Eystrahorn 16. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 22. apríl 2015

16. tbl. 33. árgangur

Innra starf leikskóla – áhrif breytinga

Í tengslum við fyrirhugaða könnun um rekstrarform leikskóla finnst leikskólastjórum mikilvægt að fagleg sjónarmið komi fram í umræðunni. Könnuninni er ætlað að snúast um rekstarform en að okkar mati er ekki hægt að breyta rekstrarformi án þess að það hafi áhrif á innra starf leikskólanna. Breytingar hafa verið gerðar á ytri umgjörð leikskólanna áður og sú reynsla kenndi okkur að mikla vinnu þurfti við endurskipulagningu á innra starfinu því samhliða sem kallaði á aukinn kostnað sveitarfélagsins. Endurskipulagning á sér stöðugt stað í leikskólastarfinu en það þarf ekki að byrja frá grunni í hvert skipti. Undanfarin ár hefur verið unnið að nýjum leikskólanámskrám í kjölfar útgáfu á nýrri Aðalnámskrá leikskóla 2011 og er þeirri vinnu að mestu lokið. Þær tillögur sem valið stendur um í væntanlegri könnun munu allar nema ein hafa þau áhrif að byrja þarf upp á nýtt í námskrárvinnu, dagskipulagi og síðast en ekki síst þarf að finna hvaða stefnu leikskólinn á að starfa eftir. Eina sem mun ekki hafa áhrif á innra starf er óbreytt ástand. Af fyrri reynslu er hægt að sjá fyrir þessi áhrif ef niðurstaðan yrði til dæmis:

Aldursskiptur leikskóli eins og á árunum 2001-2006, tvær byggingar, tveir leikskólastjórar Sameinast þarf um eina stefnu sem má ekki

vera afgerandi á neinn hátt og þarf að hugnast flestum foreldrum og starfsfólki. Innra starf tekur mið af ákveðnum aldri og það þarf að gera nýja námskrá í hvorri byggingu með tilliti til þess. Börn umgangast önnur börn á mjög afmörkuðum aldri og læra ekki hvert af öðru, þau eldri hjálpa yngri og þau yngri læra af þeim eldri. Einn árgangur gæti þurft að vera á báðum stöðum, það færi eftir plássi hverju sinni hve mörg börn yrðu eftir í yngri leikskólanum og hversu mörg myndu flytjast á þann eldri.

Stjórn og starfsmannahald sameinað undir eina stefnu í tveimur húsum Starfað verður eftir einni stefnu í báðum húsum, einn leikskólastjóri vinnur út frá sínum hugsjónum í leikskólamálum með sínu starfsfólki. Þetta kallar á nýja námskrárgerð.

Rekinn verði einn sex deilda leikskóli Það kallar á breytingar á innra starfi, starfsmannahaldi og fleiru. Gera þyrfti nýja námskrá, nýja stefnu og það kallar á hátt hlutfall menntaðra leikskólakennara sem því miður er ekki reyndin eins og staðan er í dag.

núverandi skipulagi að öllum líkindum setja þá vinnu á byrjunarreit í leikskólunum. Meðan að breytingar á innra starfi eiga sér stað mun það óneitanlega hafa mikil áhrif á þá vinnu sem á að fara fram inn í leikskólunum og þá um leið börnin okkar. Skoðun undirritaðra er að það sem Sveitarfálagið ætti að leggja áherslu á í leikskólamálum í dag er að fjölga leikskólakennurum, hlúa að því starfsfólki sem er í starfi og einbeita sér að því innra starfi sem er í gangi, ekki síst því stóra verkefni sem hrundið var af stað á haustdögum, „Leið til árangurs“. Það hefur sýnt sig í leikskólum landsins að leikskólakennarar endast lengur í starfi í skólum sínum en ófaglærðir. Í lokin viljum við benda á að eftir samtal undirritaðra við Ingibjörgu Kristleifsdóttur, formann FSL (félags stjórnenda í leikskólum), kom fram að ekki hafi neinar rannsóknir eða úttektir sýnt fram á faglegan og/eða fjárhagslegan ávinning af sameiningum leikskóla.

