Eystrahorn 17. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 11. maí 2017

17. tbl. 35. árgangur

Boltinn farinn að rúlla

Fótboltasumarið er hafið hjá Sindramönnum sem hefur byrjað með látum. Þeir hafa þegar sigrað tvo bikarleiki, Hött 5-4 og Huginn 4-1 í framlengingu. Eins og flestir vita drógust þeir síðan á móti FH í 32 liða úrslitum í bikarkeppni og verður sá leikur í Kaplakrika 18. maí næstkomandi. Síðastliðinn laugardag hófu þeir leik í deildinni og gerðu þá 2-2 jafntefli við nýliða Tindastóls. Tindastóll komst tvívegis yfir í leiknum. Mate Paponja sá um að jafna fyrir Sindra í bæði skiptin eftir að hafa verið færður framar á völlinn úr vörninni og kom síðara markið líklega á 95. mínútu leiksins en dómarinn bætti við 6 mínútum vegna tafa. Tindastólsmenn fengu dæmda vítaspyrnu í fyrri hálfleik og gerði Róbert Marwin Gunnarsson sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Hann var síðan valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Sindra. Í þeim leikjum sem þegar hafa farið fram hafa mótherjarnir skorað eitt sjálfsmark, Mate Paponja hefur skorað fjögur mörk, Nedo Eres hefur skorað þrjú mörk, og þeir Seval Zahirovic, Tómas Leó

Ásgeirsson og Mirza Hasecic eitt mark hver. Um næstu helgi eiga báðir meistaraflokkarnir útileiki á Suðurnesjunum.

Strákarnir spila á móti Njarðvík á laugardaginn kl. 14:00 og stelpurnar spila sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna á móti Keflavík á sunnudaginn kl. 14:00. FH - Sindri á Kaplakrika 18. maí.

Á sjó - Áhugavert erindi í Nýheimum á föstudag Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri fór haustið 2016, ásamt um 600 nemum, í 18.000 sjómílna ferðalag. Ferðin tók fjóra mánuði í 24.000 tonna fljótandi háskóla. Heimsótt voru 12 lönd og siglt um fimm af heimshöfunum sjö. Edward mun segja frá ferð sinni í sal Nýheima á föstudaginn 12. maí kl.17:00. Í erindinu segir hann ferðasögu sína og þættir saman pælingar um ferðamál, persónulegan lærdóm og hvað háskólasamfélagið getur lært af fljótandi háskóla hafanna. Erindið er í léttum dúr, á íslensku og öllum aðgengilegt. Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Háskólaskipið í Panamaskurðinum á ferð þeirra um höfin. Mynd: Edward Huijbens

Vakin er athygli á að samkvæmt nýjum reglum Póstsins um dreifingu fjölpósts sem tók gildi 1. maí ábyrgist Pósturinn ekki örugga dreifingu á fjölpósti á fimmtudögum og áskilur sér rétt til að nota föstudaginn líka til þess og miðvikudaga þegar það á við.


2

Fimmtudagurinn 11. maí 2017

Kaþólska kirkjan

Sunnudaginn 14. maí Messa kl. 12:00 Ungmennafélagið Sindri óskar að fá leigt herbergi með aðgengi að salerni og helst með eldunaraðstöðu líka. Upplýsingar í síma 869-8650 (Jóna Benný)

