Eystrahorn 34.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 34. tbl. 35. árgangur

Eins og kom fram í upprifjun á fésbókarsíðu Eystra­ horns í september­ mánuði síðastliðnum þá eru 30 ár síðan Framhaldsskólinn í Austur­-Skaftafellssýslu var stofnaður. Í tilefni af þessum tímamótum verða hinir árlegu Vísindadagar í skólanum sem standa yfir þessa dagana tileinkaðir þrítugsafmælinu. Lesendur Eystrahorns og íbúar á Suðausturlandi eru því minntir á afmælið með ýmsum hætti og eru beðnir að fylgjast með auglýsingum og viðburðum af þessu tilefni. Það var í maí 1987 að formleg tilkynning barst frá menntamálaráðuneytinu um stofnun skólans, en fyrsta skólasetning Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu var 14. september og hefur skapast hefð fyrir því að miða afmælið við þann dag. Í byrjun var venjan að nota FASK við að skammstafa nafn skólans en þegar merki skólans birtist á bréfsefni og gögnum frá skólanum fyrir um 25 árum þá var skammstöfunin FAS endanlega staðfest. Skólinn var frá stofnun og fram til 2002 til húsa í Nesjaskóla og þar á staðnum var grunnskóli einnig starfandi öll þessi ár og reyndar lengur. Í dag er rekið þar Hótel Jökull. Undirbúningur um að byggja nýtt skólahús á Höfn hófst um miðjan tíunda áratuginn og árið 2000 var undirritaður

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 26. október 2017

FAS í 30 ár

Frá uppsetningu FAS á Grease árið 2013

samningur um byggingu Nýheima og flutt í nýja húsnæðið í byrjun skólaárs 2002. Þannig að á þessum 30 árum má sjá að skólinn hefur starfað jafnlengi, eða 15 ár á hvorum stað. FAS var og er stærsti einstaki aðilinn í starfi og rekstri Nýheima og er í nánu samstarfi við aðra aðila í húsinu. Á skólasetningunni 1987 kom fram að nemendur voru 52 talsins og kennarar alls 9 og þar af 4 í fullu starfi. Nemendum fjölgaði jafnt og þétt næstu árin

Úr kennslustund í líffræði árið 2011

og á 5 ára afmælinu 1992 hafði fjöldinn komist í eitt hundrað og voru flestir staðnemendur sem sóttu skólann reglulega. Nemendum hélt áfram að fjölga og við upphaf skólaárs 20002001 voru þeir orðnir 200 og eru þá fjarnemendur taldir með. Fjarnám við skólann var í boði frá því 1998, og þá sem tilraun, en jókst mjög hratt næstu árin og var samstarf við aðra framhaldsskóla á Austurlandi með fjarkennslu. Skólinn hefur síðan þróað sitt eigið fjarkennsluumhverfi með hjálp nýrrar tækni og fjölbreyttari lausnum og fjarnemendur eru enn í dag mikilvægur hluti af skólastarfinu og þeim fer fjölgandi á nýjan leik eftir dálitla fækkun á undanförnum árum. Eitt af stefnumálum skólans sem hefur einkennt starf hans í gegnum tíðina er að leita eftir samstarfi við aðila í umhverfinu og þjóna því fólki sem býr hér og koma til móts við óskir og eftirspurn íbúa, fyrirtæki og stofnana hverju sinni. Þrátt fyrir ýmsar hindranir og tímabundna erfiðleika þá hafa langflest markmiðin náðst og nú síðustu árin hafa bæst við ný námssvið

eins og nám í fjallamennsku, frumkvöðlafræði, kynjafræði, fab-lab verkefnastöð, nám í ferðaþjónustugreinum, erlent samstarf og fleira. Ekki má gleyma samstarfinu við Leikhóp Mána og Leikfélag Hornafjarðar um uppsetningu á leikritum með nemendum því það hefur verið mjög gefandi og lærdómsríkt og gefið skólalífinu lit. Í þessari stuttu yfirferð er einungis verið að minna á fáein aðalatriði. Vakin er athygli á því að ítarlegri upprifjun á annál skólans í þessi 30 ár verður uppfærð á heimasíðu FAS fljótlega og þar gefst tækifæri til að kynnast betur því sem skólinn hefur staðið fyrir og nemendurnir hafa verið að fást við á þessum tíma. Opið hús verður í skólanum fös. 27. okt. eins og fram kemur hér í blaðinu og á samfélagsmiðlum. Þar verður verkefnavinna nemenda á Vísindadögunum kynnt og 30 ára starf FAS er þar aðalviðfangsefnið. Til hamingju Hornfirðingar með afmælisbarnið! Hjördís Skírnisdóttir og Zophonías Torfason tóku saman.