Allir skólar Sveitarfélagsins eru að taka þátt í verkefninu „Leið til árangurs“ sem snýr að læsi og stærðfræði og munu breytingar frá

Virðingarfyllst, Margrét Ingólfsdóttir, leikskólastjóri á Lönguhólum og Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri á Krakkakoti.

ÁLAVEIÐAR KAUPUM ÁL

Óskum eftir að komast í samband við fleiri álaveiðimenn við fyrsta tækifæri Upplýsingar veitir Víðir í síma 770 2214 og 456 5505

NORTH ATLANTIC ehf Söluskrifstofa íslenskra sjávarafurða


www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 22. apríl 2015

Sigurblót á Höfn Sigurblót Hornfirðinga verður í Sílavík á sumardaginn fyrsta, 23. apríl kl. 16:00. Fögnum því saman að sumarið er að sigra veturinn. Eggjaleit og sumargjafir fyrir börnin og eftir blótið verða grillaðar goðapylsur fyrir alla. Öll hjartanlega velkomin, Svínfellingagoði.

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

AÐALFUNDUR FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA 2015 Stjórn félagsins

Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn sunnudaginn 26.apríl kl. 16:00 í Ekrunni. Venjuleg aðalfundarstörf Gestur fundarins er Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSSA. Kaffiveitingar Félagar eru hvattir til að fjölmenna og nýjr félagar líka Stjórnin

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Andlát

Sigrún Bergsdóttir Sigrún Bergsdóttir húsfreyja frá Hnappavöllum í Öræfum lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þann 13. apríl síðastliðinn. Sigrún fæddist 27. júlí 1930 og ólst upp í foreldrahúsum á Hofi í Öræfum. Hún var elst í hópi 9 systkina og var því snemma farin að hjálpa til á heimilinu við margvísleg störf. Hún vann einnig í Reykjavík á yngri árum og við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. Sigrún giftist 17. maí 1958, Þórði Stefánssyni, f. 17.12.1923, d. 18.03. 2011, og settust þau að á æskuheimili hans, Miðbæ á Hnappavöllum og þar bjuggu þau alla tíð félagsbúi ásamt foreldrum Þórðar, systkinum hans og síðar Guðmundi syni sínum. Sigrún og Þórður eignuðust 5 börn, tvö þeirra komust upp, þau eru Guðmundur Bergur, sambýliskona hans er Rósa Guðrún Daníelsdóttir og Stefanía Lóa gift Heiðari B. Erlingssyni. Sigrún á fjögur barnabörn og 4 stjúpbarnabörn. Sigrún vann við heimilisstörfin og ýmis bústörf á Hnappavöllum. Hún var mikil hannyrðakona sérstaklega að prjóna og hekla, og hafa fjölskylda og ættingjar fengið að njóta afkasta hennar í því, svo og prjónaði hún í fjölda ára fyrir Handprjónasamband Íslands, lopapeysur og rósasokka. Sigrún var einnig hagmælt og hafði gaman af því að semja vísur en fór ekki hátt með það. Hún var fróð um marga hluti, las mikið og fylgdist vel með því sem var að gerast í samfélaginu og einnig var hún ætíð í miklu sambandi við börn sín, ættingja og vini. Síðustu þrjú árin og rúmlega það dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, þegar heilsan leyfði ekki að dvelja lengur heima. Vill fjölskyldan koma kærum þökkum til starfsfólksins þar og þeim sem sinntu heimahjúkrun, fyrir góða umönnun, þolinmæði og hlýju öll árin sem hún þurfti þjónustu með. Útför Sigrúnar fer fram frá Hofskirkju 25. apríl nk. kl. 14:00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.

