18. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn Miðvikudagurinn 4. maí 2016

18. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Hafði tengsl við Hornafjörð Eins og fram kom í Eystrahorn fyrir nokkru urðu eigendaskipti á Hótel Höfn. Til að forvitnast um nýjan eiganda, Helgu Steinunni Guðmundsdóttur, hafði ritstjóri samband við hana; Ég er Austfirðingur í húð og hár. Foreldrar mínir eru bæði fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, þar er ég fædd en ólst síðan upp á Eskifirði, því segist ég vera Eskfirðingur. Faðir minn Guðmundur Vilhjálmsson og móðir mín Erna Jóhannsdóttir bjuggu síðan hér á Höfn í allmörg ár en hann var hér útibústjóri Landsbankans. Ég kom hér í heimsókn til þeirra með börnin mín ung og smá og fengu þau þá að fara á hestbak hjá afa og ömmu. Man ekki hvort að afi tímdi að setja undir þau uppáhalds gæðinginn Prins!

Hrifin af þessu 50 ára gömlu hóteli Ég hef um tíma verið að leita uppi spennandi verkefni í þessum geira. Ég á íbúðir í fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur, þær gerði ég upp með faglegri aðstoð Höllu Báru Gestsdóttur innanhúshönnuðar

og Gunnars Sverrissonar ljósmyndara. Búa þau í hluta af húsinu og leigja síðan út 3 fullbúnar íbúðir www.homeanddelicious. is. Ég hef ekkert endilega verið að einskorða mig við höfuðborgarsvæðið og þegar upp kom sá möguleiki að koma til Hafnar þá settum við allt í gang til þess að skoða þetta verkefni og hér erum við. Ég persónulega varð hrifin af þessu 50 ára Helga Steinunn ásamt samstarfsmönnunum Ólafi Steinarssyni og Vigni gamla hóteli sem hefur Þormóðssyni. þjónustað bæinn og fara í neinar stórar breytingar til þess að byrja nágrenni í öll þessi ár, verið opið allt árið og boðið með. Hér er góður og traustur rekstur og frábært upp á góða gistingu og frábæran mat. starfsfólk. Við ætlum okkur að endurnýja og bæta við búnað og förum síðan í haust í eðlilegt Ferðamennskan spennandi viðhald, mála og þess háttar. Við viljum kynnast Mér finnst mjög spennandi að taka þátt í samfélaginu og skoða hvaða möguleikar eru til ferðaþjónustunni hér á þessu einstaka svæði. þess að vaxa og dafna á þessum fallega stað. Stóra verkefnið er að fá fólk til okkar utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Við erum ekki að

Fótboltinn byrjar vel

Fótboltinn hjá Sindra byrjaði að rúlla fyrir alvöru síðastliðinn laugardag þegar strákarnir í meistaraflokki sóttu nágranna okkar í Leikni á Fáskrúðsfirði heim í Borgunarbikarnum. Skemmst er frá því að segja að Sindramenn unnu leikinn 3-1 með tveimur mörkum frá Kristni J. Snjólfssyni og einu frá Króatanum Duje Klaric sem er nú á sínu öðru tímabili með Sindra. Leiknismenn spila í 1. deild karla á komandi leiktíð en okkar menn í 2. deild. Um næstu helgi leika strákarnir fyrsta leikinn sinn í 2. deildinni en það er útileikur á móti Ægi frá Þorlákshöfn. Stelpurnar eiga hins vegar fyrsta heimaleik sumarsins og munu taka á móti Haukum í Borgunarbikarnum á Sindravöllum sunnudaginn 8. maí kl. 14:00.

