Eystrahorn 15. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 15. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 27. apríl 2017

www.eystrahorn.is

Leikskólarnir Krakkakot og Lönguhólar sameinaðir undir stjórn Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra

Í byrjun þessa mánaðar tók sameinaður leikskóli á Höfn til starfa. Í leikskólanum stunda um 105 börn nám og starfsmenn eru 35 talsins. Leikskólastjóri hins sameinaða leikskóla er Maríanna Jónsdóttir leikskólakennari. Til hamingju með starfið, Maríanna!

Hvers vegna sóttist þú eftir þessu starfi og hvernig leggst það í þig? Starfið leggst vel í mig. Það er gaman að fá tækifæri til að móta nýjan leikskóla með gott fólk sér við hlið. Mannauðurinn er dýrmætur og ég hlakka til að kynnast börnum, foreldrum og starfsfólki betur. Ég er búin að vera svolítið mikið í skrifstofuvinnu og á hlaupum, en það mun breytast. Ég sótti um til að komast í krefjandi starf þar sem menntun mín og áhugi nýtist, til að taka þátt og hafa áhrif og til að auka þekkingu mína og reynslu. Mér fannst ég hafa eitthvað til málanna leggja. Hver er Maríanna Jónsdóttir? Ég fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 7. ágúst 1979. Ég er miðjubarn, dóttir Gunnhildar Elísabetar Ingimarsdóttur og Jóns Malmquist Einarssonar. Ég ólst upp í sveit á bóndabænum Jaðri í Suðursveit. Suðursveitin er minn uppáhaldsstaður. Ég á kærasta, Karl Jóhann Guðmundsson og son Jón Þormar Karlsson og svo er ég stjúpmóðir Evu Rutar og Jóhanns Más. Við búum inni í Nesjum í Hæðagarði 5, og erum á fullu að taka húsið í gegn. Ég tók leikskólakennaranámið frá Háskólanum á Akureyri og er búin að vinna á Lönguhólum síðan 1999. Ég tók landvarðarréttindi og fyrsta stig í klassískum söng og er búin að ljúka öllum námskeiðunum fyrir mastersgráðu í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands en á ritgerðina eftir. Ég hef mjög gaman af tónlist, menningu og ferðalögum og hef verið í stjórn í Ferðafélaginu. Ég hef tekið þátt í nokkrum leiksýningum og sungið með Hornfirska skemmtifélaginu, er í samkór Hornafjarðar og hef sungið með kvennakór Hornafjarðar. Allt mjög skemmtilegt. Ég hef farið í eina heimsreisu með bakpokann og með vinkonu minni sem var virkilega gefandi og lærdómsríkt. Ég myndi segja að ég sé náttúrubarn, get legið einhvers staðar í grasi og hlustað á fuglana og fylgst með þeim.

Hvernig leikskólastarf hugnast þér? Afslappað, skemmtilegt og lýðræðislegt! Mér hugnast að hafa leikinn í forgangi í öllu starfi, að hver og einn fái að njóta sín eins og hann er. Mér líður vel í fjölbreytileika og þannig starfsmannahóp vil ég hafa. Það er það besta fyrir börnin því þau eru líka jafn misjöfn og starfsfólkið. Ég vil að börn og starfsfólk fái að læra með því að gera og að þeim líði vel í skólanum sínum. Ég vil hafa allskonar efnivið, bæði leikföng sem börn þekkja að heiman og eins opinn efnivið sem er ögrandi fyrir börnin og krefst þess að þau hugsi meira skapandi. Ég vil geta nýtt allskonar efnivið sem er til í náttúrunni og einnig endurvinnanlegan efnivið og gefa hlutum nýtt líf með því að hanna eitthvað úr þeim. Ég vil hafa börnin og starfsfólkið sem mest inni í öllum hlutum, lýðræði, en ekki þó glundroða eða óvissu. Hver og einn verður að þekkja sitt hlutverk og vita hvað sé ætlast til af honum og að hann viti sín mörk. Svo vil ég eiga gott samstarf við foreldra og að þeir séu duglegir að fylgjast með og leggi eitthvað til málanna því hvert foreldri kemur alltaf með einhverja þekkingu inn í starfið. Ég vil að það sé mikið talað við börnin um allt, að þau fái að hafa áhrif og að það sé hlustað á þau. Ég vil að börn læri á náttúruna þ.e. gróður, dýralíf, veðráttu o.fl. bæði með því að leika sér frjálst og svo líka með kennslu. Ég vil hafa mikinn

