Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 7. janúar 2016
1. tbl. 34. árgangur
Áramótaávarp bæjarstjóra Góðir Austur-Skaftfellingar.
Mynd: Einar Björn Einarsson
Árið 2015 er liðið. Áramót er tími þar sem gjarnan er staldrað við og horft yfir farinn veg og rýnt í árið sem var að líða. Ég tel að árið 2015 hafi verið okkur Austur-Skaftfellingum nokkuð gott, þó alltaf megi finna eitthvað sem hefði mátt fara til betri vegar. Mikilvægt er samt að horfa fram á við með bjartsýni og gleði til góðra verka að vopni. Þegar litið er til baka yfir árið er einn málaflokkur sem þarf aukið vægi í umræðunni í næstu framtíð en það er þróun íbúðahúsnæðis í sveitarfélaginu. Undanfarin ár hefur atvinnuleysi í sveitarfélaginu verið með því minnsta sem þekkist á Íslandi og er enn næg atvinna í boði. Það sem stendur helst í vegi fyrir því að hægt sé að fá fólk til starfa er skortur á íbúðarhúsnæði og þá helst til leigu. Þegar laus störf hafa verið auglýst hefur oftar en ekki strandað á framboði á íbúðarhúsnæði. Íbúar sveitarfélagsins voru um síðustu áramót 2.179 einstaklingar. Árið 1999, fyrir sameiningu sveitarfélaga, voru íbúar í Austur- Skaftafellssýslu 2.446. Þá kom tímabil þar sem okkur fækkaði og árið 2010 voru íbúar sýslunnar komnir niður í 2.086. Frá árinu 2010 hefur okkur heldur verið að fjölga. Miðað við mannfjöldaspár Hagstofunnar fjölgar Íslendingum um tæpt 1% á ári næstu 50 árin, sem þýðir að Austur- Skaftfellingum ætti að fjölga um 22 á ári. Til að þessi fjölgun geti gengið eftir er nauðsynlegt að aukning í framboði á íbúðarhúsnæði verði um 10 einingar á hverju ári. Raunin er sú að það hafa verið byggðar 6 íbúðir á síðustu fimm árum sem er langt undir því sem nauðsynlegt væri. Því til viðbótar hafa 22 íbúðir verið teknar til annars konar notkunar frá árinu 2000. Þetta er öfug þróun sem snúa þarf við til að mögulegt sé að íbúum sveitarfélagsins fjölgi. Það er fleiri en ein ástæða sem liggur að baki þessari þróun mála og má t.d. nefna háan byggingarkostnað og möguleika eigenda íbúðarhúsnæðis á meiri tekjum við skammtímaleigu en mögulegt er að innheimta í langtímaleigu. Varðandi hið síðarnefnda er lítið annað hægt að gera fyrir stjórnsýsluna en krefjast þess að farið sé eftir lögum og reglum um slíka atvinnustarfsemi. Hins vegar til að lækka byggingarkostnað hefur sveitarfélagið samþykkt að fella niður gatnagerðargjöld af nýju íbúðarhúsnæði. Þessar reglur tóku gildi í apríl 2015 og gilda í tvö ár. Niðurfellingin er lækkun á byggingarkostnaði meðalstórrar íbúðar um 1,5 milljón kr. Í skoðun er einnig hvort mögulegt er að hanna og byggja hagkvæmari íbúðir en gert hefur verið fram að þessu. Þá er einkum horft til þess hvort slá megi af kröfum um stærð ákveðinna hluta íbúðar og þar með byggja minni íbúðir. Það er einnig vert að skoða hvort ekki sé þörf á byggingu íbúða fyrir aldraða og með því koma af stað auknu framboði á íbúðarhúsnæði á markaði.
