Eystrahorn 24. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 24. tbl. 33. árgangur

Fimmtudagur 18. júní 2015

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Mikið um að vera á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mikið og öflugt starf er unnið á heilbrigðisstofnuninni. Í byrjun sumars hefur verið mikið um að vera, nú nýverið voru haldin námskeið fyrir nýtt starfsfólk en á sumrin bætist töluvert í starfmannahópinn til að manna sumarafleysingar. Mikilvægt er að læra réttu handtökin strax í byrjun en mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu, sagt frá hugmyndafræði sem starfað er eftir ásamt því sem tæpt er á helstu atriðum er varða almenna umönnun aldraðra. Í lok apríl var haldin stórslysaæfing þar sem æfð voru viðbrögð við rútuslysi. Að æfingunni komu heilbrigðisstarfsfólk, björgunarfélagið, slysavarnakonur og slökkviliðið en svo undarlega vildi þó til að sama dag og átti að halda æfinguna varð rútuslys í Suðursveit. Æfingin tókst mjög vel og er alltaf gott að ná að samhæfa björgunaraðila í sveitarfélaginu í aðgerðum. Í byrjun júní voru einnig haldin endurlífgunarnámskeið fyrir sjúkraflutningamenn, lækna og hjúkrunarfræðinga en það eru námskeið sem staðið er fyrir helst á hverju ári. Næsta haust verður haldin flugslysaæfing hér á Hornafjarðarflugvelli, nánar tiltekið þann 24. október. Félagslífið hjá íbúum á hjúkrunar- og dvalarheimilinu ásamt þeim einstaklingum sem sækja dagdvöl aldraðra er ansi líflegt. Lagt var upp í vorferð í byrjun júní en farið var á tveimur rútum inn í Hoffell og Geitafell ásamt því að ekið var eftir garðinum út í Skógey. Einnig var farið í kaffi hjá þeim heiðurshjónum Ingibjörgu og Dúdda þar sem

borðin svignuðu undan kræsingum. Í hópnum voru hæfileikaríkir einstaklingar sem spiluðu á píanó og harmonikku þannig að hægt var að slá upp balli. Fólk dansaði við nokkur lög og söng fjöldasöng. Að lokum fóru allir saddir og afar sælir heim á leið. Ákveðið var að standa fyrir Kvennahlaupi á heilbrigðisstofnuninni í fyrsta sinn fimmtudaginn 11. júní. Íbúum Ekrunnar var einnig boðið með ásamt konum sem sækja dagdvöl aldraðra. Það var afar ánægjulegt að sjá hversu vel var mætt en á þriðja tug kvenna mættu í hlaupið og stóðu sig með mikilli prýði. Við lok hlaupsins fengu allar konur verðlaunapening. Mikil ánægja var meðal þátttakenda líkt og sést á myndinni. Að lokum er ánægjulegt að segja frá skemmtilegu samfélagsverkefni sem

dagdvöl aldraðra í Ekrunni hefur staðið að undanfarið misseri. Í dagdvölinni er mikið af hannyrðakonum sem eru flinkar við að prjóna. Björgunarsveitin tók á dögunum við ullarsokkum, húfum og vettlingum sem nýtast vel við björgunaraðgerðir í erfiðum aðstæðum. Einnig hefur dagdvölin í nokkur ár prjónað fyrir Rauða kross búðina þar sem afraksturinn er seldur og ágóðinn rennur til góðverka. Dagdvölin tekur alltaf á móti gestum og er hægt að kaupa af þeim hinar ýmsu hannyrðavörur svo sem ullarfatnað, kort, lampa og fleira. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði

100 ára kosningaafmæli íslenskra kvenna 19. júní

Stofnanir loka eftir hádegi

Föstudaginn 19. júní næstkomandi er 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Af því tilefni verða stofnanir sveitarfélagsins lokaðar frá kl. 12:00. Starfsmönnum gefst þannig kostur á að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins. Þjónusta við íbúa er varðar öryggi og neyðarþjónustu verður veitt. Sveitarfélagið Hornafjörður hvetur starfsmenn sína og íbúa til að taka þátt í hátíðarhöldum sem hafa verið skipulögð í tilefni dagsins.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 18. júní 2015

Eystrahorn

Málning, verkfæri o.fl.

Painter_P280.eps

Hjá okkur færðu Flüggermálningu, verkfæri o.fl.

Bifreiðaskoðun á Höfn 22., 23. og 24. júní.