Frá Ferðafélaginu - gleðilegt sumar

Slóðir Þorbergs Þórðarsonar 23. apríl - sumardaginn fyrsta

Gengið upp með Klukkugili í Steinadal í Suðursveit, gengið upp vesta megin. Lagt af stað frá Þjónustumiðstöð SKG við tjaldstæðið kl. 9:00. Ferðatími um 5-6 klst. Hækkun 350 m. Létt ganga. Verð: Frítt, sumarglaðningur. Munið nesti og klæðnað eftir veðri. Hlökkum til að sjá ykkur og fagna sumri með ykkur. Frekari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074. Séu hundar með skal vera ól meðferðis.


Eystrahorn

Miðvikudagur 22. apríl 2015

www.eystrahorn.is

Hvað er Lifandi bókasafn?

Reiðhjólahjálmar fyrir börnin

Hugmyndafræðin að baki “Lifandi bókasafni” er sú að brjóta niður staðalmyndir með það fyrir augum að vinna bug á fordómum. Viðtökurnar eftir fyrsta viðburðinn á Hróarskeldu árið 2000 voru slíkar að Lifandi bókasöfn eru haldin reglulega um allan heim í dag. Hér á Höfn mun Lifandi Bókasafn verða opið laugardaginn 2. maí frá klukkan 13.00-16.00 á bókasafninu í Nýheimum. Þessi viðburður er styrktur af Ungu fólki í Evrópu í tilefni af Evrópskri ungmennaviku og hlotnaðist Jafningjafræðsla Nýheima ásamt Hornafjarðarsöfnum og FAS styrkur til að bjóða íbúum Hornafjarðar uppá þessa upplifun og reynslu. Lifandi bókasafn fer þannig fram að þú mætir í Nýheima, skoðar í möppu þar sem í boði verða 8-10 manneskjur, með mismunandi bakgrunn og reynslu. Þessar manneskjur tilheyra oft ákveðnum hóp sem við erum gjörn á að móta staðalmyndir í kringum, og þú leigir hana eins og bók. Í boði verða veitingar frá Pakkhúsinu og þú og lifandi bókin þín setjist saman á kaffistofu Nýheima og eigið saman spjall um lífið og tilveruna og kynnist reynsluheimi hvors annars. Lifandi bókasafn er aðferð sem hefur það að markmiði að skapa uppbyggjandi og jákvætt samtal milli tveggja manneskja sem undir öðrum kringumstæðum myndu líklega ekki fá tækifæri til samtals. Reynslan af Lifandi bókasöfnun er sú að þetta er skemmtilegur viðburður, þar sem mannvirðing er í hávegum ásamt gleði og hlátri. Viðburðinum er ætlað að koma þeim skilaboðum til samfélagsins að fordómar eru ekki liðnir, samhliða nær fólk að vinna á sínum eigin fordómum í garð annarra. Allir vinna. Við viljum hvetja alla íbúa Hornafjarðar að koma og taka þátt og við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram við að taka vel á móti ykkur og munið, maður á aldrei að dæma bókina eftir kápunni.

