Eystrahorn 2. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn 2. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagur 14. janúar 2016

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Útkoma endurvinnslu um áramót ekki góð

Við síðustu losun á endurvinnsluefnum frá heimilum var mjög mikið af almennum heimilisúrgangi í tunnunni, ásamt hlutum sem ekki eiga heima í henni. Starfsmenn áhaldahúss taka á móti endurvinnsluefni frá Funa í nýju sorpstöðina Gáruna, þar kemur allt endurvinnsluefnið inn og er sett á færiband, þar sem það er flokkað og sent áfram til endurvinnslu. Við þessa vinnu þurfa starfsmenn að flokka með höndum allt efni sem sett er í endurvinnslutunnuna. Það er því mikilvægt að íbúar vandi sig við flokkun í endurvinnslutunnuna. Gler, nálar, sprautur, óhreinar umbúðir, fatnaður og almennt heimilissorp á ekki heima í endurvinnslu. Við það að setja slík efni í endurvinnslu veldur það ekki aðeins skemmdum á öllu endurvinnsluferlinu heldur er einnig mögulegt að starfsmenn sveitarfélagsins skaðist við að meðhöndla og flokka þetta frá öðrum endurvinnsluefnum.

Almennt sorp sem fer í endurvinnslutunnuna skemmir út frá sér í annað efni sem í tunnunni er því þarf að henda efni sem annars er endurvinnanlegt. Óskemmtilegt er að handfjatla og taka almenna sorpið sem er farið að úldna frá endurvinnanlega efninu. Ákveðið hefur verið að græna tunnan verður ekki losuð ef almennt sorp er í henni eftir 1. febrúar. Gler á að skila með glerflöskum eða í glerkar í gámaportinu. Fatnaður og skór eiga ekki að fara í endurvinnslutunnuna heldur er sérgámur sem skila skal öllum endurvinnanlegum vefnaði í.

Gjaldskrá Ný gjaldskrá fyrir sorphirðu/sorpeyðingu var samþykkt á síðasta ári, þar kemur fram að ef

Hirðingjarnir og Kiwanisklúbburinn Ós gefa sjónvarp Skömmu fyrir jól bárust af því fréttir að sjónvarpið á dvalardeild Mjallhvítar væri orðið úrelt og einungis fáar stöðvar sæjust. Góðgerðafélagið Hirðingjarnir og Kiwanisklúbburinn Ós ákváðu að bregðast við og gáfu saman nýjustu tegund af Sony Bravia sjónvarpi en í því er m.a. hægt að tengjast vefnum og flakka þaðan um netið. Það var Stefán í Martölvunni sem sá um að setja tækið upp. Íbúar eru mjög ánægðir með að sjá fleiri stöðvar og að gæðin séu mun betri en í gamla sjónvarpinu. Þá þykir þeim ekki verra að losna við eina fjarstýringuna. Á myndinni eru Matthildur, Stefán og Sigga Lár við nýja tækið.

húsráðendur vilji fjölga ílátum þá skulu þeir greiða aukagjald fyrir hvert ílát. Ef íbúar sveitarfélagsins vilja breyta ílátum sínum þá geta þeir haft samband við ráðhús sveitarfélagsins í síma 470 8000.

Breytingar framundan í Gámaporti Breyting verður á móttöku endurvinnsluefna, öll móttaka mun fara fram í gámaporti við Gáruna þar mun starfsmaður taka á móti þeim sem ætla að losa sig við endurvinnsluefni. Opnunartími verður þriðjudaga og fimmtudaga frá 13-17 og laugardaga frá 11-15.

Græna tunnan verður ekki losuð ef almennt sorp er í henni


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. janúar 2016

Minningarkort

fyrir slysavarnadeildirnar á Höfn eru til sölu hjá: Guðbjörgu Sigurðardóttur Fákaleiru 10c, sími 478-1352 og 6922936 Elínborgu Ólafsóttur Fákaleiru 8b, sími 4781030 og 8953830 Ingu Kristínu Sveinbjörnsdóttur Smárabraut 16, sími 4781347 og 8941347 Hægt er að leggja framlög inn á bankareikning 0169-15-556211 kennitala 621189-2559

Þorrablót FeH í EKRUNNI Þorrablótið okkar verður haldið föstudaginn 29. janúar í Ekrunni nema að aðsókn verði mikil, þá í Sindrabæ. Miðapantanir eru hafnar hjá: Guðbjörgu í símum 478-1336 / 849-3590 og Hauki í símum 478-1185 / 897-8885. Miðaverð 6000 kr. Í fyrra var uppselt og er því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst. Fyrstir panta fyrstir fá.

