Eystrahorn 5. tbl. 33. árgangur
Fimmtudagur 5. febrúar 2015
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Dagur leikskólans Föstudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í áttunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Leikskólarnir á Hornafirði munu gera sér dagamun af þessu tilefni og eftirfarandi grein er birt hér til að minna á og undirstrika mikilvægi leikskólastarfsins.
Leikskólinn er lífið sjálft Spurt er: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Mér var falið að svara spurningunni frá sjónarhorni leikskólabarnsins og valdi að svaraþví þannig að ég veit ekki hvað ég ætla að verða en ég veit hvað ég er. Leikskólabarn í góðum leikskóla er virkur þegn í samfélaginu. Tilgangur leikskólalífs þess er ekki að undirbúa sig undir næsta skólastig eða lífið . Skólinn er lífið sjálft þar sem þú lærir með því að vera og gera í samfélagi við aðra. Leikskólabarn í góðum leikskóla fær að svala forvitni sinni og virkja sköpunarkraftinn. Í góðum leikskóla er umhverfi og hvatning til þess að beina skapandi hugsun í farveg gagnrýninnar hugsunar þar sem spurningar og vangaveltur eru gripnar á lofti og leitað svara með rannsókn og tilraunum. Það er komist að niðurstöðu sem kannski hrynur augnabliki seinna en þá má spyrja nýrra spurninga og prófa sig áfram. Afurðir úr leikskóla eru ekki auðmælanlegar til gæða enda eru gæði barns ekki mælanleg í sjálfu sér. En við viljum að börn læri að þekkja ánægjuna af því að leita svara við spurningum, þekkja gleðina yfir því að ná árangri, vita hvernig það er að lenda í árekstrum við félaga sína og læra kúnstina að tapa og standa samt upp aftur og það er ekki lítið mikilvægt að verða læs í samskiptum og reka sig á. Leikskólinn á að vera öruggur staður til að meiða sig á sagði framhaldsskólaneminn, spurður hvernig leikskóli framtíðarinnar ætti að vera. Hann sagði líka að þar ættu ekki að vera tölvur en nóg af verkfærum og íhlutum til þess að smíða tölvur og þar ættu börn að vera í raunverulegri snertingu við náttúruna en ekki bara að heyra um hana og sjá hana af skjám. Ég er honum hjartanlega sammála. Við erum ekki með óskeikula aðferð til þess að mæla hamingju en við vitum að hamingja er eftirsóknarverð og við óskum börnunum okkar hennar. Í góðum leikskóla er börnum búnar aðstæður til þess að læra á lífið í
gegnum leik. Flæði er hugtak sem lýsir því ástandi þegar þú notar hámarkshæfileika þína til að ná hámarksárangri. Kannski er það augnablikið þegar kórinn nær samhljómi eftir þrotlausar æfingar eða Messi þegar hann er búinn að setja upp leikfléttu sem endar með marki. Þessa tilfinningu lærðum við að þekkja sem börn þegar við vorum örugg og niðursokkin í leik og vonandi munið þið eftir henni og munið þess vegna hvernig hamingja er; og hvar og hvernig beri að leita hennar sem fullorðið fólk. Leikskólinn er ekki eyland, Hann er mikilvægur hlekkur í samfélaginu. Leikskólinn er afar mikilvægur atvinnulífinu og er hluti af stóra efnahagsmálinu. Samfélagið færi á hvolf eftir fáa daga verkfalls til dæmis. Hann er mikilvægur í jafnréttisstöðu fullorðinna þar sem leikskóli er forsenda þátttöku foreldra á vinnumarkaðnum. Leikskólinn er líka vinnustaður fullorðinna og mikilvægur sem slíkur. Góður leikskóli er lærdómssamfélag þar sem kennsla, umönnun, umhyggja og nám eru ekki aðgreinanlega heldur ein heild. Kennarinn er nemandi og nemandinn er kennari og þú lærir með því að kenna og þú kennir með því að læra en nærð árangri í hvorugu ef ekki er gagnvirk umhyggja til staðar. Til þess að leikskóli sé góður þarf að vera aðbúnaður sem hæfir aldri barnanna og þroska. Öryggi barnanna þarf að vera tryggt en fyrst og síðast þarf að vera vel menntað starfsfólk. Nýjar
