Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 11. júní 2015
23. tbl. 33. árgangur
Glæsilegur línubátur kemur í heimahöfn
Í síðustu viku kom í heimahöfn nýr og sérstaklega velbúinn línubátur sem hefur hlotið nafnið Vigur SF 80. Eigandi er samnefnt dótturfyrirtæki SkinneyjarÞinganess. Vigur er 29,9 brúttótonn, 15 m að lengd og 4,75 breidd. Vél er að gerðinni Yanmar 911 hp og ljósavélin Kholer 42 KW. Vigur er mjög vel tækjum búinn og eru öll tæki í brú frá Sonar. Pláss er fyrir 20 tonn
af fiski í körum í lest. Krapavél, forkælir og tímastillt blæði kar gera það að verkun að öll umgengi um fiskinn á eftir að gjörbreytast til batnaðar með komu bátsins en Vigur leysir Guðmund Sig af hólmi sem hefur þjónað útgerðinni s.l. 10 ár. Fjórir menn verða í áhöfn Vigurs, skipstjóri er Karl Guðni Ólafsson og vélstjóri Guðmundur Þorgeirsson.
Karl Ólafsson skipstjóri var ánægður með nýja bátinn.
Humarhátíð á Höfn 2015 Humarhátíð á Höfn verður haldin 26. - 28. júní nk. og að þessu sinni verður hátíðarsviðið á hafnarsvæðinu. Humarhátíðarnefnd vill minna á að nú er tímabært að taka fram skreytingar og huga að görðum t.d. fyrir 17. júní til að vera tímanlega. Draga fram búninga fyrir skrúðgöngu og eins og áður væri gaman að sjá þjóðbúninga og fána frá sem flestum löndum. Enn eigum við pláss fyrir sölufólk á neðri hæð Miklagarðs og fyrir sýningar og annað á efri hæð. Humarhátíðarfánar eru til sölu í sundlauginni. Hver sá sem lumar á skemmtiatriði og langar að troða upp getur haft samband við Humarhátíðarnefnd í síma 696-4532 (Kristín). Að venju verður
dagskrá Humarhátíðar fjölbreytt. Ýmsar sýningar verða um allan bæ, þjóðakvöld Kvennakórsins verður í Mánagarði og boðið verður upp á humarsúpu víðsvegar um bæinn. Þá má nefna skrúðgöngu með uppákomum, kassabílarallý, töframann og námskeið, burnout, stórtónleika Diktu í íþróttahúsinu, gömludansaball Karlakórsins í Sindrabæ, varðeld með söng, stórdansleik með Sálinni í íþróttahúsinu, fimleikasýningu, heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna, heimsmetstilraun í Humarlokugerð, Audda og Steindi Jr., barnadagskrá og fleira.
Vegna 17. júní þarf efni og auglýsingar að berast blaðinu fyrir kl. 12:00 mánudaginn 15. júní.
2
Fimmtudagur 11. júní 2015
Kæru Hornfirðingar Þar sem fermingum þessa árs er lokið í Bjarnanesprestakalli þá þætti okkur prestunum vænt um ef hægt væri að senda okkur myndir úr fermingunum sem verða birtar á heimasíðu prestakallsins, www.bjarnanesprestakall.is. Hægt er að senda myndirnar á stigur.reynisson@kirkjan.is.
Eystrahorn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma
Sigríður Ingibjörg Sigurbergsdóttir frá Svínafelli, Furulundi 9, Garðabæ andaðist á heimili sínu 3. júní sl. Jarðarförin verður gerð frá Garðakirkju, Garðabæ 16. júní kl. 11:00.
Með kærum þökkum, prestarnir.
