Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 8. janúar 2015
1. tbl. 33. árgangur
Áramótakveðja bæjarstjóra Ágætu Austur- Skaftfellingar.
eru settir fjármunir í frekari forvinnu svo hægt verði að gera áætlanir um verkið í heild hverjir eru verkþættirnir og hver er heildarkostnaðurinn við verkið. Þá er mikilvægt að gera rekstraráætlun fyrir húsið og þá starfsemi sem þar verður. Hugmyndir eru um frekari uppbyggingu á Hafnarvík - Heppu svæðinu og hafa nokkrir einstaklingar sýnt steypta húsinu við endann á Miklagarði áhuga.
Við hver áramót horfum við til baka, leggjum dóm á það sem liðið er og hugleiðum hvað framtíðin ber með sér. Þetta gerum við hvert og eitt og setjum okkur síðan markmið sem við ætlum að ná á nýju ári. Með þrautseigju og þolinmæði náum við síðan markmiðum okkar. Flest okkar hafa notið gæfu á nýliðnu ári og eigum margar góðar minningar en sorg og þrengingar hafa einnig verið upplifun sumra og ekki sjálfgefið að hátíðirnar séu tími gleði og væntinga hjá öllum og þeim vil ég votta samúð og óska að nýtt ár beri betri tíma í skauti sér. Þegar horft er til baka á árið 2014 má segja að það hafi verið gott ár fyrir Austur- Skaftfellinga. Mikil gróska er í sveitarfélaginu og greinilegt að íbúar hafa mikinn áhuga á því samfélagi sem þeir búa í. Á árinu 2014 fóru fram sveitarstjórnarkosningar og mikið af nýjum einstaklingum buðu fram krafta sína til að taka þátt í að leiða sveitarfélagið til næstu ára. Það er mjög jákvætt þegar stór og fjölbreyttur hópur einstaklinga bjóða sig fram til þeirra verka sem vinna þarf á sviði sveitarstjórnar og nauðsynlegt er að einhver endurnýjun eigi sér stað við sveitarstjórnarkosningar. Það ýtir undir nýja og ferska sýn á þau verkefni sem þarf að vinna. Þátttaka ungs fólks í sveitarstjórnarmálum er mikilvæg og því nauðsynlegt að hlúa að og styðja þá einstaklinga sem áhuga hafa á að koma skoðunum sínum á framfæri. Uppgangur er í atvinnumálum í sveitarfélaginu og lítið atvinnuleysi. Því ber að þakka að hér er öflugur sjávarútvegur ásamt mikilli aukningu í komu ferðamanna á svæðið. Haldið var málþing á haustmánuðum um grynnslin og innsiglinguna um Hornafjarðarós. Á því málþingi kom fram að enn er mikið óunnið til að hægt sé að hefja framkvæmdir sem bæta myndu dýpið á grynnslunum og innsiglingunni og þar með öryggi sjófarenda. Nauðsynlegt er að tryggja fjármuni til þessara rannsókna svo sjávarútvegur hér á Hornafirði hafi það svigrúm sem hann þarf til að vaxa og dafna. Mikil fjölgun ferðamanna til Íslands hefur haft áhrif í sveitarfélaginu okkar. Hér er að byggjast upp atvinnugrein sem hefur mikla möguleika til að skapa fleiri störf. Mikilvægt er að áherslan verði á að skapa heilsársstörf þótt sumarstörf skipti einnig miklu máli. Afar mikilvægt er að þessi uppbygging fari fram í sátt við íbúa sýslunnar því stór hluti af upplifun ferðamanna er viðhorf heimamanna til þeirra. Þá er hægt að spyrja sig, komum við fram sem áhugavert glaðlegt fólk sem leitast við að aðstoða náungann eða áhugalaust og neikvætt sem gefur ekkert af sér ?. Væntingum ferðamanna verður líka að mæta ef við ætlum að byggja þessa atvinnugrein upp þannig að hún nýtist samfélaginu til frambúðar. Stefnt er að ráðningu atvinnu- og ferðamálafulltrúa til sveitarfélagsins og verður það eitt af hans hlutverkum að tryggja að sveitarfélagið verði ákjósanlegur staður fyrir fyrirtæki en liður
