Eystrahorn 20. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 21. maí 2015

20. tbl. 33. árgangur

Um heilbrigðismál

Þann 6. maí sl. var haldið gott og ganglegt málþing hér á Höfn um heilbrigðis- og öldrunarmál. Því voru gerð góð skil í síðasta Eystrahorni. Málþingið var rætt á Alþingi í síðustu viku og mun verða tekið upp á opnum fundi velferðarnefndar í byrjun þings í haust. Mikið var rætt um mikilvægi hreyfingar og félagslegrar örvunar eldri borgara til að auka og bæta lífsgæði þeirra. Varðandi ytri þætti heilbrigðisþjónustunnar voru það tvö mál sem brunnu heitast, áframhaldandi þjónustusamningur og framkvæmd hans innan sameinaðrar stofnunnar og bygging nýs hjúkrunarheimilis. Fram kom í máli heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í pallborði að honum hugnaðist vel áframhaldandi samningur um heilbrigðisþjónustu við sveitarfélagið og hafði hann góðan skilning á þeirri samþættingu innan málaflokksins sem við höfum náð eftir að hafa starfað samkvæmt samningi í nær 20 ár. Það gefur mér von um að endurnýjun sé raunhæfur möguleiki og verður unnið að því í samstarfi við framkvæmdastjórn HSu að sníða nýjan samning þannig að hann þjóni báðum aðilum vel. Varðandi nýbyggingu var það upplifun fundargesta að við værum ekki fremst í röðinni á forgagnslista ráðherra, fjármagn væri takmarkað og forgangsröðunar þörf á landsvísu. Hér væru ekki biðlistar og fólki liði vel. Við höfum sagt það áður og ítrekum það enn að á meðan hjúkrunarrýmin eru 92% tvíbýli og að auki mjög lítil séu í raun allir íbúar hjúkrunarheimilisins á biðlista eftir einkarými sem uppfylli viðmið Velferðarráðuneytis um stærð og aðbúnað. Við búum við það að vera með hæsta hlutfall tvíbýla og ríflega helming allra tvíbýla á Suðurlandi.

Fjarlægð frá sjúkrahúsi, stærð og lögun sveitarfélagsins gerir það að verkum að við þurfum enn frekar að vera sjálf okkur nóg um rými. Án þess að vilja gera lítið úr þörfinni að eyða biðlistum og fjölgun hjúkrunarrýma þar sem þess þarf, þá er þörf okkar brýn og annars eðlis því er ósanngjarnt að etja þessum mismunandi hópum saman í keppni um sama fjármagnið. Einbýli á hjúkrunarheimilum er réttmæt krafa íbúa þar og nauðsyn til að íbúar fái haldið reisn sinni og sjálfstæði á heimili sínu, því hjúkrunarheimili er heimili ekki heimavist. Bæjarstjórn Hornafjarðar mun áfram berjast fyrir því að byggt verði nýtt hjúkrunarheimili, afstaða ráðherra breytir þar engu og hvetur okkur til að leggja enn meiri áherslu á málið svo það komist í framkvæmd.

Skjólgarður Á fundi heilbrigðis- og öldrunarnefndar þann 28. apríl sl. var meðal annars rætt um hvort taka ætti aftur upp nafnið Skjólgarður fyrir hjúkrunarheimilið. Fundarmenn áttu um hugmyndina ágætis umræðu en voru sammála um að best væri að sjónarmið sem flestra kæmu fram áður en ákvörðun yrði tekin. Í mínum huga ætti hjúkrunarheimilið að bera nafn. Við höfum dvalarheimili sem í daglegu tali heitir Mjallhvít og dagvist aldraðra er til húsa í Ekru. Þetta er þó allt starfsemi sem heyrir undir HSu á Hornafirði rétt eins og hjúkrunarheimilið. Skjólgarður finnst mér vera nafn sem lýsir þeirri umhyggju og hlýju sem er innan veggja hjúkrunarheimilis og við tengjum það nú þegar við starfsemina. Lovísa Rósa Bjarnadóttir, formaður Heilbrigðis- og öldrunarnefndar

