Eystrahorn 9. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 9. tbl. 33. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. mars 2015

Froskurinn þagnar Skinney-Þinganes lauk stóru átaki síðasta föstudag. Þá hófst dæling á afskurði úr fiskiðjuveri fyrirtækisins yfir í fiskimjölsverksmiðjuna í Óslandi. Eins og blaðið hefur áður greint frá voru fjögur sver rör lögð undir höfnina. Tvö þeirra eru fyrir dælinguna sjálfa en tvö þeirra hýsa rafmagnskapla, ljósleiðara, símalínur o.fl.. Lögnin er alls um 500 metra löng og þar af eru 150 metrar undir höfninni sjálfri. Ráðist var í þessa framkvæmd samhliða þeirri ákvörðun að auka afkastagetu uppsjávarvinnslu Skinneyjar-Þinganess úr 400 tonnum á sólahring í 750 tonn. Með dælingu á milli verksmiðja fyrirtækisins stórbatnar meðhöndlun hráefnisins. Margvíslegur annar ávinningur hlýst af framkvæmdinni og ekki síst að ekki þarf að lengur að aka með hráefnið umhverfis höfnina í sérútbúnum vörubíl - Froskinum. Einungis í þeim tilvikum þegar uppsjávarafla er samtímis landað í fiskimjölsverksmiðjuna og í fiskiðjuverið, gæti þurft að aka afskurði á milli. Slík tilfelli eru sjaldgæf. Í stærstu árum í uppsjávarvinnslu félagsins hefur Froskurinn farið allt að sjö þúsund ferðir á milli verksmiðjanna á ári, með allt að 50 50% nýtingu í frystingu úr hverjum farmi þúsund tonn af síld, loðnu og makríl. Nýja sem uppsjávarskipin landa fara 500 tonn af aðferðin er þrifalegri, hagkvæmari og hráefni í gegnum nýja kerfið. Áður þurfti bætir nýtingu hráefnisins. Loðnuvertíð þrjá einstaklinga til að sinna þeim flutningi, er í hámarki. Síðastliðna helgi var mest einn til að aka Froskinum, einn til að sinna dælt 75 tonnum af hráefni á klukkutíma í vigtun á Hafnarvoginni og einn í móttöku gegnum nýju lagnirnar. Miðað við að ná hráefnisins í Óslandi. Nú fylgist löggiltur

vigtarmaður með stöðunni í fiskvinnslunni, sér um dælingu eftir þörfum og vigtar hráefni við móttöku í Óslandi. Það var gott hljóð í forsvarsmönnum og starfsfólki SkinneyjarÞinganess og þau eru greinilega mjög ánægð með hvernig þetta fer af stað.

Háskóladagurinn í Nýheimum Háskólar landsins standa að kynningu á háskólanámi í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu þriðjudaginn 10. mars milli klukkan 10:00 og 12:00. „Fulltrúar háskólanna verða á staðnum á þessum tíma, svara öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, útskýra nýjungar í náminu og gefa gott lesefni. Við hvetjum alla, ekki bara framhaldsskólanema, til þess að mæta og kynna sér það háskólanám sem er í boði á Íslandi í dag. Það er alltaf verið að kynna nýjar námsleiðir og margt spennandi í boði í ár eins og alltaf. Meðal nýjunga er byltingafræði, upplýsingastjórnun og vestnorræn fræði. Háskólar landsins bjóða samtals upp á yfir 500 námsleiðir. Það eru því margir möguleikar í boði sem eru vel þess virði að kynna sér.“ segir Anna Dröfn Ágústsdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins. Háskóladagurinn er haldinn í ellefta skipti í ár. Heimasíða Háskóladagsins er www.haskoladagurinn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


2

Fimmtudagur 5. mars 2015

Eystrahorn

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Hafnarkirkja

föstudaginn 6. mars

Föstudaginn 6. mars á alþjóðlegum bænadegi kvenna.

Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Bænasamkoma kl. 20:00

Að þessu sinni er beðið sérstaklega fyrir konum á Bahamaeyjum. Allir Hornfirðingar eru hjartanlega velkomnir. Konurnar í kirkjunni

Brunnhólskirkja Sunnudaginn 8. mars Messa kl. 14:00

Markmið bænadagsins er að stuðla að réttlátari og friðsamlegri heimi með því að miðla upplýsingum um kjör kvenna í fjarlægum löndum og mynda alþjóðlega bænakeðju fyrsta föstudag í mars ár hvert. Einkunnarorð þessarar alþjóðlegu kvennahreyfingar eru: „Upplýst bæn – bæn í verki“. Á hverju ári taka konur og karlar höndum saman og mynda bænahring umhverfis jörðina í 180 löndum. Sömu ritningarversin eru lesin í öllum löndum. Lofsöngur og bænir munu hljóma á yfir 1000 tungumálum. Bænasamkoman er í Hafnarkirkju föstudaginn 6. mars og hefst klukkan 20:00. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma og vera með okkur. Sameinumst þennan dag með konum út um allan heim.