í því er endurskoðun á atvinnustefnu og gerð ferðamálastefnu fyrir sveitarfélagið. Mikið og öflugt nýsköpunar og frumkvöðlastarf ýtir undir fjölbreytt atvinnulíf. Vöruhúsið var keypt á árinu 2014 og er ætlað hlutverk sem miðstöð skapandi greina. Undanfarin misseri hefur verið í gangi stefnumótunarvinna fyrir Vöruhúsið og þá starfsemi sem þar er innanhúss. Uppbygging á FabLab er á lokastigi og í desember fékkst loforð frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um að koma inn með fjármagn en þá verður hægt verður að kaupa þann búnað sem uppá vantar til að hér verði fullgild FabLab smiðja. Það skapar mikla möguleika fyrir frumkvöðla að geta útfært og prófað hugsmíði sína í FabLab smiðju hér á staðnum. Þessu til viðbótar er fatahönnuður, ljósmyndaaðstaða, nokkrar hljómsveitir, listmálarar, FAS og félagsmiðstöðin Þrykkjan er með aðstöðu í húsinu. Nýsköpun og frumkvöðlastarf fer að sjálfsögðu fram vítt og breitt í sveitarfélaginu annars staðar en í Vöruhúsinu. Safna og menningarstarf er hverju samfélagi mikilvægt. Undanfarið ár hefur verið mikið starf í gangi hjá Hornafjarðarsöfnum. Unnið er að framtíðarlausn geymslumála safnanna með það að markmiði að fækka þeim stöðum þar sem munir eru geymdir. Mikil áhersla hefur verið á miðlun og fræðslu um menningararf Hornafjarðar. Sýning í tengslum við 150 ára afmæli Gömlubúðar er dæmi um slíkt. Þeir fjölmörgu viðburðir sem Hornafjarðarsöfn, Vöruhúsið og aðrir aðilar hafa staðið fyrir á árinu auka mjög á þau lífsgæði sem íbúar sveitarfélagsins búa við. Mikligarður hefur þjónað miklu hlutverki í menningar og atvinnusögulegu samhengi í gegnum tíðina. Það er því mikilvægt að varðveita hann og finna honum hlutverk sem passar. Á árinu var hafist handa við lagfæringar utanhúss eftir að forsætisráðuneytið veitti styrk til verksins. Þessar lagfæringar sýna strax hversu mikilvægt er að halda áfram með frekari lagfæringar. Í fjárhagsáætlun ársins 2015
Gleðilegt nýtt ár !
Umhverfið og náttúran í Austur- Skaftafellssýslu er ein sú allra fegursta á landinu og í henni felast mörg tækifæri. Nálægðin við Vatnajökulsþjóðgarð, stærsta þjóðgarð í Evrópu, skapar einnig mörg tækifæri. Allt þetta setur ákveðnar skyldur á herðar íbúa sveitarfélagsins. Okkur ber að umgangast umhverfið og náttúruna af virðingu og hafa það sem eitt af meginmarkmiðum okkar að skila hlutunum í betra ástandi til komandi kynslóða. Sem liður í því er sveitarfélagið þátttakandi í loftslagsverkefni með Landvernd um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið Hornafjörður er fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt í þessu verkefni á Íslandi. Þessu tengt er verið að skoða sorpmál, endurvinnslu, bifreiðakost og lífrænan úrgang svo eitthvað sé nefnt. Fráveitumál tengjast einnig inn í verndun umhverfis og náttúru og var mikið unnið í að finna varanlega lausn á þeim málum á árinu 2014 og verður svo áfram næstu tvo til þrjú árin. Heilbrigðis- og öldrunarmál eru mikilvæg hagsmunamál. Nú 1. október sameinaðist Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, HSSA við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU. Í gildi er þjónustusamningur um heilbrigðisþjónustu sem gildir út árið 2016 og verður því lítil breyting á högum mála á meðan. Forgangsmál er að koma byggingu nýs hjúkrunarrýmis á dagskrá framkvæmdarsjóðs aldraðra. Til þess þarf m.a að klára deiliskipulag við heilbrigðisstofnunina svo hægt verði að hefja framkvæmdir um leið og fjármagn fengist frá hinu opinbera. Undanfarin ár hafa sveitarfélög greitt 15% af byggingakostnaði nýs hjúkrunarheimilis. Núverandi aðbúnaður á heilbrigðisstofnuninni uppfyllir engan vegin þær lágmarkskröfur um aðbúnað sem Velferðarráðuneytið hefur gefið út. Hér hefur verið farið yfir nokkur af þeim verkefnum sem eru á hendi bæjarstjóra og sveitastjórnar ekki er um tæmandi lista að ræða enda yrði það of langt mál að telja upp. En af þessu má sjá að verkefnin eru mörg og fjölbreytt og að mörgu þarf að hyggja. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur marga möguleika og hér er gott að búa en góðir staðir byggjast fyrst og fremst á góðu fólki og í því felst okkar helsta tækifæri. Ég óska íbúum sveitarfélagsins gleðilegs nýs árs og um leið þakka ég samfylgdina og samvinnuna á árinu sem er að líða.