Háhraða 4G samband á Höfn í Hornafirði

Símafyrirtækið Nova hefur nú sett upp 4G sendi og langdrægt 3G sem mun efla samband á Höfn í Hornafirði. Við hlökkum til að geta þjónustað viðskiptavini okkar í þessum landshluta enn betur og bjóðum alla velkomna í háhraða 4G net. Nova er annað stærsta farsímafyrirtækið á Íslandi og var fyrst íslenskra símafyrirtækja til þess að bjóða 4G/LTE þjónustu. 4G/3G þjónusta Nova nær til 95% landsmanna en sífellt er unnið að því að efla og þétta kerfið enn frekar.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


2

Miðvikudagurinn 4. maí 2016

Eystrahorn

Mæðradagurinn á Hótel Smyrlabjörgum Sunnudaginn 8. maí kl. 15:00 - 17:00

Sumarstarf í Gömlubúð, Höfn

Veglegt kaffihlaðborð Verð 1400- kr. á mann, börn 10 ára og yngri frítt. Allir velkomnir í Sveit Sólarinnar.

Starfsmaður óskast til starfa í Gömlubúð, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn í sumar. Starfið felur í sér upplýsingagjöf til ferðamanna og almenn afgreiðslustörf. Góð þjónustulund, samskiptafærni, áhugi á svæðinu og góð enskukunnátta eru skilyrði. Vaktavinna. Um er að ræða 100% starf. Laun greidd samkvæmt stofnanasamningi Vatnajökulsþjóðgarðs og Starfsgreinasambandsins.

Hótel Smyrlabjörg

Ferðafélag Austur- Skaftfellinga Kvöldferð, miðvikudaginn 4. maí, kl. 17:00 Fjölskylduferð - Hoffell í Nesjum Gengið frá Birkifelli og upp í Hoffellshelli sem er gamalt fjárskjól, hækkun 100 m. Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl. 17:00 og sameinast í bíla. Munið nesti og klæðnað eftir veðri. Áætlaður ferðatími eru um 3-4 klst. Verð 1000 kr. fyrir 18 ára og eldri, 1500 kr. fyrir hjón, +500 kr. í eldsneytiskostnað í lengri ferðir. Lágmarksfjöldi er 4 manns. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Frekari uppl: Rannveig Einarsdóttir í síma 699-1424 og Helga Árnadóttir í síma 842-4374. Næsta ferð er „HLAUPIÐ FYRIR HORN“ Fimmtudaginn 19. maí, kl. 17:00, hlaupið frá Horni að Papós Lengd 10 km. Nánar auglýst síðar.

FÉLAGSSTARF

Upplýsingar veitir Helga Árnadóttir netfang: helga@vjp.is, sími: 470 8331

TÓNLEIKAR

GLEÐIGJAFAR halda tónleika í HAFNARKIRKJU á Uppstigningardag kl. 17:00. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Stjórnandi Guðlaug Hestnes. Undirleikari á píanó Gunnar Ásgeirsson. Einsöngur Sigrún Birna. Meðleikari Haukur Helgi á nikkuna. Aðgangseyri 1500 kr. Ekki kort.

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA SÍÐASTA SAMVERUSTUNDIN Á ÖNNINNI ER Á FÖSTUDAGINN KL. 17:00. Rifjum upp í myndum viðburði vetrarins. Snorri og Haukur verða með gítarinn og nikkuna og við tökum lagið milli mynda. Hittumst hress og kát. Skák og mát !

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Verkefnasýning í FAS

Verið öll hjartanlega velkomin á sýning á verkum nemenda í fatasaumi, frumkvöðlafræði og ljósmyndun í Vöruhúsinu. Sýningin verður opin frá kl. 16 -18 föstudaginn 6. maí Vonumst til að sjá sem flesta. Nemendur og kennarar í Vöruhúsinu

Jaspis Fasteignasala

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

NÝTT Á SKRÁ

VÍKURBRAUT

Til sölu góð 79,8 m², 2ja herb. íbúð með sólstofu, íbúðin hentar vel þeim sem eru að minnka við sig.

NÝTT Á SKRÁ

VESTURBRAUT

Um er að ræða gott og vel skipulagt steypt 145,1 m² einbýlishús, ásamt 57,5, m² hlöðnum bílskúr, samtals 202,6 m². 4 svefnherbergi, nýtt þak frábær hellulagður bakgarður

NÝTT Á SKRÁ

BUGÐULEIRA

Fullbúinn 137,6 m² eignarhluti á annarri hæð í atvinnuhúsnæði. Húsnæðið skiptist í 3 herbergi, ásamt starfsmannaaðstöðu.


