Eystrahorn 32.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn 32. tbl. 36. árgangur

Fimmtudagurinn 13. september 2018

www.eystrahorn.is

Sjónrænar rannsóknar á hopi hornfirskra jökla

Háskólasetrið hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að áhrifum loftslagsbreytinga á Hornafirði í æ meiri mæli. Við setrið er nú unnið að nokkrum ólíkum verkefnum sem varða loftslagsmál. Eitt þeirra snýst um sjónrænar rannsóknir (þ.e. vöktun, skrásetningu og miðlun) á hopi hornfirskra jökla. Vorið 2017 hóf Þorvarður Árnason, forstöðumaður háskólasetursins, samstarf við Dr. Kieran Baxter frá Dundee-háskóla í Skotlandi. Kieran er sérfræðingur í þrívíddar tölvugrafík og hefur jafnframt langa reynslu af flugmyndatökum, sérstaklega með flygildum (drónum). Kieran er enn fremur mikill áhugamaður um jökla og byrjaði að koma til Íslands strax á barnsaldri, þá í fylgd með föður sínum sem einnig er ljósmyndari. Markmið verkefnisins er að safna sjónrænum gögnum um núverandi stöðu jökla á Hornafirði þannig að unnt sé að meta breytingar á þeim í framtíðinni og einnig skoða hop þeirra í sögulegu ljósi, út frá því eldra myndefni sem tiltækt er. Loftmyndir sem teknar voru árið 1982 af Landmælingum Íslands hafa reynst sérstaklega mikilvægar í þessu sambandi, því þær hefur Kieran „endurskapað“ í tölvu þannig að hægt sé að nota þær til samanburðar við nýtt efni sem myndað er með

Heinabergsjökull. Svarthvíta myndin til vinstri er tölvuunnin endurgerð á loftmynd frá 1982 (Landmælingar Íslands). Litmyndin var tekin úr flygildi í september 2017. Mynd: Kieran Baxter

Fláajökull, vestari hluti. Til vinstri er tölvuunnin endurgerð á loftmynd frá 1982 (Landmælingar Íslands), en drónamyndin til hægri var tekin í nóvember 2017. Mynd: Kieran Baxter.

drónum (sjá skýringarmyndir). Breytingarnar sem hafa átt sér stað á þessum aldarfjórðungi eru víða mjög sláandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð, Jöklaveröld í Hoffelli, Náttúrustofu Suðausturlands, Veðurstofu Íslands og fleiri aðila. Fyrstu afurðir þess (ljósmyndir og myndbönd) hafa nú litið dagsins ljós og má m.a. sjá þær í kvikmynd Gunnlaugs Þórs Pálssonar um Hoffellsjökul sem sýnd er í gestastofunni í Hoffelli. Ljósmyndir Kierans af Hoffellsjökli má einnig sjá í fréttabréfi frá Veðurstofu Íslands: h t t p : / / w w w. v e d u r. i s / u m - v i / frettir/joklar-a-islandi-ryrna-enn. Kieran Baxter hefur komið fimm sinnum til Íslands á undanförnu einu og hálfu ári vegna þessa verkefnis, nú síðast um mánaðamótin ágústseptember. Í þeirri vettvangsferð

Kieran Baxter við flugmyndatökur í september 2018. Heinabergsjökull í baksýn. Mynd: Þorvarður Árnason.

var megináhersla lögð á söfnun myndrænna gagna frá Heinabergsjökli en þar má vænta mikilla breytinga á allra næstu misserum. Einnig var efni safnað frá Skálafellsjökli að þessu sinni. Næstu vettvangsferðir verða farnar í nóvember n.k. og þá stefnir háskólasetrið að því að halda opinn fund þar sem helstu niðurstöður verkefnisins verða kynntar.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni https:// www.climatevis.com. Ljósmyndir og myndbönd Þorvarðar af hornfirsku landslagi og jöklum má finna á Facebook-síðunni Thorri Photo/Film.


2

Fimmtudagurinn 13. september 2018

Félagsvist Félagsvist Félagsvist Við hjá harmonikuunnenda-félaginu ætlum að byrja félagsvistina 20. september n.k í sal eldriborgara Ekrunni kl. 20:00. Allir velkomnir. 1000kr inn og enginn posi. (1. kvöld af þremur) Hlökkum til að sjá sem flesta.

Vinir í bata

12 spora starf hefst í Hafnarkirkju miðvikudaginn 19. september, kl. 17-19. Um er að ræða 12 spora starfið „Vinir í bata“. Sporastarf þetta er fyrir alla og er hugsað til að horfa innávið frá æsku til dagsins í dag með það í huga að eiga gott líf, skoða orsakir og afleiðingar í þeim tilgangi að vinna bug á erfiðleikum eða neikvæðu lífsmunstri.

