Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudaginn 23. mars 2016
12. tbl. 34. árgangur
Efnilegt ungt íþróttafólk Hvatningarverðlaun Hvatningarverðlaun hlutu Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Birkir Freyr Elvarsson og Gísli Þórarinn Hallsson Bjarney er ung og bráðefnileg hestakona sem átti frábært keppnisár í fyrra og var tilnefnd sem gæðingaknapi ársins. Hún var t.d. í 1. sæti í A flokki á félagsmóti Hestamannafélagsins Hornfirðings en toppnum náði hún þegar hún vann A úrslit í A flokki á fjórðungsmóti Austurland sl. sumar. Bjarney er í námi í hestafræðum við Háskólann á Hólum.
Ingibjörg Valgeirsdóttir
Á 83. ársþingi USÚ, sem haldið var á Hótel Höfn 17. mars 2016 var íþróttamanni USÚ árið 2015 veitt viðurkenning. Þar að auki fengu þrjú ungmenni sem þótt hafa staðið sig vel á árinu viðurkenningu.
Íþróttamaður USÚ árið 2015 er Ingibjörg Valgeirsdóttir. Ingibjörg er fædd árið 1998. Hún var markmaður meistaraflokks Sindra í knattspyrnu á síðasta ári og spilaði alla 12
leiki þeirra í deild og 1 í bikarkeppninni. Hún var valin í U17 landslið Íslands og spilaði 5 landsleiki. Þegar því verkefni lauk fór hún beint í U19 landsliðið og spilaði með þeim 3 leiki í haust. Ingibjörg er mikil keppnismanneskja sem gæti náð langt í hvaða íþróttagrein sem er. Hún talin eitt mesta markmannsefni í dag. Ingibjörg skipti yfir í úrvalsdeildarlið KR núna um áramótin og verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni.
Birkir er ungur og efnilegur blakmaður af Mýrunum. Hann var valinn í æfingahóp hjá U17 landsliðinu í blaki nú í haust og æfði með þeim í Reykjavík. Hann var svo valinn í lokahópinn hjá U17 landsliðinu sem fór til Englands og spilaði þar sína fyrstu landsleiki og stóð sig vel. Gísli var síðastliðið sumar valinn í U-16 landsliðið sem keppti í 2. deild Evrópumótsins í körfubolta. Hann spilaði 9 leiki og skoraði í þeim 46 stig og stóð hann sig með prýði. Gísli gerði samning við úrvaldsdeildarlið Hattar á Egilsstöðum og spilar með þeim núna. Gísli spilaði einnig 6 leiki í marki Mána í sumar og þótti standa sig vel.
Ástin, drekinn og dauðinn í Hafnarkirkju Á síðustu þremur árum hefur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur kvatt eiginmann sinn, tengdamóður, föður og litla dótturdóttur. Bók hennar, Ástin, drekinn og dauðinn, sem kom út í fyrra, hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn en um leið jarðbundinn hátt. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Hún veitir þar í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En bókin er ekki síður óður til kærleikans,
hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu. Miðvikudagskvöldið 30. mars kl. 20:00 mun Vilborg flytja erindi í Hafnarkirkju um hvernig dauðinn breytir tilveru þeirra sem eftir lifa og hvernig þetta ferðalag hefur kennt henni að það eru einmitt þrautirnar í lífinu sem gera það að ævintýri. Erindið er hluti af dagskrá í tilefni 40 ára vígsluafmælis Bjarnneskirkju og 50 ára vígsluafmælis Hafnarkirkju. Allir velkomnir á erindi Vilborgar miðvikudaginn 31. mars í Hafnarkirkju.
Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur.
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is
2
Miðvikudaginn 23. mars 2016
Helgihald í Bjarnanesprestakalli um páska Hafnarkirkja Hafnarkirkja
50 ára
Kyrrðarstund á föstu miðvikudaginn 23. mars kl. 18:15 Messa á skírdagskvöld kl. 20:00 Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 14:00 Messa á aðfangadag páska 26. mars kl. 11:00 - ferming Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 9:00
Kálfafellsstaðarkirkja
Eystrahorn
SUMARFERÐ 2016
Sumarferð Félags eldri Hornfirðinga 2016
Fyrirhugað er að fara í sumarferð í Borgarfjörðinn og um Snæfellsnes dagana 11. júní til og með 14. júní. Nánari upplýsingar um ferðina, verð og skráningu veita Gróa í gsm. 867-8796, Ásta í gsm. 846-6199 og Björn formaður í gsm. 894-7210.
