13. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 31. mars 2016

13. tbl. 34. árgangur

„Við erum oft dýrari en við höldum“

„Nemendur eru mjög áhugasamir og hafa gaman af að leysa verkefnin og spá mikið í hvað hlutirnir kosta“ segir S. Guðbjörg Garðarsdóttir starfsmaður Landsbankans á Hornafirði. Guðbjörg er ein af fjölmörgum starfsmönnum íslenskra fjármálafyirrtækja sem hafa heimsótt grunnskóla víðsvegar um land undanfarið ár og kynnt verkefnið Fjármálavit sem er námsefni um fjármál fyrir nemendur í 8. – 10. bekk og Samtök fjármálafyrirtækja hafa þróað til þess að efla fjármálalæsi ungmenna. Guðbjörg og samstarfskona hennar Guðrún Ó. Óskarsdóttir heimsóttu Grunnskóla Hornafjarðar 15. mars síðastliðinn og hittu nemendur í 10.

bekk með fræðslu um fjármál. Þær spjölluðu við krakkana um mikilvægi fyrirhyggju í fjármálum og unnu með þeim verkefni sem tengjast Fjármálaviti en þau miða að því að fá krakkana til þess að hugsa um markmiðasetningu og hvað sparnaður skiptir miklu máli til þess að láta draumana rætast. Aðspurð eftir heimsóknina segir Guðbjörg að nemendur séu fljótir að átta sig á því að það er mun skynsamlegra að safna fyrir því sem maður vill eignast frekar en að taka lán fyrir því. Auk þess séu þeir einnig sammála gamla góða máltakinu að græddur er geymdur eyrir.

Fjármálavit Kristín Lúðvíksdóttir er verkefnisstjóri Fjármálavits. “Í heimsóknum okkar í vetur reynum við að fá nemendur til að hugsa um hvernig gott er að skipuleggja fjármálin og setja sér markmið, en það er aldeilis ekki of snemmt að byrja á því þegar maður er 16 ára og á

allt lífið framundan. Það eru ekki síst kennarar og foreldrar sem eru þakklátir fyrir að krakkarnir fái fræðslu um peninga. Margir segja að þeim hefði nú sjálfum ekki veitt af slíkri kennslu á unglingsárunum. Foreldrarnir eru mjög jákvæðir. “ Fjármálavit er þróunarverkefni með þann tilgang að kennarar og aðrir áhugasamir geti haft auðveldan aðgang að fjölbreyttu námsefni um fjármál á vefsíðu Fjármálavits. Liður

í þeirri þróun er gott samstarf við kennaranema í Háskóla Íslands um frekari þróun á kennsluefni Heimsóknin í Grunnskóla Hornafjarðar er hluti af röð heimsókna í grunnskóla á öllu landinu og frá því Fjármálavit var fyrst kynnt til sögunnar fyrir ári hafa nálægt 4000 nemendur í 10.bekk fengið Fjármálavit í heimsókn og leyst verkefni, en unnið er með hverjum bekk fyrir sig.

Starfastefnumót í Hornafirði Í haust verður haldið Starfastefnumót í Hornafirði. Fyrirmynd stefnumótsins er Starfamessa sem haldin var á Suðurlandi síðastliðið vor. Þangað sótti fjöldi ungmenna, meðal annars frá Hornafirði. Messan þótti takast vel og í framhaldinu var ákveðið að standa fyrir samskonar viðburði hér í Hornafirði. Ætlunin er að standa fyrir persónulegri og lifandi kynningu fyrir íbúa á starfsgreinum og starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu. Lögð verður áhersla á að gefa ungmennum tækifæri til að fræðast um

starfaheiminn í samfélaginu, þróun hans og hvaða menntunarkröfur fyrirtækin kalla eftir til framtíðar. Jafnframt skapa vettvang fyrir samtal eða stefnumót fyrirtækja sem gæti hugsanlega leitt til samstarfs. Stefnumótið er fyrir alla íbúa sveitarfélagsins, styrkt af Sveitarfélaginu Hornafirði og Vinnumarkaðsráði Austurlands og unnið í samstarfi við Þekkingarsetrið Nýheima. Þá er leitað eftir samstarfi fyrirtækja á svæðinu um þátttöku í stefnumótinu.