Eystrahorn

Andlát Pétur Haukur Jónsson var fæddur í Akurnesi í Hornafirði 2. nóvember 1939 og átti þar heima alla tíð. Hann lést á hjartaskurðdeild Landspítalans við Hringbraut 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Guðmundsdóttir húsmóðir f. í Hoffelli 1.6.1901, d. 4.8.1985 og Jón J. Malmquist, bóndi, síðast í Akurnesi f. á Kleifarstekk í Breiðdal 12.10.1888, d. 26.3.1956. Pétur Haukur var tíundi í röðinni af tólf systkinum en þau eru: Hallgerður f. 1920, d. 2001, Björg f. 1922, d. 2009, Guðmundur f. 1924, Skúli f. 1926, Anna f. 1927, Unnur f. 1929, Egill f. 1930 d. 2008, Þóra Ingibjörg f. 1933, Hanna f. 1937, Droplaug f. 1943 og Ragnar f. 1946. Árið sem Pétur Haukur fæddist flutti fjölskyldan frá Hoffelli að Akurnesi, nýbýli úr landi Árnaness, sem foreldrar hans höfðu byggt og bjuggu þar síðan með sauðfé, kýr og kartöflurækt. Pétur Haukur ólst upp við búskap eins og hann gerðist á hans uppvaxtarárum og upplifði þá miklu tæknibyltingu sem síðan varð. Hann lauk skyldunámi um fermingu að þeirra tíma hætti, en fór síðan haustið 1957 til náms við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1959. Hann naut dvalarinnar þar og vitnaði oft til þess tíma og eignaðist þar góða vini sem hann hélt vinskap við alla tíð. Pétur Haukur var 10 ára þegar fyrsta dráttarvélin var keypt að Akurnesi og þrátt fyrir ungan aldur varð hann fljótlega aðalökumaðurinn á þeirri vél. Þarna kom strax í ljós að hann var vélamaður að upplagi og hafði góða tilfinningu fyrir stjórn tækja. Á unglingsárum fór hann að vinna á skurðgröfu og að loknu námi á Hvanneyri hélt hann því áfram ásamt því að stunda ýmsa aðra vinnu. Í byrjun sjöunda áratugarins keypti Pétur Haukur Chevrolet vörubíl og hóf eigin rekstur. Fljótlega keypti hann skurðgröfu og gróf mikið af framræsluskurðum fyrir bændur bæði í Austur-Skaftafellssýslu og á sunnanverðum Austfjörðum. Einnig vann hann að fleiri verkefnum svo sem uppmokstri úr húsgrunnum, malarkeyrslu o.fl. Pétur Haukur stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur allt fram á síðasta dag. Útför Péturs Hauks fer fram frá Hafnarkirkju, laugardaginn 13. maí nk. kl. 11:00. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Laxá.

Aðalfundur Skógræktarfélags Austur Skaftafellssýslu verður haldin þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 17:00 í fundarsal Ráðhúss.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf • Skýrsla stjórnar • Reikningar félagsins lagðir fram • Kosning stjórnar 2. Framkvæmdir í Hafnarskógum 3. Framkvæmdir í Haukafelli 4. Önnur mál. Við hvetjum alla áhugasama um skógrækt og Haukafell að koma og gerast félagar Stjórnin


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 11. maí 2017

3

Matráður óskast

Matráður óskast í veitingasölu Nýheima fyrir næsta vetur. Upplýsingar veitir Eyjólfur Guðmundsson í síma 470-8070 eða eyjo@fas.is Umsóknir sendist á eyjo@fas.is

í Vöruhúsinu Við viljum bjóða þér á opið hús í Vöruhúsinu föstudaginn 12. maí frá kl. 15:00 til 17:00.

Bifreiðaskoðun á Höfn 15., 16. og 17. maí.

Til sýnis verða verkefni nemenda FAS og Grunnskóla Hornafjarðar, ásamt verkefnum sem bæjarbúar eru að fást við í Fab Lab smiðjunni, saumastofunni, ljósmyndastúdíóinu og aðstöðu tónlistarmanna.

Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn12. maí. Næsta skoðun 19., 20. og 21. júní. Þegar vel er skoðað

Kynningarfundur um skipulagsmál Kynningarfundur um lýsingu að nýju deiliskipulagi námu ofan Einholtsvatna, námu í Skógey, námu í Hornafjarðarfljótum og námu í Djúpá verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 12:00 í fundarsal 3. hæð í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 Höfn.

#Ljósmynd frá síðasta opna húsi

Allir velkomnir! Nemendur FAS í matreiðslu bjóða upp á léttar veitingar!

