Eystrahorn 25. tbl. 35. árgangur
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 24. ágúst 2017
Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar Starfsfólk Menningar miðstöðvarinnar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í ferðunum og öllum þeim sem lögðu lið. Svona starf getur ekki gengið nema með velvilja samfélagsins og hans njótum við svo sannarlega Sérstakar þakkir fá: Fallastakkur ehf., Björn Arnarson, Helga Árnadóttir, Bryndís Hólmarsdóttir, Steinunn Hödd Harðardóttir, Jón Þorbjörn Ágústsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, starfsmenn Hafnarinnar og bílstjórar.
Hefð er fyrir því að Menningarmiðstöð Hornafjarðar standi fyrir fræðslu og skemmtiferðum fyrir börn frá sjö ára aldri. Í sumar var þar engin breyting á og voru farnar 10 ferðir. Ferðirnar tókust allar mjög vel og vorum við mjög heppin með veður í sumar. Börnin stóðu sig öll með prýði og hafa greinilega áhuga á umhverfi sínu. Við skoðuðum nærumhverfið og fræddumst um náttúruna, fórum í bátsferð út í Mikley, veiðiferð í Þveitina, slökuðum á í pottunum í Hoffelli og heimsóttum Brunnhól þar sem við skoðuðum fjósið og brögðuðum á heimagerðum ís. Björn G. Arnarson sagði snilldarlega frá
fuglum og lífsháttum þeirra í Óslandinu og Helga Árnadóttir kenndi okkur um plönturnar þar í kring, saman tókst þeim að gera alla mjög áhugasama. Steinunn Hödd starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs fór með okkur í ferð um þjóðgarðinn og sýndi áhugasömum börnum lífríkið í nágrenni Hoffellsjökuls. Lúruveiðin með Jóni Þorbirni var vinsæl að vanda og voru farnar 2 ferðir þann daginn. Ágætis afli var í báðum ferðunum. Óvissuferðin tókst mjög vel þar sem farið var áleiðis að Heinabergi og gengið að brúnni sem byggð var yfir Heinabergsvötn á sínum tíma, en eins og flestir vita færði áin sig fljótlega og stendur brúin því enn yfir þurri jörð. Þegar þar
var komið voru grillaðar pylsur og sykurpúðar, og náttúru og útiveru notið í góðu veðri.
Hlökkum til að sjá sem flesta með okkur á næsta ári. Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Fleiri myndir frá barnastarfinu eru á www.hornafjordur.is
Síðsumarsferð með fiðlu og ljóð
SÍÐSUMARSFERÐ MEÐ FIÐLU OG LJÓÐ 30. ÁGÚST Í HAFNARKIRKJU KL. 20:00 Feðginin Sólveig Vaka Eyþórsdóttir og Eyþór Árnason á ferð um landið. Sólveig Vaka leikur einleiksverk eftir J.S. Bach, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Eyþór les úr bókum sínum.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Feðginin Sólveig Vaka Eyþórsdóttir og Eyþór Árnason á ferð um landið. Sólveig Vaka leikur einleiksverk eftir J.S. Bach, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Eyþór
2
Fimmtudagurinn 24. ágúst 2017
Þakkir
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
Dagsferðin 2. september Karlsstaðir/Havarí - Teigarhorn - Nönnusafn og fleiri. Skráningu í dagsferðina lýkur á sunnudaginn. Nánari upplýsingar og skráning hjá Hauki í síma 897-8885 og Alberti í síma 862-0249 og í Ekrunni. Ef ekki næst næg þátttaka er óvíst hvort af ferðinni verður. Drífa sig nú ! FERÐANEFNDIN
Sigjóns Bjarnasonar Brekkubæ Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suð-austurlands. Kristín Einarsdóttir og fjölskylda
Kaþólska kirkjan Messa verður haldin sunnudaginn 27. ágúst kl. 12:00.
Blakdeild Sindra óskar eftir lítilli íbúð fyrir þjálfara blakdeildarinnar frá september til 1. júní 2018. Þessi spænska senjoríta talar íslensku og ensku og býður af sér góðan þokka. Upplýsingar veitir Valli málari í síma 891-6353.
Viðvera á skrifstofu frá 10:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00. Síminn er opinn 478-2000, netfang: snorri@jaspis.is
Eystrahorn
Kynningarfundur vegna tillögu að deiliskipulagi vegna nýs tengivirkis í Öræfum Tillaga að deiliskipulagi vegna nýs tengivirkis verður kynnt í Hofgarði í Öræfum kl. 12:00 þann 24. ágúst 2017 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í kjölfar kynningarfundarins verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Fylgstu með
@eystrahorn
Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is
NÝTT Á SKRÁ
HLÍÐ/LÓÐ 2 „BORGARBREKKA“
Um er að ræða timburhús á 2 hæðum, samtals 158,3m² og stendur á leigulóð í um 35 km frá Höfn.
