24. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 16. júní 2016

24. tbl. 34. árgangur

Plastpokalaus Hornafjörður - endurvinnsla saman, þá óskum við eftir þinni aðstoð við verkefnið. Hægt er að skila af sér efni til okkar í Nýheimum (beint til mín, eða til húsvarðanna) og svo er hægt að finna okkur á Facebook: „Plastpokalaus Hornafjörður“. Eitt af áhersluatriðum í Sóknaráætlun Suðurlands er að vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og er þetta verkefni liður í því.

Söfnum gömlu bolum og efnum: vikuna 15.-21. júní Saumum saman poka: þriðjudaginn 21. júní

Sett hefur verið á laggirnar skemmtilegt samfélagsverk-efni sem gengur út á að minnka plastpokanotkun í sveitarfélaginu. Eftir umræðu við íbúa hef ég tekið eftir að flest eigum við fullt af taupokum heima, en gleymum að taka þá með í búðina (ég er þá ekki ein sem kannast við það!). Markmiðið með verkefninu er að endurvinna gamla boli og gamalt efni og sauma úr þeim fullt

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir Atvinnuráðgjafi og verkefnastjóri Þekkingarsetrið Nýheimar Höfn

af taupokum. Pokunum er svo komið fyrir í flestum og vonandi öllum verslunum í Hornafirði þannig að íbúar svæðisins geti fengið að láni og þá skilað í körfuna næst þegar að „það man það“ eða eftir því er kallað. Nú köllum við eftir sjálfboðaliðum – hvort sem þú vilt gefa gamla T-boli, efni eða vinnu og koma og sauma með okkur og hafa gaman

Humarhátíð á næsta leiti Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní með þjóðakvöldi Kvennakórs Hornafjarðar í Mánagarði. Föstudaginn 24. júní verður humarsúpa í heimahúsum og er upplagt fyrir bæjarbúa og gesti að ganga um bæinn og bragða á humarsúpu hjá íbúum sem bjóða gestum og gangandi upp á súpu. Í íþróttahúsinu verða tónleikarnir „Af fingrum fram“ með þeim Páli Óskari, Jóni Ólafssyni og Róberti bassaleikara. Tónleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna og er frítt inn. Laugardagurinn hefst með skrúðgöngu með karnivalívafi sem endar á íþróttasvæðinu með skemmtun. Kúadellulottóið verður á sínum stað, Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna, heimsmet í humarlokugerð, kassabílarallí og söngvakeppni. Söngvaborg býður börnum upp á aðstoð með lagaval og

æfingar fyrir söngvakeppnina, óvæntur gestur mætir með þeim Siggu Beinteins, Maríu og Páli Óskari. 4x4 klúbburinn verður með sýningu. Sindri mun keppa í knattspyrnu og humarsúpa verður í boði knattspyrnudeildar meðan á leik stendur og birgðir endast. Hoppukastalarnir verða á sínum stað. Ungmennaráð Hornafjarðar stendur fyrir fyrstu skuggakosningum sem haldnar hafa verið á Íslandi fyrir ungmenni fædd á tímabilinu 1998-2003. Í kjölfar kosninganna verður haldin kosningavaka í Nýheimum þar sem Emmsjé Gauti skemmtir gestum. Páll Óskar verður svo með stórdansleik í íþróttahúsinu á laugardagskvöldið.

framkomu og búa keppendur undir frjálsíþróttamótið sem hefst strax eftir að hann er búinn að hita upp. Alla helgina verður Hulda Laxdal með jóga í Hornhúsinu. Nánari tímasetningar á viðburði og verð þar sem við á verður birt síðar.

Á sunnudeginum kemur íþróttaálfurinn í heimsókn og mun hann kenna humarhátíðargestum að hreyfing og hollt mataræði er gullsígildi. Íþróttaálfurinn mun skemmta gestum með sinni fjörlegu

Athugið að þetta er næst síðasta tölublað fyrir sumarfrí.

Næsta blað kemur út 23. júní og fyrsta blað eftir sumarfrí fer í dreifingu 18. ágúst.


2

Fimmtudagurinn 16. júní 2016

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA

1966

2016

Sunnudaginn 19. júní á kvenréttindadaginn Þjóðbúningamessa kl. 14:00.

