10.tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn 10. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. mars 2016

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 13. mars Hin árlega bókmenntahátíð verður í Þórbergssetri sunnu– daginn 13. mars næstkomandi kl. 14:00. Dagskráin er að mótast, en ljóst er að þetta verður kvennahátíð þar sem konur í rithöfunda- og fræðimannastétt verða gestir hátíðarinnar að þessu sinni, auk Kvennakórs Hornafjarðar Iðunn Steinsdóttir, sem í föðurlegginn er ættuð frá Kálfafelli í Suðursveit kemur og les úr nýútkominni bók sinni, Hrólfs sögu. Þar rekur Iðunn sögu langafa síns í móðurætt sem háði harða lífsbaráttu sem sveitarómagi og síðar vinnumaður í lok 19. aldar. Halldóra K. Thoroddsen fékk á dögunum fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Tvöfalt gler. Hún ætlar að heimsækja okkur Skaftfellinga þennan dag og kynna bókina, en bókin hefur vakið mikla athygli. Í umsögn um bókina sem skrifuð er um konu á áttræðisaldri segir svo,, Tvöfalt gler er þétt, skrifuð af einstöku næmi og hún er „stór“ þótt hún sé stutt. Höfundur dregur upp eftirminnilega mynd af lífsþorsta

Halldóra Thoroddsen

og ástarþrá manneskju sem dafnar og vex þegar dauðinn er allt í kringum hana. Í föruneyti Halldóru verður Guðrún Pétursdóttir vinkona hennar, en þær stöllur dvöldu á Hala hluta úr sumri á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá varð uppi fótur og fit í Suðursveit sérstaklega hjá ungum og ógiftum piltum og mikið fjör á Halabæjunum. Ef til vill rifja þær stöllur upp eitthvað frá dvöl sinni í Suðursveit fyrir hart nær hálfri öld. Í þriðja lagi kynnir Soffía Auður Birgisdóttir bók sína um Þórberg ,,Ég skapa, þess vegna er ég,”. Soffía hlaut menningarverðlaun Hornafjarðar fyrir þetta einstaka bókmenntaverk og einnig hefur

Guðrún Pétursdóttir

bókin verið tilnefnd til verðlauna Hagþenkis. Bókin er fræðileg umfjöllun um verk Þórbergs Þórðarsonar, að baki liggur geysimikil rannsóknarvinna, sem varpar ljósi á hversu víðlesinn og hámenntaður Þórbergur var. Soffía rekur tengingar Þórbergs við heimsbókmenntir og þekktar bókmenntastefnur, og sýnir á óyggjandi hátt fram á hvernig hann með skrifum sínum og skáldskap skapaði meðvitað nýtt bókmenntagervi í íslenskum bókmenntum, skáldævisöguna. Kvennakór Hornafjarðar kemur á staðinn og byrjar dagskrána með því að syngja fáein lög.

Soffía Auður Birgisdóttir

Iðunn Steinsdóttir

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Bókmenntahátíð hefur oft verið fjölmenn og því vonum við sannarlega að Hornfirðingar og Skaftfellingar sjái sér fært að koma í heimsókn í Þórbergssetur þennan dag og njóta þeirrar menningardagskrár sem í boði er.

Í lok dagskrár eru kaffiveitingar.

Ríkar af karlmönnum á Lönguhólum

Síðustu mánuði hafa verið 2-3 karlmenn starfandi í leikskólanum Lönguhólum og hefur það aldrei gerst í sögu leikskólanna á Höfn að fleiri en tveir karlmenn starfi í leikskólanum í einu. Í þessari

viku fjölgaði þeim í fjóra sem er heimsmet á Höfn. Kvenfólkið sem starfar í leikskólanum er afar sátt við að hafa karlmenn í vinnu í leikskólanum og leyfi ég mér að halda að börnin séu það einnig. Ég tel nauðsynlegt

að í menntastofnunum landsins sé jafnvægi á hlutföllum kynja. Karlmenn eiga vel heima í vinnu með börnum. Þessa dagana er átak í gangi á vegum Félags leikskólakennara að fjölga karlkyns leikskólakennurum.