Eystrahorn

Fjall mánaðarins með Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu Ferðafélagið ætlar að ganga á eitt fjall á mánuði, alla mánuði ársins 2016 Ferðafélagið óskar ferðafélögum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem var að líða. Fyrsta ganga ársins verður farin laugardaginn 16. janúar. Gengið verður á Karlsfell í Lóni (450m). Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl. 9:00. Göngubroddar nauðsynlegir, léttur bakpoki, nesti og hlýr klæðnaður. Áætlaður ferðatími eru um 4-5 klst. Erum með brodda til leigu 1000 kr. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Verð 1000 fyrir 18 ára og eldri, 1500 fyrir hjón, +500 kr. í eldsneytiskostnað í lengri ferðir. Séu hundar með skal vera ól meðferðis. Hlökkum til að hefja nýtt gönguár með ykkur Frekari upplýsingar Helga Árnadóttir í síma 842-4374.

ÞORRANEFNDIN 2016 Minnum á SAMVERUSTUNDINA MEÐ SIGURÐI ERNI FÖSTUDAGINN 15. JANÚAR KL. 17:00. MÆTIÐ VEL !

Félag eldri Hornfirðinga

Bæjarmálafundur Framsóknarfélag A.-Skaft. boðar til bæjarmálafundar laugardaginn 16. janúar kl. 11:00 f.h. í húsnæði félagsins við Álaugarveg. Léttur morgunverður og spjall. Allir velkomnir.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. janúar. Næsta skoðun er 15., 16. og 17. febrúar. Þegar vel er skoðað SKOTVÍS á ferðinni!

Stjórnin

Þann 15 janúar kl 20.00 verður haldinn opinn fundur með veiðimönnum Í Pakkhúsninu á Höfn í Hornafirði og Svæðisráðs skotveiðimanna á Suðausturlandi verður stofnað.

Aðalfundur Hestamannafélagsins Hornfirðings, sunnudaginn 17. janúar n.k., kl. 20:00 í Stekkhól. Venjuleg aðalfundastörf - Lagabreytingar - Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórn Hornfirðings

Eystrahorn

Bifreiðaskoðun á Höfn 18., 19. og 20. janúar.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Albert Eymundsson

Dagskrá: Stutt kynning. Arne Sólmundsson mun halda fyrirlestur um rjúpnarannsóknir og túlkun þeirra. Kynning á SKOTVÍS og fyrirkomulagi svæðisráða. Stofnun Svæðisráð skotveiðimann á Suðausturlandi. Almennar umræður Fundi slitið. Allir veiðimenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í áhugaverðum umræðum um skotveiðar á Íslandi og hagsmuni veiðimanna.


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. janúar 2016

Foreldrafundur hjá frjálsíþróttadeildinni

www.eystrahorn.is

Þrettándabingó í Suðursveit

Við boðum til fundar í frjálsíþróttadeildinni til að ræða starfið í vetur og hvað er framundan. Fundurinn verður í Sindrahúsinu kl.17:30 þriðjudaginn 19. janúar. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin Æfingar í vetur mánudaga og fimmtudaga kl. 18:00 Bárunni og í íþróttahúsinu kl. 19:30 miðvikudaga

Auglýsing um framkvæmdaleyfi Sveitafélagið Hornafjörður hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar og brúarsmíði yfir Morsá og að verkið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Ákvörðunin liggur frammi hjá Sveitafélaginu Hornafirði á heimasíðu sveitafélagsins. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála til 14. febrúar 2016. Höfn í Hornafirði 14. janúar. 2016 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Hið árlega þrettándabingó kvenfélagsins Óskar var haldið að Hrollaugsstöðum föstudagskvöldið 8.janúar. Þátttaka var í meðallagi þar sem veðrið setti aðeins strik í reikninginn og var færðin ekkert sérstök. Þátttakendur skemmtu sér samt vel inni við og var mikið hlegið að vinningavali kvenfélagsins þar sem þær virðast bara geta gefið töfrasprota í ýmsum stærðum og gerðum. Vinningarnir voru ekki af verri endanum og svignaði kökuborðið undan kræsingum. Eins og gefur að skilja getur kvenfélagið ekki haldið svona veglegt bingó nema að fá að vinninga gefins frá einstaklingum og fyrirtækjum innan sveitarfélagsins. Þessi fyrirtæki og einstaklingar gáfu vinninga af öllum stærðum og gerðum: • Eggert Kristjánsson heildsali • Gingó • Gistiheimilið Hali • Hótel Höfn • Húsasmiðjan • Húsgagnaval • Íslensk Ameríska heildsali • Kvenfélagið Ósk • Lyfja