2

Fimmtudagurinn 26. október 2017

Þakkir

Hafnarkirkja Sunnudagur 29. október

Sunnudagaskólafjör kl. 11:00 Hvetjum alla til að mæta í grímubúning. Verið hjartanlega velkomin. Sungið, dansað, sögustund, litaðar myndir og hafa gaman. Komið og eigið góða samverustund í kirkjunni með fjölskyldunni.

Prestarnir

Miðvikudagur 1. nóvember Helgistund kl. 20:00

Látinna minnst í tali og tónum. Hægt að kveikja á kertum til að minnast látinna Nánar um Allra heilagra messu má sjá á: www.bjarnaesprestakall.is

Kaþólska kirkjan Messa verður haldin sunnudaginn 29. október kl. 12:00.

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Þriggjan kvölda spilavistin hefst í kvöld fimmtudagskvöld kl. 20:00. Aðgangseyrir 1000 kr. Ekki posi. Fjölmennið. Allir velkomnir. Framundan er IPAD námskeið,ball, samverustund. Nánar auglýst í næsta blaði. Alltaf gaman í EKRUNNI.

Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Einar Björn skipstjóri fæddist 3 nóvember 1921 á Vestdalseyri í Seyðisfirði N-Múlasýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði Hornafirði 13.október síðastliðinn. Hann var sonur Einars Aðalsbergs Sigurðssonar f.19 nóvember 1895 , d.13. ágúst 1931 og Þorbjargar Einarsdóttir f.17.janúar 1895 d. 21.janúar 1945. Systkini Einars Björns samfeðra : Guðlaug Ingunn f.28.10.1921 d.1999; Rósa f.18.10.1922 d.2005; Garðar f.23.05.1925 d.1985; Birna f.28.07.1926 d.1987; Sigurveig f.18.09.1927 d.2011; Aðalsteinn f.09.06.1929 d.2010; Ingi f.23.11.1930 d.2010; Einína Aðalbjörg f.13.04.1932 d.2004; Einar Björn giftist 1945 Önnu Ólafsdóttir frá Holtahólum á Mýrum í A-Skaftafellsýslu, f.29.mars 1925 hún lést 20.4 1989. Þeirra synir eru Ólafur Einir f.22.12.1943 giftur Önnu Birnu Benediktsdóttur, f.25.08.1946 dætur þeirra, Elínborg f.10.01.1964 maki Elvar Örn Unnsteinsson, Ásdís Erla f.23.01.1966, maki Kristján Sigurður Guðnason og Anna f.23.12.1971. maki Snorri Jónsson. Einar Björn f.22.11.1965 sambýliskona hans er Eva Sveinbjörg Ragnarsdóttir þeirra sonur Einar Björn 12.07.2011. Fyrir á Einar Björn, Viktor Örn f.06.08.1998 og Díönu Sóldísi f.24.02.2000. Fyrir á Eva Sveinbjörg soninn Ragnar Ágúst f. 19.07.2001. Barnabarnabörnin eru tíu talsins og barnabarnabarnabörnin eru þrjú. Einar Björn ólst upp á Vestdalseyrinni og gekk þar í barnaskóla. Tók smábátapróf á Seyðisfirði 1940 og svo 120 tonna réttindi á Akureyri 1957 - 58. þá í öldungadeild. Byrjaði á sjó 10 -11 ára gamall. Einar Björn keypti sinn fyrsta bát sem var trilla um fermingaraldur og skírði hann bátinn Skuld. Hann fékk lán í banka til kaupanna, borgaði svo lánið eftir sumarið. Einar Björn eða Bjössi eins og hann var oftast kallaður var svo á ýmsum bátum þá annaðhvort sem skipstjóri eða stýrimaður. Bjössi var farsæll skipstjóri og missti aldrei mann. Einar Björn var félagi í skipstjórnafélagi Öldunnar frá 1964 og var gerður heiðursfélagi 1993 á 100 ára afmæli Öldunnar. Einnig fékk hans ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín á sjó. Svaninn NS 8 keypti hann með Inga bróður sínum og gerði út frá Seyðisfirði og Hornafirði á vertíðum í nokkur ár eða til ársins 1965 þegar báturinn var seldur. Þá tók hann við skipsstjórn á Hvanney SF 51 haustið 1965 og var til loka ársins 1990. Hvanneyjarnar urðu þrjár. Það átti við Bjössa á Hvanney eins hann var oftast kallaður eftir að hann tók við Hvanney að hann sótti sjóinn fast og fannst oft mörgum nóg um. Hann réri svo með Einari Birni syni sínum á smábátum eftir að hann hætti á Hvanney Hann keypti Hafnarbraut 31 haustið 1965 flutti í það hús í Jan 1966 og bjó þar til hann byggði Hafnarbraut 49 1980. Flutti á Ekru 1995 og bjó þar til hann fór á hjúkrunarheimilið eftir áramót 2016 og þar sem hann var þar til hann lést. Útför Einars Björns fór fram í Hafnarkirkju föstudaginn 20. október síðastliðinn kl.14:00 Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls Einars Björns og sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Skjólgarði.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 26. október 2017

