Eystrahorn Steinasafn Þorleifs Einarssonar í Nýheimum
Í Nýheimum hafa verið settir upp nokkrir steinar og steingervingar úr steinasafni Þorleifs Einarssonar. Hann gaf Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði safnið sitt og er það nú hýst hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Nú hafa verið valin nokkur eintök til sýningar í sýningarborði framan við bókasafnið í Nýheimum og einnig í glerskápum á eftir hæð Nýheima, rétt ofan við stigann. Fólk er hvatt til að koma og skoða þessa steina og steingervinga sér til fræðslu og ánægju. Þorleifur Einarsson var íslenskur jarðfræðingur. Hann fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931 en lést í Bergisch Gladbach í Þýskalandi 22. mars 1999. Þorleifur stundaði margþættar rannsóknir í jarðfræði og liggur eftir hann fjöldi greina og bóka um jarðfræðileg efni og umhverfisvernd á ýmsum tungumálum auk íslensku. Síðasta bókin sem hann lauk við var Myndun og mótun lands : jarðfræði sem kom út 1991. Einnig flutti hann fjölda fyrirlestra um jarðfræðileg efni á ráðstefnum og fundum hérlendis, á alþjóðaráðstefnum og við fjölmarga háskóla erlendis. Í skápunum á efri hæðinni er jafnframt að finna ýmsa hluti sem tengjast skólastarfi í FAS. Flestir tengjast þeir erlendu samstarfi í skólanum en einnig eru nokkrir verðlaunagripir.
Fótbolti
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 12. maí 2016
19. tbl. 34. árgangur
Doktorsvörn Soffíu Auðar í Nýheimum Í dag fimmtudaginn 12. maí kl. 13:00 mun Soffía Auður Birgisdóttir verja doktorsritgerð sína um Þórberg Þórðarson. „Upp kom sú hugmynd, þar sem starfstöð mín er á Höfn, að senda beint út frá vörninni yfir í fyrirlestrasal Nýheima og fannst rektor háskólans, Jóni Atla Benediktssyni, það mjög skemmtileg hugmynd og að atburðurinn myndi sýna tengsl háskólans við landsbyggðina,“ sagði Soffía Auður og á heimasíðu Háskólans kemur fram að andmælendur eru dr. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og dr. Jürg Glauser, prófessor við Háskólann í Zürich. Dr. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, varaforseti
Soffía Auður
íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í aðalbyggingu.
Doktorsvörnin verður í beinni útsendingu í dag kl. 13:00 í Nýheimum og eru allir velkomnir að fylgjast með henni.
Strákarnir í meistaraflokki karla unnu góðan útisigur á Ægi frá Þorlákshöfn í 2. deild síðastliðinn laugardag. Leikurinn fór 0-2 og skoruðu þeir Kristinn J. Snjólfsson og Daníel Örn Baldvinsson mörk Sindra. Stelpurnar í meistaraflokki kvenna léku við firnasterkt lið Hauka í Borgunarbikarnum á sunnudaginn. Leikurinn tapaðist 1-5
en liðin höfðu spilað skömmu áður í Lengjubikarnum og voru greinileg merki þess að Sindraliðið væri að bæta sig miðað við þann leik. Ólöf María Arnarsdóttir skoraði mark Sindra í leiknum. Sindramenn léku við Fjarðabyggð á útivelli í Borgunarbikarnum sl. þriðjudag og sigruðu 1 – 0 og eru þar með komnir í 32ja liða úrslitin.
Næstkomandi laugardag kl. 16:00 taka strákarnir í meistaraflokki karla á móti Völsungi á Sindravöllum. Stuðningsmenn sem greitt hafa ársmiðann er boðið í Pakkhúsiðið kl. 11:30 sama dag þar sem kynntir verða meistaraflokksleikmenn karla og Auðunn þjálfari ræðir um keppnistímabilið.
Humarhátíð dagana 23. – 26. júní Það styttist í Humarhátíð og undirbúningurinn á fullu. Þeir sem vilja vera með uppákomu, atriði, sölubás eða eitthvað annað sem gaman væri að vera með á þessari fjölskylduhátíð þá sendið okkur póst á póstfangið:
humarhatidarnefnd@humar.is
Sendum frá okkur drög að hátíðinni fljótlega. Humarhátíðarnefndin
2
Fimmtudagurinn 12. maí 2016
Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Sumarferð Félags eldri Hornfirðinga 2016 Fyrirhugað er að fara í sumarferð í Borgarfjörðinn og um Snæfellsnes dagana 11. júní til og með 14. júní. Gist á Hvanneyri. Ferðin kostar 33.800 kr. á mann. Nánari upplýsingar um ferðina, og skráningu veita Ásta í gsm. 846-6199 , Björn gsm 894-7210 og Haukur í gsm. 897-8885. Með ferðakveðju ! FERÐANEFNDIN
Hvítasunnudagur 15. maí Hafnarkirkja Hátíðarmessa kl. 11:00 HAFNARKIRKJA
1966
2016
Ferming
Bjarnaneskirkja Hátíðarmessa kl. 14:00. Ferming.
Stafafellskirkja Hátíðarmessa kl. 16:00. Ferming.
