Eystrahorn 44. tbl. 2015

Page 1

Jólablað 2015

Eystrahorn 44. tbl. • 33. árg. • fimmtudagur 17. desember

Aðventa

Brátt nálgast sú helgasta hátíð í bæ með heilögum ljósunum björtum. Andi Guðs leggst yfir lönd yfir sæ og leitar að friði í hjörtum.

Þá vill hann oft gleymast sem farveg oss fann sem fæddist í jötunnar beði. Við týnum úr hjartanu trúnni á hann og tilefni jólanna gleði.

Það ljós hefur tindrað um aldir og ár og yljað um dali og voga. Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár mun kærleikur fylgja þeim loga.

En nú virðist fegurðin flúin á braut og friðurinn spennu er hlaðinn. Lífsgæðakapphlaup og kauphallarskraut er komið til okkar í staðinn.

Er vökvar þú kærleikans viðkvæmu rós þá veitist þér andlegur styrkur. Kveiktu svo örlítið aðventuljós þá eyðist þitt skammdegismyrkur.

Láttu svo kertið þitt lýsa um geim og loga í sérhverjum glugga. Þá getur þú búið til bjartari heim og bægt frá þér vonleysisskugga. Ljóð: Hákon Aðalsteinsson • Ljósmynd: Þorvarður Árnason

Starf Félags eldri Hornfirðinga á fullri ferð Segja má að starfsemi Félags eldri Hornfirðinga skiptist í tvær annir fyrir og eftir áramót. Haustfundur er haldinn í september þar sem starfið er kynnt og málin rædd. Starfið fer fram í félagsmiðstöðinni Ekru að langmestu leyti, það er aðeins sundleikfimin sem fram fer í sundlauginni. Í haust hefur vikulega verið boðið upp á opið hús í Ekrunni þar sem félagar koma til að spila og grípa í hannyrðir. Snókerinn er líka til staðar svo ekki sé minnst á félagsvistina og bingóið. Tvisvar í mánuði eru samverustundir þar sem briddað er upp á ýmsu efni til skemmtunar og fróðleiks. Einu sinni í mánuði er rjómavöffluball þar sem ýmsir hljóðfæraleikarar spila fyrir dansi. Gleðigjafar kór eldri borgara starfar af krafti undir stjórn Guðlaugar Hestnes. Í haust var keypt nýtt og gott píanó í Ekruna og kemur það sér mjög vel m.a. í kórstarfinu. Eru þeim sem að píanókaupum stóðu færðar bestu þakkir. Leikfimi er í Ekrunni og sundleikfimi í sundlauginni. Gönguferðir eru frá Ekrunni tvisvar í viku Haustönninni lýkur svo með jólasamveru sem var sl. sunnudag og heppnaðist vel. Haukur Ingibergsson formaður Landsambands eldri borgara kom í heimsókn í september og fundaði með félögum í Ekrunni ásamt Bryndísi Bjarnadóttur alþjóðatengils landsambandsins. Var þetta bæði fróðlegur og gagnlegur fundur og vel sóttur. Eftirminnilegt er vel heppnað málþing í maí um heilbrigðisog öldrunarmál á Hornafirði. Meðal gesta var heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson og ýmsir aðrir góðir frummælendur. Aðallega

var rætt um þörfina á viðbyggingu við Skjólgarð sem býr í dag við mikil þrengsli. Vonandi ná menn að fylgja þessu brýna máli eftir. Á sumrin er ekki mikið starf, þó eru farnar tvær ferðir, ein dagsferð og önnur lengri. Þá er félögum árlega boðið upp á að sækja svokallaða Sparidaga á Hótel Örk. Þar er dvalið í viku í senn frá janúar til maí. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir í félagið og eins þeir sem yngri eru geta gerst styrktarfélagar. Ég vil hvetja fólk til að koma í starfið í

Ekrunni þar er margt að finna og því fleiri sem koma verður bara skemmtilegra. Þegar vinnudegi okkar á vinnumarkaði er lokið vegna aldurs þá gefst tækifæri á tómstundum m.a. í Ekrunni. Látið sjá ykkur og verið ekki feiminn að koma YKKUR VERÐUR VEL TEKIÐ. Næsta stórverkefni hjá félaginu er þorrablótið á ÞORRANUM. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Haukur Helgi í stjórn Félags eldri Hornfirðinga tók saman.


2

Fimmtudagur 17. desember 2015

Helgihald um jól Í BJARNANESPRESTAKALLI

Eystrahorn

Opið hús í Hafnarkirkju

Hafnarkirkja

Aðfangadagur - aftansöngur kl. 18:00 Jólanótt - hátíðarmessa kl. 23:30 Gamlársdagur- aftansöngur kl. 18:00

Bjarnaneskirkja

Jóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Brunnhólskirkja

Jóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00

Hofskirkja

Annar í jólum- hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Á Þorláksmessu verður opið hús í Hafnarkirkju frá kl. 16:00 til 18:00. Heitt verður á könnunni og kerti seld fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Guðlaug Hestnes og Gunnar Ásgeirsson jr. munu leika jólalög, fjórhent, á píanóið. Komið og eigið notalega stund í kirkjunni ykkar!

Kálfafellsstaðarkirkja

Kaþólska kirkjan

Stafafellskirkja

Messa kl. 12:00 27. desember hátíð hinnar heilögu fjölskyldu

Annar í jólum - hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00

Sunnudaginn 27. desember hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00

Hoffellskirkja

Sunnudaginn 27. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:00

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

10. janúar skírn Drottins Við þökkum öllum fyrir bænir, óskum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Kapusínabræður

Bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Lokað frá kl. 14:00, 23. desember 2015 til 4. janúar 2016 kl. 18:00

Hótel Höfn


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

Jólatré og góðgerðarmál

3

Jólatónleikar Sunnudaginn 20. desember kl. 20:00 efnir Karlakórinn Jökull til árlegra jólatónleika í Hafnarkirkju. Ágóðinn af tónleikunum hefur ætíð runnið til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni rennur hann óskiptur í Samfélagssjóð Hornafjarðar.

Miðaverð er að lágmarki 2.500 kr.

Forseti Kiwanisklúbbsins Óss Ingvar Snæbjörnsson ásamt Pálma Guðmundssyni verslunarstjóra Nettó handsala hér styrkbeiðnina.

Stjórn styrktarnefndar Kiwanisklúbbsins Óss hefur samþykkt að Ós styrki 10 fjölskyldur í samstarfi við Samfélagssjóð Hornafjarðar. Styrktarsjóður Óss gefur 200 þúsund og leggur Nettó 100 þúsund krónur á móti. Samfélagssjóður Hornafjarðar sér svo um að úthluta styrkjunum í jólaúthlutun sinni. Aðalfjáröflun Kiwanisklúbbsins Óss er sala jólatrjáa og fer allur ágóði af henni til styrktarmála í héraði. Miralem Haseta formaður jólatrésnefndar Óss til margra ára hefur veg og vanda af skipulagningu jólaundirbúnings með aðstoð klúbbfélaga. Sala jólatrjáa er með skemmtilegustu viðburðum í félagsstarfi Óss. Eins og undanfarin ár fer salan fram í Sindrahúsinu og verður opið 16. - 23. desember. Virka daga er opið frá 17:00 - 19:00 og um helgina kl. 15:00 - 19:00. Síðasti söludagur er á Þorláksmessu kl. 13:00 - 15:00. Kiwanisklúbburinn Ós hefur selt jólatré á Hornafirði í góðu samstarfi við Húsasmiðjuna, Flytjanda og Landflutninga sem hafa styrkt söluna á ýmsan máta. Normansþinurinn er fluttur inn frá Danmörku. ​Furutrén koma úr Steinadal í Suðursveit og eru þau mjög vinsæl. Íslenska blágrenið kemur frá Miðfelli. Stærri jólatrén koma ýmist úr sýslunni eða ofan af Héraði. Kiwanisklúbburinn Ós vill nota tækifærið og þakka þeim sem keypt hafa jólatré af klúbbnum gegnum tíðina og lagt þannig sitt af mörkum í styrktarsjóð klúbbsins. Kiwanisklúbburinn Ós óskar öllum Hornfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og þakkar stuðninginn á liðnu ári. Forseti Kiwanisklúbbsins Óss, Ingvar Snæbjörnsson, ritari Kiwanisklúbbsins Óss, Sigurður Einar Sigurðsson

Póker Jólagleði PKH 28. desember kl. 20:00 í Pakkhúsinu. 3500- kr. hringstreitur í umsjá Ödda Þorbjörns. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á facebook.com/pkhofn Gleðileg jól

Þátttakendur í jólatónleikunum eru að venju fjölmargir; Barnakór Hornafjarðar, Samkór Hornafjarðar, Gleðigjafar, Kvennakór Hornafjarðar, Leikfélag Hornafjarðar, Lúðrasveit Hornafjarðar, Stakir Jakar ásamt Karlakórnum Jökli.

