Eystrahorn 28. tbl. 33. árgangur
Fimmtudagur 27. ágúst 2015
6,2 milljónir í hornfirsk verkefni
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Hundar og menn keppa á Hornafirði
F.h. Stefán Ólafsson fyrir hönd Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar, Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Fanney Björg Sveinsdóttir verkefnastjóri SASS á Hornafirði
SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga úthlutaði nú í sumar 42 milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands í nýsköpunarog menningarverkefni á Suðurlandi. Hvorki meira né minna en 10 verkefni í Sveitarfélaginu Hornafirði hlutu styrk úr sjóðnum, samtals 6,2 milljónir króna. Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS á Höfn, er ánægð með þennan árangur og hvetur frumkvöðla og aðila til að nýta sér þá ráðgjöf og þann stuðning sem er í boði hjá SASS og fleiri aðilum í Nýheimum. Eftirfarandi verkefni í Sveitarfélaginu Hornafirði hlutu styrk:
Nýsköpunarverkefni • Gingó hönnun - þróun nýrrar aðferðar við nýja vörulínu Gingó hönnun • Hólmur Brugghús Þorgrímur Tjörvi Halldórsson • Íshellasýning - ný tegund afþreyingar Aron Franklín Jónsson • Kayakferðir á Heinabergslóni Iceguide • Lítið hátækni málmsmíðaverkstæði í Suðursveit Bjarni Malmquist Jónsson • Nytjagripir úr náttúru Hornafjarðar Ingibjörg Lilja Pálmadóttir • Tímabundin ráðning sérfræðings til að hefja tilraunaframleiðslu á humarkjöti úr humarklóm Skinney-Þinganes
Menningarverkefni • Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar • Mjólk og menning Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir • Upphaf og endir Hlynur Pálmason
Agnar og smalahundurinn Brook.
Landskeppni Smalahundafélags Íslands verður haldin helgina 29. - 30. ágúst nk. Keppnin veður fer fram í landi Einholts á Mýrum og hefst klukkan 10:00 á laugardag og heldur áfram á sunnudag. Meðal þátttakenda verður heimamaðurinn, Agnar Ólafsson á Tjörn á Mýrum, sem hefur náð langt í þjálfun smalahunda og sótt sér þekkingu út fyrir landssteinana. Hann segir alla velkomna að fylgjast með keppninni sem er skemmtileg og kemur fólki sem ekki þekkir til yfirleitt á óvart.
Vetrarstarf Samkórsins Vetrarstarf Samkórs Hornafjarðar hefst þriðjudaginn 1. september kl. 20:00 með kóræfingu í Hafnarkirkju. Samkór Hornafjarðar er góður félagsskapur karla og kvenna á öllum aldri. Kórstarfið er fjölbreytt og skemmtilegt og einnig mjög gefandi. Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 20 – 22 í Hafnarkirkju. Tekið er fagnandi móti nýju söngfólki í allar raddir. Öllum nýjum félögum standa til boða tímar í raddþjálfun þeim að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta haft samband við Kristínu kórstjóra í síma 860 2814 eða á krjoh@eldhorn.is
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 27. ágúst 2015
Andlát
Andlát
Sigríður Ólafsdóttir
Sigurður Elís Þorsteinsson
Sigríður Ólafsdóttir fæddist í Holtahólum á Mýrum í Hornafirði 13. desember 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn 23 júlí 2015. Foreldrar hennar voru Anna Pálsdóttir, f.16.3.1888, d.14.11.1974, og Ólafur Einarsson, f.26.2.1885, d.25.3.1952. Systkini Sigríðar voru sjö: Vilborg f.1911, Páll f.1912, Guðrún f.1914, Einar f.1915, Rósa f.1917, Ásta f.1921, Anna f.1925. Þau eru öll látin.
Sigurður Elís Þorsteinsson frá Reynivöllum í Suðursveit lést á Hjúkrunardeild HSu þriðjudaginn 18. ágúst 2015. Sigurður var fæddur á Reynivöllum 7. febrúar 1931. Foreldrar hans voru hjónin Arelí Þorsteinsdóttir f.18.11.1897, d.2.7.1975 og Þorsteinn Guðmundsson f.29.7.1895, d.20.3.1984 hreppstjóri á Reynivöllum.