Með kærri kveðju, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 8. janúar 2015
Þakkir frá sóknarnefnd Á jólatónleikum karlakórsins Jökuls í desember s.l. í Hafnarkirkju var tilkynnt að Hirðingjarnir, sem versla með notaða vöru gæfu Hafnarkirkju kr. 400.000. Þessi stuðningur kemur sér vel því undanfarin ár hefur sóknarnefnd þurft að halda að sér höndum með ýmis verkefni vegna niðurskurðar og minnkandi tekna. Þó varð ekki hjá því komist að lagfæra og mála kirkjuna að utan í ár. Til að fjármagna það þurfti að afla sértekna og þess vegna kemur þessi styrkur sér mjög vel. Það eru fleiri sem hafa styrkt framkvæmdina, m.a. Skinney - Þinganes með verulegri upphæð. Sömuleiðis hafa margir einstaklingar lagt málefnum kirkjunnar lið með fjárframlögum og nokkrir velunnarar hennar færðu kirkjunni myndvarpa sem kostar kr. 150.000. Myndvarpinn kemur til með að nýtast vel í kirkjustarfinu og þá sérstaklega í fermingarfræðslunni og sunnudagaskólanum. Öllum þessum aðilum eru færðar miklar þakkir stuðning og velvild í garð kirkjunnar. Þess má geta í leiðinni að á næsta ári verða liðin 50 ár frá vígslu Hafnarkirkju. Af því tilefni stefnir sóknarnefnd á að viðhaldi kirkjunnar utan- og innanhúss verði lokið þá með sóma og sömuleiðis pípuorgelið hreinsað og slit lagað. Þetta eru kostnaðarsamar framkvæmdir sem þarf líka að afla sértekna til að hægt verði að ljúka þeim. Sóknarnefnd sendir sóknarbörnum og öðrum bestu nýársóskir með þökkum fyrir liðna tíð. Sóknarnefnd Hafnarsóknar
Kaþólska kirkjan Halloooo!!! Velkomin á nýju ári 2015! Sunnudaginn 11. janúar. Skriftir frá kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Eftir messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Gleðilegt nýtt ár.
Mótið hefst kl. 20:00 fimmtudagin 8. janúar, hægt að komast inn til kl. 21:30 Kennsla í boði frá kl. 19:00 Mótið fer fram í kjallaranum á Pakkhúsinu.
Nú er hægt að fá áminningu í sms frá klúbbnum, til þess að skrá sig á lista þarf að senda smsið “skra” í síma 647-4474
Eystrahorn Eystrahorn Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga
Þorrablót eldri Hornfirðinga
Þorrablótið okkar verður haldið í EKRUNNI föstudaginn 30. janúar. Veislustjóri Agnes Ingvarsdóttir. Hilmar og fuglarnir spila fyrir dansi. MIÐAVERÐ ER 6500- KR. Skráning á blótið er hafin og lýkur á hádegi laugardaginn 24. janúar. Skráningin er í síma 478-1336, 897-8885 og 849-3590. Fyrstur kemur fyrstur fær ! Þorrablótsnefndin 2015
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga
Tölvukennsla FEH
Á næstunni verður boðið upp á tölvukennslu fyrir félagsmenn Félags eldri Hornfirðinga á fimmtudögum í Heppuskóla. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Dagbjörtu í síma 846-0559 sem allra fyrst. Tilvalið að stíga fyrstu sporin í að læra á tölvur hjá Sæmundi. Tölvur eru á staðnum. Félag eldri Hornfirðinga
2.500kr “Tvöfaldur séns”
Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249
Eystrahorn
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Sendum félögum okkar, Hornfirðingum og velunnurum félagsins hugheilar nýárskveðjur með þökk fyrir gott starf og stuðning á liðnu ári. Félag eldri Hornfirðinga
Þrektímar á vegum Sindra Verða í íþróttahúsinu og er fyrsti tími miðvikudaginn 14. janúar kl. 19:30.
