11.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. mars 2016

11. tbl. 34. árgangur

Loftslagssamningur í Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður hefur fyrst sveitarfélaga á Íslandi hafið þátttöku í loftslagsverkefni Landverndar „Tækifærin liggja í loftinu“. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar skrifuðu í gær/síðustu viku undir yfirlýsingu um samdrátt sveitarfélagsins í útlosun mengunarefna sem valda loftslagsbreytingum í þremur geirum: Samgöngum, úrgangi og orkunotkun. „Með yfirlýsingunni ábyrgjumst við að vinna ötullega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi okkar og hvetja jafnframt fyrirtæki og íbúa til hins sama“, segir Björn Ingi Jónsson. Fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð eru loftslagsbreytingar mjög áþreifanlegar; jöklar hopa, landris veldur vandamálum við innsiglinguna á Höfn, og súrnun sjávar er líkleg til að hafa

neikvæð áhrif á lífríki sjávar í framtíðinni, en sjávarútvegur er stór atvinnuvegur á svæðinu. Á síðustu tveimur og hálfu ári hafa sveitarfélagið og Landvernd unnið í sameiningu að því að mæla útlosun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sveitarfélagsins sem einingar og setja sveitarfélaginu markmið og vinna aðgerðaáætlun um samdrátt í útlosun. „Verkefnið á sér fyrirmynd hjá dönsku náttúr uverndarsamtökunum, en um 75% sveitarfélaga í Danmörku taka þátt í verkefni þeirra. Við stefnum því auðvitað á að fá fleiri sveitarfélög inn í verkefnið og hefur Fljótsdalshérað þegar hafið undirbúningsvinnu“, segir Rannveig Magnúsdóttir verkefnisstjóri hjá Landvernd. Með verkefninu vill Landvernd aðstoða sveitarfélög við að draga úr loftslagstengdri mengun og verða leiðandi þátttakendur í heimahéraði í að takast á við loftslagsbreytingar, sem eru

Björn Ingi Bæjarstjóri og Guðmundur Ingi framkvæmdarstjóri Landverndar

ein stærsta áskorun nútímans. „Sýn okkar er sú að Ísland verði kolefnishlutlaust eftir 15-20 ár og við teljum að sveitarfélögin gegni þar lykilhlutverki með því að ná til nærsamfélagsins. Með því að draga úr losun eins og hægt er og nota svo endurheimt votlendis, jarðvegs- og gróðurs með landgræðslu og skógrækt, til að dekka það sem upp á vantar, vonum við að þetta geti orðið

að veruleika á Íslandi“, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Á næstu tveimur árum stefnir Sveitarfélagið Hornafjörður að a.m.k. 3% samdrætti á ári í útlosun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, orkunotkun og úrgangi. Stefnt er að frekari samdrætti eftir endurskoðun aðgerðaáætlunar árið 2018.

Doktor Eydís Salome Eiríksdóttir

Eydís Salome Eiríksdóttir varði doktorsritgerð sína í byrjun mánaðarins. Hún er uppalin í Nesjum, dóttir Vilborgar Gunnlaugsdóttur og Eiríks Sigurðssonar. Ritstjóri hafði samband við hana af þessu tilefni;

Gaillardet frá París og dr. Suzanne Anderson frá Boulder, Colorado. Doktorsritgerðin ber titilinn “Weathering and riverine fluxes in pristine and controlled river catchments in Iceland” (Veðrun og efnaframburður óraskaðra og miðlaðra vatnsfalla á Íslandi). Hún fjallar um náttúrulegar breytingar á vatnasviðum vegna veðurfarsbreytinga og breytingar á vatnsföllunum vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Menntun og störf Ég er jarðfræðingur að mennt og hef lagt áherslu á jarðefnafræði. Starfssvið mitt hefur verið hjá Jarðvísindastofnun Háskólans frá 1998 þar til nú. Mitt aðalstarf hefur verið vöktun á efnasamsetningu ferskvatns, ám og vötnum, á Íslandi með það fyrir augum að skilja náttúruleg ferli á vatnasviðum og hugsanleg manngerð áhrif á þau. Í starfinu hefur falist mikil útivinna vegna sýnasöfnunar, en einnig innivinna á borð við vinnu á rannsóknarstofum við efnagreiningar og úrvinnslu, skýrslu- og greinaskrif. Mest hef ég unnið við rannsóknir á

Eydís Salome Eiríksdóttir

vatnsföllum á Héraði í tengslum við virkjun Jökulsár á Dal. Doktorsvörnin Eftir margra ára starf við Jarðvísindastofnun ákvað ég að nota niðurstöður úr vinnu minni á Jarðvísindastofnun í doktorsritgerð. Doktorsvörnin fór fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þann 4. mars. Andmælendur voru dr. Jerome