Þið strákar sem eruð að íhuga framhaldsnám endilega kynnið ykkur leikskólakennaranámið.

Þorvaldur Viktorsson

Jóhann Bergur Kisel

Ragnar Magnús Þorsteinsson

Róbert Marvin Gunnarsson

Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri Lönguhólum

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. mars 2016

Saman gegn matarsóun Minnum á fyrirlestur og umræður um matarsóun 10. mars kl 12:00 í Nýheimum. Sjá auglýsingu í síðasta blaði.

í dag!

Eystrahorn

Félagsstarf í EKRUNNI SAMVERUSTUND á föstudaginn kl. 17:00.

Sýnd verður mynd frá danskennslu á Hrollaugsstöðum í Suðursveit fyrir um 26 árum. Hverjir voru þarna að dansa og spila? Ekki missa af þessu.

YOGA NÁMSKEIÐ

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri sunnudaginn 13. mars kl 14:00

Næstu mánudaga kl. 16:00 eru Yoga námskeiðin. Leiðbeinandi er Ásta M. Sigfúsdóttir yoganemi. Endilega látið sjá ykkur! Leikfimi í sal á þriðjudögum kl. 16:30. Sundleikfimi á fimmtudögum kl. 15:30. Spilavistin heldur áfram í kvöld kl. 20:00.

Dagskrá 14:00 Setning; Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður 14:10 Kvennakór Hornafjarðar; kórsöngur 14:40 Hrólfs saga; upplestur og kynning Iðunn Steinsdóttir 15:10 Dvölin á Hala, Halldóra Thoroddsen og

Guðrún Pétursdóttir; fáein orð

15:20 Tvöfalt gler; upplestur og kynning Halldóra Thoroddsen 15:50 Ég skapa, þess vegna er ég; upplestur og kynning Soffía Auður Birgisdóttir 16:20 Kaffiveitingar 16:00 Ferð í Kambtún Allir velkomnir

Körfubolti helgina 12.-13. mars Fjölliðamót í 7. flokki laugardag og sunnudag Meistaraflokkur: Sindri - KV laugardag kl. 15:00 Drengjaflokkur Sindri - Hamar sunnudag kl. 14:30 Körfuboltadeild Sindra

Úrval af góðum rúmum fyrir fermingarbarnið Einnig færð þú hjá okkur sængur, kodda, rúmföt, teppi, púða, lampa, úr, skart og fleiri skemmtilegar fermingargjafir.

Opið kl. 13:00 - 18:00 virka daga og laugardaga kl. 13:00 - 15:00 Verið velkomin

Húsgagnaval Sumarstarfsfólk óskast á Fosshótel Vatnajökul. Starfsfólk vantar í eftirfarandi stöður: • Þernur • Þjóna. • Starfsfólk í móttöku (Reynsla af Navision kostur) • Aðstoðarfólk í eldhús

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Tímabil maí – september/október. Umsóknarfrestur til 30.3.2016 Upplýsingar veitir: hordur@fosshotel.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. mars 2016

www.eystrahorn.is

Bjarnanesprestakall - fermingar 2016

Hafnarkirkja

Efsta röð. Patrekur Máni, Birna Rós, Vigdís María, Axel Elí, Júlíus Aron, Bjartur Máni, Sandra Rós, Ingunn Ósk Mið röð: Steindór Már, Thelma Ýr, María A., Arnrún Mist, Gréta Sól, María Romy, Harpa Lind, Eydís Arna Neðsta röð: Sindri Blær, Björgvin Freyr, Þorsteinn, Hildur Margrét, Íris Mist, Steinunn Erla. Á mynd vantar: Eyþór Ara, Birgi, Sigurstein Má, Vigni Blæ og Sigjón Atla.