Börnin í 1. bekk Grunnskóla Hornafjarðar fengu skemmtilega heimsókn föstudaginn 10. apríl. Þar voru á ferð Sigurjón, Miralem, Róbert, Álfgeir, Ingvar og Sigurður Einar félagar úr Kiwanisklúbbnum Ós. Erindið sem þeir áttu við börnin var að færa þeim vandaða reiðhjólahjálma sem eru gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip sem er styrktaraðili verkefnisins. Ennfremur mun Ós dreifa hjálmum í grunnskólum Djúpavogs og Kirkjubæjarklaustri með aðstoð frá Flytjanda. Þegar krakkarnir voru búnir að opna kassann með hjálmunum var ítrekað við þau mikilvægi þess að vera með hjálm þegar farið væri út að hjóla. Krakkarnir samþykktu það samstundis og lofuðu að gleyma því aldrei. Krakkarnir voru mjög ánægð með heimsóknina og þökkuðu vel fyrir sig. Kiwanisklúbburinn Ós var einn af fyrstu Kiwanisklúbbum landsins að byrja á þessu verkefni en síðustu tíu ár hefur það verið í samstarfi við Eimskip og hefur Flytjandi flutt þá frítt út á land. Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið „Óskabörn þjóðarinnar“ en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum tólf árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár, sem þýðir að allt að 35.000 börn eða 11% af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu. Foreldar munið að mjög mikilvægt er að stilla reiðhjólahjálminn rétt: Setja þarf hjálminn beint niður á höfuðið þegar hann er stilltur. Bandið undir hökunni á að falla það þétt að að einungis sé hægt að koma einum fingri á milli. Hjálmurinn má ekki færast til nema um nokkra millimetra þegar prófað er hvort hann sitji rétt. Þegar allir eru búnir að stilla hjálmana sína þá er bara að fara út að hjóla með börnunum og kenna þeim í leiðinni umferðarreglurnar.

Fyrir hönd Jafningjafræðslu Nýheima Margrét Gauja Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri. Á undan venjulegum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum náttúrustofu, um jökla, náttúrustíg og stjörnur. Allir velkomnir

Stjórnin

Dósasöfnun sunddeildar

Miðvikudaginn 22.apríl ætla krakkarnir í Sunddeild Sindra í dósasöfnun. Rétt er að taka fram að þau safna plastflöskum áldósum og glerflöskum. Í þetta sinn eru þau að safna sér fyrir fyrirhuguðum æfingarbúðum í Reykjavík í haust. Þau munu byrja um kl 16:30 og viljum við biðja ykkur að taka vel á móti þeim. Með fyrir fram þökk, krakkarnir í Sunddeildinni


www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 22. apríl 2015

Er búið að tékka á þér? Við sem erum komin með bílpróf og eigum jafnvel bíl vitum að það er skynsamlegt að fara með bílinn í skoðun reglulega. Nýjasta tækni gerir okkur svo kleift að lesa með einföldum hætti hvað það er sem mögulega hrjáir bílinn, þetta er allt svo einfalt og þægilegt. Því verða einu áhyggjurnar hinir ökumennirnir í umferðinni. Slysin gera svosem ekki boð á undan sér en maður er þó alltént með allt sitt á hreinu, ekki satt? Þegar kemur að líkamanum flækist málið töluvert, við læknar erum enn að reyna að átta okkur á eðlilegri starfssemi hans og skilja hana til hlítar, fyrir utan það að geta brugðist við þegar líkaminn bilar með einum eða öðrum hætti. Okkur miðar ágætlega áfram en eigum mjög langt í land með það að geta stungið okkur í samband við tæki sem framkvæmir bilanagreiningu. Það er þarna sem áhugi, þekking og innsæi í bland við mannlega þáttinn gerir læknisfræðina svo skemmtilega. Núna í marsmánuði erum við upptekin af vitundarvakningu á krabbameinum karla. Í október munum við svo blása aftur í lúðra og vekja konur til vitundar um krabbamein í bleikum mánuði. Það þarf vitundarvakningu allt árið um kring. Karlar jafnt sem konur ættu að vera jafn meðvituð um krabbamein hvort sem það eru þessir mánuðir eða einhverjir aðrir. Skipulagt heilsufarseftirlit í forvarnarskyni á vegum ríkisins er í gangi allt árið á Íslandi. Má þar nefna ungbarna og mæðravernd, legháls og brjóstakrabbameinsskimun auk öflugrar fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri í gegnum skólakerfi og Embætti landlæknis. Þá skipar heilsugæslan stóran sess sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu á landsvísu. Þrátt fyrir þetta eru margir óöruggir með það hvert skuli leita, hvað eigi að skoða, hvernig og á hvaða aldri. Bretar hafa nýlega sett fram leiðbeiningar um almennt heilsufarseftirlit allra einstaklinga á aldrinum 40-74 ára, á að minnsta kosti fimm ára fresti. Þar sem markmiðið er að stemma stigu við hjarta og æðasjúkdómum, heilaáföllum, sykursýki, háum blóðþrýstingi og nýrnasjúkdómum til viðbótar við hefðbundna skimun gegn krabbameinum. Allt lífsstílstengdir þættir og þeir telja sig geta komið í veg fyrir 650 dauðsföll, 1600 hjartaáföll og 4000 nýgreiningar á sykursýki af tegund 2 á hverju ári með þessum hætti. Þetta er áhugaverð nálgun. Temdu þér hollan lífsstíl, ekki reykja og láttu skoða þig reglubundið, mæla blóðþrýstinginn, kólesterólið, nýrnastarfssemina og blóðsykurinn auk þess að vera á varðbergi gagnvart krabbameinum. Það er engin tölva sem getur lesið líkamann ennþá !