alþjóðlegar rannsóknir sýna betri mælanlegan árangur í læsi hjá börnum sem hafa verið í gæðaleikskólum og það er minna brottfall úr námi síðar á skólagöngunni þegar grunnurinn hefur verið lagður í gæðaleikskóla. Á Íslandi vantar 1.300 leikskólakennara. Þar komum við að samhenginu við lærdómssamfélagið og „life long learning“. Sveitarfélög og rekstraraðilar sem sjá menntun þegnanna sem stærsta efnahagsmálið og vita hvers virði það er að byggja á góðum grunni hafa í gegnum tíðina lagt metnað í að styrkja sitt fólk til mennta samhliða starfi. Ég leyfi mér að nefna sveitarfélag eins og Akranes. Þar eru lög um leikskóla uppfyllt og ríflega það vegna þess að fjármagni og tíma var ráðstafað til þess að starfsfólk gæti aflað sér menntunar og réttinda til leikskólakennslu. Hugsið til leikskólans næst þegar þið ætlið upp stiga eða tröppur. Hafið stigann fyrir menntaveginn og reynið að sleppa fyrstu þremur tröppunum. Þið komist upp en það verður erfiðara, sumir sleppa því að reyna og aðrir verða uppgefnir í miðjum stiga og heita brottfall uppfrá því. Aðalatriðið er að búa ekki til stiga sem vantar fyrstu tröppurnar í og enn síður að búa hann til en láta þær fúna. Hver króna sem er sett í fyrstu þrepin skilar sér sjöfalt til baka. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla.
2
Fimmtudagur 5. febrúar 2015
Kaþólska kirkjan
Eystrahorn
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma
Sunnudaginn 8. febrúar.
Álfheiður Magnúsdóttir
Skriftir frá kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00.
Höfn í Hornafirði
Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar Þriðjudaginn 10. febrúar kl 20:00 í safnaðarheimili Hafnarkirkju.
Gísli Arason Guðrún S. Gísladóttir Eymar Y. Ingvarsson Sigurborg Gísladóttir Ingólfur Arnarson Magnhildur Gísladóttir Þórólfur Árnason Ingibjörg Gísladóttir Björn Björnsson Erna Gísladóttir Haukur Reynisson Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir
verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 16. - 19. febrúar næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga
ATH að ekki er tekið við kortum
Arnar Hauksson dr. med kvensjúkdómalæknir
verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar föstudaginn 13. febrúar næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.
ATH að ekki er tekið við kortum.
lést sunnudaginn 1. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 7. febrúar kl. 11:00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands.
Hollvinasamtök heilbrigðisstofnana Framhaldsstofnfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana á Hornafirði verður föstudaginn 13. febrúar í Nýheimum kl. 12:10. Nánar auglýst á netmiðlum og næsta Eystrahorni. Fundarboðendur
Kvenfélagið Tíbrá Í KV ÖLD Félagsfundur og prjónakvöld í Ekrunni fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20:00. Ræðum framtíð félagsins og eigum notalega kvöldstund. Nýjar konur ávallt velkomnar.
Til sölu góður fjölskyldubíll Hyundai Trajet. Árgerð 2007. Nýskráður 3/2007. 5 dyra – 7 manna. Ekinn 173 þús. km. Bensín. Sjálfskiptur. Grár. Verð 1.100 þús. kr.
Stjórnin
Upplýsingar Sævar s. 899-0569
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Nýtt á skrá
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915
Kirkjubraut
Fallegt, vel skipulagt og mikið endurnýjað einbýlishús með 4 svefnherbergjum, 168,1 m². Malbikuð bílastæði, steyptar og hellulagðar stéttar, verandir með skjólveggjum og heitum potti, garður með trjágróðri litlu garðhúsi.
hagatún
til sölu
Vel skipulagt, mikið endurnýjað 127,5 m² einbýlishús ásamt 40m² bílskúr, 4 svefnherbergi, góð verönd, mikið ræktuð lóð, góð staðsetning.
Hlíðaberg í Hornafirði
til sölu
Um er að ræða 174,8 m² íbúðarhús ásamt 3885 m² eignarlóð, 4 svefnherbergi stór stofa Laust strax.
