Eystrahorn 19. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 13. maí 2015

19. tbl. 33. árgangur

Grynnslin til vandræða Það er ekki nýtt að Grynnslin fyrir utan Hornafjarðarós valdi sjófarendum erfiðleikum. En þær aðstæður sem nú eru komnar upp eru óvenjulegar eins og nýlegar dýptarmælingar staðfesta. Á síðasta Hafnarstjórnarfundi fór Vignir Júlíusson hafnsögumaður yfir stöðu mála lagði fram niðurstöður úr mælingum sem framkvæmdar voru í janúar 2015 og síðan aftur 1.maí 2015. Þegar þessar dýpistölur eru skoðaðar í samhengi hefur dýpið á Grynnslum minnkað um 1,5 til 2 metra. Umtalsvert magn af efni hefur hlaðist upp á Grynnslunum og er það óvenjulegt á vormánuðum og líklegt að þetta haldist fram á haustið. Þetta hefur þær afleiðingar að minnka þarf djúpristu skipa sem koma inn til Hafnar frá því að vera 6 metra djúprista niður í 5 metra djúpristu. Nú þegar hefur skip farið til annarrar hafnar að kröfu tryggingarfélags viðkomandi skips. Þessi breyting á Grynnslum kemur til með að hafa áhrif á bæði inn- og útflutning frá höfninni. Ljóst er að fyrirtæki á svæðinu þurfa að breyta sínum áætlunum. Á fundinum lagði Hafnarstjórn fram eftirfarandi bókun: „Hornafjarðarós Grynnslin. Hafnarstjórn hefur þungar áhyggjur af því alvarlega ástandi sem skapast hefur á Grynnslum og í innsiglingu um Hornafjarðarós. Nú er komin upp sú staða að takmarka þarf djúpristu skipa sem sigla inn til Hafnar í Hornafirði. Dýpið

Ljósmynd: Þorvarður Árnason

á Grynnslunum hefur minnkað um 2 metra á undanförnum 5 mánuðum og eru þetta um 200.000 rúmmetrar sem safnast hafa upp á þessum tíma. Líkur eru á þetta ástand verði viðvarandi næstu mánuði. Hafnarstjórn bendir á að þetta ástand skapar mikla óvissu um skipaumferð um innsiglinguna. Hafnarstjórn telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármuni til samgönguyfirvalda svo gera megi úrbætur

strax. Þetta ástand setur sjávarútveg og aðra flutninga til og frá Hornafirði í uppnám. Því er framtíð heils byggðarlags undir í þessu máli.“ Ráðherrum og þingmönnum hefur verið gerð grein fyrir málinu og unnið er að fá fjármagn og tillögur varðandi að leysa brýnasta vandann eins fljótt og mögulegt er.

Sumar-Humartónleikar Hinir árlegu Sumar-Humartónleikar verða haldnir á uppstigningardag fimmtudaginn 14. maí kl 14.00 en með breyttu sniði. Undanfarin ár höfum við boðið upp á humarsúpu á tónleikunum en nú ætlum við að bregða út af vananum. Þar sem sumarið er að ganga í garð langar okkur að bjóða upp á ís í þetta sinn. Við viljum alls ekki breyta nafni tónleikanna og höldum við því humarnafninu í tónleikunum. Hugmyndin er að vera með, héðan í frá, humarsúpu annað hvert ár, en eitthvað nýtt úr sveitinni árin á móti. Við þökkum SkinneyÞinganesi, Nettó, Hótel Höfn og Efnalaug Dóru fyrir stuðninginn undanfarin ár. Núna verður boðið upp á Jöklaís frá Árbæ og áfram njótum við stuðnings Hótels Hafnar og Efnalaugar Dóru. Í ár eins og s.l. ár hefur Lúðrasveit Tónskólans og Lúðrasveit Hornafjarðar runnið saman í eina lúðrasveit og mun leita fanga víða í sínu lagavali. Einnig munu tveir hljóðfæraleikarar þær Sigrún Birna Steinarsdóttir og Salóme Morávek syngja með hljómsveitinni. Í febrúar bjuggum við svo til yngri sveit þar sem nemendur sem byrjuðu í námi í fyrra og s.l. haust spila með ásamt nemendum upp í 7. bekk. Sú sveit munu flytja nokkur lög.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 13. maí 2015

Útskrift í FAS

Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,

Árleg útskrift og skólaslit Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu verða laugardaginn 23. maí kl. 14:00 í Nýheimum.