Jólasöngur í Gömlubúð á Þorláksmessu, kl. 14:00 - 15:00. Gestir og gangandi boðnir velkomir til að syngja saman jólalög! Zophonías Torfason leikur undir á harmonikku. Söngtextar á staðnum.


4

Fimmtudagur 17. desember 2015

Umsókn um húsaleigubætur

Eystrahorn

Einstakt tækifæri

Athygli er vakin á því að endurnýja þarf umsóknir þeirra sem notið hafa húsaleigubóta (almennra og sérstakra) á árinu 2015, fyrir 16. janúar n.k. Sækja þarf um vegna húsaleigubóta er fyrir 16. viðkomandi mánaðar skv. lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997. Sótt er um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka hvers árs og þurfa umsækjendur því að endurnýja umsóknir sínar í janúar hvers árs skv. lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997. Eftirtalin gögn þurfa að fylgja með útfylltu umsóknareyðublaði um húsaleigubætur: • Afrit af síðasta skattframtali staðfest af skattstjóra. • Launaseðlar þriggja síðustu mánaða allra heimilismanna eldri en 18 ára. • Frumrit þinglýsts leigusamnings. • Staðfesting skóla vegna náms umsækjanda. Vakin er athygli á að umsókn er ekki afgreidd fyrr en öll gögn hafa borist. Hægt er að sækja um húsaleigubætur á handhægan máta í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins á ibuagatt.hornafjordur.is Frekari upplýsingar eru veittar í síma 470-8000 og hornafjordur@hornafjordur.is.

Opnunartími hjá Sundlaug Hornafjarðar yfir hátíðarnar Um leið og starfsfólk sundlaugar óskar öllum gleðilegrar hátíðar, auglýsum við opnunartímann hjá okkur yfir jólahátíðina. 23. desember, Þorláksmessa............... 06:45 - 21:00 24. desember, aðfangadagur............... 06:45 - 11:00 25. desember, jóladagur..................... LOKAÐ 26. desember, annar í jólum............... LOKAÐ 27. desember...................................... 10:00 - 17:00 28. desember...................................... 06:45 - 21:00 29. desember...................................... 06:45 - 21:00 30. desember...................................... 06:45 - 21:00 31. desember, gamlársdagur............... 06:45 - 11:00 1. janúar, nýársdagur.......................... LOKAÐ 2. janúar.............................................. 10:00 - 17:00

Sjáumst í hátíðarskapi Sundlaug Hornafjarðar

Á hverju ári er haldin svokölluð þýskuþraut þar sem að krökkum sem hafa lært þýsku í a.m.k. tvö ár í framhaldsskólum er boðið að taka próf til að leggja mat á kunnáttu þeirra. Það er félag þýskukennara sem leggur prófið fyrir og í því reynir á hlustun, málfræði, ritun og orðaforða. Í ár tóku 63 nemendur þátt í þrautinni, og var ég ein þeirra. Tuttugu efstu sætin fá bókaviðurkenningu og tveir efstu fá að fara til mánaðardvalar í Þýskalandi á vegum þýska sendiráðsins og PAD sem er stofnun sem sér um nemendaskipti. Ég var einmitt stödd úti í Tríer í Þýskalandi með skólanum mínum í mars þegar að ég frétti að ég hafði lent í þriðja sæti. Þá fékk ég einnig að vita að stelpan sem lenti í fyrsta sæti gæti ekki komist og því hefði ég tækifæri til að hlaupa í skarðið. Ég hafði nokkra daga til að hugsa mig um og ákvað að slá til. Það er örugglega besta ákvörðun sem ég hef tekið. Í apríl var svo haldin verðlaunaafhending í Reykjavík þar sem mér var afhent bók og viðurkenning fyrir góðan árangur í þýsku. Þar hitti ég einnig stelpuna sem lenti í öðru sæti og var á leið út. Við spjölluðum svolítið saman í gegnum netið áður en að við hittumst í annað sinn, á Keflavíkurflugvelli, tilbúnar á vit ævintýranna. Við flugum út 30. júní og vorum fyrstar að koma úr okkar hópi. Alls voru um 100 krakkar alls staðar úr heiminum komnir saman til að efla þýskukunnáttu sína og læra um sögu og menningu Þýskalands. Í mínum hópi voru tólf krakkar og komu þeir frá Póllandi, Hollandi, Rússlandi, Brasilíu og svo Íslandi. Krakkarnir voru á aldrinum 15-19 ára. Eins spennandi og þetta hljómaði þá var þetta nú enginn dans á rósum fyrstu dagana. Ég hafði einungis lært þýsku í tvö ár en flestir 5-10 ár. Þessir krakkar voru samt sem áður æðislegir og þolinmóðir þegar maður reyndi að koma út úr sér skiljanlegum setningum en það mátti ekki tala neitt nema þýsku. Eftir frábæra viku í Bonn og dagsferð til Kölnar var ferðinni heitið til Bayern, sem er stærsta „ríki" Þýskalands, alveg syðst. Þar bjuggum við hjá fjölskyldum og fórum í þýskan skóla í tvær vikur. Ég bjó hjá yndislegri fjölskyldu sem tók á móti mér eins og týndri dóttur. Fjölskyldan hjálpaði mér verulega með þýskuna mína og sýndi mér ýmislegt sem einkennir Bayern. Við fórum einnig í dagsferð til München með skólanum og skoðuðum helstu byggingar borgarinnar. Eftir þessar frábæru tvær vikur gekk mér orðið ágætlega að tala við fólk á þýsku og gat því kynnst krökkum úr öðrum hópum. Seinustu tíu dögunum eyddum við svo í Hamborg og Berlín þar sem margt var skoðað. Ekki hafði mig órað fyrir hversu náinn maður gæti orðið einhverjum á aðeins einum mánuði en hópurinn minn var í alla staði frábær. Ég hef eignast vini, alls staðar í heiminum sem ég get heimsótt í framtíðinni og vonandi koma nú einhverjir að heimsækja mig. Í dag nýtum við tæknina óspart til að halda sambandi og auðvitað á þýsku. Stundum heyrist að það skipti ekki svo miklu máli að standa sig í skóla en ég get afsannað það. Það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Hafdís Lára Sigurðardóttir nemandi í FAS


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

Sendum frændfólki vinum, og öðrum lesendum Eystrahorns bestu jóla- og nýársóskir með þakklæti fyrir árið sem er að líða.

Ásta og Albert

Láttu draum þinn rætast

5

Viljum óska öllum gleðilegra jóla með þökk fyrir stuðninginn á árinu. Sjáumst hress og kát í flugeldasölunni fyrir áramótin. Opnunartímar í flugeldasölu: Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur

28. desember 29. desember 30. desember 21. desember

kl. 14:00 - 22:00 kl. 12:00 - 22:00 kl. 12:00 - 22:00 kl. 10:00 - 14:00

Sofðu vel í góðu rúmi. Erum með úrval af rúmum og dýnum frá Svefn og Heilsu og RB rúm

Nýtt frá Sign og Asa

Glæsilegir skartgripir. Sjón er sögu ríkari

Starfsfólk Hornafjarðarsafna óskar

Vorum að fá fallega íslenska jólaóróann sem hannaður er af Jóhannesi en hann er ættaður frá Hafnarnesi.

Hornfirðingum gleðilegra jóla og

Mikið úrval af nytsamlegri gjafavöru

farsældar á komandi ári.

Verið velkomin. Kaffi á könnunni Óla og Jóhann

Húsgagnaval

Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110

Jólagjafasettin frá SOTHYS komin. Fallegar gjafavörur úr kærleikslínunni. Barnafreyðibað, sturtusápur og ilmir. Glæsilegt úrval af skartgripum. OPIÐ laugardag kl. 13:00-16:00 Þorláksmessu til kl. 22:00 Milli hátíða er opið 30. desember kl 13:00-17:00.

