Eystrahorn 9. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 1. mars 2012

9. tbl. 30. árgangur

Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson hlaut menningarverðlaunin fyrir árið 2011 Á fimmtudaginn síðasta voru sautjándu Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Hornafjarðar veitt í Nýheimum. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi eða félagasamtökum sem unnið hafa ötullega að lista- og/eða Menningarstarfi í heimabyggð. Hlutverk verðlaunanna er þannig ætlað að vera almenn hvatning til eflingar menningar og listastarfs. Í ár hlutu fimm einstaklingar tilnefningar til Menningarverðlauna en þeir voru: • Gísli Arason fyrir merkilegt starf innan menningarmála gegnum árin og uppbyggingu Byggðarsafns. • Eiríkur Hansson fyrir frábæran árangur í tengslum við Legó keppnina. • Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson fyrir fórnfúst starf um áratugaskeið að tónlistarmálum á Hornafirði. • Heiðar Sigurðsson fyrir leiðandi starf innan Hornfirska Skemmtifélagsins. • Elínborg Pálsdóttir fyrir listsköpun sína. Menningarmálanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Menningarverðlaunin hlyti verð-

Gunnlaugur Þröstur þakkar fyrir sig. Á innfelldu myndinni eru þeir sem tilnefndir voru ásamt Björgu Erlingsdóttur og Kristjáni Guðnasyni.

skuldað Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson. Tónlistarferill hans spannar yfir langan og breiðan feril. Hann byrjaði 16 ára að spila í hljómsveit, söng og kenndi Karlakórnum Jökli til fjölda ára, stofnaði Lúðrasveit Hornafjarðar árið 1974 og stjórnaði og spilaði með henni í 20 ár. Einnig stjórnaði hann skólalúðrasveit Hornafjarðar í

19 ár og hefur stofnað margan annan félagskap á borð við blandaðan kór Heppuskóla, Jazzklúbb Hornafjarðar, Dixieland hljómsveit og Big Band hljómsveit. Gunnlaugur Þröstur söng í Kirkjukór Hafnarkirkju í nokkur ár og stjórnaði Harmonikkufélagi Hornafjarðar frá árinu 1994 til ársins 2010. Hann hefur

starfað sem tónlistarkennari frá árinu 1972 og starfar enn og eru ófáir nemendurnir sem hafa hlotið þeirra forréttinda að vera undir hans leiðsögn. Gunnlaugur Þröstur er vel að þessari viðurkenningu kominn og eru honum hér færðar hamingjuóskir.

Ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur Áhugafólk er hvatt til að taka þátt í starfi Leikfélagsins Eystrahorn hafði samband við Kristínu Gestsdóttur hjá Leikfélagi Hornafjarðar og Guðjón Sigvaldason leikstjóra til að inna frétta af væntanlegri uppfærslu Leikfélagsins; „Leikfélag Hornafjarðar er nú að setja upp aftur eftir nokkurt hlé, leiksýningu í fullri lengd í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu. Verið er að æfa Rómeó og Júlíu eftir William Shakespere. Leikstjóri að þessu sinni er Guðjón Sigvaldason sem áður hefur unnið með okkur. Hann setti um Djöflaeyjuna, Strætið, Jólaflækju og Emil í Kattholti en einnig vann hann með götuleikhúsinu þegar Leikfélagið var með það. Í ár á Leikfélag Hornafjarðar 50 ára afmæli.

Sigrún Eiríksdóttir og Gísli Arason í hlutverkum sínum í Ævintýri á gönguför, fyrstu uppfærslu LH.

Því var ákveðið að halda upp á það með mesta leikritahöfundi allra tíma. Rómeó og Júlía verður sett upp í Nýheimum en það hefur ekki verið gert áður af leikfélaginu. Bærilega hefur gengið að manna, enn vantar karlmenni þegar þetta er skrifað. Einnig vantar búningameistara og leikmynd og leikmunameistara. Því notum við þetta tækifæri til að hverja alla sem hafa áhuga að setja sig í samband við okkur. Aðstaðan í Nýheimum er prýðisgóð, þetta er auðvitað ekki byggt sem leikhús, enda verður þetta ekkert venjuleg leiksýning. Frumsýnt verður um miðjan apríl. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og styðja þannig við bakið á leiklistarstarfi hér í sýslunni.“


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 1. mars 2012

Eystrahorn

Rafhorn og Nortek fara í samstarf

Hafnarkirkja

sunnudaginn 4. mars Æskulýðsdagurinn Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00 Ungir hljóðfæraleikarar aðstoða við tónlistarflutning.

