Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 7. maí 2015
18. tbl. 33. árgangur
Boltinn farinn að rúlla
Fyrsti heimaleikur m.fl. karla hjá Sindra í 2. deild verður um helgina þegar liðið fær Knattspyrnufélag Vesturbæjar í heimsókn (sjá auglýsingu). Meistaraflokkur kvenna leikur sömuleiðis um helgina í Borgunarbikarnum en sá leikur fer fram í Breiðholtinu á móti ÍR. Þó er möguleiki á að leikurinn verði færður til vega prófa hjá stelpunum. Þó að þetta sé fyrst leikur í Íslandsmótinu þá er samt búið að sparka mikið. Bæði karla- og kvennalið Sindra tóku þátt í deildarbikarnum. Það gekk á ýmsu hjá stelpunum enda fækkað í hópnum frá síðasta ári og nýir leikmenn ekki komnir. Aðra sögu er að segja af strákunum en þeir fóru alla leið í úrslitakeppnina en töpuðu þar 0 -1 fyrir Aftureldingu. Eins skruppu þeir austur um daginn og sigruðu Einherja frá Vopnafirði með 4 mörkum gegn 2 í hörku leik í undankeppni Borgunarbikarsins. Mikil
breyting hefur orðið á hópnum og sömuleiðis þjálfaraskipti. Óli Stefán lét af störfum eftir síðasta tímabil og Auðun Helgason sá reyndi kappi tók við. Allir fimm útlendingarnir fóru í önnur lið ýmist hér á landi eða erlendis. Sömuleiðis skipti Þorsteinn Jóhannsson yfir í ÍR og Óli Stefán og Auðun lögðu skóna á hilluna frægu. Atli Arnarson hefur líka tekið sér pásu en aldrei að vita nema hann dúkki upp í Mána í sumar. Fjórir nýir útlendingar hafa bæst í hópinn auk nokkurra nýrra andlita og annarra mun kunnuglegri. Frá Spáni komu Alejandro Miguel Vera Carrillo og Amadou Koulibaly Conde. Tveir Danir bættust í hópinn Alexander Petersen og Nick Vindstrup Svendsen. Ási Þórhallsson frá FH og Kristinn Justiniano Snjólfsson frá Tindastóli styrkja hópinn. Aðrir nýir leikmenn sem hafa áður hafa leikið með Sindra eru;
Guðjón Bjarni Stefánsson og Róbert Marvin Gunnarsson frá Mána, Haraldur Bergvinsson frá Fjarðabyggð og Sigurður Bjarni Jónsson frá Skínanda. Verið að leita að leikmönnum til að styrkja kvennalið og ekki útséð hvernig það endar. Urska Pavlec sem lék með liðinu í fyrra er komin aftur og eins er von á leikmanni frá USA sem heitir Jayden Barrett. Hún er sóknarmaður og það er verið í kapphlaupi við tíman vegna þess að félagaglugginn lokar 15 maí. Eins er leikmaður frá Stjörnunni á leið til okkar Sigrún Dís Bjarnadóttir. Enginn leikmaður í kvennaflokknum hefur skipt yfir í annað félag en óvíst er hvort allar stúlkurnar verði með í sumar. Það er samt gott útlit fyrir skemmtilegt fótboltasumar þó að það gæti orðið kalt á fyrsta leik.
Vann Þýskalandsferð í Þýskuþraut Hafdís Lára Sigurðardóttir nemandi í FAS var sigursæl í svokallaðri Þýskuþraut og fær að launum mánaðardvöl í Þýskalandi í sumar. Tveimur vikum verður varið við þýskunám og mun Hafdís Lára dvelja hjá þýskri fjölskyldu í Köln á meðan. Í tvær vikur verður svo ferðast um Þýskaland og meðal annars farið til Berlínar. Þýskuþraut er alþjóðleg keppni sem fer fram í 90 þjóðlöndum með það að markmiði að vekja áhuga á þýskri tungu og menningu. Félag þýskukennara hefur í samvinnu við þýska sendiráðið haft umsjón með keppninni hér á landi um árabil. Tuttugu nemendur fá viðurkenningu og hafa nemendur FAS oft verið í þeim hópi en tveir efstu vinna Þýskalandsferðina. Hafdís Lára er annar nemandinn í FAS sem fer alla leið. Árið 2012 vann Sigurður Ragnarsson þátttökurétt á Ólympíuleikum þýskunnar svo að þýskunemendur í FAS hafa löngum staðið sig vel.
Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 13. maí. Þess vegna þarf efni og auglýsingar að berast blaðinu fyrir kl. 12:00 mánudaginn 11. maí.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 7. maí 2015
Hafnarkirkja Sunnudaginn 10. maí kl. 14:00. Fjölskylduguðsþjónusta. Vaktsími presta: Barnasögur og sálmar 894-8881 verða í aðalhlutverki. bjarnanesprestakall.is Barnafjölskyldur eru boðnar sérstaklega velkomnar. Yngstu kirkjugestirnir fá svo gjöf með sér heim að guðsþjónustunnilokinni.
Eystrahorn
Aðalfundur
Krabbameinsfélags Suðausturlands
verður haldinn í Ekru þriðjudaginn 19. maí nk. kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning í stjórn og önnur mál. Kynning á starfsemi Krabbameinsfélags Íslands í Skógarhlíð. Kaffi á könnunni og allir áhugasamir hvattir til að mæta. Krabbameinsfélag Suðausturlands
Prestarnir Því að Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt. - 1. Jóh. 3.20
Föstudagshádegi í Nýheimum 8. maí kl. 12:15 Vala Garðarsdóttir forstöðumaður Hornafjarðarsafna mun kynna framgang rannsókna á menningar- og fornminjum í Hornafirði frá því sumarið 2014. Allir velkomnir.
Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir
verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 18. - 20. maí nk. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. ATH ekki er tekið við kortum.
SUNNUDAGUR
10. MAÍ KL. 11
GÖNGUM SAMAN Á HÖFN Á MÆÐRADAGINN 10. MAÍ Gengið verður frá sundlauginni kl 11.00 og farnar tvær vegalengdir, 3 km og 7 km. Göngugarpar fá frítt í laugina að göngu lokinni. Léttar veitingar í boði í Nýjabæ guesthouse eftir gönguna. Söluvarningur og skemmtileg stemning!
Bílstjóri með meirapróf óskast í sumarafleysingar. Mikil vinna. Upplýsingar hjá Bjössa í síma 893-5444
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Hlökkum til að sjá þig!
Bifreiðaskoðun á Höfn 18., 19. og 20. maí. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. maí. Næsta skoðun er 22., 23. og 24. júní. Þegar vel er skoðað
Eystrahorn
Fimmtudagur 7. maí 2015
Nýr hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild Ásgerður Gylfadóttir hefur verið ráðin nýr hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSu á Hornafirði. Ásgerður er okkur góðkunn en hún hefur gegnt þessu starfi um árabil. Ásgerður hvarf á annan vettvang sl. vetur en hún mun aftur taka við stöðu hjúkrunarstjóra þann 1. júní nk. Við bjóðum Ásgerði velkomna til starfa.
www.eystrahorn.is
Aflabrögð í mars Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Guðmundur Sig. SF 650.......... net............... 1.............8,5.. þorskur 6,5 Hvanney SF 51.......................... net............. 16.........552,1.. þorskur 541,6 Sigurður Ólafsson SF 44.......... net............. 13.........287,7.. þorskur 279,7 Skinney SF 20........................... net............. 16.........546,4.. þorskur 534,3 Þórir SF 77................................ net............. 16.........514,0.. þorskur 500,0 Steinunn SF 10.......................... botnv.......... 8.........545,9.. þorskur 217,0 Benni SU 65.............................. lína.............. 9...........64,6.. þorskur 56,6 Beta VE 36................................ lína.............. 5...........41,9.. þorskur 25,5 Guðmundur Sig SF 650........... lína.............. 8...........54,6.. þorskur 31,5 Dögg SU 118............................. lína............ 10...........97,0.. þorskur 40,9 Hulda SF 197............................ handf.......... 4.............3,5.. þorskur 2,7 Kalli SF 144............................... handf.......... 3.............1,4.. þorskur 1,3 Sæunn SF 155........................... handf.......... 2.............1,5.. þorskur 1,4 Uggi SF 47................................ handf.......... 2.............1,9.. þorskur 1,8 Ásgrímur Halld. SF 270........... nót.............. 3...... 2.656 t.. loðna. Jóna Eðvalds SF 200................ nót.............. 3...... 3.661 t.. loðna.
Aflabrögð í apríl
Íslandsmótið 2. deild karla Sindravellir laugardaginn 9. maí kl 16:00
Sindri – KV
Mætum öll á völlinn
ÁFRAM SINDRI!