Eystrahorn
Fimmtudagur 5. febrúar 2015
3
Mikið framundan í knattspyrnunni
Kátt á hjalla í Ekrunni á þorrablóti FEH
Hæfileikamótun KSÍ
Þorrablót Félags eldri Hornfirðinga var haldið í félagsmiðstöðinni Ekrunni sl. föstudagskvöld. Góð mæting var og gleði ríkti. Snæddi fólk þorramat sem kom frá Hótel Höfn og nutu fjölbreyttrar skemmtidagskrár í tali og tónum. Lauk blótinu með dansiballi. Þetta er í fyrsta skipti sem blót FEH er haldið í Ekrunni og var ekki annað að sjá og heyra en að fólki líkaði það vel.
Á fimmtudaginn kemur hefst hæfileikamótun KSÍ og að sjálfsögðu er byrjað á Hornafirði. Hingað kemur nýráðinn starfsmaður KSÍ Halldór Björnsson og verður með æfingar fyrir 4. kvk og kk bæði fimmtudag og föstudag ásamt fyrirlestri. Eins mun Halldór verða með markmannsæfingar á föstudaginn ásamt Ólafi Jónssyni markmannsþjálfar Sindra. Nánar má lesa um þetta inni á heimasíðu Sindra umfsindri.is
Knattspyrnuskóli Sindra Knattspyrnuskóli Sindra verður helgina 27. febrúar til 1. mars nk. Skólinn verður með svipuðu sniði og í fyrra. Meðal kennara og leiðbeinanda verður landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson, landsliðskonan Edda Garðars og þjálfarar hjá Sindra. Skólinn er fyrir krakka í 5. – 3. fl. Boðið verður uppá gistingu fyrir þá sem koma að og fæði allan tímann. Í fyrra tókst skólinn einstaklega vel og sóttu hann yfir 100 þátttakendur og komu þeir víðs vegar að. Skólinn verður kynntur betur síðar bæði á heimasíðu Sindra umfsindri. is og í Eystrahorni.
Aukaæfingar á morgnanna Í framhaldi af knattspyrnuskólanum verður boðið uppá aukaæfingar tvisvar í viku í ákveðinn tíma þar sem þátttakendum verður boðið uppá hafragraut og lýsi á æfingunum. Reyndir og velmenntaðir þjálfarar hjá knattspyrnudeildinni sjá um æfingarnar m.a. Auðun Helgason þjálfari meistaraflokks, Sævar Þór Gylfason o.fl.
Afrekssamningar Stefnt er að afrekssamningar Sindra verði undirritaðir á næstu vikum. Í samningnum skuldbindur iðkandi sig til að gangast undir ákveðin skilyrði s.s. reglusemi, ástundun, heilsusamlegt líferni (gott mataræði, svefn o.s.frv.) og vera sjálfum sér og félaginu til sóma utan sem innan vallar.
Breytt skipulag Þær breytingar verða gerðar á skipulagi og stjórn knattspyrnudeildar að yngriflokkaráð og stjórn mun verða sameinuð í eina stjórn og um leið fjölgað í stjórninni. Að sjálfsögðu verða áherslur áfram á yngriflokkana eins og hingað til og t.d. verður vorfundur með þjálfurum og foreldrum á sínum stað. Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra
Næsta samverustund er föstudaginn 13.febrúar kl. 17:00. Dansiball verður sunnudaginn 15.febrúar. Nánar auglýst er nær dregur.
PÓKER
Ekkert mót í kvöld 5. febrúar Næsta mót verður 12. febrúar Nánar auglýst í næsta blaði Pókerklúbbur Hornafjarðar Sími 647-4474 facebook.com/pkhofn
SPILAVIST
Þriggja kvölda spilavist verður haldin fimmtudagskvöldin 12., 19. og 26. febrúar. Fjáröflun 7. bekkjar vegna ferðar í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði Nánar auglýst síðar
4
Fimmtudagur 5. febrúar 2015
Íbúagátt fyrir íbúa sveitarfélagsins Hornafjörður stígur nú stórt skref með því að taka í notkun íbúagátt, sem eru rafrænar dyr að stjórnsýslu sveitarfélagsins. Með íbúagáttinni eru íbúar sveitarfélagsins komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt, því nú geta þeir með rafrænum hætti sótt um þjónustu til sveitarfélagsins á „mínu svæði“ sent inn formleg erindi, fylgst með framgangi sinna mála, komið ábendingum á framfæri og ýmislegt fleira. Allar umsóknir eru komnar á íbúagáttina þar sem íbúar geta sótt um 22 mismunandi þjónustustig og fengið svör við þeim frá starfsfólki á mínu svæði. Með þjónustunni hefur Hornafjörður þar með stigið enn eitt skrefið í að gera stjórnsýsluna aðgengilegri og auðveldar um leið íbúum bæjarins að nálgast þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Með von um að íbúar sveitarfélagsins tileinki sér nýja þjónustu. Aðgangur að íbúagáttinni er rafrænn. Hægt er að komast inn á síðuna á hornafjordur.is eða https://ibuagatt. hornafjordur.is/ með því að nota íslykil eða rafræn skilríki. Íslykil er hægt að nálgast á síðunni www.island.is/islykill/
Hestamannafélagið Hornfirðingur Fyrstu vetrarleikar félagsins verða haldnir 7. febrúar kl. 14:00. Stefnan er sett á að halda þetta mót á ís ef aðstæður leyfa annars verður það fært inn í Reiðhöllina. Veitingar verða seldar á staðnum.
