Eystrahorn 43. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. desember 2015

43. tbl. 33. árgangur

Hvað er í gangi - eitt og annað af bæjarstjórnarmálum Nú þegar líður að jólum og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur verið afgreidd er gott að setjast niður og fara yfir stöðuna. Þegar unnið er að fjárhagsáætlun er verið að skoða rekstur nánar en gert er á öðrum tíma ársins og framkvæmdum forgangsraðað. Hvað reksturinn varðar þá snýst þetta jú allt um tekjur og gjöld og hvað er svo eftir til framkvæmda! Tekjurnar eru í fastmótuðum skorðum en ef óskalisti útgjalda væri skoðaður þá er svo ótalmargt sem þarf að gera fyrir svo utan það sem gaman væri að gera. Fjárhagsleg staða Sveitarfélagsins Hornafjarðar er traust og hefur verið svo um árabil. Hins vegar erum við ekki stórt sveitarfélag og er reksturinn mjög viðkvæmur fyrir sveiflum í samfélaginu s.s. kjarasamningum, aflabrögðum o.s.frv. Í bæjarstjórn höfum við öll metnað fyrir góðum rekstri sveitarfélagsins. En erum ekki alltaf sammála um forgangsröðun. Mörg eru verkefnin sem þarf að ráðast í og ljóst að þrátt fyrir góða stöðu sveitarfélagsins að það er margt sem ekki kemst að. Ég hef t.d. óskað eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað þess að heimilisfræðistofa grunnskólans verði endurbætt. Sú aðstaða er löngu úr sér gengin og var um tíma horft til þess að heimilisfræðin flyttist í Vöruhúsið, en frá því hefur verið horfið. Ef farið yrði í endurbætur á heimilisfræðistofunni er ekki ólíklegt að hagkvæmast eða allavega skynsamlegast væri að taka millibygginguna á milli Heppuskóla og íþróttahúss í heild sinni í gegn. En hún er ekki á framkvæmdalista ársins 2016. Jökulheimar og uppbygging leiguíbúða á vegum sveitarfélagsins hafa verið í umræðunni nú í haust. Bæði verkefnin brýn að mínu mati en hvorugt lögbundið skylduverkefni sveitarfélagsins. Einnig það að treysta Matarsmiðjuna í sessi, koma Miklagarði í fulla starfsemi og margt, margt fleira. Meirihluti bæjarstjórnar hefur sett stefnuna á einn leikskóla undir eitt þak árið 2017. Var það gert í kjölfar skoðanakönnunar þar sem boðið var upp á

möguleika á nýju húsnæði. Það kemur ekki á óvart að meirihluti var fyrir því að byggt yrði við, en í dag er farið að ræða þann möguleika að byggja nýjan leikskóla frá grunni en svo öllu sé nú til haga haldið þá eru 20 milljónir í framkvæmdaáætlun ársins 2016 í leikskóla. Með áðurnefndri skoðanakönnun var ákveðnum hluta íbúa sveitarfélagsins gefið tækifæri til að hafa áhrif á framkvæmdaáætlun sveitarfélagins, alla vega til 2017! Því lagði ég það til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sl. fimmtudag hvort ekki væri rétt að bjóða uppá almennar íbúakosningar um forgangsröðun framkvæmda sveitarfélagsins. Verður vonandi tekin afstaða til þess fyrir fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust. Fjölmörg verkefni eru framundan, lögbundin skylduverkefni og önnur sem geta auðgað atvinnulíf, mannlíf og lífsgæði íbúa og því rétt að ekki aðeins fámennur hópur komi sínum sjónarmiðum að heldur allir þeir íbúar sem vilja leggja sína skoðun til málanna. Varðandi tekjuöflun sveitarfélagsins þá hækkar álagningarprósenta fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði um 0,03% um áramót og verður heimild til álagningar þá fullnýtt í þeim flokki. Undirrituð átti frumkvæði að þeirri hækkun og

naut stuðnings formanns bæjarráðs til að koma því máli fyrir bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti síðan hækkunina og ákvað að umrædd hækkun tæp 1,4 milljón króna myndi renna til Atvinnu- og rannsóknarsjóðs næstu þrjú árin. Að mínu mati er það góð lausn sem styður við frumkvöðla og nýsköpun í atvinnulífi. Hér hef ég stiklað á stóru um hin ýmsu verkefni sem við erum að fást við í bæjarstjórn. Um sumt er sátt og annað ekki en þegar á heildina er litið upplifi ég góðan anda og samstöðu innan bæjarstjórnar. Ég vil hvetja íbúa til að vera virka í samfélagsumræðunni og vil benda á að allar fundargerðir eru aðgengilegar á stjórnsýsluvef sveitarfélagsins. Það er alltaf gaman að eiga samræður við íbúa um málefni samfélagsins okkar og fá fram ykkar áherslur og væntingar. Að lokum vil ég fyrir hönd aðal- og varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, óska öllum íbúum og gestum Sveitarfélagsins Hornafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! Ásgerður K. Gylfadóttir oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hornafjarðar