Pálmasunnudagur 20. mars kl. 11:00. Prestur Gunnar Stígur Reynisson Eydís Arna Sigurðardóttir Silfurbraut 10, Eyþór Ari Ingibjargarson Borg, Íris Mist Björnsdóttir Hrísbraut 3, Thelma Ýr Þórhallsdóttir Hlíðartúni 22, Vigdís María Geirsdóttir Tjarnarbrú 3, Þorsteinn Kristinsson Miðtúni 9,

Bjarnaneskirkja 780 Hornafjörður 781 Hornafjörður 780 Hornafjörður 780 Hornafjörður 780 Hornafjörður 780 Hornafjörður

Aðfangadagur páska / laug. fyrir páska 26. mars kl. 11:00. Prestur Gunnar Stígur Reynisson Axel Elí Friðriksson Hrísbraut 5, 780 Hornafjörður Birgir Sigurðsson Sunnubraut 5, 780 Hornafjörður Björgvin Freyr Larsson Hlíðartúni 4, 780 Hornafjörður Gréta Sól Ingólfsdóttir Hvannabraut 2, 780 Hornafjörður Júlíus Aron Larsson Hlíðartúni 4, 780 Hornafjörður Patrekur Máni Halldórsson Sandbakka 20, 780 Hornafjörður Sandra Rós Karlsdóttir Sandbakka 8, 780 Hornafjörður Sigursteinn Már Hafsteinsson Ránarslóð 8, 780 Hornafjörður Steinunn Erla Jónsdóttir Kirkjubraut 62, 780 Hornafjörður Hvítasunnudagur 15. maí kl. 11:00. Prestur Gunnar Stígur Reynisson Bjartur Máni Óttarsson Hafnarbraut 9, 780 Hornafjörður Harpa Lind Helgadóttir Hlíðartúni 12, 780 Hornafjörður María Romy Felekesdóttir Miðtúni 3, 780 Hornafjörður

Páskadagur 27. mars kl. 13.00. Prestur Gunnar Stígur Reynisson Birna Rós Valdimarsdóttir Hólabraut 12, 780 Hornafjörður Ingunn Ósk Grétarsdóttir Smárabraut 12, 780 Hornafjörður Sindri Blær Jónsson Háhóli, 781 Hornafjörður Vignir Blær Ásmundsson Tjarnarbrú 20, 780 Hornafjörður Hvítasunnudagur 15. maí kl. 14:00. Prestur Gunnar Stígur Reynisson Sigjón Atli Ragnheiðarson Júllatúni 6, 780 Hornafjörður Sjómannadagur 5. júní kl. 11:00. Prestur Gunnar Stígur Reynisson Arnrún Mist Óskarsdóttir Hæðagarði 19, 781 Hornafjörður

Stafafellskirkja

Annar í Páskum 28. mars kl. 11:00. Prestur Sigurður Kr. Sigurðsson Steindór Már Ólafsson Sandbakkavegi 2, 780 Hornafjörður Hvítasunnudagur 15. maí kl. 16:00. Prestur Gunnar Stígur Reynisson María Andersen Hrísbraut 8, 780 Hornafjörður

Káflafellsstaðarkirkja

Annar í Páskum 28. mars kl. 14:00. Prestur Gunnar Stígur Reynisson Hildur Margrét Björnsdóttir Hestgerði, 781 Hornafjörður

Fermingarskeyti kvennakórsins. Eins og undanfarin ár bjóðum við upp á að senda skeyti til fermingarbarna. Hægt er að panta skeytin hjá Eyrúnu 892-1527 og Snæfríði 820-9619. Einnig er hægt að panta í gegnum netfangið ferming@hornafjordur.is og á www.hornafjordur.is/ferming. Á næstunni verður borið út blað í öll hús með nánari upplýsingum.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. mars 2016