Tímarnir verða svo á miðvikudögum kl 19:30 og laugardögum kl. 14:30 út febrúar til að byrja með. Miðað er við 12 ára og eldri og eru allir iðkendur Sindra velkomnir Þjálfari er Goran Basrak
Eystrahorn
Fimmtudagur 8. janúar 2015
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Nánari upplýsingar á www.syslumenn.is. Þinglýsingaskjöl berist til skrifstofunnar á Hvolsvelli, Austurvegi 6, 860 Hvolsvelli. Sýslumaðurinn á Suðurlandi Anna Birna Þráinsdóttir
Nýr Skaftfellingur Skaftfellingur kom út nú í byrjun desember 2014. Margir hafa eflaust verið farnir að lengja eftir honum þar sem síðasta útgáfa var 2011. Í Skaftfellingi SKAFTFELLINGUR 2014 eru margar góðar og skemmtilegar greinar um bæði fræðileg og hversdagsleg málefni í nútíð og fortíð. Sem dæmi má nefna greinar eftir Kristínu Hermannsdóttur um staðbundna veðurfræði í Hornafirði og nágrenni, Kvísker í aldanna rás eftir Elínu Ósk Hreiðarsdóttur, Menningarsaga úr Öræfum eftir Guðlaugu Jakobsdóttur og Þættir úr sögu Austur-Skaftafellssýslu Leiklistarstarf í Nesjum eftir Hrein Eiríksson. Einnig eru minningarorðin á sínum stað. Það má með sanni segja að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi í þessari útgáfu Skaftfellings og um margt að fræðast. Þeir sem vilja nálgast Skaftfelling geta haft samband við bókasafnið í síma 470-8050. SKAFTFELLINGUR 22. árg. 2012 - 2014
Allar skrifstofur embættisins, á Selfossi, á Hvolsvelli, í Vík og á Höfn eru opnar frá kl. 09.00 – 15.00 alla virka daga og svarað í síma á sama tíma. Nýtt símanúmer er 4582800 og netfang sudurland@syslumenn. is. Kennitala embættisins er 680814-0150. Nýir bankareikningar eru: Selfoss 0325-26-702, Hvolsvöllur 0182-26-19, Vík 0317-26-6808, Höfn 1147-26-6808.
www.eystrahorn.is
22. árgangur 2012 - 2014
Íslenska fyrir útlendinga Kynningafundur vegna námskeiða í íslensku fyrir útlendinga verður 12. janúar kl. 20:00 í Nýheimum. Á fundinum verður ákveðið á hvaða tíma kennslan fer fram og hvaða stig verða kennd. Dnia 12 (poniedzialek) styczeń o godz 20:00 w Nýheimar, odbędzie się spotkanie organizacyjne dotyczące kurs u nauki języka islandzkiego dla obcokrajowców . Celem spotkania będzie ustalenie terminu , godzin oraz miejsca spotkań poszczególnych grup w zależności od stopnia zaawansowania. Wszystkich zainteresowanych serdecznie zapraszamy ! Courses in Icelandic for foreigners will start with meeting 12. jan. at 20:00 in Nýheimar. In the meeting decision will be made by attendees when the classes occur and also what stage will be offered. Nánari upplýsingar hjá Fræðslunetinu í síma 560-2050 eða með tölvupósti nina@hfsu.is
Íbúagátt Hornafjörður stígur nú stórt skref með því að taka í notkun íbúagátt, sem eru rafrænar dyr að stjórnsýslu sveitarfélagsins. Frá og með 9. janúar munu íbúar Hornafjarðar fá aðgang að íbúagáttinni á hornafjordur.is eða www.ibuagatt.hornafjordur.is aðgangur að íbúagáttinni er rafrænn. Hægt er að komast inn á síðuna með því að nota íslykil eða rafræn skilríki. Íslykil er hægt að nálgast á síðunni www.island.is/islykill/ Með íbúagáttinni eru íbúar sveitarfélagsins komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt, því nú geta þeir með rafrænum hætti sótt um þjónustu til sveitarfélagsins á „mínu svæði“ sent inn formleg erindi, fylgst með framgangi sinna mála, komið ábendingum á framfæri og ýmislegt fleira. Allar umsóknir eru komnar á íbúagáttina þar sem íbúar geta sótt um 22 mismunandi þjónustustig og fengið svör við þeim frá starfsfólki á mínu svæði.