Verslunin að Álaugarvegi 1 hefur ekki reglulegan opnunartíma en hægt er að hringja í síma 891-6353 (Valli) eða 896-6491 (Jón).

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. júní. Næsta skoðun er 13., 14. og 15. júlí. Þegar vel er skoðað

Kassabílarall Landsbankans Árvisst kassabílarall Landsbankans á Humarhátíð fer fram laugardaginn 27. júní. Kassabílarallið hefst kl. 13.00 á planinu við Landsbankann en keppendur eru beðnir um að mæta kl. 12.30. Keppendur geta verið á aldrinum 6-12 ára. Allir fá viðurkenningu en verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta kassabílinn, þann flottasta og hraðskreiðasta. Skráning og nánari upplýsingar eru í útibúi Landsbankans. Sjáumst á Humarhátíð! Starfsfólk Landsbankans á Hornafirði.

Landsbankinn

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

landsbankinn.is

410 4000

Til leigu / For rent Til leigu frá miðjum júní nýuppgerð tveggja herbergja 60 fm kjallaraíbúð. Nánari upplýsingar fást í síma 896-0304 Oddný eða oddnyj@gmail.com.

Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra

Annað leikjanámskeið Sindra hefst mánudaginn 22. júní og stendur til 3. júlí. Skráning í íþróttahúsinu. Umsjón með námskeiðunum hefur María Hjördís Karlsdóttir, sími 898-5694.


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. júní 2015

Konur, karlar og kvenréttindabaráttan

Konur og frelsi Einhverra hluta vegna hafa hlutirnir þróast á þá vegu í gegnum aldirnar að konur sitja ekki við sama borð og karlmenn þegar kemur að stjórnun og uppbyggingu samfélaga út frá efnahagslegum og pólitískum forsendum! Við getum velt þessari staðreynd fyrir okkur lengi vel og komist að mörgum mismunandi svörum. Konur hafa í raun verið undanskildar þróun samfélaga á sögulegum tíma, og það er í sjálfu sér stór merkilegt fyrirbæri. Vegna þessa hafa skapast ákveðnar hefðir innan samfélaga og er það skiljanlegt því hefðir eru jú það sem gerir samfélög og hugsanir manna svo fast skorðaðar. Margar konur í nútíma hafa engar athugasemdir við þessa þróun og þykir lítið sem ekkert tiltökumál þótt konur séu ekki jafningjar karla. Þessi afstaða er skiljanleg en hún er ekki endilega rétt og vel ég að segja að hún sé alls ekki rétt. Út frá hagfræðinni þá er mjög óhagkvæmt að skilja svo stóran hluta mannkyns útundan í þeirri uppbyggingu sem samfélög eru og þurfa. Svo ef maður á að beita rökum efnishyggjunnar þá eru kennismiðir þessara útskúfunar heldur betur úti á túni hvað varðar þjóðhagslega hagkvæmni. En nóg um það.

Kona og maður Munurinn milli kynjanna er sá að við þjónum sitthvoru hlutverkinu út frá náttúrunnar hendi. Konur fæða börn en menn og konur geta börn í sameiningu. Án hvors annars gætum við ekki lifað sem er mjög einföld staðreynd. Því er mjög erfitt að sætta sig við það að illa sé komið fram við konur, þær settar niður, niðurlægðar, lamdar, útskúfaðar, nauðgað og drepnar fyrir það eitt að vera kvenkyns. Sem betur fer er okkar samfélag það gott og opið að við búum ekki við kerfisbundið ofbeldi né opinberar húðstrýkingar og aftökur fyrir jafnvel það eitt að horfa á karlmann eða fara einar í strætó. Ég þakka fyrir mín lífsgæði daglega. En ég kvelst þó með kynsystrum mínum sem búa við skelfilegar aðstæður, kúgun og mannréttindabrot daglega. Við sem búum við betri skilyrði getum ekki litið undan því sem er að eiga sér stað úti í heimi. Það væri rangt og það vitum við öll.