Nýlega var samþykkt deiliskipulag vegna byggingu nýs hjúkrunarheimilis og þar er gert ráð fyrir þremur fjögurra íbúða raðhúsum. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að íbúðarbygging er langtímafjárfesting. Þá er mikilvægt að tekið sé með í reikninginn að þegar hús er hannað og byggt frá grunni er mögulegt að hafa fyrirkomulagið eftir eigin höfði og nýjungar í hitun og lýsingu húsa gera reksturinn hagkvæmari, auk þess sem nýtt hús er viðhaldsfrítt fyrstu áratugina. Þessir þættir eru oft vanmetnir og geta fyllilega réttlætt að dýrara sé að byggja nýtt en fjárfesta í eldra húsnæði. Þær aðgerðir sem hér að ofan hafa verið nefndar miða að því að ná byggingarkosnaði íbúða niður í um 250 til 270 þ.kr. á hvern fermetra. Það er mikilvægt eins og staðan er í dag að skapa umhverfi sem verður einstaklingum hvatning til að byggja íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og á ég þá við jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Frumskilyrði þess að það góða samfélag sem við byggjum vaxi og dafni á næstu árum og áratugum, er að hér verði nægilegt framboð á íbúðarhúsnæði. Sveitarfélagið á 42 íbúðir í dag, en þegar þær voru flestar töldu þær rétt yfir 60 og var það þungur rekstur. Það er ekki mögulegt að sveitarfélagið standi eitt að allri nauðsynlegri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis öðruvísi en það kæmi niður á öðrum rekstri. Ekki er hægt að hætta umfjöllun um húsnæðismál öðruvísi en nefna bæði mikilvægi byggingar nýs hjúkrunarheimilis og að málefni fatlaðra fái húsnæði sem uppfylli þær kröfur og væntingar sem gerðar eru til þeirrar starfsemi. Af byggingu nýs hjúkrunarheimilis er það að frétta að ekki hefur enn tekist að fá ríkið til að koma að borðinu með fjármagn
sem nauðsynlegt er til að hægt sé að hefja framkvæmdir. Áætlaður byggingarkostnaður nýs hjúkrunarheimilis eru um 800 til 1.000 milljónir og hefur kostnaðar skipting verið þannig að ríkið greiðir 45% framkvæmdasjóður aldraðra 40% og sveitarfélagið 15%. Áfram verður unnið að þessu máli með öllum mögulegum ráðum til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Sveitarfélagið tók við málaflokki fatlaðs fólks frá ríkinu árið 2011 og er það sér þjónustusvæði, sem þýðir að öll ábyrgð á málaflokknum hvílir á sveitarfélaginu. Þar með sú ábyrgð að tryggja húsnæði fyrir starfsemina. Í dag eru starfstöðvar á þremur stöðum ásamt því að dagþjónusta er í of litlu húsnæði miðað við fjölda skjólstæðinga. Það er því mikilvægt að koma allri starfsseminni undir eitt þak. Hér hef ég farið nokkuð ofan í þróun húsnæðismála sveitarfélagsins og viljandi sleppti ég umfjöllun um húsnæðismál leikskóla. Það er gert til að raska ekki vinnu starfshóps sem er meðal annars að skoða kosti og galla við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um húsnæðisfyrirkomulag leikskólans til framtíðar. Ég þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir gott samstarf á árinu sem var að líða. Einnig langar mig að þakka fyrrum fjármálastjóra sveitarfélagsins Ástu Halldóru Guðmundsdóttur fyrir vel unnin störf, en hún lét af störfum nú í haust eftir 36 ára starf. Ég óska íbúum sveitarfélagsins gleðilegs nýs árs og þakka um leið samfylgdina og samvinnuna á árinu sem er að líða. Með kærri kveðju, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
2
Fimmtudagur 7. janúar 2016
Minningakort Brunnhólskirkju fást hjá: • Guðrúnu í Hólmi s. 849-3433 • Ingunni í Viðborðsseli s. 849-4920 • Kristínu í Flatey s. 847-9205 Sóknarnefndin
Kaþólska kirkjan
Sunnudagur 10. janúar. Messa kl. 12:00. Það er stórhátíð, skírn Drottins. Pétur mun blessa húsnæðið eftir messu. Gott væri að koma í messu og skrá sig.
Félagsstarf í EKRUNNI Um leið og við óskum félögum og velunnurum félagsins gleðilegs ár og þökkum samveru og stuðning á linu ári viljum við minna á SAMVERUSTUNDINA föstudaginn 15. janúar og ÞORRABLÓTIÐ okkar í EKRUNNI föstudaginn 29. janúar ef næg þátttaka næst. Nánar auglýst síðar.