Sigurbjörn K. Haraldsson og börn hinnar látnu
Kaþólska kirkjan
Hallooo! Halloooo! Sunnudagur 14. júní. Skriftir frá kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Eftir messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga
Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu
Gönguvikan “Ekki lúra of lengi” • 11. júní kl. 17:00 Fláfjall-Jökulöldur-Sinuhjallar á Mýrum (4-5 klst.) • 12. júní kl. 17:00 Kapaldalur í Lóni (3-4 klst.) • 13. júní kl. 09:00 Undirheimar Þvottárskriðna í Álftafirði (4 klst.) Frítt í þessa ferð • 13. júní kl. 09:00 Fjall mánaðarins Reyðarárdalur - Hvítamelsbotnar - Starmýrardalur. Hækkun 917m. 8-9 klst. Þarf að skrá sig í þessa ferð. Lámarksfjöldi 6 manns. • 14. júní kl. 10:00 Jöklasel í Suðursveit. Fjölskyldu og jeppaferð (4-5 klst.) • 15. júní kl. 14:00 Kvíármýrakambur í Öræfum (5-6 klst.) Frítt í þessa ferð. Verð: 1000 kr., 1500 kr. fyrir hjón og frítt fyrir 16 ára og yngri. Lagt af stað frá tjaldstæðinu í allar ferðirnar. Séu hundar með skal vera ól meðferðis. Þeir sem taka þátt í Gönguvikunni setja nafn sitt í lukkupott sem verður svo dregið úr í lokin. Allir velkomnir. Nánari uppl. Ragna Péturs. 662-5074
Hin árlega DAGSFERÐ Félags eldri Hornfirðinga verður farin þriðjudaginn 30. júní nk. kl. 10:00, frá Ekru. Farið verður um heimaslóðir. Þátttakendur skrái sig á lista í Ekru eða í síma 894-7210 Björn. Ferðanefndin
Bifreiðaskoðun á Höfn 22., 23. og 24. júní. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. júní. Næsta skoðun er 13., 14. og 15. júlí. Þegar vel er skoðað
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Til sölu
Brúnt notað leðursófasett (2+3 sæti). Er í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar sími 867-8979.
Leiguhúsnæði óskast frá 1. ágúst nk.
Fjögurra manna fjölskylda og ferfætlingur óska eftir langtíma leiguhúsnæði á Höfn. Getum sinnt viðhaldi og viðgerðum á eigninni samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar í síma 6916955 Sigga eða sigisleifsdottir@gmail.com
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. júní 2015
Samtökin Landsbyggðin lifi – LBL verða með opinn fund í Þekkingarsetrinu Nýheimum, Litlubrú 2, Hornafirði, laugardaginn 13. júní 2015, kl. 14:00. Björgvin Hjörleifsson, formaður og Stefanía V. Gísladóttir, ritari kynna samtökin og helstu áherslumál þeirra, sem er að vinna að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum íbúa landsins. • Kynning á LBL • Byggðastefna fyrir Ísland • Ungliðaverkefni LBL • Kynning á Hela Norden Ska leva • Evrópska dreifbýlisþingið 2015 • Umræða um frjáls íbúasamtök/framfarafélög og hvaða áhrif þau geta haft á nærumhverfi sitt. • Hvatt til að stofna íbúasamtök/framfarafélag á Höfn ef það er ekki til. Hér gefst tækifæri á að ræða sameiginleg málefni og meðal annars hvað brennur á Austfirðingum. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á búsetuskilyrðum að mæta, bæði unga og aldna. Hvetjum við fólk til að mæta og ræða málin.
Staða barna á biðlista eftir leikskóla- eða dagforeldraplássi Marga foreldra barna á biðlista eftir leikskólaplássi er farið að lengja eftir upplýsingum um hvenær börnin þeirra komast að á leikskóla eða hjá dagforeldri næsta haust. Hjá báðum dagforeldrum er fullt og ljóst að það losnar einungis um hjá þeim þegar börn komast inn á leikskóla. Fyrirséð er að í haust mun leikskólana vanta um 7-8 starfsmenn og ljóst að ef staðan verður óbreytt verður erfitt að bjóða börnum í öll þau pláss sem losna. Nú er verið að auglýsa eftir starfsfólki á báða leikskólana og vonandi næst að manna þessar stöður svo að í haust verði hægt að taka börn inn í öll þau pláss sem losna. Í ljósi þessarar óvissu er því ekki hægt að svara foreldrum strax um innritun barna þeirra í leikskóla vegna skólaársins 2015 - 2016 en fyrstu innritanir verða tilkynntar eins fljótt og auðið er.