Eystrahorn

Mataræði og ofþyngd Hvað ef það sem við höfum haldið um mataræði, offitu og lífsstílssjúkdóma er rangt? Það hefur ekki örugglega farið framhjá neinum að það er að hellast yfir okkur faraldur krónískra sjúkdóma með offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma í fararbroddi. Þessi þróun hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum áratugum og hefur haldið áfram þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda um allan heim til að stemma stigu við vandanum. Hin almenna sýn á mataræði og heilbrigði hefur einfaldlega verið sú að einstaklingar þurfi einfaldlega að borða færri kaloríur, helst í formi minni fitu, og hreyfa sig meira til að halda sér heilbrigðum og í kjörþyngd. Reynsla margra og rannsóknir síðustu ára benda hins vegar til þess að málið sé ekki svona einfalt - að þetta sé ekki bara spurning um hvað líkaminn geri við matinn (orkuna),

Aðalfundir hjá Sindra Aðalfundur Sunddeildar verður mánudaginn 14 mars kl 20:00 í Sindrahúsinu . Aðalfundur Knattspyrnudeildar verður þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00 í Nýheimum

heldur hvað maturinn gerir líkamanum en mismunandi matvæli hafa mismunandi áhrif á hormón og efnaskipti líkamans. Þann 26. maí nk verður haldin heilsdagsráðstefna í Eldborgarsal Hörpunnar sem tekur þessi mál fyrir og á mælendaskrá eru heimsþekktir fyrirlesarar á þessu sviði sem koma víðs vegar að úr öllum heimshornum. Kynnir verður Marynne Demasi, þáttastjórnandi í Catalyst, vinsælasta vísindaþætti í ástralska sjónvarpinu og verndari ráðstefnunnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands. Ýmsir vinklar verða skoðaðir, þar á meðal: Hvers vegna fitnum við? Hversu skaðlegur er sykur? Er mettuð fita slæm? Hvað vitum við um áhrif kólesteróls og insúlíns á hjartasjúkdóma? Hver eru áhrif lágkolvetnamataræðis eða grænmetisfæðis á líkamann? Hvað annað

Aðalfundur Aðalstjórnar verður þriðjudaginn 15. mars kl. 20:45 (strax eftir knd.) í Nýheimum Venjulega aðalfundarstörf á öllum fundunum Allir velkomnir á alla fundina

þurfum við að hugsa um til að viðhalda eigin heilbrigði og vellíðan? Þetta er mál sem varðar alla og enginn sem hefur áhuga á heilsu, sinni eigin eða annarra, ætti að missa af.

Guðmundur Jóhannsson

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu að finna á www.foodloose.is f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Guðmundur Jóhannsson lyf- og bráðalæknir heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja

ATVINNA Leitum að meiraprófsbílstjóra til starfa hið fyrsta. Um framtíðarstarf er að ræða. Áhugasamir hafi samband við Jón 895-2454 eða Lovísu 478-2454.

Aðalstjórn og stjórnir deildana

Rósaberg ehf.

Samfestingurinn 2016 Föstudaginn 4. mars síðastliðinn lagði hópur ungmenna ásamt starfsmönnum af stað til Reykjavíkur þar sem Samfestingurinn var haldinn á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Alls fóru 27 unglingar frá Þrykkjunni og gekk ferðin vonum framar. Á föstudagskvöldinu var ball í Laugardalshöllinni þar sem meðal annars komu fram Sturla Atlas, Glowie, Úlfur Úlfur, GKR og diskó kóngurinn Páll Óskar.

Salóme Morávek

Á laugardeginum fór fram hin árlega söngkeppni Samfés þar sem 31 tóku þátt frá félagsmiðstöðvum víðsvegar að af landinu. Öll atriðin voru hvert öðru glæsilegra, enda hópur af efnilegustu söngvurum og söngkonum landsins saman komin. Fyrir hönd Þrykkjunnar flutti Salóme Morávek lagið At Last með Ettu James við mikinn fögnuð áhorfenda. Salóme stóð sig með glæsibrag og erum við í Þrykkjunni afar stolt af okkar framlagi. Ljóst er að Salóme á framtíðina fyrir sér í söng og framkomu