• Nettó • Olís • Pósturinn • Sigríður Jóhanna Sigfúsdóttir Brunnavöllum • Sundlaug Hafnar • Sveitahótelið Smyrlabjörg • Vélsmiðjan

Vil ég fyrir hönd kvenfélagsins Óskar þakka þessum fyrirtækjum og einstaklingum innilega fyrir stuðninginn. Þá getum við haldið áfram að láta gott af okkur leiða og stutt við bakið á þeim sem á þurfa að halda í okkar sveitarfélagi.

Þórey Bjarnadóttir, formaður

Skyndihjálp Skyndihjálparnámskeið í Öræfum

Föstudaginn og laugardaginn 12. og 13. febrúar 2016 mun Ásgerður Kristín Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur mæta í Öræfin og vera með skyndihjálparnámskeið í Hofgarði.

*

Föstudaginn 12. febrúar verður endurlífgunarnámskeið (upprifjunarnámskeið), sem þarf að endurtaka á 2 ára fresti til að viðhalda skírteini. Námskeiðið verður frá 18:0022:00 í Hofgarði. Verð 10.000 kr Laugardaginn 13. febrúar verður grunnnámskeið í skyndihjálp frá 09:00 - 17:00 í Hofgarði. Verð 16.000 kr Nánari upplýsingar og skráning fer fram hjá Margréti Gauju í síma: 6645551 eða á netfangið gauja@fraedslunet.is Skráningu lýkur 1. febrúar 2016.

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Nýheimum, Litlubrú 2, 780 Höfn Sími 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is


Vinnslustjóri á Höfn

Beint flug frá Egilsstöðum

Starf vinnslustjóra á Höfn er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Verksvið: • Verkstjórn og skipulagning í samstarfi við aðra stjórnendur • Umsjón með undirbúningi og framkvæmd sauðfjársláturtíðar • Ábyrgð á að unnið sé eftir skilgreindum gæðaog verkferlum Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum • Þekking á matvælaframleiðslu • Góð almenn tölvufærni, íslensku- og enskukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og frumkvæði Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2016. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri í síma 460-8805. Áhugasamir sendi ferilskrá og kynningarbréf á netfangið jona@nordlenska.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum svarað þegar ráðið hefur verið í starfið.

Verona 17.-20. sept. 2016

Ein fallegasta borg Italiu i beinu flugi frá Egilsstöðum

Verð á mann 117.100 kr. i dbl. herbergi. Innifalið: 4* hótel með morgunmat, flug, skattar, íslenskur fararstjóri og rúta til og frá flugvelli.

Upplifðu borg elskenda! Flestir sem þekkja til Rómeó og Júlíu vita að Veróna var borgin þar sem ástin þeirra kviknaði og lifir enn. Borgin er vinsæl fyrir glæstar og sögulegar byggingar, falleg torg og brýr yfir Adige ána. Einstök listaborg þar sem sagan og menningin er á hverju götuhorni. Verona er einnig þekkt fyrir einstaka matargerð og vínmenningu. Spennandi skoðunarferðir i boði innan og utan borgar þar sem við m.a. kynnumst hrífandi náttúru Ítaliu. Flogið verður með Wow air.

Innifalið í öllum ferðum: Flug, skattar, hótel m/morgunmat, rúta til og frá flugvelli og íslenskur fararstjóri.

Upplýsingar í síma 588 8900

Það er ekki nema vika í miðasöluna

Vá hvað Olgeir er massaður

Æ ve tli Þ rö rði órh ði fy al na rs la íá tí r?

Af hverju er Parket ekki að spila?

Þorrablót Hafnarbúa 2016 verður haldið í Íþróttahúsinu á Höfn 23. janúar. Húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.

Miðasala verður í Íþróttahúsinu fimmtudaginn 21. janúar frá kl. 17:00-19:00. Miðaverð er kr. 7.000,-

18 ára aldurstakmark.

Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum. Hver einstaklingur getur keypt að hámark 20 miða.

Ef svo ólíklega skildi vilja til að einhverjir miðar verði óseldir, þá fara þeir í sölu föstudaginn 22. janúar milli kl 17:00-19:00.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.