Verið velkomin


6

Fimmtudagur 17. desember 2015

Eystrahorn

Heillaðist ung af bókum Þórbergs

Út er komin bókin Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar eftir Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðing. Bókin byggir á margra ára rannsóknum og er yfirgripsmikil heildarúttekt á höfundarverki Þórbergs. Áhugi á bókum Þórbergs Þórðarsonar hefur glæðst mikið á undanförnum árum, í kjölfar stofnunar Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit og útgáfu bóka um ævi Þórbergs eftir Halldór Guðmundsson og Pétur Gunnarsson. Þá virðist sem skrif Þórbergs höfði sérstaklega til íslenskra rithöfunda á 21. öld og sækja þeir jafnvel í smiðju hans; það sambland sjálfsævisögu og skáldskapar sem bækur hans einkennast af er áberandi bókmenntaform á 21. öld, bæði hérlendis sem erlendis. Eins og fram kemur í eftirfarandi viðtali heillaðist Soffía Auður snemma af verkum Þórbergs og lék ritstjóra forvitni á að vita meira um Soffíu Auði og verkið. Af gömlum og góðum sið er fyrsta spurningin;

prestsdótturinni Guðríði Guttormsdóttur. Pabbi er kominn af verkafólki og mamma af bændum en saman stofnuðu þau búsáhaldaverslun sem þau ráku lengi, síðast í Kringlunni. Ég er ekki alin upp við þá skoðun að mikil menntun sé endilega mikilvæg, en frá því að ég lærði að lesa hef ég verið haldin ólæknandi lestrarfíkn og datt heldur betur í lukkupottinn þegar ég uppgötvaði að hægt væri að fara í háskólanám sem fælist fyrst og fremst í því að lesa skemmtilegar bækur og skrifa um þær. Ég fór í Menntaskólann við Hamrahlíð sem ég valdi vegna þess að þar var hægt að taka svo marga valkúrsa í íslensku og bókmenntum. Þar sem ég bjó ekki í því hverfi sem MH var þurfti ég að bíða eina önn eftir að komast í þann skóla og fór í lýðháskóla í Danmörku á meðan. Í háskólanum tók ég BA próf í almennri bókmenntafræði, með íslensku og dönsku sem aukagreinar, og síðan tók ég Cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum. Á þeim tíma var ekki boðið upp á meira nám í bókmenntum hér heima svo ég fór í framhaldsnám í bókmenntafræði til Suður Karólínu í Bandaríkjunum og bjó þar í rúm 3 ár og lauk þar fyrri hluta doktorsprófs. Dreif mig síðan heim áður en ég skrifaði lokaritgerðina og datt þá niður í mikla vinnu svo ritgerðin sat á hakanum. Ég vann við ritstjórn á bókaforlagi, skrifaði bókmenntaog leiklistargagnrýni fyrir Morgunblaðið, gerði útvarpsþætti og sinnti stundakennslu, þar til ég fékk stöðu við íslenskudeild H.Í. sem ég síðan sagði upp tveimur árum eftir að við fluttum til Hornafjarðar haustið 2006.

Fjölskylduhagir Ég er gift Þorvarði Árnasyni, náttúrufræðingi, sem er forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Nýheimum og við eigum tvö börn, Sigríði Þórunni 20 ára og Árna Birgi 17 ára. Þegar við Þorri tókum saman átti ég tvo syni, Jökul 34 ára og Kolbein 30 ára. Kolbeinn bjó hér á Höfn í eitt ár og þjálfaði körfuboltaliðin, hann gerði mig að ömmu fyrir einu og hálfu ári og er barnabarnið, Röskva, mín uppáhaldspersóna þessa dagana.

Hverra manna ert þú, góða? Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef búið þar mestan part ævinnar. Foreldrar mínir voru þó bæði aðflutt í höfuðborgina, faðir minn, Birgir Halldórsson (hann lést árið 1996), fæddist og ólst upp á Akranesi en móðir mín, Sigríður Auðunsdóttir, fæddist í Fljótshlíðinni og bjó þar þangað til að Heklugosið 1947 neyddi fjölskylduna til að bregða búi. Þá fluttist fjölskyldan á Bakka í Ölfusi og síðar á Selfoss þar sem hún bjó þangað til hún fór að búa með pabba. Föðuramma mín var úr Borgarfirði (vestra) en föðurafi frá Stöðvarfirði, en pabbi hans – langafi minn – var ættaður af Mýrunum og kenndi sig við þær: Þorsteinn Mýrmann. Hans er getið í sögu Hornafjarðar, hann sótti um verslunarleyfi á Höfn en var synjað um það og flutti þá á Stöðvarfjörð og giftist þar

Soffía Auður í réttu umhverfi.

Þótt ótrúlegt sé þá er bráðum áratugur síðan við fluttum á Hornafjörð og við höfum fest hér góðar rætur og það er bæði undurfögur náttúra, rólegt hvunndagslíf og skemmtilegt fólk sem heldur okkur ánægðum hér.

Hornafjörður eða Ósló Við vorum orðin dálítið þreytt á stressinu í Reykjavík fyrir áratug og vorum til í breytingar. Við höfðum búið í eitt ár í Sevilla í Andalúsíuhéraði á Spáni – í rannsóknarleyfi – og við kunnum mjög vel að meta rólegan lífstílinn þar. Þorri sótti um tvö störf, annað í Osló og hitt á Höfn í Hornafirði. Það var lagt hart að honum að taka starfið á Höfn og nálægðin við slóðir Þórbergs var mér að skapi því þá var ég byrjuð að pæla í að skrifa doktorsritgerð um skrif hans. Svo við slógum til og erum hér enn – og erum varla á förum í bráð.


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

Þórbergur heillaði mig og var fyndnastur Ég heillaðist af bókum Þórbergs mjög ung, fannst hann fyndnasti höfundur sem ég hafði nokkurn tíma lesið þegar pabbi dró Bréf til Láru út úr bókaskápnum og hvatti mig til að lesa hana. Síðan jókst áhuginn á þessum höfundi eftir því sem ég las fleiri verk hans og löngun til að kafa ofan í höfundarverk hans því það var svo til órannsakað þangað til á allra síðustu áratugum. En með stofun Þórbergsseturs og ævisögum Péturs Gunnarssonar og Halldórs Guðmundssonar hefur áhuginn farið mjög vaxandi undanfarin ár.

Stolt amma.

Aðdragandinn og vinnan við bókina Ég hef verið að rannsaka skrif Þórbergs í rólegheitum í mörg ár, hef haldið um 30 fyrirlestra um efnið í Reykjavík, á Höfn, í Færeyjum, á Englandi og í Bandaríkjunum. Þá hef ég birt nokkrar greinar um Þórberg, haldið námskeið um verk hans, skrifað formála að nýjum útgáfum af bókum hans, skrifað kennsluleiðbeiningar með Ofvitanum og leiðbeint háskólanemum með lokaritgerðir tengdum Þórbergi. Á síðustu árum hef ég síðan hellt mér á fullu út í að ljúka við doktorsritgerð um skrif Þórbergs og skrifa bókina sem nú er komin út. Þetta eru tengd verk, ég tala gjarnan um tvíbura sem þó ekki eru eineggja; doktorsritgerðin er viðameiri en bókin, með fræðilegum kafla sem ég sleppi í bókinni því ég vil að hún sé aðgengileg fyrir hinn almenna lesanda.

Um bókina Bókin er í 9 köflum þar sem ég fjalla um mismunandi þætti í höfundarverki Þórbergs. Ég velti til dæmis fyrir mér goðsögum um Þórberg; um myndina af honum sem trúði eða sérvitringi sem lengi hefur lifað. Ég fjalla um sannleikshugtakið í tengslum við skrif hans og sýni hvernig hægt er að taka um „leik“ með sannleikann fremur en „leit“ að sannleikanum í verkum hans. Ég fjalla um ljóðagerð hans og ævisagnaritun og ég fjalla um hinar mismunandi sjálfsmyndir hans; hvernig hann sviðsetur sjálfan sig á mismunandi máta í bókum sínum. Ég legg áherslu á að skoða skrif hans á forsendum skáldskapar fremur en sem ævisögu, þótt hann byggi alltaf á efnivið úr eigin ævi

þegar hann skrifar; hann umbreytir lífi í list og í skrifum hans verður til ný tegund bókmennta, „blendingur úr tilbúningi og sannsögli“ eins og hann sagði sjálfur. Þetta er sú tegund bókmennta sem í dag er kölluð „skáldævisaga“ og er í mikilli tísku um þessar mundir, bæði á Íslandi og erlendis. Að því leyti hafði Þórbergur rétt fyrir sér þegar hann fullyrti – á áttræðisafmælinu sínu – að hann væri eins og fólk yrði eftir næstu aldamót. Síðasti kaflinn fjallar einmitt um samtímarithöfunda sem tengja sig beint við Þórberg í skáldævisögulegum skrifum, til að mynda Jón Kalman Stefánsson, Oddný Eir Ævarsdóttir og Jón Gnarr.