og verður gaman að fylgjast með hæfileikum hennar vaxa og dafna á komandi árum. Sérstakar þakkir fær Ragnheiður í Millibör, en hún styrkti Salóme með einstaklega glæsilegum kjól sem fékk verðskuldaða athygli gesta í Laugardalshöllinni. Að söngkeppni lokinni var haldið heim á leið eftir skemmtilega daga í Reykjavík. Ferðin fór ótrúlega vel fram og getum við verið stolt og ánægð með ungmennin okkar sem sýna undantekningalaust hversu efnilegir og flottir einstaklingar þau eru. Það er stórkostlegur heiður að fá að vinna og fylgjast með þeim í leik og starfi. Dagbjört Ýr og Elva Björk Starfsmenn Þrykkjunnar

Groddaveisla Kiwanisklúbbsins Óss Veislan verður haldin í Nýheimum 12. mars. Húsið verður opnað kl. 19:30 og er opið til 23:00. Málverkauppboð til góðgerðamála, vinningar dregnir út úr númeruðum miðum. Gamanmál og gaman saman. Boðið verður upp á hlaðborð með söltuðu spikfeitu hrossa- og sauðakjöti og einnig grillaðri langreyð.

Þetta verður borið fram með Seljavallakartöflum, rófum, uppstúf og öðru meðlæti. Styrkið styrktarsjóð Óss. Verð aðeins kr. 5.000. Miðapantanir í síma 478-1300 eða hjá næsta Ós félaga. Ennfremur er hægt að senda póst á kiwanisclubosiceland@gmail.com

Veislustjórinn Gunnar á Völlum.


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. mars 2016

Atvinna Skinney- Þinganes hf. óskar eftir að ráða starfsmann á lyftara í útideild. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um starfið, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Helgu Vilborgu vinnslustjóra helga@sth.is eða í síma 894-0216

www.eystrahorn.is

Aðalfundur UMF Mána verður haldinn mánudaginn 14. mars kl. 20:00 í Mánagarði. Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar í boði. Stjórnin

15.000 FREEZOUT

Skráning er í gangi fyrir þetta stórskemmtilega mót sem verður haldið hátíðlegt laugardaginn 26. mars nk. kl.19:00. Gjafari þeytir kortum og munu 3 efstu sætin fá borgað út, en aðeins 9 geta spilað. 5 sæti laus, fyrstur kemur, fyrstur fær. Frekari upplýsingar á facebook.com/pkhofn eða í s. 848-3565 (Ottó)

Fiskirí og vinnsla Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um febrúarmánuð; „Loðnuvertíðin var með allra stysta móti sökum lítils kvóta. Fyrsta loðnulöndun var 22. febrúar og síðasta löndun til frystingar var 6. mars, núna eru Jóna og Ásgrímur að veiða fyrir Ísfélagið í Vestmannaeyjum. Loðnan er komin vestur í Faxaflóa en veiði síðustu daga verið mjög dræm hjá loðnuflotanum. Mjög góð veiði hefur verið hjá neta-, línu- og trollbátum frá því um miðjan febrúar og höfum við þurft að skammta afla á skip svo vinnslan hafi undan því að vinna aflann. Mikið álag hefur verið á starfsfólki fyrirtækisins síðustu vikur og fyrirséð að mikil vinna verði fram yfir páska.“ Jói á Fiskmarkaðnum var ánægður með febrúarmánuð sem er betri en í fyrra en verð léleg. Þar lönduðu mest Sigurður Ólafsson, Vigur og Beta VE .