Hugrún Harpa Reynisdóttir verkefnastjóri hjá Nýheimum hefur tekið að sér verkefnið og er áhugasömum bent á að fyrirspurnum er svarað á netfanginu hugrunharpa@ nyheimar.is. Einnig er bent á facebook – síðu Starfastefnumótsins: Starfastefnumót á Höfn í Hornafirði. Vonir standa til að viðburðurinn verði upplýsandi og árangursríkur fyrir alla sem að honum koma. Fyrst og fremst er vonast eftir góðri þátttöku og skemmtilegri uppákomu í samfélaginu.

Hugrún Harpa Reynisdóttir

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


2

Fimmtudagur 31. mars 2016

Bjarnaneskirkja

Eystrahorn

Góðar gjafir

Aðalfundur Bjarnanessóknar verður haldinn í Bjarnaneskirkju Vaktsími presta: mánudaginn 4. apríl kl. 20:00.

894-8881

bjarnanesprestakall.is

Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarnefndin

Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga Aðalfundur Búnaðarsambands Austur- Skaftfellinga verður haldinn mánudaginn 11. apríl nk. að Holti á Mýrum og hefst kl. 12:00. Dagskrá:

Ásmundur Friðriksson afhendir dvalarheimilinu á Höfn gjafabréf'

• Venjuleg aðalfundarstörf. • RML og framtíðin. Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML kynnir starfsemi Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins og framtíðaráhorf.

• Lagabreytingar.

Ásmundur Friðriksson alþingismaður hafði söfnunarbauk í 60 ára afmælinu sínu nýlega. Afraksturinn af þeirri söfnun hefur hann nú fært dvalarheimilunum á Höfn og Hellu og félagi eldri borgara í Eyjum 50 tommu sjónvörp og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ýmsan tækjabúnað að verðmæti 150.000 kr. „Það er sérstaklega ánægjulegt að geta lagt samfélaginu lið og þakka eldri borgurum fyrir það góða líf sem þau hafa búið okkur sem á eftir komu“ sagði Ásmundur þegar hann afhenti gjöfina á Skjólgarði.

F.h stjórnar BASK Eiríkur Egilsson

SUMARFERÐ 2016

SUMARFERÐ FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA 2016

Bifreiðaskoðun á Höfn 4., 5. og 6. apríl. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 1. apríl. Næsta skoðun er 23., 24. og 25. maí.

Þegar vel er skoðað

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Fyrirhugað er að fara í sumarferð í Borgarfjörðinn og um Snæfellsnes dagana 11. júní til og með 14. júní.

Ferðin kostar 33.800 kr. á mann. Nánari upplýsingar um ferðina og skráningu veita Gróa í gsm. 867-8796, Ásta í gsm. 846-6199 og Björn formaður í gsm. 894-7210.

Ferðanefndin.


Eystrahorn

Fimmtudagur 31. mars 2016

3

Að hjálpa í skyndi Ferðafélag Austur- Skaffellinga Laugardaginn 2. apríl Jeppa- og gönguferð. Þórisdalur - Ásar- Eskifell - Göngubrúin við Einstigið. Skoðuð verða gömul eyðibýli og fjallaskýli. Lagt af stað frá tjaldstæði Hafnar kl. 10:00. Ekki fært allra minnstu jepplingum og fara þarf með gát. Oft er hægt að sammeinast i bíla. Ferðatími: 4-5 tímar. Farið er í stuttar göngur út frá bíl. Frekari upplýsingar í síma 662-5074 Ragna. Minni á aðalfund félagsins fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00 í Gömlubúð.