Gunnlaugur Róbertsson ráðinn skipulagsstjóri Fyrr í sumar auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf skipulagsstjóra. Eftir ráðningaferlið var það niðurstaða bæjarráðs að Gunnlaugur Róbertsson yrði fyrir valinu. Gunnlaugur er fæddur árið 1977 og er giftur Laufeyju Sveinsdóttur, saman eiga þau tvö börn og eru búsett á Höfn. Gunnlaugur hefur MSc. próf í verkfræði frá DTU (Tækniháskóla Danmerkur) auk þess hefur hann sótt námskeið í stjórnun. Gunnlaugur hefur búið í Danmörku síðustu ár og starfað hjá ráðgjafafyrirtækjum svo sem Sweco og Rambøll. Gunnlaugur hefur öðlast umfangsmikla reynslu í hönnun og áætlunargerð á vega-, lestarog fótgöngubrúm. Gunnlaugur

hefur mikla reynslu í stjórnun þverfaglegra, flókinna verkefna. Á ferli sínum hefur Gunnlaugur metið burðarþol fjölmargra mannvirkja og út frá niðurstöðum veitt ráðgjöf

varðandi styrkingu/niðurrif, aðallega á brúarmannvirkjum og göngum. Gunnlaugur hefur tekið þátt í og stýrt ýmsum útboðsverkum á háhraða lestarverkefnum sem og hraðbrautaog þjóðvegaverkum. Gunnlaugur hefur gegnt lykilhlutverki við ýmis alverktakaverkefni. Skipulagsstjóri hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi skipulagssviðs. Hann er ábyrgur fyrir daglegum rekstri sviðsins þ.m.t. starfsmannamálum og fjármálum. Áætlunargerð og stefnumótun í samstarfi við skipulagsnefnd. Undirbúning og eftirfylgni mála sem varða skipulagsnefnd og situr fundi skipulagsnefndar með málfrelsi og tillögurétt. Samskipti við innri og ytri

stofnanir. Hlutverk skipulagsfulltrúa er að hafa umsjón með skipulagsgerð, hafa eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin leyfi og annast að öðru leyti þau verkefni sem honum eru falin af sveitarstjórn. Það er í höndum skipulagsfulltrúa í umboði sveitarstjórnar að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar við gerð skipulagsáætlana varðandi útlit bygginga og form og aðgengi fyrir alla. Skipulagsfulltrúi skal sjá um að öll gögn sem ákvarðanir skipulagsnefndar eru byggðar á, séu tryggilega varðveitt. Ber ábyrgð á skipulags- og tæknimálum ásamt framkvæmdum í sveitarfélaginu.


2

Fimmtudagur 10. desember 2015

Hafnarkirkja Sunnudaginn 13. desember

Vaktsími presta: 894-8881

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 með þátttöku fermingarbarna.

bjarnanesprestakall.is

Aðventuhátíð kl. 20:00 Barnakórinn og Samkórinn syngja ásamt bjöllukór og flautuleikurum. Hugrún Harpa Reynisdóttir flytur hugvekju. Prestarnir

Kálfafellsstaðarkirkja

Eystrahorn

Félagsstarf í EKRUNNI Jólasamvera Félags eldri Hornfirðinga verður haldin í Ekrunni sunnudaginn 13. desember og hefst kl. 15:00. Kaffiveitingar og skemmtilegheit í anda jólanna. HITTUMST HRESS!

Félag eldri Hornfirðinga

Föstudagshádegi í Nýheimum kl. 12:15 Ljúfir tónar - allir velkomnir.