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI


4

Fimmtudagurinn 11. maí 2017

Eystrahorn

Vortónleikar Gleðigjafa verða í Hafnarkirkju

sunnudaginn 14. maí kl. 17:00 Fjölbreytt efnisskrá. Stjórnandi Guðlaug Hestnes, undirleikari Gunnar Ásgeirsson, harmonikka Haukur Þorvaldsson og einsöngvari séra María Rut Baldursdóttir, sem einnig mun munda fiðluna sína. Aðgangseyrir kr. 1.500.

Trjáplöntur,fjölær blóm og fleira Opnunartilboð

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir umsóknum í lönd til sláttar og beitar í landi Hafnar. Öll gögn er málið varðar má nálgast inni www.hornafjordur.is eða í afgreiðslu sveitarfélagsins í Ráðhúsi. Umsóknarfrestur er frá 11. maí til og með 26. maí 2017 og skal skila inn umsóknareyðublöðum á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsóknir skulu berast í gegnum tölvupóst á afgreidsla@hornafjordur.is eða skriflega í afgreiðslu ráðhúss sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Róbertsson á netfanginu gunnlaugur@hornafjordur.is

35% afsláttur af Runnamuru (2L pottur) og Birki (3L pottur).

GÖNGUM SAMAN Á MÆÐRADAGINN 14. MAÍ Gengið verður frá sundlauginni kl. 11:00 og í ár verður farin ein vegalengd, 4 km. Létt upphitun og jóga fyrir gönguna. Göngugarpar fá frítt í sundlaugina að göngu lokinni. Gangan er gjaldfrjáls en tekið er á móti frjálsum framlögum. Flottur söluvarningur og skemmtileg stemning! Öll fjölskyldan hjartanlega velkomin. Ákveðið hefur verið að þetta sé síðasta stóra gangan (í bili allavega). Mætum hress og styrkjum frábært málefni.

Opnum föstudaginn 12 maí. Opið virka daga kl. 13:00 -18:00 Laugardaga kl. 11:00 - 16:00

Verið velkomin

Gróðarstöðin Dilksnesi


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 11. maí 2017

Mæðradagskaffi á Smyrlabjörgum Kaffihlaðborð fyrir alla fjölskylduna sunnudaginn 14. maí kl. 15:00 - 16:30. 1500- kr. og frítt fyrir 10 ára og yngri Allir velkomnir Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum

5


6

Fimmtudagurinn 11. maí 2017

Eystrahorn

Ráðstefna um Íslenska þjóðfélagsfræði Þekkingarsetrinu Nýheimum 12.-13.maí 2017

Föstudagurinn 12.maí 8:45 - 9:00 setning ráðstefnunnar: Hugrún Harpa, forstöðumaður Nýheima Þekkingarseturs 9:00 - 10:00 Lykilfyrirlesari 1, Gísli Pálsson: Jarðsambönd mannaldar Stofa 202 - kl. 10:15 - 12:15 Edward H. Huijbens: Ferðamennska og mannöldin Geir Gunnlaugsson: Ebólufaraldur í Vestur-Afríku: Frá leðurblökum og villibráð til alþjóðlegrar heilbrigðisógnar Stefán Ólafsson: Hefur Hnattvæðingin brugðist? Þorvarður Árnason: Vísindi, sannlíki og loftslagsbreytingar Stofa 202 - kl. 13:30 - 15:00 Margrét Einarsdóttir: Matarsóun – eitthvað fyrir félagsvísindi? Stefán Hrafn Jónsson: Fordómar á grundvelli holdafars í íslensku samfélagi Auður Magndís Auðardóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir: ,,Þau vita bara að ég er einhver svona somebody”. Um félagsauð foreldra innan íslensks grunnskólakerfis Stofa 202 - kl. 15:15 - 16:45 Jónína Einarsdóttir: Sumardvöl barna í sveit: Ástæður & reynsla Arndís Vilhjálmsdóttir: Tekjuójöfnuður í hverfasamfélögum og andleg heilsa: lýðgrunduð rannsókn meðal íslenskra unglinga Berglind Rós Magnúsdóttir og Auður Magndís Auðardóttir: Val á búsetu og grunnskóla meðal íslenskra foreldra á StórReykjavíkursvæðinu