Nánari upplýsingar á www.hornfirdingur.is Mótsnefnd
Eystrahorn
Veiðar og vinnsla
„Árið fer óvenju rólega af stað. Endalausar ógæftir svo bátar komast ekki út dögum saman. Ekki bætir úr skák að lítið hefur verið að fá í netin þegar gefið hefur. Góð veiði hefur verið á línuna hjá Guðmundi Sig, en hann hefur náð að skjótast nokkrum sinnum út á milli lægða í janúar og þess má geta að hann landaði 21 tonn sl. sunnudag í tveimur löndunum. Loðnuskipin lönduðu fyrstu förmunum um miðjan janúarmánuð, var það loðna sem veiddist í troll norður af Sléttu. Veiðin hefur síðan færst vestur með norðurlandi og skipin hafa verið að fá afla í nót norður af Siglunesi síðustu daga. Hafró ráðleggur 569 þúsund tonna heildarafla á komandi loðnuvertíð sem eru vissulega góðar fréttir og svo er bara að vona að loðnan gangi sína hefðbundnu leið suður með austfjörðum en fara ekki vestur fyrir land sem mundi gera okkur erfitt fyrir að veiða hana“, segir Ásgeir Gunnarsson útgerðastjóri hjá Skinney-Þinganesi. Einar Jóhann hjá Fiskmarkaðnum segir sömuleiðis að janúarmánuður hafi verið erfiður og aðeins landað hjá þeim 130 tonnum í stað 300 í fyrra.
Aflabrögð í janúar Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51.......................... net............. 10.........135,0.. ýsa 108,0 Sigurður Ólafsson SF 44.......... net............... 3...........29,0.. blandaður afli Skinney SF 20........................... net............... 6.........136,7.. blandaður afli Þórir SF 77................................ net............... 5.........161,4.. blandaður afli Skinney SF 20........................... botnv.......... 6.........136,7.. blandaður afli Benni SU 65.............................. lína............ 10.........101,0.. þorskur 78,9 Beta VE 36................................ lína.............. 6...........42,4.. þorskur 33,0 Guðmundur Sig SF 650........... lína.............. 3...........28,1.. þorskur 21,3 Siggi Bessa SF 97..................... lína.............. 8...........42,0.. þorskur 34,6 Dögg SU 118............................. lína............ 12.........122,9.. þorskur 98,2 Dögg SU 229............................. lína.............. 5.............2,6.. þorskur Ásgrímur Halld. SF 270........... flotv............. 3...... 2.620 t.. loðna Jóna Eðvalds SF 200................ flotv............. 3...... 2.840 t.. loðna Heimild: www.fiskistofa.is
Bifreiðaskoðun á Höfn 16., 17. og 18. febrúar. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. febrúar. EKKI SKOÐAÐ Í MARS Næsta skoðun er 13., 14. og 15. apríl. Þegar vel er skoðað
ÍM í HM
Íslandsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður haldið í Skaftfellingabúð, Laugarvegi 178, föstudaginn 6. febrúar kl. 20:00
Útbreiðslustjóri
Eystrahorn
Fimmtudagur 5. febrúar 2015
Samningur sveitarfélagsins og Ríki Vatnajökuls
Ásmundur Gíslason formaður stjórnar Ríkis Vatnajökuls og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri undirrita nýjan samstarfssamning.