Félag eldri Hornfirðinga
Bifreiðaskoðun á Höfn 18., 19. og 20. janúar. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. janúar. Næsta skoðun er 15., 16. og 17. febrúar. Þegar vel er skoðað
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Eystrahorn
Andlát
Sigríður Vilhjálmsdóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir fæddist þann 4. apríl 1934 í Haukafelli á Mýrum, Hornafirði. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Hornafirði þann 6. desember 2015. Foreldrar hennar voru: Guðný Sigurbjörg Jónsdóttir frá Flatey á Mýrum fædd 8. október 1903 dáin 30. júní 1970 húsfreyja á Gerði í Suðursveit og Vilhjálmur Guðmundsson frá Skálafelli í Suðursveit fæddur 21. ágúst 1900 dáinn 10. mars 1992 bóndi á Gerði í Suðursveit. Systkini Sigríðar eru: Sigurður fæddur 1929 dáinn 1967, Halldór verslunarmaður fæddur 1930 kvæntur Hallberu Karlsdóttur, Gunnar Jón fæddur 1931 dáinn 1965, Heiður fædd 1937 húsmóðir á Höfn gift Kristni Guðjónssyni og Jóhanna Guðbjörg húsmóðir fædd 1942 gift Einari Gíslasyni. Sigríður giftist þann 11. nóvember 1956 eftirlifandi eiginmanni sínum Jóni Arasyni frá Borg á Mýrum, fæddur 13. ágúst 1929. Þau eignuðust 3 börn en þau eru: Guðrún Arndís, viðskiptafræðingur, fædd 29. júlí 1955 búsett í Reykjavík. Dætur Guðrúnar Arndísar og Magnúsar Jónssonar eru: Ragnheiður Reykjalín fædd 1977 í sambúð með Ólafi Pálma Guðnasyni. Þeirra börn eru: Erla Dís, Magnús Máni og Lilja Sól. Guðný Reykjalín fædd 1979 gift Hreiðari Mássyni. Þeirra synir eru: Daníel Már og Ellert Örn. Elfa Signý, hjúkrunarfræðingur, fædd 12. mars 1957 gift Hannesi Höskuldssyni framkvæmdastjóra, búsett á Húsavík. Börn Elfu og Hannesar eru: Jóna Björk fædd 1978. Hennar börn eru; Elfa Guðrún, Hilmar Bjarki og Þórey Birna Reynisbörn. Reynir Aðalsteinn fæddur 1988. Sigþór fæddur 1992 Erna Sigríður fædd 1993. Sigurður Gunnar, bifvélavirki, fæddur 27. október 1976 búsettur á Höfn. Sigríður ólst upp á Gerði í Suðursveit og bjó þar þar til hún flutti að Borg með Jóni. Þau fluttu svo að Nýpugörðum og síðar á Höfn. Hún gekk í barnaskóla í Suðursveit og fór svo til framhaldsnáms í Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún var kennari á Mýrunum um tíma, vann við Graskögglaverksmiðjuna í Flatey og var síðar starfsmaður hjá Kaupfélagi Austur Skaftfellinga á Höfn. Útför hennar fór fram frá Hafnarkirkju þann 19. desember sl. Fjölskyldan þakkar innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför.
Google tól
Google býður upp á mörg ókeypis tól sem allir geta notfært sér persónulega eða í starfi. Þátttakendur kynnast helstu verkfærum Google. Farið verður í notkun á Gmail, Google Calender, Google Docs, Google Drive ásamt Google Sites. Þá ættu þátttakendur að geta nýtt sér kunnáttu sína til að senda tölvupóst, gera glærukynningar, nota töflureikni og texta ritil, deila gögnum með öðrum og vinna gögn með öðrum, ásamt því að setja upp einfalda heimasíðu. • Tími: Þriðjudagar 12. janúar - 2. febrúar kl. 19-22 • Lengd: 12 stundir • Staður: Nýheimar • Leiðbeinandi: Tjörvi Óskarsson • Verð: 18.500 - lágmarksfjöldi 10
Eystrahorn
Fimmtudagur 7. janúar 2016
3
Atvinna – starfsmaður í sjúkraflutninga
Starfsmenn í þrifadeild Skinney – Þinganes hf óskar eftir að ráða starfsmenn í þrifadeild.