3

Hvítur Hvítur dagur

Elliott Crossett Hove í aðalhlutverkinu í Vetrarbræðrum.

Hornfirðingurinn Hlynur Pálmason er að gera það gott með sinni fyrstu mynd í fullri lengd Vetrarbræður. Myndin segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Hlynur leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum og er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður. Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Hlynur hefur getið sér gott

orð sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum árið 2013. Vetrarbræður var heims­ frumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno 2017 og var hún eina myndin frá Norðurlöndunum þetta árið. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og nú orðin 70 ára gömul. Liðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri keppti síðast til verðlauna í aðalkeppninni en þá var Baltasar Kormákur að frumsýna sína fyrstu mynd, 101 Reykjavík. Vetrarbræður var ein af umtöluðustu myndum hátíðarinnar þetta árið og vann þar fern verðlaun, en á sama tíma hlaut hún einnig ein verðlaun á New Horizons hátíðinni í Wroclaw, Póllandi. Nú nýverið var myndin að vinna aðalverðlaunin á stærstu kvikmyndahátíðinni í Danmörku; Copenhagen Pix. Ljóst er því að myndin fer

Sögustundin á Bókasafninu Laugardaginn 28. október n.k. verður Sögustund á Bókasafninu kl. 13.30 – 14.00. Lesefnið miðast við börn á aldrinum 3-6 ára. Stefnt er að því að hafa Sögustund annan hvern laugardag í samstarfi við gestalesara. Góðir sófar og allrahanda lesefni handa mömmum, pöbbum, ömmum og öfum á meðan lestrinum stendur. Verið velkomin á bókasafnið. Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Hlynur Pálmason Mynd: CPH PIX

af stað með látum inn í hátíðaferðalagið sem er rétt að hefjast hjá henni. Næsta verkefni Hlyns er myndin Hvítur Hvítur dagur og mun hún vera tekin upp í Hornafirði og nágrenni og á austfjörðum, en hún fjallar um ábyrgan föðir, ekkil og lögreglustjóra lítils sjávarþorps, og hefur verið frá störfum síðan eiginkona hans hvarf fyrir tveimur árum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og fjölskyldu þar til hann fer að gruna mann í þorpinu um að tengjast hvarfi konu sinnar. Með tímanum breytist grunur hans í þráhyggju sem óhjákvæmilega bitnar á þeim sem standa honum næst. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið og er Hlynur að velja leikara fyrir aukahlutverk og er ætlunin að reyna fá heimamenn til liðs við sig sem aukaleikara eins og í stuttmyndinni hans, Sjö Bátar. Tökur fara

fram í lok sumars 2018 og verður u.þ.b 30 manna hópur við tökur í sirka 9 vikur. Sumarið 2016 hóf Hlynur tökur á opnunarsenunni fyrir myndina, þannig að þetta hefur verið tveggja ára ferli þar sem Hlynur hef komið austur fjórum sinnum á ári til að fanga allar árstíðirnar. Aðaltökurnar fara fram við jarðstöðina rétt fyrir innan Höfn með hjálp sveitarfélagsins sem hefur stutt gríðalega við verkefnið. Þar sem við fjöldskyldan erum að fara að flytja til Hornafjarðar verður partur af eftirvinnslunni líka á Hornafirði. Klippiferlið eru sirka 28 vikur og er ég að leita að húsnæði á Hornafirði til þess að vera með stúdíó, sýningaraðstöðu og aðstöðu fyrir eftirvinnsluna. Eftir 10 góð og viðburðarrík ár í Danmörku hlakkar okkur mikið til að hefja nýjan kafla á Hornafirði og takast á við ný verkefni á heimaslóðum.