Þann 27. janúar s.l. undirrituðu Sveitarfélagið Hornafjörður og Ríki Vatnajökuls ehf. nýjan samstarfsamning um markaðssetningu og kynningu á ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Samningurinn er til fjögurra ára og kemur sveitarfélagið að honum með 4.8 milljóna króna fjárframlagi árlega, gegn jafn háu framlagi frá félaginu sjálfu. Tilgangur samningsins er að nýta hugmyndafræði um klasasamstarf til að byggja upp og styrkja ímynd svæðisins í heild sinni með það að markmiði að efla ferðaþjónustu og tengdar atvinnugreinar á svæðinu. Lögð verður áhersla á að auka gæðavitund í atvinnugreininni og mun félagið hvetja sína hluthafa til að innleiða gæðakerfi í sína starfsemi. Með slíkri samstöðu byggir greinin á styrkari stoðum og samfélagið í heild sinni eykur samkeppnisforskot sitt.
Flokksstjórar í vinnuskóla
Sveitarfélagið auglýsir eftir flokksstjórum í Vinnuskólann fyrir sumarið 2015.
Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri. Æskilegt væri að viðkomandi væri 20 ára eða eldri. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu. Ráðnir verða fimm einstaklingar, launakjör samkv. kjarasamningum sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð eru á slóðinni: http://www. hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/Umsoknir/nr/7330 og skal skila á netfangið svafamjoll@hornafjordur.is fyrir 23. febrúar 2015. Nánari upplýsingar veitir Svafa Mjöll á svafamjoll@hornafjordur.is eða í síma 847-8883. Þeir sem búnir eru að sækja um nú þegar þurfa ekki að skila inn annarri umsókn.
5
Upplestrarkeppnin
Frá árinu 2001 hafa grunnskólarnir á Hornafirði og Djúpavogi tekið þátt í stóru upplestrarkeppninni og keppt sín á milli. Fyrst eru haldnar bekkja- og skólakeppnir þar sem sigurvegararnir vinna sér þátttökurétt til keppni á lokahátíð en hún er haldin árlega, ýmist á Höfn eða Djúpavogi í kringum afmælisdag Þórbergs Þórðarsonar. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk er að vekja áhuga barna, foreldra og skólafólks á vönduðum upplestri og framburði. Nú eru bekkjarog skólakeppnir að fara af stað og til að vanda til verksins óskar skólaskrifstofan eftir sjálfboðaliðum til dómarastarfa. Þörf er á fimm dómurum, tveimur í bekkja- og skólakeppnina í febrúar og þremur á lokahátíðina í Hafnarkirkju 11. mars. Dómararnir fá allir greinargóðar leiðbeiningar um hlutverk sitt. Þeir sem eru tilbúnir að leggja þessu lið eru beðnir um að senda línu á netfangið eyrung@hornafjordur.is eða hringja í síma 470-8000. Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri
Námskeið í febrúar hjá Fræðsluneti Suðurlands á Höfn Ostagerð Verð: 15.900.-
Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Námskeiðið verður haldið í eldhúsinu í Heppuskóla laugardaginn 7.febrúar frá 10:00-17:00.
Fatahönnun og Fab Lab Verð: 21.000.-
Hefst laugardaginn 7. febrúar og stendur yfir 3 laugardaga og endar 21.febrúar og er samtals 20 kennslustundir. Námskeiðið gengur út á að tengja saman fatahönnun og Fab Lab hönnunarsmiðju. Farið verður í sköpunarvinnu sem og hugmyndafræði Fab Lab smiðjunnar.
Hleðsla riffilskota Verð 18.000.-
Farið yfir helstu aðferðir við hleðslu riffilskota og öryggisreglur. Námskeiðið er bóklegt og verklegt. Mikil áhersla verður lögð á verklega hlutann og tryggja það að þátttakendur öðlist færni og sjálfstraust í endurhleðslu. Nýheimum, laugardaginn 14. febrúar frá 9:00-17:00. Upplýsingar um öll námskeið Fræðslunetsins er hægt að finna í glænýjum bæklingi FNS sem borin var í öll hús, eða á www.fraedslunet.is.
6
Fimmtudagur 5. febrúar 2015
Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu sýna söngleikinn
Love me do í Mánagarði
Höfundur og leikstjóri: Stefán Sturla Sigurjónsson.
Frumsýning......................... 19. febrúar kl. 19:00 Önnur sýning...................... 21. febrúar kl. 19:00 Þriðja sýning....................... 22. febrúar kl. 15:00 Fjórða sýning ..................... 22. febrúar kl. 19:00
Takmarkaður sýningarfjöldi. Miðaverð 2.500 kr. (tökum ekki kort). Miðapantanir hjá Ingólfi í síma 892-9354, ingolfurb@kask.is eða á facebook síðu Leikfélags Hornafjarðar. Einnig verða miðapantanir í síma 478-1462 klukkutíma fyrir sýningu sýningardaga.