Eiginmaður Sigríðar var Guðmundur Bjarnason frá Viðborðsseli, f.9.7.1927, d.6.11 2001, foreldrar hans voru Bjarni Þorleifsson, f.20.8.1892, d.23.8.1977, og Lússía Guðmundsdóttir, f.3.3.1898, d.1.10.1997. Sigríður og Guðmundur tóku við búi í Holtahólum 1952 eftir lát Ólafs föður Sigríðar, þau bjuggu í Holtahólum allt til ársins 1988 er þau brugðu búi og fluttu á Höfn. Sigríður vann á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði. Börn Sigríðar og Guðmundar eru: Ólöf Anna, f.15.8.1952, maki Steinþór Torfason, þau búa á Hala í Suðursveit.Stúlka, f.10.6.1954, d.10.6.1954, Einar Bjarni, f.23.1.1956, býr á Höfn, Víðir, f.6.6.1959, býr í Holtahólum, Lucía Sigríður, f 15.8.1963, maki Hannes Lange, þau búa í Hafnarfirði. Barnabörn Sigríðar eru sjö og langömmubörnin átta. Útför Sigríðar fór fram frá Brunnhólskirkju 1. ágúst s.l.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar
Sigríðar Ólafsdóttur. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Höfn. Ólöf Anna Guðmundsdóttir, Einar Bjarni Guðmundsson Víðir Guðmundsson, Lucía Sigríður Guðmundsdóttir og fjölskyldur.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Húsnæði óskast Óskum eftir einbýlishúsi í stærra lagi eða tveggja íbúða húsi til leigu sem fyrst á Höfn í Hornafirði. Erum fimm manna fjölskylda með hund. Einnig kemur til greina húsaskipti á Akureyri. Upplýsingar í síma 863-6773. Helena.
Sigurður var annar í röð þriggja bræðra, þeir voru Þorsteinn Lúðvík, f.23.4.1929 og Ingimundur Reynir f.19.6.1934, d.15.9.1948. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Sigurður ólst upp á Reynivöllum í Suðursveit. Hann nam búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri og bjó eftir það um nokkurt skeið á Reynivöllum þar sem hann starfaði ásamt foreldrum sínum. Sigurður fluttist síðan til Reykjavíkur og bjó þar stærstan hluta ævinnar og starfaði lengstan hluta hjá vélsmiðjunni Héðni. Sigurður fluttist til Hafnar í Hornafirði á efri árum þar sem hann vann hjá Vélsmiðju Hornafjarðar þar til hann komst á eftirlaun. Síðustu ævidagana dvaldi Sigurður á Hjúkrunarheimilinu á Höfn. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsmanna þar. Útför Sigurðar var gerð frá Kálfafellstaðarkirkju þriðjudaginn 25. ágúst.
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga
FUNDUR MEÐ FORMANNI LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara verður framsögumaður á fræðslufundi FEH í EKRUsalnum mánudaginn 7. september kl. 15:00. Kaffiveitingar. 60 ára og eldri eru hvattir til að fjölmenna. Félag eldri Hornfirðinga Íbúð óskast Ungt par óskar eftir 2-3 herbergja íbúð á leigu á Höfn. Erum reglusöm, reyklaus og skilvís. Skoðum allt. Vinsamlegast hafið samband í síma 822-5697.
Fimmtudagur 27. ágúst 2015
Loksins svona diskur frá Grétari Grétar „okkar“ Örvarsson hefur gefið út nýjan hljómdisk sem örugglega á eftir að vera spilaður mikið víða. Af þessu tilefni hafði ritstjóri samband við hann; „Diskurinn kemur út 1.september n.k. Þar syng ég ellefu þekkt dægurlög á minn hátt í mínum útsetningum. Til liðs við mig fékk ég valinkunna hljóðfæraleikara og þrjár frábærar söngkonur. Ég steig mín fyrstu spor í tónlistinni og lék á Hótel Höfn 15 ára gamall og fékk þá sérstaka undanþágu til þess hjá Friðjóni þáverandi sýslumanni. Þar lék ég á Yamaha orgel ásamt Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni sem spilaði á trommur og Gunnari Karlssyni sem spilaði á gítar. Þessir snillingar kenndu mér margt og mikið á þeim árum sem hefur verið mér gott veganesti í gegnum tónlistarferilinn. Nú langar mig að leita upprunans og halda útgáfutónleikana á Hornafirði í september og mun auglýsa þá síðar. Hljóðfæraleikararnir sem spila með mér á tónleikunum eru Jóhann Ásmundsson bassaleikari úr Mezzoforte, Sigfús Óttarsson trommuleikari, Kristján sonur minn sem leikur á gítar ásamt hinni frábæru söngkonu Stefaníu Svavarsdóttur. Ég mun á þessum tónleikum spila lögin af nýja diskinum ásamt því að flytja nokkur vel valin lög frá fyrri tíð t.d. Stjórnarlög og auðvitað spjalla á léttu nótunum við gesti. Ég verð að viðurkenna að ég hlakka til að koma „heim“ og er svolítið spenntur að sjá viðtökur við nýja diskinum,“ sagði Grétar að lokum.