Starfið felst í vinnu við sjúkraflutninga í umdæmi HSU Hornafirði. Um er að ræða hlutastarf en 4 fastir sjúkraflutningamenn ganga bakvaktir að auki sinna 3-4 starfsmenn afleysingum. Þörf er á að fjölga í afleysingahópnum.
Erum að leita eftir starfsmmönnum í fullt starf.
Hæfniskröfur: •
Nám í sjúkraflutningum ( EMT-I) æskilegt annars mun stofnunin aðstoða við grunnmenntun sem hefst 1. febrúar 2016 í fjarnámi.
•
Frekari upplýsingar veitir flokkstjóri þrifa í síma 860-9916 og í tölvupósti kjartan@sth.is
Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, hafa góða sjón og heyrn.
•
Æskilegt að hafa að lokið auknum réttindi til að stjórna a) vörubifreið og b) leigubifreið.
•
Hafa lokið 60 eininga námi í framhaldsskóla eða sambærilegu námi og hafa innan við tveggja ára gamalt skírteini í skyndihjálp
Samúðarkort Hafnarkirkju
•
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni
Vinnutími er óreglulegur en þó er miðað við að vinna hefjist kl 17:00.
Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
eru til afgreiðslu hjá: Ástu Sveinbjörnsdóttur í síma 478-1479 / 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í síma 478-1646 / 864-4246 Hafdísi Eiríksdóttur í síma 478-1953 / 696-6508 Bankareikningur/kjörbók í LÍ: 0172-05-061552 kt. 590169-7309 Sóknarnefnd Hafnarsóknar Ætli Balti hringi í mig eftir blótið
Umsóknarfrestur er 11. janúar næstkomandi og upplýsingar veitir Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri, matthildur@hssa.is eða í síma 4708600. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Nú munu allar glasalyftingarnar skila sér
Hvar er ég?
STUÐLABANDIÐ FAN #1
Þorrablót Hafnarbúa 2016 verður haldið í íþróttahúsinu á Höfn 23. janúar. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.
Miðasala verður í íþróttahúsinu fimmtudaginn 21. janúar frá kl 17:00-19:00. Miðaverð er kr. 7.000,-
Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum. Hver einstaklingur getur keypt að hámark 20 miða.
Ef svo ólíklega skildi vilja til að einhverjir miðar verði óseldir, þá fara þeir í sölu föstudaginn 22. janúr milli kl 17:00-19:00.
4
Fimmtudagur 7. janúar 2016
Breytingar hjá Vélsmiðjunni Foss Um áramót urðu breytingar á rekstri Vélsmiðjunnar Foss í kjölfar kaupa Skinneyjar Þinganess á fyrirtækinu árið 2015. Ari Jónsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri og Ragna Einarsdóttir, sem starfað hefur við hlið Ara um árabil, tók við. Jafnframt var ákveðið að sameina starfsemi Vélsmiðjunnar Foss og verkstæði Skinneyjar – Þinganess undir merkjum Foss. Við breytingar er lögð áhersla á að byggja upp eina öfluga heild úr þessum tveimur vinnustöðum. Áfram mun Vélsmiðjan Foss bjóða öllum upp á alhliða þjónustu á sviði málm og véltækni samhliða því að sinna viðhaldi á verksmiðjum og skipum Skinneyjar-Þinganess. Fólk er vinsamlegast bent á að hafa beint samband við Rögnu í síma í síma 866-6364 eða með tölvupósti á foss@fossehf.is.