Starfskraftur óskast Vélsmiðja Hornafjarðar ehf. óskar eftir starfskrafti strax á Smur- og dekkjaverkstæði.
Upplýsingar veittar á staðnum eða hjá Páli Ólafssyni í síma 899-1141.
Stjórn Landsbyggðin lifi. e-mail: landlif@landlif.is Heimasíða: www.landlif.is Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.
Lausar lóðir Eftirfarandi lóðir eru lausar til umsóknar: - Við Bugðuleiru, 5 lóðir - Við Víkurbraut, 3 lóðir - Við Fákaleiru, 1 lóð Bæjarstjórn samþykkti að fella niður gatnagerðargjöld, lóðarhafar fá lóðirnar endurgjaldslaust.
3
Smáskipavélavörður – vélgæslunámskeið Námskeiðið veitir réttindi til starfa sem vélavörður á skipi með 750 kW vél eða minni og 12 m og styttra að skráningarlengd. Bóklegt og verklegt nám, alls um 85 kennslustundir (56 klukkustundir) að lengd og stendur yfir í 2 vikur. Námskeiðið verður haldið á Djúpavogi ef næg þátttaka fæst og kennslan hefst mánudaginn 24. ágúst. Bókleg kennsla fer fram frá kl.17:00 til 21:10. Inni í námskeiðinu er námsferð í Tækniskólann þar sem verkleg kennsla fer fram lau. 29. ágúst og sun. 30. ágúst. Föstudagurinn 28. ágúst verður nýttur fyrir nemendur til að koma sér suður til Reykjavíkur. Námskeiðinu lýkur mánudaginn 7. september með skriflegu lokaprófi.
Nánari upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is.
Bóklega kennslu annast Magnús Hreinsson og verklega kennslu annast kennarar í Véltækniskólanum ásamt Magnúsi.
Lóðaumsóknir fara fram í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins https://ibuagatt.hornafjordur.is.
Áhugasamir hafi samband við Magnús í netfang maggihr@ simnet.is eða í síma 867 7160 og hann skráir þátttakendur og veitir nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Zophonías Torfason skólameistara í netfang skolameistari@fas.is Skráningarfrestur er til 15. ágúst 2015. F.h. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu 8. júní 2015 - Skólameistari
4
Fimmtudagur 11. júní 2015
Eystrahorn
Heiðranir á Sjómannadegi Á sjómannadaginn voru Sigtryggur Benedikts og Haukur Helgi Þorvaldsson heiðraðir fyrir störf sín og þátttöku í sjávarútvegi. Við það tækifæri rifjaði Sigurður Ólafsson skipstjóri upp lífshlaup þeirra: Sigtryggur Benedikts Sigtryggur Benedikts eða Siddi eins og við þekkjum hann kannski betur er fæddur 17. júlí 1937 á Flatey á Mýrum. Móðir hans var Ingunn Benediktsdóttir. Fljótlega fluttist stórfjölskyldan út á Höfn og kom sér fyrir á Hafnarbraut 10 í húsi sem fékk nafnið Flateyri. Ásamt móður voru það afi og amma, tvö uppeldissystkini, þau Steinunn og Heimir og svo tveir móðurbræður sem báðir hétu Sigurður og voru aðgreindir sem yngri og eldri. Við tók þá hefðbundin skólasókn
Sigtryggur hefur áður komið um borð í svona bát.