Kom á óvart hvað Þórbergur var lærður Það sem kom mér mest á óvart var að uppgötva hversu „lærður“ höfundur Þórbergur er. Hann hafði mikla þekkingu á íslenskum og erlendum bókmenntum og ég rek ýmis slík tengsl við hans eigin skrif. Þórbergur stundaði nám í norrænum fræðum við Háskóla Íslands í 5 ár (1913-1918). Þetta var á fyrstu árum norrænudeildarinnar og vegna skorts á nemendum var almenningi gefinn kostur á að hlýða á fyrirlestara þar. Þórbergur lagði líf og sál í þetta og stundaði í raun námið eins og fullgildur nemandi. Á handritadeild Landsbókasafnsins eru til ótrúlega vandaðar námsglósur hans frá þessum árum. Hann skrifaði lokaritgerð og sótti um að fá að útskrifast, en fékk ekki þar sem hann var ekki með próf á lægri skólastigum, vantaði stúdentsprófið. Háskólinn vildi ekki gefa það fordæmi að menn án grunnmenntunar gætu flogið þar í gegn og útskrifast. Kannski var þessi niðurstaða þó lán í óláni fyrir íslenska bókmenntasögu því óvíst væri að hann hefði skrifað hinar frábæru bækur sínar ef hann hefði fengið prófskírteini og helgað sig kennslu og fræðimennsku, í stað skapandi skrifa. En í háskólanum kynntist Þórbergur meðal annars nýjum viðhorfum til Íslendingasagna – að þær væru blendingur úr sagnfræði og skáldskap – sem ég tel að hafi haft mikil áhrif á hans eigin aðferð.

Gæti Þórbergur skrifað eins um fólkið í dag? Er ekki fólk alltaf samt við sig? Við höldum oft að „fólk í gamla daga“ hafi verið öðruvísi en við erum í dag; en háttalag og tilfinningar eru eins í dag og áður. Það má segja að lýsingar Þórbergs á bæði sjálfum sér og öðrum séu hreinskilnar, óborganlega fyndnar og kannski furðu nútímalegar. Ég sendi einu sinni bandarískum vini mínum enska þýðingu á óléttusögu Þórbergs, frásögnina af því þegar hann hélt að hann væri óléttur þegar hann var unglingur. Viðbrögð Bandaríkjamannsins voru: „Þessi saga er um mig!“. Einnig er margt í lýsingum Þórbergs á skynjun hans á náttúrunni og umhverfinu sem við gætum lært mikið af í dag, á tímum þegar mörg okkar virðast hafa tapað tengslum við náttúruna og dýrin. Sá sem les Suðursveitarbækurnar af athygli

7

hlýtur að verða harður náttúruverndar- og dýraverndunarsinni!

Var gagnlegt að vera í umhverfi frásagnanna? Svo sannarlega, ég lýsi því þannig í formálanum að bókinni minni að sá sem hefur staðið úti á dimmri vetrarnóttu og horft á fullt tungl lýsa eins og ljóskastari á klettana fyrir ofan Hala öðlast dýpri skilning á tungumáli steinanna hans Þórbergs. Þá hefur það verið mjög gagnlegt að hafa umhverfið sem Þórbergur lýsir í Suðursveitarbókum sínum fyrir augunum og að geta spjallað við fólk sem hefur þekkingu á sögu og mannlífi Suðursveitar.

Fimmtugsafmælinu fagnað með eiginmanninum.

Þórbergur ekki „jólabarn“ Það er varla hægt að segja að Þórbergur hafi verið „jólabarn“. Ég tók eftir því þegar ég las dagbækur hans að hann skrifar ekkert um jólahald og í raun ekki hægt að sjá að hátíðisdagarnir hafi verið mjög frábrugðnir öðrum dögum í lífi hans. Kannski markast þetta mest af því að hann ól ekki upp börn – jólin eru jú kölluð „hátíð barnanna“, ekki satt? Þá var Þórbergur ekki hrifinn af kirkju og klerkum, eins og frægt er af ádeilu hans á þá stofnun og stétt í Bréfi til Láru. Hins vegar má benda á að ritgerð hans „Lifandi kristindómur og ég“ – sem hann skrifar skömmu eftir útkomu Bréfsins – er ein besta heimild sem til er um iðkun kristni á íslenskum sveitaheimilum á seinni hluta nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu.

Okkar jólahald Okkar jólahald er líklega nokkuð dæmigert íslenskt jólahald, nema við borðum kalkún á aðfangadagskvöld, það er hefð sem ég hafði með mér frá Suðurríkjum Bandaríkjanna. Við reynum að njóta jólanna með fjölskyldunni, í fyrra komu eldri synir mínir með sínar fjölskyldur austur og einnig tengdaforeldrar Kolbeins, þannig að það voru fjölmenn og afar skemmtileg jól. Núna í ár verður móðir mín hjá okkur og kannski koma fleiri gestir yfir hátíðirnar. Jólin snúast um það að njóta samvista við fjölskyldu, taka því rólega, borða hátíðamat og lesa bækur, að sjálfsögðu!


8

Fimmtudagur 17. desember 2015

Starfsfólk Þrastarhóls ehf. sendir viðskiptavinum og öðrum lesendum Eystrahorns beztu óskir um gleðileg jól. Óskum ykkur alls góðs á komandi ári og þökkum góð samskipti á liðnum árum.

Eystrahorn

Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Svava Kristbjörg og Sigrún

Guðbjartur, Birna og Agnes Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Guðmundur Jónsson Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum góðar viðtökur á árinu sem er að líða

Leikfélag Hornafjarðar Kæru ættingjar og vinir. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og færsælt nýtt ár. Þökkum kærleiksríkar stundir á liðnum árum. Hugheilar jólakveðjur

Kiddý og Kristinn Sendi börnum mínum og fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum bestu jóla- og nýárskveðjur með þakklæti fyrir allt gott frá liðnum árum. Kær kveðja

Dóra frá Smyrlabjörgum

Sendi mínar bestu jóla- og nýársóskir og þakka liðin ár.

Friðrik B. Friðriksson, Hraunkoti Óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka öll liðnu árin.

Halla Bjarnadóttir Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til ættingja, vina og viðskiptamanna með þakklæti fyrir samveruna á árinu sem er að líða.

Úlfar og Unnur Hoffelli Sendum frændfólki og vinum innilegar jóla- og nýársóskir. Kærar kveðjur og þakkir fyrir það liðna. Vignir og Ragna Sendi viðskiptavinum mínum nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti og samverustundir á líðandi ári. Birna Sóley


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

9

Mikil gróska í erlendu samstarfi í FAS

Nemendur frá Tríer ásamt nemendur í FAS á gönguleiðinni við Heinaberg í júlí síðast liðnum.

Á rölti í Wrocław raskt hópurinn á þessi dýr.

Í Góry Stołowe þjóðgarðinum í Póllandi.

Í haust hlaut Framhaldsskólinn í AusturSkaftafellssýslu evrópskt gæðamerki fyrir framúrskarandi árangur í samstarfsverkefni með ungverskum framhaldsskóla. Verkefnið nefnist Living in a Changing Globe og snerist um loftslagsbreytingar. Það hófst haustið 2013 og lauk formlega nú í haust. Þetta er mesta viðurkenning sem hægt er að fá fyrir rafræn verkefni af þessu tagi og því mikið gleðiefni fyrir skólann. Skólinn hefur nú leyfi til að hafa evrópska gæðamerkið á heimasíðu sinni og fær að auki umfjöllun á heimasíðu eTwinning. eTwinning er hluti af menntaáætlun ESB og var hleypt af stokkunum árið 2005. Markmiðið með rafrænu samstarfi er að auðga skólastarf, víkka sjóndeildarhring bæði nemenda og kennara og auka færni þeirra á ýmsa vegu. Rafrænu samstarfi er einnig ætlað að efla starfsþróun kennara og frumkvæði og áhuga nemenda. Það er Rannís sem hefur umsjón með eTwinning sem og öðrum menntaáætlunum á vegum ESB hér á landi. Til gaman má geta þess að á fyrstu eTwinning ráðstefnunni sem var haldin í Brussel 2005 átti FAS fyrsta íslenska verkefnið sem var skráð. Það verkefni kallaðist Water&Fire og var einnig með með ungverskum skóla. Eflaust eiga þátttakendur í því verkefni margar góðar minningar um ferð til Ungverjalands. FAS hefur tekið þátt í fjölmörgum erlendum samstarfsverkefnum undanfarin ár víðs vegar um Evrópu. Flest hafa byrjað sem eTwinning verkefni en í framhaldinu hefur verið sótt um styrki til að heimsækja samstarfsskólann. Skólinn hefur alltaf verið svo heppinn að fá styrk til samstarfs. Frá árinu 2002 hafa nemendur frá FAS tekið þátt í samstarfsverkefnum við skóla í Belgíu,