Sunnudaginn 13. desember

Aðventuhátíð kl. 16:00 Torfhildur Hólm Torfadóttir flytur hugvekju Prestarnir

Brunnhólskirkja Sunnudaginn 13. desember

Aðventuhátíð kl. 14:00 Sigurður Hannesson flytur hugvekju. Prestarnir

Kaþólska kirkjan á Hornafirði Messur á næstunni verða á eftirtöldum dögum kl. 12:00: • Sunnudaginn 13. desember, 3ja sunnudag í aðventu. • Sunnudaginn 27. desember, Jólamessa. • Sunnudaginn 10. janúar, skírn Drottins Hittumst í kapellunni okkar. Gott væri að skrá sig 13. desember hjá Pétri varðandi húsblessanir.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Rakarastofan verður opin

kl. 10:00 - 18:00 alla virka daga frá 10. desember. Opið verður: laugardaginn 12. desember kl. 11:00-16:00, laugardaginn 19. desember kl. 11:00-16:00, sunnudaginn 20. desember kl. 11:00 -16:00. Lokað verður á aðfangadag og fram til 4. janúar. Rakarastofa

Baldvins

Jólablað Eystrahorns

kemur út fimmtudaginn 17. desember

Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 17. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 15. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti. Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.000,(3.720,- m/vsk).

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Jón og Gunna


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. desember 2015

Lúðrajól

Lúðrasveit- Hornafjarðar, Tónskólans og Big-bandið verða með tónleika í Sindrabæ laugardaginn 12. desember kl. 15:00. Aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar verða seldar á tónleikunum. Húsið opnað kl. 14:30. Lúðrasveit Hornafjarðar sem skipuð er nemendum í 7. bekk og eldri, ætla á mót til Calella á Spáni í sumar, en þar hafa bæjaryfirvöld sóst eftir hljómsveitum og öðrum listahópum til að efla menningarlíf bæjarins. Reiknað er með um eða yfir 1000 manns í þessum hópum. Hljómsveitin mun spila a.m.k. þrenna tónleika þar ytra en þetta mun vera 10. árið sem þetta mót er haldið. Veitingasalan á okkar jólatónleikum er liður í fjáröflun. Einnig mun hljómsveitin spila víða um bæinn á Þorláksmessu.

Tónleikarnir verða í Sindrabæ laugardaginn 12. desember kl. 15:00.

3

Námskeið

Námskeið fyrir lyftara, dráttarvélar með tækjabúnaði, liðléttinga og minni jarðvinnuvélar. Námskeiðið verður á Hornafirði, þriðjudag 15. desember og miðvikudag 16. desember 2015 í Slysavarnarhúsinu á Höfn. Hefst kl. 13:00 báða dagana. Skráning í síma 550 4670 eða austur@ver.is

Aðgangur ókeypis.

Rithöfundakynning í Nýheimum Árlegur upplestur rithöfunda verður í Nýheimum

Fimmtudaginn 10.des. klukkan 20:00

Alls eru sex rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru:

Bjarki Bjarnason Hermann Stefánsson

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Piparkökur og konfekt í boði og kaffi á boðstólum.

Gerður Kristný Sigríður Hjördís Jörundsdóttir

Soffía Auður Birgisdóttir Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Einnig verða tónlistaratriði.

Hornafjarðarsöfn


4

Fimmtudagur 10. desember 2015

Eystrahorn

Verkefnastjóri á skólaskrifstofu

Auglýsing til íbúa Hornafjarðar

Skólaskrifstofa Hornafjarðar auglýsir eftir verkefnastjóra í 50% starf. Skólaskrifstofan sinnir verkefnum sem viðkoma starfi leik- grunn- og tónlistarskóla sem og verkefnum á sviði íþrótta- og tómstundamála.

Í gildi er samþykkt Sveitarfélagsins Hornafjarðar er varðar umgengni og þrifnað utanhúss.

Verkefnastjóri þarf að hafa góða samskiptahæfni og sveigjanleika en einnig að hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. Óskað er eftir manneskju með háskólamenntun og starfsreynslu á sviði uppeldis- og kennslumála. Æskilegt að hún geti haft störf sem fyrst.

Samþykktin snýr að almennum reglum um hvernig haga beri umhirðu og þrifnaði utanhúss hjá heimilum, fyrirtækjum, opinberum aðilum og á opnum svæðum innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Meginmarkmið samþykktarinnar er að tryggja að íbúar, lóðarhafar og umsjónamenn lóða gangi ekki á rétt annarra íbúa í sveitarfélaginu með athöfnum sínum, og virði skilmála lóðaleigusamnings viðkomandi lóðar.