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga til páska kl. 18:15 Sóknarprestur

Bjarnaneskirkja sunnudaginn 4. mars Messa kl. 14:00

Starfsmenn Rafhorns að verki.

Sóknarprestur

Kálfafellsstaðarkirkja sunnudaginn 4. mars Messa kl. 16:00 Sóknarprestur

Kvenfélagið Tíbrá

Kvenfélagð Tíbrá boðar til aðalfundar fimmtudaginn 8.mars n.k. í Ekru kl. 20:00 D a g s k r á: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning nýrrar stjórnar og varastjórnar 3. Önnur mál Við hvetjum konur til að fjölmenna og taka höndum saman um að gera Tíbrá að öflugu félagi á ný. Ungar konur sérstaklega boðnar velkomnar. Sjáumst hressar.

Stjórnin

Eystrahorn

Rafhorn ehf. og Nortek ehf. hafa gert með sér samstarfssamning um að opna Slökkvitækjaþjónustu á Hornafirði. Starfsemin mun hefjast í apríl mánuði og vera til húsa í húsnæði Rafhorns að Bugðuleiru 6. Starfsmenn Rafhorns hafa undanfarinn mánuð verið að afla sér réttinda og þjálfunar til að starfa á þessu sviði. Slökkvitækjaþjónustan verður mjög vel tækjum búin og allur búnaður uppfyllir ströngustu kröfur sem Mannvirkjastofnun fer fram á til reksturs slökkvitækjaþjónustu. Þjónustan verður breiðari en hingað til hefur verið á Hornafirði. En nú verður hægt að þrýstiprófa kúta og hylki ásamt því að endurhlaða kolsýrutæki og Novec slökkvikerfi. En þess má geta að Novec slökkvimiðillinn er notaður í eldvörnum í mjög mörgum skipum og bátum við Ísland. Þessi þjónusta mun útvíkka starfsemi fyrirtækjanna nokkuð,

en stefnan er að bjóða upp á heildarlausnir í brunavörnum, þ.e. uppsetningu og eftirlit með viðvörunar- og slökkvibúnaði. Á það jafnt við um fyrirtæki og heimili til sjávar og sveita. Rafhorn ehf. hefur starfað síðan 2003 og hefur stækkað hægt og rólega síðan. Í dag eru 5 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Fyrir utan hefðbundna rafverktakastarfsemi hefur fyrirtækið sérhæft sig í kælikerfum og þjónustu við þau ásamt því að reka stórt iðjuver fyrir HB Granda á Vopnafirði . Nortek ehf. hefur allt frá stofnun árið 1996 verið eitt af leiðandi fyrirtækjum á Íslandi á sviði öryggis- og viðvörunarkerfa. Í dag starfa hjá fyrirtækinu 35 starfsmenn á Íslandi og 3 í Noregi. Starfsstöðvar eru á Akureyri, Reykjavík og nú Hornafirði í samvinnu við Rafhorn. Það er sameiginleg stefna fyrirtækjanna að veita góða þjónustu með góðum búnaði á réttu verði og hafa gaman að því.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& í Landsbankanum lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

höfðavegur

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

NÝTT Á SKRÁ

Rúmgóð, falleg og vel skipulögð 4raherb 100,3 m² íbúð á fyrstu hæð í fallegu og velviðhöldnu fjölbýli. Verönd með skjólveggjum.

austurbraut

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Fallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m² 3 -4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

hafnarbraut

NÝTT Á SKRÁ

Reisulegt 122,8 m² 2ja hæða parhús ásamt 34,5m² bílskúr, samtals 157,3 m². Ágætt viðhald mikið ræktuð lóð laust strax.


Eystrahorn

Fimmtudagur 1. mars 2012

Fræðslustjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

www.eystrahorn.is

Auglýsing um útboð vegna flutnings Gömlubúðar

Laust er til umsóknar starf fræðslustjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Fræðslustjóri er yfirmaður á sviði skóla-, æskulýðs- og tómstundamála. Undir starfið heyra leikskólar, grunnskólar, tónskóli, íþróttamannvirki og félagsmiðstöð.