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Ragna Stefánsdóttir 100 ára

Ragna er fædd á Hlíð í Lóni. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson og Kristín Jónsdóttir. Ragna er elst af fjórum alsystkinum, hin eru Benedikt, Jón og Kristín, en fyrir voru fimm hálfsystkini Guðlaug, Guðrún, Páll, Egill og Skafti. Árið 1935 kom Einar Bjarnason eins árs og ólst á Hlíð. Haustið 1930 fór Ragna til Reykjavíkur að stunda ljósmæðranám og var í eitt ár. Hún starfaði m.a. sem ljósmóðir frá 1942-1955 mest í Lóni og Álftafirði og tók á móti 5060 börnum. Árið 1955 flutti Ragna að Múla í Álftafirði til Rögnvaldar Karlssonar og átti þá eina dóttur Kristínu Stefaníu fædda 1953. Ragna og Rögnvaldur giftu sig 8. september 1956 og eignuðust aðra dóttur Dagnýu 1957. Á Múla bjuggu þau með sauðfé og eina til tvær kýr. Rögnvaldur veiktist árið 1980 og var þá sauðfénu fækkað. Árið 1984 var hann orðinn sjúklingur og dvaldi síðustu árin á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. Hann dó 26. september 1986. Ragna hafði mörg áhugamál, spilamennsku, steinasöfnun, söng, bókbandi, prjónaskap og öðru handverki. Árið 1984 flutti Ragna á Silfurbraut 6 á Höfn. Tók Ragna þátt í félagsstarfi og ferðalögum eldriborgara meðan heilsan leyfði. Hún flutti á Skjólgarð árið 2000 síðan á Mallhvít og 2010 á Hjúkrunarheimilið þar sem hún dvelur núna.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

www.hornafjordur.is


2

Fimmtudagur 21. maí 2015

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Hátíðarmessa á Hvítasunnudag. Ferming.

bjarnanesprestakall.is

Prestarnir

Góður er Drottinn þeim er á hann vona og þeim manni er til hans leitar. - Hlj. 3.25

Mikið úrval

af fallegum og nytsamlegum fermingar- og útskriftargjöfum

Sjón er sögu ríkari

Eystrahorn

Innritun í Grunnskóla Hornafjarðar Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Hornafjarðar fer fram í skólanum 26. maí – 5. júní nk. Foreldrar og forráðamenn barna sem fædd eru 2009 eru beðnir um að hringja í skólann í síma 470-8400, eða koma í Hafnarskóla og innrita börn sín fyrir næsta skólaár. Foreldrar og forráðamenn munu fá sendar nánari upplýsingar af fyrirkomulagi vetrarins í sumar en skóli verður settur með skólasetningarviðtölum dagana 25. og 26. ágúst. Skólastjórnendur

Kaffi á könnunni

Húsgagnaval Langar þig að bæta þig í lestri og ritun? Fræðslunet Suðurlands á Höfn ætlar að bjóða uppá námsleið í byrjun september sem kallast ,,Skref til sjálfshjálpar“ en námið er 60 kennslustundir í lestri og ritun og er ætlað fólki með stutta skólagöngu sem á við lestrar- og ritunarerfiðleika að etja.

Kæru Hornfirðingar Nú er stutt í að stuðboltarnir Gleðigjafar fari á kreik! Fylgist vel með auglýsingu á næstunni í Eystrahorni.

Hægt er að fá námskeiðið metið í allt að 5 einingar á framhaldsskólastigi. Kennari verður Zophonías Torfason, íslenskukennari í FAS og kennt verður tvisvar í viku, í 8 vikur, í Nýheimum. Skráning og frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Nínu Síbyl í síma 560-2050 og á netfangið nina@hfsu.is og Möggu Gauju í síma 470-8074 eða á netfangið gauja@fraedslunet.is.

Garðplöntur og fleira

Opn

um

í da g

Harðgerðustu sumarblómin komin í sölu. Opnunar tilboð 30% afsláttur af sunnukvist og fjallarós. ATH - allar plöntur eru ræktaðar í Dilksnesi.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Opnum fimmtudag 21. maí Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 11:00 - 15:00

Verið velkomin

Gróðrarstöðin Dilksnesi

!