þess tíma í Hafnarskóla. Frá fáum húsum er styttra niður á bryggju og út í fjörð en Flateyri og þangað leitaði hugur Sidda fljótlega og það má segja að þar hafi hið eiginlega uppeldi farið fram. Silungs- og lúruveiði var ungum krökkum spennandi og var hann strax kominn á kaf í það gróskumikla líf sem fiskurinn, höfnin og fjörðurinn bauð upp á. Þrátt fyrir það var fyrsta vinnan hans að vera cowboy eins og hann sagði sjálfur. Það er að segja að reka beljur inn á Ægissíðu. Þaðan lá svo leiðin í þá vinnu sem margir krakkar voru í á þessum tíma en það var að breiða saltfisk. 14 ára fór hann svo fyrst til sjós með Tryggva Sigurjóns á gamla Helga á handfæri við Langanes um hvítasunnuna. Þaðan lá leiðin á gamla Sigurfara með Sigurði Lárussyni 1954 á vertíð og síld. Þarna var orðið nokkuð ljóst hvað ævistarfið yrði svo Siddi sest á skólabekk stýrimannaskólann haustið 1955 og útskrifast svo úr stýrimannaskólanum vorið 1958 og lendir þá fljótlega sem stýrimaður á síld á Sigurfara. 1959 var svo auglýst eftir stýrimanni á Sigurð SU frá Seyðisfirði sem var 22 tonna bátur og þá var farið að veiða humar í breiðamerkurdýpinu og þrátt fyrir að hafa stoppað lítið við það í þetta skiptið voru þeir með þeim allra fyrstu til að reyna humarveiðar. Haustið 1960 varð hann svo stýrimaður á Gunnari SU. Hann prufaði líka strandsiglingar og var á Herðubreið í um eitt ár en þurfti að fara þaðan í land vegna kviðslits. 1961 hringir
svo Hjalti Gunnarsson og segir að það vanti skipstjóra á Svöluna SU sem var um 110 tonna bátur frá Svíþjóð og hann eigi að fara á humar. Þeir prufuðu aftur humarveiðar en gekk ekki nógu vel og í staðinn var farið að fiska í siglingar og um sumarið og fram á haust var farið í 5 siglingar til Grimsby. Eftir Svöluna fer Siddi á Ólaf Tryggvason til Tryggva Sigurjóns og var þar tvær vertíðir. Siddi tók svo við Sigurfara og var með hann þar til hann og Bragi Bjarnason kaupa Eskeyna árið 1969. Hann varð þeirra gæfu aðnjótandi að vera réttur maður á réttum stað þegar hann ásamt áhöfn sinni voru staddir í nágrenni við Ólaf Tryggvason þegar kviknaði í honum við Hrollaugseyjar og björguðu þar alls ellefu manns. Árið 1972 hætti Siddi í Eskeyjarútgerðinni og fór að stússast eitthvað í landi við veiðafærasölu og leysti svo af á einhverjum pungum á milli. 1973 fór hann í Norðursjóinn á síld og svo aftur í land. 1974 kaupir hann svo ásamt Bjarna Snæland bát sem hét Stjarnan RE og var hún skýrð Svala SF 3, og síðar Jón Bjarnason SF og áttu þeir þann bát til 1980 og gerðu hann út á þorskanet á vetrarvertíð, síld og humar. 1980 gera þeir Siddi og Bjarni Snæland svo samning um kaup á 120 tonna yfirbyggðum stálbáti sem þótti mikil bylting. Báturinn var með beitningavél og öllu tilheyrandi og fékk hann svo nafnið Jón Bjarnason SF 3 og voru þeir þar með frumkvöðlar í beitningavélabransanum og fiskuðu vel. Þrátt fyrir það urðu þeir að selja hann aftur og kaupa í staðinn 1984 Gísla lóðs sem líka fékk nafnið Jón Bjarnason og fara á net og humar. Bjarni Snæland veiktist svo 1987 og skiptu þeir þá upp útgerðinni og gerði þá Siddi út litla plastbáta til 1996 þegar hann seldi síðasta bátinn sinn. Þá var hann kominn í samband við eiginkonu sína sem heitir Bryndís Flosadóttir en er okkur öllum mun kunnari sem Biddý. Biddý átti fimm börn af fyrra sambandi sem í framhaldi af samkrulli þeirra Sidda eru orðin hans börn líka og afa og ömmubörnin hrúgast inn þeim til mikillar gleði. Þau giftu sig með glans 1996 þegar þau ákváðu að flytja til Danmerkur þar sem þau bjuggu svo alveg til 2013 þegar þau fluttu heim aftur. Siddi stundaði ýmsa vinnu í Danmörku og kom aðeins nálægt sjómennsku þar sem stýrimaður á skipi sem hét Haraldur Blátönn og sigldi með ferðmenn í Hroskildefirðinum og endaði hann þar sína sjómennsku. Þau fluttu svo eins og áður segir aftur heim frá Danmörku til Hornafjarðar 2013 hvar þau búa nú og una hag sínum vel og eru gríðarlega virk í samfélaginu og vinna bæði ennþá meira en margt yngra fólkið, Siddi sér um Moggann og Biddý rekur kaffihús. Sigtryggur bað um að koma á framfæri þökkum til sjómannadagsráðs fyrir auðsýndan virðingarvott og sömuleiðis til samstarfsfólks og samferðamanna gegnum tíðina.