Prestarnir

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 8. mars. Skriftir frá kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar.

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Þriggja kvölda félagsvist í EKRUNNI!

Hafnarsókn - Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar verður að lokinni messu sunnudaginn 15. mars kl. 12:00 á Hótel Höfn. Venjuleg aðalfundarstörf ásamt umræðu um afmælisár Hafnarkirkju en 50 ár verða liðin frá vígslu hennar á næsta ári. Boðið verður uppá súpu og meðlæti á fundinum.

• Fimmtudaginn 12. mars kl. 20:00. • Föstudaginn 20. mars kl. 20:00. • Fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00.

Allir hjartanlega velkomnir að spila ! Dans- og spilanefndin

Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

Nýtt á skrá

Höfðavegur

Velskipulögð, nýlega uppgerð 60,8 m² 2ja herbergja íbúð á neðstu hæð í þríbýlishúsi,Hornafirði. Laus fljótt.

Dalbraut „Mjólkurstöðin“ Um er að ræða 658 m² atvinnuhúsnæði. Góð lofthæð, auðvelt að breyta innra skipulagi og breyta í minni einingar.

til sölu

Kyljuholt í Hornafirði

Góð og vel staðsett jörð með góðum útihúsum, ca 20 ha ræktað land svo og sameignarlandi með Holtabæjum, íbúðarhús þarfnast viðahalds.


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. mars 2015

Nýr starfsmaður hjá Ríki Vatnajökuls

3

Syntu í sólarhring

Olga M. Ingólfsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls og mun hefja störf um miðjan maí. Olga er fædd og uppalin á Höfn. Hún er með BS gráðu í viðskiptalögfræði og MTA gráðu í skattastjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst. Undanfarin 3 ár hefur hún verið búsett í Noregi og starfar nú sem séfræðingur á sviði alþjóðaskattamála hjá Skattinum í Stavanger. Olga hefur unnið ýmis störf, t.d. rekið eigið fyrirtæki á annan áratug, fulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ og starfað við Háskólann á Bifröst. Um leið og við bjóðum Olgu velkomna til starfa þá óskum við Árdísi Ernu Halldórsdóttur velfarnaðar í nýjum störfum.

Aðalfundur Körfuboltadeildar Aðalfundur körfuboltadeildar Sindra verður haldinn í Sindrahúsinu fimmtudaginn 12. mars kl. 20:00. Venjulega aðalfundarstörf. Stjórnin

Aðalfundur Blakdeildar Aðalfundur Blakdeildar Sindra verður miðvikudaginn 11. mars kl. 20:00 í Sindrahúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Föstudagshádegi í Nýheimum kl. 12:30 þann 6. mars

Dagana 27. og 28. febrúar fór sólarhringssund Þrykkjunnar fram í sundlaug Hafnar. Sundið var seinni liður í fjáröflun Þrykkjuráðs fyrir bættum búnaði í félagsmiðstöðinni og fór ótrúlega vel fram. 47 krakkar tóku þátt og syntu um það bil 2.655 ferðar eða það sem nemur 66.375 kílómetrum. Fyrir sundið söfnuðust rúmlega 250.000 krónur og viljum við þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að styrkja okkur og taka þátt í að sjá félagsstarf unglinga á Hornafirði blómstra sem aldrei fyrr. Á miðvikudaginn 11. mars mun Þrykkjuráð svo halda fund í félagsmiðstöðinni þar sem öll ungmenni í 7.-10. bekk eru velkomin að taka þátt í að ráðstafa þeim peningum sem söfnuðust. Það voru ungmennin okkar sem söfnuðu þessum pening og því sjálfsagt að þau fái að versla fyrir hann tæki og búnað sem þau telja nauðsynlegan í félagsmiðstöðinni. Það sem þeim finnst skiptir nefnilega máli. Fyrir hönd Þrykkjuráðs og starfsmanna Þrykkjunnar vil ég þakka enn og aftur öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur í þessu skemmtilega verkefni. Einnig vil ég þakka Sundlaug Hafnar fyrir að veita okkur afnot af þessari flottu aðstöðu sem við höfum hér á Höfn, öllu frábæra sundfólkinu okkar sem stóðu sig eins og hetjur og mættu á öllum tímum sólarhrings til að taka þátt og síðast en ekki síst þeim foreldrum sem sátu í gæslu og sáu til þess að sundið gæti orðið að veruleika. Þá vil ég benda á að við tökum enn á móti styrkframlögum og bið öll þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að styrkja þetta flotta framtak að hafa samband á netfangið dagbjortyr@hornafjordur.is eða í síma 8460559. Virðingarfyllst, Dagbjört Ýr Kiesel, tómstundafulltrúi Hornafjarðar