Aflabrögð í febrúar. Neðangreindar upplýsingarnar eru landanir á Hornafirði og landanir Hornfjarðarbáta í öðrum höfnum og sömuleiðis um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og helstu fisktegundir í aflanum. Hvanney SF 51..................... net.......... 12..... 164.. þorskur Sigurður Ólafsson SF 44..... net.......... 13........ 147.. þorskur Skinney SF 20...................... net.......... 16....... 216.. þorskur Þórir SF 77............................ net.......... 15........ 169.. þorskur Steinunn SF 10..................... botnv...... 9............596,1..þorskur/ufsi Beta VE 36............................ lína......... 5.................42..þorskur Vigur SF 80........................... lína......... 6............. ...73..þorskur Siggi Bessa SF 97................. lína......... 4.................27..þorskur Húni SF 17 ........................... handf...... 2...................2..þorskur Kalli SF 144 .......................... handf...... 3................5,6..þorskur Sævar SF 272 ....................... handf...... 1................0,4..ufsi/þorskur Uggi SF 47 ........................... handf...... 1................1,3..þorskur Ásgrímur Halldórsson SF.... nót.......... 3............2.315..loðna Jóna Eðvalds SF.................... nót.......... 3............2.241..loðna

Aðalfundur Handraðans verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl 20:00 í húsi AFLS Víkurbraut 4. Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin

ATVINNA

Leitum að starfsfólki í vinnu við tjaldsvæði og þrif á smáhýsum á Höfn. Góð tungumálakunnátta er æskileg vegna starfs við tjaldsvæðið. Vegna frekari upplýsinga og umsókna sendið línu á camping@simnet.is

Takið frá fimmtudagskvöldið 17.mars. Í tilefni af mottu-mars verður fjör og fræðsla í Pakkhúsinu kl 20.00 Nánar auglýst síðar. Krabbameinsfélag Suðausturlands

Ferðaþjónustuaðilar athugið Nú líður að endurútgáfu á upplýsingabæklingi Ríkis Vatnajökuls og er útgáfan til næstu tveggja ára. Þeir sem hafa áhuga á að fá upplýsingar um þjónustu sína birta í bæklingnum geta sent skráningu eða óskað nánari upplýsinga hjá Olgu olga@visitvatnajokull.is Frestur til skráningar er 15. apríl nk. Ríki Vatnajökuls

Heimild: www.fiskistofa.is

Karlmenn


Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu Fjarðarheiði í Lóni - Fjall mánaðarins. Athugið breyttur ferðadagur frá áður auglýstri ferðaáætlun. Sunnudaginn 13. mars. Hækkun 729 m. Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl. 9:00. Göngubroddar nauðsynlegir, göngustafir, léttur bakpoki, nesti og hlýr klæðnaður. Áætlaður ferðatími eru um 5-6 klst. Erum með brodda til leigu 1000 kr. Allir velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Verð 1000 fyrir 18 ára og eldri, 1500 fyrir hjón. Færð er þung til fjalla svo við notum skynsemi hvað hægt er að fara hátt. Ef ófært reynist á þetta fjall gerum við B plan. Fylgist með á fésbókinni. Lágmark fjórir þátttakendur og það þarf að skrá sig fyrir kl. 20:00 á laugardaginn 12 mars. Séu hundar með skal vera ól meðferðis.

Minnum á næstu ferð Miðfell – Fláajökull á Mýrum 19 mars.

Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góð leið til að gefa sparnað í fermingargjöf. Ef fermingarbarnið leggur 30.000 krónur eða meira í sparnað hjá Landsbankanum greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag. Þannig getur gjafakortið lagt grunn að góðum fjárhag.

Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans. Kynntu þér sparnaðarleiðir fyrir fermingarbarnið á klassi.is.

landsbankinn.is

Per fect eftir Hlín Agnarsdóttur og

Tjaldið

eftir Hallgrím Helgason í Mánagarði Leikstjóri Jón Stefán Kristjánsson 4. sýning sunnudaginn 13. mars kl. 19:00. Síðasta sýning. Miðaverð 2.500 kr. (tökum ekki kort). Miðpantanir hjá Ingólfi í síma 892 9354 eða ingolfurb@kask.is.

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Rögnu Pétursdóttur 662-5074.

Landsbankinn

Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskóli Austur Skaftafellssýslu sýna leikritin

410 4000


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.