Helstu verkefni: • Ráðgjöf og stuðningur við skólastarf, þar á meðal kennsluráðgjöf. • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur skóla í ýmsum þáttum sem snúa að starfi skólanna svo sem í lagalegum-, faglegum – og rekstrarlegum málum fyrir leik- grunn- og tónskóla. • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur íþróttamannvirkja og tómstundamála. • Skipulag og eftirlit með sérfræðiþjónustu við skóla. • Eftirlit með skólastarfi í sveitarfélaginu. ásamt

• Stefnumótun í málaflokkum sem falla undir starfssvið fræðslustjóra. • Samskipti við aðila utan sveitarfélagsins í viðkomandi málaflokkum. • Starfsmaður skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.

Hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Góð þekking á sviði leik- og grunnskóla. • Reynsla af störfum innan skólakerfisins nauðsynleg. • Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum. • Góð íslenskukunnátta. • Reynsla af stjórnun æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veita: • Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri, sími 470-8000, netfang hjaltivi@hornafjordur.is, • Stefán Ólafsson framkvstj. fræðslu- og félagssviðs, sími 470-8002, netfang stefan@hornafjordur.is.

Umsóknarfrestur er til 19. mars 2012 og skal stíla umsókn á Sveitarfélagið Hornafjörð, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, merkt fræðslustjóri.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Um er að ræða flutning Gömlubúðar. Helstu stærðir eru: Húsið: 1, 2, 3 hæð............................c.a 100 m² hver

• Áætlanagerð í skóla-, æskulýðs- og íþróttamálum. • Þverfagleg vinna að málefnum skólabarna starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Flutningur Gömlubúðar.

Jarðvinna: Gröftur......................................... c.a 300 m³ Fleygun........................................ c.a 250 m³ Jarðfyllingar................................. c.a 150 m³ Uppsteypa: Mót sökkla og veggja................... c.a 460 m² Steypa í sökkla og veggi................ c.a 50 m³ Steypa í botnplötu.......................... c.a 15 m³ Steypustyrktarjárn..................... c.a 6.000 kg Útboðið innfelur jarðvinnu, uppsteypu sökkuls og flutning og festingu á Gömlubúð. Útboðsgögn má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar eftir kl. 14:00 þann 2. mars 2012 á www.hornafjordur.is án endurgjalds eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar gegn ljósritunarkostnaði, kr. 5000. Senda skal tölvupóst á: haukuri@hornafjordur.is eða teknik@hornafjordur.is og óska eftir því að fá sent aðgangsorð og upplýsingar um aðgang að útboðsgögnum á netinu. Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 Höfn fyrir kl. 14:00 þann 19. mars 2012 þar sem þau verða opnuð. Allar nánari upplýsingar um verkið gefur Haukur Ingi Einarsson, sími 470-8000/894-8413. Haukur Ingi Einarsson Framkvæmdastjóri fjármála- og framkvæmdasviðs


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 1. mars 2012

Humarhátíð 2012

Eystrahorn

Seljavallakjötvörur Opið föstudaginn 2. mars frá kl. 15:00 - 19:00

Mikið úrval af fersku nautakjöti:

Ribeye, file, osso bucco, gúllas ofl. Sjá nánar á www.seljavellir.is Verið velkomin, Ella og Eiríkur, sími 860-7582

Kökubasar Hefur þú brennandi áhuga á Humarhátíð? Stattu upp af sófanum og komdu með okkur í að skipuleggja Humarhátíð ársins 2012

Humarhátíðarnefnd auglýsir lausa stöðu formanns/ verkefnastjóra Humarhátíðarnefndar 2012. Gert er ráð fyrir sveigjanlegum vinnutíma og laun eru eftir samkomulagi.

Humarhátíðarnefnd auglýsir einnig eftir sjálfboðaliðum til starfa í Humarhátíðarnefnd. Okkur vantar áhugasama til að hjálpa okkur með ákvarðanatöku, mótun á komandi hátíðum og framkvæmd þessarar. Humarhátíðarnefnd samanstendur af sjálfboðaliðum sem halda utanum undirbúning, skipulag og framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við starfsmann. Áhersla er lögð á að hátíðin sé unnin í samstarfi nefndarinnar og starfsmannsins og mikilvægt að góð samvinna sé höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgðasvið starfsmannsins eru: • Vinna fjárhagsáætlun • Vinna verkáætlun • Sinna samstarfi við skipuleggjendur, þátttakendur og aðra sem koma að hátíðinni • Skipuleggja dagskrá • Halda utanum öll leyfismál og samskipti við opinbera aðila • Halda utanum hátíðina , markaðssetningu og efni, þar með talið heimasíðu • Vinna að fjármögnun hátíðarinnar • Starfsmaður er ábyrgur fyrir fjármálum ásamt nefndinni/stjórn Humarhátíðar • Halda utanum starfið og skila lokaskýrslu til stjórnar Humarhátíðar Umsóknum á að skila á rafrænu formi á netfangið info@humar.is . Með umsókn á að fylgja ferilskrá og meðmælendur. Í umsókn þarf að tilgreina helstu hugmyndir um framkvæmd hátíðarinnar og launakröfur. Umsóknum á að skila fyrir miðvikudaginn 7. mars 2012. Humarhátíðarnefnd 2012