metnað í leikskólastarfi. Listsköpun, tónlist, myndlist og allskonar svona „artí fartí“ er í uppáhaldi hjá mér, að hleypa fram af sér beislinu og koma með tilbreytingu inn í hversdagsleikann. Gera hluti ævintýralega, vaða í læki, upplifa og prófa sem mest, gera tilraunir. Ég vil að það sé til fjármagn til að hafa hluti í lagi í leikskóla því ef einhvers staðar á að vera fallegt þá er það í leikskóla. Svo væri virkilega gaman að vera með myrkvaherbergi og allskonar vísindi. Svo margt hægt að segja og tíminn breytir mér og öðrum og leikskólastarf er alltaf í þróun og þannig verður það að vera að vera með lifandi námskrá.

við gerum okkar besta í að upplýsa foreldra en miklu skiptir að foreldrar séu í góðu sambandi við leikskólann sérstaklega deildina sem barnið þeirra er á. Ásamt því að taka á móti nýju starfsfólki og þjálfa þau í starfið, sem er mjög mikilvægt.

Hvernig gengur að

Eitthvað að lokum?

sameina leikskólana?

Ég hef lært mikið af því að vinna í leikskóla bæði af starfsfólki, foreldrum og börnum og mér finnst ég eiga margt í mörgum. Ég föndraði á hurðina hjá mér á skrifstofunni setningu sem mér finnst eiga vel við: „Ekki láta það sem þú ræður ekki við, trufla það sem þú ræður við“. Ég vil koma því á framfæri að mér þykir alltaf vænt um þegar fólk hugsar til leikskólans og færir okkur eitthvað sem það hefur ekki þörf fyrir t.d í hlutverkaleikinn. Einnig væri gott ef einhver veit um gott fólk sem er til í að vinna á góðum stað eins og hjá okkur í leikskólanum að benda þeim á að hafa samband eða sækja um á netfangið mariannaj@ hornafjordur.is

Við erum að móta starfið í sameinuðum leikskóla og hlutirnir skýrast með degi hverjum. Ég er búin að taka viðtöl við starfsfólkið og fá frá þeim óskir um hvaða aldur þau myndu vilja vinna með og annað slíkt og fá ráðleggingar frá þeim. Deildirnar munu bera sömu nöfn og fyrir eru á Krakkakoti og Lönguhólum en það verður skipt á deildir eftir árgöngum. Það er búið að ganga frá því hverjir verða deildarstjórar og hverjir munu starfa á hverri deild. Svo er búið að sameina foreldraráðin. Starfsfólkið er á fullu í því að vinna að starfsmannahandbók, foreldrahandbók, dagskipulagi og leið til árangurs, svo eitthvað sé nefnt. Það er nóg framundan og


2

Fimmtudagurinn 27. apríl 2017

Kaþólska kirkjan

Sunnudaginn 30. apríl Messa kl. 12:00

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Andlát Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. Páll Dagbjartsson skipstjóri Hornafirði lést 18. apríl á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði Höfn.

Í FORMI

Útförin fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 28. apríl kl. 14:00

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Ekrumeistarinn í Hornafjarðarmanna verður spilaður fimmtudagskvöldið 4. maí kl. 20:00. Albert stjórnar. Hver verður næsti Ekrumeistari ?

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðausturlands verður haldinn í Ekru þriðjudagskvöldið 9. maí nk. kl. 20:30 Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á starfsemi félagsins og verkefnum. Kaffi á könnunni og allir áhugasamir hvattir til að mæta. Stjórn Krabbameinsfélags Suðausturlands.