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. maí 2015

Ályktun Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði um heilbrigði- og öldrunarmál Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands á Hornafirði lýsir yfir ánægju með málþing um heilbrigði og öldrun sem haldið var 6. maí sl. Ástæða er til að þakka öllum sem að stóðu og tóku þátt í þinginu. Hornfirðingum er annt um stöðu heilbrigðismála í héraðinu eins og fram kemur í mikilli þátttöku í nýstofnuðum hollvinasamtökum en 252 einstaklingar gengu í samtökin á stofnfundi. Sérstaða sveitarfélagsins m.a. vegna vegalengda kallar á fjölbreytta og góða almenna og alhliða þjónustu. Fjölgun ferðamanna eykur enn frekar þörfina á öflugri heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bregðast fljótt við slysum og áföllum. Heimamenn hafa sýnt mikla biðlund varðandi viðbyggingu við hjúkrunarheimilið. Stjórnin ítrekar að nauðsynlegt er og tímabært að bæta aðbúnað heilbrigðisstofnunarinnar þar sem núverandi aðstaða er alls ekki viðunandi. Það er eðlileg krafa að hið fyrsta verði farið að undirbúa byggingu annars áfanga við hjúkrunarheimilið. Austur-Skaftfellingar hafa sýnt ráðdeild og góðan árangur í rekstri heilbrigðisstofnana í héraði. Góð reynsla af þjónustusamningi sveitarfélagsins og ríkisins um heilbrigðis- og öldrunarmál hlýtur að verða fyrirmynd að nýjum samningi sem mikilvægt er að líti dagsins ljós áður en núverandi samningur rennur út í lok árs 2016. Það er óásættanlegt ef þörfum íbúa á Suðausturlandi er ekki sýndur skilningur nú og tími framkvæmda er sannarlega runninn upp.

3

Lifandi bókasafn skemmtilegt verkefni

Höfn 13. maí 2015. Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, Hornafirði, Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Albert Eymundsson, Ari Jónsson, Elín Freyja Hauksdóttir, Haukur Helgi Þorvaldsson, Elísabet Einarsdóttir og Ester Þorvaldsdóttir

Aðalfundur Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar 2015 Aðalfundur Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar verður haldinn í Vöruhúsinu, jarðhæð, fimmtudaginn 28. maí nk., kl. 20:00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður talið í – blús og rokk á hornfirska vísu. Félagar klúbbsins eru hvattir til að mæta og nýir félagar eru boðnir velkomnir. Stjórn Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar

Umsóknir í Styrktarog afrekssjóði USÚ Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25, eða í tölvupósti á usu@hornafjordur.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 8. júní. Reglur og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu USÚ, www.usu.is.

Þann 2. maí sl. var haldið Lifandi bókasafn í Nýheimum en hugmyndarfræðin snýst um að gefa fólki tækifæri á að kynnast öðru fólki og þeirra reynsluheimi, brjóta þannig niður staðalmyndir og vinna á eigin fordómum. Óhætt er að segja að viðburðurinn heppnaðist einstaklega vel hér á Höfn en hann var styrktur af Ungu fólki í Evrópu í tilefni Evrópsku ungmennavikunnar. Í boði voru 12 bækur, með ýmsa titla m.a var hægt að leigja sér víking, konu frá Perú, hreyfihamlaða stúlku og flogaveika stúlku, femínista, eldri borgara, starfsmann á plani hjá Skinney-Þinganesi, Hornfirðing frá Filippseyjum, þýska stúlku, ásatrúargoða, samkynhneigða stúlku o.fl. Yfir 45 manns mættu og voru útleigur á bókum yfir 70 talsins. Mikil stemning og gleði ríkti í Nýheimum þennan dag og sveif aukinn skilningur og umburðarlyndi yfir Höfn sem vonandi er komið til að vera. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg, bæði þeir sem tóku þátt sem bækur og sérstaklega þeim sem mættu og lásu bækurnar með opnum hug. Bókaverðir og Jafningjafræðsla Nýheima

Pizza-bílstjóri óskast í sumar

Um er að ræða vaktir frá kl 18:00-23:00. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þann sem vill aukavinnu í sumar og verða hluti af skemmtilegum og hressum starfsmannahópi Hótels Hafnar.