Eystrahorn

Miðvikudagurinn 4. maí 2016

3

Íslandsbankamót á Egilsstöðum krakkarnir sig einstaklega vel og skiluðu sínum stökkum með glæsibrag. Krakkar fæddir 2008 og 2007 voru að keppa á sínu fyrsta móti en því fylgir ávallt mikil spenna og voru krakkarnir ánægðir eftir sitt fyrsta mót og bíða nú með eftirvæntingu eftir næsta móti. Á þessu móti fengu allir viðurkenningarpening og húfu frá Íslandsbanka, en einnig fékk hvert lið jákvæða umsögn frá dómurum um sína frammistöðu. Svo sem besta rennslið, besta trampetið, besta stökkgólfið, prúðasta liðið, besta liðsheildin og svo framvegis. Úrslit voru eftirfarandi: 5. flokkur lið 1: Besta liðsheildin 5. flokkur lið 2: Besta trampetið 4. flokkur: Besta liðsheildin Drengir lið 1: Prúðasta liðið Drengir lið 2: Besta stökkgólfið 3. flokkur: Besta trampetið 2. flokkur: Besta liðsheildin

er að iðkendum hefur fjölgað og eru nú 127 á aldrinum 1-16 ára. Framundan er Disney sýning, innanfélagsmót og Subway Íslandsmót FSÍ. Einnig höfum við reynt að halda úti fullorðinsfimleikum með dræmri þátttöku, en fullorðinsfimleikar er frábær og skemmtileg hreyfing og ræður hver og einn hversu langt hann vill fara í stökkum og þess háttar. Æfingar eru klukkan 20 á miðvikudögum og kostar 1000 kr inn sem fer beint í áhaldasjóð deildarinnar.

Laugardaginn 16. apríl fór fram Íslandsbankamót í stökkfimleikum. En stökkfimleikar er ný gerð af fimleikum sem yfirþjálfarar Sindra og Hattar hafa verið að þróa en þeir eru alveg eins og hópfimleikar með þeim undanþágum að ekki er keppt í dansi og 3-6 eru í liði og hentar því landsbyggðarliðum mjög vel. Mótið var vel sótt en þátttakendur voru um 140 og koma frá Hetti, Sindra, Leikni á Fáskrúðsfirði, FimAk og Völsungi. Frá Sindra fóru 29 keppendur á aldrinum 8-14 ára stúlkur og drengir. Stóðu Sindra Það sem annað er í fréttum af fimleikadeildinni

Ragnar Magnús Þorsteinsson yfirþjálfari fimleikadeildar Sindra

Fótboltamaraþon hjá 3. flokki Sindra, kvenna og karla Um helgina var sólahrings fótboltamaraþon hjá 3. flokki kvenna og karla hjá Sindra. Maraþonið var til styrktar keppnis- og æfingaferð hópsins til Spánar 2. - 9. júlí í sumar og höfðu krakkarnir safnað áheitum fyrir ferðina síðustu vikur. Í maraþoninu var einnig lögð áhersla á hópefli og knattspyrnuiðkun og héldu þjálfararnir Viktor og Seval algerlega utan um fótboltann en auk þeirra hitti Jóna Benný krakkana og var með hópefli með þeim og spjall. Krakkarnir í 3. flokki Sindra og foreldrar þeirra þakka Skaftfellingum öllum kærlega fyrir stuðninginn, bæði í tengslum við maraþonið en einnig aðrar fjáraflanir sem hópurinn hefur staðið í.