Finnlandi, Litháen, Póllandi, Ungverjalandi og Þýskalandi. Til sumra þessara landa hefur verið farið oftar en einu sinni. Ætla má að þátttakendur í samstarfsverkefnum séu orðnir vel á annað hundrað. Fyrir hvert verkefni hefur verið gerð vefsíða og eru þær ýmist hýstar hjá FAS eða þá hjá gagnagrunni eTwinning. Í nýrri námskrá skólans er erlent samstarf hluti af námsframboði og geta nemendur valið það sem svokallaða námslínu. Okkur í FAS finnst mikilvægt að geta boðið upp á slík verkefni, ekki síst vegna þess að suðausturhorn landsins er tiltölulega einangrað landfræðilega. Undanfarin ár hefur umsóknum um styrki til samstarfs fjölgað verulega og samkeppnin því orðin mikil. Þá er mikilvægt að finna góðan samstarfsaðila og selja honum hugmynd að verkefni. Það er oft það erfiðasta í öllu ferlinu að finna traustan og trúverðugan samstarfsaðila. Nýjasta verkefnið í FAS hófst nú í haust og er í samstarfi við pólskan skóla í borginni Wroclaw. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og kallast Your Health is your Wealth. Það byggir m.a. á hugmyndum heilsuskóla sem FAS er aðili að. Verkefnastjórarnir hittust í gegnum umræðuvettvang eTwinnig og að sjálfsögðu er það líka skráð sem eTwinning verkefni. Þetta er tveggja ára verkefni sem hófst formlega nú í september. Í byrjun nóvember fóru 12 nemendur í heimsókn til Póllands og áttu þar góða daga. Í mars eigum við svo von á gestum frá samstarfsskólanum. Næsta haust munu a.m.k. 12 nýir nemendur í hvoru landi eiga þess kost að taka þátt í verkefninu. Upplifun krakkanna af þátttöku í samstarfsverkefnum hefur alltaf verið jákvæð. Þátttakendur eru flestir sammála um

að það sé töluvert öðru vísi að heimsækja land í samstarfsverkefni eða sem venjulegur ferðamaður. Mörgum finnst þó stressandi að eiga að fara að búa inni á heimili hjá ókunnugum. Það hefur þó alltaf gengið vel. Fimmtudaginn 10. desember síðastliðinn efndi Rannís til aðventuhátíðar þar sem viðurkenningar fyrir gæðaverkefni voru afhentar. Veittar voru viðurkenningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, í starfsmenntun, á háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Verkefnið Sjálfbær nýting þjóðgarða – við leitum nýrra leiða hlaut þann heiður að vera tilnefnt til gæðaviðurkenninga á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnið var tilnefnt vegna þess að það þykir sérlega gefandi fyrir nemendur og skólasamfélagið á Austurlandi eins og segir á heimasíðu Rannís. Verkefnið er unnið af nemendum í ME og FAS í samstarfi við Max-Plank-Gymnasium í Tríer í Þýskalandi. Að þessu sinni var það ME sem stjórnaði verkefninu af hálfu Íslands. Nemendur unnu að leiðsögn á gönguleið annars vegar við Heinabergsjökul og hins vegar við Snæfell og var það gert í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð. Vinir Vatnajökuls sem eru hollvinasamtök veittu styrk til að hægt væri að kaupa hugbúnað til að koma leiðsögninni í snjallsíma. Vonandi verður leiðsögnin sem er bæði á íslensku og þýsku aðgengileg í snjallsímum næsta sumar. Það má því með sanni segja að mikil gróska sé í erlendu samstarfi í FAS. En það má ekki gleyma hlut samfélagsins í því hversu vel hefur tekist til. Það á við bæði um fjölskyldur þátttakenda og eins stofnanir og fyrirtæki sem nánast undantekningalaust hafa verið tilbúin að aðstoða.

Óskum öllum Austur Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum frábærar viðtökur á árinu sem er að líða.

Hornfirska Skemmtiféhlagið

Hjördís Skírnisdóttir

Sendum vinum okkar og ættingjum innilegar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum liðin ár.

Jóna og Guðni Karls


10

Fimmtudagur 17. desember 2015

Hjólað óháð aldri Nú söfnum við fyrir hjóli handa eldri borgurum

Eystrahorn

Óskum vinum, ættingjum og góðum gestum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Ari og María í Kaupfélagshúsinu og Kaffi Nýhöfn.

Verkefnið CUA/HÓA byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði vistmanna á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost að fara út að hjóla. Hjólarar eru skipaðir sjálfboðaliðum úr nágrenni hjúkrunarheimilanna, starfsmönnum eða aðstandendum vistmanna. Þá þarf að vera til gott hjól á staðnum. Með hjólunum er lögð áhersla á að skapa góðar stundir með stuttum vetrarferðum um bæinn og svo lengri ferðir þegar tekur að hlýna. Að hjóla með aðstandenda er einstök leið til að njóta tilverunnar saman og hvetjum við ykkur öll til að skrá ykkur sem Hjólara, fá leiðsögn í notkun hjólanna og vera með í ævintýrinu. Reynslan sýnir mikla vellíðan og ánægju meðal þeirra sem hafa fengið að njóta. Christania bikes í Kaupmannahöfn hefur sérhæft sig í gerð góðra reiðhjóla, sem taka tvo farþega framan við ökumanninn. Þau eru með litlum hjálparmótor sem styður við í brekkum, þannig að flestir ættu að ráða vel við að hjóla þeim rólega um bæinn. Göngustígarnir á Höfn og landslagið skapa ákjósanlegar aðstæður til að bjóða uppá þessa þjónustu hér. Stefnt er að því að safna fyrir einu hjóli, nagladekkjum, hitasetu og góðum teppum fyrir fólkið okkar sem býr á Hjúkrunarheimilinu. Hjólið á að vera tilbúið til afhendingar í febrúar 2016 svo við ætlum að vinna svolítið hratt og örugglega að þessu. Hjólið kostar um það bil 800.000 kr. án aukabúnaðar svo þið sjáið að það tekur í fyrir fáa að safna fyrir þessu, en margt smátt gerir eitt stórt. Það mun koma að viðhaldi og endurnýjun á búnaðinum í framtíðinni og þá er ágætt að eiga hjólareikninginn til að fólk geti áfram lagt smá aur inn ef fólk kærir sig um að leggja þessu frekari lið. Nú þegar er búið að tryggja fóstrun á hjólinu og viðhald ef til þess kemur áður en HSU er tilbúið að taka endanlega við því í húsnæði o.s.f.v. Hjúkrunarheimilið hefur stofnað bankareikning sem við söfnum inná, reikningurinn verður svo til áfram eftir þessa söfnun.

Reikningurinn er: 0172-15-380642, kt. 550185-0329 Með kæru þakklæti fyrir stuðninginn, Hornafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4.

Aðstandendur Eystrahorns senda lesendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu

Sendum sóknarbörnum og öðrum lesendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum fyrir samhug og stuðning við sóknar- og kirkjustarfið á liðnum árinu. Guð blessi ykkur.

Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Bestu óskir um gleðileg jól til skyldfólks,kunningja, og vina sem veitt hafa mér velvild og aðstoð. Blessun og farsæld fylgi ykkur öllum á komandi ári. Kærar þakkir og kveðjur til ykkar allra. Valgerður Sigurðardóttir Hafnarbraut 47 Höfn í Hornafirði.


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

Kæru vinir og fjölskylda. Sendum ykkur öllum, okkar bestu jóla og nýárskveðjur. Með þakklæti fyrir það liðna.

Hafdís og Bjössi Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Sérstakar kveðjur og þakkir fá vinir mínir sem aðstoðuðu og hjálpuðu mér við smalamennsku í haust.

