Eystrahorn 8. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 25. febrúar 2016

8. tbl. 34. árgangur

Vel heppnuð árshátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi Mikið var um dýrðir þegar árshátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi var haldin að Hótel Vatnsholti í Flóa þann 19. febrúar síðastliðinn. Um var að ræða síðbúna uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar þar sem þátttaka var opin öllum ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi og því kjörinn vettvangur til að gera upp árið 2015 og stilla saman strengi fyrir nýbyrjað ár. Met þátttaka var á viðburðinn sem menn voru sammála um að heppnaðist mjög vel í alla staði. Dagskráin hófst á málþingi þar sem áhugaverð erindi komu fram. Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands opnaði þingið sem bar heitið „Saman erum við sterkari“ og um fundarstjórn sá Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps. Fyrstur á mælendaskrá var Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri stjórnstöðvar ferðamála þar sem hann fór yfir stöðu mála og verkefnin framundan. Þá fóru þær Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri Háskólafélags Suðurlands og Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslunets Suðurlands yfir mikilvægi menntunar í ferðaþjónustu og kynntu m.a. nýja ferðamálabrú sem er í undirbúningi í erindi sem þær nefndu „Að græða á fræðslu og fingri“. Sævar Freyr Sigurðsson, eigandi Saga Travel á Akureyri sagði svo frá vexti og árangri sem hann hefur náð með sitt fyrirtæki og mikilvægi samvinnu og samstöðu í þeim árangri. Að lokum steig Anna Steinsen, stjórnenda- og heilsumarkþjálfi í pontu og flutti frábært erindi sem bar heitið „Þú getur

Frá vinstri: Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, Mábil G. Másdóttir frá Hótel Geysi, Björn Kjartansson, eigandi Gömlu Laugarinnar ásamt unnustu sinni og Valgerður Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofunni.

haft áhrif“. Að málþingi loknu var boðið uppá örferð um Flóann þar sem gestum gafst kostur á að heimsækja aðila í ferðaþjónustu á svæðinu og kynna sér gistingu, afþreyingu, handverk og menningu í Flóanum. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir góðar móttökur. Um kvöldið var svo boðið uppá flotta dagskrá með bjórkynningu frá Ölvisholti Brugghúsi í Flóa, kvöldverði, happdrætti og skemmtun þar sem veislustjórinn, Kári Viðarsson leikari, fór á kostum. Heiðursgestur kvöldsins var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Ragnheiður Elín afhenti viðurkenningar Markaðsstofunnar, en viðurkenninguna „Sproti ársins 2015“ hlaut

Gamla Laugin á Flúðum fyrir metnaðarfulla og flotta uppbyggingu og tók Björn Kjartansson, eigandi Gömlu Laugarinnar, ásamt unnustu sinni við viðurkenningunni. Viðurkenninguna „Framlag til ferðaþjónustunnar“ hlaut fjölskyldan á Geysi fyrir sitt ötula starf, fagmennsku og óeigingjarnt framlag í þágu ferðaþjónustunnar á svæðinu í gegnum árin. Má með sanni segja að störf þeirra hafi endurspeglað þema dagsins „saman erum við sterkari“. Mábil G. Másdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd fjölskyldunnar. Kvöldið endaði svo á léttum nótum og dansi þar sem Sunnlendingurinn Ingó hélt uppi stemningunni með gítar og söng.

Fram koma:

Stórtónleikar í Pakkhúsinu

• Jasscombo Hornfjarðar með Dixielandhljómsveit. • Sönghópurinn Sex í stuði flytur nokkur lög. • BigBand Hornafjarðar leikur viðeigandi tónlist. Óskar Guðjónsson saxafónleikari gestaspilari.

kl. 21:00

Aðgangseyrir 1.000- kr. Hátíðin heldur svo áfram 11. – 12. mars

blues

facebook.com/horna


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 25. febrúar 2016

Hafnarkirkja Hafnarkirkja

50 ára

Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum.

Prestarnir

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 28. febrúar. Heilög messa kl. 12:00 þriðja sunnudag í föstu. Pétur

Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar og kirkjugarðanna á Höfn og Stafafelli Fundurinn verður haldinn á Hótel Höfn eftir messu sunnudaginn 6. mars nk. kl. 12:00. Venjuleg aðalfundarstörf og umræða um 50 ára vígsluafmælisár Hafnarkirkju Boðið verður upp á súpu, kaffi og meðlæti Sóknarnefnd

Kvenfélagið Tíbrá Aðalfundur kvenfélagsins Tíbrár verður í Ekrunni miðvikudaginn 2. mars klukkan 20:00. Starfsemi félagsins undanfarin ár hefur verið lítil og því er stefnt að því að félagið fari aftur í hvíld. Stjórn kvenfélagsins Tíbrár

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Félagsstarf í EKRUNNI FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR KL. 17:00

SAMVERUSTUND Í EKRUNNI Þjóðgarðurinn og samfélagið Helga Árnadóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði verður með skemmtilegt erindi ásamt myndasýningu.