Sigrúnar Bergsdóttur frá Hnappavöllum.

Þökkum starfsfólki HSu sérstaklega fyrir góða umönnun Sigrúnar, hlýju og yndislegt viðmót alla tíð. Guðmundur B. Þórðarson Stefanía Lóa Þórðardóttir og barnabörnin

Eystrahorn

Útskrifaðir verða vélstjórar, stúdentar og nemendur á fjallamennskubraut.

Rósa G. Daníelsdóttir Heiðar B. Erlingsson

Allir velkomnir. Skólameistari

Kvöldferð

Miðvikudaginn 13. maí Keyrt inn að Geitafelli, gengið skemmtilegan og stikaðan hring sem tekur 2 - 3 klst. Frekar létt ganga og telst 1 skór. Lagt af stað frá tjaldstæðinu á Höfn kl.17:00. Munið nesti og klæðnað eftir veðri. Allir velkomnir. Verð 1000 kr. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára.

Skó lagersölunni lýkur föstudaginn 15. maí Opið virka daga kl. 10 - 12 og 13 - 18

Verslun Dóru Atvinna

Starfsmann með bílpróf vantar til sumarafleysinga hjá Eimskip á Höfn frá 1. júní til 31. ágúst. Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107.

Ágætu viðskiptavinir Skrifstofa okkar er flutt að Litlubrú 1, á 2. hæð í Miðbæ. Opnunartími er frá 9:00-16:00, en lokað er í hádeginu. Sími 560-5068 Vátryggingafélag Íslands

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

„Big Band“ Tónskólans heldur lokatónleika 18. maí kl. 20:00 - 21:00 í Sindrabæ. Fjölbreytt dagskrá. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.


Eystrahorn

Miðvikudagur 13. maí 2015

www.eystrahorn.is

Atvinnustefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Sýn íbúa og fyrirtækja Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur nú að gerð atvinnustefnu þar sem leitast verður við að móta framtíðarsýn fyrir atvinnumál í sveitarfélaginu með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa og rekstrarskilyrði fyrirtækja sem og frumkvöðla á staðnum. Verkefnið er unnið í samstarfi við SASS, sem leiðir vinnuferlið. Til að vel takist til er mikilvægt að sjónarmið sem flestra fái notið sín í stefnumótuninni og munu íbúar og forráðamenn fyrirtækja í Sveitarfélaginu Hornafirði því fá senda skoðanakönnun tengda atvinnumálum í sveitarfélaginu nú á næstu dögum. Könnunin verður rafræn og mun tengill á hana berast í tölvupósti til aðila. Einnig verður hægt að svara henni inni á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjordur.is, auk þess sem kostur verður á að svara henni í tölvu hjá þjónustufulltrúa í móttöku ráðhússins. Þátttaka íbúa og fyrirtækja í gerð atvinnustefnunnar er mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem er framundan og vonumst við til góðrar þátttöku. Vinna við stefnuna hefur þegar hafist innan stjórnsýslunnar þar sem allar nefndir sveitarfélagsins hafa skilgreint þeirra þátt í atvinnumálum á svæðinu, auk þess að nefna atriði sem aðrar nefndir geta unnið að. Munu niðurstöður úr þeirri vinnu sem og þeim könnunum sem nú verða lagðar fyrir verða notaðar við vinnslu stefnunnar, auk þess sem niðurstöður af vel sóttu íbúaþingi í sveitarfélaginu frá árinu 2011 verða hafðar til hliðsjónar. Haldin verður vinnustofa undir handleiðslu SASS þann 27. maí n.k. þar sem stjórnsýslan leggur drög að stefnunni byggðum á ofangreindum gögnum. Kæru íbúar, með því að vera meðvituð um það sem vel er gert, koma auga á það sem betur mætti fara og greina sóknarfærin ættum við að vera í stakk búin til að taka ákvarðanir sem leiða til frjórri jarðvegs fyrir atvinnulífið í heild sinni. Öll viljum við að í boði séu góð störf á fjölbreyttum sviðum í samfélaginu okkar. Til þess að svo megi verða þarf ákvarðanataka í þeim fjölmörgu málaflokkum sem snerta atvinnulíf að vera samræmd í markvissri viðleitni við að skapa góð skilyrði. Í nýrri atvinnustefnu verður leitast við að skilgreina verkefni og aðgerðaráætlun í samvinnu við hlutaðeigandi aðila með það að markmiði að nýta sóknarfærin og stuðla að blómlegu atvinnulífi á fjölbreyttum sviðum. Það er von okkar að sem flestir gefi sér tíma til að svara könnuninni og leggja okkur þannig lið við gerð atvinnustefnu til framtíðar. Virðingarfyllst, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir formaður Atvinnumálanefndar