Í heimatúninu En þrátt fyrir ofangreint, er ekki þar með sagt að það sé ekki misrétti milli kynjanna á Íslandi. Misréttið er til staðar, það er ósnertanlegt oft á tíðum og ekki er hægt að benda á lög eða reglugerðir sem segja „konur eiga að fá lægri laun en karlar“ ! eða „líta skal undan heimilisofbeldi og láta sem ekkert hafi í skorist“ þegar svo ber undir! Nei, á Íslandi er víða pottur brotinn, en sem betur fer getum við lagað hann ef við leggjumst öll á eitt. Af mínu viti finnst

mér helbert mikilmennskubrjálæði að telja sig betri eða merkilegri en náunginn. Slíkri afstöðu og hugmyndafræði, að telja sig æðri öðrum eða meiri manneskju, hef ég fordóma fyrir og skammast mín ekkert fyrir það. Ef karlmaður sussar á mig eða segir mér að róa mig fyrir það eitt að tjá mig um málefni eða brenna fyrir málstað, vinna vinnuna mína eða jafnvel missa mig á fótboltaleik, á hann ekki von á góðu, og ég skammast mín heldur ekkert fyrir það. Við konur verðum líka að vera meðvitaðar um það hvað við látum yfir okkur ganga og standa saman að breyttum viðhorfum til framtíðar. Við viljum án efa að synir okkar og dætur sitji við sama borð og verði metin að verðleikum en ekki kyni, það er eðlilegt.

Viðhorf Við sem búum hér á landi höfum eðlilega mismunandi viðhorf gagnvart hlutunum. Uppeldi skiptir miklu máli þegar kemur að víðsýni og umburðarlyndi. Hefðir, eins og ég nefndi áðan, eru líka sterkar á meðal okkar og eigum við oft erfitt með að yfirstíga brot í þeirra garð. En tímarnir breytast og mennirnir með, sagði einhver. Nú þegar miklir umbreytingartímar eiga sér stað í heiminum og svokallaðir minnihlutahópar eru að berjast fyrir tilveru sinni, er greinilegt að ekki eru allir á eitt sáttir við það. Einn af þessum hópum eru Feministar. Feministar er hreyfing sem berst fyrir jafnræði og jafnrétti kynjanna. Þetta er ekkert flókið. Ég hef oft heyrt fólk misskilja þetta hugtak, eins og um öfgahreyfingu sé að ræða og hvet ég þá sem halda slíkt að lesa sér betur til. Ég er stolt af því að kalla mig feminista, ég hef alltaf verið það og er svo heppin að hafa átt góðar fyrirmyndir í kringum mig í gegnum tíðina. Ég horfi á jafnrétti þeim augum að við höfum öll val, okkur eru ekki settar skorður sökum kyns, hvort sem við erum konur eða karlar þá eigum við jafnan rétt til þess að ala upp okkar börn, vera heimavinnandi, útivinnandi, stunda verknám, sitja í stjórnum, fá sömu laun, sigla skipum eða sauma föt, allt gengur þetta út á jafnrétti og jafnt aðgengi fyrir okkur öll án þess að einhver líti niður á okkur fyrir óhefðbundið val eða viðhorf. En til þess að við getum styrkt stöðu kvenna á Íslandi til framtíðar og brotið niður þær hefðir sem hafa skapast í gegnum aldirnar, þá þurfum við, bæði karlar og konur að leggjast á eitt í baráttunni fyrir jafnrétti. Með kærri kveðju og virðingu, Vala Garðarsdóttir Forstöðumaður Hornafjarðarsafna Mig langar að hvetja alla til þess að taka þátt í kvenréttindadeginum með okkur og fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi föstudaginn 19. júní n.k.

www.eystrahorn.is

Af hverju Drusluganga? Drusluganga var fyrst haldin í Reykjavík árið 2011 og er fyrirmyndin alþjóðlegur viðburður sem í dag fer fram um heim allan. Upphaf Druslugöngunnar má rekja til ummæla lögreglustjórans í Toronto í Kanada um ábyrgð kvenna á nauðgunum sem þær verða fyrir; vegna frjálslegs klæðaburðar og stuttra pilsa. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgðina og skömmin er þeirra. En af hverju að halda Druslugöngu á Höfn á þeim degi er við fögnum 100 ára kosningarétti kvenna á Íslandi? Jú, jafnréttisbaráttan á sér margar hliðar. Við viljum útrýma 18% óútskýrðum launamuni kynjanna og við viljum að kvennastéttir í samfélaginu, líkt og hjúkrun og kennsla, séu metnar af verðleikum. Ungar konur í dag búa við annan veruleika en þær sem eldri eru. Fyrir þeim er kosningarétturinn sjálfsagður þó þær virði söguna og þær sem börðust fyrir jafnrétti fyrir þeirra hönd. Þeirra veruleiki er bundinn í þeim neikvæðu afleiðingum sem kynbundið ofbeldi felur í sér og á sér einnig margar hliðar. Í ársskýrslu Stígamóta kemur fram að árið 2014 voru 277 ný mál brotaþola. Þar af voru 33 karlmenn en 244 konur brotaþolar. Í 34.8% tilvika var um nauðgun að ræða en 6,2% nauðgunartilraun. Áhugavert er að 21,1 % mála voru vegna kynferðislegs áreitis. Ef við hugsum þetta í vikum í ári þá eru þetta yfir 5 ný mál í viku hverri á Íslandi sem ná upp á yfirborðið. Fyrir utan þann veruleika að þurfa að hafa gætur á sér, passa glasið sitt á barnum, passa klæðaburð og geta aldrei gengið einar heim þá er komið til sögunnar nýtt tæki til kynbundins ofbeldis, samfélagsmiðlar. Samfélagsmiðlarnir eru frábærir en eiga sér dökkar hliðar þar sem hefndarklám eða hrelliklám er daglegt fyrirbæri og skilur oftar en ekki eftir sig opin sár og ör á þolendum til framtíðar. Einn dómur hefur fallið á Íslandi um hefndarklám en vandinn vex og vex og fórnarlömbin verða æ yngri. Föstudaginn 19. júní erum við ekki eingöngu að fagna því að hafa fengið réttinn til að kjósa og vera þátttakendur í stjórnmálum. Barráttunni er ekki lokið, hún er í raun rétt að byrja. Verkefnin eru mörg og ærin, ekki bara á Íslandi heldur berum við hér á landi ríka ábyrgð gagnvart kynsystrum okkar, úti í hinum stóra heimi, sem víða eru ljósárum á eftir okkur í jafnrétti. Áherslur og aðferðir baráttunnar breytast með kynslóðunum og því bera að fagna, hún finnur sér alltaf sinn takt og sínar leiðir. Að halda Druslugöngu á Höfn í Hornafirði þann 19. júní næstkomandi er ekki eingöngu stuðningsyfirlýsing til allra þolenda kynbundins ofbeldis, í allri sinni mynd, heldur leið ungs fólks að koma sínum málstað á framfæri, en hann er sá að það þrá allir að fá að vera þeir sjálfir, óhræddir. Við viljum hvetja alla til að slást í för með okkur, hitta okkur hjá Pakkhúsinu kl: 15:00 föstudaginn 19. júní og ganga með okkur í baráttugleði að Hóteltúninu og taka þátt í dagskrá sem þar verður haldin. Finndu þína innri druslu, hvort sem þú ert kona eða karl, komdu skömminni þangað sem hún á heima og sýndu í verki að NEI ÞÝÐIR NEI. Fyrir hönd framkvæmdarhópsins og Feministafélags FAS Margrét Gauja Magnúsdóttir


19.JÚNÍ

Lengi lifi jafnrétti!



Humarhátíð 2015 Drög að dagskrá Fimmtudagurinn 25. júní

Laugardagurinn 27. júní

• Mánagarður Þjóðakvöld Kvennakórsins

• Silfurnesvöllur - Humarhátíðar golfmót

• Víkin - Pöbbinn opinn Föstudagurinn 26. júní

• Húsasmiðjan - Grillaðar pylsur í boði þeirra • Sindrabær - Barnadagskrá Sveppi og Villi • Humarsúpa um allan bæ • Sindravellir - Knattspyrnuleikur Íslandsmótið 2. deild karla Sindri – Afturelding • Miklagarðsbryggja - Hátíðardagskrá, kynnar Auddi og Steindi Jr., hoppukastalar, sölubásar, sýningar opna. • Íþróttahús - Stórtónleikar með Diktu Guggurnar hita upp

• Sindrabær - Gömludansaball að hætti Karlakórsins Jökuls • Víkin - Dansleikur með Parket

• Íþróttahús - Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna • Sindrabær - Töfranámskeið með Einari Mikael • Landsbankinn - Kassabílarallý • Miklagarðsbryggja - Heimsmet í humarlokugerð, leiktæki opna, markaðir, glens og gaman • N1 - Skrúðganga að hátíðarsvæði, Lúðrasveit Hornafjarðar og Kvennakór Hornafjarðar • Miklagarðsbryggja - Skemmtidagskrá undir vaskri stjórn Steinda jr. og Audda Blö. • Akureyjarsvæði - Varðeldur og söngur undir stjórn Hauks Helga • Íþróttahúsið - Stórdansleikur með Sálinni

Sunnudagurinn 28. júní

• Sindravellir - Sindraleikarnir frjálsíþróttamót

Endanleg dagkrá verður svo birt í næsta Eystrahorni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.