Atvinna

Óskum eftir ábyrgri og góðri manneskju til að taka að sér umsjón með Kaffiteríunni við Jökulsárlón. Viðkomandi þarf að sýna gott frumkvæði, ábyrgð og góða stjórnun. Þarf að geta unnið vel með fólki og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Jóhann Helgi Stefánsson, landfræðingur og verkefnastjóri Jöklaleiðar, segir frá gönguleiðaverkefninu og hvernig því hefur undið fram. Hann tíundar helstu viðfangsefnin, hindranir og hugmyndir í máli og myndum.

Nýheimar Þekkingarsetur

Allar nánari upplýsingar fást í síma 478-2222 eða á e-mail oddny@jokulsarlon.is


4

Fimmtudagur 5. mars 2015

Kaffi Nýhöfn auglýsir eftir sumarstarfsfólki í veitingasal og eldhús á miðhæð ásamt veitingarekstri í kjallara. Skemmtilegur vinnustaður í elsta íbúðarhúsi bæjarins í miðju mannlífsins við höfnina.Upplýsingar veitir María í síma 865-2489. Einnig má senda umsóknir á netfangið ot@nyhofn.is.

Aðalfundur kvenfélagsins Vöku verður haldinn í Mánagarði, mánudaginn 9. mars kl. 20:30. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf - Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórn kvenfélagsins Vöku

Eystrahorn

Vel rekin fyrirtæki Erpur ehf. - Hótel Jökull Jökulsárlón ehf. - Sigurður Ólafsson ehf. Í 7. tlb. Eystrahorns var greint frá viðurkenningu á framúrskarandi fyrirtæki, Skinney-Þinganesi í úttekt Creditinfo. Ritstjóra hefur verið bent á að fjögur önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu hafi verið á lista Cretitinfo sem framúrskarandi fyrirtæki en þau eru Erpur ehf., Hótel Jökull, Jökulsárlón ehf. og Sigurður Ólafsson ehf. Þetta verður að teljast góð uppskera hjá fyrirtækjum í héraðinu og eru þeim öllum óskað til hamingju með þennan góða árangur.

Líf og fjör í sunddeild Sindra

Ert þú með hugmynd eða ertu nú þegar í rekstri? Þjónusta SASS á Hornafirði Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hornafirði, er mætt aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Fanney veitir margþætta ráðgjöf og handleiðslu til frumkvöðla, fyrirtækja, rekstraraðila og einstaklinga. Þjónustan felst m.a. í handleiðslu við gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana og styrkumsókna. Auk þess er hægt að kanna leiðir og möguleika til hagræðingar, þróunar eða vaxtar í rekstri. Þeir sem eru ennþá á hugmyndastiginu geta fengið ráðgjöf og handleiðslu við að taka fyrstu skrefin. Fanney er með skrifstofu á frumkvöðlagangi Nýheima þar sem hún tekur vel á móti þér. Einnig má hafa samband í gegnum fanney@sudurland.is eða í síma 470-8086 / 898-0369. Fyrirtæki, frumkvöðlar, rekstraraðilar og einstaklingar eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði hjá SASS á Hornafirði. Höfuðmarkmið SASS er að efla atvinnulíf á Suðurlandi og stuðla þannig að aukinni hagsæld á svæðinu með aðstoð við einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila í formi ráðgjafar og fjármagns.