Haukur Helgi Þorvaldsson Haukur Helgi Þorvaldsson er alinn upp í fjörunni á Eskifirði þannig að nær sjónum verður ekki
komist. Tengsl Eskfirðinga við Hornafjörðinn voru alltaf mikil. Eskfirðingar stunduðu sjóróðra á vetrum frá Hornafirði og gerðu út frá Ægissíðu og Mikley. Langafi Hauks Helga,
Árni Halldórsson gerði m.a. út frá Ægissíðu. Haukur var til sjós á bátum frá Eskifirði tvær síldarvertíðar og eina vetrarvertíð á útilegu við Suð-Austurland. Meginhluti af starfsævi Hauks Helga hefur falist í þjónustu og uppsetningu á veiðafærum við bátaflotann. Haukur Helgi nam netagerð hjá Jóhanni Klausen á Eskifirði frá árinu 1963. Hann lauk sveinsprófi í netagerð á Eskifirði 1967 og meistarabréf í iðninni fékk hann árið 1976. Árið 1968 flutti Haukur Helgi til Hornafjarðar og veturinn 1969 réði hann sig á Gissur hvíta í beitningu og sem netamann í
Haukur undir merki Veiðafæragerðar Hornafjarðar.
landi þar sem hann vann með Sæla og Óskari við að fella þorskanet í (Bragganum) þ.e.a.s. í Miklagarði. Vorið 1969 hóf Haukur Helgi störf hjá Kristjáni Gústafssyni útgerðarmanni sem rak þá netaverkstæði í trésmíðaverkstæði Leifs Benediktssonar þar sem Báran stendur núna. Fljótlega stofnuðu Haukur og Kristján ásamt fjölskyldum sínum Veiðafæragerð Hornafjarðar og reistu verkstæðishús á leirunni við hlið Vélsmiðju Hornafjarðar. 1971 flutti starfsemin þangað. Eins og ávallt var meginmarkmið veiðafæragerðarinnar að þjónusta fiskiskipaflota heimamanna og annarra sem þurftu á veiðafæraþjónustu að halda. Haukur beitti sér í málefnum netagerðamanna og veiðafæragerða í gegnum tíðina og var m.a. formaður Landsambands veiðafæragerða um árabil. Haukur Helgi hefur stafað að veiðafæragerð í alls 30 ár og er enn að störfum hjá Veiðafæragerð Skinneyjar Þinganess. Haukur þakki fyrir sig og sagði m.a.; „Til hamingju með daginn sjómenn og fjölskyldur. Ég vil tileinka heiðrunina Kristjáni Gústafssyni vini mínum og samstarfsmanni til margra ára sem lést langt um aldur fram og þeim góðu starfsmönnum sem unnu hjá okkur á Veiðafæragerð Hornafjarðar bæði lífs og liðnum. Ég þakka innilega fyrir þennan heiður sem Sjómannadagsráð Hornafjarðar hefur sýnt mér með þessari orðuveitingu. Eða eins og góður maður sagði LIFIÐ HEIL.“
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. júní 2015
Félagsmót Hornfirðings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót Austurlands 2015 verða haldin helgina 13. - 14. júní. Keppni hefst kl. 13:00, Knapafundur kl. 12:30 í Stekkhól
Keppnisgreinar: • Pollaflokkur (skráning á staðnum) • Barna-, unglinga- og ungmennaflokkur • A og B-flokkur gæðinga • Tölt • Unghrossaflokkur, hross fædd 2010 og 2011 (4. og 5. vetra) • 100m skeið og 300m stökk
Skráning á www.sportfengur.com / senda greiðslukvittun á netfang: lenam@hornafjordur.is / Skráningu lýkur fimmtudaginn 11. júní. Skráningargjald kr. 3000,-.