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar Kaffi og pönnukökur eftir messu. Konur af öllum þjóðernum eru hvattar til að mæta í þjóðbúningum. Karlar eru að sjálfsögðu velkomnir líka. Prestarnir og sóknarnefndin

Hofskirkja

Sunnudaginn 19. júní Messa kl 20:00 Prestarnir og sóknarnefndin

Eystrahorn

Lyfjaendurnýjanir og tímabókanir í gegnum Heilsuveru Heilsuvera er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að komast inn á sitt heimasvæði. Nú þegar er hægt að sjá: • Heimasvæði með áminningum og tilkynningum. • Lyfseðlalisti, lyfjaúttektir og lyfjaendurnýjun. • Bólusetningaupplýsingar. • Tímabókanir á heilsugæslu. Á heilsugæslustöðinni á Hornafirði er nú hægt að biðja um lyfjaendurnýjun í gegnum vefsíðuna www.heilsuvera.is. Lyf pöntuð fyrir hádegi eru að jafnaði afgreidd samdægurs. Ekki er þó unnt að óska eftir endurnýjun sterkra verkjalyfja, róandi lyfja eða svefnlyfja með þessum hætti. Áfram er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun í síma en við hvetjum íbúa á Hornafirði til að nýta sér þessa leið til að endurnýja lyf. Einnig er hægt að bóka tíma hjá lækni í gegnum síðuna.

Auglýsing um deiliskipulagstillögu Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 6. júní 2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Flugvöll í Skaftafelli. Markmið deiliskipulagsins er uppbygging flugvallar og mannvirkjum tengdum rekstri hans. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjórnsysla undir skipulag í kynningu, frá 16. júní til 28. júlí 2016. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. júlí 2016 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri.

Eystrahorn Eystrahorn Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

ISSN 1670-4126

HÁTÍÐARHÖLD 17. JÚNÍ Á HÖFN Á SINDRAVÖLLUM kl. 13:30 – 15:00

Hátíð sett Ávarp fjallkonu Ávarp nýstúdents Fimleikasýning Leikir & þrautir á íþróttasvæði Veitingasala, blöðrur, andlitsmálun o.fl. Kökur & Svali í boði Sumarblóm, matjurtir, kryddjurtir, fjölær blóm, tré og runnar. Gróðurmold, garðáburður, pottar, körfur og ker. 25 % afsláttur af öllum rósum í eina viku. Ath. lokað 17. júní. Opið virka daga kl. 13:00 – 18:00 Laugardaga kl. 11:00 – 16:00

Verið velkomin

Gróðrarstöðin Dilksnesi


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 16. júní 2016

3

Humarhátíð 2016 Þjóðakvöld Kvennakórsins Þjóðakvöldið verður fimmtudaginn 23. júní í SINDRABÆ. Þema kvöldsins er KANADA. Húsið opnað kl. 19:30 og herlegheitin hefjast kl. 20:00 Verð: kr. 4000, matur og skemmtun. Hlökkum til að sjá ykkur. Kvennakór Hornafjarðar.

Söngvakeppni á Humarhátíð Þær Sigga og María í Söngvaborg ætla að sjá um söngvakeppnina okkar í ár. Allir sem eru á aldrinum 5 til 15 ára geta skráð sig. Þær ætla að aðstoða ykkur við að velja lag og þjálfa fyrir keppnina. Keppninni verður skipt á milli 5 til 10 ára og 11 til 15 ára. Það sem þarf að koma fram við umsóknina er. Nafn og aldur: Hvaða lag: Nafn, netfang og sími forráðamanns: Skráningin sendist á netfangið hjá Sigríði Beinteins, sbeinteins@simnet.is. Nú er bara að drífa sig og skrá sig í keppnina og taka þátt í skemmtilegri söngvakeppni á Humarhátíð. Athugið það kostar ekkert að taka þátt.

HumarTónleikar föstudagskvöldið 24. júní í íþróttahúsinu. FRÍTT INN

“Af fingrum fram” Páll Óskar, Jón Ólafs píanó og Róbert Þórhalls bassi Þessi ógleymanlega kvöldstund er í raun uppistand með tónlist. Samspil Páls Óskars og Jóns Ólafssonar í spjalli, spileríi og spekúlasjónum hefur slegið í gegn hvar sem þeir hafa komið við, enda á pari við uppistand í hæsta gæðaflokki. Fyrrum barnastjarna og núverandi súperstjarna fer yfir helstu lögin á ferli sínum í tali og tónum, og þar er af nógu að taka. Verið viðbúin að reka upp hláturrokur sem aldrei fyrr. Það verður einnig stutt í tárin þegar Páll Óskar flytur sínar hugljúfu ballöður á sinn einstaka hátt. Ekki missa af tækifærinu að upplifa Pál Óskar og Jón Ólafsson í svo miklu návígi

Hornaf jarðarMANNI 20. Heimsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður á laugardeginum.