Febrúar hefur verið annasamur mánuður í sunddeild Sindra. Allir iðkendur tóku þátt í æfingabúðum sem nú eru orðnar árlegur viðburður hjá sunddeildinni. Æfingabúðunum stýrðu góðir gestir okkar þeir Ingi Þór Ágústsson, formaður landsliðsnefndar og fyrrverandi landsliðsmaður í sundi og Jacky Pellerin, landsliðsþjálfara Íslands í sundi. Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við okkur og fór því dagskrá æfingabúðanna fram bæði í sundlauginni og íþróttahúsi. Fengu krakkarnir mikla og góða leiðsögn frá reynslumiklum mönnum sem mun vafalaust efla og bæta okkar sundmenn. Einnig ræddu Ingi og Jacky mikið um mikilvægi góðs undirbúning fyrir sundmót, hollt mataræði og markmiðasetningu. Sérstaklega ánægjulegt var hve foreldrar tóku virkan þátt, hefur það alltaf jákvæð áhrif á iðkendur og er það þakkarvert. Almenn ánægja var meðal þjálfara og sundmanna sem héldu heim með stór markmið. Sundmenn voru sér og félagi sínu til sóma. Við viljum þakka Höfn Studio Apartment og Kaffi Horninu fyrir þeirra styrki. Árleg mótsferð A-hóps til Reykjavíkur var svo farin dagana 27. og 28. febrúar. Að þessu sinni varð fyrir valinu að taka þátt í Vormóti Fjölnis. Í A-hóp eru sundmenn á aldrinum 13-16 ára. Fimm sundmenn tóku þátt í mótinu að þessu sinni og stóðu þau sig öll með prýði. Sum þeirra voru að keppa á sínu fyrsta móti í 50 m laug og er það áfangi eitt og sér sem veitir dýrmæta reynslu. Smá skrekkur var í mannskapnum á föstudeginum en á laugardeginum gekk mun betur og bættu allir sína tíma talsvert. Sandra Rós Karlsdóttir náði lágmarki í 100 m skriðsundi inná AMÍ, sem er Aldursflokkameistaramót Íslands. Hittum við aftur, á mótinu, Jacky Pellerin sem er, ásamt því að vera landsliðsþjálfari, þjálfari Ægis í Reykjavík. Var hann duglegur að fylgjast með okkar sundmönnum og gaf þeim góð ráð um það hvað mætti gera betur. AMÍ verður haldið á Akureyri, dagana 26 – 29 júní og er stefnan sett á það mót. Þegar einn sundmaður úr félagi hefur náð lágmarki má það tiltekna félag senda þrjá sundmenn til viðbótar þeim sem hefur náð lágmarkinu. Það verður því á páskamóti Sindra hart barist um þau lausu sæti. Já það er líf og fjör hjá okkur í sunddeildinni.


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. mars 2015

Áhugi á sögu gömlu húsanna Það er ánægjulegt að sjá hvað margir húseigendur, eldri húsa, eru áhugasamir um að leita upplýsinga um byggingasögu þeirra, sögum af fólkinu sem hefur búið í þeim og gömlum myndum sem tengjast þeim. Til að aðstoða við þessa leit vekur blaðið athygli lesenda á þremur aðilum sem hafa verið í þessari leit að undanförnu og biðlar til þeirra sem hugsanlega geta lánað myndir eða bent á hvar má finna þær. Sigríður og Stefán í Martölvunni eru að leita að gömlum myndum sem tengjast Flugfélagshúsinu (Hafnarbraut 24), Melatanga eða öðru sem tengist fluginu hér áður fyrr. Ef einhver getur liðsinnt þeim má hafa samband við þau á netfanginu sigga@ martolvan.is eða í síma 478-1300. Ari og María í Kaupfélagshúsinu eru sömuleiðis að óska eftir aðstoð við að finna myndir sem teknar eru inni eða úti af Kaupmanns / Kaupfélagshúsinu á Höfn en þau eru að vinna í bygginga- og íbúasögu hússins.. Ef einhverjir eiga myndir sem gætu komið að gagni og vilja lána þeim þá hafið samband í síma 891 8080 eða tölvupóstfang ot@nyhofn.is

5

Fiskirí og vinnsla Það er óhætt að segja að leiðinlegt tíðarfar hélt áfram að gera sjómönnum lífið leitt í febrúar eins og sjá má hvað fáir róðrardagar voru í mánuðnum. Ásgeir Gunnarson hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um málið: „Gæftir í febrúar voru með eindæmum erfiðar, stöðugar suðvestan brælur og erfitt að fara um grynnslin sökum mikillar ölduhæðar. Netabátar lönduðu samtals 450 tonnum í febrúar, sem er slakasti febrúarmánuður síðan 2011. Ágæt fiskgengd virðist vera á miðunum í kringum Hrollaugseyjar og reynum við að stilla aflabrögðum þannig að um 100 tonn af þorski séu að berast að landi þá daga sem hægt er að róa. Við höfum veitt um 22 þúsund tonn af loðnu það sem af er vertíð og eigum um 12 þúsund tonn eftir af úthlutuðum kvóta. Loðnan er komin vestur í Faxaflóa og er komin mjög nálægt hrygningu sem gerir það að verkum að hún leggst á botninn og getur þá verið snúið að veiða hana. Við vonumst eftir vesturgöngu sem myndi lengja vertíðina til muna. Steinunn, sem er á trollveiðum, mokfiskaði í febrúar og fékk um 450 tonn af góðum þorski á þremur vikum. Línubáturinn Guðmundur Sig hefur fiskað vel þá daga sem gefið hefur og landaði hann til að mynda 26 tonnum af aula þorski í þremur löndunum á einum sólarhring.“