Verkefnin eru afar fjölbreytt t.d. að: •

Hafa yfirsýn og sjá um utanumhald umsókna um leikskólapláss í samvinnu við leikskólastjóra.

Sinnir samstarfi um framkvæmd vinnuskóla.

Koma að stefnumörkun og áætlanagerð.

Aðstoða við skipulagsbreytingar.

Aðstoða við eftirlit með framkvæmd leik- grunnog tónlistarskólalaga, æskulýðslaga og viðeigandi reglugerða.

Önnur verkefni sem fræðslustjóri felur verkefnastjóra.

Sveitarfélagið Hornafjörður hvetur fyrirtæki, heimili, opinbera aðila, lóðarhafa og aðra íbúa til að kynna sér samþykktina og tileinka sér þær almennu reglur sem settar eru fram í henni. Jafnframt eru sömu aðilar hvattir til að taka til á lóðum sínum og gæta almennrar snyrtimennsku innan lóða sinna, koma hlutum sínum þannig fyrir að þeir séu innan lóðamarka o.s.frv. Samþykktina má finna á vef Sveitarfélagsins Hornafjarðar, www.hornafjordur.is

Laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 20. des. 2015 og skulu umsóknir ásamt ferilskrám berast á rafrænu formi á netfangið ragnhildur@hornafjordur.is

Með sameiginlegu átaki allra íbúa sveitarfélagsins má bæta ásýnd þess svo úr verði eitt snyrtilegasta sveitarfélag landsins. Kröftugar og jákvæðar undirtektir skila góðum árangri.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar í síma 470 -8000 eða í tölvupósti á netfangið ragnhildur@hornafjordur.is.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri

PIZZA-HLAÐBORÐ

Fimmtudaginn 10. desember frá kl. 18:00 Fjölbreytt úr val af pizzum, franskar, kokteilsósa og salat.

Sími 478-2200

D

ÍK

L VÖ

Kr. 1.890,Kr. 950,- fyrir 6-12 ára Frítt fyrir yngri en 6 ára


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. desember 2015

Jólagleði knattspyrnudeildar

5

Stíll Hönnunarkeppni

Jólagleði yngri flokka verður miðvikudaginn 16. desember. Kl. 16:00 yngri hópurinn

(6. fl. og 7. fl. karla og kvenna).

Kl. 17:00 eldri hópurinn

(5.fl., 4.fl. og 3. fl. karla og kvenna).

Fótbolti, leikir og fleira skemmtilegt. Mætum öll og tökum foreldrana með. Þjálfarar og stjórn Knattspyrnudeildar Sindra

Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2016 Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnumálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í ráðhúsi, Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu sveitarfélagsins, www. hornafjordur.is/stjornsysla, undir Reglur og samþykktir. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2016. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, undir Umsóknir. Árdís Erna Halldórsdóttir Atvinnu- og ferðamálafulltrúi

Stíll hönnunarkeppni félagsmiðstöðvanna var haldin í Hörpu laugardaginn 28. nóvember og er óhætt að segja að keppnin hafi heppnast ótrúlega vel í alla staði. Í keppninni tóku þátt 40 lið víðsvegar af landinu en þemað í ár var náttúran. Við í Þrykkjunni létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta og sendum þangað lið samansett af hæfileikaríkum ungum stúlkum sem í vetur hafa lagt mikið undir til að undirbúa og gera verkefnið sitt sem allra glæsilegast. Það voru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir, Irina Gloria Mantea, Sóley Lóa Eymundsdóttir og Svandís Perla Snæbjörnsdóttir sem skipuðu lið Þrykkjunnar og var innblástur þeirra sjávarföllin. Verkefnið þótt með eindæmum glæsilegt og bar af fyrir efnilega framsetningu. Fyrir vikið hlutu stelpurnar sérstök hvatningarverðlaun og er ekki hægt að segja annað en að þær hafi verið vel að verðlaununum komnar. Að lokum var það Salóme Morávek sem söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda en hún var eitt af fjölmörgum skemmtiatriðum sem stigu á stokk í Flóa í Hörpu þann daginn. Salóme flutti lögin Somewhere Over the Rainbow eftir Judy Garland og Imagine eftir John Lennon og gerði það auðvitað með stakri prýði, eins og henni einni er lagið. Vert er að nefna að Salóme kemur til með að flytja framlag Þrykkjunnar í söngvakeppni Samfés í mars næstkomandi og var því flutningurinn í Hörpu skemmtileg æfing og uppákoma fyrir það sem koma skal. Það verður ekki nægilega oft sagt hversu stolt og ánægð við erum með ungmennin okkar hér á Höfn. Það er greinilegt að hér er nóg til að hæfileikaríku ungu fólki og því mikilvægt að við opnum þeim öll heimsins tækifæri. Það er þó oft meira en að segja það að senda unga fólkið okkar þvers og kruss um landið og því stuðningur heimamanna okkur afar mikilvægur. Fyrir hönd Þrykkjunnar og þeirra keppenda sem fram komu í Hörpu langar mig að senda þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur sérstakar þakkir. Hótel Höfn, Rósaberg, Sigurður Ólafsson og Skinney Þinganes, það er ykkur að þakka að ungmennin okkar fengu að njóta sín og leyfðu öðrum að njóta hæfileika sinna þennan fallega vetrardag í Hörpu. Fyrir hönd Þrykkjunnar, Dagbjört Ýr Kiesel, tómstundafulltrúi Hornafjarðar