Ferðanefndin.
Hátíðarmessa á annan páskadag kl. 14:00 - ferming
Bjarnaneskirkja Hátíðarmessa á páskadag kl. 13:00 – ferming
Hofskirkja Messa á skírdag kl. 14:00
Stafafellskirkja Hátíðarmessa á annan páskadag kl. 11:00 – ferming
Brunnhólskirkja Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 15:00
Kaþólska kirkjan Páskadagsmessa 27. mars kl. 12:00 Fögnum saman upprisunni.
Gleðilega páska, Pétur
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Bifreiðaskoðun á Höfn 4., 5. og 6. apríl. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 1. apríl. Næsta skoðun er 23., 24. og 25. maí.
Þegar vel er skoðað
Aðalfundur Aðalfundur Ferðafélags Austur – Skaftfellinga verður haldinn í Gömlubúð fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00 - Venjuleg aðalfundarstörf - Önnur mál. - Símavandamál. - Brúargerð. - Nýr vefur félagsins gonguferdir.is - Bygging hreinlætishúss í Kollumúla. - Stutt kynning í myndum og máli. Stjórnin
Rakarastofan verður lokuð
31. mars og 1. apríl. Einnig þann 7. apríl og 8. apríl Rakarastofa
Baldvins
Eystrahorn
Miðvikudaginn 23. mars 2016
3
Páskadansleikur í Mánagarði 25. mars kl. 23:59 - 4:00
Vinnuskóli 2016 Skráning í Vinnuskóla Hornafjarðar er hafin, börn og ungmenni sem eru í 8., 9. og 10. bekk geta sótt um vinnu, jafnframt geta börn og ungmenni sem ekki eru í Grunnskóla Hornafjarðar og eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi eða erlendis sótt um vinnu í Vinnuskólanum. Vinnuskólinn hefst 6. júní og lýkur 31. júlí. Umsækjendur fá upplýsingar um vinnutilhögun í byrjun júní. Umsóknartíminn er 18. mars – 15. apríl Sótt er um vinnuskóla í gegn um íbúagátt sveitarfélagsins http://ibuagatt.hornafjordur.is Upplýsingar gefur Svava Mjöll Jónasar. í síma 847 8883 eða á netfangið svavamjoll@hornafjordur.is
Hljómsveitinn Made in sveitin leikur fyrir dansi Miðaverð 3000 kr. Rútuferðir frá Olís og N1. 18 ára aldurstakmark Knattspyrnudeild Sindra
Ertu með frábæra
hugmynd?
Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki
Póker 15.000 kr. Freezout veisla 3 sæti laus! Facebook.com/pkhofn
Frekari upplýsingar í síma 848-3565 (Ottó)
á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi
Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl nk. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi
Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna.
• Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is
• Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi
Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi. Austurvegi 56 - 800 Selfoss - 480-8200 - sass@sudurland.is
menningtækifæri atvinna
uppbygging nýsköpun
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn þriðjudaginn 29. mars kl. 19:00 Dagskrá: »»Venjuleg aðalfundarstörf »»Önnur mál Súpa í boði.
Stjórnin
Eystrahorn
Getraunanúmer Sindra er 780
Sundlaug Hafnar
HEYRNARÞJÓNUSTA
Verðum Verðumáá heilsugæslunni heilsugæslunni ííHöfn Grundarfirði föstudaginn föstudaginn8. 13.apríl. júní
Opnunartímar yfir páskahátíðina Fimmtudagur 24. mars....... kl. 10:00 - 17:00 Föstudagur 25. mars........... LOKAÐ Laugardagur 26. mars........ kl. 10:00 - 17:00
Verið velkomin
Sunnudagur 27. mars......... LOKAÐ
Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu
Mánudagur 28. mars.......... kl. 10:00 - 17:00
Bréfberi óskast á Höfn í Hornafirði Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.is
Merki um heyrnarskerðingu Hvernig finnurðu hvort þú eigir við heyrnarskerðingu að etja? Svör þín við eftirfarandi spurningum geta gefið vísbendingu: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.