Ritgerðin um breytingar á árframburði Kárahnjúkavirkjun hafði áhrif á vatnasvið Jökulsár á Dal og Lagarfljót þar sem vatni úr Hálslóni, ættað frá vatnasviði Jökulsár á Dal, var miðlað yfir á vatnasvið Lagarfljóts. Rannsóknin beindist að því að skilja breytingarnar á hvort vatnasvið fyrir sig og svo heildarbreytingar vatnsfallanna á efnaframburði til sjávar. Eftir

stíflun Jökulsár á Dal ber hún ekki nafn með rentu, því hún er orðin að dragá stærstan hluta ársins. Jökulvatn rennur aðeins um farveginn þegar Hálslón fer á yfirfall síðsumars eða að hausti. Rennsli Jökulsár á Dal hefur minnkað mikið eftir virkjun sem og framburður aurs og uppleystra efna. Hins vegar hefur rennsli og efnaframburður aukist í Lagarfljóti, sérstaklega framburður svifaurs þrátt fyrir að megnið af aurnum setjist til í Hálslóni. Rannsóknin miðaði ekki síst að því að magngreina þær breytingar á árframburði þessara vatnsfalla í kjölfar virkjunarinnar. Nú tekur við vinna hjá Veiðimálastofnun þegar ég lýk mínu starfi á Jarðvísindastofnun Háskólans. Eydísi Salome er óskað til hamingju með þennan ánægjulega áfanga.

Næsta Eystrahorn kemur út miðvikud. 23. mars. Efni og auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánud. 21. mars.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. mars 2016

Karlar og Mottumars

Sunnudaginn 20. mars pálmasunnudag. Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 - ferming

Fjör og fræðsla í Pakkhúsinu fimmtudagskvöldið 17.mars kl 20:00. Lára Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands flytur erindið Kíkt undir húddið, og ræðir um karlmenn og krabbamein.

LD !

Prestarnir

Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum

K

50 ára

Hafnarkirkja

Í

Hafnarkirkja

Eystrahorn

Tónlistaratriði. Þorvarður Árnason mun sýna ykkur töfraveröld norðurljósa og jökla . Koma svo allir karlmenn Krabbameinsfélag Suðausturlands

Félagsstarf í EKRUNNI SPILAVIST

Þriðja og síðasta kvöld spilavistarinnar er í kvöld kl. 20:00. Spennan í hámarki.

YOGA á mánudaginn kl. 16:00.

Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu Miðfell – Fláajökull á Mýrum. Laugardaginn 19. mars. Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl. 9:00 Göngubroddar nauðsynlegir, göngustafir, léttur bakpoki, nesti og hlýr klæðnaður. Áætlaður ferðatími 3-5 klst.

Munið eftir snókernum, pílukastinu og þythokkýinu í Ekrunni. Endilega komið og spilið. Gaman saman.

Endanlegt ferðaplan verður að ráðast af færð á vegum á Mýrum, fylgist með á fésbókinni. Erum með brodda til leigu á 1.000 kr. Allir velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Verð 1.000 kr. fyrir 18 ára og eldri, 1.500 kr. fyrir hjón.

Ragnhildur Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 29-30. mars næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Til leigu

Herbergi til leigu til langs tíma í húsi á besta stað í bænum. Fullt aðgengi að þvottahúsi, baði, eldhúsi og stofu. Vinnuskipti eru skilyrði og frí leiga í staðinn og möguleg laun. Hafið samband í netfangi: stefangudjons@gmail.com.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Lágmarks fjöldi er 4 manns og þarf að skrá sig fyrir kl. 20:00 á föstudaginn 18. mars. Séu hundar með skal vera ól meðferðis Frekari upplýsingar og skráning er hjá Helgu Árna, s: 842 4374

Samkoma og KafÞ í Hvítasunnukirkjunni á Höfn Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Sálm 37:5

Sunnudaginn 20.03 bjóðum við þér á Samkomu hjá okkur í Hvítasunnukirkjunni á Höfn. Að samkomu lokinni er þér boðið í sérstakt kaffi og kökuhlaðborð í boði hússins.

Samkoman hefst kl. 13.00.

Hér eru allir velkomnir.