Eystrahorn

Tilkynning um rekstrargreiningu leikskólamála

Greining KPMG (sem er endurskoðandi sveitarfélagsins) á mismunandi rekstrarformum og skipulagi leikskólamála á Höfn er lokið og hana er hægt að lesa á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is. Í greiningunni er gengið út frá samanburði á 1) óbreyttu fyrirkomulegi 2) sameiningu í eitt húsnæði með eina yfirstjórn og svo 3) sameinaðri yfirstjórn í tveimur húsum. Ljóst er að leið 1 og 2 fela í sér ákveðinn sparnað en munurinn er ekki ýkja mikill á ársgrundvelli ef horft er til tuttugu ára, þar sem það þarf að fara í umtalsvert viðhald og endurnýjun á Lönguhólum á næstu árum. Seinna í vikunni fá hlutaðeigandi aðilar sendan tölvupóst þar sem nálgast má könnunina um viðhorf til ytri umgjarðar leikskólamála á Hornafirði. Virðingafyllst Hjálmar J. Sigurðsson formaður fræðslu- og tómstundarnefndar.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóði Suðurlands geta bókað tíma í ráðgjöf hjá Fanneyju Björgu Sveinsdóttur, ráðgjafa og verkefnastjóra SASS á Hornafirði, í gegnum fanney@sudurland.is eða í síma 898-0369

F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Höfn í Hornafirði Teitur Guðmundsson, læknir

Atvinna!

Óskum eftir að ráða vélamann og mann til ýmissa starfa. Þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar í síma 894-0666 (Bjarni), 867-5641 (Hörður) og bjarnihakonar@simnet.is.

Bjarni Hákonar ehf.

Trjáklippingar! Skrúðgarðyrkjumaður verður við trjáklippingar á Höfn um og eftir helgina. Pantanir í síma 894-0666 (Bjarni), 867-5641 (Hörður) og bjarnihakonar@simnet.is. Bjarni Hákonar ehf.


Eystrahorn

Miðvikudagur 22. apríl 2015

www.eystrahorn.is

Vortónleikar

Kaffisala á Sumardaginn fyrsta Árleg kaffisala Slysavarnardeildarinnar Framtíðarinnar verður í húsnæði félagsins Sumardaginn fyrsta milli kl. 14:00 – 17:00. Kaffið kostar kr. 500 fyrir 8-16 ára og 2.000 fyrir fullorðna.

Karlakórinn Jökull heldur sína árlegu vortónleika á sumardaginn fyrsta, 23. apríl kl. 16:00 í Hafnarkirkju. Sjórnandi kórsins er Jóhann Morávek og undirleikari Guðlaug Hestnes. Aðgangseyrir kr. 2.000,Frítt fyrir börn Kaffi og konfekt í hléi.

Athugið að ekki er tekið við kortum.

Nefndin

Atvinna

Munið aðalfund Nýheima í dag 22. apríl kl. 17:00

Starfsmann vantar til sumarafleysinga hjá Eimskip á Höfn frá 1. júní til 31. ágúst. Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107.