4

Fimmtudagurinn 16. júní 2016

Eystrahorn

Kæru Hornfirðingar Það er þörf og holl leiðbeining til bæjarstjórnarinnar fólgin í bréfi margmenninganna í síðasta Eystrahorni um fyrirhugaða veglagningu á svæðinu. Ég tek undir hana heils hugar og skora á bæjarstjórnina að veita málinu jákvæða og víðsýna endurskoðun. Það þarf að skoða rökin í þessu máli á ný og veita þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið um verðmæti þeirrar náttúru sem þarna er í húfi athygli á ný. Náttúran, eins algjörlega einstök og hún er í þessu tilviki, virðist hafa farið fram hjá bæði ráðamönnum heima fyrir og umhverfismatskerfinu á sínum tíma. Umhverfismatið á framkvæmdinni er orðið gamalt og má gera því skóna að færi þetta mál nú í umhverfismat yrði meðferð þess og niðurstaða allt önnur en varð. Það er ekki gott fyrir bæjarstjórnarmenn að sitja uppi með þá ákvörðun í eftirmælum sínum að hafa stuðlað af skammsýni að skemmdum á þessari einstöku náttúru. Hún er einstök á heimsmælikvarða, ekki bara okkar sem eigum hana að uppáhaldi í hugum okkar og daglegri tilveru, heldur er hún það í augum heimsbyggðarinnar. Fulltrúa

heimsbyggðarinnar er verið að lokka inn á svæðið og sýna þessa náttúru og útskýra, þannig að þeir geti deilt henni víðar og fleiri komið og notið. Er þá vit í að skemma hana á sama tíma og það að ástæðulausu en með ærnum tilkostnaði? Eru það ekki svik við heimsbyggðina að auglýsa Hornafjörð sem náttúruperlu og skemma hana svo? Vaknið góðir Hornfirðingar og passið að verða ekki að athlægi í augum heimsbyggðarinnar. Ég skora á bæjarstjórnina að taka málið upp á ný með það í huga að komast að bestu hugsanlegri niðurstöðu í málinu. Ég skora líka á heimamenn og brottflutta að taka undir þessa áskorun með því að senda Eystrahorni og bæjarstjórninni athugasemdir sínar.

Virðingarfyllst Páll Imsland

KJÖRFUNDIR Kjörfundir vegna forsetakosninganna 30. júní 2012 verða sem hér segir: Kjördeild I Öræfi Kjördeild II Suðursveit Kjördeild III Mýrar Kjördeild IV Nes Kjördeild V Höfn

Hofgarður Hrollaugsstaðir Holt Mánagarður Heppuskóla

Frá kl. 12:00* Frá kl. 12:00* Frá kl. 12:00* Frá kl. 12:00 - 22:00 Frá kl. 09:00 - 22:00

*) Kjörfundi á viðkomandi stöðum lýkur strax og unnt er skv. 89.gr laga nr.24/2000 um kosningar til alþingis.

Kassabílarall Landsbankans Árvisst kassabílarall Landsbankans á Humarhátíð fer fram laugardaginn 25. júní. Kassabílarallið hefst kl. 13.00 á hátíðarsvæðinu á íþróttavellinum. Keppendur eru hvattir til að mæta með bílana í skrúðgönguna á undan rallinu. Keppendur geta verið á aldrinum 6-12 ára. Allir fá viðurkenningu en verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta kassabílinn, þann flottasta og hraðskreiðasta. Skráning og nánari upplýsingar eru í útibúi Landsbankans. Sjáumst á Humarhátíð! Starfsfólk Landsbankans á Hornafirði.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Kjósendur úr Lóni greiða atkvæði í Mánagarði Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Sindrabæ á kjördag Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað Höfn 14 júní 2016

Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Zophonías Torfason Reynir Gunnarsson