Karlakórinn Jökull heldur kökubasar í N1 Vesturbraut laugardaginn 3. mars kl. 14:00

Flottar kökur og annað gúmmelaði

ATVINNA 1. Flokksstjórn í vinnuskóla á Höfn og í Nesjum

Starfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

2. Umsjón með sláttuhóp á Höfn og í Nesjum

Starfið felst í skipulagningu og stjórnun sláttuhóps í samstarfi við umsjónaraðila með vinnuskóla. Krafist er stúdentsprófs og reynslu í hópstjórnun sem og lipurð í mannlegum samskiptum, æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á vélum og útistörfum. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

3. Vinna við slátt

Umsækjendur þurfa að vera 16 ára eða eldri. Starfið felst í slætti á opnum svæðum, einkagörðum og almennri garðyrkju. Unnið er með m.a. með sláttuvélar og vélorf. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Umsóknareyðublöð

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu bæjarfélagsins og á http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/ Umsoknir/nr/2915, einnig má skila inn rafrænt á netfangið haukuri@hornafjordur.is. Skila ber umsóknum fyrir 13. mars nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri fjármála- og framkvæmdasviðs í síma 470 8003. Höfn 23. febrúar 2012 Fjármála- og framkvæmdasvið


Eystrahorn

Fimmtudagur 1. mars 2012

www.eystrahorn.is

Afhending styrkja Afhending styrkja og Menningarverlauna fór fram á fimmtudaginn í síðustu viku í Nýheimum fyrir fullu húsi. Veittir voru styrkir frá Bæjarráði, úr Skóla, íþrótta og tómstundanefnd, úr Menningarmálanefnd og einnig voru veittir styrkir úr Atvinnu og Rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins. Alls voru 43 verkefni sem hlutu styrki. Nánari útlistun á verkefnum sem Atvinnu og rannsóknarsjóður veitti styrk er að finna á vef sveitarfélagsins www.rikivatnajokuls.is.

Menningarmálanefnd veitti 13 styrki til eftirfarandi aðila:

Atvinnu- og rannsóknarsjóður veitti 17 styrki til eftirfarandi aðila:

Art – Bjarg

textílverkstæði og aðstaða

Hlynur Pálmason

myndlistarsýning

fyrir listamenn

Samkór Hornafjarðar

kórastarf

Villibráð ehf

vöruþróun á sælkerakjöti

Lúðrasveit Hornafjarðar

félagsstarf

Náttúrulega ehf

framleiðsla á Birkisalti

Þorsteinn G. Sigurbergsson

menningarstarf

Litlahorn

sögumerking

Leikfélaga Hornafjarðar

félagsstarf

Hornfirska Skemmtifélagið

félagsstarf

Kvennakór Hornafjarðar

kórastarf

Millibör

sérhæfing á sviði hönnunar og framleiðslu fatnaðar og fylgihluta

Jón Sölvi

menningarstarf

Karlakórinn Jökull

kórastarf

Þórbergssetur

skráning og merking á rústum og fornum býlum

Brynja Dögg

kvikmyndahátíð

Bútasaumsfélagið Ræmurnar

félagsstarf

Uppruni

rannsókn á hlutum sem voru smíðaðir/hannaðir fyrr á tímum

Gleðigjafar Kór aldraðra

kórastarf

Listvinasjóður Hornafjarðar

menningarstarf

Bæjarráð veitti 6 styrki til eftirfarandi samtaka:

Töfra tröll – Sagan heldur áfram hönnun og framleiðsla á ýmsum barnavörum Fashion with Falvor Nordic

samstarfsverkefni hönnuða, matur, náttúra, arfleifð tvinnað saman

Rannsóknarsetur HHÍ

öflun, samantekt og útvinnsla upplýsinga um umfang ferðaþjónustu á Hornafirði

Hrafnhildur Magnúsdóttir

viðskiptaáætlun og markaðskönnun fyrir hráfæðisstað

Aquial Visum

umsókn á alþjóðlegu einkaleyfi á vöru félagsins

Gönguleiðir og áningarstaðir

aukið aðgengi ferðamanna að sem flestum svæðum

Þórhildur Ásta Magnúsdóttir

Útivist og upplifun, útivistarnámskeið fyrir börn

Þekkingarnet Austurlands

verkefna- og atvinnuleit

Í Ríki Vatnajökuls

þarfagreining og hönnun

Í Ríki Vatnajökuls

endurprentun á jarðminjabæklingi

Björgunarfélagið Kári

starf

Félag aldraðra í Öræfum

félagsstarf

Skógræktarfélag A – Skaft.

starf

Framhaldsskóli A – Skaft.

starf

Landgræðsla ríkisins

starf

UMF Máni

félagsstarf

Legóhópurinn Hornsílin

félagsstarf

Golfklúbbur Hornafjarðar

félagsstarf

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd veitti 2 styrki til eftirfarandi félagasamtaka:


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 1. mars 2012

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Háskólastúdentar í heimsókn

Fimmtudaginn 1. mars koma til Hornafjarðar nemendur í Safnafræði við Háskóla Íslands. Heimsóknin stendur til 4. mars og ætla nemendurnir að kynna sér þá starfsemi sem fyrir hendi er og vinna verkefni þar sem sjónum er beint að verkefnum sem verið er að vinna að á svæðinu. Við flutning Gömlubúðar breytist aðstaða Byggðasafnsins til sýningahalds og

unnið er að því að fara nýjar leiðir í tengingu ferðaþjónustu og miðlunar menningararfs. Heimsóknin er liður í þessum breytingum og áhugavert fyrir okkur hér á Hornafirði að fá nemendurna í heimsókn, kynna fyrir þeim hugmyndir okkar og fá liðsinni þeirra við að vega og meta kosti og galla. Nemendurnir koma til með að fjalla t.d. um ferðaþjónustuvæðingu, menningarstarfsemi, kvikmyndaferðamennsku og hvernig safnastarfsemi/sýningar Byggðasafns verða árið 2020. Sunnudaginn 4. mars klukkan 10:00 kynna nemendurnir verkefnin í Nýheimum og eru allir velkomnir. Við á Menningarmiðstöðinni hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að mæta og taka þátt í umræðum um þessi verkefni og kynna sér þær hugmyndir sem uppi eru um Sögustaðinn Hornafjörð.

Allir velkomnir sunnudaginn 4. mars kl. 10:00

Eystrahorn

Fyrsta föstudag í mars ár hvert taka milljónir kvenna og karla í 180 löndum og eyjum sér hlé frá amstri dagsins til að mynda hring bæna umhverfis jöðina. Samkomur eru haldnar í heimahúsum, undir berum himni, kirkjum, skipum og flugvélum. Þetta árið er beðið fyrir konum í Malasíu. Sömu ritningarkaflarnir eru lesnir í öllum löndum. Lofsöngur og bænir munu hljóma á yfir 1000 tungumálum. Frá árinu 1964 hafa Íslendingar tekið þátt í átakinu. Þetta er 16. árið sem kristnar konur á Höfn taka virkan þátt í bænahaldinu, ásamt körlum. Bænasamkoman hefst klukkan 18:00 föstudaginn 2. mars. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma og vera með okkur. Sameinumst þennan dag með konum út um allan heim. Biðjum með og fyrir konum í Malasíu.

Heimamenn með lægsta tilboðið Í vikunni voru opnuð tilboð í endurbætur innanhúss í Heppuskóla. Hér er um töluvert stórt verk að ræða sem áætlað var að kostaði 220 m.kr. Tvö tilboð bárust í verkið annars vegar frá Eykt en það fyrirtæki sá um endurbætur utanhúss á skólanum á sl. ári. Tilboð Eyktar hljóðaði uppá 205 m.kr. Lægsta tilboðið átti hins vegar Þingvað upp á 186,5 m.kr. eða 84% af kostnaðaráætlun. Á bak við tilboð Þingvaðs standa heimamenn, hornfirskir byggingamenn á flestum sviðum. Geir Þorsteinsson byggingarmeistari sem er í forsvari fyrir hópnum sagði að þeir vonist til að samningar gangi upp þegar búið væri að fara endanlega yfir tilboðin.