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA HAUSTFUNDUR Haustfundur FeH verður í Ekrunni á sunnudaginn kemur kl. 14.00. Ræðum vetrarstarfið og fáum góða gesti í heimsókn: Matthildi Ásmundsdóttur bæjarstjóra, Kolbrúnu Björnsdóttur framkvæmdastjóra Sporthallarinnar og Ástu Sigfúsdóttur sem ræðir um yoga og næringu. Kaffiveitingar. Mætum vel. Nýir félagar velkomnir ! Stjórnin

Hægt er að gera margt í því sem maður ræðir og tekst á við, en ekkert í því sem maður bælir og horfist ekki í augu við. Leiðbeinandi í vetur er Sveinbjörg Jónsdóttir djáknakandídat. Ef einhverjar spurningar vakna er sjálfsagt að hafa samband við Sveinbjörgu í síma 869-2364.

Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. september. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. september.

Framsóknarfélag AusturSkaftafellsýslu boðar til fundar mánudaginn 17. september kl. 20:00 í Papóshúsinu. Dagskrá fundarins: • Vetrarstarfið. • Bæjarmálin. • Kosning fulltrúa á 18. kjördæmisþing KSFS laugardaginn 6. október. Allir velkomnir Stjórnin

Eystrahorn Vildaráskrift Útgefandi:............ HLS ehf.

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent

HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Svalbarð 5 • Sími: 848-3933

ISSN 1670-4126

Næsta skoðun 15., 16. og 17. október. Þegar vel er skoðað

Sigríður Sveinsdóttir Háls-nef og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 27. -28. september n.k.

Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 13. september 2018

3

Ungt fólk og fjölbreytileiki Fimmtudaginn 20. september standa Vísindafélag Íslendinga og þekkingarsetrið Nýheimar á Höfn sameiginlega að málþingi um ungt fólk og fjölbreytileika. Málþingið verður í Nýheimum og hefst kl. 16. Til umfjöllunar verða ýmsar rannsóknir sem varða ungt fólk á Íslandi og stöðu þess en einnig verður fjallað um félagsvísindalegar rannsóknir sem varða ungt fólk á Hornafirði sérstaklega og stöðu fjölmenningarmála í sveitarfélaginu.

Vísindafélag Íslendinga Málþingið er annað í röð sex málþinga um vísindi og samfélagslegar áskoranir sem Vísindafélag Íslendinga hefur forgöngu um á árinu í tilefni af aldarafmæli bæði félagsins og fullveldis Íslands. Á fyrsta málþinginu sem haldið var í Reykjavík í apríl voru vísindasaga og veirurannsóknir til umfjöllunar. Í október verða svo ferðamál til umfjöllunar á Akureyri en á síðari

Fyrirlesarar og erindi:

Berglind Rós Magnúsdóttir flytur erindi á málþinginu málþingum ársins verður m.a. hugað að máltækni og umhverfismálum. Annar liður í afmælisdagskránni er samstarf við Vísindavefinn um dagatal íslenskra vísinda-manna þar sem umfjöllun um fræðimenn birtist daglega allt árið: Markmiðið er að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hérlendis og þýðingu þess fyrir samfélagið allt. Vísindafélag Íslendinga var stofnað 1. desember 1918, sama dag og Ísland varð fullvalda ríki, með það í huga að

Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður Nýheima: „Það virkar að tala við okkur.“

Hildur Ýr Ómarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í sveitarfélaginu Hornafirði: Ungt fólk í fjölmenningarsamfélaginu Hornafirði.

Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við HÍ: Ungmenni og nærsamfélagið.

Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ: „Ég er bara ekki þessi týpa.“ Skólaval, persónuvirði og tilvistarlegt öryggi meðal framhaldsskólanema.

Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus: Staða ungs fólks á Íslandi.

öflug vísindastarfsemi væri þjóðinni nauðsynleg til að dafna. Meðal markmiða félagsins er að styrkja stöðu vísinda í íslensku samfélagi og menningu, m.a. með því að stofna til umræðu og samræðna fólks úr ólíkum fræðigreinum sem starfar á ýmiss konar vettvangi.