Söfnun jólatrjáa og flugeldarusls
Eystrahorn
Lausar stöður við leikskólann Bændur athugið Lönguhóla Hornafirði Framtíðarstarf:
Safnað verður heyrúlluplasti eftirtalda daga: Um er .að ræða leikskólakennarastöður leiðbeinanda á deild. Nes. ......................................... 15.eða janúar Leikskólinn er útileikskóli og hefur 22. stuðst við hugmyndafræði Mýrar....................................... janúar Reggio Emilia. Suðursveit................................ 29. janúar Umsækjandi þarf að hafa gaman af börnum, góða Öræfi........................................ 5. febrúar samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæður, Lón........................................... 12. febrúar samviskusamur og hafa ánægju af útiveru. Mikilvægt að plastið sé tilbúið launanefndar og rétt frágengið til Laun greidder samkvæmt samningum Sveitarfélaga fermingar, bönd og net mega vera í sér sekk eða bagga. og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi hafið störf semskila fyrst.plastinu Skrár verða haldnar um þágeti staði sem ekki áNánari viðunnandi hátt til endurvinnslu, áskilinn er réttur til upplýsingar hjá Margréti leikskólastjóra í síma 4708-2490 innheimtu á þeim kostnaði sem til fellur, ef til flokkunar á eða netfangið margreti@hornafjordur.is plastinu kemur. Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra.
Vegna veðurs eða annarra aðstæðna gætu orðið breytingar á söfnun plastsins. Þeir bændur sem vilja vera á póstlista vegna fjölpósta þegar um þjónustu við þá er að ræða vinsamlega sendið tölvupóst á birgi@hornafjordur.is
Söfnun á jólatrjám á Höfn og í Nesjahverfi verður laugardaginn 9. janúar eftir kl. 12:00. Mikilvægt er að jólatrén séu á aðgengilegum stað. Þeir sem sjá um að farga sínum trjám er bent á að fara með þau í gámaportið ekki í Ægissíðu. Einnig verður flugeldarusli safnað á sama tíma og er fólki bent á að hafa það á aðgengilegum stað. Starfsfólk Áhaldahúss
Dagforeldrar í Suðursveit Laus staða við leikskólann Lönguhóla Hornafirði Framtíðarstarf: Um er að ræða leikskólakennarastöður eða leiðbeinanda á deild. Leikskólinn er útileikskóli og hefur stuðst við hugmyndafræði Reggio Emilia. Umsækjandi þarf að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæður, samviskusamur og hafa ánægju af útiveru. Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar hjá Margréti leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið margreti@hornafjordur.is Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra.
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðila til að gerast dagforeldri í Suðursveit. Um er að ræða daggæslu í heimahúsi, en heimilt er að rækja starfið í öðru húsnæði eftir samkomulagi og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Dagforeldrar geta verið með 4-5 börn í gæslu í einu og er dvalartími alla virka daga allt að 9 tímar á dag, en sveitarfélagið niðurgreiðir til foreldra allt að 8 tíma á dag. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Félagsmálanefnd Hornafjarðar veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni en býður einnig fram stuðning til þess að uppfylla ákvæði laga og reglna um daggæslu í heimahúsum og útvega faglega ráðgjöf við dagforeldrana. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Jón Kristján Rögnvaldsson, félagsmálastjóra í síma 470-8000 eða í netfangið jonkr@hornafjordur.is
Eystrahorn
Fimmtudagur 7. janúar 2016
5
Áramótapistill 2016 Gleðilegt nýtt ár kæru Hornfirðingar með þökk fyrir liðin ár. Ég hef skrifað stuttan annál undanfarin ár til að fjalla um þau málefni sem heyra undir heilbrigðisþjónustu á Hornafirði og held þeirri hefð áfram. Það er óhætt að segja að nýliðið ár hafi verið okkur ansi þungt. Þetta hefur verið ár mikilla breytinga en nú erum við hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. HSU Hornafirði er þó enn með sérstöðu hvað það varðar vegna þjónustusamnings sem við störfum samkvæmt. Samningurinn kveður á um að Sveitarfélagið Hornafjörður ber ábyrgð á rekstri á allri