Kútmagakvöld Hið árlega kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ laugardaginn 10. mars n.k. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Pizzatilboð Föstudag og Laugardag frá kl 18:00 – 21:00

Frítt hvítlauksbrauð.

Veislustjóri verður Guðni Ágústsson

Til sölu

Subaru Forester árgerð 1998. Sími 894 3497, Sigurður

Með hverri pizzu sem þú pantar fylgir 9“ hvítlauksbrauð ef þú sækir


Eystrahorn

Fimmtudagur 1. mars 2012

www.eystrahorn.is

Bænasamkoma

Fiskirí og vinnsla

Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður haldinn í Hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn föstudaginn 2. mars kl. 18:00. EF!

Netabátar drógu upp síðasta miðvikudag og lögðu ekki aftur fyrr en s.l. mánudag.Var þetta gert til að gefa landverkafólki einn frídag yfir helgina og eins til að leyfa hrognunum að þroskst örlítið meira. Annars hefur fiskiríið í vetur verið jafnt og gott alla vertíðina og mikið af fiski á grunnslóð. Nánast ekkert hefur verið farið vestur fyrir Hrollaugseyjar en þar safnast oft mikið af fiski saman á þessum tíma. Loðnuveiðar hafa gengið einstaklega vel alla vertíðina og allt útlit fyrir að kvótinn klárist um eða eftir 20. mars n.k. ef ekkert óvænt kemur uppá. Búið er að frysta um 9.500 tonn af afurðum sem fara á Japan og Austur-Evrópu. Í Fiskimjölsverksmiðjunni hafa verið unnin um 24.000 tonn.

Allir !!Hornfirðingar eru hjartanlega velkomnir

AL!JÓ"LEGUR BÆNADAGUR KVENNA !"#$%&'()**+,-+.'/#+,01,!

Dagskrá Hvítasunnukirkjunnar !"#$%!&'()&*+,-.'/01&2,3&45655 !"#$%&%'($&)*"#+,#")-./%/)01-234,/&"/*563%3)7)08*%!!

!

!

Sunnudagar kl. 13:00

Almenn samkoma

"#$%&'(!)*+#,#-.'+.!/$!#(!.01(2#!#(!$300240#$'!5-! 6$'(.#&2/-$'!7/'&'!&/(!89:!#(!&'(2#!1;;2<.'+-1&!1&!%=>$! %9/++#?!)#$+#!5-!%#$2#!:!6=#$2*-1&!2>+,1&!5-!&@+,#! #28=A(2/-#!)*+#%/(=1!6@$.0#!6>.01,#-!:!&#$.!4$!79/$0B!! ! C'+%1++#$5$(!8/..#$#$!#28=A(2/-1!%9/++#7$/@6'+-#$!/$1D! !""#$%&'()*'+'()*','-./01B!!

Fimmtudagar kl. 19:30 Biblíulestur / bænastundir

Við bjóðum alla bæjarbúa, á öllum aldri, !"#$%&'()*+$#+%&,-./%"/0%12)2+3.4%! hjartanlega velkomna !"#$%&'(##)*#+,&-+.'/!' ! !

Árnanes - Sveitahótel Okkur vantar starfsfólk íAllir sumar.velkomnir! Bæði hlutastarf og full vinna koma til greina. Upplýsingar í síma 478-1550, 896-6412 og arnanes@arnanes.is

Ásmundur Gíslason

Krúttmagakvöld verður laugardaginn 10. mars í húsi Slysavarnafélagsins Húsið opnar kl. 20:00 Matur, grín, glens og happdrætti Miðaverð kr. 3.000,Miðapantanir í síma 847 - 6634 Lionsklúbburinn Kolgríma

Aðalfundur UMF Mána

verður haldinn mánudaginn 5. mars kl. 20:00 í Mánagarði. Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar í boði.

Það er stundum gantast þegar gefst stund milli stríða. Mynd: Kristján Hauksson.