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Þeir sem vilja minnast hans er bent á Skjólgarð Hornafirði Guðrún Magnúsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barna barnabörn

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Æfingar fyrir Í formi hefjast í næstu viku! Nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins http://iformi.is/. Hlökkum til að sjá ykkur!

Ungmennafélagið Sindri

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Reiðhjól til sölu Hjólið er TROCK- BRONCO verð 25.000.

Upplýsingar í síma 898-3746, Jón Ingi


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 27. apríl 2017

3

Leikhópur Grunnskóla Hornafjarðar

JÖKLAR Í BÓKMENNTUM, LISTUM OG LÍFINU

á Höfn í Hornafirði 28.-30. apríl 2017

Föstudagur 28. apríl: NÝHEIMAR

Frá vinstri: Íris Mist, Birna, Ástrós, Thelma, (neðri röð f.v.) Axel, Harpa Lind, Júlíus, Styrmir og Margrét. Nú er Leikhópur Grunnskóla Hornafjarðar komin heim af Þjóðleik, sem haldinn var helgina 21. – 23. apríl. Þjóðleikur er leiklistarhátíð unglinga á aldrinum 14 – 20 ára sem haldinn er annað hvert ár. Hópurinn sýndi tvær sýningar í Listasafni Árnesinga. Við fengum góðar mótttökur gesta og stórðu nemendur sig með stakri prýði. Leikritið verður svo sýnt hér á Hornafirði þegar nemendur koma heim frá Laugum í Sælingsdal. Leikritið heitir Loddararnir og er eftir Snæbjörn Brynjarsson. Hann var ásamt öðrum rithöfundum fenginn til að skrifa fyrir unglinga af Þjóðleik. Leikendur eru 9 talsins og leikstjóri er Kristín G. Gestsdóttir. Leikhópurinn mun fara á Egilsstaði 6. maí og sýna leikritið á Þjóðleik á Austurlandi. Kristín G. Gestsdóttir

RAÐHÚS TIL SÖLU Til sölu bjart og rúmgott endaraðhús á Sandbakka 10. Eignin er samtals 137,2 m2

Verð: kr. 33.000.000 Allar nánari upplýsingar veitir Auðun Helgason, hdl. í síma 659-0446.

Nýjar lausar lóðir á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið breytingu á deiliskipulagi HSSA sem snýr að stofnun fimm nýrra íbúðalóða við norðurenda Júllatúns. Um er að ræða lóðir að Júllatúni 17, 19 og 21 sem og lóðir að Júllatúni 8 og 10. Lóðirnar eru nú lausar til umsókna og fer umsókn fram í gegnum íbúagátt. Frekari upplýsingar um lóðirnar má finna inni á vefsíðunni www.map.is/hofn með að kveikja á þekjunni Skipulagsstofnun Deiliskipulag. Reglur um niðurfellingu gatnagerðargjalda gilda ekki um nýjar lóðir á Júllatúni og mun úthlutun vera í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða sem er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til að skila inn lóðaumsókn er til 11. maí 2017. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

16:30 Mæting á ráðstefnuna, ráðstefnugögn afhent. 16:45 Setning ráðstefnunnar: Ávarp bæjarstjóra. 16:50 Karlakórinn Jökull flytur Jökulinn (lag: Jóhann Morávek, ljóð: Guðbjartur Össurarson). 16:55 Kynningar á ljósmyndasýningu og kortasýningu í Nýheimum. 17:00 Opnunarfyrirlestur í Nýheimum: Steinunn Sigurðardóttir: Jökullinn og tíminn: Við upphaf jöklaráðstefnu. 17:40 Opnun málverkasýningar í Listasafni Svavars Guðnasonar og kokteill. 18:15 Sýning á Jöklalandi eftir Gunnlaug Þór Pálsson.