Fiskirí og vinnsla Ásgeir og Hjalti hjá Skinney-Þinganesi segja að vetrarvertíðin hafi gengið vel. Veidd voru 2100 tonn af þorski. Meira var framleitt á Spánarmarkað en áður og þá jafnframt dregið úr framleiðslu fyrir Portúgal. Humarvertíð hefur farið vel af stað. Þrír bátar á veiðum hjá SÞ, auk Þóris og Skinneyjar var Þinganesið útbúið til veiða á ný. Núna virðist mikil þorskgengd á miðunum og dregur þá nokkuð úr humarveiði á meðan. Búast má við slíku ástandi næstu vikur. Vigur og Steinunn hafa róið jafnt og þétt og aflabrögð verið almennt góð. Hin árlega kaupstefna í Brussel er nýafstaðinn. Þar er Skinney - Þinganes, Ísfélag Vestmannaeyja og Iceland Pelagic (dótturfélag SÞ og ÍV) í samstarfi um kynningu á afurðum fyrirtækjanna. Í stuttu máli eru markaðshorfur á humri góðar, stöðugar á þorskmörkuðum en ennþá er talsverð óvissa með uppsjávarafurðir þó heldur hafi rofað til með síld og makríl. Markaðir fyrir loðnuhæng eru ennþá fremur veikir. Jói á Fiskmarkaðnum var ánægður með aprílmánuð þar sem afli af línubátunum og góður meðafli af humarbátunum fer í gegnum Fiskmarkaðinn. Strandveiðibátarnir byrjuðu 2. maí og fór veiðin vel af stað en 17 strandveiðibátar róa héðan.

Aflabrögð í apríl.

Neðangreindar upplýsingarnar eru landanir heimabáta hér og landanir Hornfjarðarbáta í öðrum höfnum og sömuleiðis um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og helstu fisktegundir í aflanum. Hvanney SF 51..............net................ 4............ 91.........þorskur Skinney SF 20...............net................ 6.......... 148.........þorskur Skinney SF 20...............humarv........ 3............ 58.........humar 11 + 7 Sigurður Ólafs. SF 44...humarv........ 8............ 41.........humar/slitinn 6,5 Þinganes SF 25.............humarv........ 5............ 48.........humar 19 + 10 Þórir SF 77....................humarv........ 4............ 40.........humar 6 + 3 Steinunn SF 10..............botnv............ 7.......... 481.........þorskur 273 Benni SU 65..................lína............... 5............ 30.........þorskur/ýsa Beta VE 36.....................lína............... 4............ 12.........þorskur Dögg SU 118.................lína............... 4............ 26.........þorskur Vigur SF 80...................lína............. 13............ 73.........þorskur/ýsa Emilý SU 157................handf............ 6......... 11,4.........þorskur Húni SF 17 ...................handf............ 1........... 1,7.........þorskur Kalli SF 144...................handf............ 5.............. 7.........þorskur Siggi Bessa SF 97.........handf............ 1........... 0,6.........þorskur Sævar SF 272................handf............ 3........... 1,8.........ufsi/þorskur Uggi SF 47.....................handf............ 1........... 1,3.........þorskur Von AF 2........................handf. .......... 1........... 0,7.........þorskur

Heimild: www.fiskistofa.is


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Ertu á lausu í sumar? N1 Höfn óskar eftir að ráða kraftmikið og áreiðanlegt starfsfólk til sumarafleysinga.

Nánari upplýsingar veitir Björn Þórarinn Birgisson, stöðvarstjóri, í síma 478 1490.

Helstu verkefni: • Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni

Sendið umsókn á www.n1.is – sumarstörf 2016

Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund • Samskiptafærni • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Hluti af komandi sumri VR-15-025

SUNNUDAGUR

8. MAÍ KL. 11

GÖNGUM SAMAN Á HÖFN GÖNGUM SAMAN Á MÆÐRADAGINN 8. MAÍ Gengið verður frá sundlauginni kl 11.00 og farnar tvær vegalengdir, 3 km og 7 km. Létt upphitun og jóga fyrir gönguna. Göngugarpar fá frítt í laugina að göngu lokinni og þar býður Nýibær guesthouse upp á léttar veitingar. Flottur söluvarningur og skemmtileg stemning! Hvetjum alla til að ganga með okkur og styrkja gott málefni.

Mætum hress!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.