Unnsteinn í Hvammi

Dansleikur 2. í jólum í Mánagarði

Suðaustan

fjórir

leika fyrir dansi Húsið opnar kl. 23:00 18 ára aldurstakmark

Miðaverð 2500

11

Sendi vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár

Sigrún Sæmundsdóttir Kæru ættingjar og vinir. Sendum okkar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir árið sem er að líða. Pálína og Sævar Kristinn Miðskeri. Sendum frændfólki, vinum og starfsfólki FAS bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og gott komandi ár. Þökkum það liðna.

Biddý og Siddi Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu. Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og Gömlubúð..

Knattspyrnudeild Sindra

Menntaverðlaun Suðurlands

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í áttunda sinn nú í vetur. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög o.fl. Veitt verða peningaverðlaun sem nýtt verði til áframhaldandi menntunarstarfs. Jafnframt fylgir verðlaununum formleg viðurkenning. Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tengslum við hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í janúar nk. Hér með er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur. Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi síðar en 6. janúar nk.

litla Sveitabúðin í Nesjum um helgina Laugardag kl. 12:00-17:00 og sunnudag kl. 12:00-16:00

Hólabrekka: grænmeti, kaffi, konfekt gjafakörfur o.fl. Miðskersbúið: hamborgarhryggur, hangikjöt, purusteik, bjúgu, o.fl. Dilknes: sultur og lítil jólatré.

Sólsker: reyktur silungur og ýmsar dásemdir úr makríl o.fl. Lónið: fatnaður og skór.

Veitingar á staðnum líkt og venjulega.

Hlökkum til að sjá ykkur!


markhönnun ehf

Gleð ileg humarjól pi ka as jól í HS SKELBROT 1 KG BLANDAÐ

HUMAR ÁN SKELJAR 1 KG POKI

HUMAR 2 KG ASKJA

HUMAR VIP ASKJA 800 G

3.898 kr 8.998 kr

3.998 kr

6.570 kr

KJÖTSEL HANGIFRAMPARTUR ÚRBEINAÐUR

KJÖTSEL HAMBORGARHRYGGUR

2.998 kr/kg

1.798 kr/kg

gshryggur Vinnin

2014

KJÖTSEL HANGILÆRI M/BEINI

2.799 kr/kg

DANISH CROWN HÁGÆÐA NAUTALUND

3.997 kr/kg

Tilboðin gilda 17. – 20. des 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Akureyri Borgarnes Egilsstaðir Grindavík Búðakór Höfn Salavegur Reykjanesbær Selfoss Grandi Mjódd

Jólaopnun Nettó 17.-22.

23.

24.

25.-26.

30.

31.

1.

desember −

Þorláksmessa −

Aðfangadag −

jóladag & annan −

desember −

gamlárs −

janúar −

10-22

10-23

10-13

lokað

10-22

10-15

lokað

opið 24t

opið 24t

opið til

lokað

opið 24t

opið til

13

KALKÚNN HEILL ERLENDUR

2.799 kr/kg

1.698

998 kr/kg

DÁDÝRAVÖÐVI NÝSJÁLENSKIR

SÆNSK JÓLASKINKA

ANDABRINGUR FRANSKAR

3.598 kr/kg

kr/kg

lokað

Kalkúnn í miklu úrvali

Verðsprengja NAUTALUNDIR NÝSJÁLENSKAR

15

2.998 kr/kg

Ris ala mand MAÍSKORN 3 STK Í PAKKA

398 kr/pk

RAUÐKÁL 720 G

199 kr/pk

RAUÐRÓFUR 720 G

199 kr/pk

Okkar ris ala mand 500 ml

498 kr/pk

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


14

Fimmtudagur 17. desember 2015

Litríkt haust hjá Fræðsluneti Suðurlands

Eystrahorn

Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.

Bestu jóla- og nýjársóskir til frændfólks og vina. Þökkum allar góðar liðnar stundir. Óhætt er að segja að haustið hjá Fræðsluneti Suðurlands á Höfn hafi verið blómlegt. Haldnar voru tvær námsleiðir eftir námskrá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins (FRÆ), annað kallast Skrefin og snýst um að auka færni í lestri og ritun, farið er ansi vel í alla grunna íslenskunnar á 60 kennslustunda námskeiði sem var í umsjá Zophoníasar Torfasonar íslenskukennara við FAS. Listasmiðjan er orðin að árlegri hefð hér á Höfn og nýtur mikilla vinsælda og er frábær tenging við allt það góða starf sem unnið er í Vöruhúsinu. Þetta árið var listasmiðjan tengd myndlist og var farið í teikningu og allt sem henni tengist, námskeiðið er 120 kennslustundir og var í umsjón Þiðriks Emilssonar myndlistarkennara við FAS. Þjóðbúningasaumanámskeiðið fór vonandi ekki framhjá neinum en hér sátu 10 konur stíft við, 4 helgar og saumuðu sér sinn þjóðbúning í umsjón Guðrúnar Hildar Rósenkjær hjá Annríki. Afraksturinn var svo frumsýndur hér í Nýheimum og á sama tíma var stofnað Þjóðbúningafélag Hornafjarðar. Á Höfn eru nemendur í svokölluðum Menntastoðum, sem er undirbúningsbraut fyrir háskólabrú en með útskrift af henni útskrifast nemendur með stúdentspróf. Menntastoðir eru kenndar í fjarnámi með staðlotum. Íslenska I og III fylltust af nemendum og gengið hefur framar vonum með báða hópa og svo hefur hópur Íslendinga skellt sér á dönskunámskeið hjá Frede sem er danskur farkennari og var staddur hér í vetur. Haldin hafa verið námskeið í notkun spjaldtölva og hin sívinsælu námskeið í FabLab fyrir fatlaða Hornfirðinga. Ekki hefur mikið borið á stökum námskeiðum þó sló Dóri í Pakkhúsinu í gegn með námskeiði í tapasgerð þar sem 17 manns gerðu sér glaðan dag á spænska vísu. Fyrir utan allt þetta hefur hið hefðbundna staðið fyrir sínu eins og námskeið fyrir starfsfólk sveitarfélagsins sem þetta árið snérist um streitu og auðvitað skyndihjálp. Árið endar svo með fagnámskeiði í fiskvinnslu samkvæmt námskrá FRÆ fyrir starfsfólk SkinneyjarÞinganess. Einnig er desembermánuður undirlagður próftöku nemenda sem þess óska frá háskólum landsins. Í lok árs hættir Nína Sibyl en Eyrún Unnur Gunnarsdóttir tekur við hennar starfi hjá Fræðsluneti Suðurlands og Háskólafélagi Suðurlands. Við þökkum ykkur kærlega fyrir samvinnuna og samveruna og hlökkum til að starfa með ykkur öllum á nýju ári. Gleðileg jól Magga Gauja og Nína Sibyl

Hátíðarkveðjur

Dísa og Gísli Ártúni

Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Óska öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja, Rakarastofa Baldvins


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

15

Jólakveðja frá meirihluta bæjarstjórnar Í samstarfi sveitarfélagsins við ríki og einkaaðila munum við sjá spennandi hluti þróast áfram. Sem dæmi má nefna uppbyggingu smærri leiguíbúða, uppbygging ýmis konar ferðaþjónustu, uppbygging við Fjallsárlón, ljósleiðari milli Hala og Hrollaugsstaða og smávirkjanir, svo fátt eitt sé nefnt. Við munum áfram þrýsta á ríkið með mörg mál, bæði sjálf og í samstarfi við sveitarfélögin á Suðurlandi. Sem dæmi; að umferðaröryggi verði eflt, bráðnauðsynlegt er að gera úrbætur hér á Höfn vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að rannsóknum á Grynnslum verði tryggt fjármagn. Sömuleiðis að samstarf um stofnanir í Nýheimum verði tryggt og eflt, samfélaginu til góðs. Í sveitarfélaginu okkar eru mörg góð tækifæri fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að vaxa og dafna. Atvinnumöguleikar eru miklir og atvinnuleysi nærri ekkert. Við erum stolt af góðum skólum, traustum og sterkum fyrirtækjum í sjávarútvegi, landbúnaði og fyrirtækjum sem veita fjölbreytta þjónustu. Stoðþjónusta er góð og ferðamenn streyma til okkar sem aldrei fyrr. Þeir upplifa gott viðmót og hlýju frá heimafólki sem þykir vænt um sveitina okkar með sína stórbrotnu náttúrufegurð. Sveitarsjóðurinn er vel rekinn og skuldastaða hæfileg, sem gefur okkur svigrúm til framkvæmda sem áður hefur verið getið um.