Bifreiðaskoðun á Höfn 18., 19. og 20. maí. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. maí. Næsta skoðun er 22., 23. og 24. júní. Þegar vel er skoðað

Aðalfundur PKH verður haldinn í Pakkhúskjallaranum fimmtudaginn 14. maí kl. 19:00. Sjá dagskrá í síðasta Eystrahorni. Eftir fundinn verður svo keyrt af stað 2.500kr tvöfaldan séns, mótið sem allir ættu að þekkja. Síðasta mót fyrir smá sumarfrí. Allir velkomnir.

Heima er best tækifæri í framleiðslu matar

Miðvikudaginn 20. maí að Hólmi á Mýrum kl. 11:00-14:00. Dagskrá:

Söfnun á heyrúlluplasti 22. maí.................... Lón 29. maí.................... Nes 4. júní...................... Öræfi 5. júní...................... Suðursveit 12. júní.................... Mýrar Ef óskað er eftir öðrum tíma hafið samband við Birgir Árnason bæjarverkstjóra birgir@hornafjordur.is

Okkar rannsóknir, allra hagur Arnljótur Bjarki Bergsson frá Matís Handverkssláturhúsið Seglbúðum Erlendur Björnsson Matur úr héraði - Valmöguleiki veitingastaða Halldór Halldórsson frá Pakkhúsinu Nautakjöt frá Seljavöllum Elín Oddleifsdóttir Hádegisverður: Ekta Hólms- kjötsúpa og tilheyrandi með grænmeti, kartöflum, byggi og kjöti úr nágrenninu. Kaffi og kartöfluterta.

Kynning á “Matvælabrúnni - nýsköpun&stjórnun” frá Háskólafélagi Suðurlands Ingunn Jónsdóttir frá HfSu Umbúðir og markaðsetning matvæla Ingunn Jónsdóttir frá Matís Boðið verður upp á persónuleg viðtöl við sérfræðinga Matís á eftir. Ath.- það þarf að skrá sig sérstaklega í viðtal. nina@matis.is s:560-2050. Bændur, matvælaframleiðendur, matreiðslufólk og aðrir áhugasamir eru hvattir sérstaklega til að mæta. Ómar Frans gefur þátttakendum að smakka á afurðum sínum. Skráning fyrir 14. maí: nina@matis.is s:560-2050, fanney@sudurland.is s:898-0369 Verð: 1000.- greiðist á staðnum.