Vetrarstarf að hefjast hjá yngri flokkum í knattspyrnudeildar Sindra

Báran Tími Mánudagur

Tími

Þriðjudagur Fótb. 1-2 bekkur kk&kvk (7fl.) Fótb. 3-4 bekkur 14:10 kk&kvk (6fl.) 13:15

15:10 16:10 17:10 18:30 19:30

Tími

Miðvikudagur

Tími

Tími

13:15

Fimmtudagur Fótb. 1-2 bekkur kk&kvk (7fl.) Fótb. 7-8 bekkur kvk Fótb. 3-4 bekkur 14:20 14:10 (4fl.) kk&kvk (6fl.)

13:35 14:30

Fótb. 7-8 bekkur kvk 15:30 (4fl.) Fótb. 7-8 bekkur kk 16:30 (4fl.) Fótb. 5-6 bekkur Fótb. 5-6 bekkur Fótb. 7-8 bekkur kk Fótb. 5-6 bekkur 17:00 17:00 17:00 17:30 kvk&kk (5fl.) kvk&kk (5fl.) kk&kvk (5fl.) (4fl.) Fótb. 9-10 bekkur kk Fótb. 7-8 bekkur kvk Fótb. 9-10 bekkur 18:00 18:00 (3fl.) kvk (3fl.) (4fl.) Fótb. 9-10 bekkur kk Fótb. 9-10 bekkur Fótb. 9-10 bekkur 19:00 18:00 Markmannsæfingar 19:00 kvk (3fl.) (3fl.) kvk (3fl.) 19:30 Fótb. Old boys

Nú er sumarönn í yngri flokkum Sindra að ljúka og einungis einn leikur eftir hjá 3. fl. kvenna , sem er úrslitaleikur í bikarkeppni Ksí og verður hann 15. september næstkomandi. Nóg hefur verið að gera hjá krökkum og þjálfurum í sumar, ásamt því að spila á Íslandsmóti þá hefur verið farið á hin ýmsu fótboltamót og hafa börnin staðið sig með prýði. Fáir iðkendur í sumum árgöngum hafa gert okkur erfitt að halda úti liðum í 11 manna bolta. Í sumar var farið í samstarf við félög á austurlandi og send voru sameiginleg lið í Íslandsmót í þremur flokkum 3 fl karla og kvenna og í 4 fl kvenna. Þetta var í fyrsta skipti sem Sindri fer í svona víðtækt samstarf og tókst það að miklu leiti vel en var lærdómsríkt og gefur okkur reynslu til að byggja á. Því miður er staðreyndin sú að vegna fæðar iðkenda þá erum við ekki sjálfbær með lið í öllum flokkum og þurfum því í framtíðinni að treysta á samstarf til að tryggja okkar börnum verkefni við hæfi. Svona samstarf krefst mikillar skipulagningar og góðrar samvinnu foreldra. Búið er að ganga frá ráðningu þjálfara fyrir komandi starfsár.

Íþróttahús Heppuskóli Tími

07:00 08:00 11:10 11:50 13:30 14:20 15:10 16:00 17:10 18:20 19:10 20:00 20:30 21:00

21:50

Mánudagur

Styrkþjálfun allar deildir

//////////// ////////////

Karfa 1-3 bekkur Karfa 7-10 bekkur Karfa 4-6 bekkur Blak 4 - 7 bekkur Blak 8-10 bekkur Blak Byrjendur Karfa bumba Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka.

Lokað Húsið opnar 13:30

Tími

07:00 08:00 11:10 11:50 13:40 14:20 15:10 16:00 16:50 17:40 18:30 19:10 20:10 20:40 21:50

Þriðjudagur //////////// //////////// //////////// Karfa 7-10 bekkur Karfa 4-6 bekkur Frjálsar 5-10 bekkur Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Blak mfl. kv. Blak mfl. kv. Blak mfl. ka. Blak mfl. ka. Lokað

Tími

07:00 08:00 11:50 12:00 13:00 14:20 15:10 16:00 16:50 17:40 18:30 19:20 20:10 21:00 21:50

Miðvikudagur Karfa mfl. ka.

//////////// Badminton Badminton

//////////// Karfa 1-3 bekkur Karfa 4-6 bekkur Karfa 7-10 bekkur Karfa mfl. kvk. Fiml. 8-10 bekkur kvk Fiml. 8-10 bekkur kvk Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Lokað

Föstudagur Fótb. 3-4 bekkur kk&kvk (6fl.)