Aflabrögð 13. - 26. febrúar (2 vikur) Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... net........10....... 155,8...þorskur 150,3 Sigurður Ólafsson SF 44..... net..........7....... 108,0...þorskur 105,2 Skinney SF 20...................... net........10....... 135,9...þorskur 128,8 Þórir SF 77........................... net..........9....... 142,2...þorskur 137,6 Steinunn SF 10..................... botnv......4....... 201,4...blandaður afli Benni SU 65......................... lína..........6....... 117,3...blandaður afli Beta VE 36........................... lína..........1........... 5,7...ýsa/þorskur Dögg SU 118........................ lína..........6......... 38,2...þorskur 23,3 Siggi Bessa SF 97................ lína..........1........... 2,5...þorskur/ýsa Ásgrímur Halldórsson SF 250............4....... 4.570...tonn loðna Jóna Eðvalds SF 200...........................5....... 5.710...tonn loðna Heimild: www.fiskistofa.is


Í SUMARHÚSI Orlofshús AFLs páskavikuna, 4. - 11. apríl 2012 Klifabotn í Lóni, Einarsstaðir og Illugastaðir Leiguverð er kr. 20. 000 fyrir páskavikuna. Umsóknarfrestur er til 9. mars - úthlutað verður 12. mars.

Spánn

Spánaríbúð AFLs Starfsgreinafélags

Íbúðin er í úthverfi Torrevieja og er í u.þ.b. 30 mín. akstursfjarlægð frá Alicante.

Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns. Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði og rúmföt).

Þau tímabil sem eru til úthlutunar eru: 29. feb. – 14. mars, 14. mars – 28. mars, 28. mars – 11. apríl, 11. apríl – 25. apríl, 25. apríl – 9. maí, 9. maí – 23. maí, 23. maí – 6. júní, 6. júní – 20. júní, 20. júní – 4. júlí, 4. júlí – 18. júlí, 18. júlí – 1. ágúst, 1. ágúst - 15. ágúst, 22. ágúst – 5. sept, 5. sept – 19. sept, 19. sept – 3. okt., 3. okt. - 17. okt., 17. okt. – 31. okt. Umsóknarfrestur er til 11. mars, úthlutun fer fram 13. mars 2012.

Hægt er að sækja um á skrifstofum félagsins eða á heimasíðu AFLs. (Nánari uppl. á heimasíðu okkar: www.asa.is) AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Héraðsprent

Leigðar eru 2 vikur í senn og er leigan óbreytt frá fyrra ári eða kr. 54.000 fyrir tímabilið fyrir félagsmenn.


Miðvikudaginn 14. mars 2012 verður haldin ráðstefna um Kvískerjasjóð á Smyrlabjörgum í Suðursveit. Kynnt verða verkefni sem hlotið hafa styrki frá sjóðnum. 10:00 Setning Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra 10:15 Tengsl loftslags og jökulbreytinga í SA Vatnajökli - Hrafnhildur Hannesdóttir 10:45 Fjallaplöntur, jökulsker og loftslag – Bjarni Diðrik Sigurðsson og fleiri 11:15 Landnám smádýra á jökulskerjum – María Ingimarsdóttir 11:45 Staðbundin óveður á Kvískerjum – Hálfdán Ágústsson 12:15 Matarhlé 13:30 Jökulhlaup úr Skaftárkötlum– Bergur Einarsson 14:00 Eldgos í Öræfajökli 1362 – Ármann Höskuldsson 14:30 Landslag undir jöklum í Öræfum – Helgi Björnsson 15:00 Gróðurframvinda við hörfandi jökla – Kristín Svavarsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir 15:30 Eyðibýli – Gísli Sverrir Árnason og Sigbjörn Kjartansson 16:00 Kaffi og veggspjaldasýning 16:30 Pallborðsumræður um sjóðinn og framtíð hans 17:30 Ráðstefnuslit Farin verður ferð frá BSÍ þriðjudaginn 13. mars klukkan 18:00 og aftur til baka að ráðstefnu lokinni og er ráðstefnugestum að kostnaðarlausu. Þeir sem vilja nýta sér ferðina skrá sig á netfangið bjorgerl@hornafjordur.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 1. mars 2012. Nánari dagskrá er að finna á heimasíðu sjóðsins http://www.umhverfisraduneyti.is/kviskerjasjodur Bent er á slóðina www.rikivatnajokuls.is/ferdathjonusta þar sem finna má upplýsingar um gistingu á svæðinu. Flugfélagið Ernir www.ernir.is flýgur til Hafnar. Stjórn Kvískerjasjóðs Sveitarfélagið Hornafjörður



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.