Allt-öðruvísi tónleikar

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands

Stúlknakórinn Liljurnar

frá Egilsstöðum, ásamt hljóðfæraleikurum frá Hornafirði; Þorkeli Ragnari, Birki Þór, Marteini og Agnari Jökli.

Hótel Höfn 29. apríl kl. 13:00 - 15:30

Dagskrá: •

Fundarstjóri ávarpar fundarmenn

í Sindrabær laugardaginn 2. maí kl 18:00

Kynning ársreiknings MSS 2014 Þórður Freyr Sigurðsson úr stjórn MSS

Lög úr Rocky Horror Picture Show

Ný stefna, verkefna- og fjárhagsáætlun MSS 2015 Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS

Skipun nýrrar stjórnar

Kosning endurskoðenda

Önnur mál

Kaffihlé

Stefnumótun og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu Vilhjálmur Kristjánsson frá verkefnahópi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og SAF

Lög eftir Metallica, Grýlurnar, David Bowie, Adele, The Cranberries, Evanescence, Muse o.fl.

Aðgangseyrir 1000- kr. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri

Hlökkum til að sjá sem flesta

Sími 560 2044 • info@south.is • www.south.is


www.n1.is

facebook.com/enneinn

ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 73950 04/15

Þú færð réttu sumardekkin hjá okkur Bíleigendur vita að gott jarðsamband er lykillinn að góðu ferðalagi. Aktu inn í sumarið á nýjum dekkjum frá N1.

N1 verslun – Höfn í Hornafirði, Vesturbraut 1 Bílaþjónusta N1

478-1940 440-1120

www.n1.is/dekk

• “BLACK BURGER” (150 gr.) með salati, beikoni, osti, BBQ, tómötum, gúrkum, rauðlauki, piparrótarsósu og frönskum....Kr.1.390,• HOTEL HAFNAR BORGARI (150 gr.) með klettasalati, gullosti, hvítlaukssósu, serrano skinku, tómötum, gúrkum, rauðlauki, hunangssinnepssósu og frönskum.............................................................................................................kr. 1.390,• CAJUN SAMLOKA með “blackeraðri” kjúklingabringu, beikoi, BBQ, camembert, salati, tómötum, rauðlauki, gráðostadressingu og kartöflubátum, í ciabatta brauði.............................................................................................................kr. 1.390,• CLUB SAMLOKA. Þriggja hæða samloka með kjúklingi, beikoni, sinnepssósu, salati, tómötum, gúrkum, guacamole og frönskum............................................................................................................................................................kr. 1.390,• KJÚKLINGA QUESADILLAS með maís, lauki, papriku, salsa, osti, hrísgrjónum og tex-mex salati........................................kr. 1.390,• ClUB MEX SOFT TACOS með creola kjúklingi, beikoni, osti, salsa, guacamole, salati og hrísgrjónum.................................kr. 1.390,• STEIK OG FRANSKAR nautasteik (175gr.) með bernaise sósu og kartöflubátum..................................................................kr. 2.890,• “LAMB BERNAISE” lambafille (175gr.) með bernaise og kartöflubátum.................................................................................kr. 2.890,• GRÍSARIF með lousiana BBQ sósu, hrásalati og kartöflubátum..............................................................................................kr. 2.890,• HUMAR Í DEIGI með frönskum, súraldin og chilli majonesi.....................................................................................................kr. 1.990,• HUMAR Á ÞRJÁ VEGU með salati, hvítlauksbrauði og chilli majonesi....................................................................................kr. 1.990,-

Borðapantanir í síma 478-1240

Mex íkö

• OSTBORGARI (150 gr.) með salati, tómötum, gúrkum, rauðlauki, hamborgarasósu og frönskum.......................................kr. 1.390,-

nsk hrás rif me ð a kr. 2 lati og lousian .890 k a ,- í h ar töflu BBQ s bátu ósu eim , sen m ding u

Sumargleði á Hótel Höfn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.