FAS 30 ára Í tilefni 30 ára afmælis FAS, verður á föstudaginn þann27. október kl. 12 opnuð sýning í Nýheimum um starfsemi skólans. Við opnun sýningarinnar verður boðið upp á veitingar til klukkan 14. Sýningin í Nýheimum verður opin til 3. nóvember. Allir velkomnir og hvattir til að mæta. Nemendur og starfsfólk FAS


Tilkynning frá landeigendum. Öll rjúpnaveiði er bönnuð í landi Hvamms í Lóni.

Sveitarfélagið Hornafjörður KJÖRFUNDUR Kjörfundir vegna alþingiskosninga 28. október 2017 verða sem hér segir: Kjördeild I Öræfi.............Hofgarður...........Frá kl. 12:00* Kjördeild II Suðursveit...Hrollaugsstaðir...Frá kl. 12:00* Kjördeild III Mýrar.........Holt.....................Frá kl. 12:00*

Menningarmiðstöð Hornafjarðar kynnir. Veronica Sandahl er 30 ára gömul listakona frá Svíþjóð en búsett á Höfn. Í frítíma hennar ferðast hún um landið og málar það sem á vegi hennar verður. Á sýningunni munu vera til sýnis verk hennar af húsum og náttúru Íslands með áherslu á Höfn. Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 3.11 kl 16:00.

Sýningin verður opin sem hér segir: 3.11. 16:00 -19:00 4.11. 11:00 -15:00 5.11. 11:00 -15:00

Kjördeild IV Nes.............Mánagarður.........Frá kl. 12:00 til kl. 22:00 Kjördeild V Höfn............Heppuskóla.........Frá kl. 09:00 til kl. 22:00 *) Kjörfundi á viðkomandi stöðum lýkur strax og unnt er skv. 89.gr laga nr.24/2000 um kosningar til alþingis.

Kjósendur úr Lóni greiða atkvæði í Mánagarði Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Heppuskóla á kjördag Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað Höfn 20. oktober 2017

http://veronicasandahl.blogg.se/ https://www.facebook.com/VeronicArt87/

Allir velkomnir.

Eyrún Helga Ævarsdóttir. Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Zophonías Torfason Reynir Gunnarsson

Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi fyrir alþingiskosningar 28. október 2017 Atkvæðagreiðsla á skrifstofum sýslumanns Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9.00-15.00. Síðustu viku fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins sem hér segir: • Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði 23.-27. október kl. 9.00-16.00

• Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal

23.-27. október kl. 9.00-16.00 28. október (kjördagur) kl. 11.00-13.00

• Austurvegi 6, Hvolsvelli

27. október kl. 9.00-18.00 28. október (kjördagur) kl. 10.00-12.00

• Hörðuvöllum 1, Selfossi

25.-26. október 9.00-18.00 27. október 9.00-20.00 28. október (kjördagur) 10.00-12.00

Ábyrgð á atkvæði Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utankjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis. Kosning á sjúkrastofnunum Sjá auglýsingu á www.kosning.is og www. syslumenn.is Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is. Sýslumaðurinn á Suðurlandi


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Við dekkum veturinn af öryggi Cooper Weather-Master WSC Öflugt og gott grip við erfiðar aðstæður Mikið skorið og stefnuvirkt mynstur fyrir jeppa og jepplinga Flott dekk fyrir íslenskt veðurfar

Cooper Discoverer M+S Frábær neglanleg vetrardekk fyrir jeppa Einstaklega endingargóð með mikið skorið snjómynstur Nákvæm röðun nagla eykur grip á ísilögðum vegum

Cooper WM SA2+ Míkróskorin óneglanleg vetrardekk Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd Mjúk í akstri með góða vatnslosun

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940 Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18