Laugardagur 29. apríl NÝHEIMAR 10:00 10:40 11:10 11:30 12:10 12:20 13:30 13:40 14:20 15:00 15:20 15:30 16:10

Fyrirlestur: Oddur Sigurðsson: Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra. Fyrirlestur: Julian D‘Arcy: Um enska þýðingu og ‚þverfagleika‘ í Jöklabók Helga Björnssonar. Kaffi og opnun á handverkssýningu og teikningum barna á bóksafni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í Nýheimum. Fyrirlestur: Kristján Jóhann Jónsson: „Taugarnar þúsundir ísvetra ófu“ (jöklarnir í lundarfari landans). Ljóðalestur: Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur les úr Frostfiðrildum (1. hluti). Hádegishlé. Ljóðalestur: Linda Vilhjálmsdóttir les úr Frostfiðrildum (2. hluti). Fyrirlestur: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir: VÁ! Upplifun af undrun og ægifegurð andspænis jöklinum. Fyrirlestur: Hlynur Helgason: Jökullinn fangaður í mynd — birtingarmyndir íslenskra jökla í myndlist í ljósi kenninga breska gagnrýnandans Johns Ruskin. Kaffi og meðlæti. Ljóðalestur: Linda Vilhjálmsdóttir les úr Frostfiðrildum (3. hluti). Fyrirlestur: Sveinn Yngvi Egilsson: Fagurfræði íssins: Jöklar og háleit orðræða. Fyrirlestur Jón Yngvi Jóhannsson: Umhverfis jökla með Bjarti og Bensa. Dvöl og barátta í Aðventu og Sjálfstæðu fólki.

Sunnudagur 30. apríl HOFFELL 10:00 10:40 11:20 12:00 13:00 13:40

Fyrirlestur: Soffía Auður Birgisdóttir: Fegurð og vábrestir í jökulheimum: Af jöklum í íslenskum bókmenntum. Fyrirlestur: Þorvarður Árnason: Með jökulinn í blóðinu – lifun og sjónarvottun klakabrennunnar. Gönguferð um Hoffellsjöklulssvæðið undir leiðsögn Þorvarðar og Þrúðmars í Hoffelli. Hádegishlé. Lokafyrirlestur og upplestur: Ófeigur Sigurðsson: Táknsæi jökla. Samantekt og ráðstefnulok.


4

Fimmtudagurinn 27. apríl 2017

Staðan í leikskólamálum á Höfn

Eystrahorn

Vinnustofan Rún opnuð

Arkitektastofan Arkþing hannaði þennan glæilega leikskóla í góðu samstarfi við leikskólasamfélagið.

Síðasta ár hefur staðið yfir undirbúningur að því að sameina leikskólana Krakkakot og Lönguhóla í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá 1. október 2015. Þann 1. apríl s.l. tók sameinaður leikskóli á Höfn formlega til starfa undir stjórn Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra en hún hefur verið leikskólastjóri yfir báðum leikskólunum frá áramótum. Elínborg Hallgrímsdóttir gegnir stöðu aðstoðarleikskólastjóra og Þóra Jóna Jónsdóttir gegnir stöðu umsjónarmanns stoðþjónustu við skólann. Bæjarstjórn ákvað að byggja við og endurbæta húsnæðið sem Lönguhólar eru nú í á Kirkjubraut 47. Arkitektastofan Arkþing hannaði bygginguna í góðu samstarfi við starfsfólk leikskólanna, starfshóp um breytingar í leikskólamálum og foreldra leikskólabarna. Útboði í framkvæmdir er lokið og verið er að ganga frá samningum við byggingarfyrirtækið Karlsbrekku. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og verður það eitt af fyrstu verkefnunum að færa starfsmannahúsið sem nú er við Lönguhóla yfir á lóð Krakkakots ásamt því að setja þar niður lausar stofur. Þegar aðstaðan í þessu viðbótarhúsnæði er tilbúin verður öll leikskólastarfsemi samankomin á lóð Krakkakkots, húsnæði Lönguhóla verður lokað og hafist handa við nýja byggingu. Við flutninginn verða árgangar barnanna og starfsmannahópar beggja leikskólanna sameinaðir.

Aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2017 laugardaginn 29. apríl kl. 15:00 Í félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2. Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar 3. Lagabreytingar 4. Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs 5. Kjör félagslegra skoðunarmanna 6. Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess 7. Ákvörðun félagsgjalds 8. Önnur mál Að loknum fundi verður boðið upp á kvöldverð og stutta skemmtidagskrá. Félagsmenn sem ætla að taka þátt í kvöldverði og skemmtidagskrá eru beðnir um að skrá sig á skrifstofu félagsins fyrir 26. apríl. Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins og miðast við þá sem taka þátt í kvöldverði. Skráið ykkur á næstu skrifstofu félagsins. Ársreikningar félagsins og tillögur að lagabreytingum liggja fyrir á skrifstofum félagsins viku fyrir aðalfund. AFL Starfsgreinafélag

Síðastliðinn föstudag opnuðu þær Eyrún Axelsdóttir og Guðrún Ingólfsdóttir listavinnustofu sína á Hafnarbraut 34, þar sem efnalaug Dóru var áður til húsa. Vinnustofan fékk nafnið RÚN sem er tilvísun í endingu á nafni þeirra beggja. Eyrún vinnur í ull, pappír, olíu, vatnsliti ofl. Guðrún vinnur í leir, postulín, acrýl, með kerta gerð ofl. Verk þeirra verða til sölu hjá þeim og er vinnustofan opin alla virka daga 10-18.

VORTÓNLEIKAR KVENNAKÓRS HORNAFJARÐAR Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika sína í Hafnarkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 20:00. Efnisskráin er að vanda fjölbreytt og metnaðarfull. Stjórnandi kórsins og undirleikari er Heiðar Sigurðsson. Miðaverð kr. 2.500,Ekki tekin kort


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 27. apríl 2017

Frá Búnaðarsambandi Austur-Skaftfellinga

5

Sýningin Nágranni minn Jökull Opnar föstudaginn 28. apríl kl. 17:40 í Listasafni Svavars Guðnasonar Á sýningunni verða verk eftir Ásgrím Jónsson, Svavar Guðnason, Jón Þorleifsson, Bjarna Guðmundsson, Höskuld Björnsson og fleiri, sem öll tengjast jöklum í Austur Skaftafellssýslu

Stjórn BASK frá vinstri Erla Rún Guðmundsdóttir ritari, Þórey Bjarnadóttir formaður og Hólmfríður Guðlaugsdóttir gjaldkeri. Aðalfundur Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga var haldinn í Mánagarði 10. apríl síðast liðinn. Á fundinum voru rædd ýmis mál sem viðkoma bændum í sýslunni eins og t.d skipulag fjallskila, refa- og minkaveiðar, ágangur gæsa, helsingja og álfta á ræktað land bænda, notkun raforku til sveita og orkuöflun á bújörðum. Í lok fundar var kosið í stjórn og í fyrsta skipti í sögu búnaðarsambandsins er stjórnin eingöngu skipuð konum. Stjórnin

Opnun sýningarinnar tengist ráðstefnunni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu, sem fram fer dagana 28. apríl til 30. apríl í Nýheimum. Allir velkomnir Léttar veitingar

Fuglamerkinganámskeið Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og FAS bjóða upp á námskeið í fuglamerkingum. Námskeiðið er fyrsta stig í fuglamerkingum sem gerir þátttakendur hæfa til að merkja fugla undir umsjón annarra. Innihald: Greining tegunda, aldurs og kyns Vigtun og vængmælingar Merkingar Skráning Haldið 2., 3. og 4. maí kl. 8:00-11:00 Kennarar: Björn Arnarson og Brynjúlfur Brynjólfsson. Verð: 10.000- kr Skáning og upplýsingar: fas@fas.is og 870-8070.