NÝTT Á SKRÁ
HÆÐAGARÐUR
Mikið endurnýjað 113,4m² einbýlishús ásamt 33,6 m² bílskúr, samtals 147m²,3 til 4 svefnherbergi.
KIRKJUBRAUT
Vandað og fallegt einbýlishús með bílskúr og sólstofu, samtals 225,6 m² Seljendur skoða skipti á minni eign.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 24. ágúst 2017
Hafið - nýr skemmtistaður opnar
3
Viðtalstímar og ráðgjöf Markaðsstofa Suðurlands á Höfn Fulltrúi Markaðsstofu Suðurlands verður með viðveru á Höfn föstudaginn 1. september frá kl. 8:00 – 13:00 í Nýheimum. Aðildarfyrirtæki sem og aðrir eru hvattir til að nýta sér mögulega viðtalstíma.
Þann 12. ágúst opnaði barinn Hafið í gamla Kartöfluhúsinu á Hornafirði. Verkefnið á sér nokkuð langan aðdraganda en í vetur tók Skinney – Þinganes ákvörðun um að innrétta efri hæð Kartöfluhússins sem bar og skemmtistað. Bjarni Ólafur Stefánsson og Kristinn Þór Óskarsson héldu utan um verkefnið og fengu til liðs við sig arkitektinn Magneu Guðmundsdóttur og hönnuðinn Brynhildi Pálsdóttur en Brynhildur hefur unnið að vöruhönnun fyrir Skinney – Þinganes. Markmiðið var að innrétta rýmið á heimilislegan en framandi hátt. Staðurinn er í raun tvískiptur, annars vegar bar fyrir um 60 manns og hinsvegar veislusalur sem tekur nú um 150 manns í sæti. Þar er fyrirhugað að halda veislur og stærri viðburði í framtíðinni. Eva Birgisdóttir hefur tekið að sér reksturinn og heldur utan um daglegan rekstur. Barinn fer vel af stað og er óhætt að segja að Hornfirðingar hafi tekið opnuninni fagnandi og þörfin til þess að skemmta sér og hitta aðra hafi verið orðin mikil. Til að byrja með verður Hafið opið frá kl. 18:00 alla daga. Opið er til miðnættis á virkum dögum og að minnsta kosti 01:00 um helgar en oft lengur.
Jöfnunarstyrkur til náms
Umsóknarfrestur á haustönn 2017 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd
Markaðsstofan sinnir einnig ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í samstarfi við SASS Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Því geta öll fyrirtæki á svæðinu fengið ráðgjöf Markaðsstofunnar í ferða- og markaðsmálum, sér að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar og tímabókanir hjá Dagný H. Jóhannsdóttur í síma 560-2044 eða hjá dagny@south.is
Starfsmaður í áhaldahús Auglýst er eftir starfsmanni í fjölbreytt starf við áhaldahús sveitarfélagsins. Helstu verkefni eru að sinna tilfallandi verkefnum í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Hæfniskröfur: Vinnuvélaréttindi æskileg. Vigtarréttindi æskileg. Ríkur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum. Laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir skal sendar á rafrænu formi á netfangið gunnnlaugur@hornafjordur.is Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri í síma 470-8003.
24. - 26. ágúst
Tónlistarhátíð
�������e�r� ��jóðf�r� Dagskrá:
TÓNLISTARHÁTIÐ
ÓVENJULEGRA
Fimmtudagur 24.ágúst * Tónlistardjamm í Hólmi, 21:00 - 23:00
HLJÓÐFÆRA
Ball Tónleikar Vinnustofa Hljóðfærasýning
Föstudagur 25.ágúst * Vinnustofa í Vöruhúsinu, 16:00 - 18:00 * Tónleikar í Skreiðaskemmunni 21:00 - 24:00 Subminimal Vibrato Blues Band t Frít Misty inn Spaghettibandið Laugardagur 26.ágúst * Hljóðfærasýning í Miðbæ Höfn 17:00 - 18:30
* Tónleikar á Hafinu 21:30 - 24:00 Föstudagslögin (Stefán söngvari Dimmu og Andri) Pétur Ben * Ball á Hafinu 00:30 - 03:00 MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI
18 ÁRA ALDURSTAKMARK
VANTAR ÞIG VINNU? Nettó Höfn í Hornafirði leitar að öflugum starfskröftum:
˙ ˙
Starfsmönnum í fullt starf Hlutastarfsfólki (getur hentað skólafólki vel) Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna.
Umsóknir sendist á hofn@netto.is
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk.
Allar nánari upplýsingar veitir: Pálmi Guðmundsson, verslunarstjóri á staðnum eða í síma: 896-6465
R. 2500 K iNN Ball og ar tónleik