANNAKORN VALDIMAR MAMMÚT

HUNDUR Í ÓSKILUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.