Aflabrögð í febrúar Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51.......................... net............. 13.........197,3.. þorskur 176,5 Sigurður Ólafsson SF 44.......... net............... 8.........135,9.. þorskur 129,9 Skinney SF 20........................... net............... 9.........133,4.. þorskur 125,0 Þórir SF 77................................ net............. 11.........153,9.. þorskur 143,7 Steinunn SF 10.......................... botnv.......... 7.........496,6.. þorskur 377,2 Benni SU 65.............................. lína.............. 6...........59,0.. þorskur 48,8 Beta VE 36................................ lína.............. 3...........34,6.. þorskur 30,0 Guðmundur Sig SF 650........... lína.............. 4...........52,9.. þorskur 47,0 Siggi Bessa SF 97..................... lína.............. 4...........30,5.. þorskur 25,0 Dögg SU 118............................. lína.............. 4...........50,0.. þorskur 35,2 Ásgrímur Halld. SF 270........... flotv./nót.... 5...... 5.947 t.. loðna. Jóna Eðvalds SF 200................ nót.............. 5...... 5.639 t.. loðna.

Svo eru afkomendur Eymundar og Lukku í Vallanesi (Höfðavegur 5) í sömu erindagjörðum og höfða til þeirra sem hugsanlega eiga gamlar myndir að lána þar sem Vallanes kemur við sögu. Þá má hafa samband við Agnesi Eymundsdóttur á netfangið agneseym@simnet.is. Sömuleiðis má hafa samband við aðra úr Vallanesfjölskyldunni.

Heimild: www.fiskistofa.is

Framtöl 2015

Verð fjarverandi frá 8. mars til 12. mars. Fer eftir veðri og færð. Jón Gunnar • Hafnarbraut 18 Sími 478-1106 / 867-4441 • Jon.gunnar@simnet.is

40 - 70% afsláttur Verslunin hættir Allt á að seljast Stefnum á að loka 20. mars Verið velkomin

Hestamannafélagið Hornfirðingur Aðrir vetrarleikar félagsins verða haldnir 7. mars n.k. kl. 14:00 við Stekkhól, félagssvæði Hornfirðings. Keppt verður í tví/ þrígang og tölti.

Nánari upplýsingar á hornfirdingur.is Mótsnefnd


6

Fimmtudagur 5. mars 2015

. . . i r a s n ? a s d s i u LÍn alveg v Ertu

Eystrahorn

Fermingartilboð Valhöll 5 svæðisskipt heilsudýna, pokagormakerfi, gæðabólstrun. Verð með Pu-leðurbotni og fótum 120x200 cm aðeins kr. 89.900-. Tökum niður pantanir, væntanleg sending til landsins í lok mars. Vorum að taka upp falleg rúmföt frá Lín design. Einnig fást hjá okkur vinsælu úrin frá David Wellington.

Húsgagnaval PÓKER • 2 mót í MARS! Fimmtudaginn 12. mars 2.500 kr. „Tvöfaldur séns“

Fimmtudaginn 19. mars 2.500 kr. “Veiðimannamót” *Nýjung* Eins og alltaf verða mótin í kjallara Pakkhússins. Húsið opnar kl. 19:00 og mót hefjast kl. 20:00. Hægt verður að mæta inn í mót fram að hléi eða um kl. 21:00. facebook.com/pkhofn - Sími 647-4474

Styrkir r! i n m ko l e v ir

All

Komdu á háskóladaginn

Hefur þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem: �

stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað.

Taktu upplýsta ákvörðun!

Háskóladagurinn verður í Nýheimum þriðjudaginn 10. mars kl. 10 - 12.00

Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400.

www.haskoladagurinn.is /Háskóladagurinn #hdagurinn

Sími 455 54 00 Fax 455 54 99

postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. mars 2015

7

Sjávarþorpið Höfn heldur áfram

Menningarverðlaun og menningarstyrkir verða veittir 12. mars kl.16:00 við hátíðlega athöfn í Nýheimum. Við hvetjum alla styrkþega

að mæta og veita styrkjum viðtöku.