www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 13. maí 2015

Eystrahorn

Málþing um öldrun og heilbrigði Vel heppnað málþing um öldrun og heilbrigði var haldið á vegum Sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði þann 6. maí. Yfir 70 manns sóttu málþingið á Hótel Höfn. Þema málþingsins var staða eldra fólks á Íslandi, hvernig hægt er að eldast á heilbrigðan hátt. Kynntar voru rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar og holls mataræðis hjá eldra fólki. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri setti málþingið og rakti sögu hjúkrunarheimilis á Höfn. Sveitarfélagið tók yfir málaflokkinn sem reynslusveitarfélag árið 1996 þegar nýtt hjúkrunarheimili var tekið í notkun á Víkurbraut. Frá þeim tíma hafa kröfur um aðbúnað breyst og ljóst að nú þarf að hefjast handa við byggingu við hjúkrunarheimilið. Hann fjallaði um skýrslu sem sveitarfélög á Suðurlandi létu gera um stöðu hjúkrunarrýma á Suðurlandi þar sem fram kemur að á Hornafirði eru hlutfallslega flest tvíbýli á Suðurlandi eða 53% allra tvíbýla. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSu fór yfir sameiningarferli stofnunarinnar en þann 1. október 2014 voru heilbrigðisstofnanir Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands sameinaðar formlega. Á Suðurlandi eru hjúkrunar- og dvalarrými á tólf stöðum allt frá 50 rýmum niður í 6 rými á hverjum stað. Greindi hún frá að því ekkert hjúkrunarheimilanna uppfylli kröfur um stærð og aðbúnað hjúkrunarheimila sé litið til núverandi viðmið frá júní 2014. Eldri Íslendingum fjölgar hratt en hlutfall 60 ára og eldri er nú 17% þjóðarinnar en mun verða 25% eftir 10 ár sem er 68% fjölgun. Ef ekkert breytist þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi um 100-200. Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU Hornafirði fjallaði um málefni eldra fólks í víðu samhengi. Hún fór yfir aðbúnað á hjúkrunarheimilinu á Hornafirði þar sem eru 24 hjúkrunarrými og af þeim aðeins 2 einbýli. Einnig fjallaði hún um mikilvægi þess að vera með sjúkrarými en þau eru 3 á stofnuninni og hefur nýtingin verið langt yfir 100% á árinu 2014. Matthildur fjallaði um mikilvægi þess að virkja aldraða í að viðhalda sjálfsbjargargetu með því að byggja upp samfélag sem gerir ráð fyrir þörfum eldra fólks og skipuleggi umhverfi út frá virkni og þátttöku þeirra. Fram kom að við rúmlegu á spítala í einn dag tapast vöðvastyrkur og það tekur tvo daga að byggja hann upp á ný. Einnig sagði hún frá rannsókn í Hollandi þar sem kom fram að íbúar á hjúkrunarheimilum í Hollandi hreyfa sig að meðaltali 7 mínútur á dag en ráðleggingar hvetja til 30 mínútna hreyfingu daglega alla daga vikunnar. Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunar-fræðingur og ráðgjafi, starfar með nýja hugmyndafræði sem kallast „Silkistefnan“. Tilgangur hennar er að gera heilbrigðisþjónusta skilvirkari. Hún gerir ráð fyrir fullkomnu flæði heilbrigðisþjónustu með markvissri samvinnu þjónustuþega og sérfræðinga fyrir vellíðan miðað við þarfir hverju sinni. Unnið er út frá styrkleika einstaklinga, ekki verið að vinna með sjúkdómavæðingu heldur heilsuvæðingu. Gerð var tilraun með notkun stefnunnar með eldra fólki í Kópavogi þar sem voru haldnir heilsufundir o.fl. með góðum árangri. Hún lagði áherslu á að nýta ýmsar tækninýjungar og upplýsingatækni og að hafa sérstaka hjúkrunarmiðstöð opna fimm daga vikunnar þar sem öll heilbrigðisþjónusta er samræmd. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnti þá vinnu sem á sér stað í ráðuneytinu er varðar málefni eldra fólks. Hann er að setja af stað vinnu í samstarfi við Samband sveitarfélaga um þarfagreiningu í öldrunarmálum, það er brýnt málefni sem þarf að vinna vel til að geta

mætt fjölgun eldra fólks með aukinni þjónustu og fjármagni. Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila er í vinnslu og mun verða kynnt um mitt þetta ár. Ráðherra telur fulla þörf á að bæta aðbúnað hér á Hornafirði en fjallaði einnig um gríðarlega þörf á fjölgun hjúkrunarrýma um land allt. Kristján fjallaði einnig um verkefnið „Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017“. Hluti af verkefnum sem heyra þar undir eru innleiðing hreyfiseðla í heilsugæslustöðvar landsins, samtenging sjúkraskrár, skoðun og endurmat á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, sameining heilbrigðisstofnana, sameiginleg símaráðgjöf um allt land og fleira, hægt er að lesa um verkefnið á heimasíðu Velferðarráðuneytisins. Að lokum sagði Kristján mestu tækifæri okkar sem þjóðar fólgin í lýðheilsu almennings og leiðum til að bæta hana og skiptir lífsstíll þar mestu máli.