Rjómavöffluball Rjómavöffluball í Ekrunni sunnudaginn 28. febrúar kl. 16:00-17:30. Það eru Hilmar og fuglarnir sem leika fyrir dansi og þeir halda vel takti. Kostar 500 kr. inn. Komið og fáið ykkur snúning. Eru ekki allir í stuði !! Dansnefndin

Félagsvist Þriggja kvölda félagsvistin byrjar fimmtudaginn 3. mars kl. 20:00. Spilanefndin

Atvinna Starfsmann vantar til sumarafleysinga frá 15. maí til 31. ágúst hjá Eimskip á Höfn. Meirapróf og lyftararéttindi æskileg. Upplýsingar veitir Heimir í síma 894-4107.

Til sölu á Höfn

Ford Explorer árgerð 2006, ekinn 141.000 km. Verð 1.300.000,00 Sími 846-4420 Pawel


Eystrahorn

Fimmtudagur 25. febrúar 2016

Félagsvist í Ekru Þriðja og síðasta spilakvöldið verður fimmtudagskvöldið 25. febrúar kl. 20:00 í Ekrusalnum.

Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og síðan heildarverðlaun fyrir öll kvöldin. Aðgangseyrir 1000 kr. Kaffiveitingar innifaldar.

www.eystrahorn.is

- Föstudagshádegi í Nýheimum -

Matur og heilsa í Nýheimum Vantar þig orku? Kíktu á Nýtorg í föstudagshádegi kl. 12:15. Heilsusamlegur hádegisverður í teríunni, reynslusögur, smakk á hollari sætindum og kynning á vörum úr heilsuganginum í Nettó Allir velkomnir!

Allir velkomnir Fjáröflun 8. bekkjar vegna skíðaferðar í Oddskarð.

Deiliskipulag Útbæ Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið að deiliskipulagi fyrir Útbæ á Höfn í Hornafirði. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 11. febrúar 2016. Skipulagsnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum þann 3. febrúar 2016.

Atvinna Mig vantar manneskju í hlutastarf við umbúnað og þrif o.fl. í apríl og maí. Einnig er laust starf í sumar. Upplýsingar í síma

478-1550 og 896-6412.

Tillagan var kynnt í samræmi við 30-31. gr. Skipulagslaga. Tillagan var kynnt á tímabilinu 11. desember 2015 til og með 23. janúar 2016. Athugasemdafrestur rann út þann 23. janúar. Alls bárust þrjár athugasemdir sem leiddu til breytinga á tillögunni. Helstu ákvæði friðlýsingar svæðisins var bætt á skipulagsuppdrátt, kvöðum vegna grundunnar var bætt á skipulagsuppdrátt og hámarksmænishæð var lækkuð í 7,5 m. Ofangreindar athugasemdir hafa ekki áhrif á megin markmið eða forsendur deiliskipulagsins og breyta því ekki tillögunni í grundvallaratriðum. Bréf hefur verið sent til þeirra sem gerðu athugasemdir og þeim kynnt afgreiðsla bæjarstjórnar og svör athugasemda. Deiliskipulagstillagan verður send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska upplýsinga geta snúið sér til skipulagsstjóra sveitarfélagsins. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Auglýsing um framkvæmdaleyfi Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti að veita framkvæmdaleyfi fyrir olíuskilju við Olís á Höfn og að verkið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000. Ákvörðunin liggur frammi hjá Sveitarfélaginu Hornafirði á heimasíðu sveitarfélagsins. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 24. mars 2016. Höfn í Hornafirði 19. febrúar. 2016 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 25. febrúar 2016

Eystrahorn

Lionsmenn gefa píanó

Auglýsing vegna breytingar á deiliskipulagi við Skaftafell Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12. febrúar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Skaftafell. Markmið deiliskipulagstillögunar er að bregðast við aukinni aðsókn akandi ferðamanna með því að fjölga bílastæðum á svæðinu og auka umferðarstýringu. Aðlaga staðsetningu byggingarreita að breyttri staðsetningu bílastæða. Einnig að aðgreina tjaldsvæðisumferð frá annarri umferð á svæðinu. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27, 780 Höfn á opnunartíma frá og með 22. febrúar til og með 4. apríl 2016 og á heimasíðu sveitarfélagsins www. hornafjordur.is

Lionsklúbbur Hornafjarðar færði Skjólgarði píanó fyrir skömmu. Lengi hefur verið píanó á heimilinu sem hefur ekki verið nægilega gott en á Skjólgarði eru reglulega haldnir tónleikar, nemendur Tónskólans spila fyrir íbúa og íbúar spila hver fyrir annan. Einnig eru haldin þorrablót, jólasamvera, afmæli og fleira þar sem píanóið er notað. Starfsfólk vill nota tækifærið og þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem mun nýtast vel fyrir íbúa heimilisins.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila athugasemd er til 5. apríl 2016 og skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Knattspyrnuskóli Sindra og Jako á Hornafirði 4. - 6. mars 2016