Alltaf til staðar


6

Fimmtudagurinn 26. október 2017

NÁM Í STAFRÆNNI

FRAMLEIÐSLUTÆKNI

Sex mánaða diplómanám í Fab Academy

Námið hefst í lok janúar Frekari upplýsingar veitir: vilhjalmurm@hornafjordur.is Sími: 862 0648

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

Eystrahorn


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 26. október 2017

Fyrir 25 árum Vatnstankurinn verður rifinn

Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku var samþykkt með sex atkvæðum að rífa gamla vatnstankinn. Fyrir fundinn lágu þrjár umsóknir um nýtingu. Veitingahúsið Ósinn sótti um að fá að nýta tankinn til veitingareksturs einstaklingur sótti um leyfi til að rekar þar ljósmyndastofu og einstaklingur sótti um leyfi til að innrétta tankinn sem íbúðarhúsnæði. Þessum umsóknum var öllum hafnað og samþykkt að rífa fyrirbærið eins og fyrr segir. Á fundi bæjarstjórnar kom fram að ekkert hefur verið ákveðið með framtíðarnýtingu hólhornsins sem hýst hefur tankinn og er hér með auglýst eftir hugmyndumhugmyndaríkra. Eystrahorn vill ríða á vaðið og varpar fram þeirri hugmynd að byggt verið á hólnum nákvæm eftirlíking af gampla vatnstankinum. BK Birtist í Eystrahorni 27. febrúar 1992

Bestu þakkir Síðastliðinn laugardag var haldin fjáröflunarsamkoman „Til sjós og lands“ að Smyrlabjörgum þar sem allur ágóðinn var látinn renna til mín. Ég vil koma á framfæri þökkum fyrir þennan einstaka stuðning sem kemur sér vel. Ég vil einnig þakka sérstaklega fyrir þann mikla hlýhug og þá samkennd sem ég hef fundið fyrir og hefur mætt mér úr öllum áttum. Fyrir þá sem ekki þekkja aðstæður mínar þá greindist ég fyrir nokkrum árum með MS-sjúkdóminn og sömuleiðis drómasýki sem skerða verulega lífsgæði mín á ýmsan hátt. Ég hef það samt þokkalegt þótt þetta takmarki vissulega getu mína og möguleika til að gera margt sem ég hef áhuga á og mig langar til að gera. Sem betur fer er læknavísindunum alltaf að fleyta fram og menn að þróa betri og áhrifameiri lyf við ýmsum sjúkdómum, meðal annars þeim sem ég glími við. Ég bý í foreldrahúsum og er að ljúka námi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Ég er bjartsýnn á að fá tækifæri til að nýta þá menntun á vinnumarkaðinum í framtíðinni. Ég er lánsamur að eiga góða fjölskyldu; foreldra, bræður, ömmur og afa ásamt stórum frændgarði og vinum sem veita mér mikinn stuðning. Ég met mikils þann samhug sem ég hef fundið og þann styrk sem fólk hefur veitt mér og vil aftur koma á framfæri mínum bestu þökkum til allra þeirra sem stóðu að samkomunni og hafa lagt málinu lið. Bestu kveðjur „heim“ á Hornafjörð Maríus Sævarsson og fjölskylda

7

Alþingiskosningar 2017

Ekki hefur farið framhjá landsmönnnum að framundan eru alþingiskosningar en laugardaginn 28. október ganga landsmenn í kjörklefana og kjósa til þings. Áhugavert er að skoða frambjóðendur á listum stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi og tók Eystrahorn saman þá sem eru með skráða búseti í Sveitarfélaginu Hornafirði, en samtals eru það 9 manns. Björt framtíð 20. sæti Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir,bóndi, Árbæ, Sveitarfélaginu Hornafirði. Framsókn 3. sæti

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri, Álaleiru 10, Höfn í Hornafirði.

8. sæti

Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur, Hafnarbraut 47a, Höfn í Hornafirði.

14. sæti Ármann Örn Friðriksson, nemi, Hrísbraut 5, Höfn í Hornafirði. Sjálfstæðisflokkurinn 9. sæti Lovísa Rósa Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri, Háhóli, Sveitarfélaginu Hornafirði. Miðflokkurinn 11. sæti Sæmundur Jón Jónsson, bóndi, Árbæ, Sveitarfélaginu Hornafirði. Samfylkingin 6. sæti Miralem Haseta, húsvörður, Silfurbraut 7b, Höfn í Hornafirði. Vinstrihreyfingin Grænt framboð 7. sæti

Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi, Kirkjubraut 5, Höfn í Hornafirði.