Innskráning nýnema í Grunnskóla Hornafjarðar Innritun barna sem fædd eru árið 2011 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2017 fer fram í Grunnskóla Hornafjarðar 2.-5. maí 2017. Skráning fer fram í síma 470 8430 og á netfanginu daddar@hornafjordur.is Verðandi nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra fá bréf í sumar með upplýsingum um skólastarfið en skóli verður settur 22. og 23. ágúst 2017. Skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar

Laust til umsóknar starf skrifstofumanns Laust er til umsóknar tímabundið starf skrifstofumanns hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi á sýsluskrifstofunni á Höfn í Hornafirði. Um er að ræða 50% starf tímabundið í eitt ár. Helst þarf starfsmaðurinn að geta byrjað 1. júní nk., ef ekki þá, þá sem fyrst eftir það tímamark. Starfið felst í almennri skrifstofuvinnu, símsvörun afgreiðslu o.fl. Kröfur sem gerðar eru til umsækjanda: • Almenn tölvukunnátta er skilyrði. • Skipuleg og áreiðanleg vinnubrögð • Jákvæðni og frumkvæði • Góð almenn íslenskukunnátta • Grunnþekking í ensku • Góð og lipur samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini Ekki eru gerðar menntunarkröfur en góð almenn menntun sem og reynsla af skrifstofustörfum er kostur. Starfið er unnið í dagvinnu, sveigjanlegur vinnutími að hluta til. Kjör eru skv. kjarasamningi SFR og ríkisins. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Umsóknir skal senda á netfangið kristinth@syslumenn.is. Upplýsingar gefur Kristín Þórðardóttir settur sýslumaður í síma 458-2800 eða kristinth@syslumenn.is. Sýslumaðurinn á Suðurlandi


6

Fimmtudagurinn 27. apríl 2017

Eystrahorn

Að vera með heyrnartæki og njóta þeirra 20% fólks á aldrinum 40 til 60 ára eru heyrnarskert og margir gera sér ekki grein fyrir því og halda að sá vandi sem þeir verða varir við stafi af einhverju öðru. Sá sem hefur grun um að hann sé ef til vill með heyrnarskerðingu þarf fyrst að fara í heyrnargreiningu og ef grunurinn reynist réttur þá er ráðlagt að fá heyrnartæki til reynslu. Gott er að hafa einhvern nákomin með sér því ef aðstandendur skilja vel hvers sé að vænta gengur betur að venjast tækjunum. Um leið og heyrnartæki eru sett upp þarf maður að læra að heyra á ný. Heilinn fær boð um ný hljóð sem hann hefur ekki fengið í langan tíma. Fyrir marga hefst aðlögunartími sem krefst þjálfunar. Í fyrstu finnst manni sum hljóð hávær og þreytandi. Það er mjög eðlilegt. Heilinn vinnur á fullu við að greina hljóðin. Með þolinmæði og jákvæðu hugarfari næst fljótt árangur og tækin verða ómissandi. Heyrnin skerðist venjulega á löngum tíma og maður er oftast nokkur ár að sætta sig við að hún hafi dofnað og að það þurfi að gera eitthvað í því. Samkvæmt þessu hefur maður smám saman sætt sig við að lifa í fábreyttari hljóðheimi. Maður heyrði t.d. ekki tif í úri, skrjáf í dagblaði, glamur í borðbúnaði, núningshljóð í fötum, fótatak, hvin frá bílvél, fuglasöng eða þyt í laufi. Að venjast mismunandi hljóðumhverfi Maður venst heyrnartækjunum fljótar að vera með heima heldur en í meira krefjandi hljóðumhverfi, svo sem í vinnunni eða á mannamótum. Þessar aðstæður geta tekið á og maður getur þurft að leggja töluvert á sig í upphafi. Ef eftirfarandi leiðbeiningum er fylgt næst fljótlega árangur. • Ef hávaði er í umhverfinu á að snúa baki í mesta hávaðann. • Í miklu skvaldri, s.s. á veitingastað er best að sitja sem næst viðmælanda og andspænis honum, þá gengur samtalið vel. • Sitja á tvo til þrjá metra fá sjónvarpinu og hljóðstyrkur þess á að vera hæfilegur fyrir þá sem hafa fulla heyrn. Velja á fjarlægð frá sjónvarpinu eða breyta styrkstilli á heyrnartækjunum þannig að hljóðið sé notalegt. Það sama gildir um útvarp. Því nær sem er setið þeim mun betur heyrist og umhverfishljóðin trufla minna.