heilbrigðisþjónustunni. Fyrirkomulagið hefur verið við gildi í 20 ár á þessu ári og hefur árangurinn verið góður öll þessi ár. Ábyrgðaraðili samningsins er nú HSU. Sameining hefur enn sem komið er litlu breytt hér á Hornafirði, stjórnendur hafa sótt stjórnendafundi í tvígang á Selfoss ásamt því að stjórnendur HSU hafa komið til okkar. Einnig hafa ýmis samlegðaráhrif verið skoðuð án teljandi aðgerða. Árið 2016 verður notað til að endurskoða núverandi þjónustusamning með það að markmiði að endurnýja hann en mikill vilji er hjá bæjarstjórn til að endurnýja samninginn. Sjúkratryggingar Íslands halda utan um úttekt á samningnum og vonast er til þess að henni ljúki fljótlega. Það má segja að árið 2015 hafi verið ár slysa en mikil fjölgun hefur verið á útköllum sjúkrabifreiða vegna slysa í umdæminu. Töluvert hefur verið um alvarleg slys þar sem mikinn mannskap þarf til en efst í minni fólks er umferðaslys milli hátíða rétt austan við Hnappavelli. Ferðamenn eru nú stór hluti þjónustuþega í heilbrigðisþjónustunni og bendir tölfræðin til þess að á öllu Suðurlandi hafi þrisvar sinnum fleiri ferðamenn slasast fyrstu 9 mánuði ársins 2015 miðað við árið 2014 samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Við höfum svo sannarlega fundið fyrir þessu en fjöldi útkalla vegna sjúkraflutninga milli ára hér á Hornafirði hefur aukist um 44% eða farið úr 126 árið 2014 í 181 á árinu 2015. Athyglisvert er einnig að skoða fjölgun útkalla frá árinu 2012-2015 en þá er fjölgunin 99%. Á sama tíma erum við með sama mannskap og sama fjármagn. Fyrir næsta sumar væri ákjósanlegt að fjölga í hópi starfsmanna við sjúkraflutninga og á heilsugæslu en til þess skortir fjármagn. Við munum því þrýsta á um að aukið fjármagn verði lagt í sjúkraflutninga og afleysingamönnun í framtíðinni. Það er fleira sem stendur upp úr á árinu. HSU Hornafirði stóð fyrir áhugaverðu málþingi sem bar heitið öldrun og heilbrigði. Það tókst að fá spennandi fyrirlesara sem fjölluðu um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Niðurstaða þingsins var sú að eldra fólk eru ört stækkandi þjóðfélagshópur og er mun hraustari hópur en var hér áður. Mikilvægt er að gera ráð fyrir þessum hópi í skipulagi samfélaga og í skipulagi heilbrigðisþjónustu. Lykilþáttur þar er að fólk haldi sér líkamlegaog félagslega virku sem lengst til að viðhalda sjálfsbjargargetu sinni með það að markmiði
Mynd: Einar Björn Einarsson
að geta búið heima sem lengst. Flugslysaæfing var haldin í lok 24. október. Æfingin er haldin ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti og ber Isavia ábyrgð á framkvæmdinni. HSU Hornafirði tók þátt að vanda en um 30 starfsmenn tóku þátt. Um er að ræða sjúkraflutningamenn, lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ófaglærða. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í æfingu sem þessari með það markmið að starfsfólk sé í stakk búið til að takast á við slys sem þessi. Æfingin heppnaðist í alla staði vel og var samstarf milli björgunaraðila mjög gott. Nýtt hjúkrunarheimili er enn ekki á áætlun hjá ríkinu þegar kemur að uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila þrátt fyrir áralanga baráttu fyrir stækkun. Viðmiðum er ekki fullnægt og má segja að mannréttindi séu brotin á hverjum degi. Framkvæmdasjóður aldraðra samþykkti þó viðbyggingu á sólskála í vestur enda hjúkrunarheimilisins og með því er hægt að fjölga einbýlum um 2 á heimilinu. Einnig er gaman að segja frá því að í lok desember samþykkti Heilbrigðisog öldrunarnefnd að hjúkrunarheimilið muni heita Skjólgarður á ný, íbúar búa því á Skjólgarði í dag. Gjafmildir Hornfirðingar. Gjafir hafa streymt til stofnunarinnar á árinu 2015. Gjafa- og minningasjóður er sterkur bakhjarl en sjóðurinn gaf á árinu nýtt blóðrannsóknartæki og fjölgar þá rannsóknum sem hægt er að framkvæma hér heima. Einnig gaf sjóðurinn pökkunartæki fyrir sótthreinsuð áhöld. Hirðingjarnir standa þétt við bak hjúkrunarheimilisins en þeir hafa gefið marga nytsamlega hluti, má þar nefna nýjan skenk í stofuna á Skjólgarði og skrautmuni. Hirðingjarnir gáfu einnig sjónvarp í dagdvöl aldraðra og í lok árs tóku Kiwanis klúbburinn Ós og Hirðingjarnir sig saman um að kaupa nýtt sjónvarp í Mjallhvít, dvalarheimili. Undir