Stofa 203 - kl. 10:15 - 12:15 Einar Guðbjartsson: Áhættulaust vaxtastig – hvar skal byrja? Þórólfur Matthíasson og Eyjólfur Sigurðsson: Resource Rent spillover to fishermen remuneration Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason: Endurskoðunarnefndir og framtíðin: Markmið og tilgangur Vífill Karlsson: Áhrif ferðaþjónustu á lýðfræði sveitarfélaga Stofa 203 - kl.13:30 - 15:00 Jón Gunnar Bernburg: Fjöldamótmæli á Íslandi, 1998-2016: Breyttar átakalínur? Eva Önnudóttir og Eva Hlynsdóttir: Constituency Service in Iceland and the Importance of the Centre-Periphery Divide Pétur Pétursson: Aðgreining ríkis og kirkju á 21. öld - staða þjóðkirkju í fjölmenningarþjóðfélagi Stofa 203 - kl.15:15 - 16:45 Íris Ellenberger: Átök, samblöndun og mót menningar í Reykjavík 1890–1920 Örn D. Jónsson: TAMIN THE ELEMENTS Freydís Jóna Freysteinsdóttir: Kvenmorð á Íslandi undanfarna þrjá áratugi

Laugardagurinn 13.maí 9:00 - 10:00 Lykilfyrirlesari 2, Sigrún Ólafsdóttir: Sjúkdómsvæðing geðrænna vandamála: Ísland í alþjóðlegu samhengi Stofa 202 - kl. 10:15 - 12:15 Gunnþóra Ólafsdóttir: Mannöldin og blómstrun manneskjunnar Eyrún Jenný Bjarnadóttir: „Ókei, ég kaupi bara í matinn það sem er til“: Um áhrif ferðaþjónustu í einstökum samfélögum Lilja Rögnvaldsdóttir: Erlendir ferðamenn á Höfn, Siglufirði, Húsavík og í Mývatnssveit sumarið 2015 Vífill Karlsson 1: Áhrif ferðaþjónustu fasteignaverð

Stofa 203 - kl. 10:15 - 12:15 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir: Eru gæði gagna í netkönnunum jafn mikil og í póstkönnunum? Helgi E. Eyjólfsson: Aðferðir við tíma-atburðagreiningu í félagsvísindum Hjalti Jóhannesson: Samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga: Viðtalsrannsókn um stöðu samgangna fyrir opnun ganga Jón Þorvaldur Heiðarsson: Ef allar leiðir yrðu styttar, myndir þú þá aka meira eða minna? - Eru vegstyttingar umhverfisvænar?

Stofa 202 - kl.13:30 – 14:30 Þórhallur Guðlaugsson: Bankabasl Þóhallur Guðlaugsson: Hin íslenska fyrirtækjamenni

Stofa 203 - kl. 13:30 – 14:30 Gylfi Dalmann Aðalsteinsson: Stéttarfélagsaðild á Norðurlöndum með hliðsjón af þjóðmenningarvíddum Hofstede Gylfi Dalmann Aðalsteinsson: Er hugmyndafræði SALEK samkomulagsins til þess fallinn að draga úr vinnudeilum á íslenskum vinnumarkað 14:30 Ráðstefnuslit


Óskum eeir starfskraai Vínbúðin á Höfn í Hornafirði óskar eeir að ráða starfsmann. Um er að ræða afleysingu í sumar og lfallandi mavinnu í vetur. Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfniskröfur

• Sala og þjónusta við viðskiptavini

• Reynsla af verslunarstörfum er kostur

• Framsslling á vöru og vörumeðhöndlun

• Jákvæðni og rík þjónustulund

• Umhirða búðar

• Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Almenn tölvukunnááa

Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er lbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Starfshluuall er 10-87%

Gildi ÁTVR eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum.

Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Umsóknarfrestur er l og með 17.maí 2017. Æskilegt er að viðkomandi gee hafið störf sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Sakavooorðs er krafist. Nánari upplýsingar veita Anna Ólöf Ólafsdóór (hofn@vinbudin.is - 471 3267) og Guðrún Símonardóór (starf@vinbudin.is - 560 7700)



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.