Kaþólska kirkjan Hallooo! Halloooo! Sunnudagur 30. ágúst. Byrjum saman skólaárið. Skriftir frá kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Góð reynsla er af gróðursetningu að hausti 10 – 50 % afsláttur af trjáplöntum til 5. september. Opið virka daga 13:00 – 17:00. Þess utan eftir samkomulagi Sími 849-1920 og 478-1920
Verið velkomin
Gróðrarstöðin Dilksnesi
www.eystrahorn.is
Bókhaldsstofan skiptir um eiganda
Jónas Gestur, Barði og Hjalti Ragnar fyrir framan Bókhaldsstofuna.
Deloitte hefur samið um kaup á Bókhaldsstofunni ehf. á Höfn í Hornafirði af Barða Ingvaldssyni sem hefur ákveðið að flytja til Reykjavíkur. Deloitte mun formlega taka yfir rekstur á félaginu þann 1. janúar 2016 og stefnt er að því að rekstur þess verði í óbreyttri mynd sem verið hefur. Hjá Bókhaldsstofnunni ehf. vinna fjórir starfsmenn með mikla starfsreynslu. Jónas Gestur Jónasson og Hjalti Ragnar Eiríksson endurskoðendur munu vera með umsjón á rekstri félagsins af hálfu Deloitte en í blaðinu er auglýst eftir starfsmanni.
Næstu heimaleikir
Eystrahorn
2. deild karla - Sindravellir Laugardaginn 29. ágúst kl. 16:00 Sindri – Dalvík/Reynir 2. deild karla - Sindravellir Þriðjudaginn 1. september kl. 18:00 Sindri – Leiknir 3.flokkur kvenna - Sindravellir Föstudaginn 28. ágúst kl. 18:00 Sindri – Fjarðabyggð/Leiknir/ Höttur 3.flokkur karla - Sindravellir Sunnudaginn 30. ágúst kl. 14:00 Sindri/Máni – Njarðvík
Kynningarfundur um deiliskipulag Hofi Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi Hofi verður haldinn fimmtudaginn 3. september kl. 12:00 í fundarsal 3. hæð í Ráðhúsi Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Atvinna Jökulsárlón ehf. óskar eftir : • Starfsfólki í miðasölu. Starfið felst í að afgreiða ferðamenn og sjá um bókanir. • Starfsfólki á Zodiac fylgdar- og öryggisbáta. Engra réttinda er krafist á fylgdarbátana. Tímabil er frá byrjun september.
Lausar stöður við leikskólann Lönguhóla Hornafirði Framtíðarstarf: Um er að ræða leikskólakennara stöður eða leiðbeinanda á deild. Leikskólinn er útileikskóli og hefur stuðst við hugmyndafræði Reggio Emilia. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæðir, samviskusamir og hafa ánægju af útiveru.
Húsnæði er í boði fyrir starfsmenn.
Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Upplýsingar gefur Katrín í s. 844-8397 eða á katrin@jokulsarlon.is.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingólfsdóttir leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið margreti@hornafjordur.is Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra fyrir 3. september 2015.
Löggiltur endurskoðandi eða reyndur viðskiptafræðingur Bókhaldsstofan ehf. á Höfn í Hornafirði leitar að löggiltum endurskoðanda eða reyndum viðskiptafræðingi til að veita stofunni forstöðu. Bókhaldsstofan veitir þjónustu á sviði endurskoðunar, bókhalds-, launa- og fjármála auk framtalsaðstoðar og skyldra verkefna til einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Stjórnun og daglegur rekstur • Gerð ársreikninga og skattframtala • Endurskoðun ársreikninga • Vinna að tilfallandi verkefnum fyrir viðskiptavini Menntunar- og hæfnikröfur: • Löggiltur endurskoðandi og/eða viðskiptafræðingur með víðtæka reynslu á sviði reikningshalds og endurskoðunar. • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Góð samstarfshæfni • Rík þjónustulund Æskilegt er að umsækjendur getið hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Ragnar Eiríksson löggiltur endurskoðandi, hjalti.ragnar.eiriksson@deloitte.is. Umsókn skal skila á netfangið erna.arnardottir@deloitte.is fyrir 11. september 2015.
BÓKHALDSSTOFAN
EHF.