6

Fimmtudagur 10. desember 2015

Eystrahorn

Ekki spurning um að kýla á þetta Nú nýverið fluttist til Hornafjarðar skapandi og kröftug ung hjón, Guðrún og Tjörvi, ásamt þremur dætrum sínum. Guðrún tók við starfi atvinnuráðgjafa SASS með aðsetur á Höfn og nú hefur Tjörvi komið sér upp vinnuaðstöðu í Vöruhúsinu. Hann hefur lokið grunnnámi frá Kvikmyndaskóla Íslands, útskrifaðist sem margmiðlunarfræðingur frá Tækniskólanum í Reykjavík og nú nýverið lauk hann framhaldsnámi í þrívíddargrafík og tæknibrellum við ESCAC kvikmyndaskólann á Spáni þar sem fjölskyldan bjó síðastliðið ár. „Okkur langaði að búa á Höfn, heimabæ Guðrúnar, og gefa dætrum okkar tækifæri á að alast upp hér og njóta frelsisins sem því fylgir, og þegar Guðrúnu bauðst spennandi starf hjá SASS var ekki spurning um annað en að kýla á þetta“ segir Tjörvi þegar hann er spurður út í ástæðu þess að fjölskyldan fluttist til Hafnar. „Guðrún plataði mig með sér hingað fyrir um fimm árum síðan, þá vorum við hérna í tæpt ár á meðan við vorum í fæðingarorlofi með Freyju næst elstu dóttur okkar. Henni tókst að sannfæra mig þá, eftir margar tilraunir.“ Tjörvi á ekki langt að sækja rætur en hann er ættaður frá Djúpavogi og var Steingrímur Ingimundarson símstöðvarstjóri þar afi hans og á hann ættingja bæði hér og á Djúpavogi. „Það er gott að hafa hluta af fjölskyldunni nálægt okkur og svo höfum við líka Björk

systur Helgu tengdamömmu og Gróu langömmu stelpnanna nálægt og það er ómetanlegt“. Tjörvi starfaði lengi við kennslu í Tækniskólanum, þar sem hann kenndi umbrot og hönnun, eftirvinnslu fyrir kvikmyndir, forritun og tölvuleikjagerð. „Mig hafði lengi langað að fara í frekara nám í þrívíddargrafík og tæknibrellum fyrir kvikmyndir, því sagði ég starfi mínu lausu fyrir ári síðan og við skelltum okkur út. Það var langþráður draumur hjá mér að fara í meira nám og Guðrúnu hafði alltaf langað að prófa að búa á Spáni, svo þarna slógum við tvær flugur í einu höggi“.

litla Sveitabúðin Opin næsta laugardag kl. 12:00 – 17:00.

• Hólabrekka býður upp á grænmeti, konfekt, gjafakörfur o.fl.

• Miðskersbúið verður með jólasteikur, tvíreykt hangikjöt o.fl. Til sölu m.a. frá:

• Dilksnesi sultur o.fl.,

• Arfleifð tískufatnaður, skór, handunnar prjónavörur og íslensk hönnunarvara.