Tími

Laugardagur Fótb. 9-10 bekkur kvk (3fl.) Fótb. 9-10 bekkur kk Frjálsar 5-10 bekkur 12:00 (3fl.) Fótb. 7-8 bekkur kk (4fl.) Fótb. 5-6 bekkur 14:00 Markmannsæfingar kvk&kk (5fl.) Fótb. 9-10 bekkur kk Fótb. 7-8 bekkur kk 15:00 (3fl.) (4fl.) Fótb. 7-8 bekkur kvk 16:00 (4fl.) 11:00

Benóný Þórhallsson Yfirþjálfari verður með yngstu börnin. Ingvi Ingólfsson verður þjálfari 5. fl. karla og kvenna. Nýr þjálfari hefur verið ráðinn í 4. og 3. fl. karla og kvenna. Sá heitir Alexandre Frenández Massot og er 31 árs Spánverji sem hefur verið þjálfari hjá KR undanfarin 4 ár. Alexandre er íþróttafræðingur að mennt og með UEFA B þjálfararéttindi. Ásamt þessum þjálfurum mun ungt fólk úr okkar hæfileikaríka hópi verða þeim til aðstoðar og stíga sín fyrstu skref í þjálfun og læra af þeim sem vonandi kemur okkar félagi til góða þegar fram líða stundir. Nýja og eldri þjálfara bjóðum við velkomna til starfa. Fráfarandi þjálfurum þökkum við samstarfið. Æfingar byrja samkvæmt stundaskrá 17. september. Frítt er fyrir iðkendur út september og hvetjum við áhugasama krakka og unglinga að koma og vera með. Yngri flokkaráð Sindra.

Tími

07:00 08:00 11:10 12:00 13:00 14:20 15:10 16:00 17:10 17:50 18:30 19:20 20:00 21:00 21:50

Fimmtudagur

Styrkþjálfun allar deildir

////////////

Karfa bumba

//////////// Blak 1-3 b. / Karfa 7-10 b.

Blak 4-7 bekkur Blak 8-10 bekkur Karfa mfl. Ka. Karfa mfl. ka. Blak mfl. ka. Blak mfl. ka. Blak mfl. kv. Blak mfl. kv. Lokað

Tími

07:00 08:00 09:00 09:50 13:20 14:20 15:20 16:20 18:00 19:00 20:00 20:50 21:00 21:30 21:50

Föstudagur

Karfa mfl. ka.

//////////// //////////// //////////// Fiml. 3b kvk-3-5 b kk Fiml. 4-5 bekkur kvk Fiml. 6-7 bekkur kvk Fiml. 6-7 bekkur kk Badminton / Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Lokað

Tími

07:00 08:00 09:00 10:00 12:10 13:00 14:00 14:40 15:30 16:30 17:00

Laugardagur //////////// //////////// //////////// ////////////

Leikskólabolti Karfa afreksæf. Karfa mfl. kvk. Karfa mfl. kvk. Karfa mfl. ka. Karfa mfl. ka. Lokað

Húsið opnar

Húsið opnar

Húsið opnar

Húsið opnar

Húsið opnar

14:20

14:20

14:20

14:20

12:00


4

Fimmtudagurinn 13. september 2018

Ferðafélag AusturSkaftfellinga

Eystrahorn

Langar þig að prófa fimleika?

Veiðiferð og grill inn við Þveit.

Laugardaginn 15.september veiðiferð og grill inn við Þveit. Lagt verður af stað frá tjaldstæðinu á Höfn kl 15.00. Gestir verða að koma með sínar eigin veiðistangir og beitu. Grillaðar verða pylsur að lokinni veiði. Verð. 1000 kr fullorðinn ,1500 kr fyrir hjón. Frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Allir velkomnir. Minnum á Lýðheilsugöngurnar á miðvikudögum í september. Lýðheilsugöngurnar eru stuttar skemmtilegar fjölskylduferðir, 2 eru innanbæjar á Höfn og 2 inn í Nesjum. Allar ferðirnar eru farnar frá bílastæðinu austan við íþróttahúsið á Höfn og hefjast kl 18.00 nema næsta ferð 12. september en hún hefst kl 19.00 og er inn að Laxá í Nesjum. Þema Lýðheilsuganganna er: Náttúran, vellíðan, saga og vinátta. Gott tækifæri er í þessum ferðum til að kynna nærumhverfi okkar fyrir fólki sem er nýflutt á staðinn og fyrir erlendu starfsfólki sem dvelur hjá okkur. Sýnum vináttu og bjóðum með okkur.