Anna Björg Aradóttir sviðstjóri eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis greindi frá hlutverki embættisins. Hlutverk þess er að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu, hafa eftirlit með þjónustunni og heilbrigðisstarfsmönnum, stuðla að öflugu lýðheilsustarfi og sinna heilsueflingu allra aldurshópa, skipuleggur sóttvarnir, safnar og vinnur úr heilbrigðisupplýsingum og veitir stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu. Hún kynnti notkun RAI gæðavísa sem eru notaðir til að fylgjast með og þróa gæði í umönnun á hjúkrunarheimilum. Anna Björg lagði áherslu á að sátt þurfi að myndast um fjölda og skipulag hjúkrunarheimila og að fólk eigi ekki að koma þangað fyrr en nauðsynlegt er. Heimahjúkrun og „öryggisbúseta“ eru nauðsynlegir þættir til að styðja fólk í að búa á eigin heimili sem lengst.

Janus Guðlaugsson doktor í íþrótta- og heilsufræði lagði áherslu á leiðir að farsælli öldrun í gegnum heilsurækt og heilbrigt mataræðis. Greindi hann frá doktorsrannsókn sinni sem hann vann með eldra fólki. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að meta áhrif 6 mánaða fjölþættrar þjálfunar og næringarráðgjafar á hreyfifærni, líkamssamsetningu, þol, styrk o.fl. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu með óyggjandi hætti að lífsgæði eldra fólks jukust með bættri hreyfigetu og þoli, auknu sjálfstæði, auknum vöðvastyrk og síðast en ekki síst dró úr þörf á hjúkrunarrýmum og ótímabærri stofnanavist. Ályktun var því að fjölþætt heilsurækt og íhlutunaraðgerðir fyrir eldri aldurshópa getur leitt til seinkunar á öldrunarferlinu, leikur lykilhlutverk í að draga úr tapi á vöðvastyrk, getur snúið hreyfigetu til betri vegar þrátt fyrir háan aldur og getur orðið til þess að þeir sem eru í elsta aldurshópi 80-90 ára finna fyrir jákvæðum breytingum.

Haukur Þor valdsson formaður Félags eldri Hornfirðinga greindi frá starfi félagsins sem er mjög blómlegt. Haukur las upp ályktun frá aðalfundi félagsins um væntanlega viðbyggingu við hjúkrunarheimilið en hann vill halda í gamla nafn heimilisins, Skjólgarður. Í ályktuninni skorar félagið á yfirvöld að beita sér fyrir því að sem allra fyrst verði hafist handa við hönnun og framkvæmd viðbyggingar við núverandi hjúkrunarheimili. Í dag þurfa vistmenn að deila þröngum herbergjum með öðrum og að það brjóti þær viðmiðunarreglur sem Velferðarráðuneytið setur.

Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, benti á að Íslendingar lifa nú lengur og bendir flest til þess að við erum hraustari nú en áður. Jón fjallaði um rannsókn sem gerð var á einstaklingum í aukinni áhættu á heilabilun. Niðurstöður sýndu fram á marktæka bætingu á vitrænni getu fólks um 25% með fjölþættri íhlutun. Íhlutunin var úthalds-, styrktar- og liðleikaþjálfun, þjálfun á vitrænni getu, næringarráðgjöf og eftirfylgd og félagsþjálfun. Niðurstöðurnar eru þær fyrstu sem sýna með svo greinilegum hætti fram á aukna vitræna getu með fjölþættri þjálfun. Niðurstöður voru nýlega birtar í netútgáfu en munu birtast í tímaritinu Lancet innan skamms.

Í lok málþings voru pallborðsumræður þar sem spurningum var beint til fyrirlesara. Ráðherra var spurður um möguleika á endurnýjun á þjónustusamningi um rekstur heilbrigðisþjónustu. Kristján taldi mikilvægt að semja á ný en samningsaðilinn sé HSU. Ráðherra var einnig spurður um hvort Hornfirðingar verði á framkvæmdalista um uppbyggingu hjúkrunarheimila til ársins 2020. Kristján svaraði því að þörf sé á fjölgun hjúkrunarrýma á landinu öllu og sem stendur er þörfin fyrir fjölgun ríkari en þörf á endurbótum. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði Bryndís Bjarnason, upplýsinga- og gæðastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar


Eystrahorn

Miðvikudagur 13. maí 2015

www.eystrahorn.is

Sigur í fyrsta deildarleik

Mikill fögnuður í dramatískum sigri þar sem sigurmarkið var skorað á síðustu sekúndum. Mynd: Gunnar Stígur Reynisson.