Það sem nýjir heyrnartækjanotendur spyrja oftast um Munu heyrnartæki endurnýja heyrnina? Heyrnartæki hjálpa upp á heyrnina og bæta hana en þau geta ekki endurnýjað hana fullkomlega. Algengasta heyrnartap stafar af skemmd á örfínum skynhárum í innra eyranu. Þessi skemmd er ólæknandi eins og er. Hversu langan tíma tekur að venjast heyrnartækjum? Sá sem hefur verið heyrnarskertur í mörg ár án þess að nota heyrnartæki þarf að fara í gegnum endurhæfingu sem fellst í því að þekkja á ný hljóð sem eru gleymd. Það er mjög mismunandi hversu langan tíma endurhæfingin tekur. Í hreinskilni sagt getur hún verið erfið en í flestum tilvikum er hún mjög auðveld. Mikilvægt er að fara eftir því sem heyrnarfræðingurinn ráðleggur og hafa í hug að um er að ræða þjálfum sem á að skila árangri. Það að ákveða að bæta heyrnina eykur lífsgæði umtalsvert og jafnvel heilsuna. Geta heyrnartæki skemmt heyrnina? Nei. Nútíma heyrnartæki vinna þannig að þau draga úr mögnun háværra hljóða þannig að hljóð heyrast vel en ekki of hátt. Heyrnarfræðingur sníður virkni tækjanna að þörfum þess sem notar þau. Heyrnartæki virkja á ný heyrnarsvæði heilans og við það eykst til muna talskilningur. Hversu lengi endast heyrnartæki? Venjulega er gert ráð fyrir að heyrnartæki endist að meðaltali í 5 ár. Sum tæki geta enst lengur. Til að lengja endingartíma tækjanna er nauðsynlegt að fara eftir leiðbeiningum sem fylgja með þeim og einnig ábendingum heyrnarfræðings um daglega umhirðu.

Góð heyrn glæðir samskipti. Þess má geta að rannsóknir sýna að notkun heyrnartækja bætir félags- og tilfinningalíf fólks og hæfni þess til samskipta. Allar nánari upplýsingar má finna á www.heyrn.is Ellisif K. Björnsdóttir heyrnarfræðingur

Atvinna

Starfsmann vantar til sumarafleysinga frá 15. maí til 15. september hjá Eimskip á Höfn.

Karlakórinn Jökull og Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað mun standa fyrir Harmonikkudansleik í Sindrabæ 29. apríl nk.,

Bílpróf nauðsynlegt og lyftarapróf æskilegt. Upplýsingar veitir Þorgeir í síma 894-4107. dansleikurinn hefst kl 22:00. Á efniskrá okkar eru valinkunn danslög sem báðir kórarnir syngja.

Harmonikkuball Karlakórinn Jökull og Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað mun standa fyrir Harmonikkudansleik í Sindrabæ 29. apríl nk. dansleikurinn hefst kl 22:00. Á efniskrá okkar eru valinkunn danslög sem báðir kórarnir syngja.

29. apríl

Karlakórsmenn sjá um að skipta liði og syngjaKarlakórinn undir slagföstu Jökull og undirskili beggja kóranna.

Karlakórinn Ármenn frá Neskaupstað mun standa fyrir Hlökkum til að sjá Harmonikkudansleik sem flesta og eiga ánægilegar samverustund svona rétt eftir í Sindrabæ 29. apríl nk., páskanna. dansleikurinn hefst kl 22:00. Á efniskrá okkar eru valinkunn danslög sem báðir kórarnir syngja. Karlakórsmenn sjá um að skipta liði og syngja undir slagföstu undirskili beggja kóranna.

Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga ánægilegar samverustund svona rétt eftir páskanna.


Eystrahorn STARF Í BOÐI

Bíldudalur

Almenn afgreiðsla

Gjögur

Húsavík

Höfn

Reykjavík

Flugfélagið Ernir óskar eftir að ráða einstakling til starfa á Höfn í Hornafirði. Starfið felur í sér almenn afgreiðslustörf, símsvörun, bókanir í flug, innritanir, hleðslu á flugvélum, útkeyrslu og annað tilfallandi. Óskað er eftir einstaklingi með hæfni í mannlegum samskiptum, bílpróf, öguðum vinnubrögðum og góðri enskukunnáttu. Umsóknir sendist til Vigdísar á netfangið hofn@ernir.is en umsóknarfrestur er til 1. maí næstkomandi.

Flugfélagið Ernir símar: 562 2640 og 478 1250 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is

Vestmannaeyjar


Eystrahorn

BÆNDUR ATHUGIÐ!

Ærblanda SS er óerfðabreytt kjarnfóðurblanda framleidd af DLG fyrir íslenska sauðféð

• Orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hrápróteini. • Gott jafnvægi í steinefnum og snefilefnum og rík af kalsíum, fosfór og magnesíum.

Kjarnfóðrið inniheldur ekki erfðabreytt hráefni Saltsteinn fyrir kindur Salto får

Bætiefnafata fyrir kindur Vitlick Soft Sheep

• Inniheldur stein- og snefilefni • Inniheldur ekki kopar • Inniheldur selen

-10 kg steinn

Steinefna- og snefilefnaríkt og hentugt með vetrarfóðrun • Án kopars • Hátt seleninnihald - 15 kg fata

Sáðvörulista 2017 er að finna á heimasíðu Sláturfélags Suðurlands, www.ss.is

SS og bændur styðja enn og aftur við bakið á Krabbameinsfélaginu! VERÐ án vsk: Hvítt, grænt (750*0,025*1500): 9.100 kr Svart (750*0,025*1500): 8.950 kr Bleikt og blátt (750*0,021*1900): 10.900 kr

400 kr af hverri seldri rúllu af bláu og bleiku plasti rennur til Krabbameinsfélagsins.

Rúlluplastið

sem bændur treysta

Sölumaður Bjarni Hákonarson sími 894-0666. Sláturfélag Suðurlands svf.

Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 575 6000

www.ss.is


Eystrahorn

Óskum starfsfólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn, 1. maí

Skinney Þinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / sth@sth.is


Eystrahorn

,,Húsnæðisöryggi - sjálfsögð mannréttindi!“ AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins. 1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum: Vopnafirði Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00. Kaffiveitingar. Tónlistaratriði. Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir. Borgarfirði eystri Hátíðardagskrá verður í Álfheimum kl. 12.00. Súpa og meðlæti. Ræðumaður: Reynir Arnórsson. Seyðisfirði Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00. Kaffiveitingar og skemmtiatriði. Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir. Egilsstöðum Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10.30. Morgunverður og tónlistaratriði. Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir. Reyðarfirði Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:30. Kaffiveitingar og tónlist. Ræðumaður: Grétar Ólafsson. Eskifirði Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Tónskóli Reyðarfjarðar. Ræðumaður: Grétar Ólafsson.

Neskaupstað Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14 :00. Kaffiveitingar. Tónlistaratriði: Félag harmonikkuunnenda Neskaupstað. Ræðumaður: Sverrir Kristján Einarsson. Fáskrúðsfirði Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúð kl. 15:00. Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður: Jökull Fannar Helgason. Stöðvarfirði Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00. Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson. Breiðdalsvík Hátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli kl. 14:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson. Djúpavogi Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 11:00. Morgunverður og tónlistaratriði. Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson. Hornafirði Hátíðardagskrá á Z Bistro kl. 14:00, kaffiveitingar. Lúðrasveit Hornafjarðar, leikhópur FAS, tónlistaratriði. Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson. AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.