Allir velkomnir Menningarmálanefnd Hornafjarðar

Fimmtudaginn 12. mars mun „Sjávarþorpið Höfn“ halda áfram. Fundurinn verður haldinn í Nýheimum kl. 15:00 og er öllum áhugasömum boðið að taka þátt. Hugmyndin er að koma af stað verkefnum sem munu styrkja Höfn sem búsetukost og áfangastað. Í apríl á síðasta ári stóð SASS fyrir stefnumótunarvinnu í tengslum við ímynd Hafnar sem áfangastaðar, undir vinnuheitinu „Sjávarþorpið Höfn“. Góð þátttaka var í vinnustofunni en yfir 30 manns mættu og var góð breidd í hópnum. Niðurstaða hópsins um framtíðarsýn var skilgreind í þessari setningu: Eftirsóttur heilsárs áfangastaður og búsetukostur - sjávarþorp með fjölbreyttu atvinnulífi. Megin niðurstaða stefnumótunarvinnunnar á þessum fundi var að skilgreina þéttbýlið Höfn sem heildstæða vöru í markaðs- og kynningarstarfi. Vinna þarf sérstaklega að ímyndarsköpun Hafnar með því að skilgreina vöruna og hennar sérstöðu. Sameinast þarf um sérstöðuna og sátt þarf að ríkja milli ferðaþjónustuaðila og íbúa um framsetningu og kynningu á þéttbýlinu Höfn gagnvart ferðamönnum og öðrum er bæinn heimsækja eða hyggja á búsetu á Höfn. Til þess að vinna að þessu marki voru skilgreind þrjú megin svið sem vinna þarf með og voru dregin fram í stefnumótunarvinnunni; ímyndarsköpun, markaðs- og kynningarmál og innviðir. „Sjávarþorpið Höfn“ er grasrótarverkefni þar sem áhugasamir aðilar um Höfn sem áfangastað tóku höndum saman um að ýta verkefninu úr vör. Verkefnið er unnið í anda klasahugmyndafræðinnar þar sem öllum áhugasömum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum er boðið að borðinu til þess að hámarka árangur þess. Vonumst til að sjá sem flesta áhugasama í Nýheimum! Árdís Erna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri SASS á Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður, SASS og Ríki Vatnajökuls

Háskólinn á Hólum Sérhæft háskólanám • Ferðamálafræði • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla

Tækifærin eru í okkar greinum Háskólinn á Hólum, Hólum í Hjaltadal S: 455-6300 | www.holar.is


8

Fimmtudagur 5. mars 2015

Íslenskunámskeið fyrir fólk af erlendum uppruna sem býr á Austurlandi Viltu ná betri tökum á íslenskunni – vera virkari þátttakandi í íslensku samfélagi AFL Starfsgreinafélag Austurlands, Austurbrú og Fræðslunetið- símenntun á Suðurlandi munu standa að námskeiðunum. Á námskeiðunum verður fyrst og fremst lögð áhersla á talþjálfun Kennt verður á Reyðarfirði, Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði, ef næg þátttaka fæst er möguleiki á kennslu á fleiri stöðum. Námskeiðin eru félagsmönnum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (AFL Starfsgreinafélag) að kostnaðarlausu. Lágmarksgjald verður tekið fyrir aðra. Nánari upplýsingar: • Gréta Garðarsdóttir, verkefnastjóri Starf á Austurlandi • 693-6514 • greta@asa.is • Kjartan Glúmur, verkefnastjóri Austurbrú • 470-3821 • glumur@austurbru.is • Haraldur Geir Eðvaldsson, verkefnastjóri Austurbrú • 470-3809 • haraldur@austurbru.is • Nína Sybil Birgisdóttir, verkefnastjóri Fræðslunetsins • 560-2050 • nina@hfsu.is

Eystrahorn

AÐALFUNDUR Aðalfundur Samfylkingarinnar verður haldinn þann 12. mars klukkan 20:00 í húsnæði AFLs Víkurbraut 4 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn Samfylkingarinnar á Hornafirði

Kurs języka islandzkiego na terenie Fiordów Wschodnich- Austurland Czy chcesz uczyć się islandzkiego? Stać się aktywnym członkiem społeczności islandzkiej? Inicjatorami kursu są Związki Zawodowe AFL (AFL Starfsgreinafélag), Austurbrú oraz Ośrodek Edukacji i Dokształcania na południu (Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi). Największy nacisk kładziony jest na nabycie umiejętności posługiwania się językiem mówionym. Nauka odbywać się będzie w Reyðarfjörður, Egilsstaðir oraz Höfn i Hofnafirði. W zależności od ilości chętnych istnieje możliwość nauki w innych miejscowościach. Dla wszystkich organizacji związkowych zrzeszonych w Federacji Związków Zawodowych Alþýðusambands Íslands ASÍ (AFL Starfsgreinafélag) kurs jest bezpłatny. Szczegółowych informacji udziela: • Gréta Garðarsdóttir, verkefnastjóri Starf á Austurlandi • 693-6514 • greta@asa.is • Kjartan Glúmur, verkefnastjóri Austurbrú • 470-3821 • glumur@austurbru.is • Haraldur Geir Eðvaldsson, verkefnastjóri Austurbrú • 470-3809 • haraldur@austurbru.is • Nína Sybil Birgisdóttir, verkefnastjóri Fræðslunetsins • 560-2050 • nina@hfsu.is