Skráning í unghrossaflokk, skeið og stökk á heimasíðu: www.hornfirdingur.is.
5
Góðir félagar í Búsæld ehf. Fjölmennum á boðaðan hluthafafund félagsins mánudaginn 15. júní 2015 í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum kl. 13:00. Stöndum vörð um áframhaldandi dreifða eignaraðild hluthafa og höldum félaginu áfram í eigu bændanna sjálfra með því að greiða atkvæði gegn „tilboði Kjarnafæðis í öll hlutabréf Búsældar ehf. í Norðlenska matborðinu ehf.“, hvert einasta atkvæði mun skipta máli. Það hefur aldrei verið talin góð búmennska að slátra sjálfri mjólkurkúnni og éta hana. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og er skammgóður vermir enda vitum við ekkert hvað við fáum í staðinn. Eru menn kannski búnir að gleyma því í hvaða tilgangi félagið var stofnað á sínum tíma? Eins og öllum ætti að vera ljóst þá er þetta mjög mikið byggðamál. Kveðja í von um góð viðbrögð einn félagi í Búsæld ehf.
Sunnlendingar athugið
Vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna verða allar skrifstofur Sýslumannsins á Suðurlandi lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi, föstudaginn 19. júní nk. Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Nánari upplýsingar um dagskrá og tímasetningar birtast á www.hornfirdingur.is og Facebookarsíðu Hestamannafélagsins Hornfirðings.
Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ 13. júní
Bruns sunnudaginn 14. júní kl. 12:00 – 15:00 Bon appetit!
Hlaupið verður frá Sundlauginni kl. 11:00. Upphitun fyrir hlaupið. Þátttökugjald 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri og 67 ára og eldri, en 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri. Bolur fylgir gjaldinu og frítt í sund.
Næstu heimaleikir 2. deild karla - Sindravellir Sunnudaginn 14. júní kl. 14:00
Sindri - Tindastóll
Allir á völlinn!
6
Fimmtudagur 11. júní 2015
Útboð Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Uppbygging fráveitukerfis á Höfn - Jarðvinna og lagnir-1. áfangi“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.
Lauslegt yfirlit yfir verkið Um er að ræða að koma fyrir nýrri útrásarlögn frá lóð við Ránarslóð 3 og suður í gegnum svokallað Ósland að lóð nr. 4 við Miðós, þaðan að fjöru og síðan suðvestur meðfram fjörunni þangað sem hún endar í þessum áfanga sem er norður af Stapakletti. Setja þarf sökkur á lögnina þar sem hún liggur í fjöru. Einnig felur þetta útboð í sér að keyra út burðarlagi í nýjan Óslandsveg frá syðri enda malarplans fyrir austan Ránarslóð 3 og að núverandi Óslandsvegi. Einnig þarf að keyra út burðarlagi í Miðós, austur fyrir lóð nr. 4 við Miðós. Einnig þarf verktaki að útvega viðbótar efni sem notað verður í síðari áföngum, bæði lagnaefni og sökkur.
Helstu magntölur eru: Gröftur fyrir lögnum á landi...............................6.500 m³ Gröftur og fylling fyrir lögnum í fjöru................... 490 m Gröftur fyrir veg..................................................2.100 m³ Fylling undir lagnir með burðarhæfu efni........1.200 m³ Fylling í lagnaskurð á landi................................3.400 m³ Fylling í veg með burðarhæfu efni....................5.000 m³ Söndun lagna.......................................................1.500 m³ Skólplögn Wheolite ø800 á landi........................... 660 m Skólplögn PEH ø900 í fjöru.................................... 485 m Steyptur yfirfallsbrunnur......................................... 1 stk Sökkur úr steinsteypu (2.420 kg/stk)................. 131 stk Miðað er við að full ljúka öllum verkþáttum útboðs. Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með þriðjudeginum 9. júní 2015 gegn 5.000 kr. greiðslu. Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is. Vinsamlegast takið fram um hvaða gögn er verið að biðja. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 2. júlí 2015 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.