Súpa, kaffi og vöfflur að vanda á boðstólnum. Hlökkum til að sjá ykkur, Anna og Anna

Opnunartími í desember 10. - 22. desember............... kl. 14:00 - 18:00 Þorláksmessa........................ kl. 14:00 - 20:00 29. - 30. desember............... kl. 14:00 - 18:00

Tjörvi hefur verið viðloðandi raftónlist og hljóðupptökur síðan á unglingsárum og hefur hann spilað lengi undir listamannsnafninu Subminimal. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér á landi meðal annars nokkrum sinnum á Iceland Airwaves við góðan orðstír og einnig hefur hann komið fram erlendis. „Við fórum nokkrir til Madrídar í september í fyrra og komum fram á Días Nórdicos festival, þar kemur fram tónlistarfólk frá Norðurlöndunum, þetta var rosalega skemmtileg reynsla og tilbreyting að spila tónlistina sína fyrir Madrídar búa, en hér heima þá er maður oft að spila fyrir sama fólkið í hvert skipti sem maður kemur fram“. Tjörvi hefur gefið út tónlistina sína í Bretlandi, Þýskalandi og hér heima. Eins og áður sagði hefur Tjörvi komið sér upp vinnuaðstöðu í Vöruhúsinu og tekur hann að sér ýmis verkefni á sviði margmiðlunar t.d. heimasíðugerð, hönnun og umbrot, myndvinnslu, videóvinnslu og þrívíddargrafík. „Ég finn fyrir miklum krafti hér á svæðinu og spennandi tímar framundan. Ég hef mikinn áhuga á að framleiða kynningarefni fyrir ferðamennskuna og svo er hægt að gera spennandi hluti með þrívíddína“. Hægt er að ná í Tjörva í síma 848-3933 eða með því að senda tölvupóst á tjorvio@gmail.com

Hornafjarðarmeistaramótið verður í Nýheimum sunnudaginn 3. janúar nk. kl. 16:00 (Athugið breytta dagsetningu. Mótið hefur venjulega verið milli hátíða) Útbreiðslustjóri

Meirapróf

Meirapróf verður haldið á Hornafirði eftir áramót og byrjar það fimmtudag 7. janúar nk. Upplýsingar og skráning í 893-3652 eða pall@egilsstadir.is Ökuskóli Austurlands


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. desember 2015

7

Geisladiskur Jóns Guðna Það er alltaf jafn ánægjulegt að frétta af ungu fólki sem er að spreyta sig á ýmsum sviðum. Jón Guðni Sigurðsson (sonur Sigga Guðna og Rósu) var að gefa út geisladisk. „Já, þetta er að sjálfsögðu frumraun mín og diskinn nefni ég Walking Down the Road. Á diskinum eru 10 frumsamin lög með textum eftir mig sem allir eru samdir á þessu ári. Við pabbi sáum um allan hljóðfæraleik á diskinum og einnig sá ég um alla vinnslu. Diskurinn er tekinn upp og unninn að öllu leyti á Höfn.“ sagði Jón Guðni. Myndbandavinnslan gefur diskinn út og verður hann til sölu í Nettó á Höfn og einnig hægt að panta hann hjá Jóni Guðna í gegnum netfangið huldaros@simnet.is.

Hársnyrtistofan

Austurbraut 15 - Sími 478-2110

Stór sending af módeiskartgripum frá gullsmiðju Helgu GULLKÚNST var að koma. Fallegar gjafavörur úr kærleikslínunni. Nýr dömu og herra ilmur frá Calvin Klein. OPIÐ laugardaginn 12. desember kl.13:00 - 16:00.

Verið velkomin

Nú styttist í jólin!

TAX FREE Fimmtudaginn 10. desember Föstudaginn 11. desember Laugardaginn 12. desember

Af ÖLLU í versluninni Full búð af barna-, dömu- og herra fatnaði og skóm. Verslum í heimabyggð Verið velkomin

Verslun Dóru


n i n r u e g r n i k l o k m æ i n b n a l út! ó J Tilb oð

jólabó á kum ALVÖRU M

I

aðeins

la- eða

I UM JÓLIN

Verð: 4.

689 kr

.173

KJÖT I MEGUÐRLÆT GARH RYG KEA HA MBOR R BAKSTU KEA sagaður Hangiframpartur kr/kg

1.498

jöf kort er g A

Gjafa

689 kr

ehf onnunv

689 kr

Verð: 3.

BARBECUE

markh

yri andi · Akure ðakór· Gr

999 kr

998 kr

ALÆRI LA MBMB

Verð: 4.

Verð: 4.

998 kr

| tilboðin

Verð: 2.

498 kr

S

· Selfoss .is Egilsstaðir .netto www bær · Borgarnes · janes avík · Reyk

Verð: 2.