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 16. júní 2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016 Lengdur opnunartími sýsluskrifstofa Skrifstofa Selfossi, Hörðuvöllum 1: • Föstudaginn 17. júní - lokað • Laugardaginn 18. júní kl. 10:00-13:00. • Dagana 20.-23. júní kl. 09:00-18:00. • Föstudagurinn 24. júní kl. 09:00-20:00. • Laugardaginn 25. júní, kjördagur 25. júní kl. 10:00-12:00. Skrifstofa Hvolsvelli, Austurvegi 6: • Föstudagurinn 24. júní kl. 09.00-18-00. • Laugardagurinn 25. júní, kjördagur kl. 10.00-12.00. Skrifstofa Vík, Ránarbraut 1: • Laugardaginn 25. júní, kjördagur kl. 10.00-12.00. Skrifstofa Höfn, Hafnarbraut 36: • Dagana 22.-24. júní kl. 09.00-18.00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi: Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 15.00, þriðjudaginn 21. júní nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjörstöðum í samstarfi við sveitarfélög o.fl.: • Á skrifstofu sveitastjórnar Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga. • Á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, Hveragerði, opnunartími kl. 10.00-15.00 alla virka daga. • Á skrifstofu Hrunamannahrepps að Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími kl. 13.00-16.00 mánudag-fimmtudag. • Á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs. að Dalbraut 12, Laugarvatni. Opnunartími kl. 13.0016.00 alla virka daga. • Skrifstofu sveitastjórnar Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1, Hellu. Opnunartími kl. 09.00-15.00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 09.00-13.00 föstudaga. • Skrifstofu sveitastjórnar Skaftárhrepps að Klausturvegi 10, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími kl. 10.00-14.00 mánudaga-fimmtudaga og kl. 10.00-13.00 föstudaga. • Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 478-1760 og 894-1765.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Löggiltur endurskoðandi eða reyndur viðskiptafræðingur Deloitte á Höfn í Hornafirði leitar að löggiltum endurskoðanda eða reyndum viðskiptafræðingi til að veita stofunni forstöðu. Deloitte veitir þjónustu á sviði endurskoðunar, bókhalds-, launa- og fjármála auk framtalsaðstoðar og skyldra verkefna til einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Stjórnun og daglegur rekstur • Gerð ársreikninga og skattframtala • Endurskoðun ársreikninga • Vinna að tilfallandi verkefnum fyrir viðskiptavini Menntunar- og hæfnikröfur: • Löggiltur endurskoðandi og/eða viðskiptafræðingur með víðtæka reynslu á sviði reikningshalds og endurskoðunar. • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Góð samstarfshæfni • Rík þjónustulund Æskilegt er að umsækjendur getið hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Ragnar Eiríksson löggiltur endurskoðandi, hjalti.ragnar.eiriksson@deloitte.is. Umsóknum skal skilað á heimasíðu Deloitte www.deloitte.is fyrir 11. júlí 2016

5


6

Fimmtudagurinn 16. júní 2016

Opið bréf til bæjarráðs Vegna fyrirsjáanlegs skorts á starfsfólki á leikskólanum Lönguhólum haustið 2016 skorar foreldraráð leikskólans á bæjaryfirvöld að grípa til aðgerða. Útlit er fyrir að einungis verði hægt að manna eina deild á leikskólanum næsta haust og þar af leiðandi þarf að senda helming barnanna heim. Bæjarráð hefur samþykkt að umsækjendur um störf í leikskólunum og núverandi starfsfólk fái forgang af biðlista og 50% afslátt af grunngjaldi barna sinna. Þar sem útlit er fyrir að þessar aðgerðir dugi ekki til óskar foreldraráð eftir því að fá að vita til hvaða frekari aðgerða bæjarráð ætlar að grípa. Við lítum málið alvarlegum augum vegna þeirrar staðreyndar að foreldrar muni þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum. Hvað ætla bæjaryfirvöld að gera í þessari stöðu?

Eystrahorn

Kjörskrá Kjörskrá vegna forsetakosninganna 25 júní 2016 liggur frammi frá 15. júní til kjördags á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Athygli er vakin á því að kjósendur geta sjálfir séð hvar þeir eru á kjörskrá með því að fara inn á meðfylgjandi vefslóð: http://www.kosning.is/forsetakosningar-2016/ kjorskra/ Yfirkjörstjórn Vignir Júlíusson Zophonías Torfason Reynir Gunnarsson

Með von um farsæla lausn Foreldraráð Lönguhóla

Opið í Nýheimum 17. júní kl. 14:00 – 18:00 Ekki tekið við kortum

Bon appetit!

17. júní í Nesjum

Ungmennaráð Hornafjarðar kynnir:

SKUGGA

KOSNINGAR 25. júní 2016

UMF. Máni heldur árlega þjóðhátíðarskemmtun 17. júní. Dagskrá verður með svipuðu móti og undanfarin ár, þ.e. leikir og gönguferð sem ætti að henta öllum. Við leggjum af stað frá Mánagarði klukkan 13:00. Allir velkomnir.

Stjórn UMF. Mána

í Sindrabæ HVER ER ÞINN FORSETI? Ert þú á aldrinum 13-18 ára?

Komdu þá að kjósa! Kjörstaður er opinn frá kl. 12:00 til kl. 20:00


Eystrahorn

UR

Fimmtudagurinn 16. júní 2016

7

R

R

A ÝJ

N

SKEMMTILEGRI PAKKAR

LEGO

FÓTBOLTAMYNDIR

PLAYMO

Við höfum aukið leikfangaúrvalið á pósthúsinu svo nú er það stútfullt af skemmtilegheitum. Þú finnur pakkann hjá okkur.

SUMARVÖRUR



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.