Eystrahorn 21. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 28. maí 2015

21. tbl. 33. árgangur

Útskrift Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu

Mynd: Sigurður Mar

Á laugardaginn fór fram útskrift frá FAS við hátíðlega athöfn í Nýheimum. Að þessu sinni voru útskrifaðir 13 stúdentar, þrír nemendur af fjallamennskubraut, fjórir vélaverðir og einn af B stigi vélstjórnar. Nýstúdentar eru: Anna Lilja Gestsdóttir, Guðrún Kristín Stefánsdóttir, Heiðdís Anna Marteinsdóttir, Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, Ljósbrá Dögg Ragnarsdóttir, Lydía Angelíka Guðmundsdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir, Tómas Ásgeirsson, Una Guðjónsdóttir, Þorlákur Helgi Pálmason og Þórhildur V. Sigursveinsdóttir. Af fjallamennskubraut útskrifast: Gestur Hansson, Skúli Magnús Júlíusson og Þórdís Kristvinsdóttir. Vélaverðir eru: Guðjón Björnsson, Gunnar Freyr Valgeirsson, Hallmar Hallsson og Hallur Sigurðsson. Vélstjóri af B stigi er Loftur Vignir Bjarnason. Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ragnar Magnús Þorsteinsson eins og fram kemur í viðtali hér í blaðinu. Ritstjóri óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Ragnar Magnús Þorsteinsson dúx í viðtali Hvað þarf til að ná góðum árangri í námi?

þátt og kæmu með hugmyndir. Leiksýningar sem ég hef tekið þátt í hafa staðið upp úr hjá mér því þetta hafa verið mjög skemmtileg verkefni og er upplyfting fyrir bæjabraginn. Það sem skólinn gæti gert betur væri líklega fjölbreyttari áfangar, fleiri raungreinar og kenna áfanganna oftar svo fólk lendi ekki oft í árekstri í stundatöflu.

Það sem þarf til að ná góðum árangri er mikið skipulag, metnaður til að vilja ná góðum prófum eða skila góðu verkefni. Það sem hefur hinsvegar skilað mér ágætis einkunnum er að fylgjast með í tímum og spyrja spurninga til öðlast meiri þekkingu á námsefninu, þar sem ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna náminu utan skólatíma. Þú hefur verið virkur í íþróttum, tónlist o.fl. Er ekkert erfitt að samræma þetta allt? Nei, nei, þetta hefur bara hjálpað mér ef eitthvað er. Ég þekki ekki annað en að hafa mikið að gera og það hjálpar mér talsvert við skipulag því mér finnst gott að vinna undir pressu og þurfa að skila verkefnum á ákveðnum tíma og geta ekki alltaf verið að fresta hlutunum. Hvað segir þú um skólana? Ég var náttúrulega í Menntaskólanum á Egilsstöðum núna seinasta vetur til að þjálfa fimleika hjá Hetti en ég var í FAS fyrstu tvö árin. Mér líkaði vel í báðum þessum skólum, tiltölulega fámennir og persónulegir þó að FAS sé að mínu mati ennþá persónulegri sem er kostur. Í ME er svokallað spannakerfi þar sem önninni er skipt upp í tvennt og maður er í færri áföngum á hverjum tíma. Þetta kerfi fannst mér fínt en fann svo sem engan stóran mun á að vera í annar eða spannar kerfi. Kennslan í FAS er góð, kennararnir

Hvað tekur nú við?

Mynd: Sigurður Mar

leggja mikinn metnað í að vera með góða kennslu. Það sem stendur upp úr hjá mér er kannski að það vantar meiri og betri náttúrufræðikennslu. Það eru samt nokkrir áfangar kenndir í fjarnámi sem er frekar erfitt í náttúrufræðifagi. Það sem stendur hinsvegar upp úr í skólanum myndi ég líklega segja að væru þessar tvær ferðir sem ég fór á vegum skólans ásamt öðrum í Erasmus og Etwinning verkefni til Ungverjalands og Tríer í Þýskalandi. Þessar ferðir voru mjög skemmtilegar og lærdómsríkar eins og að búa inni á öðru heimili, tungumálin, menningin og skemmtunin. Ég vil þakka henni Hjördísi Skírnisdóttur kærlega fyrir þessar ferðir en hún hefur séð um þær með glæsibrag. Félagslífið er svo sem ágætt í FAS, böllinn á sínum stað og fleira. Hinsvegar vantaði, þegar ég var varaforseti, að nemendur tæku meiri

Það sem tekur við hjá mér núna er að ég ætla að vinna í eitt ár til að átta mig á hvað ég vil læra í framhaldsnámi. Ég er að taka að mér yfirþjálfarastöðuna í fimleikunum hér á Höfn og verður það krefjandi starf þar sem við erum líklega að fara af stað með sex keppnislið sem er tvöföldun frá því í fyrra og hafa aldri verið svo mörg keppnislið á Höfn áður í fimleikum. Einnig ætla ég að vinna á Humarhöfninni þar sem ég hef unnið undarfarin ár og síðan er allt bara opið. Að lokum vil ég þakka öllum kennurunum mínum sem hafa kennt mér, sömuleiðis vil ég þakka fjölskyldunni fyrir að styðja mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þá á hún móðir mín sérstakkar þakkir skyldar fyrir að vera nokkurskonar einkanámsráðgjafi. Einnig vil ég þakka þeim yfirmönnum sem ég hef unnið hjá fyrir stuðning og hjálpsemi. Ritstjóri óskar Ragnari Magnúsi til hamingju með glæsilegan árangur og velfarnaðar í framtíðinni.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 28. maí 2015

Samúðarkort Hafnarkirkju eru til afgreiðslu hjá:

Eystrahorn

Andlát

Halldór Ásgrímsson

Ástu Sveinbjörnsdóttur í sími 478-1479 / 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í sími 478-1646 / 864-4246 Hafdísi Eiríksdóttur í síma 478-1953 / 696-6508 Bankareikningur/kjörbók í LÍ: 0172-05-061552 kt. 590169-7309 Sóknarnefnd Hafnarsóknar

TÓNLEIKAR GLEÐIGJAFA Ágætu Hornfirðingar Laugardaginn 30.maí halda Gleðigjafar, kór eldri borgara sína vortónleika. Tónleikarnir verða í Hafnarkirkju klukkan 16:00. Nú langar okkur að safna fyrir góðu píanói í Ekrusalinn, og eru þessir tónleikar því til styrktar. Aðgangseyrir er kr. 2.000, en hverjum og einum er í lófa lagið að borga meira en það, allt fer í sjóðinn. Stjórnandi Gleðigjafa er Guðlaug Hestnes, undirleik á píanó sér Gunnar Ásgeirsson um og Haukur Þorvaldsson þenur nikkuna. Vonandi sjáum við sem flesta, því fleiri því betra!

Halldór Ásgrímsson fæddist á Vopnafirði 8. september 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. maí 2015. Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson framkvæmdastjóri á Höfn í Hornafirði f. 7.2 1925, d. 28.3 1996, og Guðrún Ingólfsdóttir húsmóðir f. 15.6 1920, d. 14.7 2004. Systkini Halldórs eru: 1) Ingólfur, f. 1945, maki Siggerður Aðalsteinsdóttir. 2) Anna Guðný, f. 1951, maki Þráinn Ársælsson. 3) Elín, f. 1955, maki Björgvin Valdimarsson. 4) Katrín f. 1962, maki Gísli Guðmundsson. Halldór kvæntist 16.9 1967 Sigurjónu Sigurðardóttur læknaritara f. 14.12 1947. Foreldrar hennar voru Sigurður Brynjólfsson f. 1918, d. 2002 og Helga K. Schiöth f. 1918, d. 2012. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 1969, maki Karl Ottó Schiöth. Börn þeirra: a) Linda Hrönn f. 1988, maki Sigurjón Friðbjörn Björnsson f. 1988. Börn þeirra: Svava Bernhard f. 2010 og Steinarr Karl f. 2013. b) Karl Friðrik f. 1996 2) Guðrún Lind, f. 1975, maki Ómar Halldórsson. Börn þeirra: Halldór Andri f. 2008 og Hilmir Fannar f. 2009. 3) Íris Huld f. 1979, maki Guðmundur Halldór Björnsson. Börn þeirra: Tara Sól f. 2005 og Hera Björk f. 2008. Halldór lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1965, námi í endurskoðun 1970 og fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1972. Hann stundaði framhaldsnám við Verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn árin 1971–73. Hann var lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 1973-75 en helgaði sig eftir það stjórnmálastörfum og öðrum opinberum störfum. Halldór var alþingismaður Austurlands 1974–78 og 1979–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2006 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var skipaður varaformaður Framsóknarflokksins 1980–94 og var formaður hans frá 1994– 2006. Halldór var sjávarútvegsráðherra 1983-91 og ráðherra norrænna samstarfsmála 1985–87 og 1995–99, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988–89, utanríkisráðherra 1995–2004, forsætisráðherra 2004– 2006. Í maí 1999 gegndi hann um tíma störfum umhverfis- og landbúnaðarráðherra og í janúar og febrúar 2001 fór hann með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Halldór sat í fjölmörgum nefndum og ráðum um ævina. Hann sat í bankaráði Seðlabanka Íslands 1976–83, (formaður 1980–83). Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1977–78, 1980–83 og 1991–95 (formaður 1982–83 og 1993–95), Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1976. Sjávarútvegsnefnd 1991– 94, efnahags- og viðskiptanefnd 1991–94 (formaður 1993–94), utanríkismálanefnd 1994–95, sérnefnd um stjórnarskrármál 1994– 95. Formaður hóps miðjuflokkanna í Norðurlandaráði 1993–95. Halldór tók við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 1. janúar 2007 með aðstöðu í Kaupmannahöfn og gegndi því starfi fram á árið 2013. Eftir að opinberum embættisstörfum Halldórs lauk fluttist hann til Íslands á ný og sinnti störfum í ýmsum alþjóðlegum samtökum sem beita sér fyrir friði og mannréttindum. Útför Halldórs fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag, 28. maí 2015 og hefst kl. 13:00.


Eystrahorn

Fimmtudagur 28. maí 2015

Frá Ferðafélaginu

Eitt fjall á mánuði

www.eystrahorn.is

Við sjáum árangur – höldum áfram

Laugardaginn 30. maí

Brunnárheiði í Lóni. Hækkun 500-600 m. Lagt af stað kl 9.00 frá tjaldstæðinu og sameinast í bíla. Munið léttan bakpoka,nesti og klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Skorum á starfsfólk Nýheima og Menningamiðstöðvar að fjölmenna í þessa ferð. Ferðatími er um 4-5 klst. Verð 1000 fyrir 18 ára og eldri. Séu hundar með skal vera ól meðferðis. Allir velkomnir. Frekari upplýsingar veitir Ragna Pétursdóttir í síma 662-5074

GOLFKENNSLA 3., 4., 5. og 6. júní 2015

Staðsetning: Silfurnesvöllur, Hornafirði. Kennari: Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari (kennir hjá MP golf við golfklúbbinn Odd). Í boði er námskeið og einkakennsla. Námskeiðin verða 1 klst. í senn og sett upp í samræmi við þátttöku. Miðað er við 3 til 5 manns í hóp og þau henta bæði byrjendum og lengra komnum. Nánari upplýsingar og tímasetningar þegar þátttaka verður ljós. Einnig verður boðið upp á barna- og unglinganámskeið ef þátttaka fæst. Einkakennsla: - 30 mínútur: 6.000 kr. - 60 mínútur: 12.000 kr. (Fleiri geta komið saman í einkakennslu) Áhugasamir endilega hafi samband – allar séróskir verða skoðaðar og breytingar verða í takt við áhuga og aðstæður.

Golfkveðja, Andrea Ásgrímsdóttir andreaasgrims@gmail.com • Sími: 840-5240

Nú þegar styttist í skólalok er okkur efst í huga þakklæti til ykkar sem stóðuð með nemendum og okkur í Grunnskólanum í lestrinum í vetur. Á þessu skólaári hefur verið lögð mikil áhersla á lestur og strax á haustdögum var ákveðið að taka upp samræmd vinnubrögð við framkvæmd lestrarþjálfunar í skólanum. Settir voru saman lestrarferlar sem nemendur og foreldrar fengu kynningu á í viðtölum í nóvember. Í stuttu máli má segja að þessi vinnubrögð ganga út á það að allir nemendur Grunnskólans lesi heima í a.m.k. 10 mín. á dag og allir nemendur lesi í skólanum daglega ýmist upphátt eða í hljóði. Markmiðið er að ná upp leshraða og þar með auka líkur á velgengni nemenda í námi og lífi. Góð færni í lestri er mikilvægur grunnur undir allt nám. Þegar niðurstöður í lok skólaársins eru skoðaðar er þrennt sem lesa má út úr þeim. Í fyrsta lagi hefur mikill meirihluti nemenda bætt leshraða sinn. Í öðru lagi hefur lesskilningur nemenda aukist og síðast en ekki síst lesa margir nemendur mun áheyrilegar en áður. Þessar jákvæðu framfarir þökkum við fyrst og fremst því jákvæða viðhorfi og eftirfylgni sem við höfum fengið í foreldrahópnum. Það er einlæg von okkar að hornfirskum börnum gangi vel og við finnum að alla langar til þess. Það að nemandi nái árangri í námi er í raun og veru á ábyrgð þriggja aðila: Nemandans sjálfs, foreldra hans og kennara. Það má bæta fjórða aðila við sem er samfélagið sem hann elst upp í - sem sagt við öll. Því miður er það reynsla margra kennara að sumum nemendum fer lítið eða ekkert fram í leshraða yfir sumartímann og þess eru mörg dæmi að nemendur hafi ekki náð upp fyrri leshraða fyrr en um áramót. Því hvetjum við samfélagið okkar hér á Hornafirði til þess að styðja við börnin og þann góða árangur sem þau hafa náð með því að stuðla að því að þau lesi í sumar. Nokkrar góðar hugmyndir að samverustund með lestri í sumarfríinu okkar: • ·Að lesa sömu bók – fullorðinn og barn, spjalla um efni hennar. • ·Víxllestur – Lesa upphátt saman sömu bók en skiptast á að lesa. Það þarf ekki að skipta blaðsíðum jafnt á milli sín. • ·Samlestur – Fullorðinn og barn lesa upphátt sama texta á sama tíma. • ·Bergmálslestur – Fyrst les sá fullorðni eina setningu/eina blaðsíðu og síðan barnið. • ·Ef verið er á ferðalagi – finna lesefni sem tengist svæði sem ferðast er um t.d. þjóðsögur. • ·Taka þátt í sumarlestri á Menningarmiðstöðinni. Til þess að auka framfarir í lestri er best að lesið sé eitthvað á hverjum degi, að þjálfunin sé regluleg og sé partur af daglega lífinu.

Lesum með börnunum okkar í sumar. Fyrir hönd teymis um Leið til árangurs í Grunnskóla Hornafjarðar Brynja Baldursdóttir og Nanna Dóra Ragnarsdóttir


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 28. maí 2015

Kári kaupir bíl

Eystrahorn

Starfskraftur óskast

Vélsmiðja Hornafjarðar ehf. óskar eftir starfskrafti á skrifstofu sem fyrst. Reynsla af skrifstofustörfum æskileg ásamt tölvukunnáttu Upplýsingar veittar á staðnum eða hjá Páli Ólafssyni í síma 899-1141 eða 478-1340 Jóna (eftir hádegi)

Fyrir skömmu festi Björgunarsveitin Kári í Öræfum kaup á nýjum bíl til sveitarinnar, en seljandinn var Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi. Bílinn er af gerðinni Toyota Hilux árgerð 2005 og er hann breyttur fyrir 38“ dekk, með driflæsingum og ýmsum öðrum búnaði sem nýtist við akstur í erfiðum aðstæðum. Nýlegur styrktarsamningur milli Björgunarsveitarinnar Kára og Sveitarfélagsins Hornafjarðar hjálpaði til við að fjármagna kaupin. Einnig er vert að geta þess að Slysavarnadeildin Framtíðin á Höfn styrkti Kára nýlega til kaupa á GPS og Tetra búnaði í óveðursbíl sveitarinnar. Vilja félagar í Kára koma á framfæri bestu þökkum til beggja aðila, sem og til félaga í Björgunarsveitinni Báru sem sýndu Öræfingum mikinn velvilja í viðskiptunum. Bílinn var afhentur á Djúpavogi þann 22. maí sl. og var meðfylgjandi mynd tekin þegar samningurinn var handsalaður. Á henni eru f.v. Kristborg Ásta Reynisdóttir, gjaldkeri Bj.sv. Báru, Brynjólfur Reynisson, Bj.sv. Báru, Guðmundur Ögmundsson, formaður Bj.sv. Kára, Reynir Arnórsson, fráfarandi formaður Bj.sv. Báru og Gunnar Sigurjónsson, varaformaður Bj.sv. Kára.

Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar Þriðjudaginn 2. júní kl. 17:00 verða skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar í íþróttahúsinu á Höfn. Foreldrar, forráðamenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á eru hvattir til að mæta á skólaslitin og njóta samverunnar með nemendum skólans og kveðja vetrarstarfið. Skólastjórnendur

Bon appetit!

Aðalfundur Aðalfundur í félagi sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum verður haldinn mánudaginn 1. júní kl 20, í Ekrunni á Höfn. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Nýir félagsmenn kynntir og boðnir velkomnir 3. Kosning formanns 4. Kosning tveggja aðalmanna 5. Kosning tveggja varamanna 6. Skoðunarmenn kosnir 7. Árgjald 8. Rekstrar- og framkvæmdaáætlun 9. Lóðaleigusamningar 10. Önnur mál

Stjórnin

MINNINGARMÓT GUNNARS HERSIS

5. JÚNÍ 2015

SILFURNESVELLI, HÖFN Í HORNAFIRÐI 9 HOLU kVÖLdMÓT


Eystrahorn

Fimmtudagur 28. maí 2015

Kappróður á Sjómannadaginn

www.eystrahorn.is

Næstu heimaleikir

Nú líður að Sjómannadegi og þeir sem ætla að taka þátt í kappróðri sjómannadagsins þurfa að tilkynna sig til sjómannadagsráðs sem er skipað áhöfninni á Sigurði Ólafssyni SF 44.

2. deild karla - Sindravellir Laugardaginn 30. maí kl. 14:00

Skráning er í síma 852-0644 eða á netfanginu isr@simnet.is.

Sindri - KF/Dalvík

Sindri - Ægir

3. flokkur kvenna - Sindravellir Sunnudaginn 31. maí kl. 13:00 5. flokkur karla - Sindravellir Þriðjudaginn 3. júní kl. 17:00

Kappróðrabátarnir hafa verið sjósettir og hægt að hefja æfingar.

Sindri - Skallagrímur

4. deild karla - Mánavöllur Föstudaginn 29. maí kl. 18:00

Máni - ÍH

Allir á völlinn!

Sjómanndagsráð 2015 Áhöfnin á Sigurði Ólafssyni SF 44

Framtíðarstörf á HSu Hornafirði

Auglýsum eftir framtíðar starfsfólki á spennandi vinnustað. Á stofnuninni starfa í kringum 80 manns.

Við viljum bjóða þér á kynningu um Fab Lab smiðju Hornafjarðar föstudaginn 29. maí í Vöruhúsinu kl. 16:00 til 18:00. Þar verður meðal annars boðið upp á: - Kynning á smiðjunni og starfi vetrarins - Kynning á hljóðfærasmíði í Fab Lab - Þrívíddarskönnun og þrívíddarprentun - Kynning á Fab Academy náminu - Fab Lab Ísafjörður segir fá sinni starfsemi í gegnum fjarfundarbúnað.

Allir velkomnir, boðið verður upp á vöfflur og kaffi!

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

www.voruhushofn.is

Á stofnuninni er stuðst við hugmyndafræði Lev og bo ásamt því að verið er að innleiða þjónandi leiðsögn. Verið er að nýta hina ýmsu tækni svo sem spjaldtölvur, upplýsingatækni og fleira. Óskað er eftir umsóknum frá körlum og konum, strákum og stelpum frá 18 ára. • • • • •

Ræsting á heilsugæslustöð Sjúkraliðar á hjúkrunardeild Umönnun á hjúkrunar- og dvalardeild Afleysingar móttökuritara í 2-3 vikur í sumar Enn laus pláss í afleysingar á hjúkrunar- og dvalardeild

Umsóknafrestur er til og með 15. júní. Frekari upplýsingar hjá Matthildi Ásmundardóttur, framkvæmdastjóra í síma 470-8600 eða á netfangið matthildur@hssa.is


Gistirými á Höfn Óskað er eftir gistirými á Höfn næsta skólaár fyrir þá nemendur Framhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu sem eiga heimili fjarri skólanum. Tímabilið er frá 20. ágúst 2015 til 20. maí 2016. Nánara fyrirkomulag og útfærsla er samkomulagsatriði. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan í netfangið skolameistari@fas.is eða í síma 470-8072 / 893-6205. Skólameistari

Bókari – 50% starf

Iceland Pelagic óskar eftir að ráða bókara í 50% starf á starfsstöð félagsins á Höfn. Starfssvið: - Bókun reikninga. - Launaútreikningar. - VSK uppgjör. Reynsla af bókhaldi er nauðsynleg. Reynsla af Navision er æskileg. Upplýsingar veitir Hermann Stefánsson í síma 896-8578 og hs@icepel.is. Umsóknir sendist á hs@icepel.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2015.

Dagforeldri óskast Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum einstaklingi til að taka að sér daggæslu í heimahúsi. Vistunartími getur verið á bilinu kl. 7:00 – 19:00 en vakin er athygli á að niðurgreiðslur til foreldra eru að hámarki fyrir 8 kl.st. vistun á dag. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi og geta mest haft fimm börn í daggæslu í heimahúsi að öllum skilyrðum uppfylltum. Væntanlegir dagforeldrar þurfa að fara á námskeið, hafa hreint sakavottorð og vera eldri en 20 ára. Sveitarfélagið býður nýjum dagforeldrum aðstöðustyrk fyrsta árið. Vakin er athygli á því að dagforeldrar eiga möguleika á niðurgreiðslum með eigin börnum. Umsóknir og fyrirspurnir berist á netfangið jonkr@hornafjordur.is fyrir 5. júní nk.

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 13. maí 2015 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og óverulega breytingu á aðalskipulagi 2012-2030 og deiliskipulagstillögu Árnanes 5. Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Forsendur aðalskipulagsbreytingar eru vegna fyrirhugaðrar breytingar ná yfir landsvæði við Ósland og hafnarsvæði. Breyting er fyrirhuguð á hafnarsvæði og verður gert ráð fyrir nýrri útrás fráveitu og stækkun á þjónustusvæði í Óslandi. Á nýju svæði verði gert ráð fyrir verslun og þjónustu þ.m.t. hótelum, gistiheimilum, gistiskálum og veitingahúsum. Breytingartillagan er ekki matsskyld og því ekki háð lögum nr. 105/2006. Hins vegar verður gerð almenn grein fyrir helstu umhverfisáhrifum breytingartillögu á umhverfið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Lýsingin verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 270 Höfn frá 23. maí til 3. júní 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/ stjórnsýsla- skipulag í kynningu. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júní 2015. Deiliskipulag Árnanes 5 Markmið skipulagsins felst í að sníða ramma utan um uppbyggingu í ferðaþjónustu á jörðinni. Deiliskipulag ásamt greinargerð verður til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 28, frá og með 28. maí til og með 9. júlí 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/ stjornsysla - skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagslýsinguna og deiliskipulagstillöguna skuli skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@ hornafjordur.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. júlí 2015. Óveruleg breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 Markmið með aðalskipulagsbreytingu er að heimila byggingu skólpdælustöðvar í Óslandi. Forsendur breytingarinnar eru þróun og uppbygging á fráveitukerfi á Höfn, viðbrögð við breyttri hönnun og vilja sveitarfélagsins til þess að bregðast skjótt við. Bæjarstjórn telur að hér sé um óverulega breytingu að ræða, þar sem hún felst í að skýra blæbrigði, og heimili notkun einnar lóðar innan hafnarsvæðis. Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum hafi samband við skipulagstjóra. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingafulltrúi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.