Verð: 2.

DÁDÝRAVÖÐVAR - NÝJA SJÁLA ND 3.598 KR/KG

LA JAON ND LO BER BLÁ

GUR

kort lt. INK tkun. 78 | Gjafa nd al Nettó gt í no ÍSLENSK HR ÁSK um la í jólas ægile nari kapi Nettó t og þ Verð ir allar ná : it einfal 3. ve er 11 9 krstoðar þig kkar Kortið og að lana o Verð: 3. kortið KJÚKLINGABRI lk vers fa fó 704 kr ja NGUR AR fs KJÚKLING ar NGUR St um gGENTÍNU ABRI singar KJÚKLINGABRINGUR l upplý ðu geði. jó glö ól j eð g m g e ðile il Gle eð er 2015 Gl

VI

998 kr

DANISH CROWN HÁGÆÐA NAUTA LUNDIR 3.997 KR/KG

349 kr

FAJITAS

NAUTAVÖÐ

Verð: 2.

2.498 kr/kg

Ve önnunum. fram úr í bragðk rð: 3.215 kr skarað ANDABRINGUR - FRANS ur Norðlenska þegar íðastliðin ár hef á Norðlenska KAR st sitt2.99 trau sett dur 8 KR/KG neyten KEA og ætlum að Ár eftir ár hafa erum við þakklát Hangilæri á beini það r Fyri . mjólamatnum nuað steik. rsluur 2.698 kr/kg fæst í vekem um indæla jóla uppfylla kröfur halda áfram að Nettó

ur.... sem gleð

798 kr

398 kr

689 kr

LA MBAH RYG

Verð: 2.

Verð: 3.

11.049 kr LÉTTREYKTUR

Ve

rð: 2.79 KALKÚNN - HEILL 8 kr 998 KR/KG

Londonlamb

Verð: 4.

aðeins

798 kr

KALKÚNABRINGUR - ERLENDAR 2.098 KR/KG

2.498 kr/kg

Verð: 4.

möndl ugjöf

Verð: 2.

GÆSABRINGUR

3.498 KR/KG

kr/kg

gilæri úrbeinað kr/kg

ur

Verð: 4.

354 kr

IFTIR UPPSKR ING AFÞREY1.7 98 IR F A J G A JÓL GOTTERÍ

ÖT

I

Á ÖRFÁUM M ÍNÚTUM

Ú R SK A R A N D

i

Spenn4.5an49dkri erlfreánbtærkjjöót

ATUR

Verð: 4.

998 kr

ANDALEGGUR/LÆRI 1.798 KR/KG

Verð: 2.

ARGAL PAVO KALKÚNN DELI 3.391 KR/KG

498 kr

498 kr

215 kr

6. desemb

www.netto.is

gilda 10.-1

|

KENGÚRU FILLE Verð 2. 9 3.598: KR/KG 498 kr

NÝTT KORTATÍMABIL HEFST

NAUTALUNDIR - NÝJA SJÁLA ND 2.999 KR/KG

Verð: 2.

498 kr

www.netto.is

Verð: 2.

|

10. DES ön

17

498 kr

ind · Höfn · Gr

Verð: 2.

298 kr

ur · Bú · Salaveg | Mjódd

www. netto .is

Konfekt

Gleðileg humarjól

J ó l a le i k f

Piparkökur í Nettó

|

79

gin

NDAÐ

BLA SKELBROTkg 1

HUMAR 2 kg

8.998 kr/pk MOZARTKÚLUR Í BOXI - 300 G KR/PK

3.898 kr/pk

498

598

an p á þenn boðið up að geta dur lt id o le st m am ettó eru ar sem fr Við hjá N rðarhum afirði. Hornafja öfn í Horn H hágæða m u n bæ ar m u h í er

298

INAL 375g

498 kr/pk

199

f 12s

Smábrauð gGró 720

398 kr/pk

7.998

3.998

6s 450g

PLAYMO SU

4.998 KRMA/PRHKÚS

5.989

398 kr/pkaf3sl5át%

VEGAN GLÚTEN

FR T G WOOGIE JÓLABAUKUR M. SÆLGÆTIÍT- 110 tur

CARS 2 PIZ

998 KR/PZLEK S

349 KR/STK

6.998

PLAYMO ELD

3.998 KRHÚ/PSK

4.498

DINSEY FR

598 KR/POZKEN PÚSL

489 498

6.989

ANNAS PIPARKÖKUR ORIG

PÚSL 200 BITA MINIO

1.198

NSKULAÐI PÚSL 3D- 200 G LINDOR MJÓLKURSÚK SPIL MINIO KR K NS HIT THEM 899 KR/PK VERÐ/PÁÐUR OUT KR/PK KR/PK (RAUÐI)