Áttu erfitt með að heyra sömu hljóð og aðrir heyra svo sem fuglasöng? Hváirðu oft? Hækkarðu oft það mikið í sjónvarpi eða útvarpi að öðrum finnist það óþægilegt? Finnst þér aðrir muldra? Hefurðu són í eyrunum? Biðurðu aðra stundum að segja þér hvað sagt var á fundum sem þú varst á? Áttu erfitt með að skilja þegar þú talar í síma? Ef kliður er áttu þá erfitt með að ná því sem er sagt? Hefurðu verið að staðaldri í miklum hávaða og þá sérstaklega í vinnunni? Heyrirðu varla þegar dyrabjallan eða síminn hringja? Finnst þér auðveldara að skilja raddir karla en kvenna?
Hafirðu svarað játandi einhverjum af þessum spurningum þá getur ástæða þess verið heyrnarskerðing. Til að fá úr því skorið mælum við með því að þú farir í greiningu hjá heyrnarfræðingi en heyrnarskerðing er einn algengasti kvilli sem hrjáir fullorðið fólk.
Að heyra vel á ný Með heyrnartækjum má bæta úr algengustu gerð heyrnarskerðingar. Heyrnarskerðing er jafn mismunandi eins og við erum mörg. Sem betur fer þá má forrita heyrnartækin þannig að virkni þeirra er sniðin að heyrn þess sem notar þau. Auk þess hafa þau fjölbreytta eiginleika, þau bæta t.d. talskilning þar sem kliður er með því að sía frá síbyljuhljóð með stefnuvirkni. Tækin eru sjálfvirk þannig að notandinn þarf ekkert að gera annað en að kveikja á þeim og setja þau upp. Flest heyrnartæki eru mjög fíngerð þannig að það ber mun meira á heyrnarskerðingu hjá þeim sem er án heyrnartækja en hjá þeim sem notar þau.
Er ástæða til að skerpa heyrnina? Eftir hverju ertu að bíða? Fólk líður fyrir heyrnarskerðingu að meðaltali í um 7 ár áður en það leitar aðstoðar. Er það ekki óþarfi? Heyrnarmæling tekur aðeins um hálftíma og smágerð heyrnartæki geta lagað heyrnina með því að magna aðeins þá tíðni sem þarf til leiðrétta skerðinguna. Þá getur heyrnin orðið eðlileg á ný og maður farið að lifa betra lífi í nánara sambandi við fólk.
ReSound gerir gæfumuninn ATH: Heyrnartæki eru niðurgreidd af SÍ og einnig af sumum stéttarfélögum
Pósturinn óskar eftir að ráða bréfbera í sumarstarf. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem á auðvelt með samskipti.
Bréfberi óskast á Höfn í Hornafirði
Um er að ræða 75% stöðu frá 1. júní - 16. júní og frá 13. júlí - 12. ágúst. Vinnutími frá 08:00 og þarf Pósturinn eftirhafið að ráða í sumarstarf. viðkomandióskar að geta störfbréfbera 1. júní 2016. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem ágefur auðvelt með samskipti. Nánari upplýsingar Sigríður Lucia Þórarinsdóttir í síma 478 1101 eða á pósthúsinu. Um er að ræða 75% stöðu frá 1. júní - 16. júní og frá 13. júlí - 12. ágúst.erVinnutími frá2016. 08:00 og þarf Umsóknarfrestur til 11. apríl viðkomandi að geta hafið störf 1. júní 2016. Umsóknum skal skilað á umsóknarvef Póstsins: umsokn.postur.is Nánari upplýsingar gefur Sigríður Lucia Þórarinsdóttir í síma 478 1101 eða á pósthúsinu. Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2016. Umsóknum skal skilað á umsóknarvef Póstsins: umsokn.postur.is