Áramót gefa tilefni til að líta yfir farin veg og horfa til framtíðar. Fyrst ber þess að geta að samstarfið í bæjarstjórn, nefndum og ráðum er gott sama hvar við stöndum í flokki. Að okkar mati vinna allir af heilindum til að bæta okkar góða samfélag, með öflugum hópi góðra starfsmanna. Við í meirihluta bæjarstjórnar erum þakklát fyrir árið sem er að líða og horfum bjartsýn til næstu ára. Margt hefur áunnist á árinu og mörg krefjandi verkefni bíða rétt handan við hornið. Á árinu fjölgaði nefndum sem þýðir að fleiri koma að afgreiðslu málefna sem glímt er við hverju sinni. Unnið hefur verið í margskonar stefnumótun. Sem dæmi er unnið að mennta-, atvinnu, ferðamála-, menningarmála- og umhverfisstefnu. Út frá þessari vinnu verða svo til aðgerðaráætlanir. Ef horft er á hvað áunnist hefur þá ber að nefna að framkvæmdir eru komnar vel á veg við ráðhús og Sindrabæ, frárennsli í Nesjum og samningar undirritaðir um íþrótta- og tómstundastarf. Í samráði við fimleikadeild Sindra var ákveðið að gera tilraun með að fimleikarnir færist inn í Mánagarð. Framkvæmdir eru hafnar við frárennsli frá Höfn. Nýr slökkviliðsbíll er í pöntun og er væntanlegur á næsta ári. Stofnaður hefur verið starfshópur til að vinna að sameiningu leikskólanna í einn. Á allra næstu vikum mun liggja fyrir niðurstaða um hvaða stefna verður tekin í því mikilvæga máli. Á næsta ári höldum við ótrauð áfram með frárennslisframkvæmdir, viðgerð á Sindrabæ og ráðhúsi, viðhald á Miklagarði og göngum frá plani við flokkunarstöð, þar sem byrjað verður að bagga allt sorp. Lagðar verða gangstéttar og göngustígar og væntanlega mun fyrrnefnd stefnumótunarvinna nefndanna birtast okkur að mestu leyti.

Við óskum Hornfirðingum öllum gleðilegra jóla. Megi gott samstarf okkar allra verða samfélaginu til farsældar á komandi ári. Bæjarfulltrúar 3. framboðsins og Sjálfstæðisflokksins í Austur Skaftafellssýslu

Hornafjarðarmeistaramótið verður í NÝHEIMUM sunnudaginn 3. janúar kl. 16:00

Þátttökugjald 500,- kr. Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt Útbreiðslustjóri

Eitthvað fyrir alla á Þorláksmessu Skötuveisla kl. 11:30 - 13:30

pi

Up

Saltfiskur, skata, plokkfiskur, reykt tindabikkja, grjónagrautur og brauðsúpa

Verð kr. 3.500,-

Ni

ðr

PIZZA-HLAÐBORÐ Fjölbreytt úr val af pizzum, franskar, kokteilsósa og salat.

Kr. 1.890,Kr. 950,- fyrir 6-12 ára Frítt fyrir yngri en 6 ára

i


16

Fimmtudagur 17. desember 2015

Haustmót á Akranesi Helgina 22.-24. nóvember kepptu stúlkur í 4. og 3. flokki á Haustmóti Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum. Sindri sendi 1 lið í 4. flokki og 2 lið í 3. flokki. Stúlkurnar stóðu sig mjög vel og voru að reyna við ný og erfiðari stökk. Ávallt ríkir mikil spenna fyrir Haustmótinu sem er fyrsta mót tímabilsins í hópfimleikum. Þá sjáum við þjálfarar hvar við stöndum í samanburði við önnur lið. Hópurinn stóð sig vel í keppni var félaginu til sóma í alla staði. Árangurinn er athyglisverður vegna þess að Sindri er fámennasta fimleikadeildin sem sendir lið í hópfimleika mótaseríunnar, en þó æfa 110 iðkendur sem er mikið í ekki stærra bæjarfélagi. Núna er á stefnuskránni að auka enn frekar við erfiðleika hjá keppnisliðunum og eru stelpurnar í 3. flokki að fá nýjan dans sem mun bæta enn frekar við starfið. Ragnar Magnús Þorsteinsson yfirþjálfari Sindra

Auglýsing um deiliskipulag Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. des. 2015 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Útbæ og Óslandi Höfn. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina ramma um heilsteypta byggð sem nýtir kosti umhverfisins og styrki bæjarmynd Hafnar. Nyrst á miðsvæðinu er gert ráð fyrir tveggja hæða byggð. Á verslunar- og þjónustusvæðinu er gert ráð fyrir einnar og tveggja hæða byggð. Á opna svæðinu miðar skipulagið við að auka kosti svæðisins til útivistar. Í fólkvanginum í Óslandi er gengið út frá óbreyttri skipan göngustíga og við útsýnisstað og minnisvarða. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 270 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/ stjórnsysla undir skipulag í kynningu, frá 11. desember til 23. janúar 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. janúar 2015 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsfulltrúi

Eystrahorn

7. bekkur í legókeppni

Föstudaginn 13. nóvember fór 7. bekkur í legókeppnina (First Lego League) sem haldin var laugardaginn 14. nóvember. Þetta árið kepptu tvö lið fyrir hönd Grunnskóla Hornafjarðar. Keppnin var haldin í Háskólabíói og með þátttöku tuttugu liða víðsvegar að af landinu. Þemað í ár var rusl og endurvinnsla. Hvert lið reyndi að finna nýjar leiðir til þess að endurnýta og minnka rusl. Keppendur voru á aldrinum 11-15 ára. Hvert lið keppti fjórum sinnum í róbot svo var dæmt fyrir liðsheild en hún gengur út á það að hópnum gangi vel að vinna saman og hópurinn þarf að leysa þrautir sem reyna á liðsheildina. Einnig voru gefin stig fyrir hönnun á róbot og svo lásu liðin upp rannsóknarverkefni. Í Háskólabíói var ekki aðeins verið að keppa í legó heldur voru líka vísindalegar tilraunir í gangi af öllu tagi, Sprengju-Kata og aðrir vísindamenn voru á staðnum. Undirbúningur fyrir keppnina byrjaði í lok ágúst og var alveg fram að keppni. Við vorum með góðan leiðbeinanda Eirík Hanson sem aðstoðaði okkur ásamt umsjónarkennaranum okkar honum Bjössa Sigfinns. Nemendur þurftu sjálfir að forrita og hanna róbot og gera rannsókn um eitthvað sem tengist rusli. Hóparnir gistu í nýjum Afl íbúðum (Verkalýðsfélagsins). Keppnin gekk vel og Hornfirðingar stóðu sig með prýði en liðið sem fór með sigur af hólmi voru Vopnfirðingar. Eftir keppnina eyddum við tímanum í Reykjavík og skoðuðum t.d. Hörpu, Ríkisútvarpið og svo fóru hóparnir á skauta í keilu og í bíó. Svo var lagt af stað heim en það var spáð vondu veðri í Öræfum þannig að við drápum tímann með því að skoða fossa á leiðinni en um kvöldið lægði ekki nóg svo við gistum á Geirlandi hjá Kirkjubæjarklaustri. Daginn eftir komust við Hornfirðingarnir loksins heim. Þetta var skemmtileg ferð og mikil upplifun. Fyrir hönd 7. bekkjar: Angela Rán og Salvör Dalla

Þökkum eftirtöldum styrktaraðilum kærlega fyrir okkur: AFL Starfsgreinafélag Landsbanki Íslands Sigurður Ólafsson Skinney - Þinganes

Ferðafélag Austur –Skaftfellinga óskar öllum félagsmönnum sínum og öðru samferðafólki um land allt gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári , með kærum þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir á liðnu ári . Hlökkum til að sjá ykkur.


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

Sendum Austur-Skaftfellingum hugheilar jólakveðjur og óskum þeim farsældar á komandi ári. Starfsfólk Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu

Kæru ættingjar og vinir. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, þökkum liðið ár.

Ása og Gunnar Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár.

17

Jóla- og nýársóskir til allra. Munið að gefa smáfuglunum! Jón Gunnar og Zsuzsa Budapest

Óskum viðskiptavinum okkar sem og öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

H. Christensen ehf. Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Vélsmiðjan Foss ehf

Ása og Birgir Óskum öllum Hornfirðingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Jólakveðjur, Kristín og Guðbrandur Sendum félögum og velunnurum Félags eldri Hornfirðinga hugheilar jóla og nýársóskir. Þökkum samveruna á árinu sem senn kveður. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í starfinu á nýju ári.