lok árs hafði 4x4 klúbbur Hornfirðinga frumkvæði að því að hefja söfnun fyrir þríhjóli. Þríhjólið er notað til að hjóla með íbúa Skjólgarðs og Mjallhvítar úti við. Ættingjar, starfsfólk eða aðrir geta í framhaldinu boðið sig fram í að hjóla með íbúa úti í náttúrunni. Vonandi verður hægt að kaupa hjólið fljótlega á þessu ári. Lionsklúbbur Hornafjarðar gaf Skjólgarði píanó rétt fyrir jól sem hefur nú þegar sannað gildi sitt. Að lokum er ánægjulegt að segja frá því að nýtt ómtæki er komið á heilsugæsluna en það var fjármagnað með gjafafé en það voru Hollvinasamtök við stofnunina sem stóðu fyrir þeirri söfnun. Betur verður sagt frá því síðar. Á árinu 2015 rafvæddist heilbrigðisþjónustan enn meira. Nýr sjúklingavefur var virkjaður hér á Hornafirði „Heilsuvera.is“. Þar getur fólk skráð sig inn með rafrænum skilríkjum, bókað tíma hjá lækni eða endurnýjað lyfin sín án þess að taka upp símann. Ný vaktþjónusta tók einnig gildi en nú svarar Læknavaktin í Reykjavík símtölum utan opnunartíma heilsugæslunnar og beina símtölum rétta leið samkvæmt mati. Þó er alltaf nauðsynlegt að hringja í 112 í neyðartilfellum. Miklar kjaradeilur hafa verið á liðnu ári. Enn eru nokkrir samningar starfsmanna HSU Hornafirði lausir en vonast er til þess að samningar náist fljótlega í janúar. Starfsfólk er að fá töluverðar kjarabætur og er það mjög jákvætt. Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar er lykilþáttur í starfseminni og vil ég nota tækifærið til þess að þakka starfsfólki fyrir gott samstarf á liðnum árum og ég hlakka til að takast á við áskoranir í starfseminni við ykkar hlið á árinu 2016. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Hornafirði.
6
Fimmtudagur 7. janúar 2016
Eystrahorn
Vinnslustjóri á Höfn
Jóga fyrir alla
Starf vinnslustjóra á Höfn er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Verksvið: •
Verkstjórn og skipulagning í samstarfi við aðra stjórnendur
•
Umsjón með undirbúningi og framkvæmd sauðfjársláturtíðar
•
Ábyrgð á að unnið sé eftir skilgreindum gæða- og verkferlum
Menntunar- og hæfniskröfur:
Hornhúsið hóf starfsemi sína síðastliðið haust, þar er kennt jóga og núvitund. Markmið starfsins er að fjölga þeim tækifærum sem fólk í okkar góða samfélagi hefur til fjölbreyttrar sjálfsræktar. Þátttakan hefur verið mjög góð á haustönninni, bæði í jóga- og núvitundarnámskeiðunum. Fjögur grunnnámskeið hafa verið haldin í jóga þar sem þátttakendur læra nokkur grunnatriði iðkunarinnar. Margir hafa svo kosið að leggja rækt við það sem þeir lærðu á námskeiðinu með áframhaldandi jógaiðkun í opnum tímum. Í Hornhúsinu er einnig boðið upp á jóga fyrir börn og er einu krakkajóganámskeiði lokið, það var fyrir börn í 1. – 3. bekk. Fjögur börn á þessum aldri voru á námskeiðinu og voru þau spennt fyrir því að kynnast jóga. Flest þeirra þekktu eitthvað til jóga og öll vissu þau að í jóga „lærir maður að slappa af“. Þau voru mjög áhugasöm og dugleg og var frábært að sjá hvaða tökum þau náðu á verkefnunum sem unnið var með á þessu stutta námskeiði. Í lok námskeiðsins voru börnin spurð að því hvað þeim hefði þótt best við námskeiðið og voru þau sammála um þrjú atriði. Það voru jógastöðurnar, sem margar heita skemmtilegum dýranöfnum og svo slökunin og hugleiðslan þar sem farið var í spennandi og sjálfsstyrkjandi ævintýraferðir í huganum. Á vorönninni verður boðið upp á seinna krakkajóganámskeið vetrarins og verður það fyrir börn í 3. – 5. bekk. Í krakkajóga er unnið í gegnum leik að sömu þáttum og í tímum fyrir fullorðna, þ.e. að efla styrk, liðleika og jafnvægi líkamans, róa hugann, efla einbeitingu og slaka á. Þessi námskeið eru styrkhæf í gegnum tómstundastyrk sveitarfélagsins. Börnin í krakkajóganu og foreldrar þeirra veittu góðfúslegt leyfi fyrir því að meðfylgjandi myndir úr tímunum fengu að fylgja með þessum skrifum.