Uppeldi sem virkar

Fimleikastarfið er hafið þetta tímabilið. Gaman að sjá hvað margir mættu fyrstu vikuna eftir sumarfrí og einnig kunnug andlit mætt aftur. Við erum gríðarlega ánægð með þann fjárstuðning sem við fengum frá sveitarfélaginu um kaup á nýju stökkgólfi og nýrri lendingardýnu og þökkum þeim kærlega fyrir. Það er gaman að segja frá því að fjórir þjálfarar frá okkur eru að fara á þjálfaranámskeið 1a og þrír þjálfarar að fara á 1c. Það er mikil gróska í fimleikastarfinu á Höfn. Við erum alltaf að reyna bæta starfið með áhaldakaupum og einnig að senda þjáflara á námskeið til að auka kunnáttu sína. Þessir tveir þættir bæta öryggi iðkenda og þjálfara. Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari og stjórn fimleikadeildar Sindra

Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir. Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri. Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir, 2 klukkustundir í senn, alls 4 skipti. Þátttakendur þurfa að skrá sig og greiða fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin.

Námskeiðsgjald er 10.600 kr. fyrir einstaklinga og 13.700 kr. fyrir pör - námskeiðsgögn innifalin. Byggir námskeiðið á Uppeldisbókinni sem Skrudda gefur út. Námskeið verður haldið hér á Hornafirði og hefst þann 27. september n.k . Skráning er á netfangið hsu@hornafjordur.is eða á heilsugæslustöðinni í síma 470-8600 frá kl. 11.00 virka daga .

Umhverfis Suðurland í september Umhverfisnefnd hvetur allar stofnanir, fyrirtæki og íbúa til að taka þátt í umhverfisverkefnum í tengslum við átaksverkefnið Umhverfis Suðurland. Alheimshreinsunardagurinn er þann 15. september. Stofnanir og fyrirtæki eru hvött til að taka til í nánasta umhverfi sínu þann 14. september, setja inn myndir og skora á önnur fyrirtæki og deila á #umhverfissuðurland. Tölt með tilgangi og grill. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að taka þátt í ruslatínslu með Umhverfissamtökum Austur-Skaftafellssýslu laugardaginn 15. september. kl. 13:00 við Nýheima, grill í boði umhverfisnefndar eftir tínsluna. Plastlaus september, tökum öll höndum saman og drögum úr notkun á plasti bæði við rekstur heimila, fyrirtækja og stofnanna Höldum umhverfinu okkar hreinu. Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar #umhverfissuðurland


Töltí tilefni með tilgang Alheimshreinsunardagsins 15. september kl. 13:00-15:00 Hittumst við Nýheima og skiptum okkur á svæði. Endum tiltektina við Gáruna þar sem við flokkum og skilum því rusli sem tínt hefur verið. Hvetjum fólk til að tína í endurnýtanlega poka

Kjörin útivera fyrir fjölskylduna Pylsupartý í boði Umhverfisnefndar Sveitarfélagsins að lokinni tínslu Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu

#worldcleanupday #umhverfissuðurland facebook.com/skemmtifelag

Hornfirska skemmtifélagið kynnir

-

facebook.com/hafidhofn


Fab Lab- og Vöruhúsanámskeið LAMPAHÖNNUN

Námskeið í því að búa til plexi LED lampa. Kennt er á teikniforritið Inkscape í þeim tilgangi að hanna lampa í laserskera og viðarfræsara. Endalausir möguleikar!

12 tíma námskeið, 2 tímar í lotu hefst 18.september.

ÖNNUR NÁMSKEIÐ Í BOÐI

Við viljum kanna áhuga á þessum námskeiðum. Ef nægur fjöldi næst þá munum við halda þessi námskeið í vetur. Verið í sambandi til þess að fá meiri upplýsingar. Ath. ekki er komin tímasetning eða verð á þessi námskeið!

- Raftónlistarnámskeið (Kennari: Tjörvi Ó). - Sjónlist (Kennari: Eyrún Axels) - Fatasaumur (Kennari: Lind) - Byrjendanámskeið Fab Lab (Kennari: Sunna G) - Hönnun fyrir viðarfræsara CNC (Kennari: Vilhjálmur) - Þrívíddarhönnun og prentun (Kennari: Vilhjálmur) - Arduino iðntölvur (Kennari: Vilhjálmur)

Kennt verður á þriðjudögum kl.17:00-19:00 / Gjald15.000 kr.

á námskeið (fyrir utan efniskostnað)

Skráning: vilhjalmurm@hornafjordur.is

eða í síma: 862-0648.

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

Ertu með frábæra hugmynd?

opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

1

Menningarverkefni Uppbyggingarsjóður styrkir menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

2

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni Uppbyggingarsjóður styrkir atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um

RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna. Nánari upplýsingar á vef SASS.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 9. október 2018 STYRKIR@SASS.IS

WWW.SASS.IS

S. 480-8200

Uppbyggingarsjóður er hluti af


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.