Bifreiðaskoðun á Höfn 19., 20. og 21. janúar. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. janúar. Næsta skoðun er 16., 17. og 18. febrúar. Þegar vel er skoðað
Framsetning á fundargerðum sveitarfélagsins breytist einnig, fundargerðir verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins með fylgigögnum sem fylgja með erindum sem berast til sveitarfélagsins þegar við á. Með þjónustunni hefur Hornafjörður þar með stigið enn eitt skrefið í að gera stjórnsýsluna aðgengilegri og auðveldar um leið íbúum bæjarins að nálgast þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Með von um að íbúar sveitarfélagsins tileinki sér nýja þjónustu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 8. janúar 2015
Hestamannafélagið Hornfirðingur
Reiðnámskeið í reiðhöll Um síðustu helgi byrjaði reiðnámskeið í reiðhöllinni fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri á vegum Snæbjargar Guðmundsdóttur (Snæsu), tamningakonu og leiðbeinanda. Námskeiðið er haldið í samstarfi við hestamannafélagið Hornfirðing og stendur yfir í allan vetur, þ.e. aðra hvora helgi, 2 klst. í senn, fyrir hvern nemanda. Reiðkennslan er bæði verkleg og bókleg. Alls eru skráðir um 30 nemendur á námskeiðið og komust færri að en vildu þegar upp var staðið. Um miðjan janúar mun Ómar Ingi Ómarsson reiðkennari bjóða upp á reiðnámskeið/einkakennslu fyrir mismunandi vana reiðmenn í reiðhöllinni. Námskeiðið verður á þriðjudögum í hverri viku, allt eftir eftirspurn. Hestafólk getur pantað einkatíma eða tíma tvo til þrjá aðila saman hjá kennara. Verð kr. 5.000 pr. klst. fyrir einkatíma, kr. 8.000 fyrir tvo aðila og kr. 9.000 fyrir þrjá aðila. Ef keyptir eru 10 tímar/skipti í pakka þá er gefinn 15% aflsáttur. Utanfélagsmenn greiða kr. 1.000 pr. klst. aukalega. Reiðnámskeiðið byrjar 13. janúar n.k. Skráning og tímapantanir hjá Janine Arens í síma 690-6159.
Gjaldskrá og heimasíða Stjórn hestamannafélagsins hefur lækkað gjaldskrá fyrir aðgang að reiðhöllinni árið 2015. Félagsmenn 17 ára og yngri eru með frían aðgang að reiðhöllinni og eiga að vera í umsjá og á ábyrgð forráðamanna sinna. Árgjald fyrir félagsmenn, 18 ára og eldri, er kr. 12.000,- en kr. 20.000,- fyrir tvo frá sama heimili og kr. 25.000,- fyrir þrjá frá sama heimili. Nánari upplýsingar, umgengnisreglur og viðburðadagatal verður kynnt á nýrri heimasíðu félagsins, www.hornfirdingur.is sem verður sett í loftið á næstu dögum. Umsjónarmaður heimasíðunnar er Inga Stumpf á Dynjanda.
Starfsnefndir Hornfirðings Unnið er að því að skipa í starfsnefndir á vegum hestamannafélagsins fyrir starfsárið 2015. Nefndirnar munu síðan skipuleggja starfið framundan og í lok janúar koma saman formenn nefnda ásamt stjórn félagsins til að leggja lokahönd á viðburðadagatal ársins. Þetta verður síðan kynnt með áberandi hætti á nýrri heimasíðu félagsins, www.hornfirdingur.is og "Hestamannafélagið Hornfirðingur" á Facebook. Stjórn hestamannafélagsins Hornfirðings óskar félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins gleðilegs nýs árs og býður nýja félaga velkomna til starfa á árinu 2015.
Eystrahorn
Umsóknir um styrki
Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2014 Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt styrki til verkefna sem efla geti byggð og atvinnu í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnumálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum og tekur við umsóknum og afgreiðir þær. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Sveitarfélaginu Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu bæjarins hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2015 á hornafjordur.is/umsoknir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri.