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. mars 2016

www.eystrahorn.is

Margt í gangi hjá fimleikadeildinni Flutningur inn í Mánagarð Um áramótin flutti fimleikadeildin starfsemi sína að undanskildum dansinum inn í Mánagarð. Kosturinn er að áhöldin eru tilbúin fyrir hverja æfingu og ekki þarf að taka þau saman í lokin. Þessi flutningur var mögulegur vegna stuðnings sveitarfélagsins sem greiðir rútuferðir á milli. Jafnframt styrkti sveitarfélagið deildina til áhaldakaupa sem skiptir miklu máli og erum við sveitarfélaginu mjög þakklát, því ýmis áhöld eru gömul og slitin og vöntun er á keppnisáhöldum sambærilegum og keppt er á og t.d. stærð dansgólfsins. Það er draumur okkar að hafa uppháa gryfju sem yrði mikil framför og hjálpaði efnilega fimleikafólkinu að ná stærri stökkum. Áætlaður kostnaður við slíka gryfju er um 500 þúsund krónur. Við auglýsum eftir hugmyndum að fjáröflun eða styrkjum til að gera gryfjuna.

WOW mótið, WOW bikarinn, Bikarmót unglinga í hópfimleikum

endaði í 3. sæti í WOW bikarnum þrátt fyrir meiðsli og óvæntar uppákomur. Meðal annars þurfti dansþjálfarinn að hoppa inn í liðið án þess að hafa æft í heilt ár.

Fimleikadeildin er búin að vera á faraldsfæti í febrúar. Sameiginlegt meistaraflokkslið Sindra og Hattar keppti á WOW mótinu á Selfossi og lenti þar í 2. sæti í m.fl. B. Glæsilegur árangur og sama lið sýndi rosalegan karakter þegar það

Sindri sendi fjögur lið til keppni á bikarmót unglinga það eru fleiri en áður. Krakkarnir stóðu sig vel innan sem utan vallar og ýmislegt var gert sér til afþreyingar s.s. farið í Lazertag, pizzahlaðborð,

Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góð leið til að gefa sparnað í fermingargjöf. Ef fermingarbarnið leggur 30.000 krónur eða meira í sparnað hjá Landsbankanum greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag. Þannig getur gjafakortið lagt grunn að góðum fjárhag.

Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans. Kynntu þér sparnaðarleiðir fyrir fermingarbarnið á klassi.is.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

ísferð og sundferð.

Framundan Hjá fimleikadeildinni er á næstunni hópfimleikamót á Egilsstöðum, Disneysýning 7.-8. maí, innanfélagsmót 11. maí og Subway Íslandsmótið í hópfimleikum helgina 20.-22. maí. Ragnar Magnús Þorsteinsson yfirþjálfari fimleikadeildar Sindra


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. mars 2016

Eystrahorn

Hollywood Hornafjörður Næsta júní verður haldið kvikmyndanámskeið í Vöru– húsinu fyrir ungmenni Hornafjarðar. Námskeiðinu verður stýrt af þeim Natani Jónssyni og Emil Morávek sem hafa starfað í kvikmynda– geiranum síðastliðin ár. Námskeiðið samanstendur af tíu tímum þar sem farið verður yfir grunnreglur kvikmyndagerðar eins og handrit, framleiðslu, leikstjórn, töku og klippingu. Núna gefst æsku Hornafjarðar tækifæri til að vinna úr hugmyndum sínum undir handleiðslu fagfólks. Við komum til með að fá gestakennara sem munu segja frá reynslu sinni úr geiranum og fara ítarlega yfir sitt sérsvið sem nemendur geta nýtt sér til að framkvæma verkefni sín. Hugmyndin að þessu námskeiði kviknaði snemma á síðasta ári hjá þeim Natani

og Emil sem vildu gera eitthvað kvikmyndatengt á Hornafirði. Þeim fannst kjörið að halda námskeið fyrir ungmennin á svæðinu sem hafa áhuga á kvikmyndagerð en kvikmyndaáhugi þeirra kviknaði á tíunda áratug síðustu aldar þegar þeir sóttu allar þær sýningar sem voru í boði í Sindrabíó og fóru í Hornabæ til þess að leigja videospólur. Þá stálust börnin í tökuvélar foreldra sinna og reyndu að herma eftir þeim kvikmyndum sem þeir sáu í bíóhúsunum. Þetta tímabil virðist hafa getið af sér marga kvikmyndagerðarmenn og eru margir uppaldir Hornfirðingar og starfa nú í þessum geira sem verður að teljast merkilegt fyrir jafn lítið bæjarfélag og Höfn. Með þessu námskeiði viljum

Natan Jónsson

við búa ungmennum vettvang til þess að fá tækifæri að vera skapandi í skemmtilegu og traustu umhverfi. Nú til dags hafa börn og unglingar aðgang að allskonar æðislegum

Emil Morávek

tækjabúnaði sem þau geta nýtt sér til kvikmyndagerðar og með smá tilsögn í fræði og framkvæmd ætti ekkert að standa í vegi í að segja sínar sögur.

