Eystrahorn 15. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn 15. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagur 14. apríl 2016

www.eystrahorn.is

Skráning á verkum Bjarna Henrikssonar Skráning á verkum Bjarna Henrikssonar (Bassa) stendur nú yfir. Tilgangur verksins er að ná yfir öll verk sem Bjarni gerði svo hægt verði að setja upp yfirlitssýningu í haust. Bjarni var alþýðulistamaður og fékkst við margvíslega tækni í verkum sínum. Nú þegar hafa borist fjölmargar myndir (af myndum) og sögur um tilurð þeirra

að hringja í síma 470-8050 eða senda tölvupóst á netfangið b r y n d i s h @ h o r n a f j o r d u r. i s , einnig má taka mynd af verkinu, mæla lengd og breidd og senda á netfangið hér að ofan, ásamt eiganda og sögu verksins. Með fyrirfram þökk Starfsfólk Hornafjarðarsafna

Því vilja Hornafjarðarsöfn biðla til fólks sem á myndir eftir Bjarna

Vortónleikar Karlakórsins Jökuls á sumardaginn fyrsta Karlakórinn Jökull heldur árlega vortónleika á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl kl. 17 í Hafnarkirkju. Lögin sem flutt verða koma úr ýmsum áttum, allt frá sálmum til popplaga. Hluti þeirra útsettur af stjórnanda vorum, Jóhanni Morávek. Félagsstarfið í vetur hefur verið lengra og fjölbreyttara en oft áður. Fyrsta æfing var í lok ágúst fyrir Kötlumót. Katla er söngfélag sunnlenskra karlakóra, sem heldur kóramót fimmta hvert ár. Aðalfundur var haldinn um miðjan september þar sem undirritaður var kosin formaður. Eftir góðar æfingar var haldið af stað að morgni 16. október til Keflavíkur á Kötlumótið. Óvæntir gestir slógust í för, Gísli Einarsson og Karl Sigtryggson dagskrárgerðarmenn sjónvarpsþáttarins Landans, fylgdust með ferðalaginu og söng okkar í Njarðvíkurkirkju. Kötlumótið fór afar vel fram undir stjórn Karlakórs Keflavíkur, þar sungu um 500 manns eða 14 kórar. Það er stórkostleg upplifun að vera í svo stórum hópi og syngja. Ekki eyðilagði það neitt að við urðum

svo heimsfrægir í Landaþættinum á sunnudeginum! Jólatónleikar okkar fóru vel fram, góð þátttaka tónlistarfóks og húsfyllir að vanda, rann söfnunarféð í Samfélagssjóð Hornafjarðar. Haldin var sameiginleg árshátið með Kvennakór Hornafjarðar í febrúarlok, góð þátttaka og mikil skemmtun. Kórinn hélt einn dansleik á aðventu. Eftir langan æfingardag í Freysnesi hittum

við félaga okkar í Drengjakór Íslenska Lýðveldisins og héldum saman tónleika á nýju Fosshóteli, Jökulsárlón að Hnappavöllum. Vorferðin okkar verður að þessu sinni í 100 ára afmæli Karlakórsins Fóstbræðra. Þeir halda upp á afmælið með stóru kóramóti í Hörpu þar sem verða 14 erlendir kórar og 11 íslenskir. Hefst hátíðin fimmtudaginn 13. maí og endar með sameiginlegum kórsöng allra og hátíðardagskrá

á laugardagskvöldinu. Ég vil þakka kórfélögum mínum frábært samstarf í vetur og einnig þeim Guðlaugu Hestnes undirleikara og Jóhanni Morávek stjórnanda fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir kórinn. Snorri Snorrason Formaður Karlakórsins Jökuls

Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 20. apríl. Efni og auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 19. apríl.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. apríl 2016

Póker 4.000 kr. Super Deep Stack Bounty mót kl. 20:00 Laugardaginn 16. apríl nk. Í Pakkhúskjallaranum

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Í kvöld, fimmtudag, kl. 20:00 verður spilað um EKRUMEISTARANN Í HORNAFJARÐARMANNA í EKRUNNI.

Hægt að komast inn til kl. 21:30 www.facebook.com/pkhofn

Hreinsunardagar Hreint umhverfi - gott mannlíf Hreinsunardagar í þéttbýli verða 18. - 22. apríl. Umhverfisnefnd hvetur alla til að taka vel til í kringum hús sín og nærumhverfi á Höfn og Nesjahverfi. Fyrirtæki og stofnanir eru eru hvött til að taka vel til á lóðum sínum og nærumhverfi, þetta á einnig við um geymslulóðir. Þessa daga verða strákarnir í Áhaldahúsinu að hirða upp rusl sem fólk gengur frá á aðgengilegum stað við lóðarmörk, ef magnið er mikið, hafið samband í síma 895-1473 (Birgir). Fegrum umhverfið fyrir sumarkomu.

Aðgangseyrir 500 kr. í peningum. Fjölmennið í Mannann. Albert stjórnar. Boðið upp á kaffi og rúsínur. Minnum á skráningu í SUMARFERÐINA (Sjá síðasta Eystrahorn). Yogatími með Ástu Margréti í Ekrunni á mánudaginn kl. 16:00.

Sindrabúningar 25% kynningarafsláttur á nýjum Sindravörum Hettupeysa, Zip Top, heil peysa, nýjar fótboltabuxur og keppnissett ( treyja,stuttbuxur og fótboltasokkar ) eins og í fyrra, annað allt nýtt.

Bryndís Bjarnarson Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi

Til leigu

Vinnuskipti möguleg. Leiga 55.000 á mánuði fyrir herbergi, góð stofa, tvö eldhús, tvö baðherbergi, falleg lóð, þvottahús. Hiti, rafmagn og internet innifalið. Nánari upplýsingar veitir Stefán í síma 820-8208

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Sala verður í anddyri sundlaugarinnar fimmtudaginn 14. apríl kl. 16:00 - 19:00

Í DAG


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. apríl 2016

Þakkir

www.eystrahorn.is

Athugið að þessi auglýsing er birt vegna þess að Eystrahorn kemur á netið á þriðjudagskvöldi.

Íbúafundur um Íbúafundur um húsnæðismál Hótel Höfn miðvikudaginn 13. apríl kl. 20:00

Hótel Höfn miðvikud

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar sa Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti að vinna að fjölgun leiguíbúða. bókun bæjarstjórnar Í bókun bæjarstjórnar segir ma. „Kannaðir verði möguleikar á Ísamstarfi við fyrirtækisegir og ma. „Kannaðir v um tvo fjölgun leiguíbúða. Markmi einstaklinga um fjölgun leiguíbúða. Markmið bæjarstjórnar er einstaklinga að byggð verði til þrjú fjölbýlishús á Höfn, eða 10 til 15 íbúðir.“ fjölbýlishús á Höfn, eða 10 til 15 íbúðir.“

Verktakar, íbúar um uppbyg Verktakar, íbúar og áhugsamir um uppbyggingu í sveitarfélaginu eru hvattir tilog aðáhugsamir mæta.

Gestir fundarins:

Gestir fundarins:

Eygló Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Harðardóttir félags- og húsnæ Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Björn Ingi Jónsson Bæjarstjóri

Björn In Bæj

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbrau

Ágætu veislugestir og aðrir velunnarar takk fyrir stuðninginn og frábæra skemmtun á kútmagakvöldinu okkar laugardaginn 9. apríl síðastliðinn.

Ertu með frábæra

hugmynd?

Lionsklúbbur Hornafjarðar

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl nk. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is

www.n1.is

Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sass.is

facebook.com/enneinn

Ertu á lausu í sumar? N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og áreiðanlegt starfsfólk til sumarafleysinga.

Nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson, stöðvarstjóri, í síma 478 1490.

Helstu verkefni: • Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni

Ef þú ert orðinn 18 ára og hefur áhuga á að taka þátt í skemmtilegu sumri með okkur endilega sendu umsókn á www.n1.is merkt sumarstörf 2016

Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund • Samskiptafærni • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Hluti af komandi sumri VR-15-025


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. apríl 2016

Körfuboltafjör um helgina

Eystrahorn

Hefur einhver áhuga á að reka veitingasölu í golfskálanum í sumar? GHH auglýsir eftir áhugasömum aðila til samstarfs um rekstur veitingasölu í Golfskálanum á Höfn. Frábært tækifæri fyrir duglega einstaklinga. Áhugasamir hafi samband við Gísla Pál í síma 899-2436 eða Önnu í síma 866-0086.

Síðastliðna helgi var haldið fjölliðamót í 7.flokki í körfubolta hér á Höfn. Fjögur lið sóttu okkur heim og voru það KR, Valur, Tindastóll og Skallagrímur. Leiknir voru tíu leikir frá laugardegi fram á sunnudag. Keppnin var mjög jöfn, hörð og skemmtileg og samdóma álit manna að lítill munur hafi verið á liðunum. Að lokum fór svo að Tindastóll vann riðilinn, en okkar menn í Sindra enduðu í þriðja sæti með tvo sigra. Á laugardagskvöldinu var svo leikur hjá drengjaflokki þar sem þeir öttu kappi við Valsmenn. Í stuttu máli gjörsigruðu okkar menn drengi Friðriks með 40 stiga mun. Hérna er á ferðinni mjög efnilegur hópur drengja sem hafa einnig verið burðarásinn í meistarflokki í vetur. Góð helgi að baki í körfunni, alls 11 leikir og viljum við í þakka þeim sem aðstoðuðu okkur með allt í kringum þessa leiki. Áfram Sindri!

Vrrbúrrr Vrr

srrrrrrrr rr rrrrrrrrrr

Órrrr rftrr rr rrrr rrrrrrrrrrðrrr rrrrrrrrrr r tírrrrrrr rrrrrrrrrrr rr rrrrrrrrrr rrrrrrrrrs

Helstu verkefni og ábyrgð ððððððððððððððððððððððððððððððððððððð ððððððððððððððððððððððððððððððððð

Gildi Vínbúðanna eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum

Hæfniskröfur rrrrrrrrrrrrrrrrrr rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

r rrrrrrrr rrrrrr ryrrrrr úr r vinbudin.is sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss

ÁsVR rrrrr 5r Vrrbúrrr rr rrrr rrrrs rrrrrr ÁsVR rr rr rrrr rrr rr rrrrrrr rrrrrrrrryrrrrrrrrr rrrrrrrr rr ryrrrryrr r rrrrr rrrrérrrrrbyrrrrrs Fyrrrrrrrr rrrr rr rrrrrrrrrrrrrr ré ðrrrrrrð rrrrrrrflrrrr rr rrrrrðrrrrr rrr rrr rrrrrrðð rrrrrrrrrr rr rrðrrrð rrrrrrrr rr rbyrrrs

Nrrrrr rððrýrrrrrr rrrðr Krrbrúr Mrrrr Mrrrrrrrrttir (rrr@rrrbrrrrsrr r s8s 8ssr)


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. apríl 2016

www.eystrahorn.is

Sporthallarleikarnir Laugardaginn 9. apríl fóru fram Sporthallarleikar í Bárunni. Þessir leikar eru hluti af því að hafa markmið og fara aðeins út fyrir þægindarammann eftir veturinn. Það voru 21 þátttakandi sem tók þátt í leikjunum og var mikið stuð og mikill keppnisandi, en aðallega hafði fólk gaman að þessu. Þátttökugjaldið var 1000 kr. og ákváðum við að fara með upphæðina á Krúttmagakvöld Lionskvenna sem haldið var til styrktar góðu málefni. Sporthöllin tvöfaldaði upphæðina og safnaðist rúm 40.000 kr. sem Lionskonur munu nýta á góðan hátt. Stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði. Vonum við að þátttakendur verði enn fleiri að ári. Kveðja Sandra og Kolla Sporthollin.is

Tilkynning

Vertu í takt Öll erum við leiðtogar á einn eða annan hátt í okkar lífi og daglega höfum við samskipti, tökum ákvarðanir og framkvæmum hluti sem hafa áhrif á aðra. Samskipti okkar hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd okkar og annarra. Sjálfsmynd er sú sýn sem við höfum af okkur sjálfum, sem leiðir okkur í gegnum daglegt líf og hefur áhrif á allt sem við gerum og segjum, hvort sem við erum meðviðuð um það eða ekki. Hún hefur áhrif á væntingar, upplifanir og mótast af þeirri þekkingu og reynslu sem við öðlumst. Jákvæð, sterk sjálfsmynd er mikilvæg öllum. Eftirfarandi eiginleikar í samskiptum eru til styrkingar og byggja á þremum grunnþáttum þjónandi forystu. Einlægur áhugi á velferð og hugmyndum annarra, sýndu einlægan áhuga og vertu meðvitaður um áhrif eigin athafna og orða. Vertu opinn, hlustaðu og undirbúðu þig og aðra. Félagsleg færni er að skynja og skilja umhverfi sitt, sýna virkan áhuga á hugmyndum og aðstæðum annarra, með samvinnu og hópefli. Þannig nærð þú betri tengingu, eflir samstöðu, vekur áhuga og gleði. Sjálfsþekking, að þekkja styrkleika og veikleika sína, efla eigin færni og innri styrk. Nýttu þér sjálfstyrkingu, horfðu í eigin barm. Sýndu tillitsemi, hvatningu og áhuga á velferð annarra, en sýndu samt festu. Vertu jákvæður, uppbyggjandi, góð fyrirmynd, ekki yfir aðra hafinn, vertu jafningi. Sýndu virðingu, yfirvegaðun. Færni þín byggist á þeirri sýn sem þú mótar með sjálfum þér. Hvati einstaklings í áhugavekjandi og gefandi samskiptum skilar honum alla leið. Lærðu að taka gagnrýni, sýndu öryggi en áttaðu þig jafnframt á að þú veist ekki allt, vertu í takt. Hafðu framtíðarsýn, nýttu reynslu þína og annarra, byggðu traust. Sýndu sjálfstæði, bjartsýni, þolinmæði, þjónustulund og lífsgleði, á hvaða aldri sem þú ert. Ekki bera þig alltaf saman við aðra, ekki horfa á óraunhæfar fyrirmyndir, gerviveröld tæknibrellna, hættu því. Breyttu þínum áherslum í átt að bættri líðan og heilsu. Finndu þér heilbrigð markmið sem hafa styrkjandi áhrif. Nýttu tilfinningu þín og hæfileika, sameiginleg hugsjón glæði vonir og drauma, sameinar. Horfðu til baka til að nýta þér þá þekkingu sem þú hefur, í því sem framundan er. Vertu þú sjálfur. f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Sólrún Auðbertsdóttir Hjúkrunarstjóri, heilsugæslu HSU í Þorlákshöfn

Vakin er athygli á að níu af hverjum tíu gróðureldum eru af mannavöldum. Einu náttúrulega orsakir gróðurelda eru vegna eldinga sem slá niður. Flestir gróðureldar verða á vorin og snemma sumars og það þarf enga langvarandi þurrka til þess að hætta á gróðureldum skapist. Sinubrenna er óheimil. Þó er ábúendum eða eigendum jarða á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður heimilt að brenna sinu samkvæmt skriflegu leyfi sýslumanns enda sé tilgangurinn rökstuddur og augljósir hagsmunir vegna jarðræktar eða búfjárræktar. Aldrei má brenna sinu þar sem almannahætta stafar af eða tjón getur hlotist af á náttúruminjum, fuglalífi, mosa, lyng- eða trjágróðri, skógi eða mannvirkjum. Er það tilmæli frá eldvaraeftirliti að farið verði eftir þessu ákvæði í lögum og að náttúru og dýraríki beri ekki skaða af einhverskonar fikti með óvarin eld. Eldvarnarfulltrúi

Takmörkuð þjónusta Vegna árshátíðaferðar starfsmanna verður takmörkuð þjónusta 15. - 17. apríl nk. Föstudagur og laugardagur opið kl. 18:00 – 21:00, eingöngu afgreidd pizza, bæði sent og sótt. Sunnudags matseðill gildir á ný kl. 18:00 – 21:00. Kveðja starfsfólk Hótel Hafnar


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Michelin CrossClimate Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Dekk sem henta margbreytilegum íslenskum aðstæðum sérlega vel og veita frábæra aksturseiginleika.

Michelin Energy Saver Margverðlaunuð fyrir veggrip, endingu og eldsneytissparnað.

Michelin Primacy 3 Einstakir aksturseiginleikar. Frábært grip og góð vatnslosun. Ein bestu sumardekkin á markaðnum í dag.

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940

Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18

Hluti af vorinu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.