Söfnun á landbúnaðarplasti Farið verður um sveitir og safnað landbúnaðarplasti eftirtalda daga. Ef viðkomandi dagur dugar ekki verður haldið áfram daginn eftir. Lón................................... föstudaginn 9. janúar Nes................................... föstudaginn 16. janúar Mýrar................................ föstudaginn 23. janúar Suðursveit........................ föstudaginn 30. janúar Öræfi................................ föstudaginn 6. febrúar Þessi áætlun miðast við að veður verði hagstætt annars næsta dag sem hentar. Ætlast er til að búið sé að koma plasti á aðgengilegan stað. Ef reynist þörf á aðstoð verktakans verður innheimt tímagjald samkv. hans verðskrá. Plastið þarf að vera hreint, óhreint plast er ekki endurnýtanlegt og ekki má hafa bönd og net saman við plastið. Í framtíðinni verður rukkað sérstaklega fyrir flutning og hreinsun/urðun samkv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Bannað er að brenna rúlluplast. Birgir Árnason bæjarverkstjóri
Eystrahorn
Fimmtudagur 8. janúar 2015
www.eystrahorn.is
Embætti sýslumannsins á Suðurlandi Þann 1. janúar 2015 mun embætti sýslumannsins á Suðurlandi taka til starfa. Frá og með sama tíma verða lögð niður embætti sýslumanna á Höfn, í Vík, á Hvolsvelli og á Selfossi. Allar skrifstofur fyrri embætta verða opnar og starfsfólk verður það sama . Á öllu skrifstofum verður veitt sú þjónusta sem sýslumannsembættum ber að veita og verður leitast við að gera það með sem bestum hætti.
Ný umdæmi lögreglu og sýslumanna Bolungarvík Siglufjörður
L
Þórshöfn
Ísafjörður
S Dalvík
Hólmavík
Patreksfjörður
Blönduós
S
S
Húsavík
Vopnafjörður
L Sauðárkrókur
Akureyri
L
Opnunartími skrifstofa embættisins og símanúmer
Seyðisfjörður Egilsstaðir Stykkishólmur
Allar skrifstofur embættisins verða opnar frá kl. 9.00 – kl. 15.00 alla virka daga, svarað verður í síma á sama tíma. Embættið mun hafa eitt símanúmer sem verður 458-2800, vefsíða embættisins er á www.syslumenn.is og þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um starfsemi hins nýja embættis s.s. eins og númer nýrra bankareikninga embættisins o.fl. Netfang embættisins er sudurland@ syslumenn.is.
Skrifstofa á Höfn: • Allar leyfisveitingar – tækifærisleyfi, gistiog veitingahúsaleyfi, sinubrennuleyfi, meistarabréf, leyfi til að reka útfararþjónustu og happdrættisleyfi (tvö síðarnefndu eru leyfi sem veitt eru á landsvísu). • Sifjamál vegna einstaklinga búsettum í Svf. Hornafirði. • Aðfarargerðir vegna einstaklinga og lögaðila búsettum í Svf. Hornafirði. • Nauðungarsölur vegna fasteigna í Svf. Hornafirði. • Þinglýsingar að hluta • Umsjón og þjónusta við skipti dánarbúa • Skrifstofa í Vík: • Bókhald embættisins og fjármálstjórn
S
S
L
Neskaupstaður Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður
Snæfellsbær Grundarfjörður
Djúpivogur
Borgarnes
L
Akranes Höfn Höfuðborgarsvæðið L S Garður Sandgerði L Flugstöð Leifs Eiríkssonar S Reykjanesbær Vogar
Málaflokkar embættisins Á öllum skrifstofum verður veitt þjónusta vegna vegabréfa, ökuskírteina, almannatrygginga, tekið á móti greiðslum vegna opinberra gjalda og eins verður tekið á móti gögnum vegna annarra málaflokka þó svo erindin séu afgreidd á öðrum skrifstofum. Eftirfarandi skipting verkefna verður á öðrum helstu málaflokkum embættisins:
Búðardalur
Grindavík
Tilheyrir Hafnarfirði
S
Skýringar Selfoss
Mörk lögreglustjóraumdæma
Kirkjubæjarklaustur
L
Hvolsvöllur
Mörk sýslumannsumdæma
L S
Lögreglustjóri (9 talsins) Aðalstöðvar sýslumanns (9) Lögreglustöð
LS
Vestmannaeyjar
Sýsluskrifstofa Vík Kortagerð: 16.12.14 - útgáfa 16, Vegagerðin /vai
• Færsla bókhalds fyrir fjögur ísl. sendiráð erlendis. • Útgáfa Lögbirtingablaðs. Skrifstofa á Hvolsvelli: • Þinglýsingar munu aðallega fara fram á skrifstofunni á Hvolsvelli og er þess óskað að þinglýsingaskjöl berist þeirri skrifstofu • Aðalskrifstofa á Selfossi: • Aðalumsjón nauðungarsala, aðfaragerða og sifjamála. • Innheimta opinberra gjalda (vanskilainnheimta). • Þinglýsingar að hluta. • Starfsmannastjórn. Þrátt fyrir þessa verkefnaskiptingu er þó ítrekað að tekið er við gögnum vegna allra málaflokka á öllum skrifstofum og veittar upplýsingar eins og hægt er. Starfsfólk mun síðan senda gögn til þeirra innan embættisins sem sér um afgreiðslu málsins.