Styrkir Fyrir stelpur og stráka í 5., 4.og 3.flokki. Verð kr. 12.500 Skráning í Nóra (hornafjordur.felog.is) eða sindri@hfn.is. Farið verður yfir öll helstu atriði knattspyrnunnar með æfingum og fyrirlestrum. Boðið verður uppá úrvals dagskrá sem inniheldur m.a æfingar, fyrirlestra, mat, sund og afþreyingu. Skólagisting í boði. Sérmerktur Jako bolur fylgir námskeiðinu Kennarar og fyrirlesarar: • Heimir Hallgrímsson A-landsliðsþjálfari, • Auðun Helgason þjálfari Sindra • og fyrrum landsliðsmaður • Greta Mjöll Samúelsdóttir fyrrum landliðskona • Þrándur Sigurðsson þjálfari hjá Víking RVK • Sævar Gylfason þjálfari hjá FH • Ólafur Jónsson markmannsþjálfari Sindra • Seval Zahirovic þjálfari Sindra • Nihad Cober Hasecic þjálfari hjá Grindavík • Jóna Benný Kristjánsdóttir þjálfari • og fleiri

Hefur þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem: �

stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað.

Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400.

Allar nánari upplýsingar gefur Valdemar í síma 868-6865 Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra

Sími 455 54 00 Fax 455 54 99

postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 25. febrúar 2016

Gerð víravirkis

www.eystrahorn.is

1.200 - 410 - 100

Nemendur fá grunnkennslu í gerð víravirkis og læra meðhöndlun áhalda og efna. Gert er eitt prufustykki sem leiðbeinandi setur fyrir en síðan vinna nemendur verkefni t.d. millusett eða annað sambærilegt. Efni í prufustykki er innifalið en annað efni er til sölu í Annríki. Hver nemandi fær lánaðan nauðsynlegan verkfærapakka meðan á námskeiðinu stendur. Gera þarf ráð fyrir einhverri heimavinnu. Tími: Laugardagar og sunnudagar helgarnar 2. - 3. apríl og 15. - 16. apríl kl. 10:00 - 14:30 Lengd: 18 stundir Staður: Vöruhúsið, Höfn Leiðbeinandi: Ásmundur Kristjánsson, gullsmiður Verð: 76.000 Fjöldi: Lágmark 10

Skráning fer fram hjá Möggu Gauju í síma 664-5551, gauja@fas.is og á facebook.

Hirðingjarnir og Kiwanisklúbburinn Ós gáfu íbúum Mjallhvítar nýtt sjónvarpstæki fyrir síðustu jól.

Nytjamarkaðurinn Hirðingjar afhenti 1.710 þúsund krónur árið 2015. Tekjur af búðinni voru 1.200 þúsund og nokkur fyrirtæki gáfu 410 þúsund í verkefni okkar í október sl. Einnig voru gefnir munir að verðmæti um 100 þúsund, en þetta verkefni var tileinkað Dagvist fatlaðra á Höfn. Og nú er komið árið 2016 og vonum við að það gangi jafn vel og síðastliðið ár. Síðasta opnun í Miklagarði er fimmtudaginn 25. febrúar og er opið frá kl. 16:30 til 18:30 og verður bara eitt verð, 500 kr. Spurningin er: Hvað getur þú fengið fyrir 500 kall? Svo minnum við enn og aftur á markaðinn í Verslun Steingríms og gula kassann fyrir utan. Munið að dótið sem þið ætlið að henda og eruð orðin leið á geta nýst öðrum og peningarnir sem koma inn í markaðinn fara í góð málefni. Með kveðju, Hirðingjarnir

Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskóli Austur Skaftafellssýslu sýna leikritin

Per fect eftir Hlín Agnarsdóttur og

Tjaldið

eftir Hallgrím Helgason í Mánagarði Leikstjóri Jón Stefán Kristjánsson Frumsýning 4. mars kl. 19:00. Önnur sýning 5. mars kl. 19:00. Þriðja sýning 6. mars kl. 19:00. Takmarkaður sýningafjöldi. Miðaverð 2.500 kr. (tökum ekki kort). Miðpantanir hjá Ingólfi í síma 892 9354 eða ingolfurb@kask.is.

Ungmennafélagið Sindri leitar að FRAMKVÆMDASTJÓRA Ungmennafélagið Sindri leitar eftir öflugum og kraftmiklum einstaklingi til að gegna starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu.

Við leitum að einstaklingi með góða samskiptahæfni, óbilandi áhuga á íþróttum, góða tölvukunnáttu og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Gott væri að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Valdemar í síma 868-6865.

Umsóknir og ferilskrá berist á netfangið sindri@hfn.is fyrir 4. mars n.k.


6645551, gauja@fas.is og á facebook

Skráning fer fram hjá Möggu Gauju í síma

út fyrir kassann og vera þú sjálfur?

Viltu öðlast sjálfstraust og læra að fara


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.