Starfið á vorönn 2016 Grunnnámskeið í jóga, hefst 11. janúar. Krakkajóganámskeið fyrir börn í 3. – 5. bekk, hefst 12. janúar. Núvitundarnámskeið, hefst 12. janúar. Opnir jógatímar samkvæmt stundaskrá. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hornhússins á slóðinni, www.hornhusid.com Skráning á námskeiðin fer fram á síðunni. Verið hjartanlega velkomin
•
Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
•
Þekking á matvælaframleiðslu
•
Góð almenn tölvufærni, íslensku- og enskukunnátta
•
Sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og frumkvæði
Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2016. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri í síma 460-8805. Áhugasamir sendi ferilskrá og kynningarbréf á netfangið jona@nordlenska.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum svarað þegar ráðið hefur verið í starfið.
Íslenska 1, 2 & 4
Kynningarfundur í Nýheimum 11. janúar kl 20:00 Introduction in Nýheimar, 11th of January at 20:00 Mjög áríðandi að mæta á kynningarfundinn Very important to attend the first meeting. 11th of January, at 20:00, there will be an introduction meeting with the project manager and teacher of Icelandic 1, 2 & 4 courses we are having this semester in Nýheimar. The courses will be held twice a week from 19:00-21:00 in Nýheimar. Icelandic courses will be held according to numbers of participants and will start the 18th of January. To sign up for an Icelandic course you need to have a social security number. Registration and information, tel: 4708074 or send an email to gauja@ fraedslunet.is 11. janúar, kl 20:00, verður haldin kynningarfundur í Nýheimum með verkefnastjóra og kennara fyrir íslenskunámskeið 1, 2 og 4. Námskeiðin verða haldin tvisvar í viku frá 19:00 – 21:00 í Nýheimum. Íslenskunámskeiðin verða haldin ef nægileg þátttaka fæst og til að innritast þarf þátttakandi að hafa íslenska kennitölu. Skráning og upplýsingar í síma 4708074 eða á netfangið gauja@fraedslunet.is Leiðbeinandi/teacher: Jóhann Pétur Kristjánsson Verð/price 39.500 kr + 4500- kr námsefni/book
Veitingatilboð
Bearnaise-borgari franskar, lítið Prins Póló og 0,5 l Coke í dós
1.595 kr.
Kjúklingasalat
1.445 kr.
Mozzarella ostastangir og sósa
745 kr.
AT V I N N U V E G A - O G N Ý S KÖ P U N A R R Á Ð U N E Y T I Ð
SAMTÖK F E R Ð A ÞJ Ó N U S T U N N A R
#samferda
ferdamalastefna.is
Samferða OPINN FUNDUR UM NÝJAN VEGVÍSI Í FERÐAÞJÓNUSTU
með Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar Miðvikudaginn 13. janúar
H Ö F N Í H O R N A F I R Ð I / Hótel Höfn kl. 12
Sjá nánar á ferdamalastefna.is Allir velkomnir