17. sæti

Steinarr B. Guðmundsson, verkamaður, Hagatúni 20, Höfn í Hornafirði.

Engin frambjóðandi hjá Dögun, Pírötum, Flokki fólksins eða Viðreisn er skráður með búsetu í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Rakarastofan verður lokuð föstudaginn 27. október og 6. til 19. nóvember. Kveðja Baldvin


TRAUST OG HEIÐARLEIKA Á ALÞINGI GETUM VIÐ EKKI ÖLL VERIÐ SAMMÁLA UM ÞAÐ?

LOKASPRETTURINN MEÐ ÞÉR Kosningaskrifstofan verður opin föstudaginn 27. október frá kl. 20:00 og fram eftir kvöldi. Gerum okkur glaðan dag og höfum gaman saman. Kosningakaffi Framsóknar verður í Slysavarnarhúsinu á kjördag milli kl. 10 og 17. Kosningavaka verður á Hafinu á Höfn um kvöldið. Allir velkomnir. Kynntu þér stefnu flokksins á www.framsokn.is og á Facebooksíðu Framsóknar í Suðurkjördæmi. /framsoknS

Framsókn til forystu!


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 26. október 2017

Uppskeruhátíð bænda í AusturSkaftafellssýslu 2017

Kosningaskrifstofan á Kirkjubraut 3 er opin kl. 17-19 virka daga og frá kl. 10 á kjördag. Kosningakaffi verður á Kaffihorninu kl. 13-17. Sameiginleg kosningavaka verður svo á Hafinu frá kl. 21:00. Allir velkomnir XD - Sjálfstæðisfélag A-Skaft.

Verður haldin að Hótel Smyrlabjörgum

laugardaginn 11. nóvember Veislustjóri: Stefán Bogi Sveinsson

Skemmtiatriði frá heimafólki Lambakjöt og annar veislumatur á borðum að hætti hótelsins. Hljómsveitin KUSK leikur fyrir dansi og spilar undir fjöldasöng Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Miðapantanir í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is

Aðalfundur/Stofnfundur Kraftlyftingadeildar Sindra verður haldinn í Sindrahúsi við Hafnarbraut 25, þann 31. október kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf Umræða um framtíðaruppbyggingu deildarinnar Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta UMF. Sindri

Miðaverð 6.000 kr. Allir velkomnir

Bjarni Henriksson Halda skal áfram með skráningu á verkum Bjarna Henrikssonar (Bassa). Tilgangur verksins er að ná yfir öll verk sem Bjarni gerði svo hægt verði að setja upp yfirlitssýningu. Bjarni var alþýðulistamaður og fékkst við margvíslega tækni í verkum sínum. Nú þegar hafa borist fjölmargar myndir (af myndum) og sögur um tilurð verkanna. Þá er átt við bæði málverk og annað sem hann setti mark sitt á. Því vill Menningarmiðstöðin biðla til fólks sem á myndir og önnur verk eftir Bjarna að hringja í síma 4708050 eða senda tölvupóst á netfangið hannadis@hornafjordur.is til að hægt sé að skrá þau. Einnig má taka mynd af verkinu, mæla lengd og breidd og senda á netfangið hér að ofan ásamt eiganda og sögu þess. Með fyrirfram þökk Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Til sölu fullbúið 36m2 sumarhús. Nánari upplýsingar veitir Geir í síma 861-8602

9


Starfsmaður í mavinnu Vínbúðin á Höfn óskar eeir að ráða starfsmann í mavinnu. Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfniskröfur

• Þjónusta við viðskiptavini og afgreiðsla

• Jákvæðni og rík þjónustulund

• Framsslling á vöru og vörumeðhöndlun

• Góð hæfni í mannlegum samskiptum

• Umhirða búðar

• Almenn tölvukunnááa • Stundvísi og dugnaður

Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er lbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Starfshluuall er breyylegt eeir þörfum.

Gildi ÁTVR eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum.

Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Umsóknarfrestur er l og með 8.nóvember 2017. Æskilegt er að viðkomandi gee hafið störf sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Sakavooorðs er krafist. Nánari upplýsingar veita Anna Ólöf Ólafsdóór (hofn@vinbudin.is - 471 3267) og Guðrún Símonardóór (starf@vinbudin.is - 560 7700)


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.