Prestarnir
Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 23.-26. maí.nk.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 14. apríl 2016 að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi fyrir Miðbæ og tjaldsvæði og íbúabyggð við Fiskhól á Höfn skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Miðbær Lýsing að deiliskipulagstillögu Miðbæjar felur í sér eftirfarandi; Markmiðið er að bæta öryggi vegfarenda og íbúa með endurskoðun á umferðarflæði og bílastæðum, bæta aðstöðu og aðbúnað fyrir ört vaxandi ferðamannastraum á Höfn, skapa möguleika á þróun og vexti núverandi þjónustustarfsemi, setja skilmála fyrir frekari uppbyggingu við Miðbæ og bæta almennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Tjaldsvæði og íbúðabyggð við Fiskhól. Lýsing að deiliskipulagstillögu fyrir tjaldsvæði og íbúðabyggð við Fiskhól felur í sér eftirfarandi; Markmiðið er að bæta öryggi vegfarenda og íbúa með endurskoðun á umferðarflæði og bílastæðum, bæta aðstöðu og aðbúnað fyrir ört vaxandi ferðamannastraum á Höfn, skapa möguleika á þróun og vexti núverandi þjónustustarfsemi á tjaldsvæðinu, setja skilmála fyrir allar byggingar, m.a. núverandi íbúðarbyggð við Fiskhól og bæta almennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Gögn vegna ofangreindra lýsinga verða til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 12. maí til og með 31. maí og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila athugasemd er til 31. maí 2016 og skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@ hornafjordur.is Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.
Úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum fallegar og nytsamlegar gjafir handa fermingarbörnum og útskriftarnemum. Tek við pöntunum fyrir stúdenta, men og nælur.
Opið virka daga kl. 13:00-18:00 laugardaga kl. 13:00-15:00 Verið velkomin
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 12. maí 2016
Trjáplöntur, fjölær blóm, garðáburður 25 kg pokar Opnum fimmtudaginn 12 mai. Opið virka daga kl. 13:00 – 18:00 Laugardaga kl.11:00 – 16:00 Annar í hvítasunnu kl. 11:00 - 16:00
Verið velkomin
Gróðarstöðin Dilksnesi
Atvinna
3
Sjúkraliði eða félagsliði í heimahjúkrun, framtíðarstaða Laus er 50% staða sjúkraliða í heimahjúkrun hjá HSU Hornafirði frá og með 1. júní 2016. Sjúkraliðar sinna heimahjúkrun á starfssvæði stofnunarinnar. Um er að ræða einstaklingsmiðaða aðstoð, aðhlynningu og hjúkrun. Sjúkraliða- eða félagsliðamenntun og bílpróf er krafa og starfsreynsla í heilbrigðisþjónustu æskileg. Frumkvæði, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum nauðsyn. Laun samkv. kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslu, ester@hssa.is, í síma 470-8600.
Bifreiðaskoðun á Höfn 23., 24. og 25. maí.
Starfsmann vantar til sumarafleysinga frá 1. júní til 31. ágúst hjá Eimskip á Höfn. Bílpróf nauðsynlegt.
Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 20. maí. Næsta skoðun er 20., 21. og 22. júní.
starfs- & endurmenntun
Upplýsingar veitir Heimir í síma 894-4107. náttúru- & umHverfISfræðI
SkógfræðI- & LandgræðSLa
umhverfisskipulag
framhaldsnám
umHverfISSkIpuLag
Vilt þú hafa áhrif á nýtingu, Verndun og Viðhald náttúrunnar?
náttúru- & umhverfisfræði
Kynntu þér spennandi nám í landbúnaðarháskóla Íslands þar sem nálægðin við viðfangsefnið og kennara er í forgrunni. lítill skóli með mikla sérstöðu!
skógfræði & landgræðsla
Háskóladeild Umhvefisskipulag, Náttúru- & umhverfisfræði, skógfræði & landgræðsla, Hestafræði og Búvísindi
starfsmeNNtUNardeild skrúðgarðyrkja, skógur & náttúra, Blómaskreytingar, Garðyrkjuframleiðsla og Búfræði garðyrkja
BúvíSIndI
Búvísindi
hestafræði
HeStafræðI
eStur
umSóknarfr
5. JÚNÍ
BúfræðI
www.LBHI.IS | LandBúnaðarHáSkóLI íSLandS | HvanneyrI, 311 BorgarneSI | 433 5000 | LBHI@LBHI.IS
Ð O B L TI THERM
O Á CONV AÍ M Í M U OFN
Viktor Örn Andrésson Keppandi í Bocuse d’Or
VIKTOR OG CONVOTHERM ÆTLA AÐ VINNA SAMAN Á BOCUSE D’OR Í LYON AF ÞVÍ TILEFNI BJÓÐUM VIÐ ALLA CONVOTHERM OFNA Á TILBOÐSVERÐI Í MAÍ Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og hefur verið haldin síðan 1987. Í keppnina komast færri þjóðir að en vilja. Fastus er stoltur styrktaraðili Bocuse d’Or á Íslandi.
FY 290415
Keppendur Bocuse d’Or hafa aðstöðu í sýningar- og æfingaeldhúsi Fastus, Síðumúla 16.
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is