799

98

3.998 kr/pk

PÚSL 100

1.098 KRMI/PNIOKNS PÚSL 3D

l Hráefni mar í ske 500 g hu eningar kit 3 stk fis r gulrætur ðalstóra 3 stk me uksrif ítla hv 2 stk 2 l vatn kur 1 stk lau ka, græn pri 1 stk pa nota (má líka 1 l rjómi lurjóma) iðs tre ma kir ÓDÝR suþ - 10TykGJÓLA ljarnar só sMILK LINDTDISBEAR PIPAske RKÖK UR 375g NEljó Y FRjör að steikja tilSIN OZ EN sm DOLL KR/STK GALONG ELS ið humarinn, Akr/pk hreins MY FIR DIS mt ettið og potti STása NEtið í Skelfl Y DOLL 3 TEG lina KR iðK ske n hita, Bæ ku UNDIR ST ún/P ga Br T væ ÓF KRpri NÁTTLJÓS m við /PK AUÐ GR k, pa ítlauknu FROZEN rnum lau aí HVÍTLAUKSBRfínt - 2 stk MARY´S hv gróft sko og látið kraum GONE vatni,CRAC í KERS út Gróft og KR/PK lrótum PIPARKÖKUR Verð og gu áður G 699 400 kr/pk ONLY JÓLAKÚLUR 10 tíma. kr/pk ti raf kik bætið fis sum ðið kr/pkog KR/PK ð ljó Sigtið so ið soðið me kk bætið svo út í. Þy eftir smekk og ki mín áður sósuþyk saman við. 15 marinn m hu fram er rjómanu sjóði er borin að súpan en súpan í. Passið rinn á bara að settur út ð, huma ffengu þa ljú ir eft ssa HELLO KIT TY SCHOOL ekkina í gegn. Berið þe ítlauksbrauði BU hit S PLAY með hv na í ofni á hit KR/PK súpu SEfraT mTALST fur VAað R til. Hægt gið heÖÐ sem fen marinn verður kkrum hu CAT JARÐÝT meðan KR/Pmeð no ðið A M. HREY útbúa so a í Kfrysti. að er FINGU m/Durum f og geym Gró ara i irv ykk fyr KR/P Rúnst

9.998

ELJAR

V.I.P. HUMAR 800g

PÚSL 56 BIT

879 KR/PAKMINIONS PÚSL 3D tti

pa að hæ Humarsú s an meistar

TRUFFLUR - 200 G CLASSIC, HESLIHNETU & KAFFI KR/PK

HUMAR ÁNkgSK 1

6.570 kr/pk

Verð: 2.

798 kr

Verð: 3.

GÆS - HEIL

6.998 KR/STK

Verð: 2.

K

PLAYMO SJÓ

1.998 KRRÆ/PKNINGI

LEGO CIT

3.998

TONKA CLA SSICS VÖRU BÍLL KR/PK

9.898

ONLY JÓLASVEINA-SÚKKULAÐI POKI - 100 G KR/PK

299

ONLY KONFEKT DÓS - 200 G KR/PK

698

HOT WHEEL

12.989 SKRCIT/PY BÍLABRAUT STÓR K

TECHNO GE

9.898 KRAR/PS MAK RBLE MANIA

B KIDS 10 IN

9.989 KRON/PEKMUSIC COMBO

VEGGSKRAU AVENGERS T, MINIONS/FROZ

6.998 KR/TU/PKRTLES/MICKEY OGEN/FL. AVENGERS 36” BOP BAG BOX 1.998 P KR/PK

WWW.NETTO.IS | TILBOÐIN GILDA 10. – 16. DES 2015 MJÓDD · SALAVEGUR · BÚÐAKÓR · GRANDI · AKUREYRI · HÖFN · GRINDAVÍK · REYKJANESBÆR · BORGARNES · EGILSSTAÐIR · SELFOSS ÞÚ GETUR NÁLGAST BÆKLINGINN Í HEILD SINNI Á NETTO.IS | BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG MYNDAVÍXL | VÖRUÚRVAL GETUR VERIÐ BREYTILEGT MILLI VERSLANA


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.