Fjáröflun - fullorðinsfimleikar Fimleikadeild Sindra er að afla fjár vegna kaupa á gryfju. Af því tilefni ætlum við að bjóða uppá fullorðinsfimleika miðvikudaga kl. 20:00. Fyrsti tíminn verður 16. mars og er gjaldfrjáls. Hver æfing kostar 1000- kr. og renna tekjurnar óskiptar í sjóð til áhaldakaupa

Laus störf sumarið 2016

Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa á Hótel Eddu Höfn. Starfsreynsla er æskileg. Hótelið verður opið frá 14. maí til 26. september. Leitað er af fólki í almenn hótelstörf sem felast meðal annars í þrifum á húsnæði, herbergjum og vinnu í þvottahúsi. Einnig framreiðslu á morgunverði og aðstoð í eldhúsi. Nánari upplýsingar veitir Ósk Vífilsdóttir í tölvupósti: oskvif@gmail.com. Hægt er að senda inn umsókn á rafrænu formi á heimasíðu Edduhótelanna www.hoteledda.is Umsóknarfrestur er til 3. apríl nk. og verður öllum umsóknum svarað. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann. Edduhótelin eru 11 talsins og þau er að finna hringinn í kringum landið. Áhersla er lögð á lipra þjónustu og hagstætt verð. Fjöldi herbergja er frá 28 upp í 204. Edduhótelin eru rekin af Flugleiðahótelum ehf, sem reka einnig Icelandair hótelin og Hilton Reykjavík Nordica. Yfir sumartímann starfa 550 manns hjá fyrirtækinu.


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. mars 2016

www.eystrahorn.is

FERMINGARGRÆJURNAR HAFA ALDREI VERIÐ FLOTTARI SONY

LENOVO

40" Tilboðsverð: 109.990 kr. / Listaverð: 129.990 kr.

Verð: 119.900 kr.

W7 SJÓNVARP

48" Tilboðsverð: 129.990 kr. / Listaverð: 139.990 kr. Örþunnt og flott Full HD sjónvarp. Frábær myndgæði. Nettengjanlegt og innbyggt Wi-Fi.

YOGA 3 14" FARTÖLVA Snertiskjár, i3 örgjörvi og 256GB SSD diskur. Glæsileg vél sem sameinar fartölvu og spjaldtölvu með Windows 10 stýrikerfi. Fæst í gráum og hvítum lit.

PLANTRONICS

BACKBEAT FIT HEYRNARTÓL Tilboðsverð: 16.990 kr. Listaverð: 22.856 kr.

Þráðlaus Bluetooth heyrnartól, frábær í ræktina eða útivistina. Fást í rauðum, bláum og grænum lit.

CANON

POWERSHOT SX610 MYNDAVÉL Tilboðsverð: 29.900 kr. Listaverð: 34.900 kr.

Fangaðu hvert augnablik með 18x aðdráttarlinsu. Deildu myndum á einfaldan hátt með innbyggðu Wi-Fi og NFC. Fæst í svörtum lit.

SONY

BOSE

Verð: 6.990 kr.

Verð: 34.900 kr.

ZX110 HEYRNARTÓL

SOUNDLINK II MINI FERÐAHLJÓMTÆKI

Kraftmikið hljóð og mikil gæði. Fást í svörtum, bleikum og hvítum lit.

Upplifðu Bose gæði. Þráðlaus afspilun með Bluetooth. Kemur í svörtum og silfruðum lit.

Martölvan

| Hafnarbraut 24

|

www.martolvan.is | 478 1300


markhönnun ehf

-40% STJÖRNUGRÍS BAYONNESTEIK

1.198 ÁÐUR 1.996 KR/KG

-25% ÞÝSK NAUTALUND

SS LAMBALÆRI FROSIÐ

2.999

1.199

ÁÐUR 3.998 KR/KG

-20%

ÁÐUR 1.394 KR/KG

3 tegundir

-25% PÁSKAKJÚKLINGUR STÓR MEÐ FYLLINGU

1.198 ÁÐUR 1.498 KR/KG

KS LAMBAPRIME

FERSKT, Í SÍTRÓNUSMJÖRI & KOLAKRYDDAÐ

2.474 ÁÐUR 3.298 KR/KG

-50%

-20%

TÍ NÝT TÓ NET

TÓMATAR - 250 G

MIKIÐ ÚRVAL - VERÐ FRÁ 279 KR

135 ÁÐUR 269 KR/PK

www.netto.is | Tilboðin gilda 17. – 20. mars 2016 Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Glerártorg · Hrísalundur · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Húsavík · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.