Áhugasamir hafið samband í síma 478-1240 eða info@hotelhofn.is


4

Fimmtudagur 21. maí 2015

Eystrahorn

Góður árangur í sundi Heilsuvernd starfsmanna

Ráðgjöf í fjarveru frá vinnu Starfsmannaheilsuvernd er margþætt svo sem hjúkrunarþjónusta, læknisskoðanir og sálfræðiþjónusta. Einn af mörgum þáttum starfsmannaheilsuverndar, fjarvistastjórnun hefur náð vaxandi umræðu síðustu 15 árin. Rannsóknir hafa bent til þess að fjarvistir séu ekki einungis einn þeirra þátta sem hafa áhrif á samkeppnihæfni og rekstarafkomu fyrirtækja, heldur gefur fjarvistastjórnun mjög gott tækifæri til að stjórna mörgum þáttum sem hafa áhrif á tíðni og lengd fjarvista, vinnustaðamenningu, framleiðni og vellíðan starfsmanna í vinnu. Fjarvistastjórnun tengist heilsu og líðan einstaklinga og þeim starfskröfum sem gerðar eru á mismunandi vinnustöðum og störfum. Með góðu skipulagi á vinnustað, öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi auk meðvitaðrar stjórnunar fjarvista sem og stuðnings við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys, má hafa áhrif á fjarveru frá vinnu. Með fjarvistastefnu og skráningu fjarvista, ásamt almennri umræðu um fjarvistir og þekkingu starfsmanna á verkferlum fjarvistastjórnunar hjá viðkomandi fyrirtæki, aukast líkur á að hægt sé að draga úr tíðni og lengd fjarvista. Menning fyrirtækisins, vinnuumhverfið, stuðningur við stjórnendur og skýrir verkferlar varðandi tilkynningar og endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys, geta haft afgerandi áhrif á hversu auðvelt er að fara aftur til vinnu þrátt fyrir minniháttar heilsufarslega óþægindi eða einkenni. Ekki er hægt að koma í veg fyrir allar fjarvistir, en það er hægt að draga úr þeim með vali á aðferðum sem taka tillit til aðstæðna tengdum störfum og menningu á vinnustað. Taka þarf tillit til fjölþættra ástæðna veikindafjarvista þegar verið er að leita leiða til að ná árangri við að aðstoða einstaklinga í veikindum. Taka þarf tillit til þess og viðurkenna að starfsmenn þurfa að taka sér frí frá vinnu og hafa réttmætar ástæður til þess. Ákveðið hlutfall veikindafjarvista er óumflýjanlegt og nauðsynlegt að styðja við veika starfsmenn. Traust og velvilji eru grundvallaþættir í árangursríkri endurkomu til vinnu auk þess að vinna gegn félagslegum og samskiptalegum hindrunum. Styðja þarf við starfsmenn og stjórnendur með fjarvistastefnu og mótun vinnuferla. Segja má að fjarvistastefna, ekki síður en ákvæði um forvarnir og vinnuvernd ætti að vera hluti af mannauðsstefnu hvers fyrirtækis. Margir vinnustaðir hafa trúnaðarlækni sem og hjúkrunarfræðing sem veitir rágjöf í fjarveru frá vinnu sem og heilsuvernd starfsmanna. Ólöf Árnadóttir, hjúkrunarstjóri í Rangárþingi

Atvinna

Starfsmann með bílpróf vantar til sumarafleysinga hjá Eimskip á Höfn frá 1. júní til 31. ágúst. Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107.

Átján krakkar úr Sunddeild Sindra tók þátt í vormóti Neista á Djúpavogi 9. maí og kepptu þau ásamt krökkum af öllu Austurlandi. Krökkunum gekk ljómandi vel, þau yngstu fengu þátttökupening og nokkur unnu til verðlauna: •

Anna María, 10-12 ára, gulli í 50 m skriðsundi og silfur í 50 m bringusundi.

Ólöf Ósk, 10-12 ára, silfur í 50 m skriðsundi

Sandra Rós, 13-14 ára, gull í 50 m baksundi, silfur í 100 m skriðsundi, silfur í 50 m flugsundi

Agnes, 16 ára, silfur í 100 m skriðsundi, silfur í 100 m bringusundi, brons í 50 m flugsundi.

Einnig náðu Sandra Rós, Agnes, Ingunn Ósk og Íris Mist gulli í 4x50 m boðsundi.

Aðalfundur Skógræktarfélags Austur-Skaftafellssýslu verður haldinn fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 17:00 í fundarsal Ráðhúsins

Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skýrsla stjórnar reikningar félagsins lagðir fram kosning stjórnar 2. Framkvæmdir í Hafnarskógum í sumar 3. Framkvæmdir í Haukafelli í sumar 4. Önnur mál. Nýjir félagar og allir áhugasamir hjartanlega velkomnir. Stjórnin


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. maí 2015

5

Af högum hugmyndum ungmenna um samfélagið og skólann Síðastliðið haust fór af stað tveggja ára verkefni á vegum Þekkingarsetursins Nýheima sem kallast Mótstöðuafl (e. Opposing Force). Verkefnið er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni, stutt af Evrópusambandinu, og viðfangsefnið ungt fólk og atgervisflótti. Verkefnið er tvíþætt: Annars vegar valdefling ungmenna; og hins vegar viðhorfskönnun meðal ungs fólks. Valdeflingin hér var í formi jafningjafræðslu þar sem efnistökin voru jafnrétti kynjanna og staðalmyndir. Viðhorfskönnunin fór fram með viðtölum við ungt fólk þar sem innt var eftir viðhorfum þátttakenda til virkni í samfélaginu, atvinnutækifæra og menntunarkosta í heimabyggð. Jafningjafræðsla byggir á þeirri hugmyndafræði að hópur ungmenna kafar ofan í tiltekið málefni, í þessu tilfelli jafnrétti, og undirbýr sig til að fræða jafningja sína um efnið. 12 hornfirsk ungmenni frá FAS tóku þátt í námskeiðinu sem stóð í 6 vikur. Síðan þá hefur hópurinn frætt nemendur í 10. bekk Heppuskóla, heimsótt Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Nýheimum, og fyrirhugar að fræða´97 og ´98 árgangana í FAS. Þá má rekja stofnun Hinseginfélags FAS og Femínistafélags FAS – FemFAS til hópsins, hvoru tveggja jafnréttismálefni. Á dögunum var svo haldið manneskjubókasafn í Nýheimum sem fékk góða aðsókn og undirtektir. Tilgangurinn með menneskjubókasafni er einmitt að takast á við fordóma og ranghugmyndir. Um niðurstöður viðhorfskönnunarinnar má segja að viðhorf ungmenna í Hornafirði séu nokkuð einróma. Þar kemur skýrt fram að

samfélagsleg virkni sé takmörkuð, mest í tengslum við framhaldsskólann. Þau upplifa litla eftirspurn eftir þátttöku eða hugmyndum þeirra um málefni sveitarfélagsins eða viðburði í samfélaginu á Höfn. Hvatning til þátttöku sé af skorunum skammti og að upplýsingar berist ekki til þeirra. Spurð um atvinnutækifæri og möguleika til að hasla sér völl innan fyrirtækja í Hornfirði þá telur unga fólkið að möguleikarnir séu litlir fyrir utan tiltekin hóp tengdan fyrirtækjunum fjölskylduböndum. Innt eftir hugmyndum þeirra um tækifæri til menntunar í Hornafirði kemur fram að FAS stendur styrkum fótum í hugum ungs fólk. Skólin hefur á sér jákvæða og eftirsóknarverða ímynd – það er almennt eftirsóknarvert að sækja FAS og foreldrar hvetja börn sín til að fara þangað. Þá kemur sterklega fram að skólinn er forsenda félagslífs ungs fólks. Um möguleika til háskólanáms í Hornafirði þá virðist ungt fólk hvorki vera vel upplýst um þá kosti eða hafa áhuga á því. Öðru máli gegnir hins vegar um þá sem nú þegar eru á atvinnumarkaði. Þeir virðast jákvæðari fyrir háskólanámi í heimabyggð, gjarnan samhliða starfi.

Næstu heimaleikir

Af áfanganiðurstöðum verkefnisins að dæma þá er valdeflingar og hvatningar þörf meðal ungmenna í Hornafirði. Jafningjafræðslan hefur ýtt undir gerjun og róttækni meðal ungs fólks sem hefur áhuga á að láta til sín taka með þátttöku og aðgerðum. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar gefa einmitt til kynna að ungt fólk sé almennt félagslega óvirkt og utangáttar í félagslífi fyrir utan framhaldsskólann. Í niðurstöðunum eru einnig vísbendingar um að ungt fólk upplifi ójöfn og takmörkuð tækifæri til atvinnu í bænum og sjái ekki þá möguleika sem eru fyrir hendi. Öllu ánægjulegra er hin jákvæða mynd sem FAS hefur meðal ungra íbúa í Hornafirði. Næstu skref er síðari hrina valdeflingar á haustmánuðum en ekki verður ráðist í frekari viðhorfskönnun í tengslum við verkefnið. Hins vegar hefur Mótstöðuafl getið af sér annað verkefni sem kallast Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni og felur í sér ítarlega könnun á þörf fyrir valdeflingu og fræðslu. Það verkefni hlaut styrk frá Byggðarsjóði og búist er við að verkefnið hefjist einnig á haustmánuðum.

Frá Kvennakórnum

2. deild karla - Sindravellir Laugardaginn 23. maí kl. 14:00

Sindri - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar 1. deild kvenna - Sindravellir Miðvikudaginn 27. maí kl. 20:00

Sindri - Höttur

4. flokkur kvenna - Sindravellir Þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00

Sindri - Fjarðabyggð/Leiknir

Mætum öll á völlinn

ÁFRAM SINDRI!

Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar eru nýafstaðnir og þökkum við öllum þeim sem komu, kærlega fyrir komuna og undirtektirnar. Einnig þökkkum við þeim fjölmörgu sem styrktu okkur. Framundan er meiri söngur og gleði. Við viljum minna á fermingar-og útskriftarskeytin sem hægt er að panta hjá Eyrúnu 8921527 og Snæfríði 8209619. Við tökum fagnandi á móti ykkur og óskum öllum gleðilegs sumars. Kvennakór Hornafjarðar


6

Fimmtudagur 21. maí 2015

Sölufulltrúi á Höfn Ölgerðin óskar eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn starfsmann til að hafa umsjón með sölu og þjónustu Ölgerðarinnar á Höfn og nágrenni. Um er að ræða 35% stöðugildi. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. Reynsla af sölu- og markaðsmálum er æskileg. Áhugasamir sendið umsókn á vef Ölgerðarinnar www.olgerdin.is/vinnustadurinn/umsokn/ um menntun, reynslu og fyrri störf merkt Sölufulltrúi á Höfn fyrir 10. júní nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað.

Eystrahorn

Forskólasund

Sunddeild Sindra ætlar að bjóða uppá forskólasund fyrir börn sem eru að hefja skólagöngu í haust. Markmið námskeiðsins er að börnin verði örugg í vatni, fari í kaf og kafað, blásið frá sér ofan í vatni, flotið á kvið og baki. Kennt verður mánudag – föstudag frá klukkan 8:00-8:40 í tvær vikur Tekið verður við 8 börnum á hvert námskeið og fer fjöldi námskeiða eftir þátttöku. Byrjum að taka niður skráningu á námskeið sem hefst 8.júní til 19. júní. Þáttökugjald er 9500 kr. Kennarar verða Sigurborg Jóna og Ingvi. Skráning á netfangið sigurborgj@hornafjordur.is

Sundnámskeið fyrir börn fædd 2007 og 2008

Á námskeiðinu verður kennt skriðsund, bringusund og aðeins baksund, en áhersla verður á fyrri tvö. Kennt verður þrisvar sinnum í viku í 3 vikur. Þáttökugjald er 8550 Námskeiðið verður í byrjun júní en nánari dagsettning auglýst síðar Kennari er Goran Basrak Skráning á netfangið stefanias@hornafjordur.is.

Sunddeild Sindra


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. maí 2015

7

Miðlun upplýsinga í ferðaþjónustu

Hugleiðingar varðandi frjálsíþróttadeild Sindra

Vatnajökulsþjóðgarður rekur fjórar gestastofur sem raða sér í kringum jökulbreiðuna. Við erum svo lánsöm í Sveitarfélaginu Hornafirði að hér eru tvær gestastofur, í Skaftafelli og á Höfn. Í gestastofum þjóðgarðsins er lögð áhersla á fræðslu um þjóðgarðinn og náttúruvernd, m.a. í formi upplýsingagjafar, sýninga og viðburða. Gestastofurnar þjóna einnig því mikilvæga hlutverki að vera upplýsingamiðstöðvar. Á vef Ferðamálastofu má m.a. nálgast þessar upplýsingar um upplýsingamiðstöðvar:

Í gegnum tíðina hefur frjálsíþróttadeild Sindra verið starfrækt hér á Höfn með mismunandi fjölda iðkenda. Oft hafa keppendur frá deildinni náð frábærum árangri og er það vel . Aðstaða til æfinga hefur auðvitað batnað stórlega og skiptir það miklu máli fyrir deildina en því miður hefur mikið borið á því að börn og jafnvel fullorðnir eru að hjóla á tartanbrautinni sem er stranglega bannað og biðlum við til foreldra að ræða við börn sín að gera þetta ekki og að sjálfsögðu að foreldrarnir sýni gott fordæmi og hjóli ekki á brautinni. Það skemmir kannski ekki brautina beint að hjóla á henni en þegar krakkarnir leggja hjólin frá sér þá heggst upp úr brautinni og þá fara að koma göt á tartanið. Það væri mikil synd ef þessi fína aðstaða yrði skemmd og vonandi geta allir tekið sig á og passað upp á þetta í sameiningu. Eins hefur því miður verið gengið mjög illa um gáminn við íþróttavöllinn þar sem deildin hefur aðstöðu til að geyma æfingadót og t.d. hafa verið brotnar þó nokkrar grindur sem verið er að taka og fara með inn í Báruna. Þetta þykir okkur mjög miður og vonumst til að sjá betri umgengni og virðingu við íþróttaáhöldin. Að skemmtilegri málum þá styttist óðum í sumarið og hefur tíðkast að frjálsíþróttadeild Sindra haldi úti starfi á sumrin fyrir 6 ára börn og eldri. Sami háttur verður hafður á í sumar og vonumst við til að fá sem flesta krakka til að mæta á æfingar því það eru mörg mót til að keppa á og sérstaklega rétt að tala um unglingalandsmótið í því sambandi. Þar höfum við stórskemmtilega fjölskylduhátíð með sín frábæru gildi og allir geta tekið þátt. Einnig er vert að minnast á Sumarhátíð UÍA sem er mjög skemmtilegt mót og svo auðvitað Sindraleikana sem deildin heldur á Hátíð á Höfn. Til að keyra sumarstarfið hressilega í gang og fá fleiri iðkendur inn verður haldinn frjálsíþróttadagur í byrjun júní þar sem allir geta komið og fengið að prófa sem flestar greinar, við verðum m.a. með stöðvaþjálfun og endum svo fjörið á að grilla eitthvað gott. Þessi dagur verður nánar auglýstur svo endilega fylgist vel með Eystrahorni í lok maí því þá verða einnig auglýstir æfingatímarnir fyrir sumarið.