Frá Rauða krossinum Rauða kross deild Hornafjarðar óskar öllum árnaðar og friðar á nýju ári um von um áframhaldandi gott samstarf á árinu 2015. Hornfirðingar hafa verið afar duglegir að leggja Rauða kross hreyfingunni lið með fatagjöfum sem koma sér vel í hinum ýmsu heimshlutum. Að gefnu tilefni langar okkur að benda á leiðir til að koma fötum til skila. Hægt er að koma með fatnað á eftirfarandi staði: • í fatagáminn við N1 og þá er mikilvægt að fötin séu í vel lokuðum umbúðum • til starfsmanna áhaldahúss sveitarfélagsins • í verslunar Rauða kross deildarinnar á opnunartíma verslunarinnar Allur fatnaður sem kemur til deildarinnar fer í fataflokkunarstöð Reykjavíkur nema það sé sérstaklega tekið fram. Að lokum óskum við eftir áframhaldandi góðu samstarfi og þeir sem óska eftir að verða sjálfboðaliðar í ýmis verkefna geta skráð sig á rki. is. f.h. Hornafjarðardeildar RKÍ, Magnhildur Gísladóttir formaður
Stjórnendur og starfsfólk Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í Vík hefur verið skipuð til að sinna embætti sýslumannsins á Suðurlandi og tekur hún við því embætti 1. janúar 2015 en hefur undanfarna mánuði unnið að stofnun þess. Daglegir stjórnendur verða á skrifstofum embættisins þeir eru: á Höfn auglýst hefur verið eftir löglærðum fulltrúa, í Vík Ragnheiður Högnadóttir, á Hvolsvelli Kristín Þórðardóttir, sem jafnframt er staðgengill sýslumanns og á Selfossi Sigurður Bjarnason. Öllu starfsfólki fyrri embætta var boðið starf hjá nýju embætti. Flestir starfa áfram við þá málaflokka sem þeir áður störfuðu við en það er þó ekki undantekningalaust. Mikil jákvæðni og eindrægni hefur ríkt í starfsmannahópi um að láta breytinguna á embættaskipaninni ganga upp og veitt verði góð þjónusta á öllum skrifstofum eins og verið hefur.
Starfsmenn í þrifadeild Skinney-Þinganes óskar eftir að ráða starfsmenn í þrifadeild. Bæði er leitað eftir starfsmönnum í fullt starf og í hlutastarf. Vinnutími er óreglulegur en þó er miðað við að vinna hefjist kl 17:00. Hlutastörfin geta hentað með námi eða annarri vinnu. Gæti hentað fyrir par í fulla vinnu eða hlutastarf. Frekari upplýsingar veitir flokkstjóri þrifa í síma 860-9916 og í tölvupósti kjartan@sth.is
999 kr.
Ostborgari
lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós
Veitingatilboð 1.395 kr.
Píta með buffi eða kjúklingi
Kjúklingasalat N1 Höfn Sími: 478 1940
franskar og 0,5 l Coke í dós
landsbankinn.is
699 kr.
Mozzarellastangir með sósu
Opið: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00 Föstudaga og laugardaga 09:00-22:00 Sunnudaga 10:00-22:00
Gleðilegt nýtt ár
Landsbankinn
1.595 kr.
410 4000