Eystrahorn
Opið hús hjá Tónskóla A-Skaft.
Laugardaginn 7. febrúar verður Tónskóli A-Skaft með tónleika og opið hús frá kl. 11:00 – 15:00. Tilefnið er dagur tónlistarskólanna sem er 14. febrúar, en við ætlum að vera þessa helgi þar sem það hentar betur við skóladagatal grunnskólans. Á sviðinu verða stanslausir tónleikar allan tímann en gestir mega koma og fara að vild. Á tónleikunum koma fram einleikarar og samleikur, forskólahópar og Big-band. Einnig er hægt að skoða húsnæðið og námsefni sem við notum.
Fundur á Hornafiri-1 copy.pdf
1
2/3/15
3:32 PM
Opinn fundur á Hornafirði Sunnudaginn 8. febrúar 2015 Í Nýheimum, fyrirlestrarsal, kl. 20:00
Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi
C
Erasmus+
M
Y
Kynningarfundur á Höfn
CM
Föstudaginn 6. febrúar kl. 14:00 - 15:30, Nýheimum
MY
CY
CMY
K
Dagskrá
Framsögumenn eru:
Kynningin hefst kl. 14:00 með skráningu og eftirmiðdagskaffi.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður
Erasmus+ menntun • Nám og þjálfun • Samstarfsverkefni
Erasmus+ æskulýðsstarf
Nýtið tækifærið og komið skoðunum ykkar beint til þingmanna. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!
Þingflokkur Framsóknarmanna
Ráðgjöf og nánari upplýsingar verða í boði fyrir áhugasama að loknum kynningum. Kynningin hefst kl. 14:00 með skráningu og eftirmiðdagskaffi. Skráning á www.erasmusplus.is
Erasmus+ nám og þjálfun: umsóknarfrestur til 4. mars 2015 Erasmus+ samstarfsverkefni: umsóknarfrestur til 31. mars 2015 Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB veitir skólum, stofnunum, félagasamtökum, sveitarfélögum og fyrirtækjum einstakt tækifæri til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi. Erasmus+ styrkir verkefni á öllum stigum menntunar og verkefni á sviði æskulýðsstarfs og íþrótta. Menningaráætlun ESB - Creative Europe styrkir menningarstofnanir hvers konar, bókaútgefendur, menningarmiðstöðvar, listasöfn, leikhús, myndlist o.fl. Áætlunin styður við allar tegundir listgreina.
1.495 kr.
Seljavallaborgari franskar, lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós
Veitingatilboð 1.695 kr.
Steikarsamloka
Fjölskyldutilboð
franskar og 0,5 l Coke í dós
N1 Höfn Sími: 478 1940
3.499 kr.
4 hamborgarar, franskar og 2 l Coke
549 kr.
Pylsa með öllu og 0,5 l Coke í dós
Opið: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00 Föstudaga og laugardaga 09:00-22:00 Sunnudaga 10:00-22:00
Opnunartími skrifstofa Búast má við að skrifstofum AFLs verði lokað að hluta eða öllu fimmtudag og föstudag 5. – 6. febrúar þar sem unnið er að uppfærslu tölvukerfa. Um helgina mun ný heimasíða félagsins fara í loftið og þar verða virkjaðar „mínar síður“ fyrir félagsmenn með margvíslegum upplýsingum.
AFL Starfsgreinafélag
Orlofsíbúð AFLs á Spáni Umsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante. Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torrevieja og er í u.þ.b. 30 mín akstursfjarlægð frá Alicante.
Leigt er í hálfan mánuð í einu og er leiga 57.000,- fyrir félagsmenn.
Fyrstur kemur fyrstur fær! 14. mars - 28. mars, 28. mars - 11. apríl, 11. apríl - 25. apríl, 25. apríl - 9. maí. Úthlutað:
6. júní - 20. júní, 20. júní - 4. júlí, 4. júlí - 18. júlí, 1. ágúst - 15. ágúst, 5. sept. - 19. sept., 19. sept., - 3. okt. Sækja má um á skrifstofum AFLs fyrir 17. febrúar nk. Úthlutað verður 19. febrúar.
AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is
Héraðsprent
Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns. Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót).