Eystrahorn 22. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 4. júní 2015

22. tbl. 33. árgangur

Áhugavert verkefni

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Það er alltaf ánægjulegt að fá fréttir af ungu fólki sem tekur áskorunum um krefjandi verkefni. Þau Gunnar Ásgeirsson og Þórhildur Sigurðardóttir nemendur, frá Hornafirði, við Háskólann á Akureyri tóku í vetur þátt í matvælakeppninni Ecotrophelia um þróun á vistvænum matvælum ásamt fimm öðrum nemendum skólans. Verkefni hlaut verðlaun í keppninni og var þeim boðið til Ítalíu að keppa við vinningshafa annarra þjóða. Ritstjóra lék forvitni á að vita meira um verkefnið og átti stutt viðtal við Gunnar og Þórhildi. Vildum að verkefnið tengdist heimahögunum. Verkefnið snerist um að þróa vistvæn matvæli eða drykk. Við höfðum áhuga á því að vinna verkefni sem væri tengt okkar heimahéraði og ákváðum við að nota humarmarning úr humarklóm sem hráefni, en til þessa hafa allar humarklær sem ekki fylgja heilum humri verið urðaðar. Útkoman varð humarpaté sem er ætlað til neyslu sem viðbit eða smáréttur. Rétturinn hefur þá kosti að auk þess sem hann er vistvænn þá stuðlar hann einnig að verðmætasköpun og fullnýtingu auðlinda.

Þróa vistvæn matvæli Keppnin heitir Ecotrophelia og er ætluð háskólanemum. Hún gengur út á að þróa vistvæna matvöru (mat- eða drykkjarvörur) af einhverju tagi. Keppnin er alþjóðleg og unnum við okkur þar með rétt til þess að fara til Ítalíu og keppa á móti vinningsliðum annarra þjóða úr keppninni.

Verðlaunin Verðlaunin eru af ýmsum toga. Fyrst má nefna flugmiða fyrir liðið út á stóru keppnina í Ítalíu, en einnig voru vinningar sem hjálpa okkur að þróa verkefnið frekar. Við fengum vinnuframlag frá Matís til þess að halda áfram að þróa vöruna, bæði hráefnislega séð sem og gera ýmsar efnagreiningar á henni sem nauðsynlegar eru til þess að koma henni á markað. Þá fengum við þekkingarávísun frá nýsköpunarstöðinni, peningaupphæð sem mun nýtast okkur til þess að halda okkur uppi þegar við förum á keppnina og verðlaunagrip. Við viljum þakka öllum sem hafa styrkt okkur eða aðstoðað og sérstaklega þakka Skinney-Þinganesi fyrir aðstoð með hráefni og hugmyndir til að láta verkefnið verða að veruleika.

Eygló Illugadóttir skólastjóri og Birkir Þór Ingólfsson

Lokahóf nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið síðastliðinn sunnudag í Háskólanum í Reykjavík. Blaðið hafði samband við Eirík Hansson kennara en hann hefur sinnt keppninni fyrir hönd skólans. Lokahófið eru einskonar úrslit og uppskeruhátíð keppninnar en um 3000 umsóknir allsstaðar að af landinu bárust í keppnina en 54 hugmyndir komust í úrslit. Eins og oft áður áttu Hornfirðingar fulltrúa en það var Birkir Þór Ingólfsson úr 5. bekk. Hugmyndin hans var koddadagbók sem er sambland af kodda og dagbók. Auk þess fékk Birkir sérstök verðlaun fyrir bestu kynninguna á sínu verkefni en hann kynnti það fyrir fullum sal í Háskólanum í Reykjavík. Grunnskóli Hornafjarðar hreppti Farandbikar NKG í flokki smærri skóla. Farandbikarinn fer til þess skóla sem sendir hlutfallslega inn flestar hugmyndir miðað við höfðatölu nemenda í 5,. 6,. og 7. bekk skólans.

Til hamingju með sjómannadaginn


2

Fimmtudagur 4. júní 2015

Bjarnaneskirkja

Andlát

Sunnudaginn 7. júní

Ágústa Margrét Vignisdóttir

Messa kl. 11:00 - ferming. Prestarnir

Hafnarkirkja Sunnudaginn 7. júní Sjómannadagur

Vaktsími presta: 894-8881

Messa kl. 14:00

bjarnanesprestakall.is

Jóhannes Danner skipstjóri flytur hugvekju. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna í minningarreit. Prestarnir Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku mannsins míns, föður okkar, sonar, tengdasonar, mágs og vinar

Huga Einarssonar. Sérstakar þakkir til Arnar Arnarsonar (Bróa) og Sr. Hólmgríms Elís Bragasonar. Sigrún Kapitola Unnar Freyr, Vigdís Dröfn og Kristján Darri Hugabörn Unnur Kristjánsdóttir Gunna og Unnar, Halldóra og Rebekka Þorbjörg og Marteinn, Síssa og Mái, Siggi og Áslaug Þeim sem vilja minnast Huga er bent á sjóð til styrktar litlu börnunum hans í Landsbankanum á Höfn.

Barnfóstrunámskeið

Hornafjarðardeild Rauða kross Íslands stefnir á að halda námskeið fyrir verðandi barnfóstrur, 12 ára og eldri, í byrjun júní ef næg þátttaka fæst. Markmið námskeiðanna er að þátttakendur öðlist öryggi við barnagæslu og fái aukna þekkingu á börnum og umhverfi þeirra. Áhugasamir hafi samband við Magnhildi í síma 618-6563 eða í tölvupósti magnhildur@hornafjordur.is.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Nýlegt kvenreiðhjól til sölu kr. 30.000-. Upplýsingar í síma 478-1740 eða 899-8740

Ágústa Margrét Vignisdóttir fæddist 4. ágúst 1923 í Árnanesi í Nesjum. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Hornafirði 31. maí síðastliðin. Foreldrar hennar voru Rannveig Þórunn Gísladóttir og Vignir Jónsson. Bróðir Ágústu var Árni Sigurbergur Vignisson f. 27.2 1936 d. 10.8.1997. Árið 1946 giftist Ágústa Þorbirni Sigurðssyni f.7. 2. 1918 d. 16.4. 1988 og eignuðust þau sex syni. Þeir eru: Sigurbergur f. 6.3. 1946 d. 5.12.2007. Vignir f. 25.6. 1947, maki Sigríður Ragnhildur Eymundsdóttir og eiga þau tvö börn. Ólafur Björn f. 14.9. 1948, maki Sigurbjörg Karlsdóttir eiga þau fjögur börn og á Ólafur eina dóttur fyrir. Örn Þór f. 21 6. 1951, maki Unnur Garðarsdóttir og eiga þau þrjú börn og á Unnur eina dóttur fyrir. Ágúst Hilmar f. 17.10. 1952 d.10.1. 2010, maki Halldóra Bergljót Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn. Guðjón Hermann f. 13.8. 1962 maki Christine Ann Savard og eiga þau tvær dætur. Afkomendur Ágústu eru orðnir 59 talsins. Ágústa lauk hefðbundinni skólagöngu þess tíma. Ágústa og Þorbjörn byggðu sér hús, Sólheima að Hafnarbraut 24 og fluttu inn árið 1946. Þar bjó Ágústa allt til ársins 1994 uns hún flutti í eigin íbúð í Ekrunni. Síðustu fjögur árin dvaldi Ágústa á hjúkrunarheimilinu á Höfn við mjög góða umönnun og leið henni afar vel þar. Ágústa vann við flugafgreiðslu Flugfélags Íslands sem lengst af var á heimili þeirra eða þar til starfsemin fluttist í flugstöðina á Árnanesflugvelli árið 1983. Eftir lát Þorbjörns tók hún við starfi vitavarðar við Stokksness- og Hvanneyjarvita og sinnti því ásamt sonum sínum allt til ársins 2010. Auk þessara starfa sinnti hún stóru og fjölmennu heimili sem hún opnaði einnig fyrir starfsmönnum og gestum Flugfélags Íslands. Ágústa Margrét verður jarðsett frá Hafnarkirkju, Hornafirði þriðjudaginn 9. júní kl 13:00.

Umsóknir og innritunarviðtöl Umsóknarfrestur um skólavist fyrir nýnema að loknum 10. bekk grunnskóla er til 10. júní nk. Sótt er um skólavist á vefnum menntagatt.is. Þeir nemendur og foreldrar sem ekki hafa komið í innritunarviðtal í skólann eru hvattir til þess að hafa samband við Margréti Gauju Magnúsdóttur náms- og starfsráðgjafa í netfangi gauja@fas.is eða í síma 470-8074 / 664-5551 og panta viðtalstíma og fá upplýsingar um nám og aðstoð við umsókn. Einnig er hægt að panta viðtal við Zophonías Torfason skólameistara í netfangi skolameistari@fas.is eða síma 470-8072 / 893-6205. Opið er fyrir umsóknir eldri nemenda á heimsíðu skólans www.fas.is undir “Haustönn 2015” þar sem eru nánari upplýsingar um námsframboð haustannar og rafrænt umsóknareyðublað. Skólameistari


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. júní 2015

3

Heima er best Vel heppnaður matvælaviðburður Sannkallaður sælkeradagur var haldinn að Hólmi á Mýrum miðvikudaginn 20. maí. Viðburðurinn var ætlaður öllum þeim sem áhuga hafa á að auka veg matvæla úr héraði og var hann vel sóttur jafnt af bændum, aðilum úr ferðaþjónustu, veitingamönnum og matvælaframleiðendum. Fjölbreytt og góð dagskrá var fyrir gesti sem samanstóð af fróðlegum erindum frá Matís og reynslusögum frá frumkvöðlunum Elínu Oddleifsdóttur frá Seljavallakjötvörum og Erlendi Björnssyni frá Handsverkssláturhúsinu Seglbúðum í Skaftárhreppi. Einnig kynnti Ómar Frans nýjungar frá Sólskeri, s.s. reykt þorskhrogn og léttreyktan karfa. Þá bauð veitingafólkið í Hólmi upp á mat úr héraði, dýrindis kjötsúpu með byggi og kartöfluköku í eftirrétt. Á meðal þess sem kom fram var hvernig heimamenn nýttu sér framleiðslu á matvælum úr héraði sem bjargráð eftir efnahagshrunið 2008 og hvernig samspilið við aukna ferðamennsku á svæðinu blés greininni byr í seglin. Einnig kom fram að heilmikil sóknarfæri felast í matvælaframleiðslu í héraði, en þar skiptir matvælaöryggi, fagmennska og gott aðgengi að mörkuðum lykilmáli. Flutt var erindi um vöru- og umbúðahönnun og hversu þýðingarmikil framsetning er þegar verið er að koma vöru á markað. Þá kynnti Háskólafélag Suðurlands Matvælabrúna sem er nýtt nám í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á stjórnun og nýsköpun ásamt markaðs-

verið fyrir tilstuðlan hennar. Þá kom einnig fram að horft hefur verið til Matarsmiðjunnar á Höfn sem fyrirmyndar fyrir samskonar smiðjur víða um landið. Meðal verkefna sem eiga rætur að rekja til Matarsmiðjunnar á Höfn og eru flest orðin sjálfbær eru: Geitaafurðir frá Fallastakki, Hólabrekkuafurðir, Humarkokkur, Miðskersbúið, Seljavallakjötvörur, Sólsker og Öræfabiti. Nú er tækifæri fyrir nýja aðila að nota Matarsmiðjuna. Áhugafólk um matvælagerð er hvatt til að nýta sér aðstöðuna og þann stuðning sem býðst hér á svæðinu. Nína Síbyl Birgisdóttir, starfsmaður Matís á Höfn, ásamt sérfræðingum Matís í Reykjavík, eru reiðubúin til aðstoðar. Á næstu dögum verður gerð könnun á áhuga og vilja til notkunar á Matarsmiðju Matís á Höfn. Matvælaframleiðendur og fleiri munu fá netkönnunina senda. Einnig verður könnunin sett fram á heimasíðu sveitarfélagsins, hornfjordur.is, þar sem allir áhugasamir geta tekið þátt. og rekstrarfræði auk sérstakra námskeiða í matvælatengdum fræðum. Undirliggjandi málefni fundarins var framtíð Matvælasmiðju Matís á Höfn. Fram kom að mörg góð verkefni hafa komið úr Matarsmiðjunni og vildu margir fundargestir meina að verkefnin hefðu ekki orðið að veruleika ef ekki hefði

Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnuog ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Davíð Arnar Stefánsson, verkefnastjóri Þekkingarsetursins Nýheima, Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS á Hornafirði, Nína Síbyl Birgisdóttir, starfsmaður Matís á Hornafirði og Olga Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls

Nýr fjármálastjóri

Atvinnu- og ferðamálafulltrúi

Fyrr í vetur auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf fjármálastjóra. Eftir ráðningaferlið var það niðurstaða bæjarráðs að Ólöf Ingunn Björnsdóttir yrði fyrir valinu. Ólöf er fædd árið 1979 og er hún gift Vilhjálmi Magnússyni og eiga þau þrjú börn og búa á Höfn. Ólöf hefur BS próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk þess hefur hún sótt námskeið í innri endurskoðun. Ólöf hefur góða þekkingu á sveitarstjórnarstiginu og rekstri sveitarfélaga þar sem hún starfaði hjá Reykjavíkurborg í sex ár við innri endurskoðun. Hjá borginni öðlaðist hún þekkingu á stjórnsýslu og rekstrarúttektum á hinum ýmsu sviðum í rekstri borgarinnar og dótturfélaga hennar. Ólöf hefur búið á Hornafirði síðustu ár og starfaði hjá Iceland Pelagic ehf. dótturfélagi Skinneyjar-Þinganess og Ísfélags Vestmannaeyja þar sem hún hafði yfirumsjón með bókhaldi og launaútreikninga. Fjármálastjóri hefur heildarumsjón með greiningu fjármálakosta sveitarfélagsins og greiningu á hagtölum og öðrum þáttum sem varðar rekstur sveitarfélagsins og hefur áhrif á stöðu þess. Hann hefur umsjón með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í samvinnu við bæjarstjóra. Þá ber hann ábyrgð á gerð ársreiknings sveitarfélagsins, samskipti við endurskoðendur í samvinnu við bæjarstjóra og ábyrgð á ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda um fjárhagsáætlanir. Styður við áætlunargerð nefnda og teyma vegna sérverkefna. Annast stjórnsýslulegar úttektir og aðstoðar stjórnendur við rekstrarúttektir.

Fyrr í vetur auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf atvinnuog ferðamálafulltrúa. Eftir ráðningaferli var það niðurstaða bæjarráðs að Árdís Erna Halldórsdóttir yrði fyrir valinu. Árdís er fædd árið 1977 er gift Ingólfi Reynissyni eiga þau fjögur börn. Árdís hefur MS gráðu í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands auk þess er hún í námi til kennsluréttinda í ferðamálafræðum á framhaldskólastigi. Árdís hefur góða þekkingu á atvinnu og ferðamálum hún starfaði síðast hjá Ríki Vatnajökuls sem er ferða- menningar-og matvælaklasi í sveitarfélaginu. Þar hefur hún öðlast þekkingu á áætlanagerðum tengdum rekstri, markaðsmálum og ýmsum sérverkefnum. Árdís er vel kunn hér í sveitarfélaginu þar sem hún er uppalin á Höfn og þekkir vel til innviða þess. Helstu verkefni atvinnu-og ferðamálafulltrúa eru gerð áætlana og stefnumótunar í málaflokknum, framkvæmd þeirra úrvinnslu og eftirfylgni. Atvinnu- og ferðamálafulltrúi er tengiliður við atvinnulífið og stofnanir þess og hefur eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um atvinnu- og ferðamál. Þá hefur hann yfirumsjón með samskiptum við félagasamtök, fyrirtæki og sjálfstæðar stofnanir á sviði atvinnu- og ferðamála. Vinnur að sérstökum atvinnuog ferðamálatengdum verkefnum t.d. opnunartíma þjónustustofnana sveitarfélagsins gagnvart ferðaþjónustunni.


MINNINGARMÓT GUNNARS HERSIS Þann 5. júní 2015 verður haldið Golfmót á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði Golfmótið er til minningar um Gunnar Hersi Benediktsson sem lést 25. júlí 2013. Að þessu sinni rennur ágóði móts til styrktar barna- og unglingastarfi Golfklúbbs Hornafjarðar. Mótið er fyrir alla sem hafa gaman af golfi og þó þú spilir ekki golf er tilvalið að kíkja við og fá sér súpu í góðum félagsskap. Skráning fer fram á golf.is, í tölvupósti á gudbjorg@colas.is eða í síma 660 1903 Þátttökugjald er 3.000 kr.

DAGSKRÁ:

VERÐLAUN:

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 18:00 og verða spilaðar níu holur. Mótið er punktakeppni þar sem hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

1 Verðlaun: Flugmiði Höfn - Rey - Höfn með flugfélaginu Ernir 2.Verðlaun: Gisting á Grand Hótel Reykjavík fyrir tvo m.morgunverði 3.Verðlaun: Gisting á Grand Hótel Reykjavík fyrir tvo m.morgunverði

Boðið er upp á súpu fyrir keppendur en öðrum gefst kostur á að styrkja gott málefni með því að koma í golfskálann og kaupa sér súpu. Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari (andreaasgirms@gmail.com) verður með kennslu dagana fyrir mót til að hita keppendur upp

Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum í boði Humarhafnar, Hótel Hafnar og Kaffi Hornsins. Einnig verður dregið úr fjölda skorkortaverðlauna.


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. júní 2015

5

Partý í Hrossó er ekki valkostur

Opið í söluhjalla fyrir utan Miðbæ í sumar kl. 11:00 – 18:00 Á boðstólum verður m.a.: Nýr færafiskur (góður þorskur) Heitreyktur verðlaunamakríll Verðlaunað makrílpaté Reyktur regnbogasilungur Heitreykt þorskhrogn Við vonum að Hornfirðingar og nærsveitarfólk ásamt ferðafólki nýti sér þessa þjónustu svo að grundvöllur verði fyrir rekstri hennar áfram. Ómar trillukarl og Árni sölustjóri

Frá árinu 2001 höfum við rekið tjaldsvæðið hér á Höfn. Nánast á hverju ári hefur hópur unglinga safnast saman í Hrossó til partýhalds fyrstu helgina eftir skólalok. Þarna koma saman börn sem eru að ljúka 10. bekk og svo þau sem eru á fyrsta til öðru ári í FAS. Tilgangurinn er að halda partý og drekka áfengi. Þessi „hefð“ er gömul og kannski hefur hún bara þótt í fínu lagi af hálfu foreldra og annarra en hún er alls ekki í fínu lagi af hálfu okkar sem rekum fyrirtæki á þessu svæði. Fyrir 10 árum var staðan sú að það voru fáir sem engir ferðamenn á tjaldsvæðinu á þessum tíma en á því hefur orðið mikil breyting. Þetta partý hefur mjög truflandi áhrif á þá gesti sem dvelja á tjaldsvæðinu og líka í smáhýsunum okkar. Það segir sig sjálft að það er ekki mikill svefnfriður þegar það er partý í næsta nágrenni eða jafnvel fyrir utan tjaldið. Hrossó er hluti af tjaldsvæðinu og því hluti af okkar rekstrarsvæði. Mig langar því mjög mikið til þess að beina því til ykkar unglingar góðir, hvort sem þið eruð í Grunnskóla Hornafjarðar eða FAS og til foreldra að aðstoða við að útrýma þessari hefð. Ég ætla ekki að hafa hér langan pistil um áhrifin sem þetta partý hefur, þið vitið öll að þarna taka margir fyrsta sopann, deyja sínum fyrsta áfengisdauða og æla heil ósköp í fyrsta sinn yfir öll fötin sín fyrir framan vini sína og aðra. Krakkarnir vilja fagna því að hafa lokið skólanum en að gera það í Hrossó er ekki valkostur lengur. Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, Tjaldsvæðið á Höfn

Fiskirí og vinnsla

Bon appetit!

Kappróður á Sjómannadaginn

Nú líður að Sjómannadegi og þeir sem ætla að taka þátt í kappróðri Sjómannadagsins þurfa að tilkynna sig til sjómannadagsráðs sem er skipað áhöfninni á Sigurði Ólafssyni SF 44. Skráning er í síma 852-0644 eða á netfanginu isr@simnet.is. Kappróðrabátarnir hafa verið sjósettir og hægt að hefja æfingar. Sjómanndagsráð 2015 Áhöfnin á Sigurði Ólafssyni SF 44

Ásgeir útgerðarstjóri Skinneyjar-Þinganess hafði þetta að segja um maímánuð; Humarveiði var með ágætum góð í maí, alls lönduðu Þórir og Skinney 27 tonnum af humri ef miðað er við slitinn humar. Á sama tíma í fyrra var veiðin um 32 tonn hjá sömu skipum. Hvanney hefur stundað dragnótaveiðar í vor og var aflinn í maí alls 546 tonn af blönduðum fiski sem er sennilega besti mánuður hjá þessu aflaskipi frá því hann hóf veiðar í dragnót árið 2006. Steinunn hefur einnig mokfiskað og var afli Steinunnar alls 606 tonn í maí. Hratt gengur á aflaheimildir þegar svona vel fiskast og verður kærkomið fyrir áhafnir þessara skipa að taka smá frí áður en makrílvertíðin byrjar hjá þessum dugmiklu sjómönnum.

Aflabrögð í maí Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51.................... dragnót..19...... 576,1...blandaður afli Sigurður Ólafsson SF 44.... humartr...7........ 95,0...humar 2,7 Skinney SF 20..................... humartr...7...... 199,9...humar 21,9 Þórir SF 77.......................... humartr...7...... 197,9...humar 26,2 Steinunn SF 10.................... botnv........9...... 628,5...blandaður afli Benni SU 65........................ lína............4........ 36,1...þorskur 34,2 Beta VE 36.......................... lína............1.......... 9,9...þorskur9,1 Guðmundur Sig SF 650..... lína..........16...... 116,3...þorskur 104,2 Auðunn SF 48..................... handf........8.......... 6,8...þorskur 5,8 Halla Sæm SF 23................ handf........1.......... 1,3...þorskur 0,7 Hulda SF 197...................... handf......12........ 11,7...þorskur 10,0 Húni SF 17.......................... handf........8.......... 8,5...þorskur 7,9 Jökull SF 75......................... handf........6.......... 3,9...þorskur 3,3 Kalli SF 144......................... handf........9.......... 9,1...þorskur 8,5 Siggi Bessa SF.................... handf........1.......... 3,8...þorskur 3,2 Staðarey SF 15.................... handf........6.......... 3,7...þorskur 3,2 Stígandi SF 72..................... handf........6.......... 3,1...þorskur 2,5 Sæunn SF 155..................... handf......12........ 10,1...þorskur 9,4 Sævar SF 272...................... handf........1.......... 1,5...þorskur/ufsi Uggi SF 47.......................... handf........8.......... 7,9...þorskur 7,0 Von SF 2.............................. handf......10.......... 6,8...Þorskur 5,5 Örn II SF 70........................ handf........7.......... 4,2...þorskur 4,0 Heimild: www.fiskistofa.is


6

Fimmtudagur 4. júní 2015

Eystrahorn

Barnastarf Hornafjarðarsafna

Líkt og liðin ár munu Hornafjarðarsöfn standa fyrir ferðum fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára. Viðfangsefnin verða fjölbreytt líkt og áður, veiðiferðir, siglingar, gönguferðir og annað skemmtilegt. Hefð er komin fyrir því að byrja á fuglaskoðun í Óslandi og mun Björn G. Arnarson taka vel á móti þátttakendum við Akurey kl 13:00, þriðjudaginn 9. júní. Börn yngri en 7 ára eru velkomin en með fylgd forráðamanna. Farið verður með rútum Fallastakks ehf. í lengri ferðir líkt og síðastliðið sumar. Mikilvægt er að skrá sig tímanlega því að sætapláss í rútu er takmarkað, eins verður það með ferðina út í Mikley, þar er miðað við að 8 einstaklingar komist með. Ekki má gleyma að klæða sig eftir veðri og hafa með sér gott nesti, því hvað er betra en að snæða út í guðsgrænni náttúrunni. Skráning er á bókasafninu í síma 4708050 og í afgreiðslunni. Ferðin kostar 500 kr. en það hefur verið eins frá upphafi ferða. Lagt verður af stað frá Nýheimum kl: 13:00 nema annað sé tekið fram. Ferðirnar verða auglýstar á facebooksíðu Hornafjarðasafna, á hornafjardarsofn.is og á hornafjordur.is. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni af sjómannadeginum Sjómannadeild Afls

Starfsfólk Hornafjarðasafna

Ferðir sumarið 2015 9. júní............................................. Fuglaskoðun í Óslandi, 16. júní........................................... Fjósið í Flatey 23. júní........................................... Lúruveiði 7. júlí.............................................. Fjaran og víkingaþorpið að Horni 14 .júlí............................................ Heimssókn til Ólgu tröllastelpu 21. júlí............................................ „Fyrsta loftárás á íslandi“ 4. ágúst.......................................... Veiðiferð í Þveitina 11. ágúst........................................ Ferð í Mikley 18. ágúst........................................ Óvissuferð

Stuðningsfulltrúi

Laust starf stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Hornafjarðar, afleysing til eins árs Starf stuðningsfulltrúa felst í námsaðstoð við nemendur, almennum stuðningi og gæslu. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. Umsóknarfrestur er til 12. júní 2015. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við stéttarfélög. Frekari upplýsingar gefa skólastjórar í síma 470 8400 og á netfanginu eyglo@hornafjordur.is og hulda@hornafjordur.is.

s

e

m

kynda ofninn

opnun

5.júní. kL.18

svavars

safn


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. júní 2015

Útboð

7

Nú er tækifæri!

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „SINDRABÆR ÁFANGI 2015 - VIÐBYGGINGAR OG UTANHÚSSKLÆÐNING“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Lauslegt yfirlit yfir verkið Um er að ræða viðbyggingu fyrir snyrtingakjarna við norðvesturvegg Sindrabæjar og nýtt aðalanddyri fyrir utan hið eldra, svo og klæðningu allra aðalflata útveggja með flísaklæðningu á ál-undirkerfi og timburklæðningu á minni flöt og fleira. Frágangur nær í aðalatriðum til eftirtalinna verkþátta: • Rif og múrviðgerðir. • Steypt viðbygging 53 m2 . • Glerjað anddyri utan við núverandi. • Gluggar í aðalsal, um 16,5 m2 • Flísaklæðning megin veggflata aðal- og viðbygginga, 520 m2. • Timburklæðning útveggjar við verönd, 35 m2. • Hellulögð verönd við aðalsal og tröppur og stéttar við húsið. Hellulagnir 105 m2. Miðað er við að full ljúka öllum verkþáttum útboðs. Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með fimmtudeginum 4 júní. 2015 gegn 5.000 kr. greiðslu. Einnig er hægt að sækja útboðsgögn án endurgjalds og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is Vinsamlegast takið fram um hvaða gögn er verið að biðja. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en þriðjudaginn 30. júní 2015 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir . Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Þessir stæðilegu menn á myndinni (vantar Hilmar og Agga), starfsmenn viðhaldsdeildar hjá Skinney-Þinganesi, eru búnir að vinna róðrakeppni Sjómannadagsins þrjú ár í röð. Í ár hafa þeir ákveðið að hvíla sig og gefa öðrum tækifæri á að vinna bikarinn og hvetja um leið fleiri lið að taka þátt í keppninni.

Lausar stöður við leikskólana Krakkakot og Lönguhóla Óskað er eftir leikskólakennurum / starfsmönnum á deildir til framtíðarstarfa. Leikskólarnir eru báðir 3. deilda og starfa eftir sitt hvorri stefnunni. Krakkakot er heilsuleikskóli og starfar eftir viðmiðum Samtaka heilsuleikskóla. Leikskólinn Lönguhólar er útileikskóli. Náttúru og umhverfisfræðsla er stór þáttur í starfi og stuðst er við hugmyndafræði Reggio Emilia og John Dewey. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, vera sjálfstæðir í vinnubrögðum, jákvæðir, samviskusamir og hafa ánægju af útiveru. Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 1. júlí n.k. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf þann 11. ágúst 2015. Umsóknir berist til leikskólastjóranna sem jafnframt veita nánari upplýsingar.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Snæfríður Svavarsdóttir leikskólastjóri á Krakkakoti í síma 470-8480 eða snaefridur@hornafjordur.is

Nánari upplýsingar veitir Björn Imsland, bjorni@hornarfjordur.is, sími 470-8000 eða 894-8413.

Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri á Lönguhólum í síma 470-8490 eða margreti@hornafjordur.is


8

Fimmtudagur 4. júní 2015

Eystrahorn

Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra

Félagsmót Hornfirðings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót Austurlands 2015 verða haldin helgina 13. - 14. júní

Boðið verður upp á þrjú tveggja vikna námskeið fyrir 6 til 9 ára börn. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 8. júní og stendur til 19. júní Þátttökugjald er 10 þúsund krónur fyrir hvert námskeið og er 50% systkinaafsláttur á annað og þriðja barn. Ef skráð er á öll þrjú námskeiðin er gjaldið 25 þúsund krónur. Námskeiðin standa frá kl. 9:00 – 12:00. Boðið er upp á gæslu á milli kl. 8:00 – 9:00. Skráning á námskeiðin er í íþróttahúsinu í upphafi hvers námskeiðs Umsjónarmaður er María Hjördís Karlsdóttir s: 898-5694

Keppnisgreinar: • Pollaflokkur (skráning á staðnum) • Barna-, unglinga- og ungmennaflokkur • A og B-flokkur gæðinga • Tölt • Unghrossaflokkur, hross fædd 2010 og 2011 (4. og 5. vetra) • 100m skeið og 300m stökk

Knattspyrnuskóli Sindra

Skráning á www.sportfengur.com / senda greiðslukvittun á netfang: lenam@hornafjordur.is / Skráningu lýkur fimmtudaginn 11. júní.

Í júní verður Knattspyrnudeild Sindra með knattspyrnuskóla fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára. Námskeiðið verður í 3 vikur og hefst 8. júní. Æfingar verða 4 sinnum í vikur frá mánudegi - fimmtudags kl. 10:00 - 12:00. Þátttökugjald er 14.000- kr. Skólastjóri verður Nihad Hasecic (Cober) sími 866-6250.

Skráningargjald kr. 3000,-.

Nánari upplýsingar um dagskrá og tímasetningar birtast á www.hornfirdingur.is og Facebookarsíðu Hestamannafélagsins Hornfirðings, þegar nær dregur.

1.495 kr.

Bearnaise-borgari

franskar, lítið Prins Póló og 0,5 l Coke í dós

1.395 kr.

Hamborgari með frönskum á milli lítið Prins Póló og 0,5 l Coke í dós

Veitingatilboð 1.495 kr.

Píta með buffi eða kjúklingi og 0,5 l Coke í dós

N1 Höfn Sími: 478 1940

495 kr.

Pylsa með öllu

lítið Prins Póló og 0,33 l Coke í dós


SJÓMANNADAGS

STEMNING Í LYFJU HÖFN Föstudaginn 5. júní Kl.12-18 Rósa Rúnudóttir snyrtifræðingur sýnir spennandi nýjungar úr sumarlínum og veitir ráðgjöf.

25% AFSLÁTTUR

af vörum meðan á kynningu stendur.


Þú mátt alls ekki missa af þessu !! Keppnistreyja (síðerma og stutterma) Stærðir; 116 - 164 (verð kr. 6.490) TILBOÐ kr. 5.300 Stærðir; 176 - XXL (verð kr. 7.490) TILBOÐ kr. 6.200 Stuttbuxur (rauðar) TILBOÐ kr. 3.000

(verð kr. 3.990)

Sokkar (rauðir) (verð kr. 2.090) TILBOÐ kr. 1.500

Merking á keppnistreyju - nafn og númer; (verð kr. 2.480) TILBOÐ kr. 1.500 Peysa (8897) eða Zip-top (8697) og ¾ buxur (8395-09) eða fótboltabuxur (8495-09) ef keypt saman; Barnastærðir; (verð kr. 15.480) TILBOÐ kr. 10.060 Fullorðinsstærðir; (verð kr. 17.480) TILBOÐ kr. 11.350

Tilboðið gildir fimmtudaginn 4. júní 2015 – frá kl. 16:00 – 20:00 í Sundlauginni á Höfn, Hornafirði. Pantanir frá apríl 2015 afgreiðast á sama tíma ! JAKO ehf. - Smiðjuvegi 74 (Gul gata) - 200 Kópavogi sími: 566 7310 - namo@namo.is - www.jakosport.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. júní 2015

11

Vegstæði um þveran Hornafjörð Hvers virði er umhverfið, hver á það og má ganga á það að þarflausu? Hornafjörður og hin strandlónin á Suðausturlandi, Skarðsfjörður, Papafjörður, Lónsfjörður, Álftafjörður og Hamarsfjörður eru náttúrufyrirbæri sem eru einstök á heimsvísu. Hvergi annars staðar á ströndum heimsins finnast fyrirbæri af þessari gerð. Það sem er einstakt í þessu samhengi er eftirfarandi: Hér er um að ræða stór sjávarlón með ísöltu og jökulleirblönduðu vatni, með sjávarfallaósi og sjávarföllum, afgirt af malarrifjum frá úthafinu. Þessi lón eru í basaltumhverfi. Berggrunnur í undirlendi og eyjum er úr basalthraunlögum og setið sem á ferðinni er með straumunum er að langmestu leyti niðurmulið basalt af leirog sandkornastærð. Basalt er á heimsvísu sjaldgæft nema á botnum úthafanna en þarna er það sem sagt í sjaldgæfu aðalhlutverki. Lón þessi eru ekki bara einstök af sjálfum sér, þau standa einnig undir einstöku lífríki. Þau eru uppeldisstöðvar fyrir lúru og silungur gengur þar í miklu magni. Þau eru mikil fuglaparadís og bjóða upp á kjörlendi, sérstaklega fyrir vaðfugla og sundfugla. Þetta eru allt í senn fuglar sem flækjast, fara og koma árstíðabundið eða eiga sér fasta búsetu. Inn til landsins eru lónin umgirt fjöllum sem ferli náttúrunnar hafa farið höndum um á margvíslegan hátt og mótað í form- og litfagra umgjörð, krýnda jöklum og líflegu skýjafari með logagylltu litaspili þegar vel lætur. Í stuttu máli sagt er hér einstök náttúra og hún er vinsæl hjá fjölda fólks, bæði heimafólki sem dáir og nýtur síns umhverfis, og brottfluttum, sem lifa með minningum um þessa einstöku fegurð. Núorðið er þessi náttúra auk þess orðin vaxandi aðdáunarefni túrista úr öllum heimshornum og þar með söluvara. Nú er fyrirhugað að leggja uppbyggðan nútímaþjóðveg þvert yfir Hornafjörð, úti á leirunum framan bæja í Nesjum. Það er orðin löng og ströng leið að þeirri ákvörðun og af þeim möguleikum sem til greina hafa komið hefur sú versta nú verið valin og er sögð eiga að koma til framkvæmda árið 2017. Sögur herma að valið á leiðinni liggi hjá sveitarstjórninni, en ekki Vegagerðinni. Þessi leið er afar slæm af vegargerðarástæðum, eins og getið verður síðar, svo ekki kemur á óvart þótt hún sé ekki efst á lista Vegagerðarinnar. Hitt kemur á óvart að það skuli vera ráðamenn heima fyrir sem velja þá leið sem lélegust er og jafnframt spillir mestu frá umhverfislegum sjónarmiðum. Ókostirnir sem ég hef séð á þessari vegaleið verða nú taldir upp og ræddir lítillega. Þeir eru gróft flokkaðir níu talsins en kosturinn sem ég hef séð á leiðinni er hins vegar aðeins einn. 1) Hornafjörður yrði í raun eyðilagður sem það náttúrufyrirbæri sem hann er og lýst hefur verið að ofan. Þetta er spilling á náttúruminjum sem ættu í raun að vera

á heimsminjaskrá yfir verndarsvæði. Hornafjörður er í örri og merkilegri náttúrufarslegri þróun og er höfuðsynd að spilla þessu fyrirbæri. 2) Sjónmengun og spilling útsýnis fylgir veginum. Ef byggður er upphækkaður nútímavegur á þessum stað skyggir hann á forgrunn þeirrar fögru jökla- og fjallasýnar sem er af láglendinu inn til landsins, t.d. frá Höfn. Þetta kemur bæði niður á heimamönnum og túristum, sem nú er leyft og reynt að veiða þarna í ótakmörkuðu magni og kvótalaust. Vatnaspegillinn mikli með jökla og litskrúðugan og formfagran fjallahring í bakrunni og grænar eyjar og brekkur sveitanna í forgrunni spillist. Í forgrunninn kemur grásvartur þröskuldur upphleypts vegar sem skyggir á græna forgrunninn og minnkar spegilinn til muna. 3) Hækkandi vatnsstaða verður landmegin vegar og aukin setsöfnun því fylgjandi. Svæðið breytist í votlendi, mýrar og rot, eins og víða einkenna fjarðarbakkana beggja megin Fljótanna. 4) Nýir álar verða til fjarðarmegin vegar með tilheyrandi uppróti leirs og sands framan nýrra brúa. Vatninu verður beint í fáeina farvegi undir brýr og ræsi, sem eykur straum staðbundið og veldur rofi og auknu gruggi a.m.k. framan af. 5) Breyting verður á vistkerfum beggja megin vegar og meðfylgjandi eyðilegging á fuglaparadís og uppeldisstöðvum lúru. 6) Minnkun og gjörbreyting á veiðisvæðum lúru- og silungsveiðimanna í almenningi Hornafjarðar. Þessi almenningur er lögverndaður með marga alda langa hefð að baki og merkilegur í menningarsögulegu samhengi ekki síður en atvinnusögulegu. 7) Minnkun verður á virkum vatnsgeymi Hornafjarðar og þar af leiðandi minna streymi um Hornafjarðarós með tilheyrandi þrengingum innan og utan óssins. Vegurinn með þröngum brúm og ræsum tefur fyrir bæði inn- og útfalli og dregur þannig

úr heildarvatnsmagni sem streymir um vatnsgeyminn, Hornafjörð. 8) Meiri hluti vatnsins landmegin vegar verður staðið vatn í miklu meiri mæli en nú er og endurnýjun minnkar með meðfylgjandi minnkandi ferskleika. 9) Vegstæði úti á leirunum framan við nes og tanga er lélegasta vegstæðið af þeim sem í boði eru af þremur ástæðum: A) Aðlögun að mjúku vatnsósa undirlagi vegarins, leir og sandi mun taka mörg ár og þó líklegar áratugi. Þessi fullnaðarþjöppun undirlagsins mun taka áratugi og vegurinn mun því árum saman verða í bylgjum, hvilftum og bungum. B) Vegurinn mun liggja undir ágjöf sjávar í stormveðrum með tilheyrandi salt- og leirmengun. C) Vegurinn mun einnig liggja undir ísingarágjöf á vetrum af þessum sökum með tilheyrandi hættu vegna hálku. Rökin með vegagerðinni á þessari veglínu eru hins vegar aðeins ein, að því er ég best fæ séð, þ.e.a.s. stytting hringvegarins. Áætlaður vegur framan við Árnanes og Hafnarnes styttir vegarkaflann frá Hólmsá til Hafnar um 11,5 km miðað við núverandi vegstæði. Næstu valmöguleikar norðar er uppi á þurrlendinu. Þetta eru leiðir 1, 4 og 5 á þeim kortum sem teiknuð hafa verið upp af möguleikunum. Þær eða eitthvert samspil af þeim leiðum styttir vegarkaflann frá Hólmsá til Hafnar um sömu kílómetratölu. Lengdarmunur þessara tveggja möguleika er sem sagt enginn. Það eru því engin rök fyrir því að velja þær leiðir síður en leiðina um þveran fjörðinn framan bæja. Hins vegar eru öll hin rökin sem mæla frekar með því. Það er alvöruspurning hvort sveitarstjórnin ætlar að standa fast á þessu slæma vegstæði og stuðla þannig samtímis að gölluðum samgöngubótum og eyðileggingu umhverfis sem er einstakt á heimsvísu og dáð og mikils metið af þúsundum. manna. Páll Imsland 25. maí 2015


Skinney Ăžinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / sth@sth.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.