Hlutverk upplýsingamiðstöðva er að auka gæði þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn og veita þeim þær upplýsingar sem þeir þarfnast til að auðvelda sér ferðalagið. Með betri upplýsingum er líklegra að ferðamaðurinn veiti sér eitthvað sem hann hefði annars farið á mis við og er því oft um beinan fjárhagslegan ávinning að ræða. Hlutverk upplýsingamiðstöðva er einnig að auðvelda hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri. Með auknum upplýsingum til ferðamanna aukast líkurnar á vel heppnuðu fríi en kannanir sýna að ánægður ferðamaður er okkur mikilvæg auglýsing. Upplýsingamiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki varðandi öryggi ferðamanna. Einnig er mikilvægt að stuðla að aukinni dreifingu þeirra um landið. Þannig njóta fleiri tekna af ferðamönnum og álagið á viðkvæma náttúru landsins dreifist. Með þessum orðum langar mig til þess að minna heimamenn á mikilvægi gestastofanna í Skaftafelli og Höfn í þeirri miklu og góðu þjónustu sem héraðið veitir ferðamanninum. Starfsfólk gestastofanna leggur sig fram við að veita upplýsingar um allt það sem á einhvern hátt tengist ferðalögum innlendra sem erlendra ferðamanna. Og að sjálfsögðu veitum við eingöngu upplýsingar um þá sem hafa tilskilin leyfi. Við leitumst við að safna upplýsingum m.a. með því að skoða heimasíður og fésbókina, senda út fjölpóst, fylgjast með Eystrahorni, fylgjast með fréttum o.s.frv. En við þurfum líka á aðstoð ykkar að halda til að geta veitt sem bestar upplýsingar, nef okkar nær einfaldlega ekki nógu langt til að geta þefað allt uppi! Við biðlum því til ferðaþjónustuaðila og annarra sem málið varðar að hjálpa okkur að veita sem besta þjónustu með því að senda okkur upplýsingar um opnunartíma, tímabundnar lokanir, viðburði, nýja starfsemi og annað sem ykkur finnst eiga erindi við okkur og ferðamennina. Með bestu kveðjum og óskum um heillavænlegt ferðamannaár. Fyrir hönd gestastofanna í Skaftafelli og Höfn, Helga Árnadóttir.

Skaftafellsstofa • Sími: 470 8300 • Netfang: skaftafell@vjp. is. Opnunartími: Maí - sept 9-19, okt-nóv 10-17, des 11-16.

Gamlabúð, Höfn • Sími 470 8330 • Netfang: hofn@vjp.is Opnunartími: Maí 10-18, júní,júlí,ágúst 8-20, sept 10-18. Vetraropnun auglýst síðar.

Allir í frjálsar, Frjálsíþróttadeild Sindra

Rakarastofan verður lokuð eftirtalda daga:

• 28. – 29. maí • 5. – 13. júní • 19. júní Rakarastofa

Baldvins


Íslensk ferðaþjónusta Við bjóðum á hádegisverðarfund um íslenska ferðaþjónustu á Hótel Höfn 27. maí.

Dagskrá:

Nýverið gaf Íslandsbanki í fyrsta skipti út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Það er okkar von að skýrslan sé gagnleg og góð viðbót við umfjöllun um ferðaþjónustu á Íslandi og nái markmiði sínu, að gera lesendur fróðari um þessa mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein þjóðarinnar.

11.45 Fundarstjóri býður gesti velkomna

Af þessu tilefni efnum við til hádegisverðarfundar á Höfn í Hornafirði þar sem skýrslan verður kynnt. Fundurinn fer fram á Hótel Höfn miðvikudaginn 27. maí, kl. 11.30-12.45.

12.15 Bílaleigubílar á íslenskum vegum Óðinn Valdimarsson, viðskiptastjóri Fyrirtækja hjá Ergo

11.30 Húsið opnað

Fundurinn er opinn öllum og aðgangur er ókeypis.

Sími 440 4000

12.25 Niðurstöður könnunar MMR um íslenska ferðaþjónustu Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka 12.45 Fundi slitið

Skráning fer fram á islandsbanki.is/ferdathjonusta

Netspjall

12.05 Hótelmarkaðurinn á Íslandi Sváfnir Gíslason, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði

12.35 Fyrirspurnir og umræður

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

islandsbanki.is

11.50 Ferðaþjónustan í þjóðhagslegu samhengi Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka

Facebook

Fundarstjóri: Gunnar Friðgeir Vignisson, útibússtjóri Íslandsbanka á Reyðarfirði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.