Einnig er hægt að fylgjast með á fésbókarsíðu félagsins Stjórnin

Lokun sundlaugar og íþróttahúss Vegna árshátíðar starfsmanna Sveitarfélags Hornafjarðar verður sundlaugin og íþróttahúsið lokað kl. 18:00 föstudaginn 1. apríl nk. Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Það er gömul saga og ný að slysin gera ekki boð á undan sér. Það sama á reyndar í mörgum tilvikum líka við um alvarleg veikindi. Hvar og hvenær sem er getum við lent í þeirri stöðu að þörf er á að við leggjum slösuðum eða sjúkum lið. Við getum líka lent hinum megin og þurft á aðstoð að halda. Það er öllum mikilvægt að þekkja til undirstöðuatriða í skyndihjálp. Það er hinum slasaða eða sjúka dýrmætt að fyrstu viðbrögð nærstaddra séu rétt. Það er líka styrkur þeim sem að koma að kunna til verka. Helga Þorbergsdóttir Það að setja plástur á sár, kyssa á „bágtið“, taka utanum þann sem er sorgmæddur eða róa og hugga með orðum og viðmóti telst allt til skyndihjálpar af einhverju tagi. Við höfum sjálfsagt flest veitt skyndihjálp á þeim nótum, byggða á skynsemi okkar og innsæi. Það eru þættir sem alltaf þurfa að vera í farteskinu en til viðbótar er gagnlegt að þekkja undirstöðuatriði skyndihjálpar. Á gervihnattaöld er aðgengi að upplýsingum og fræðslu um skyndihjálp gott. Rauði kross Íslands fagnaði 90 ára afmæli sínu árið 2014 og gaf þjóðinni af því tilefni það að samtökin lögðu áherslu á skyndihjálparfræðslu. Á vefslóðinni skyndihjalp.is má nálgast fjölbreytt fræðsluefni um skyndihjálp. Ég vek sérstaka athygli á skyndihjálpar appinu sem með einum smelli má hlaða niður í síma eða spjaldtölvu. Þar með er maður kominn með greinargóðar og skýrar leiðbeiningar við hinni ýmsu vá, í vasann eða veskið. Það er gott veganesti í hversdaginn og góður undirbúningur undir skyndihjálparnámskeið. Við skulum enda þennan pistil á því að hefja fræðslu um grundvallarreglur skyndihjálpar sem alltaf þarf að hafa í huga og fylgja. Þetta eru fjögur skref: 1.

Tryggja öryggi

2.

Meta ástand hins slasaða eða sjúka

3.

Kalla eftir hjálp

4.

Veita skyndihjálp.

Svo er bara að skella sér á námskeið.

20 feta gámur fæst fyrir lítinn pening. Upplýsingar í síma 896-6412.

F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Vík

Arnar Þór Guðjónsson Háls-, nef-, og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 11. og 12. apríl. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum.


Nýr starfskraftur hjá Eystrahorni

Getraunanúmer Sindra er 780

Frumkvöðlakaffi í Nýheimum Frumkvöðlakaffi Fimmtudag kl 10:00. Tjörvi Óskarsson hefur nú tekið við umbrotshönnun á héraðsblaðinu Eystrahorni. Heiðar Sigurðsson hafði séð um þá vinnu um árabil en hefur nú komið keflinu til Tjörva, sem starfaði lengi sem kennari við Margmiðlunarskóla Tækniskólans þar sem hann kenndi meðal annars umbrotshönnun. Tjörvi fluttist til Hornafjarðar ásamt fjölskyldu sinni rétt fyrir áramót eftir að hafa lokið mastersnámi á Spáni. Atvinnu- og rannsóknarsjóður Hornafjarðar styrkti Tjörva til að setja á fót margmiðlunarstofu á Höfn og hefur hann verið að koma sér fyrir með vinnuaðstöðu

í Nýheimum og hefur Tjörvi strax fengið nokkur verkefni á sitt borð. „Mig langar að taka að mér fjölbreytt verkefni, ég hef reynslu af eftirvinnslu kvikmynda, grafískri hönnun, þrívíddarhönnun vefsíðugerð og gerð margmiðlunarefnis. Ég er enn að vinna í að markaðsetja og búa til ímynd á þetta litla fyrirtæki mitt og vonandi klárast sú vinna fljótlega“ segir Tjörvi. Hægt er að ná í Tjörva í síma 848-3933 eða í netfangið tjorvio@gmail.com. Útgefandi Eystrahorns býður Tjörva velkominn til starfa og þakkar Heiðari fyrir gott samstarf undanfarin sex og hálft ár.

Eflum tengslin, hittumst og spjöllum saman. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að koma.

Í DA

G

Dansleikur í Mánagarði 1. apríl frá kl. 00:00 – 03:00 Hljómsveitin Stuðlabandið leikur fyrir dansi.

Miðaverð 3000 kr. 18 ára aldurstakmark . Vínveitingar á staðnum. Fríar sætaferðir frá N1 kl. 00:00 og 01:00 Árshátíðarnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.