Eystrahorn
Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi að Hofi í Öræfum Aðalskipulagsbreyting Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 04. júní að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi 2012-2030. Forsendur breytingar felast annars vegar í að stækka atvinnusvæði sunnan Hringvegar og hins vegar að afmarka íbúðarsvæði norðan Hringvegar. Gert er ráð fyrir að stækka atvinnusvæði, um 9 ha. svæði fyrir verslun og þjónustu. Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Ferðaþjónusta er ein af helstu atvinnugreinum Hornafjarðar og fjöldi erlendra ferðamanna sem sækja sveitarfélagið heim hefur aukist mikið á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir að afmarka íbúðarsvæði norðan Hringvegar – ofan við félagsheimilið Hofgarð, um 5,5 ha. að stærð. Eftirspurn hefur verið eftir að byggja íbúðarhúsnæði við Hof. Breytingartillagan er ekki matsskyld og því ekki háð lögum nr. 105/2006. Hins vegar verður gerð almenn grein fyrir helstu umhverfisáhrifum breytingartillögu á umhverfið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Deiliskipulag Hofi– lýsing Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 4. júní 2015 að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing að deiliskipulagstillögu felur í sér eftirfarandi m.a.; Skipulagssvæðið skiptist í tvö meginsvæði A og B þar sem byggja á upp á áður óbyggðu landi. Að auki er fyrirhuguð stækkun og endurnýjun íbúðar og útihúsa við Hof. Lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulags að Hofi ásamt fylgigögnum verður til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 10. júní til og með 25. júní og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefin kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytingu og lýsingu deiliskipulags að Hofi. Frestur til að skila athugasemd er til 24 . júní 2015 og skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingafulltrúi
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. júní 2015
Umsjón með námskeiði Starfsmaður óskast til að hafa umsjón með námskeiði fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og eru með íslensku sem annað mál. Námskeiðið er tvisvar sinnum í viku, tvo tíma í senn og er lögð áhersla á samskipti á íslensku gegnum leik, útiveru og samveru. Starfsmaður þarf að vera 18 ára eða eldri og er æskilegt að hann hafi reynslu af að vinna með börnum og að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun taka mið af kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir sendist á thorhildur@hornafjordur. is fyrir 10. júní nk. en nánari upplýsingar veitir Þórhildur Kristjánsdóttir í síma 470-8005.
7
Starf skrifstofumanns í FAS Auglýst er laust starf skrifstofumanns við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Viðkomandi sér um bókhald skólans, svo og sjóða og deilda sem reknar eru á ábyrgð skólans. Starfsmaðurinn sér um greiðslu reikninga og annast innheimtu. Hann hefur umsjón með skjalavistun nemendabókhalds og annast almenn skrifstofu- og skráningarstörf. Viðkomandi þarf að hafa bæði þekkingu á bókhaldsvinnu og reynslu af almennum skrifstofustörfum og einnig eru góðir samskiptahæfileikar mikilvægir. Starfskjör og starfshlutfall eru samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Ráðningartími er frá 1. ágúst nk. Áhugasamir sendi umsókn og fyrirspurnir til Eyjólfs Guðmundssonar í netfangið eyjo@fas.is sem jafnframt svarar fyrirspurnum í síma 860-2958. Skólameistari
Menntastoðir Nýtt tækifæri til náms á öllu Suðurlandi
Fræðslunetið býður uppá nám í Menntastoðum næsta vetur. Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og veitir réttindi til að hefja nám á háskólabrú eða í frumgreinadeildum háskóla. Um er að ræða dreifnám með staðlotum, þannig að það hentar fólki á öllu Suðurlandi allt frá Höfn í Hornafirði til Þorlákshafnar. Kennsla hefst með staðlotu í september 2015. Fyrir hvern? Námið er ætlað þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og hafa áhuga á frekara námi.
Helstu kennslugreinar eru: íslenska, enska, danska, stærðfræði og upplýsingatækni.
Hvar Hvenær Verð Lengd
Á öllu Suðurlandi frá Höfn til Hafnar Veturinn 2015 - 2016 128.000 - ath. styrki verkalýðsfélaganna 660 kennslustundir
Við Bankaveg 800 Selfoss | sími: 560 2030 | http://fraedslunet.is