Icelandic courses for foreigners Want to get a better grasp of Icelandic? Become an active participant in the society? AFL Starfsgreinafélag (The Union of General and Special Workers in East Iceland), Austurbrú and Fræðslunetið (Lifelong Learning Centre in South Iceland) will provide courses that will focus on speech and verbal training in Icelandic. The courses will be tought in Reyðarfjörður, Egilsstaðir and Höfn and in other places if the demand is at hand. The courses are free of charge for members of AFL Starfsgreinafélag but other participants will be charged a minimum fee. For more information: • Gréta Garðarsdóttir, project manager at Starf. • 693-6514 • greta@asa.is • Kjartan Glúmur, project manager at Austurbrú • 4703821 • glumur@austurbru.is • Haraldur Geir Eðvaldsson, project manager at Austurbrú • 470- 3809 • haraldur@austurbru.is • Nína Sybil Birgisdóttir, project manager at Fræðslunetsið • 560-2050 • nina@hfsu.is

Sumarhús eða orlofsíbúðir óskast Stórt starfsmannafélag á Reykjarvíkursvæðinu óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið starfsmannafelag19@gmail.com fyrir 20. mars 2015. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, fjöldi svefnplássa og byggingaár. Auk þess skal fylgja lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhverfi. Nauðsynlegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað.


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. mars 2015

9

Hin eina sanna „flensa“ Á þessum árstíma eru alls kyns pestir algengar, og margir með „flensu“. Hugtakið flensa er almennt notað yfir hverskyns kvefpestir og kverkaskít og réttilega eru margar ólíkar veirusýkingar í gangi á sama tíma sem geta valdið svipuðum einkennum. Ein þessara veirusýkinga kallast inflúensa og er almennt talin sú skæðasta. Hún er bráðsmitandi en fólk verður einnig almennt meira lasið af henni en af öðrum veirusýkingum. Inflúensan er árleg og nær hámarki frá seinni hluta janúar og fram í mars, þó að hennar geti verið vart miklu lengur. Inflúensan orsakast af veiru sem berst manna á milli með úðasmiti (hósta, hnerra) eða með snertingu (hendur), smithætta er meiri innanhúss. Einstaklingur getur verið smitandi áður en einkenni koma fram en er mest smitandi fyrstu dagana. Yfirleitt koma einkenni fram innan 4 daga frá smiti. Oftast veikist einstaklingurinn með háum hita, hálssærindum, höfuðverk, nefrennsli, roða í augum og beinverkjum ásamt miklum slappleika. Einnig ber á þurrum hósta sem kemur yfirleitt nokkrum dögum eftir að einkenni hófust og dregur þá stundum á sama tíma úr hálssærindum og höfuðverk.

Hóstinn getur verið mjög sár og sviði í öndunarfærum. Börn fá þessi sömu einkenni en geta einnig verið með ógleði, uppköst og kviðverki. Í flestum tilvikum ganga einkenni niður á u.þ.b einni viku. Hóstinn getur varað í allt að 3 vikum. Ein afleiðing inflúensu getur verið lungnabólga, eða sýking í kinnholum. Eldri einstaklingar og sjúklingar með undirliggjandi hjarta- eða lungnavandamál þola verr en aðrir að fá inflúensu. Þar sem um er að ræða veirusýkingu þá hjálpa sýklalyf ekki. Til að minnka einkenni er fólki ráðlagt að drekka nægan vökva, nota hitalækkandi lyf og verkjalyf, í sumum tilvikum hjálpar nefúði. Besta vörnin gegn inflúensu er bólusetning sem fram fer á hverju hausti.

Við mælum með bólusetningu almennt, en sérstaklega eru það ákveðnir áhættuhópar sem eiga að láta bólusetja sig (eldri borgarar, hjarta- og lungnasjúklingar, sjúklingar með ónæmisbælingu, sykursýki o fl.). Bóluefnið gefur mismunandi góða vörn en yfirleitt er það þannig að stærsti hluti þeirra sem bólusetja sig sleppa við inflúensu og þeir sem fá hana fá yfirleitt vægari einkenni. Hægt er að bólusetja þó að inflúensufaraldur sé hafinn, en hún veitir ekki vörn ef maður er orðinn veikur af inflúensu. Engin hætta er á því að verða veikari af bólusetningunni. Mikilvægt er að reyna að forðast smit með því að þvo sér um hendur, ekki vera í beinni snertingu við fólk sem eru veikt. Þeir sem eru veikir með flensueinkenni eiga að halda sig heima. Hvenær skal hafa samband við heilsugæsluna? Hár hiti sem hefur staðið í 4-5 daga. Hiti sem hefur lækkað og horfið en síðan hækkað aftur. Mikil skyndileg verri líðan, öndunarerfiðleikar eða ef um er að ræða sjúkling í áhættuhóp, sem fær einkenni inflúensu. f.h. heilsugæslunnar á Selfossi HSU Arnar Þór Guðmundsson yfirlæknir Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarstjóri

Laus störf sumarið 2015

Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa á Hótel Eddu Höfn. Starfsreynsla er æskileg. Hótelið verður opið frá 15. maí til 27. september. Leitað er að fólki í almenn hótelstörf sem felast meðal annars í þrifum hótelherbergja og vinnu í þvottahúsi. Einnig í gestamóttöku og við framreiðslu á morgunverði. Nánari upplýsingar veitir Karl Rafnsson í tölvupósti: krafnsson@hotmail.com. Hægt er að senda inn umsókn á rafrænu formi á heimasíðu Edduhótelanna www.hoteledda.is Umsóknarfrestur er til 20. mars n.k. og verður öllum umsóknum svarað. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann. Edduhótelin eru 12 talsins og þau er að finna hringinn í kringum landið. Áhersla er lögð á lipra þjónustu og hagstætt verð. Fjöldi herbergja er frá 28 upp í 204. Edduhótelin eru rekin af Flugleiðahótelum ehf, sem reka einnig Icelandair hótelin og Hilton Reykjavík Nordica. Yfir sumartímann starfa 620 manns hjá fyrirtækinu.


10

Fimmtudagur 5. mars 2015

1.449 kr.

Eystrahorn

Bearnaise-borgari franskar, lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós

Veitingatilboð 995 kr.

Ostborgari

með sósu og grænmeti og 0,5 l Coke í dós

1.395 kr.

Píta

með buffi eða kjúklingi og 0,5 l Coke í dós

N1 Höfn Sími: 478 1940

Opið: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00 Föstudaga og laugardaga 09:00-22:00 Sunnudaga 10:00-22:00

Óskum eftir starfsfólki við afgreiðslu Við óskum eftir starfsfólki við afgreiðslu á þjónustustöð Olís á Höfn. Um störfin og hæfni • Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi. • Unnið er á tvískiptum vöktum

PIPAR\TBWA · SÍA · 151026

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir. Nánari upplýsingar um störfin fást hjá verslunarstjóra Olís á Höfn. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda inn á www.olis.is/um-olis/starfsumsokn/ fyrir 16. mars nk.

Olíuverzlun Íslands hf.


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. mars 2015

11

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags – launafólk Nú stefnir í harðari aðgerðir á vinnumarkaði en verið hafa undanfarna áratugi. Miðað við stöðu í kjaraviðræðum virðist stefna í að félagið muni bera verkfallsboðanir undir félagsmenn í almennri atkvæðagreiðslu. Verkfall er þegar hópur launafólks með aðild stéttarfélags sameinast um að leggja niður störf, að einhverju eða öllu leyti, í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði, til bættra kjara eða verndar rétti sínum. Verkfall getur falist í því að allir leggi niður öll störf frá tilteknum tíma, að hluti hópsins leggi niður vinnu frá tilteknum tíma, að öll vinna leggist niður tiltekna daga, að engin yfirvinna sé unnin, að vinna sé ekki innt af hendi um helgar, að tilteknir þættir starfsins séu ekki unnir, en öll önnur vinna með eðlilegum hætti. Samningar almenns launafólks í desember 2013 lögðu grunn að stöðugleika og lítilli verðbólgu á liðnu ári en kjarasamningar sem gerðir hafa verið síðan bera með sér að aðrir hópar sækja sér miklu meiri hækkanir á meðan allir njóta árangurs hófstilltra samninga ASÍ félaganna. Almennt launafólk ætlar ekki að sitja eftir og horfa á aðra hirða árangurinn án þess að leggja neitt af mörkum. Kröfur okkar eru því réttlátar. Verkföll eru nauðvörn okkar.

Við enduruppbyggingu samfélagsins krefjumst við þess eins – að hér verði samfélag fyrir alla.

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is


Markhönnun ehf

bayonneSkinka

-44% 895

Kræsingar & kostakjör

áður 1.598 kr/kg

verð

sprengja

gríSahryggur

kjúklingabringur

með pöru - vac.pakkað

nettó

-50% 1.140

1.798

áður 2.280 kr/kg

áður 1.998 kr/kg

ÞorSkhnakkar

Sætar kartöflur

roð og beinlauSir

-30% 1.259

-50% 182

áður 1.798 kr/kg

áður 363 kr/kg

x-tra vörur í miklu úrvali flögur 300gr

bbq/salt/sour cream verð áður 369,-

sjampó/hárnæring/sturtusápa 500 ml verð áður 179,-

299,-

149,handsápa

fljótandi, 500 ml verð áður 189,-

159,-

eyrnapinnar 200 stk verð áður 99,-

89,bómullarskífur

100% safi 1,5l epla/appelsínu verð áður 299,-

239,-

100 stk verð áður 159,-

129,Tilboðin gilda 05. – 08. mars 2015 tilboðin gilda meðan birgðir endast. | birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

vingummi 300gr ávaxtahlaup verð áður 349,-

299,-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.