Meistaraflokkur Sindra sigraði í fyrsta deildarleik sínum við KV, 2-0. Auðun Helgason þjálfari hafði þetta að segja um leikinn: “Þetta var magnaður sigur og frábært að klára þetta á síðasta andartaki leiksins. Ég er fyrst og fremst ánægður með karakterinn í liðinu og vinnuframlagið. Við vorum ekki að spila okkar besta leik en þrátt fyrir það gáfust menn ekki upp. Mér fannst spennustigið í fyrri hálfleik of

Sumar-Humar tónleikar Lúðrasveit Tónskóla A-Skaft. og Lúðrasveit Hornafjarðar verða með tónleika fimmtudaginn 14. maí kl. 14.00 í Sindrabæ. Aðgangseyrir er kr. 2.000-, frítt fyrir 12 ára og yngri. Á tónleikunum verður boðið upp á Jöklaís frá Árbæ.

Vortónleikar

Kvennakór Hornafjaðar heldur vortónleika sína í Nýheimum laugardaginn 16. maí kl. 12:00. Boðið verður upp á “brönns” að hætti kvennakórskvenna og nýr kórbúningur verður frumsýndur. Miðvaverð kr. 2.500,- (tökum ekki kort) Fjölbreytt efnisskrá.

Allir velkomnir

hátt og það varð til þess að spilið gekk of hægt. Undirbúningurinn í vetur hefur gengið vel og tilhlökkunin og spenningurinn í liðinu var mikill. Það er mikill metnaður í hópnum og mikill vilji. Kannski ætluðum við okkur of mikið á heimavelli í fyrstu umferð. Við slökuðum betur á í seinni hálfleik og þá fór spilið að ganga betur. Ég er ánægðastur með viljann og eiginleikann að gefast aldrei upp. Við lentum þrisvar sinnum undir í leiknum en alltaf komum við til baka. Það er ótrúlega erfitt að elta andstæðinginn allan leikinn eins og við gerðum í þessum leik. Þeir skoruðu annað og þriðja markið algjörlega upp úr þurru en þrátt fyrir það sló það engan út af laginu. Menn höfðu trú á verkefninu allan tímann og héldu haus. Það er ótrúlega mikilvægur eiginleiki. Það er svo auðvelt að gefast upp þegar á móti blæs. Það virtist aldrei koma til greina hjá strákunum enda uppskáru þeir svo sannarlega laun erfiðisins í blálokin. Næsti leikur er við ÍR á laugardaginn í Breiðholtinu. Það verður öðruvísi leikur enda annar andstæðingur og aðrar aðstæður. Við ætlum að halda áfram að mæta í leiki sem ein sterk liðsheild þar sem allir vinna fyrir hvorn annan. Vonandi skilar það okkur hagstæðum úrslitum. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem mættu á laugardaginn. Það var kalt og það blés en samt voru öflugir Sindramenn og Sindrakonur í stúkunni. Við fundum svo sannarlega fyrir stuðningnum og hlýjum straumum þegar við jöfnuðum 3-3 rétt fyrir leikslok. Ekki var stuðningurinn og lætin minni í lokin þegar við skoruðum 4-3. Þessi stuðningur gefur strákunum okkar aukinn kraft. Vonandi koma allir aftur og fleiri til þegar við tökum á móti Hetti á Sindravöllum nk. þriðjudag.”

Ítölsk helgi á Hótel Höfn Spennandi ítalskir réttir sem kitla bragðlaukana í boði alla helgina. Fylgstu með Facebooksíðu Hótels Hafnar þar sem matseðillinn verður birtur. Verðum einnig með vinsælu heimsendu rifin. Borðapantanir í síma 478-1240 eða 478-2200.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.