Sjórn Félags eldri Hornfirðinga

Sendum Austur Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða. Framsóknarfélag Austur Skaftfellinga Bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmenn þeirra

Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Vátryggingafélag Íslands Svava Kr. Guðmundsdóttir


18

Fimmtudagur 17. desember 2015

Sendum frændfólki og vinum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum liðnu árin. Halldóra og Gísli, Kirkjubraut 28

Bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samstarfið á árinu sem er að kveðja. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar Þökkum vinum og félögum samveruna á líðandi ári. Megi hamingja og gleði elta ykkur á nýju ári.

Eystrahorn

Sendum okkar bestu kveðjur með ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum liðin ár. Björn Jón og fjölskylda Kæru Austur Skaftfellingar. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum fyrir öll liðnu árin. Ólafía og Páll Björnsson.

Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.

Jólakveðjur, Bragi Karlsson og Valdís Kjartansdóttir Kæru vinir og vandamenn og Hornfirðingar allir. Við sendum ykkur innilegar óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum samveru liðinna ára.

Kær kveðja frá Kristínu og Hreini Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði sendir íbúum innilegar jólakveðjur með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.

3.Framboðið færir sveitungum sínum bestu óskir um gleðileg jól, frið og farsæld á komandi ári. Með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Jólakveðjur

Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Jóhann og Óla

Húsgagnaval


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

TöfraTröllin verða í Kartöfluhúsinu Það er þó nokkuð síðan að ég fékk stórkostlega hugmynd að mér fannst. Mér datt í hug að hanna barnalínu sem myndi samanstanda af fatnaði, óróa, sængurveri, matarstelli, tréleikföngum, bangsa, leikfangakassa, stól, fatahengi, hillu og síðast en ekki síst, barnabók um tröllin mín. Bókin gengur út á að halda á lofti þeim menningararfi sem trú okkar á tröll og huldufólk er. Þetta eru allt vörur sem ég hef hugsað mér að fullhanna á næsta ári og koma í sölu hægt og rólega. Tröllin, og trúin á þau, eru meginþema þessarar hugmyndar. Að halda á lofti þeirri dulúð sem tröll hafa og gera þau örlítið barnvænni. Þessi hugmynd mín hefur farið í marga hringi. Til að byrja með hef ég þurft að mennta mig í ýmsu henni tengdu til að framkvæma hana. Síðan ég byrjaði að vinna í hugmyndinni þá hefur Vöruhúsið orðið að veruleika með öllum þeim möguleikum sem þar eru fyrir hendi, ásamt FabLabinu sem er stórkostlegt að hafa hér á Höfn. Það má eiginlega segja að með tilkomu Vöruhússins hafi opnast stórar dyr fyrir mig. Ég get unnið og fullhannað mína vörulínu hér á svæðinu og það er mér mikils virði. Út á það gengur hugmyndin. Þannig að núna mun hluti af þessari barnalínu, sem heitir TöfraTröll, líta dagsins ljós. Föt fyrir börn á leikskólaaldri og sængurver eru þær vörur sem ég verð með núna fyrir jólin og eftir áramót mun fleira bætast við vörulínuna. Mér finnst nú viðeigandi fyrst að jólasveinarnir eru farnir að koma til byggða að tröllin mæti líka. Til að byrja með mun ég vera með vörurnar mínar til sölu í Kartöfluhúsinu hjá Ragnheiði í Millibör. TöfraTröllin verða mætt í Kartöfluhúsið kl. 16:00 á fimmtudag, þann 17. desember. Einhver sagði að góðir hlutir gerast hægt, ég held að það sé alveg málið. Gleðileg jól og verið velkomin í Kartöfluhúsið! Berglind Steinþórsdóttir

ATVINNA Starfsfólk óskast í afleysingar í umönnun á hjúkrunar- og dvalardeild vegna vetrarfría. Starfshlutfall og ráðningartími eftir samkomulagi. Laun samkvæmt samningum Launanefnd sveitarfélaga við AFL starfsgreinafélag. Umsóknarfrestur til og með 8. janúar 2016. Upplýsingar veita Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði asgerdur@hssa.is og Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri matthildur@hssa.is og í síma 470 8600.

19

Viðburðir á vegum Sindra milli jóla og nýárs 27. desember kl. 14:00 Firmakeppni Sindra verður haldin í Bárunni. Keppt verður í karla-, kvenna- og oldboysflokkum. Þátttökugald 30.000 kr. á lið. Skráning á staðnum. 30. desember kl. 19:30 Bridge í Ekru miðvikudaginn 30. desember kl. 19:30. Skráning á staðnum.

Ungmennafélagið Sindri sendir öllum bestu jóla- og nýársóskir með þakklæti fyrir samstarf og stuðning á liðnum árum.

Jólaball og spilavist Hið árlega jólaball kvenfélagsins Vöku verður haldið í Mánagarði mánudaginn 28. desember kl. 15.00. Söngur, dans, sveinkar og góðgæti. Allir velkomnir. Þann sama dag kl 20.00 verður svo spilavistin vinsæla í Mánagarði, 1. kvöld af þremur. Með jólakveðju, Kvenfélagið Vaka

Auglýsing um framkvæmdaleyfi Sveitafélagið Hornafjörður hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna gerðar áningarstaðar við Klif í Lónsfirði og að verkið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000. Ákvörðunin liggur frammi hjá sveitafélaginu Hornafjörður á heimasíðu sveitafélagsins. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála til 17. janúar 2016. Höfn í Hornafirði 15. desember 2015 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


20

Fimmtudagur 17. desember 2015

Sendum hugheilar jólakveðjur með þökk fyrir stuðning, hlýju og samúð. Sigrún Kapitola, Unnar Freyr, Vigdís Dröfn og Kristján Darri Hugabörn.

Eystrahorn

Sendi sýslubúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Dr.med vet. Janine Arens dýralæknir

Jólakveðjur til Sunnlendinga

Kæru vinir og vandamenn.

Starfsfólk embættis Sýslumannsins á Suðurlandi sendir Sunnlendingum óskir um gleðileg jól og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða.

Sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Vakin er athygli á að skrifstofur embættisins verða allar lokaðar á aðfangadag. Á gamlársdag verða skrifstofurnar opnar til kl. 12.00.

Starfsfólk Sýslumannsins á Suðurlandi

Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Þökkum liðnar stundir og öll ánægjulegu árin á Hornafirði. Kveðja, Sævar, Sigga, Óli Albert, Maríus og Trausti


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. desember 2015

Opnunartími á heilsugæslu HSU Hornafirði um jól og áramót.

21

Jólabingó Kvennakórsins

Lokað verður frá og með 24. til 27. desember. Einnig verður lokað frá og með 31. desember til 3. janúar 2016. Við biðjum fólk um að vera tímanlega með tímapantanir og lyfjaendurnýjanir. Einnig bendum við fólki með háan blóðþrýsting og/eða hjartasjúkdóma að fara varlega í neyslu á reyktum og söltum mat.

verður í Nýheimum mánudaginn 28. desember kl. 16:00. Margir góðir vinningar. Spjaldið kostar 1.000 krónur. Kvennakór Hornafjarðar óskar Hornfirðingum öllum gleðilegra jóla með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Opnunartímar til jóla

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Laugardaginn.. 19. desember........opið kl. 13:00 - 18:00 Þorláksmessu.. 23. desember........opið kl. 10:00 - 22:00 Aðfangadag..... 24. desember........opið kl. 10:00 - 12:00 Gamlársdag..... 31. desember........opið kl. 10:00 - 12:00

Gleðileg jól og þökkum viðskiptin á árinu.

JASPIS jaspis@jaspis.is Snorri og Heiða Dís

Áætlunarflug

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Gjögur

Flugfélagið Ernir óskar Hornfirðingum öllum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og heillaríks komandi árs, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Húsavík

Bíldudalur

Höfn

Reykjavík

562 2640 ernir@ernir.is www.ernir.is

Vestmannaeyjar


AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ennfremur sendir félagið viðsemjendum okkar svo og Austfirðingum öllum jólakveðjur í von um að komandi ár verði okkur öllum farsælt. Fyrir hönd AFL starfsgreinafélags Stjórn og starfsfólk

Til góðra verka



Sendum íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Fyrir hönd bæjarstjórnar

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.