Guðmundur Sig. SF 650.......... net............... 1.............8,5.. þorskur 149,8 Hvanney SF 51.......................... net............... 7.........164,1.. þorskur 149,8 Hvanney SF 51.......................... dragnót....... 1...........27,5.. þorskur 16,5 Sigurður Ólafsson SF 44.......... humartr...... 4...........10,3.. humar 1,5 Skinney SF 20........................... humartr...... 5...........76,3.. humar 27,7 Þórir SF 77................................ humartr...... 5...........91,8.. humar 31,2 Steinunn SF 10.......................... botnv.......... 8.........593,6.. þorskur 270,1 Benni SU 65.............................. lína.............. 2...........16,9.. þorskur 15,9 Beta VE 36................................ lína.............. 3...........10,8.. þorskur 6,3 Guðmundur Sig SF 650........... lína.............. 3...........22,9.. þorskur 20,3 Auðunn SF 48........................... handf.......... 2.............0,7.. þorskur Hulda SF 197............................ handf.......... 2.............3,8.. þorskur/ufsi Húni SF 17................................ handf.......... 1.............0,6.. þorskur Kalli SF 144............................... handf.......... 1.............1,7.. þorskur Sæunn SF 155........................... handf.......... 2.............1,7.. þorskur Uggi SF 47................................ handf.......... 1.............0,8.. þorskur Heimild: www.fiskistofa.is
Heima er best
-tækifæri í framleiðslu matar Miðvikudaginn 20. maí að Hólmi á Mýrum kl. 11:00-14:00. Dagskrá: Okkar rannsóknir, allra hagur Arnljótur Bjarki Bergsson frá Matís Handverkssláturhúsið Seglbúðum Erlendur Björnsson Matur úr héraði - Valmöguleiki veitingastaða Halldór Halldórsson frá Pakkhúsinu Nautakjöt frá Seljavöllum Elín Oddleifsdóttir Hádegisverður: Ekta Hólms- kjötsúpa og tilheyrandi með grænmeti, kartöflum, byggi og kjöti úr nágrenninu. Kaffi og kartöfluterta. Umbúðir og markaðsetning matvæla Gunnþórunn Einarsdóttir frá Matís Umræða Boðið verður upp á persónuleg viðtöl við sérfræðinga Matís á eftir. Ath.- það þarf að skrá sig sérstaklega í viðtal. nina@matis.is s:560-2050. Bændur, matvælaframleiðendur, matreiðslufólk og aðrir áhugasamir eru hvattir sérstaklega til að mæta. Ómar Frans gefur þátttakendum að smakka á afurðum sínum. Skráning fyrir 14. maí: nina@matis.is s:560-2050, fanney@sudurland.is s:898-0369 Verð: 1000.- greiðist á staðnum.
Aðalfundur PKH
verður haldinn í Pakkhúskjallaranum fimmtudaginn 14. maí kl. 19:00. Dagskrá aðalfundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Skráning í félagið 7. Kosning stjórnar 8. Önnur mál Eftir fundinn verður svo keyrt af stað 2.500kr tvöfaldan séns, mótið sem allir ættu að þekkja. Síðasta mót fyrir smá sumarfrí. Allir velkomnir.
Í Vöruhúsinu er Fab Lab hönnunarsmiðjan opin á þriðjudögum kl. 13:00-17:00 og á fimmtudögum kl. 17:00- 20:00. Opið er á öðrum tímum eftir samkomulagi. Það eru allir velkomnir Fab Lab smiðjuna hvort sem fólk er með tilbúnar hugmyndir af verkefnum eða hefur áhuga á að kynna sér alla þá möguleika sem eru í boði.
Á heimasíðu Vöruhúss er viðburðadagatal þar sem hægt er að sjá yfirlit og skrá viðburði sem eiga sér stað á Hornafirði og í nærsveitum.
www.voruhushofn.is
Komdu við og lærðu að búa til t.d. þrívíddar sjálfsmynd og prenta hana út í þrívíddarprentara. MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI
MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI
Veitingatilboð 1.495 kr.
Stór ostborgari franskar, lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós
N1 Höfn Sími: 478 1940
1.745 kr.
Steikarsamloka
franskar og 0,5 l Coke í dós
995 kr.
Samloka
með skinku, osti, iceberg og sósu og 0,5 l Coke í dós